Kreppu Uppskriftir

skóreimar | 6. sep. '12, kl: 20:44:25 | 1710 | Svara | Er.is | 1

Ég ákvað að búa til þessa umræðu svo við getum skipst á uppskriftum sem eru einfaldar og kosta ekki mikinn pening. Sjálf hef ég ekki mikinn pening á milli handanna og gæti vel þegið nokkrar uppskriftir eða góðar ábendingar.



Með fyrirfram þökk,
Skóreimar.

 

---------------------------------------------------------
Never give up
when the sun goes down
the stars come out

MissMom | 7. sep. '12, kl: 08:51:17 | Svara | Er.is | 0

Lifur skorin í bita
Brún sósa
Grænar baunir
Kartöflur

Sjóða kartöflurnar, steikja lifrabitana þar til ljós brúnir og setja þá svo i sjóðandi vatn með kryddi að eigin vali (verða mjúkir og góðir)
Öllu er svo skellt saman í pott og leyft að malla saman. Þetta getur dugað fyrir allt að fimm manna fjölskyldu og jafnvel meira (fer eftir magni)

Ég nota þetta þegar peningar eru litlir. Lifur kostar um 300 kr kílóið ef ég man rétt þannig að þetta er matur fyrir marga fyrir mjög lítinn pening.

Tuc | 7. sep. '12, kl: 11:35:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta getur dugað fyrir allt að fimm manna fjölskyldu og jafnvel meira (fer eftir magni)
Haha en ekki hvað?

__________________________________________________________

MissMom | 11. sep. '12, kl: 10:26:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha veit þetta var kjánalega orðað. Ég nota eina lifur, nokkrar kartöflur og dós af baunum og það dugar fyrir 5 manns. Svo er bara að auka við það ef fleiri eru í heimili.

Taelro | 7. sep. '12, kl: 13:36:16 | Svara | Er.is | 1

Kartöflubuff

400 gr. kaldar soðnar kartöflur
100 gr. rifinn ostur
10 stk. sólþurrkaðir tómatar (má sleppa eða nota tómatsósu)
1 tsk. karrí
1 tsk. cuminduft (má sleppa)
1 tsk. salt
smá cayennepipar

öllu hnoðað saman í 8-10 buff, velt uppúr raspi sem samanstendur af kókosmjöli og haframjöli og svo steikt uppúr olíu í smá stund, eða þar til það er orðið fallega brúnt



Hakkhleifur í ofni

400 gr nautakjötshakk
1 stór laukur
1 tsk salt
½ tsk paprikuduft
½ tsk Season All
svartur pipar e.smekk

Deig
4 egg
1 lítil dós jógúrt, hrein
1 dl mjólk
4 egg
12 msk hveiti
2 tsk lyftiduft
5 msk olía Leiðbeiningar

Hakkið brúnað í olíu á pönnu ásamt lauknum. Kryddað eftir smekk.

Eggin eru eru þeytt vel saman ásamt jógúrt, mjólk og olíu. Hveiti og lyftidufti hrært saman þangað til blandan verður jöfn.

Að síðustu er svo hakkinu bætt út í og hrært vel.

Blöndunni er hellt í litla ofnskúffu eða eldfast mót (30x25 cm). Rétturinn settur í kaldan ofninn og hann stilltur á 200° hita. Bakað í ca 30 mín. eða þar til rétturinn er gullinbrúnn á að líta. Þá er slökkt á ofninum og látið bíða í 10 með lokaða ofnhurðina.

Borið fram með grænu salati.



Gulróta- og eplasúpa Ebbu Guðnýjar
• 1/2 mtsk olía
• 1/2 blaðlaukur ( eða smávegis af venjulegum)
• Hnífsoddur engiferduft (má sleppa
• 5 gulrætur
• 1 epli
• 1/2 lítri vatn
• 1 grænmetisteningur
Blaðlaukurinn steiktur potti í solíunni með engiferduftinu í smástund. Gæta þarf þess að steikja hann á lágum hita svo hann mýkist en brenni ekki. á meðan eru gulræturnar þvegnar og hreinsaðar, ef ljótar, og eplið þvegið og afhýtt. Allt skorið smátt og hent út í sem og vatni og teningi. Látið sjóða í 10-15 mínútur.




Lifrarbuff

400 gr lambalifur
400 gr kartöflur, hráar
1-2 laukar e. stærð
1 dl heilhveiti eða speltmjöl (fínt)
1/2 tsk lyftiduft
1 egg
1 dl mjólk
1/4 tsk allrahanda
1/4 tsk hvítur pipar
1-2 tsk salt e. smekk

2 msk olía
2 msk smjör

Lifrin hökkuð ásamt kartöflum og lauk.
Heilhveiti, mjólk, eggi, lyftidufti, allrahanda, salti og pipar hrært saman við.
Smjör og olía hituð á pönnu og deigið sett með lítilli ausu á pönnuna og steikt eins og lummur á báðum hliðum.
Gott er að steikja lauk og hafa með buffinu ásamt bræddu smjöri, kartöflum eða kartöflumús, sneiddum agúrkum og tómötum og ekki verra að bera fram góða sultu með.



Ódýr hrísgrjónaréttur

1 laukur
1 gulrót
½ græn paprika
1 matskeið olía
2 ½ desilítri kjúklingur, nautakjöt eða svínakjöt (afgangar)
5 desilítrar soðin hrísgrjón
2 egg
2 desilítrar rjómi / mjólk
3 matskeiðar sojasósa

Skrælið gulræturnar og afhýðið laukinn. Skerið lauk, gulrætur og papriku í teningar og snöggsteikið í olíu. Skerið kjötið í bita og blandið því saman við soðnu hrísgrjónin, blandið grænmetinu einnig saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót. Blandið soja, rjóma og eggjum saman og hellið því yfir. Bakið við 175 gráður í 20 mínútur. Berið fram með salatið og brauði.

Hægt að notast við það grænmeti sem til er, afganga eða frosið og mjólk í stað rjóma.

 

TTÍI Eggjakaka

4 egg
slatti af skinku
slatti af papriku
slatti af sveppum
slatti af pepperoni

(eða pylsu, bjúgna eða aðrir afgangar)

brjótið eggin í skál og mixið.. skerið skinkuna í pínuponsulitlabita.. og skellið út í skálina til einmanna eggjanna.. takið svo papriku. rauðagulagrænawhatever og skerið líka í pinuponsulitlabita og skellið í skálina til eggjanna og skinkunnar.. takið svo pepperoniið og skerið í oggulitlabita og hendið svo oní skálina til skinkunnar og paprikunnar...takið svo sveppina og gerið þa sama við þá.. þeas skera og skella í skálina.. hrærið svo saman, hræra askoti vel saman... og hendið þessu á pönnuna og látið steikjast þar til að eggjagumsið rennur ekki lengur til á pönnunni.. og HÓKUSPOKUS.. komin líka þessi fína eggjakaka !!!



Spönsk eggjakaka.

Soðnar kartöflur
paprika
laukur
1 dl olía
1 tsk timian
1/2 tsk oregano
1/2 tsk hvítlauk
1/2 dl fetaost ( má sleppa )
1/2 dl ost
6-7 egg
salt+pipar.

Aðferð: Allt grænmetið steikt í 1/2 af olíu og keyddað smá með timian, hvítlauk,salti og pipari. Eggin eru slegin saman og keyddað og sett á pönnu. Gætið þess að eggin fljóti ofan á olíunni og pönnuni. Grænmetið er hellt saman við eggin og hrært án þess að loði í botn. Þessu er síðan hvolft á disk og síðan aftur á pönnu. Tómatmauk hellt yfir og svo osti og bakað undir grilli.


Eggjakaka með grænmeti og osti

2 msk olía
1 msk smjör
250 g sveppir, skornir í sneiðar eða fjórðunga
200 g hvítkál, skorið í ræmur
2 hvítlauksgeirar
1 msk ferskt timjan eða ½ tsk þurrkað
nýmalaður pipar
salt
200 g kirsiberjatómatar (eða venjulegir )
6 egg
100 ml matreiðslurjómi eða mjólk
lófafylli af klettasalati, grófsöxuðu (má sleppa)
1 ostarúlla með kryddi að vali skorin í bita (eða annar ostur)

Grillið í ofninum hitað. Olía og smjör hitað á stórri, þykkbotna pönnu. Sveppirnir og hvítkálið steikt í nokkrar mínútu við meðalhita ásamt timjani, pipar og salti. Þegar kálið er farið að mýkjast ögn er tómötunum bætt á pönnuna og þeir látnir krauma í 2-3 mínútur. Egg, matreiðslurjómi eða mjólk og dálítið af pipar og salti hrært saman í skál og hellt yfir grænmetið á pönnunni. Hrært þar til blandan er byrjuð að stífna. Þá er klettasalati og ostarúllubitum hrært saman við og pönnunni stungið undir grillið (best að hafa hana 10-15 cm frá grillristinni) þar til yfirborðið er gullinbrúnt og osturinn bráðinn.


Grænmetis-eggjakaka

Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er í eggjakökuna ? þetta er í raun uppskrift sem góð er að nota til að hreinsa ísskápinn.
Til að búa til enn matarmeiri og próteinríkari máltíð er sniðugt að bæta við baunum, t.d. nýrna- eða kjúklingabaunum.
Spari má líka bæta við fetaosti, hráskinku eða öðru góðu kjötáleggi eða setja nokkrar ostsneiðar ofan á kökuna á meðan hún er að bakast.

6 egg
1 dl léttmjólk/fjörmjólk
Pipar og salt eftir smekk
100 g sveppir
1 gulrót
½ kúrbítur (zucchini)
Ferskar eða þurrkaðar kryddjurtir
1 msk matarolía

Eggjum, mjólk, salti og pipar er hrært saman í skál.
Grænmetið þvegið og skorið í teninga og steikt í olíunni á stórri pönnu (ef pannan er lítil þarf að skipta hráefnunum í tvennt og búa til tvær kökur úr uppskriftinni).
Eggjahrærunni hellt yfir grænmetið og látið bakast á pönnunni (ágætt að setja lok á pönnuna ef slíkt er til). Ferskum kryddjurtum stráð yfir. Borðað með góðu og brakandi fersku salati.

Smæla | 10. sep. '12, kl: 21:16:39 | Svara | Er.is | 1

svínahakk ( magn eftir stærð á fjölskyldu)
sama magn af rifnum gulrótum eða kartöflum.
krydd eftir smekk
hvítlaukur ef vill mér finnst gott að setja vel af hvítlauksmauki (ca eina teskeið í eitt kg af hakki)
ef þetta er rosalega blautt viðkomu þá þarf að setja haframjöl rétt til að þurrka aðeins í þessu.

kartöflumús og brún sósa

eða

súrsæt sósa og hrísgrjón.

setja á smjörpappír og steikja í ca 20 mín eða þar til þær eru gullinbrúnar og fínar,mjög gott að gera stóra uppskrift og frysta :)


kreppuráð....

geyma í frysti alla afganga af kjöti og fiski, grjónum, súpum og sósum og gera kjöt/fisk í myrkri (ekki saman samt ha ha ha) skera kjötið í hæfilega bita (kjötbollur, hakk, hamborgara allt sem fellur til, gera brúna sósu fyrir kjötið endilega setja smá grænmeti með (papriku, lauk, brokkolím gulrætur bara það sem er til) og setja karftöflumús yfir og baka í ofni...

fyrir fiskinn er gott að nota súpur og hrísgrjón og grænmeti setja allt í graut og ost yfir og vella geggjað ódýrar máltíðir........... þetta slær í gegn heima hjá mér allavegana hjá börnunum :D

kærleiksbjörn | 10. sep. '12, kl: 23:47:16 | Svara | Er.is | 1

éggeri mjög svo oft hakkbollur í ofni

það er pakki af hakki
pakki af þeirri súpu sem þér finnst góð (já eg veit pakkasúpa en samt það er ekki hægt að nota heimatilbúna súpu í þetta)
ritz kex

þessu er öllu saman blandað saman í skál og mótað bollur og sett á smjörpappír og ínní ofn í nokkrar mínútur (eða þangað til þær eru tilbúnar)

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 27.4.2024 | 23:02
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 27.4.2024 | 06:04
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
Síða 1 af 48225 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien