Kosningar.

slogic | 25. ágú. '16, kl: 16:45:58 | 971 | Svara | Er.is | 1

Er fólk búið að ákveða hvað það ætlar að kjósa? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg viss.

 

Mae West | 25. ágú. '16, kl: 17:49:25 | Svara | Er.is | 0

Er ekki búin að ákveða. Það kemur samt ekki margt til greina. 

fokus
reykskynjari | 26. ágú. '16, kl: 15:00:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvers vegna Sjálfstæðisflokkinn?

reykskynjari | 27. ágú. '16, kl: 15:47:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ertu sammála því að börn sem eiga efnaða foreldra komist framar í röðina þegar beðið er eftir heilbrigðisþjónustu?

reykskynjari | 29. ágú. '16, kl: 16:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég hef misskilið ( bara orðin eins og stjórnmálamaður )
Þetta er víst ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Það er meira verið að tala um að boðið sé upp á aukaþjónustu. Veit ekki alveg hvað það þýðir.

Mögulegt dæmi: Amma A þarf á hjúkrunarheimili þar sem hún fær ódýrari mat en Amma B og svo fær Amma B líka betra rúm en Amma A, hvað þýðir aukaþjónusta? eða er Sjálfstæðisflokkurinn að tala um að Amma B fái fótstyrtingu en Amma A ekki?

Ef Amma A var vesæll barnaskólakennari allt sitt líf fær hún ekki fótsnyrtingu á hjúkrunarheimilinu en Amma B var dugnaðar kvótaeigandi og fær þess vegna aukaþjónsutu?

Sumir segja að þetta sé svona nú þegar. Hvað er þá frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins að tala um?

reykskynjari | 29. ágú. '16, kl: 13:12:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Finnst þér í lagi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og varaformaður flokksins, hafa bæði tengst aflandsfélögum?

reykskynjari | 2. sep. '16, kl: 16:09:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þá vaknar spurning. Hvort er betra fyrir samfélagið að:

a. Almenningur fái í sinn hlut réttlátan skerf af sameignlegri auðlind sinni til að greiða fyrir velferð, menntun og aðra innviði?

b. Örfáir einstaklingar fái að sitja einir að næstum öllum afrakstri sameiginlegrar auðlindar og sölsi í framhaldinu undir sig annan atvinnurekstur í landinu?

http://kvennabladid.is/2016/09/02/verulegar-skuldbindingar/

slogic | 29. ágú. '16, kl: 16:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað kemur til greina?

micro | 26. ágú. '16, kl: 14:32:13 | Svara | Er.is | 8

Ég er meira búin að ákveða hvað ég kýs ekki, eins og Framsókn, sjálfstæðismenn eða þjóðfylkinguna. 
Svo notar maður bara útilokunaraðferð á restina :D 

Zagara | 26. ágú. '16, kl: 14:47:46 | Svara | Er.is | 1

Nei, finnst ég ekki getað tekið ákvörðun fyrr en það er meira komið á hreint hvernig listar verða mannaðir og hvaða mál verða sett á oddinn.


En get samt fullyrt að ég mun alls ekki kjósa framsókn. Margir aðrir sem mig langar heldur ekkert að kjósa þannig að ég reikna með að útilokunaraðferðin verði notuð.

reykskynjari | 26. ágú. '16, kl: 14:51:20 | Svara | Er.is | 2

Ekki Þjóðfylkingin, ekki Sjálfstæðisflokkur, ekki Framsókn og ekki Viðreisn.

Með annað sem er í boði er ég óákveðin.

Kaffinörd | 27. ágú. '16, kl: 17:30:19 | Svara | Er.is | 1

Held að ég hallist að Viðreisn. Komið mikið af flottu fólk á lista þar. Píratar hafa valdið gríðarlega miklum vonbrigðum

reykskynjari | 27. ágú. '16, kl: 17:45:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig hafa Píratar valdið þér vonbrigðum?

Kaffinörd | 27. ágú. '16, kl: 18:56:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Brölt með prófkjörin,engin mörk á því hvaða mál komast inn í stefnu flokksins sem er orðin full af aukaatriðum og svo svik þeirra í flugvallarmálinu en Halldór Auðar Svansson lofaði því fyrir kosningarnar 2014 að þjóðin fengi að kjósa um málið en svo tekur hann bara þátt með Degi í að valta yfir lýðræðið í málinu og Píratar eiga ekki aðild að tillögunni á þinginu um að þjóðin fái að kjósa um þetta mikilvæga mál.


Þar fór nú öll lýðræðisást Pírata beint ofaní klósettið.

reykskynjari | 27. ágú. '16, kl: 20:24:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Halldór ræður auðvitað ekki einn öllu. Píratar í borgarstjórn hafa í raun lítið um mál að segja, er það ekki? Hefðu þurft fleiri atkvæði?

Kaffinörd | 27. ágú. '16, kl: 22:35:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki hefur Halldór Auðar komið í fjölmiðla sérstaklega þegar tillaga um þjóðaratkvæði liggur fyrir Alþingi og ítrekað sína afstöðu eða bent á að félagar hans á Alþingi ekki aðild að þessa tillögu.

reykskynjari | 27. ágú. '16, kl: 22:41:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sammála. Hann ætti að láta meira í sér heyra.

bogi | 28. ágú. '16, kl: 10:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Borgarstjórn vinnur útfrá niðurstöðum atkvæðagreiðslu um málið - svakalega ólýðræðislegt...

Kaffinörd | 28. ágú. '16, kl: 22:03:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá kosningin uppfyllti ekki þau skilyrði sem R-Listinn setti til að vera bindandi og þar að auki er það mikill misskilningur að þetta sé einkamál Reykvíkinga og aðalega lattelepjandi stuttbuxnagæja í 101 sem koma helst ekki í efri byggðir nema bara til að brosa framan í myndavélar við hátíðleg tilefni.

bogi | 28. ágú. '16, kl: 22:24:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Æi þú ert svo kjánalegur -

reykskynjari | 27. ágú. '16, kl: 20:18:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki alveg Viðreisn. Hvað skilur þau frá stefnu Sjálfstæðisflokksins annað en ESB?

Kaffinörd | 27. ágú. '16, kl: 22:52:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leggja áherslu á félagslegt réttlæti sem byggir á samhug og ábyrgð og tryggir jafnan rétt til menntunar og velferðarþjónustu. LÍN frumvarp Illuga fellur alveg klárlega ekki undir þetta. 


Leggja áherslu á að neytendur búi við umhverfi þar sem hagsmunir þeirra eru í fyrirúmi og þar með eru t.d. búvörusamningar gagnrýndir harðlega. 


Skýra stefna í stjórnarskrármálinu þar sem efla skuli lýðræðið og 3 skiptingu valdsins sem sé gengur lengra en Sjálfstæðisflokkurinn tala fyrir enda talar Bjarni bara um breytingar sem henti sér og flokknum persónulega. 


Um velferð segir m.a.: "Allir skulu hafa rétt til heilbrigðisþjónustu,menntunar og félagslegrar þjónustu. Þróttmikið atvinnulíf byggt á samkeppni skapi tekjur sem standi undi öflugu mennta- og velferðarkeri. Félagslegt réttlæti ríki,þar sem frelsi,ábyrgð,samhugur og mannréttindi verði í öndvegi íslensks samfélags". 


Þetta túlka ég sem svo að flokkurinn er ekki tilbúinn í þá vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar í í heilbrigðiskerfinu undir stjórn Ásdísar Höllu Bragadóttur þótt fjölbreytt rekstrarform sé ekki útilokað.


Flokkurinn leggur áherslu á fjölskyldusamfélag og það standist samanburð við hin Norðurlöndin m.a. varðandi húsnæðismál.


Leggja áherslu á að neytendur séu ávallt teknir framfyrir sérhagsmuni eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega ekki gert.


Svo bara bendi ég þér á að hlusta á málflutning Ólafs Stephensen Framkvæmdastjóra Félags Atvinnurekenda og fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins og Fréttablaðsins og Þorsteins Pálssonar og þá svona færðu skýrari mynd á muninum á milli þessara 2 flokka. 


Veit að Þorsteinn er utan flokka en veit ekki með Ólaf. Þorsteinn vill ekki lýsa yfir stuðningi við flokk á meðan hann er í núverandi starfi veit ég. En bæði Þorsteinn og Ólafur hafa mér fundist tala á svipuðum nótum.

Kaffinörd | 27. ágú. '16, kl: 22:54:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flokkurinn er nýstofnaður  24.maí síðastliðinn og ég tel enn sem komið bara best að horfa á það fólk sem er að fara í framboð fyrir flokkinn og taka stöðuna út frá því og svo skýrist þetta væntanlega betur þegar kosningarbaráttan fer á fullt.

Kaffinörd | 27. ágú. '16, kl: 22:56:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið af fólki úr atvinnulífinu þarna sem segir töluvert. 

Kaffinörd | 27. ágú. '16, kl: 23:01:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líklega mun ég samt ekki alveg verða sammála Viðreisn í skattamálum. Ég er fylgjandi þrepaskiptu skattkerfi með a.m.k. 2 þrepum. En það er alveg ljóst að hér þarf að breikka grunninn sem á að standa undir öflugu velferðarkerfi og þar held ég að ég eigi mjög mikinn samhljóm með Viðreisn. 

Kaffinörd | 27. ágú. '16, kl: 23:04:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok ég var á stofnfundinum og ég er að skoða heimasíðu Viðreisnar og þetta er það sem mér datt í hug. Þetta er blanda af fólki úr atvinnulífinu sem hefur ekki verið að taka þátt í stjórnmálum áður og fólk sem ég kannast við að hafa verið í starfi hjá Sjálfstæðisflokknum,Framsóknarflokknum og Samfylkingunni

reykskynjari | 27. ágú. '16, kl: 23:24:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég gúglaði Ólaf Stephensen. Hann virðist mæra einkavæðingu heilbrigðiskerfisins nokkuð mikið. Þá er Viðreisn ekki með séns hjá mér. Ég ætla ekki að kjósa flokk sem vill mismuna fólki þegar kemur að veikindum og heilsufari. Þó það sé ekki nema einn flokksmaður sem vill einkavæða grunnþjónustu þá er allur flokkurinn afskrifaður hjá mér.

Einkavæðing heilsu leiðir af sér misrétti.

Svo er spurning hvort hann er búinn að skipta um skoðun?

Kaffinörd | 27. ágú. '16, kl: 23:41:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég spyr bara hvernig viltu auka hér nýsköpun í Heilbrigðisgeiranum ? Hvernig geta t.d. 3 einkareiknar heilsugæslur verið ógn á móti 15 heilsugæslum bara á höfuðborgarsvæðinu ? 

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 00:02:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er kannski svolítið naive. Mér finnst bara ógeðslegt að sumir vilja græða á veikindum fólks. Og við vitum alveg að það nennir enginn í svona rekstur nema græða feitt.

Sé alveg fyrir mér næstu "kvótakónga" innan heilbrigðiskerfisins.

Kaffinörd | 27. ágú. '16, kl: 23:46:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú líka þannig að sumir sjá alltaf rautt þegar talað er um fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðiskerfinu eða erlendar fjárfestingar. 


Í tíð síðustu ríkisstjórnar kom hér erlendur aðili sem vildi nýta ónýttar skurðstofur á Miðnesheiði fyrir erlenda sjúklingar sem hefði ekki haft það í för með sér að íslendingar gætu farið að kaupa sig framfyrir í röðinni og Ögmundur þá heilbrigðisráðherra ekki svo mikið sem átti 1 fund með þessum aðila. Þetta er greinilega algjört tabú og menn hafa ekkert fram að færa varðandi það hvernig breikka megi gruninn sem standa eigi undir öflugu velferðarkerfi.

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 00:25:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég held að það sé til peningur fyrir öflugu velferðarkerfi nú þegar. Þetta er spurning um forgangsröðun og jafnrétti.

Fuzknes | 28. ágú. '16, kl: 06:23:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Peningurinn er svo sannarlega til! -  Í hverjum mánuði fær lífeyrissjóður 12% af þínum brúttólaunum til að gambla með. ER það OK að þínu mati?

bogi | 28. ágú. '16, kl: 10:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Byrjar mep erlenda sjúklinga, síðan fá Íslendingar að borga sig inn, í kjölfarið er skorið niður í þeim aðgerðum hjá ríkinu, biðlistar lengjast, ríkir borga sig framhjá og þjónustan versnar fyrir rest. Bara klassískt og mörg dæmi um þetta hér heima í kjölfar einkareksturs.

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 16:27:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Svona rústar maður heilbrigðiskerfi – Uppskrift
http://herdubreid.is/svona-rustar-madur-heilbrigdiskerfi-uppskrift/

Kaffinörd | 27. ágú. '16, kl: 23:48:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já og af hverju má ekki Björk Vilhelmsdóttir tala um aumingjavæðingu bótakerfis hér á landi og styðja þurfi mikið betur við fólk að koma sér út á atvinnumarkaðinn án þess að villta vinstri fari algjörlega á hliðina ?

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 00:20:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það á að sjálfsögðu að styðja fólk og hjálpa þeim sem eru veikir til að fá vinnu við hæfi. Það þarf líka að "samþykkja" það að sumir eru veikir og geta ekki unnið.

Þegar er stöðugt haldið fólki á svo lágum launum að það á ekki fyrir grunnþörfum þá verður fólk örugglega oft á endanum veikt. Ef einhver vill kalla það fólk aumingja þá er sá hinn sami ekki hæfur til að vinna sem stjórnmálamaður. Það vill nefnilega gleymast að stjórnmálamaður er í vinnu fyrir samfélagið og veikt fólk tilheyrir samfélaginu.

það væri góð stefna hjá einhverjum stjórnmálaflokki að jafna launin, ekki bara í orði heldur af fullri hörku og alvöru. Ég er viss um að þá mun sparast peningur í heilbrigðiskerfinu. Mögulega vilja það ekki allir, sérstakleag ekki þeir sem vilja græða sem mest og ætla sér í business með heilsufar og veikindi fólks.

adaptor | 28. ágú. '16, kl: 01:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

af hverju þarf að jafna launin ?

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fuzknes | 28. ágú. '16, kl: 06:33:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þessi vitleysa sem er í gangi togar í skottið á sjálfri sér, húsæðiskostnaður, dýrar samgöngur og fleira veldur því að lágmarkstekjur þurfa að vera háar, ruglið veldur þvi að bilið er of lítið milli þess að vera á bótum og að vera í vinnu - þess vegna er mikil hvati að sleppa því bara að vinna og komast á bætur

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 16:33:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er dýrt að vera manneskja
http://www.frettatiminn.is/thad-er-dyrt-ad-vera-manneskja/

Fuzknes | 28. ágú. '16, kl: 06:06:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Afhverju þurfa læknar og annað fólk í heilbrigðisgeira að vera ríkisstarfsmenn? Afhverju þarf einstakilingurinn sem sem á að sjá um að jáeindaskanninn sé í lagi að vera ríkisstarfsmaður? Hefur það komið vel út fram að þessu? btw af hverju er ekki til jáeindaskanni á Íslandi? Er það af því að ríkisstarfsmennirninr nenna ekki að tuða til að hann verði keyptur? Hverju breytir það, þeir fá sömu lélögu launin whatever happens..lose.lose.  take it or leave

Fuzknes | 28. ágú. '16, kl: 06:19:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einkavæðing þýðir ekki mismunun. Hún þýðir aðeins að þeir sem eiga að lækna þig þrífast í kerfi þar sem færni, ábyrgð og skilvirkni skipta máli. 

T.M.O | 28. ágú. '16, kl: 12:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þróunin virðist samt vera sú að einkafyrirtæki fara að snúast bara um hagnað á kostnað þeirra sem þurfa að nota þjónustuna. Það er bara staðreynd

Nói22 | 28. ágú. '16, kl: 16:41:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ríkiskerfið er líka þannig að færni, ábyrgð og skilvirkni skipta máli. Það er mjög vinsælt að tala niður opinbera kerið og láta eins og þar vinni bara einhverjir slefandi hálfvitar sem vinna illa og þar sé illa farið með peninga. Held að þeir sem tali þannig ættu að vinna nokkrar vikur á bráðmóttökunni og bara landspítalanum í heild sinni og sjá starfsemina þar með eigin augum og hvernig farið er með peningana.

bogi | 28. ágú. '16, kl: 20:22:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Landspítalinn er rekinn fyrir mun minna fé en sambærilegir spítalar annars staðar, líka þar sem einka-business er. Og sambærileg eðs betri þjónusta veitt. Þetta staðfestir skýrsla unnin af McKinsey.

Hvað gæti skýrt þetta annað en færni, ábyrgð og skilvirkni?

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 20:36:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á sama tíma er Landspítalinn orðinn stórhættulegur heilsu fólks....vegna þess að honum hefur ekki verið haldið við.  Sem skýrir hvers vegna hann er rekinn fyrir minna fé.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

bogi | 28. ágú. '16, kl: 20:39:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ertu viss um að viðhald húsnæðis sé inn í þessum tölum?

Bjó sjálf í DK og þar sagði íslensk hjúkka mér að það væri betur þrifið og hugsað um húsnæðið á Íslandi.

Alpha❤ | 27. ágú. '16, kl: 22:13:12 | Svara | Er.is | 0

Mun ekki vilja pírata, sjálfstæðis, framsókn, vinstri græna eða samfylkingina. Svo að ég veit það ekki. 

Alpha❤ | 27. ágú. '16, kl: 22:13:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

get alveg eins sleppt því hugsa ég

reykskynjari | 27. ágú. '16, kl: 22:47:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég held að þessar kosningar séu mjög mikilvægar. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að klára að einkavæða grunnþjónustu og mega þess vegna ekki komast sterkir til valda. Merkilegt hvað þeir ná að plata fólk þegar þeir segjast vera að hugsa um hag allra landsmanna.

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 00:55:42 | Svara | Er.is | 0

Það skiptir engu máli hvað þú kýst....sami rassinn undir öllum flokkunum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 01:15:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eru viss? Hvaða rass er það eiginlega?

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 01:19:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona flokkslínurass.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 01:22:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahaha googlaðu flokkslínu rass

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 01:27:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ómægad  ég bjó til orð


-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 01:34:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og maður fær mynd af bankastjóra Landsbankans, (allavega ég) Hér eftir verður hann aldrei kallaður annað en flokkslínurass.
Flott orð, mjög flott orð, Bragi Valdimar gæti verið stoltur ef hann hefði fundið upp á þessu fína orði.

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 01:17:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski er þetta rétt hjá þér. Ég hef allavega oft hugsað þetta líka undanfarið.

Hvað er hægt að gera í þessu?

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 01:21:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ónýtt kerfi sem við búum við.  Hér þarf að vera persónukjör um helming þingsæta og þingsetuskylda fyrir þegna landsins á hinn helminginn.  Þegar þingmenn fá bágt fyrir að fylgja eigin sannfæringu...eitthvað sem kveðið er á um í stjórnarskrá landsins þá er eitthvað rotið í gangi.   Þetta virðist btw ganga jafnt yfir alla flokka.   Það er til gott fólk í öllum flokkum en það fær ekki að njóta sín því miður.

Hvernig er hægt að ná þessari hugmynd minni fram...veit ekki held að enginn geti knúið það fram nema þingið sjálft og ég legg ekki trúnað minn á það.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 01:29:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott hugmynd.

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 01:36:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Værir þú til að sitja þingsetuskyldu? ef þú fengir "stefnu"

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 20:01:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjálfsögðu, slíkt væri enda launað starf en ekki sjálfboðavinna.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Fuzknes | 28. ágú. '16, kl: 06:53:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er vel hægt að laga þetta!!


Ef allir sem hafa áhuga á betra sjórnarfari skipta sér af því hverjir stjórna landinu er hægt að beina landinu á rétta braut!


Við þurfum að skilja að lýðræðið gerist EKKI í kjörklefanum við almennar kosningar.


'Lýðræðið' á sér stað þegar flokkarnir raða á framboðslistana! 


Í augum stjórnmálastéttarinnar eru almennar kosningar ekki aðalmálið, málið er að komast ofalega á lista í SÍNUM flokki !!!


Hvað er hægt að gera í því?? Nú auðvitað að taka þátt í valinu hjá þessum etv ömurlega flokki og reyna að halda ruslinu niðri (og ýta skásta draslinu upp) !!


ÞAÐ ER ÞÍN LÝÐRÆÐISLEGA SKILDA !!

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 17:26:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefur maður eitthvað um það að segja hvernig flokkarnir raða á listana?. Það er nú ekki lýðræðislegt hjá sumum flokkum.

Ég hef ekkert annað en þetta eina atkvæði sem mér er úthlutað til að nota á kjördag. Eins gott að ég reyni að nota það vel.

Það er svo önnur saga að mitt atkvæði hefur kannski ekki sama vægi og þitt atkvæði, svona eftir því hvar á eyjunni við erum staðsett hverju sinni. Hvaða rugl er það eiginlega?

Nói22 | 28. ágú. '16, kl: 16:43:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er bara algjörlega ósammála því að það sé sami rass undir þeim öllum. Ef sjálfstæðisflokkur hefði verið hér við völd eftir hrun í staðinn fyrir vinstri flokkana væri ekkert eftir af heilbrigðiskerfinu. Væri allt annað hvort rjúkandi rúst eða komið yfir til einkaaðila. 

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 17:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þetta er rétt. Hrunbjörgunarliðið forðaði okkur líklega frá því.

Það er samt ekki mikið eftir. Ætli sé hægt að redda þessu eins og þetta er orðið í dag?

reykskynjari | 28. ágú. '16, kl: 17:16:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líklega notar maður þessa afsökun þegar maður er komin með upp í kok af stjórnmálabullinu og nennir ekki að fylgjast meira með. Þá er bara ágætt að afgreiða þetta með því að segja þetta allt vera sömu rassana og setja úllendúllendoff á kjörseðilinn, eða kjósa bara eins og pabbi & mamma eða afi & amma.

Nói22 | 28. ágú. '16, kl: 17:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég held að það sé svolítið málið. Að það sé auðveldara að segja bara að það sé sami rassinn undir öllum flokkum heldur en að leggja það á sig að rannsaka og skoða hvern flokk fyrir sig og hvað hann hefur gert.


Svo finnst mér líka alveg ótrúlegt hvernig fólk getur talað um vinstristjórnina. Það er eins og fólk hafi ætlast til og sé að ætlast til að sú stjórn myndi laga allt bara eins og með einhverjum töfrasprota. Öll lán löguð, heilbrigðiskerfið lagað, félagslega kerfið fínt, menntakerfið á blússandi siglingu og allt þetta með landið í rúst.

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 20:14:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rangt, þetta kerfi er bara ónýtt, eins og ég sagði það er gott fólk í öllum flokkum en því miður fær það ekki að njóta sín og fær bara slæma útreið ef það fylgir sannfæringu sinni gegn flokkslínum.  Auðvitað íhugar maður vel hvern maður kýs hverju sinni og reynir að veðja á skásta hestinn.  En því miður virðast þeir allir vita ónýtir í stjórn og mjög ákafir  og fullir af réttlætiskennd í stjórnarandstöðu.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

adaptor | 28. ágú. '16, kl: 17:52:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vinnstri flokkar eru nú búnir að stjórna borginni í langan tíma núna og hava lítið gert annað en að skera niður þjónustu og safna skuldum
þegar vinstra liðið tók við borginni var rvk skuldlaus núna eru skuldirnar stjarnfræðilega háar

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

veg | 28. ágú. '16, kl: 20:05:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er reyndar ekki rétt hjá þér, þau 12 árin sem sjallarnir voru við stjórn á undan r listanum fjórfölduðust skuldir borgarinnar, þar af varð 100 % aukning síðasta kjörtímabilið þeirra.

Kaffinörd | 28. ágú. '16, kl: 22:15:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og undir stjórn Dags hafa gæluverkefni og að mæta á uppákomur og brosa framan í myndavélar fengið forgang fram yfir grunnþjónustuna. 


Ég segi án þess að hika eina einustu stund: Það er stórfurðulegt hvernig Dagur komst til metorða í Samfylkingunni og þetta er lélegasti borgarstjóri Reykjavíkur fyrr og síðar.

veg | 28. ágú. '16, kl: 22:30:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann er sjálfsagt frekar mikið mistækur, en mér koma samt í hug a.m.k. tveir aðrir verri.

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 20:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki nær minni þitt langt.  Fyrsti hópurinn sem vinstri stjórnin réðist á með niðurskurðarhnífnum voru öryrkjar og eldri borgarar.   Muna ekki allir eftir framkomu vinstri grænna við Lilju Mósesdóttur?  Ég er líka mjög ósammála þér með það að vinstri flokkarnir hafi bjargað einhverju í heilbrigðiskerfinu, þeir eyddu skattfénu okkar í gæluverkefni sem voru mikil tímaskekkja, sbr. undirbúning fyrir inngöngu í ESB og stjórnarskrárbreyting.  Nær hefði verið einmitt að veita þessum peningum í heilbrigðiskerfið eða sleppa því að taka af þeim sem minnst höfðu.

Vinstri grænir voru heldur ekki lengi að selja sannfæringu sína til að komast í ríkisstjórn sbr. ESB umsókn.

Eins og ég sagði, sami rassinn undir öllum flokkunum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

veg | 28. ágú. '16, kl: 20:21:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég a.m.k. minnist þess að vinstri stjórnin tók af komugjöld barna í heilbrygðiskerfinu og kom á nánast fríum tannlækningum fyrir börn.

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 20:36:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar þú veikist af alvöru í íslensku heilbrigðiskerfi getur það tekið þig 2-4 mánuði að yfirstíga hjallann að komast á afsláttarkort og já þú þarft líka að greiða stóra summu áður en þú kemst inní almennilega niðurgreiðslu á lyfjum.   Þetta fann ég nú bara á eigin skinni fyrri hluta árs 2013 þegar ég veiktist alvarlega og þurfti að leysa út lyf fyrir tugi þúsunda á einu bretti auk þess að greiða 3-4 komugjöld í viku á sjúkrahúsi.  Þetta getur reynst mikið fjárhagslegt áfall fyrir þá sem hafa ekki mikið á milli handanna.

Réttast væri að þjóðnýta sjávarútveginn og byggja upp heilbrigðiskerfið svo þú þurfir ekki að díla bæði við áfallið vegna erfiðrar greiningar auk fjárhagslegra skakkafalla og vanheilsu sem eins og henti mig á þessum tíma hélt mér frá vinnu svo mánuðum skipti.  Ég hafði alveg rosalega mikið efni á þessu öllu eða þannig...ég var bara svo ótrúlega heppin að eiga foreldra (á skertum tekjum vegna vinstri velferðarstjórnar) sem gátu styrkt mig til lyfjakaupa.

Það liggur enginn popúlismi í því að gera svona hluti auðveldari fyrir fólk, nei það lítur betur út að fella niður allan kostnað vegna barna.

En gott og vel, ég er reyndar dáldið inná sömu línu og Píratar með að taka peninga úr sjávarútveginum og nýta í heilbrigðiskerfið.  En ég kann vinstri stjórn engar þakkir fyrir minn veikindatíma ooo sveiattan.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

veg | 28. ágú. '16, kl: 20:45:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta meikar lítin sens fyrir mér, hefði þér liðið betur ef börnin hefðu ennþá líka verið í sama pakkanum og þú lentir í?
Heilbrigðiskerfið hér er lélegt og dýrt fyrir almenning og illa haldið við, en það má vinstristjórnin þó eiga að hafa gert það gjaldfrítt fyrir börn.

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 21:29:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sé ekki að það hjálpi neinum að setja upp svona mikla hjalla fyrir mikið veikt fólk að yfirstíga, hvort sem það eru börn eða fullorðnir.  Annað með tilfallandi umgangspestir sem allir þurfa að kljást við.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

veg | 28. ágú. '16, kl: 22:14:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Alveg sammála, en þessir hjallar voru fyrir alla konur, börn og kalla fyrir tíma vinstri stjórnar. Nú eru þeir fyrir konur og kalla en ekki börn.
Vonandi kemur næst ríkisstjórn sem sér fegurðina í því að allir eigi kost á góðri heilbrygðisþjónustu sér að kostnaðarlausu.

Skreamer | 29. ágú. '16, kl: 00:30:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar ekki, lyf voru niðurgreidd yfir það heila hér áður, það var "velferðarstjórnin" sem breytti því.  Þetta getur reynst erfiður hjalli fyrir láglaunaða sjúklinga sem þurfa á dýrum lyfjum að halda allt í einu.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Nói22 | 29. ágú. '16, kl: 02:23:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gamla kerfið kom ekkert endilega betur út fyrir fólk. 

Nói22 | 28. ágú. '16, kl: 22:15:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hver hefði verið lausnin? Að hafa þetta eins og þetta var áður? Ég þoldi ekki þetta lyfjakerfi þegar það var tekið upp en núna sé ég að það er miklu réttlátara og í raun ódýrara en það sem fyrir var (fyrir sjúklinga). Mín lyf kosta mig minna núna heldur en þau gerðu áður.

Alpha❤ | 29. ágú. '16, kl: 13:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og aðra kostar það margfallt meira. Fleiri tugi þúsundir jafnvel og jafnvel langt yfir þetta 60 þúsund króna mark því svo mörg lyf eru ekki inn í kerfinu

Nói22 | 29. ágú. '16, kl: 14:54:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Margir geta fengið lyfjaskírteini og svo er alveg hægt að dreifa greiðslum.

alboa | 6. sep. '16, kl: 09:54:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er reyndar ekki svo auðvelt. Hvorki að fá lyfjaskírteini né að dreifa greiðslum.

kv. alboa

T.M.O | 6. sep. '16, kl: 13:20:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk fær ekki lyfjaskírteini þegar það stendur fyrir framan borðið og er að leysa lyfin út og það er alls ekki sjálfsagt að dreifa greiðslum. Það er til dæmis yfir 50 þúsund króna lágmark hjá Visa.

Kaffinörd | 28. ágú. '16, kl: 22:23:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fínt höfum þetta allt ókeypis og hvernig viltu fjármagna þetta ? Með því að skatta fyrirtæki og einstaklinga út úr landinu og missar þar með allar þær tekjur sem þar voru fyrir ?

veg | 28. ágú. '16, kl: 22:35:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Merkilegt nokk þá var hægt að hafa heilbrygðiskerfið notendum að kostnaðarlausu áratugum saman, í mun fátækara samfelagi en við búum núna í. Ég var orðin fullorðin manneskja þegar farið var að rukka veigt fólk.
Það er pólitísk ákvörðun hvert fé samfélagsins rennur.

Skreamer | 29. ágú. '16, kl: 00:32:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð að taka undir það sem veg segir hérna.   Og ég er dáldið inná þeirri línu sem píratar eru á með að fá fé út úr sjávarútvegnum til að fjármagna heilbrigðiskerfið.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Kaffinörd | 28. ágú. '16, kl: 22:21:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já vinstri stjórnin kann að eyða peningum það er á hreinu en svo þegar spurt er um tillögur til að breikka hér grunninn sem standa eigi undir öflugu velferðarkefti þá er fátt um svör.

bogi | 28. ágú. '16, kl: 20:24:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hvernig virkar að stjórna landi þar sem aldrei má semja um nein mál? Allir halda fast í sína skoðanir á öllu sama hvað ... Yrði mikið gert?

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 20:37:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stjórnarskráin okkar gerir þingmönnum skilt að fylgja sannfæringu sinni, á meðan þeir gera það ekki eru þeir brotlegir við stjórnarskrá Íslands.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

bogi | 28. ágú. '16, kl: 21:25:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og sannfæring getur alveg breyst í samningum. Þú færð eitthvað annað í stsðinn. Ef enginn gæti breytt um skoðun eða samið um mál yrði landið stjórnlaust. Það er ekki alltaf besta lausnin í boði, en þú getur gert það besta í vissri stöðu.

Skreamer | 28. ágú. '16, kl: 21:35:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Góðir þingmenn hafa reynt að fylgja sannfæringu sinni og fengið bágt fyrir vikið, þú semur ekki af þér sannfæringu þína, það er skylda hvers þingmanns að fylgja eigin sannfæringu í stöfum sínum.   Þetta er mjög skýrt í stjórnarskrá landsins og það er háalvarlegt mál ef alþingismönnum er gert ókleift að starfa eftir bestu vitund.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

bogi | 28. ágú. '16, kl: 21:40:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Forringjaræðið sem ríkir í dag er vissulega slæmt, en að halda því fram að það sé að fara gegn sinni sannfæringu að semja um mál er óskiljanlegt fyrir mér. Það yrði ekki hægt að gera neitt ef enginn væri tilbúin að gera málamiðlun, aldrei. 

Skreamer | 29. ágú. '16, kl: 00:34:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefur tíðkast hér um árabil að einstaka þingmenn sem svo sannarlega hafa fylgt sinni sannfæringu hafa verið lagðir í einelti, ávíttir af samflokksmönnum sínum og hraktir í burtu af þingi...samt eru þetta oftast nær þeir sem eru að reyna að gera gott fyrir landa sína.  Til dæmis fyrir aldraða og öryrkja.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Kaffinörd | 29. ágú. '16, kl: 01:11:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Finnst þér heiðarlegt að kvitta undir stjórnarsáttmála og vinna svo gegn honum og segja bara ja ég er nú bara að fylgja minni sannfæringu er ekkert bundin/nn af neinu öðru ?

Skreamer | 29. ágú. '16, kl: 01:37:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér heiðarlegt að ráða sig í vinnu fyrir þjóðina sem alþingismaður og hunsa stjórnarskrárbundna skyldu sína gagnvart þjóðinni, finnst þér ekki ögn mikilvægara að þeirri skyldu sé sinnt frekar en að fylgja stjórnarsáttmála eftir bókstafnum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Nói22 | 29. ágú. '16, kl: 02:22:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta fólk gerði meira en að vera alþingismenn.  Þau skrifuðu undir stjórnarsáttmála. ef þau vildu ekki framfylgja honum hefðu þau aldrei átt að skrifa undir hann.

Kaffinörd | 29. ágú. '16, kl: 09:24:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorrý mér finnst ástandið miklu betra núna hjá VG en flokkurinn sýndi það samt á síðasta kjörtímabili að hann er óstjórntækur flokkur og líklegast ætti hann að fá frí í 4 ár í viðbót. En VG gæti svosem náð samstöðu með Sjöllum um að viðhalda hér óbreyttu kerfi og gera ekkert í landbúnaðar og fiskveiðimálum,gjaldeyrismálum og stjórnarskránni

reykskynjari | 29. ágú. '16, kl: 13:32:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að Vg muni breytast til hins betra með Katrínu Jakobs. Ég ætla einmitt að skoða Vg vel vegna þess að ég held að Katrín getur mögulega haft góð áhrif.

Nói22 | 29. ágú. '16, kl: 14:57:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála þér með VG. Vinstri stjórnin átti mjög erfitt vegna sumra innan VG sem virtust halda að allt snerist um þá og þeirra vilja og ef það var ekki gengið að honum að þá fóru þau bara í fýlu. Skrifandi greinar í blöðin, tefjandi þingmál og bara já að þvælast fyrir. Hvaða rugl var það t.d að vilja ekki samþykkja fjárlagafrumvarpið? 


Vonandi hefur þetta breyst með Katrínu Jak en í mínum huga þarf VG virkilega að taka til innan sinna raða.

reykskynjari | 4. sep. '16, kl: 19:14:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vg og Sjálfstæðisflokkur? Hvernig færðu það út? Ég held að þessir flokkar eigi enga samleið.

Kaffinörd | 5. sep. '16, kl: 00:29:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú þeir getað náð saman um óbreytt landbúnaðar og sjávarútvegskerfi,litlar breytingar á stjórnarskrá,halda í krónuna og verðtrygginguna. Það er einna helst að þessir flokkar nái ekki saman í unhverfis og skattamálum en það er heldur ekki hægt að segja að Samfó og VG hafi náð mikið saman í umhverfismálum þegar Össur og svo Ingibjörg Sólrún voru formenn Samfylkingarinnar.

Kaffinörd | 5. sep. '16, kl: 00:31:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ingibjörg boðaði skattalækkanir í kosningunum 2003 en ekki Steingrímur J. svo því sé til haga haldið þannig að menn geta bara lesið í þetta og dæmt fyrir sig sjálfan hvort að Samfó sé ekki lengra til hægri í dag heldur en þegar flokkurinn var stofnaður.

Kaffinörd | 5. sep. '16, kl: 00:31:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lengra til vinstri átti þetta að vera

adaptor | 5. sep. '16, kl: 03:18:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vg er bara umhverfisverndar flokkur í orði ekki á borði steingrímur barðist hatrmannalega til að fá álver í stitt kjördæmi og stærstu virkjun norðan alpafjalla

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kaffinörd | 5. sep. '16, kl: 09:27:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Steingrímur er bara atvinnukjördæmapotari

Cheddar | 5. sep. '16, kl: 12:59:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eru mörg dæmi um landsbyggðarþingmann/ráðherra sem ekki er kjördæmapotari?

bogi | 29. ágú. '16, kl: 09:35:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég skil þetta vel - ef ég ætti samstarfsmann sem kvittaði upp á sameiginlegan skilning okkar á einhverju verkefni, skrifaði undir fundagerðir osfr. og kæmi svo allt í einu þegar verkefnið væri í hámarki og kannaðist ekki við neitt þá myndi ég ekki treysta viðkomandi aftur. Ég myndi reyna að fá það í gegn að ég lenti ekki með viðkomandi í verkefni aftur.

Nói22 | 28. ágú. '16, kl: 22:12:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er bara ekki rétt að fyrsti hópurinn hafi verið öryrkjar og eldri borgarar. Það var einmitt reynt eins og hægt var að skera minna niður í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu heldur en öðrum sviðum ríkisins. 


Og framkoma vinstri grænna við Lilju Mós var bara eins og hún kom fram við þá. Konan kom fram af þvílíkri frekju. Heimtaði að hlutirnir yrðu gerðir eins og hún vildi og ef hún fékk það ekki fór hún í fjölmiðla. Hún minnti mig á Kalla á þakinu. "Ef ég fæ ekki að ráða að þá er ég bara farinn". Hún, Ögmundur og Atli voru þvílíkir skemmdarvargar á vinstri stjórninni. 

Kaffinörd | 28. ágú. '16, kl: 22:19:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vá Lilja Mósesdóttir er enn mesti lýðskrumari sem setið hefur á Alþingi. Og fyrst þú ert að tala um  framkomu VG í garð Lilju Mósesdóttur þá vil ég nú bara benda þér á framkomu Jóns Bjarnasonar og Ásmundar Einars Daðason gagnvart flokksfélögum sínum á Alþingi og vannvirðingu þeirra gagnvart stjórnarsáttmálanum sem þeir kvittuðu undir en gátu síðan ekki stutt neitt og unnu gegn stjórnarsáttmálanum nánast frá degi eitt. Þar er Steingrími J. mikil vorkun að þurfa að eiga við svona óheiðarlegt fólk.

Skreamer | 29. ágú. '16, kl: 00:35:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það nú orðið að vera lýðsskrumari að fylgja eigin sannfæringu?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Kaffinörd | 28. ágú. '16, kl: 22:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið við völd eftir hrun í Reykjavík væru grunn og sérstaklega leikskólar ekki mergsjúgnir inn að beini. Það var farið hér í miklar og dýrar breytingar á skólakerfinu 2011 sem fengu mikla falleinkunn hjá innri endurskoðun borgarinnar(eða hvað þetta heitir) sem sé hafa engu skilað og á sama tíma og verið er að henda peningi í ýmis gæluverkefni er hér krafa um 1,8 milljarða hagræðingu og þar af 420 milljarða á velferðasviði. 


Þessir jólasveinar og Dagur viðurkenndi í fréttum í kvöld að þetta brölt með skólamálin hefði algjörlega misheppnast eru að kosta borgarbúa stórar upphæðir. Rándýr meirihluti er staðreynd.

Kaffinörd | 28. ágú. '16, kl: 22:10:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alfreð Þorsteinsson fer að líta sæmilega út við hliðina á þessu rugli

bogi | 28. ágú. '16, kl: 22:26:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Afhverju er þér ekki sama - býrðu í Reykjavík?

Kaffinörd | 28. ágú. '16, kl: 22:57:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér er sama um svona skæting og læt eins þú hafir ekki sagt þetta þér fyrir bestu

bogi | 28. ágú. '16, kl: 23:27:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er aldeilis - er þetta hótun?

Kaffinörd | 28. ágú. '16, kl: 23:30:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Túlkaðu þetta bara eins og þú villt

bogi | 28. ágú. '16, kl: 23:44:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Að segja einhverjum að það sé honum fyrir bestu að þú látir eins og þú heyrir ekki eitthvað er augljós hótun.

Mér finnst bara merkileg þessi þráhyggja þín gegn Degi, sérstaklega þar sem þú býrð ekki einu sinni í Reykjavík.

Síðan er merkilegt að halda því fram að sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei skorið niður í skólakerfinu og gætu aldrei gert viðlíka mistök og sameiningarnar. Veit ekki betur en beinar aðhaldskröfur hafi verið gerðar hjá ríkinu í menntakerfinu og velferðarkerfinu. og skv. 5 ára ríkisfjármálaáætlun gerð og samþykkt af sjálfstæðisflokknum á þessi aðhaldskrafa að halda áfram.

Kaffinörd | 29. ágú. '16, kl: 01:14:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reykjavík er þjónustustofnun en hún er ekki rekin sem slík í dag og t.d. er borgarbúum bara sagt að götur verði ekkert sópaðar og að astmasjúklingar megi bara una við að fá allt rykið ofan í lungun.

bogi | 29. ágú. '16, kl: 09:34:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skil bara ekkert í þessu - í mínu hverfi eru götur og gangstígar sópaðir. Það eru líka leikskólar og skólar með mjög fínu og faglegu starfi -
Er betri þjónusta í öðrum sveitarfélögum?

tóin | 28. ágú. '16, kl: 17:31:21 | Svara | Er.is | 0

Hef ekki hugmynd - kaus Pírata síðast en er ekki viss um að ég kjósi þá að þessu sinni.

Queen of cups | 29. ágú. '16, kl: 16:30:43 | Svara | Er.is | 0

Hef ekki hugmynd. Ég er hægrisinnuð en hér á landi finnst mér ekkert á boðstólunum sem ég vil kjósa yfir mig og mína.

reykskynjari | 4. sep. '16, kl: 19:04:02 | Svara | Er.is | 0

Ég ætla að kjósa Pírata. 90% alveg viss.

strákamamma | 5. sep. '16, kl: 12:24:10 | Svara | Er.is | 0

Ég vill fá formann vinstri grænna sem forsætisráðherra....   þá verður maður víst að kjósa vinstri græna.   Hugnast samt líka margt sem píratar hafa fram að færa.

strákamamman;)

bogi | 5. sep. '16, kl: 19:41:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er hrifin af Katrínu Jakobs, en VG er alltof íhaldssamur forræðishyggjuflokkur að mínu mati.

strákamamma | 6. sep. '16, kl: 09:29:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað áttu við með forræðishyggju? mér þykir svo misjafnt hvaða skilning fólk leggur í það orð.   Geturu bent mér á eitthvað af þeirra stefnumálum sem eru byggð á forræðishyggju?  Ég er svo nýkomin eitthvað að mér finnst ég voðalega úti að aka þegar kemur að íslenskum stjórnmálum

strákamamman;)

adaptor | 5. sep. '16, kl: 17:14:53 | Svara | Er.is | 0

ef þú ert ekki viss kjóstu þá sjálfstæðisflokkinn

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Silaqui | 5. sep. '16, kl: 18:23:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ef einhver er ekki viss, skilar hann auðu. Það er nefnilega hægt sjáðu til.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48028 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien, Guddie