Kassabílarallý

musamamma | 21. maí '15, kl: 21:23:49 | 69 | Svara | Er.is | 1

Að vanda er líf og fjör í Frostaskjóli, en árlegt kassabílarallý
frístundaheimilanna okkar verður haldið í ellefta sinn á Ingólfstorgi á
morgun. Það hefst kl. 14:10 þegar 550
börn úr fjórum frístundaheimilum ganga fylktu liði í lögreglufylgd frá
Skólavörðuholti niður Skólavörðustíginn og Bankastrætið, inn eftir
Austurstrætinu og að Ingólfstorgi, þar sem viðburðurinn á sér stað.
Áætlað er að keppnin sjálf hefjist milli hálf þrjú og þrjú.
Frístundaheimilin keppa um ýmsa eftirsóknarverða titla, svo sem
hraðskreiðasta bílinn, flottasta bílinn og besta stuðningsliðið og þegar
börnin hafa látið ljós sitt skína keppa starfsmenn um það hvar snörustu
starfsmennirnir starfa. Að lokum standa allir uppi sem sigurvegara og
fá farandbikar með sér heim í hérað. Að keppni og verðlaunaafhendingu
lokinni mun Ingó veðurguð leiða fjöldasöng og almenna gleði á
Ingólfstorgi, en áætlað er að öllu verði lokið á rétt fyrir fjögur.


Kassabílarallýið er orðið einn af föstu punktunum í menningarlífi
bæjarins, enda fáir viðburðir á vegum borgarinnar þar sem meiri stemming
ríkir. Meginmarkmiðið með kassabílarallýinu er að skapa vettvang fyrir
gleði og ánægju og setja endapunktinn á velheppnað vetrarstarf
frístundaheimila Frostaskjóls. Er engu logið þegar sagt er að bærinn sé
bókstaflega rafmagnaður af jákvæðni og stemmingu þegar börnin mæta á
svæðið og því ætti enginn af vera svikinn af því að koma og fylgjast með
ósvikinni gleðinni. Undirmarkmið kassabílarallýsins er að þjálfa börnin
í lýðræðislegum vinnubrögðum, en þau þurfa meðal annars að velja
fulltrúa úr hópunum til að keppa fyrir hönd frístundaheimilisins, auk
þess sem þau skipta á milli sínu mörgum öðrum verkum, svo sem því að
koma að undirbúningi kassabílsins, hanna fána, hristur og skraut fyrir
stuðningsliðið og koma með hugmyndir að búningum og hvatningarópum.
Allir hafa síðan hlutverk með því að vera verðugir fulltrúar síns
frístundaheimilis í göngunni og á viðburðinum sjálfum og að sjálfsögðu
með því að hvetja sitt lið drengilega til dáða. Þannig eiga öll börnin
hlutdeild í viðburðinum og leggja þannig sitt af mörkum við að gera
daginn  eftirminnilegan fyrir sig og aðra.

Við stólum á að allir
velunnarar Frostskjóls sem vilja hefja helgina á skemmtilegan máta mæti á
morgun. Til að koma ykkur í stuð settum við inn veglegt myndaalbúm frá
liðnum kassabílarallýum sem ná að fanga anda viðburðarins. Gleðilegt
kassabílarallý

 


musamamma

helgagests | 21. maí '15, kl: 21:35:45 | Svara | Er.is | 1

Varla talað um annað á mínu heimili :D

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

musamamma | 21. maí '15, kl: 21:41:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er besti dagur ársins.


musamamma

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 47999 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, tinnzy123, Paul O'Brien, annarut123, paulobrien, Guddie