Kosningar, fátækt útrýmt strax á næsta ári?

Júlí 78 | 14. júl. '21, kl: 10:15:13 | 199 | Svara | Er.is | 0

Ég var að lesa athyglisverðan pistil eftir Gunnar Smára í Sósíalistaflokknum. Hann útlistar þar hvernig hann ætlar að útrýma fátækt á næsta ári. Þetta hljómar allt vel. Bara spurning orðið hvort maður eigi að kjósa flokkinn hans eða Flokk fólksins. En ég vil þó sjá það hvað þessir flokkar ætla að gera í heilbrigðismálum annað en að hafa heilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa. Og hvað ætla þessir flokkar að gera varðandi gamla fólkið eins og varðandi hjúkrunarheimilin? Fjölga þeim? Og ætlar þessir flokkar að afnema allar skerðingar sem viðgangast hjá TR?  Hvað ætla þeir svo að gera í vegamálum? Og ýmsum öðrum málum? T.d. Fiskveiðistjórnunarmálum?


Gunnar Smári segir:
Hættum að skattleggja fátækt
Enginn með minna en lágmarkslaun
Börn hafa engar tekjur og geta því ekki borið nein útgjöld
Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta
Húsnæðisbyltingin: 30 þúsund íbúðir á tíu árum
Verndum leigjendur fyrir bröskurum
Byggjum upp almannasamtök


https://www.visir.is/g/20212132749d/utrymum-fataekt-strax-a-naesta-ari 

_Svartbakur | 14. júl. '21, kl: 11:02:48 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað eru þetta innantóm slagorð hjá Gunnari Smára.
Það má búa til svona loforðalista á nokkrum mínútum.

1. Banna skal alla fátækt á Íslandi.
2. Húsnæði fyrir alla og útrýma skal húsnæðisleysi.
3. Laun skulu duga fyrir þörfum fólks.
4. Menntun fskal tryggja yrir alla.
5. Mengun verði útrýmt.
6. Öll læknisþjónusta verði gjaldfrjáls á Íslandi.
7. Öllum öldruðum, öryrkjum og sjúkum verði tryggð læknisþjónusta og hjúkrun og viðeigandi húsnæði.
8. Tryggja skal öllum atvinnu við hæfi.
9. Flóttafólki sem hingað kemur skal tryggja sömu réttindi og Ílendingum
10 Fullkomið jarfnrétti skal tryggja á öllum sviðum.

Júlí 78 | 14. júl. '21, kl: 13:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi nú frekar segja að það væri innantómur loforðalisti hjá þeim stjórnmálaflokkum sem hafa áður stjórnað hér inn á Alþingi. Dæmi: Sjálfstæðisflokkurinn lofaði öllu fögru fyrir einar kosningarnar til handa gamla fólkinu og Bjarni Ben sendi loforðalistann heim til fólks. Hann sveik mestöll loforðin. Hvað sagði svo Katrín Jakobsdóttir áður en hún fór í þessa stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn..Jú: "Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu." Þau bíða alveg örugglega ennþá...Það er ekkert að marka þessa flokka....Aðrir flokkar sem hafa verið í stjórn get ég ekki séð að hafi einhverja sérstaka áherslu á að gera eitthvað sérstakt fyrir fátækt fólk á Íslandi eða gamla fólkið. Og þessi vandi á Landspítalanum er búið að vera mjög lengi og einna verstur núna.


Ég treysti miklu frekar flokki sem hefur ekki áður verið í stjórn heldur en núverandi stjórnarflokkum eða flokkum sem hafa stjórnað áður landinu.

_Svartbakur | 14. júl. '21, kl: 16:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er ekki von á góðu þegar skynsamt fólk eins og þú - leggur spilin eða þína vigt á reiti
hringborðsins með þssum hætti.
Veit að þú ert varkár kona, hversvegna að vera að gambla svona ?

_Svartbakur | 14. júl. '21, kl: 16:59:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mjög líklega útrýmum við allri fátækt á Íslandi með því að fá Gunnar Smára sem Fylkisstjóra yfir Íslandi með yfirstjórn Noregs.
Það er ekki öll vitleysan eins var einu sinni sagt.

Júlí 78 | 14. júl. '21, kl: 21:07:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem ég vildi segja með þessu tali mínu er að mér finnst að fólk ætti að skoða almennilega flokka sem hafa ekki verið áður í ríkisstjórn. Er ekki endilega að mæla með einum flokki umfram annan. Mér finnst bara fullreynt með núverandi stjórnarflokka og með þessa flokka sem hafa verið áður, þeir leggja ekki þær áherslur á mál sem mér finnst að ætti að gera. 


Ef ég skoða litakortið yfir þá flokka sem hafa verið áður, við skulum bara byrja frá 1995, þá má sjá að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa verið einna lengst við völd. Samfylkingin og VG hafa líka verið nokkuð lengi við völd og á einhverju tímabili voru saman Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Á mjög stuttu tímabili (11. jan. 2017 til 30. nóv. 2017)  Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð...þangað til núverandi stjórnarflokkar tóku við Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG.


Reyndar mjög lítil reynsla af Viðreisn en allir hinir hafa setið lengi í ríkisstjórnum. Mér finnst fullreynt með þá alla. Ekki hægt að búast við neinum breytingum hjá þeim.

Langvia | 15. júl. '21, kl: 00:12:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bjarni Ben ræður engu einn, hann er í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, hún ber mesta ábyrgð. Hefurðu skoðað hversu margir "nýir" eru núna að klára sitt fyrsta kjörtímabil, aldrei verið önnur eins endurnýjun á Alþingi og hverju hefur þetta fólk skilað?
Mér finnst það eiginlega bara frekar fyndið það sem Gunnar Smári er að ropa, fólk er fljótt að gleyma.

Júlí 78 | 15. júl. '21, kl: 01:21:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er einmitt öfugt, Bjarni Ben ræður mestu og það er hann sem er með mikilvægt ráðuneyti Fjármálaráðuneytið og sjávarútvegsmálin hafa Sjálfstæðismenn. Það er alveg ótrúlegt hvað Katrín hefur látið yfir sig ganga í þessu samstarfi ef maður hugsar til þess hvernig hún talaði áður en hún fór í þetta samstarf. En jú Sjálfstæðismenn eru ekki með Heilbrigðisráðuneytið og Svandís í VG er stíf á því að gera ekki eins og þeir vilja, það kæmi mér ekki á óvart ef að Sjálfstæðismenn færu í ríkisstjórn aftur með sömu flokkum að þeir gerðu kröfu um Heilbrigðisráðuneytið.

_Svartbakur | 18. júl. '21, kl: 23:02:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

https://www.visir.is/g/20171928581d

Ótrúlegt að Gunnar Smári Egilsson hafi sagt þetta í viðtali við tímarit 2003:

"Ég er sótsvartur hægrimaður. Ég er miklu hægrisinnaðri en nokkurn tímann Sjálfstæðiflokkurinn og Heimdallur. Ég hef enga trú á vafstri ríkisins í rekstri, eða þeirri forræðishyggju ríkisins sem birtist í lagasetningum um smæstu atriði mannlegrar tilveru. Ég held að við séum komin ótrúlega langt í átt að færa í raun ríkinu alla stjórn og yfirráð á lífi okkar.“

Já þetta er texti sósíalista foringjans Gunnars Smára ...

Júlí 78 | 14. júl. '21, kl: 17:09:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo eiginlga mjög furðulegt að Flokkur fólksins virðist ekki hafa meira fylgi en sést í skoðanakönnunum. Ég var að líta á vefinn þeirra og þar eru mjög mörg þingmál hjá þeim. Við vitum öll að þau vilja útrýma fátækt og segjast ekki vilja skattleggja fátækt. Og hér er málunum sem þau nefna sem mér finnst að ætti að laga strax og alveg stórfurðulegt að ekki hefur verið gert:


"Öryrkjar og ellilífeyrisþegar eiga að njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur."

"Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, skulu fjárhæðir bóta almannatrygginga, meðlagsgreiðslur skv. 63. gr. laganna og fjárhæð tekjutryggingar skv. 22. gr., breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. 

Mögulega hefur verið stefnt að því í upphafi að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar njóti hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Í reynd hefur framkvæmdin þó verið önnur og virðist meginreglan vera sú að vísitölu neysluverðs er fylgt við ákvörðun bóta þó að hún hækki mun minna en launavísitölur. Þar sem Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið skv. 41. gr. stjórnarskrárinnar og núverandi löggjöf felur Alþingi að ákvarða hækkanir bóta hafa dómstólar talið það falla utan hlutverks síns að dæma um hvort rétt hafi verið staðið að hækkun bóta skv. 69. gr. laga um almannatryggingar. Því er hér lagt til að hækkun bóta fylgi ávallt launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu Hagstofu."

https://flokkurfolksins.is/thingmal/

Júlí 78 | 14. júl. '21, kl: 17:11:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hér er eitt af málunum sem þau nefna..átti þetta að vera 

Langvia | 15. júl. '21, kl: 00:07:02 | Svara | Er.is | 1

Hver á að borga?

Júlí 78 | 15. júl. '21, kl: 01:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lestu nú þetta vel og sérstaklega síðustu setninguna, Inga Sæland inn á Alþingi 2020:

„Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun,“ — takið eftir, skal taka mið af launaþróun — „þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“

Virðulegi forseti. Ég er að vitna hér í lög nr. 100/2007, 69. gr. almannatryggingalaga, sem þetta hv. Alþingi, löggjafinn sjálfur, samþykkti að koma á laggirnar til að reyna að vera með einhverja ákveðna reglu og utanumhald utan um okkar minnstu bræður og systur, þá sem þurfa að reiða sig á framfærslu almannatrygginga.


Minn ágæti flokksbróðir, Guðmundur Ingi Kristinsson, sagði áðan, og var í rauninni að vísa í tilurð greinarinnar, að ákvæði 69. gr. laga um almannatryggingar ætti rætur sínar að rekja til ársins 1997. Mig langar að segja svona að gamni og bæta pínulítið um betur að það var í rauninni þannig að okkar virðulegi fyrsti forseti og þáverandi þingmaður, Steingrímur J. Sigfússon, var í rauninni ekki alveg öruggur um að greinin væri nógu skýr þegar verið var að setja hana árið 1997 af þáverandi hæstv. forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddssyni. Þeir áttu í samtali eins og svo gjarnan verður hér á okkar háa Alþingi þar sem við skiptumst á skoðunum og við reynum að draga hið rétta fram ef við erum í vafa um eitt og annað, við förum í andsvör og alls konar til að reyna að ná áttum í því um hvað málin snúast. Í þessu tilviki, 9. desember 1997, á þinginu, áréttaði Davíð Oddsson að ákvæðið ætti að tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgdi launaþróun nema í þeim tilvikum þegar verðlag þróaðist umfram launaþróun."Sem sagt Bjarni Ben er greinilega ekki á sömu skoðun og flokksbróðir hans Davíð Oddsson - Davíð virtist þó hafa einhverja samvisku. Alveg stórundarlegt hjá Bjarna Ben að honum finnst greinilega í lagi að snúa á hvolf það sem var ákveðið fyrir löngu síðan. Alveg eins og honum finnst greinilega í lagi að skerða lífeyri frá TR ef fólk fær eitthvað út úr sínum lífeyrissjóði. Það var ekki hugsað þannig í upphafi þegar fólk fór að borga í lífeyrissjóð, það var samið um það að það sem fólk fengi út úr sínum lífeyrissjóði þegar það hætti að vinna að það skyldi vera viðbót við almannatryggingar. Svo framkoma er siðlaus með öllu. Þessu þarf að breyta og það kallast leiðrétting en ekki aukin útgjöld. Ef einhver tekur eitthvað frá einhverjum sem honum ber að eiga eða hafa þá ber að skila því tilbaka.
https://www.althingi.is/altext/raeda/150/rad20200630T003955.html

Miller01 | 16. júl. '21, kl: 02:10:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Halló, hafðu mikla leikreynslu. https://spidersolitaire247.co

ert | 16. júl. '21, kl: 08:46:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta svarar ekki spurningunni: hver á að borga?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 16. júl. '21, kl: 10:08:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ríkissjóður verður að borga.

Júlí 78 | 16. júl. '21, kl: 11:40:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Inga Sæland sagði: " Í reynd hefur framkvæmdin þó verið önnur og virðist meginreglan vera sú að vísitölu neysluverðs er fylgt við ákvörðun bóta þó að hún hækki mun minna en launavísitölur." Og:   " Í frumvarpinu er lagt til að fjárhæðir bóta og annarra greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar taki mið af þróun launavísitölu. Verður að telja það fyrirkomulag sanngjarnt þar sem bætur greiddar á grundvelli laganna eiga almennt að koma í stað atvinnutekna sem öryrki getur ekki aflað sér eða ellilífeyrisþegi nýtur eigi lengur. Þá nýtur ríkissjóður aukinna tekna þegar laun hækka þar sem stofn tekjuskatts hækkar. Því er ákveðið samræmi á milli aukinna útgjalda ríkissjóðs og aukinna tekna. Þá er lagt til að bætur hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er tryggt að bætur lækki ekki skyndilega ef launaþróun er neikvæð."


Ætlar einhver að segja mér að þessi "leiðrétting" sé ekki sanngjörn sem Inga Sæland talar um? 


Þetta segir Stefán Ólafsson prófessor meðal annars í grein 12. júní 2021: 

"Í skýrslunni er sýnt hvernig lágtekjuvandinn kemur til og hvernig leiðrétta má hann og koma lífeyriskerfinu á þann stað að það rísi undir væntingum. 

Hækkun grunnsins í almannatryggingum og verulega aukið frítekjumark gagnvart lífeyrissjóðstekjum skilar verulegum lagfæringum á almannatryggingum og lagar lágtekjuvandann. Síðan ætti auðvitað einnig að hækka frítekjumark gagnvart atvinnutekjum umtalsvert eða afnema skerðingar vegna þeirra að fullu, eins og gert er í Noregi og Svíþjóð. 

Áætlaður kostnaður við svona lagfæringu á almannatryggingakerfinu er um 30 milljarðar í auknum útgjöldum ríkisins til lífeyrisgreiðslna. Síðan fær ríkið drjúgan hluta af því aftur til baka í skatttekjum þannig að nettó kostnaður ríkisins verður ekki mikið meira en 20 milljarðar á ári.

Allt eru þetta vel viðráðanleg markmið sem setja þarf á oddinn og framkvæma strax á næsta ári."

Stefán getur alveg örugglega gefið góð ráð varðandi stjórnun á ýmsu og hvernig afla megi tekna fyrir þjóðarbúið. Mig minnir nú að hafa lesið um það allt saman. En betra að hann útskýri sjálfur. Fáum hann bara sem ráðgjafa næstu ríkisstjórnar ef hann ætlar ekki sjálfur í framboð. Er ekki endalaust verið að ráða ráðgjafa fyrir hitt og þetta þarna á Alþingi? Þessi maður myndi þó gera almennilegt gagn ef hlustað væri á hann.

Svo skulum við muna að Stefán Ólafsson segir að Ísland eigi heimsmet í skerðingum! 

https://kjarninn.is/skodun/lagtekjuvandi-lifeyristhega/?fbclid=IwAR3hhXdiL9cTg3-BlHcdbZMNeaGRh2XORB8NT7ykJs4h_OUJvuWhWCZJCmE

ert | 16. júl. '21, kl: 12:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það hefði maður talið. Þá vaknar spurningin hvar á ríkissjóður að fá þessa peninga. Það er það sem þarf að útskýra fyrir okkur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 16. júl. '21, kl: 16:55:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki betra að sérfræðingur útskýri það? Hann Stefán er með svör við þessu öllu. Sendu honum bara skilaboð á FB og spurðu hann, hann er á FB.


En annars er hérna fróðleg grein fyrir þig, þar segir meðal annars:

"Vantar földu eignirnar í skattaskjólunum

Inn í ofangreindar tölur vantar allar þær eignir sem Íslendingar eiga erlendis, en hafa ekki verið taldar fram hérlendis. Í Pana­ma-skjöl­unum var upp­lýst að tæp­lega 600 Íslend­ingar ættu um 800 félög sem Mossack Fonseca, lögfræðistofa sem sér­hæfir sig í „skatta­hag­ræði“ og í að fela eign­ir, sá um fyrir þá. Kjarninn, í samstarfi við Reykjavík Media og fleiri fjölmiðla, fjallaði ítarlega um þær upplýsingar sem birtust í skjölunum á síðasta ári.

Ljóst er að aflands­fé­laga­eign Íslend­inga er mun víð­tæk­ari en kom fram í þeirri umfjöllun vegna þess að Mossack Fonseca var ekki eina stofan sem þjónustaði Íslend­inga. Vísbendingar um umfang þeirrar eignar komu fram í skýrslu um aflandseignir Íslendinga og skattaundanskot vegna þeirra, sem var birt snemma í janúar eftir ítrekaðar fyrirspurnir Kjarnans um birtingu á skýrslunni. Hún hafði þá verið tilbúin í rúma þrjá mánuði, eða frá því fyrir kosningarnar 29. október 2016.

Í skýrslunni kom fram að aflandsfélagavæðingin hafi haft tugi milljarða króna af íslenskum almenningi í vangoldnum skattgreiðslum og búið til gríðarlegan aðstöðumun þeirra sem hafa, bæði löglega og ólöglega, getað falið fé í erlendum skattaskjólum þegar illa árar í íslensku efnahagslífi en stýrt fé aftur heim til að kaupa eignir á brunaútsölu í niðursveiflum."

https://kjarninn.is/skyring/2017-10-11-misskipting-auds-heldur-afram-ad-aukast-islandi/

ert | 16. júl. '21, kl: 17:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Linkaðu bara á hvar Stefán hefur útskýrt hvernig á að fá peningana fyrir þessum hækkunum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 17. júl. '21, kl: 12:39:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú mátt kalla þetta "hækkanir" þó að það megi segja að þetta séu meira og minna "leiðréttingar" sem hér er verið að tala um. Nefnum t.d. skerðingarnar: Grái herinn fór af stað með málið vegna skerðinga hjá TR fyrir dómstóla. Hvað ef þeir vinna málið og að TR verði þá að láta af þessum skerðingum, ætli einhver myndi þá spyrja: Hvar á að fá peningana þegar TR neyðist til að hætta þessum miklu skerðingum? Ekki gleyma að hér á landi eigum við heimsmet í skerðingum! Eru þá ekki aldraðir og öryrkjar hér beittir "harðræði"? Með því að hafa af þeim sem þeim ber? Voru ekki greiddar út bætur vegna Geirfinnsmálsins? Spurði einhver "hvað ætti að fá peningana"? Já talið var að fengist hafi þvingaðar játningar vegna "harðræðis". Já greiddar voru út bætur þó að sumir út í bæ væru ekki einu sinni vissir um að "meintir sakborgningar" væru saklausir. 


Fylgstu með málinu. Þegar einhver spurði hverning málið gengi á FB (mér sýnist opin síða) þá sögðu þeir í Gráa hernum: aðalmeðferð í málinu verður 7. september og búast má við dómi í október. Þetta tekur óendanlegan tíma."

ert | 17. júl. '21, kl: 16:28:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er óendanlega langt fram í október. Svo er nú ekki víst að málið vinnist. Heimild löggjafans til lagasetningar er þó nokkur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 16. júl. '21, kl: 10:42:20 | Svara | Er.is | 0

Atkvæði þínu er sóað á Sósíalistaflokk tækifærissinnans Gunnars Smára. Þau geta lofað öllu fögru, vitandi það að þau eru aldrei að fara að taka þátt í stjórn. Sama má segja um Flokk fólksins. Þetta eru bara lýðskrumarar.

Júlí 78 | 16. júl. '21, kl: 12:04:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er algjörlega ósammála þér. Það getur svo sem verið að hvorki Sósíalistaflokkur og Flokkur fólksins nái inn á þing en samkvæm nýjustu skoðanakönnun þá gera það báðir þessir flokkar. Flokkur fólksins fengi 3 þingsæti og Sósíalistaflokkurinn fengi líka 3 þingsæti. En jafnvel þó að ekki tækist að mynda ríkisstjórn með einum eða báðum þessara flokka þá er fólk í þessum flokkum með mikilvægar raddir. Það er nauðsynlegt þarna á þingi að talað sé líka um hag þeirra efnaminni. 


Það er svo ekki hægt að kalla fólk lýðskrumara án þess að færa rök fyrir því við hvað er átt. Mér finnst þau í Flokki fólksins hafa staðið sig vel á þingi. En það er ekki þeim að kenna þegar góð mál verða föst i nefndum. Segðu mér svo hvaða málum sem þau hafa flutt sem þú ert á móti sem eru föst í nefnd? (sjá linkil). Sósialistaflokkinn er ekki hægt að dæma fyrirfram sem einhverja "lýðskrumara", fólk í þeim flokki hefur ekki ennþá farið inn á Alþingi. 
https://flokkurfolksins.is/mal-sem-eru-fost-i-nefndum/

neutralist | 18. júl. '21, kl: 18:58:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er lýðsskrumarar og tækifærissinnar sem segja hvað sem er til að fá atkvæði. Það er ekki langt síðan Gunnar Smári vann fyrir helstu kapítalista landsins og kallaði sig öfga hægri mann. Inga Sæland var til í að vinna með rasistum ef hún gæto.i grætt á því. Þetta fólk mun aldrei gera neitt til að útrýma fátækt.

Júlí 78 | 18. júl. '21, kl: 20:48:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varðandi Ingu Sæland það sem þú segir um hana "að hún væri til í að vinna með rasistum ef hún gæti grætt á því." Þetta er það sem þú ýmindar þér, hún hefur aldrei sagt þetta. Það sem þú segir um Gunnar Smári að hann hafi kallað sig "öfga hægri mann" Þau orð eru dauð og ómerk á meðan þú getur ekki vísað í neitt sem styður það. Kom viðtal við hann þar sem hann átti að hafa sagt það? Linkil á það takk fyrir.

_Svartbakur | 18. júl. '21, kl: 21:57:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er texti sem skýrir þetta þegar Gunnar Smári segir sig vera öfga hæfri mann:
https://www.visir.is/g/20171928581d

„Ég er sótsvartur hægrimaður. Ég er miklu hægrisinnaðri en nokkurn tímann Sjálfstæðiflokkurinn og Heimdallur. Ég hef enga trú á vafstri ríkisins í rekstri, eða þeirri forræðishyggju ríkisins sem birtist í lagasetningum um smæstu atriði mannlegrar tilveru. Ég held að við séum komin ótrúlega langt í átt að færa í raun ríkinu alla stjórn og yfirráð á lífi okkar.“

Menn sem kunna að skipta um skoðun

Svarið ætti vitaskuld ekki að vefjast fyrir lesendum Vísis með þennan inngang, en góð þátttaka var á Twittersíðu Jóns. Það var svo sagnfræðingurinn Stefán Pálsson sem kannaðist við orðin. Þau er að finna í ítarlegu viðtali sem Jón tók við Gunnar Smára og birtist síðla árs 2003 í tímaritinu Ský, hvar Jón var þá ritstjóri. Skömmu síðar réði Gunnar Smári Jón til starfa til sín.

_Svartbakur | 18. júl. '21, kl: 22:54:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jón Kaldal :

https://twitter.com/jonkaldal/status/849941721521717249/photo/1

Þetta átti Gunnar Smári Egilsson að hafa sagt í viðtali við tímaritið SÝn 2003 :

" Ég er sótsvartur hægrimaður. Ég er miklu hægrisinnaðari en Sjálfstæðisflokkurinn og Heimdallur ...."

Síðan fordæmir hann ríkisrekstur og að ríkið sé að skifta sér af alltof mikið ...

Mjög fróðlegt hvað Gunnar Smári Hringsýst ...

Júlí 78 | 19. júl. '21, kl: 08:04:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann virðist hafa hafa sagt í framhaldinu af þessum orðum: "Ég er sótsvartur hægrimaður" : "Ég hef enga trú á vafstri ríkisins í rekstri, eða þeirri forræðishyggju ríkisins sem birtist í lagasetningum um smæsu atriði mannlegrar tilveru. Ég held að við séum komin ótrúlega langt í átt að færa í raun ríkinu alla stjórn og yfirráð á lífi okkar."


Segja þessi orð okkur að hann sé yfirleitt sammála því sem Sjálfstæðisflokkurinn segir og boðar? Nei alls ekki. Ég er ekki einu sinni sammála öllu (samt mörgu) sem Gunnar Smári segir. Hann vill t.d. hækka erfðafjárskatt. Ég er ekki sammála Gunnari Smára með það, ég segi að þar sé um tvísköttun að ræða, það má þess vegna leggja erfðafjárskattinn niður. Sjálfstæðismenn lofuðu að lækka erfðafjárskattinn úr 10% í 5% og ég held meira að segja að það hafi átt að ske um síðustu áramót. Mér fannst það ágætt loforð en seint færi ég samt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. En auðvitað sviku þeir loforðið, en það er svo sem ekki nýtt að þeir svíki loforð.


En annars fróðlegt að sjá hvað Gunanr Smári segir um ýmislegt....Fólk ætti að íhuga þau orð...
Hringbraut í nóv. 2020:

„Þetta er ljóta ó­geðið, að láta það ó­á­reitt að nokkrar fjöl­skyldur, varla fleiri en 5-7, stingi í eigin vasa arðinum af auð­lindunum sem Ís­lendingar börðust svo til alla síðustu öld að ná yfir­ráðum yfir,“ segir Gunnar Smári Egils­son, stofnandi Sósíal­ista­flokksins, á Facebook-síðu flokksins.

Gunnar gerir frétt Við­skipta­blaðsins frá því í morgun að um­tals­efni, en í fréttinni kom fram að hagnaður tíu stærstu út­gerðar­fyrir­tækja landsins hafi aukist um helming milli ára. Nam hann 29 milljörðum króna árið 2019. Hagnaður Sam­herja nam til dæmis rúmum 9 milljörðum og hagnaður Brims 4,6 milljörðum. Bæði fyrir­tæki greiddu út tals­verðan arð: Brim 1.833 milljónir og Sam­herji Iceland ehf. 687 milljónir. Allar tíu út­gerðirnar skiluðu hagnaði, mis­miklum þó.

Gunnar Smári bætir við:

„Það var í raun til lítil, ger­spillt stjórn­mála­stétt færði ör­fáum auð­lindir á silfur­fati. Við lifum kol­svartan kafla í Ís­lands­sögunni, fram­tíðin mun hía á okkur eins og við eigum skilið; heimsk og undir­gefin, full af þræl­sótta beygjandi okkur fyrir þjófum og þjóð­níðingum.“

https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/gunnar-smari-thetta-er-ljota-ogedid/

„Það er fráleitt að við séum háð þessum auðjöfrum á sama hátt og stjórnmálaflokkarnir eru háðir því sem þeir taka úr ríkissjóði. Svo eins og Samherji, þegar skoðað var á sínum tíma kom í ljós að þeir höfðu styrkt alla flokkana nema okkur.“

https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/gunnar-smari-upplysir-um-styrkjakonga-sosialista-fraleitt-ad-vid-seum-had-thessum-audjofrum/

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson segir að nú þegar fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson sé kominn í framboð fyrir Viðreisn þá megi rifja upp hvaða fólk hefur séð um viðtalsþætti á RÚV í vetur.
Rifjar hann upp á Facebook fortíð nokkurra RÚV-ara sem séð hafa um viðtalsþætti:

„Sigmar Guðmundsson fyrrum ungliði í Sjálfstæðisflokknum hefur séð um spjallþáttinn Okkar á milli.

Gísli Marteinn Baldursson fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokknum sér um Vikan með Gísla Marteini.

Einar Þorsteinsson fyrrum ungliði í Sjálfstæðisflokknum sér um Kastljós.

Fanney Birna Jónsdóttir fyrrum ungliði Sjálfstæðisflokksins sér um Silfrið ásamt Agli Helgasyni, and-kommúnista.“

Gunnar Smári spyr svo:

„Finnst fólki þetta bara normalt? Að umræðustjórar Ríkissjónvarpsins komi allir úr sama jaðarhópnum, stjórnmálaflokki sem er kunnur af hatrammi andstöðu við lífssýn og stjórnmálaskoðanir meginþorra þjóðarinnar?“


https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/gunnar-smari-rifjar-upp-fortid-ruv-ara-finnst-folki-thetta-bara-normalt/

_Svartbakur | 19. júl. '21, kl: 12:01:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er merkilegt hvað mörgum er illa við Sjálfstæðisflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn með um og yfir 25% kjósenda.
Það kæmi mér ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn næði um 30% atkvæða í kosningum í september.

Gunnar Smári lýsti sjálfum sér svona þegar hann var að vinna sig í álit hjá Jóni Ásgeiri:

"„Ég er sótsvartur hægrimaður. Ég er miklu hægrisinnaðri en nokkurn tímann Sjálfstæðiflokkurinn og Heimdallur. Ég hef enga trú á vafstri ríkisins í rekstri, eða þeirri forræðishyggju ríkisins sem birtist í lagasetningum um smæstu atriði mannlegrar tilveru. Ég held að við séum komin ótrúlega langt í átt að færa í raun ríkinu alla stjórn og yfirráð á lífi okkar.“

Furðulegt að sami maður skuli í dag boða aukin ríkisafskipti og alræði öreiganna.

Júlí 78 | 19. júl. '21, kl: 13:19:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0
Ég las nú skilgreiningu á þessu orðasambandi sem þú nefnir:
"alræði öreiganna stjórnmálaástand þar sem fulltrúar öreigastéttarinnar hafa ótakmarkað vald, verður skv. kenningum marxismans í kjölfar byltingar"
Vill Gunnar Smári hafa ótakmarkað vald? Vilja ekki allir sem sækjast eftir kjöri inn á Alþingi hafa mikið vald? En það mætti alveg vera hérna nokkrar byltingar og mótmæli. Manni ofbýður sumt sem fær að viðgangast hér. Sú stöðnun sem er í ýmsum málum hér er þreytandi, nefnum til dæmis heilbrigðismál, löggæslumál og fleira gæti ég örugglega nefnt. Það er ekkert skrýtið að margir vilja Sjálfstæðisflokkinn burt. Ég skil það mjög vel. Gæti haldið heila ræðu um það allt.
Gunnar Smári útskýrir NÁNAR það sem hann sagði með með þessum orðum: " eða þeirri forræðishyggju ríkisins sem birtist í lagasetningum um smæstu atriði mannlegrar tilveru. Ég held að við séum komin ótrúlega langt í átt að færa í raun ríkinu alla stjórn og yfirráð á lífi okkar."  
Við getum annars velt því fyrir okkur endalaust hvað hann átti við nákvæmlega en held við verðum bara að bíða eftir hans eigin útskýringum, sjálfsagt koma einhverjir þættir þar sem formenn flokka verða spurðir spjörunum út um þeirra stefnu og áherslur.

jaðraka | 19. júl. '21, kl: 14:32:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Orð Gunnar Smára varðandi hann sjálfan sem sótsvartur hægrimaður þurfa enga skýringu.
Hann var að vinna fyrir auðvaldið og lagði sig allan fram og gerði allt til að ganga í augun á yfirboðara sínum.
Hann var ritstjóri auðvalsins sem sá um að hvergi væri vegið nærri yfirboðara sínum.
Síðan snýr hann við í hring og vill að Ísland missi sjálfstæði sitt og þar með almúginn bjargarlaus.
Hann stofnar flokk Fylkisflokkinn sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni, að Ísland gangi Noregi á hönfd (var nokkur að tala um landráð ?). Það gekk ekki upp en Gunnsi var ekki af baki dottinn og næst datt honum að
stofna Sósíalistaflokk að Sóvéskri fyrirmynd. Kom á "sellufundum" og dró að sér auðtrúa sálir.
Gunnar Smári er nú ekki lengur kapítalisti lengst til hægri sem hatar ríkisafskipti og ekkki heldur
sá Gunnar Smári sem vill selja landið okkar Ísland Norðmönnum nei nú er Gunnar Smári lengst til vinstri orðin
kommúnistaforningi svipaðir og voru uppi á Leníns og Krúsjeffs tíma eða tíma Bréfsnefs í Rússlandi.
Kannski að Gunnar Smári fari að kyssa seellufélaga sína jafn innilega og Brésnef kyssti félaga sína í Ungverjalndi áður en hann hleypti skriðdrekum Rauða hersins inní Ungverjaland og Tékkóslavíu ?
Við verðum bara að reyna að hafa gaman að þessu brölti Gunnars Smára.

Júlí 78 | 19. júl. '21, kl: 16:14:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nú ekkert sammála þér með þessa útskýringu jaðraka en ég nenni nú ekki að vera í einhverrri vörn hér fyrir Gunnar Smára, hann er alveg fullfær um það sjálfur. Hann er með betri mælskusnillingum sem maður heyrir í og ég er sammála honum um margt, svo er ekki tafsað á orðunum heldur kemur hann með orðin og setningarnar skýrt og skorinort. Ég er samt ekkert að segja að ég kjósi Sósíalistaflokkinn frekar en einhvern annan flokk. Veit bara að ég er ekki að fara að kjósa flokk sem hefur áður stjórnað landinu. Það er nú fullreynt með þá. 


En ég vil endilega senda þér hérna stefnumál Sósíalistaflokksins og endilega segðu mér hvaða stefnumál þú ert ósátt við. Ertu ósátt i við öll þeirra stefnumál? Ef þú hefur ekkert lesið af þessu eða ert ekki tilbúin/n til þess þá er betra að sleppa gagnrýni á flokkinn.


https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/


_Svartbakur | 19. júl. '21, kl: 18:01:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæ já ég er ekki alveg sammála Jaðröku.
Gunnar Smári er klárlega með munninn fyrir neðan nefiið rétt eins og Inga Sæland.
Mér finnst gaman að svona karakterum og þeir eru stundum betra sjónvarpsefni en eitthvað
sænskt rugl sem boðið er uppá.
En Sigmundur Davíð gat líka komið vel fyrir sig orði og hugsun.
Katrín Jakobsdóttir er hugsuður og vel gefin og lætur ekki svona strák eins og Gunnar Smára ekki kveða sig í kútinn. Bjarni Ben er með góða rökhugsun og klár náungi.
Inga Sæland lætur engan ósnortin.
Svo eru nú foringjar hinna flokkanna frekar bæklaðir og leiðinlegir í orðræðum og þá sérstaklega
þessi Pirata kona Sunnefa eða hvqð heitir.
Kannski verður flokkur Guðmunar Franklín í framboði og þar er kominn jafnoki Gunnars Smára.
Þannig Júlí þú hlustar bara eða fylgist með þessu foringjum eins og við hinir.

ert | 19. júl. '21, kl: 23:59:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju ertu ósammála sjálfum þér?
Er það ekki óþægileg tilfinning að þurfa að vera ósáttur við sjálfan sig?
Þú veist að þú getur leitað fagaðila vegna þessa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 20. júl. '21, kl: 08:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert þarna að minnast á Þórhildi Sunnu Pírata Svartbakur. Þó ég sé nú ekki sammála öllu sem Píratar segja (t.d. v/afglæpavæðingu neysluskammta og það neysluskammta sem enginn veit hve stórir eiga að vera - ég er sammála Sigmundi Davíð varðandi það mál) þá verð ég að segja að Þórhildur Sunna talar a.m.k. þannig að maður hlustar (er skýr í tali). Bara ansi góð ræðan hjá henni í síðustu eldhúsdagsumræðum og máefnið sem hún talaði um þá vakti athygli hjá mér. Ég hlustaði vel á hana en margir þarna á Alþingi tala þarna í þessum eldhúsdagsumræðum með svo miklum fyrirsjáanleika að maður nánast sofnar yfir tali þeirra. En ræður Ingu Sæland fara ekkert framhjá manni, eiginlega aldrei. Hún er með mikinn raddstyrk í sínum orðum og talar af svo miklilli sannfæringu að það er ekki hægt annað en hlusta.


Já gaman að litríkum karektörum. Ég eiginlega hlakka til umræðuþátta fyrir næstu kosningar. Sérstaklega verður nú skemmtilegt að hlusta á nýliða eins og Gunnar Smára og Guðmundar Franklín ef hann verður í þeim umræðum. Það verður örugglega bara skemmtiefni að hlusta á þá. Það er mun skemmtilegra að hlusta á fólk sem býður sig fram sem eru frekar róttækir eða byltingarkenndir og sem tala af eldmóði heldur en fólk sem sér allt svo ágætt við stjórn mála eins og málum er stjórnað núna. Og ef fólk talar þannig eins og það sé að lesa upp úr sögubók, áherslulaust alla ræðuna, það er nú alveg til að drepa mann úr leiðindum.


Sigmundur Davíð segir hér sína meiningu varðandi "afglapavæðingu neysluskammta."
https://www.visir.is/g/20212098616d

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvaða tryggingafélag er best? andi 24.9.2004 7.9.2021 | 07:15
Facebook nýskráning blazer 10.1.2009 6.9.2021 | 19:39
Slysabætur vegna bílslys blendinaragg 2.9.2021 5.9.2021 | 22:05
Svört weber ábreiða í Hafnarfirði? Bragðlaukur 5.9.2021
Veit einhver hvort það sé enþá greitt fyrir ábendingu um frétt? ZgunnZ 5.9.2021 5.9.2021 | 20:21
Fjölgun á framandi fólki með einkennilegan bakrunn ? Kristland 5.9.2021
Sokkar fyrir herra asgeirtj 5.9.2021
Hlýtur að styrkja VG ef satt að séu á móti "nýrri stjórnarsrá" Stjórnlaganefndar _Svartbakur 30.8.2021 5.9.2021 | 09:58
Tímaflakkari truflar Jesú ! Kristland 27.8.2021 4.9.2021 | 23:35
Háreyðing Sara3008 2.9.2021 4.9.2021 | 19:26
Laxahrogn á íslandi Robbi1990 1.9.2021 4.9.2021 | 14:32
Draugagangur á Íslandi Lyndon 10.12.2009 3.9.2021 | 23:55
Hvernig bíl þarf ég til að draga Colmann 12 feta fellihýsi??? asta76 28.8.2021 3.9.2021 | 23:35
KSÍ Andý 29.8.2021 3.9.2021 | 10:02
hvernig sjónvarp á ég að kaupa í hjólhýsið teings 2.9.2021
Sameiginlegt forræði Ingamamma 2.9.2021 2.9.2021 | 14:10
Eru konur ekki líka menn ? _Svartbakur 1.9.2021 1.9.2021 | 22:10
Þið eruð flest þrælar. AriHex 1.9.2021
Meðmælabréf fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt evitadogg 18.9.2012 31.8.2021 | 10:32
Hackd fasebook snjoka0 29.8.2021 31.8.2021 | 02:29
Geta konur ekki verið perrar? Hr85 26.8.2021 30.8.2021 | 22:53
Talibanar gengur vel að leynast _Svartbakur 29.8.2021 30.8.2021 | 07:39
Komið með saltið Kóvingjar. AriHex 28.8.2021
Þessi maður er djínius ! Kristland 26.8.2021 27.8.2021 | 13:22
Berjamó í nágrenni RVK - bláber og krækiber ssiiggggaa 9.8.2010 27.8.2021 | 11:10
Úti-blómapottar ! ódýrir, hvar ?? bláberjate 20.6.2013 26.8.2021 | 18:03
Kosningar á næsta leyti, hvar er umræðan? Júlí 78 20.8.2021 26.8.2021 | 10:52
Skólamál í Fossvogi - til fyrirmyndar? Júlí 78 19.8.2021 26.8.2021 | 09:13
Getur einhver aðstoðað mig með matarinnkaup? tryggvirafn1983 24.8.2021 25.8.2021 | 15:26
Ísland er að taka við langtum fleiri flóttamönnum en mörg önnur lönd Evrópu _Svartbakur 25.8.2021
Einhver hérna með virkt Covid-smit? Hr85 21.8.2021 25.8.2021 | 09:21
Hjálpræðisherinn hleypur undir bagga fyrir Reykjavikurborg _Svartbakur 23.8.2021 25.8.2021 | 09:15
Er þórólfur landlæknir hæfur? VValsd 11.8.2021 25.8.2021 | 01:12
Persnenskur köttur arna321 24.8.2021
Er VG kvenrembuflokkur? Hr85 18.8.2021 23.8.2021 | 22:39
Ekkert sigti á þvottavélinni. fjola77 18.8.2021 23.8.2021 | 19:17
Sixpensari fyrir börn Salvelinus 4.5.2016 23.8.2021 | 15:33
Vantar 4 manna íbúð í 4 nætur í Rvík 11-15 ágúst Focuz 16.7.2020 22.8.2021 | 20:00
Fullur maður Dehli 20.5.2019 22.8.2021 | 19:36
Eru til umræðuþræðir sem eru ekki ritskoðaðir ? Kristland 22.8.2021
IBC Tankar 1000 ltr Buka 13.8.2021 22.8.2021 | 17:36
Heila og taugaskurðlæknar baranikk 20.8.2021 22.8.2021 | 11:05
Öll heilbrigðisþjónusta á einum stað. _Svartbakur 19.8.2021 21.8.2021 | 01:17
Mjög alvarlegt VValsd 18.8.2021 20.8.2021 | 07:54
Biden er verr en Trump VValsd 17.8.2021 20.8.2021 | 03:45
Hvar fæ ég gerviblóm ? hum1 25.7.2012 19.8.2021 | 19:15
Álver á Íslandi er meiri umhverfisvernd en tugi milljarða framlag Íslands til umhverfidverndar _Svartbakur 14.8.2021 19.8.2021 | 15:28
Bólusett fyrir flug VValsd 17.8.2021 17.8.2021 | 18:30
Jólagjafaþráður - pör.. Anna G 29.11.2010 17.8.2021 | 13:06
á að fá sér að ríða í kvöld? kalevala 29.3.2008 17.8.2021 | 05:15
Síða 6 af 59350 síðum
 

Umræðustjórar: krulla27, karenfridriks, rockybland, flippkisi, Atli Bergthor, ingig, Coco LaDiva, tinnzy123, Gabríella S, anon, joga80, superman2, Bland.is, mentonised, vkg, aronbj, Krani8, MagnaAron, barker19404