Kattarofnæmi - ráð

ello | 25. mar. '19, kl: 01:02:08 | 151 | Svara | Er.is | 1

Ég er í stökustu vandræðum og veit ekki hvað er best að gera í svona málum og er að vona að ég geti fengið aðstoð hérna inni. Við erum 5 manna fjölskylda, elsta barnið okkar er komið með maka sem ég ætla að kalla X. Þau hafa verið saman í rúmt ár. Við búum aðeins fyrir utan höfuðborgarsvæðið en X töluvert lengra frá og eru þau því ekki öllum stundum saman. X á náinn ættingja sem á kött og þau kærustuparið gista einstöku sinnum hjá þessum ættingja þegar þau eru í Rvk. Makinn minn er með slæmt kattarofnæmi og yngsta barnið okkar líka ásamt astma. Nú er makinn minn búinn að vera að glíma við augnsýkingu, mjög slæma í þrjá mánuði, búinn að vera á sýklalyfjum og augndropum, láta stinga á augnlokin til að ná sýkingunni úr og ég veit ekki hvað. Yngsta barnið er búinn að vera kvefað finnst mér í marga mánuði og við erum varla hætt að pústa það þegar við þurfum að byrja aftur. Nú veit ég ekkert hvort þetta tengist því eitthvað að við erum að fá kattarhár og þessháttar af og til inn á heimilið okkar eða hvort þetta sé bara tilfallandi slæmur vetur eða álíka en fór bara allt í einu að pæla í þessu í kvöld.
Ég var að taka þvottinn úr vélinni og þar á meðal þvott af unga kærustuparinu og ein flíkin var öll út úr kattarhárum sem hafa ekki einu sinni náðst úr í þvotti. Þegar flíkin verður þurr þá verð ég eiginlega bara að setja hana í poka og henda eða biðja um að hún verði þvegin heima hjá hinum, þetta var ekkert smá mikið.
Nú er ég að vandræðast með t.d. sumarið, þar sem kærustuparið ætlar að fá að búa hérna hjá okkur á meðan þau eru bæði í sinni sumarvinnu hér á svæðinu. Ekkert mál með það og bara gaman. En hvað geri ég með þvottinn þegar þau eða viðkomandi sem á þennan náinn ættingja sem á köttinn og hann er nýkominn frá viðkomandi og kattarhár á fötunum? Verð ég að biðja viðkomandi að fara strax úr fötunum og setja þau í poka. Hvað svo - eftir að hafa séð hvað þessi flík var öll loðin þá á ég mjög erfitt með að nota mína þvottavél og þvo svo föt maka míns og barna í sömu vél sem og að nota þurrkarann. Bæði er nýtt og mig hreinlega langar ekki að fá kattarhár í tækin mín þar sem það er ofnæmi á heimilinu og ég að þvo fatnað hjá restinni af heimilismeðlimunum sem eru svo með ofnæmi. Ég vil að sjálfsögðu ekki að maki barnsins míns (eru bæði komin yfir tvítugt, þó ég tali um barnið) finnist hann óvelkominn eða megi ekki vera hjá okkur. Ég get samt ekki annað en verið hugsi yfir því hvernig ég passa upp á heilsu þeirra sem eru með ofnæmið og ég sjálf get bara ekki kattarhár og hef ekki heilsu í einhver aukaleg þrif vegna þessa.
Vonandi hefur einhver ráð vegna þessa, hvað get ég gert eða hvað á ég að segja við unga fólkið eða þennan maka upp á sumarið að gera þegar viðkomandi býr hjá okkur - hvaða reglur get ég haft ... bannað að gista hjá ættingjanum, varla, skipta um föt ... hvar þá að þvo fötin????
Ég er ekki að fara að láta þau taka ofnæmistöflur næstu mánuðina vegna þessa því hin tvö börnin mín eru með annars konar ofnæmi og þurfa að taka ofnæmislyf hluta árs og ég sé hvernig áhrif það hefur á þau þegar þau þurfa að taka þessi lyf.

 

T.M.O | 25. mar. '19, kl: 01:31:22 | Svara | Er.is | 0

Dóttir þín og tengdasonur þurfa að taka betra tillit til ykkar sambandi við þetta. Það getur verið auðveldara að ná hárum og þessum húðögnum sem valda ofnæminu með svona límrúllu og/eða ryksugu en að setja fötin í þvottavélina. Þau ættu að geta hugsað út í að koma ekki löðrandi í hárum eða setja hárug föt í sameiginlegann þvott. Þetta er að valda veikindum á heimilinu og þau sem fullorðið fólk ættu að geta tekið ábyrgð á sinni hegðun.

Nammipokinn | 25. mar. '19, kl: 13:00:22 | Svara | Er.is | 1

Sæl, Þekki þetta allt of vel. Bróðir minn er með svæsið kattarofnæmi og þegar við vorum yngri þá vorum við látin setja fötin okkar í poka þegar við komum frá vinum okkar sem áttu kisur. Mamma tók pokann, rúllaði með límrúllu og henti í stuttan þvott og þurrkara (þeir taka mest öll hárin sem er snilld og muna svo að tæma filterinn). Þetta var aldrei vesen og þau ættu að skilja aðstæður.

Nammipokinn | 25. mar. '19, kl: 13:00:22 | Svara | Er.is | 0

Sæl, Þekki þetta allt of vel. Bróðir minn er með svæsið kattarofnæmi og þegar við vorum yngri þá vorum við látin setja fötin okkar í poka þegar við komum frá vinum okkar sem áttu kisur. Mamma tók pokann, rúllaði með límrúllu og henti í stuttan þvott og þurrkara (þeir taka mest öll hárin sem er snilld og muna svo að tæma filterinn). Þetta var aldrei vesen og þau ættu að skilja aðstæður.

adaptor | 25. mar. '19, kl: 22:21:28 | Svara | Er.is | 1

fólk er ekki með ofnæmi fyrir kattahárum heldur ensímum sem kettir gefa frá sér ég er með katta ofnæmi ég tek bara ofnæmislyf málið leyst

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

skrolla123
skrolla123
askjaingva | 26. mar. '19, kl: 15:18:13 | Svara | Er.is | 0

Væri ekki ráð að byrja á að tala við þau, nema auðvitað að þau lesi hugsanir.

isbjarnamamma | 26. mar. '19, kl: 16:50:05 | Svara | Er.is | 0

Ég og allir synirnir erum með slæmt ofnæmi, ofnæmislæknirinn minn sagði að það væri nóg fyrir mig að heimsækja folk sem væri með eina skó úr hesthúsinu hjá sér til þess að ég yrði veik,,,yngsti sonur minn það var nóg fyrir hann að í bekknum hanns væru krakkar sem ættu kisu til þess að hann varð hundveikur og s.fv. ég myndi byðja þau að skifta um föt þegar þau koma heim frá kisufólkinu,og þvoi fötin annarstaðar, ofnæmi er ekkert grin og verður að taka alvarlega

myfamily | 26. mar. '19, kl: 22:53:19 | Svara | Er.is | 0

Það getur verið mjög erfitt að eiga við ofnæmi. Láttu mig þekkja það hef verið með þetta í meira en 40 ár.
Fátt fer eins mikið í tauganar á mér eins og fólk sem er ekki með ofnæmi eða er með mjög væg einkenni en þykist vita allt um ofnæmi og heldur að það sé eins hjá öllum, taktu bara töflu bla bla bla. Ofnæmi er ofboðslega mis-slæmt hjá fólki, sumir fá væg einkenni sem töflur duga vel á en aðrir geta orðið rúmliggjandi tímabundið "blindir" vegna bólgna í augum og í kringum augun.

Sumir eru haldnir þeim ranghugmyndum að ofnæmið sé ekki í dýrahárum en það er það vissulega!
Próteinsambönd og amínósýrur sem er td. í munni dýra er á hárum þeirra vegna þess að þeu sleikja sig og það svífur einnig um í andrúmsloftinu ósýnilegt og vanlíðanin sem fylgir slæmu ofnæmi er ömurleg. Sumir halda að það sé nóg að fjarlægja hárin af fatnaðinum en þó það sé vissulega gagnlegt þá er það alls ekki nóg. Ofnæmisvakar eru í fatnaðinum þó svo hárin séu farin og ofnæmisvaldur getur verið í fatnaðinum í marga daga.

Það VERÐUR að tala alvarlega um þetta vandamál við parið. Hann/þau geta alls ekki farið til kisu-ættingjanna sem þau þekkja nema þau séu með hreinan aukafatnað í lokuðum poka fara svo til dæmis í sundlaug og hafa fataskipti þar og passa mjög vel að "menguð" föt liggi ekki saman við hrein föt.
Svo verður að finna stað til að þvo þessi föt og þar má ekki vera köttur.

Einfaldast væri líklega að finna stað til að gista á þar sem ekki er köttur eða hreinlega banna algjörlega að það sé gist þar.

Ég er ekkert að grínast þetta er mjög mikil vanlíðan og fólk sem segir "geturðu ekki bara tekið töflu" skilur ekki hversu ofboðslega slæmt þetta getur verið.
Ofnæmistöflurnar slá stundum lítið sem ekkert á einkennin.
Ef þitt fólk sem er með ofnæmi hefur ekki prófað Desloratadine Ratiopharm ofnæmistöflur þá bendi ég ykkur á að prófa þær þær virka best á mig af öllum þeim töflum sem fást í Apótekum og þau gera mann ekki þreyttan og syfjaðan.

Bls.18 hér: https://www.visir.is/paper/fbl/170801.pdf

Gagnlegt að lesa:
https://www.ao.is/images/pdf/baeklingar/Pharmaco_ofnamis_bkl.pdf
https://www.ao.is/index.php/ofnaemi/dyraofnaemi/10-fraedsla/ofnaemi/80-a-flotta-i-friinu
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=9336
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=273


Það mun taka tíma að hreinsa heimilið, það þarf að þrífa, ryksuga, þurrka af og skipta á rúmum og #1 Þarf að passa mjög vel að ekkert komi inn á heimilið sem mengar það þá er búið að eyðileggja allt og þá þarf að byrja upp á nýtt.

Gangi ykkur vel.

ello | 27. mar. '19, kl: 21:59:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kærar þakkir fyrir frábær svör og hugmyndir af því hvernig við gætum gert þetta. Mér finnst þetta bara svo erfitt að bera undir þau og vera hálfpartinn að banna eitthvað en ég held að ég neyðist til þess þar sem við erum búin að vera díla við meiri veikindi og ofnæmiseinkenni en áður og þetta það eina sem hefur breyst. Þau hafa reynt að nota límrúllu og taka það mesta af fötunum sínum en ég held að ég verði að reyna að biðja þau um gista ekki þarna og fara í heimsókn á meðan þau búa bæði hjá okkur í sumar. Þurfa bara að hitta viðkomandi á öðrum stað á meðan við erum að finna út úr þessum veikindum. Það er einmitt ekkert grín að fá kattarhár út um allt og allt sem því fylgir hjá fólki með ofnæmi, svo er það einmitt mismikið hjá fólki. Sumir finna væg einkenni á meðan aðrir finna mun meira fyrir þessu.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47987 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien