kransakaka

eitthvað | 10. mar. '12, kl: 11:53:50 | 1645 | Svara | Er.is | 1

Ég er að fara að ferma drenginn minn og mig vantar að vita hvar ég fæ góða kransaköku er einhver með skoðun á því ???

 

nefnilega | 10. mar. '12, kl: 11:54:48 | Svara | Er.is | 0

Kransakakan sem amma býr til er best. True story.

Draumar! | 10. mar. '12, kl: 11:55:24 | Svara | Er.is | 2

Við fermingarbarnið mitt fórum í Blómaval í fyrra á námskeið, þar sem hún gerði kransakökuna sína sjálf. Hún var bæði mjög flott og svakalega góð, mæli með því ef það er í boði fyrir ykkur. 

eitthvað | 10. mar. '12, kl: 12:02:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

því miður búum við erlendis og komum bara heim til að fermast þannig að það er ekki i boði fyrir okkur.

Ladina | 10. mar. '12, kl: 12:10:21 | Svara | Er.is | 0

Ódýrar og góðar í myllunni :) .. nýbúin að kaupa þannig fyrir skírn og ég var mjög ánægð. Var líka mjög falleg. 
 

  

Ég keypti aðeins minni og hafði svona kökur með (litlar, kosta 79kr stykkið) ...  http://tertugalleri.is/index.php?option=com_zoo&task=item&item_id=25&Itemid=8 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

eitthvað | 10. mar. '12, kl: 12:21:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir þetta

Maluettan | 10. mar. '12, kl: 12:17:41 | Svara | Er.is | 1

Ég var í veislu þar sem þau gerðu þessa köku bara úr rice Krispís. Hún var rosa góð og flott. 
Svona nema hún var skreytt með súkkulaði fiðrildum og smarties  http://farm4.static.flickr.com/3365/3419588918_4d9527088b_o.jpg

eitthvað | 10. mar. '12, kl: 12:22:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir þetta

Maluettan | 10. mar. '12, kl: 12:33:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er kakan:  http://oi39.tinypic.com/73fr74.jpg
Rosa auðveld, flott og bragðgóð :D

zooom | 10. mar. '12, kl: 21:10:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En þetta er bara alls ekki kransakaka, þó að útlitið sé svipað. Svona rice crispies kökur eru alveg ágætar á bragðið, en í fermingarveislum hefur verið venjan að hafa svolítið veglegri veitingar en í barnaafmælum.

Maluettan | 10. mar. '12, kl: 22:21:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þessi var í fermingarveislu og mér finnst ekkert að því ef barnið vill hafa svoleiðis frekar.

Kammó | 12. mar. '12, kl: 13:14:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, þetta er alls ekki kransakaka þó hún sé eins í laginu en mér finnt smjög sniðugt að bjóða bæði uppá þessa hefðbundnu kransaköku og þessa úr rice crispies, þá er eitthvað fyrir alla.

RakelÞA | 10. mar. '12, kl: 12:20:07 | Svara | Er.is | 1

Fara á námskeiðið sem er í Blómaval, fengum auglýsingu heim og það kostar í kringum 7000 krónurnar sem er með efni í 40 manna kransaköku og miklu ódýrara en að kaupa hana, + gaman fyrir þig og fermingarbarnið að búa hana til.  ;D
Ef ekki, þá myndi ég kaupa þessar frosnu í kössunum frá Myllunni, voðalega góðar og þú setur þær bara saman í tvennulagi mynnir mig og svo bara skraut á hana ef þig langar.

eitthvað | 10. mar. '12, kl: 12:27:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir þetta

bler | 10. mar. '12, kl: 13:00:54 | Svara | Er.is | 0

Já langbesta kransakaka sem ég hef smakkað er úr mosfellsbakarí, ohh nú langar mig í :)

eitthvað | 10. mar. '12, kl: 13:05:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég var nú búin að gleyma því bakaríi, takk

eitthvað | 10. mar. '12, kl: 14:39:41 | Svara | Er.is | 0

hvaða kaka er best???

eitthvað | 10. mar. '12, kl: 15:10:32 | Svara | Er.is | 0

En hversu stóra köku þarf ég, það verða ca 50 gestir í veislunni og ég verð með mat og í eftirrétt verð ég með marengstertu og kransaköku er ekki nóg fyrir mig að taka kransaköku fyrir 30 manns eða þarf ég stærri???

Rúrý | 10. mar. '12, kl: 20:51:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei það er örugglega nóg, svo er fínt að vera með nóa konfekt eða eitthvað svoleiðis líka.

bullari100 | 10. mar. '12, kl: 20:56:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bakarí á um 20 þús kall

eitthvað | 10. mar. '12, kl: 21:04:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk

zooom | 10. mar. '12, kl: 21:08:37 | Svara | Er.is | 0

Sú besta sem ég hef smakkað, sem var ekki heimabökuð, var úr Mosfellsbakaríi. 

eitthvað | 12. mar. '12, kl: 11:49:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok tak

miss secret | 12. mar. '12, kl: 13:09:13 | Svara | Er.is | 0

Veit að einhver bakarí selja kökuna ósamansetta og er það helmingi ódýrara. Finnst líka nóg að hafa eina og vera með litlar kransakökur með (svona fingjur eða stjörnur veit ekki alveg hvað á að kalla það ) Þá heldur kanan sér lengur og fólk byrjar á smákökunum :)

islandssol | 23. mar. '12, kl: 15:08:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myllan selur ósamsettar kransakökur, mun ódýrari.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 47998 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, tinnzy123, Paul O'Brien, annarut123, paulobrien, Guddie