Leiðari Fréttablaðsins 10.okt 2021

_Svartbakur | 7. okt. '21, kl: 08:43:30 | 72 | Svara | Er.is | 0

Hún kann að orða hlutina hún Kolbrún Borgþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag.
Tilboð Pírata um að verja minnihlutastjón falli:

"Tilboðið

Píratar buðust til þess á dögunum að
styðja minnihlutastjórn Framsóknarflokks,
Vinstri grænna og Samfylkingar. Þetta gerði
vitanlega mikla lukku hjá Samfylkingunni.
Á flestum öðrum bæjum er litið á tilboðið
sem brandara. Píratar eru þekktir fyrir að
stunda upphrópunarstjórnmál og við blasir að
stuðningur þeirra myndi aldrei halda, nema í
einhverja mánuði. Þetta vita formenn Vinstri
grænna og Framsóknarflokks, sem og meginþorri þjóðarinnar. Sum tilboð eru einfaldlega
ekki svara verð."

 

ert | 7. okt. '21, kl: 08:50:12 | Svara | Er.is | 0

Loksins einhver sem skilur Kollu svo vel að hann veit hvað hún muni skrifa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 7. okt. '21, kl: 14:02:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta birtist áður en ég bjóst við þannig að ég lét 10. okt bara standa.

Júlí 78 | 7. okt. '21, kl: 10:45:24 | Svara | Er.is | 0

Mig minnir nú að Þórhildur Sunna hafi einhvern tímann talað um að hún vildi fá hér "umbótastjórn". Ég held að hún telji að ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar og Vinstri grænna sé betur til þess fallin að kom því á heldur en núverandi ríkisstjórn. Þetta skrifaði Magnús D. Norðdahl í ágúst meðal annars:

"Grunnstefna Pírata leggur áherslu á beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, gagnsæi, ábyrgð og vel upplýstar ákvarðanir þannig að ávallt sé gætt að eflingu og vernd borgararéttinda, friðhelgi einkalífs og frelsi til tjáningar og upplýsinga.

Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð.

Píratísk umbreyting samfélagsins er tímabær og felur í sér mótun samfélags þar sem réttindi minnihluta- og jaðarhópa eru virt, þar sem rekin er mannúðleg stefna í málefnum flóttafólks og annarra sem eiga um sárt að binda, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst geðheilbrigðisþjónustu, fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa óháð búsetu í landinu og síðast en ekki síst samfélagi þar sem allir íbúar búa við mannsæmandi kjör."

https://www.visir.is/g/20212149468d/piratar-til-sigurs
_Svartbakur | 8. okt. '21, kl: 07:17:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að um 30% skattgreiðenda greiða sem næst 80% af álögðum sköttum,
Fjöldinn allur greiðir enga eða litla skatta og fjölmargir fá mínus skatta eru á bótum.
Piratar eru í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Útsvarið í Rekjavík hefur ávallt verið í hæstu leyfilegri prósentu síðan vinstri flokkarnir komust að.
Útsvarið leggst jafnt á lægstu tekjur en skattar til ríkissjóðs eins og Tekjuskattur kemur fyrst til við um 400 þús kr mánaðartekjur.

Það eins sem Piratar og Samfylking sjá er að leggja hærri skatta á þá sem greiða skattana það er venjulegan almenning sem borgar sína skatta og reynir að verða ekki byrði á öðrum.

ert | 8. okt. '21, kl: 13:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tekjuskattur skiptir ríkissjóð takmörkuðu máli. Vsk skiptir hann öllu

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 8. okt. '21, kl: 07:52:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Piratar hafa sýnt það í Borgarstjórn Reykjavíkur að þeim er ekki treystandi og standa við ekkert af því sem þeir segja t.d. varðandi gagnsæi. Þetta er lið sem fer leynt með og blæs á opna stjórnsýslu. Þeirra krafa var fyrst og fremst að ná peningum útúr borgarsjóði fyrir sína borgarfulltrúa og áhangendur. Þetta er klíkuflokkur með fullt af sakleysingjum sem skilja ekkert hvað er í gangi innan forystunnar.

Júlí 78 | 8. okt. '21, kl: 08:48:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst nú ekki hægt að koma með svona fullyrðingu án þess að hafa eitthvað á bak við það: " Þeirra krafa var fyrst og fremst að ná peningum útúr borgarsjóði fyrir sína borgarfulltrúa og áhangendur." En mér hefur fyrst og fremst ekki fundist neitt varið í stjórnun hjá þessum Pírötum hjá Reykjvaíkurborg því þeir virðast hafa séð um skipulagsmálin og ekki finnst mér þau nú í lagi. 

Þú minnist á útsvarið í Reykjavík og talar um hæstu leyfilegri prósentu síðan vinstri flokkarnir komust að....en ég les nú samt hér frá ág. 2020: " Samband íslenskra sveitarfélaga hefur birt yfirlit um staðgreiðslu útsvars á fyrri hluta ársins. Á landsvísu hækkaði staðgreiðsla útsvars um 0,3 prósent. Í Reykjavík lækkuðu útsvarstekjur um 0,2 prósent, og 0,4 prósent í Hafnarfirði. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði staðgreiðslan á milli ára.  Í Garðabæ til að mynda hækkuðu tekjurnar um 3,7 prósent og á Seltjarnarnesi um 4,2 prósent. Í Kjósarhreppi jukust tekjurnar gríðarlega eða um 33,5 prósent."
Hefur útsvarið hækkað síðan þessi frétt var birt? En kannski veitir þeim ekki af auknum tekjum, var ekki Dagur og co. til dæmis að tala um það eitt sinn að heimilislausir fara til Reykjavíkur og fá þjónustu þar jafnvel þó fólkið komi frá nágrannasveitarfélögum og öðrum sveitarfélögum?
https://www.ruv.is/frett/2020/08/10/sveiflur-i-utsvarstekjum-a-milli-landshluta

_Svartbakur | 8. okt. '21, kl: 10:22:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þurfti að setja upp sérstakt svið innan borgarinnar sérstaklega gert til að fá góð laun hjá borginni fyrir Pirata. Jú Samfylkingin hafði hreiðrað vel um sig þarna og Piratar vildu sína sneið af kökunni fyrir sína flokksgæðinga.

Varðandi hækkun eða lækkun á útsvarstekjum sveitarsjóða og þar með borgarsjóðs þá fara þær breytingar jú eftir tekjum íbúanna. Skattprósenta útsvars sveitarfélags vegna útsvars getur verið lækkuð en samt hækki tekjur sveitarfélagsins af þessum tekjustofni þ.e. útsvars.

Reykjavík undir stjórn Samfylkingar og Co er í hæstu leyfilegu prósentu og hefur verið svo lengi.
Eins hafa fasteignaskattar hækkað mjög vegna hækkandi fasteignamats og sum sveitarfélög lækkað sínar prósentur vegna fasteignagjalda - jú ekki borgin. Samt hefur ekkert dugað borgin sanar gífurlegum skuldum og er víst komin með um 400 milljarða skuldir vegna rekstrar. Borgin hefur verið að fikta í matsprósentum eigna í bokhaldinu til að fegra reikningna sem sýna skuldasöfninina. Piratar eru þáttakendur í öllu þessu svínaríi og virðast líka vel.

Júlí 78 | 8. okt. '21, kl: 14:49:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held nú að mörg sveitarfélög þurfi bara að hafa útsvarið hátt því ríkið henti t.d. málefnum fatlaðra á sveitarfélögin en nauðsynlegt fjármagn hefur ekki fylgt með eða a.m.k. ekki nóg. 


DV í dag:

"Hann sagði að hratt vaxandi launakostnaður væri ein helsta ógnin hvað varðar fjármál sveitarfélaga. Hann sagði einnig að niðurstöður rannsóknar Analytica á fjárhagslegri sjálfbærni sveitarfélaga séu skýrar, sveitarfélög sem eru með mikil útgjöld vegna þjónustu við fatlaða séu varla fjárhagslega sjálfbær. Það þurfi aukið fjármagn frá ríkinu."


https://www.dv.is/eyjan/2021/10/08/sum-sveitarfelog-varla-sjalfbaer-vegna-kostnadar-vid-thjonustu-vid-fatlada-launakostnadur-ein-helsta-ognin-vid-fjarmalin/

_Svartbakur | 9. okt. '21, kl: 09:49:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú en það má ekki gleyma að "fötluðum" hefur fjölgað gífurlega.
Hversvegna syldi fötluðum fjölga hlutfallslega svona mikið ?
Er svona eftirsótt að vera "fatlaður" eru einhverjir hvatar í gangi sem hvetja menn til að gerast "fatlaðir" ?

Júlí 78 | 9. okt. '21, kl: 14:14:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta las ég nú í frétt frá stundin.is sept. 2019:

"Umræðan um fjölgun öryrkja hefur verið viðvarandi á Íslandi um allnokkurt skeið en nýlega benti OECD á að öryrkjum hefði fjölgað umtalsvert frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar auk þess sem skömmu fyrr höfðu íslenskir fjölmiðlar fjallað um fjölgunina frá aldamótum (t.d. hér og hér).

Þetta er í sjálfu sér kunnuglegt stef í umræðunni um örorku á Íslandi og rétt svo langt sem það nær. Sagan er hinsvegar flóknari en svo að það sé hjálplegt að bera saman fjölda öryrkja eða örorkulífeyrisþega á tveimur tímapunktum, hvort sem það eru 20 eða 25 ár á milli þeirra."

Og: " Fjölgun örorkulífeyrisþega var nokkuð ör flest árin á milli 1994 og 2005. Fyrir því eru ýmsar ástæður, svo sem kerfisbreytingar sem þýddu meðal annars að kerfið náði betur til einstaklinga með örorku, svo sem heimavinnandi kvenna og einstaklinga með   geðraskanir . Fjölgun örorkulífeyrisþega á þessu tímabili er því ekki endilega til marks um fjölgun öryrkja, það er fólks með skerta starfsgetu, heldur að örorkulífeyriskerfið hafi náð betur til þeirra sem þurftu á stuðningi að halda.

Eftir 2004 byrjaði svo að hægja á fjölguninni og hún hefur ekki náð sömu hæðum aftur. Ef við ætlum að móta stefnu til að bregðast við fjölgun örorkulífeyrisþega frá 2000 eða frá miðjum níunda áratug síðustu aldar værum við að stórum hluta að bregðast við einhverju sem var að gerast fyrir 15-25 árum."

Einnig: " Einfalda sagan er að örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað mikið frá aldamótum. Raunverulega sagan er að fjölgunin var umtalsverð frá miðjum níunda áratug síðustu aldar og fram á miðjan fyrsta áratug þessarar aldar. Þessi fjölgun er ekki endilega til marks um að öryrkjum hafi fjölgað heldur að ýmsar breytingar hafi orðið til þess að örorkulífeyriskerfið næði betur til öryrkja. Það hægði verulega á fjölguninni um og eftir 2005 og nýjustu gögn benda til þess að það hafi hægt enn frekar á henni frá og með 2017."


https://stundin.is/blogg/kolbeinn/fjolgun-oryrkja-floknari-saga/

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skattur á nagladekkjanotkun Júlí 78 3.12.2021 4.12.2021 | 07:50
Alþjóðlegur baráttudagur karla Hr85 19.11.2021 4.12.2021 | 03:29
giftir kallar á einkamal.is Ariah 3.8.2005 4.12.2021 | 02:02
Er að leita að Ketogan? allskonar2012 29.11.2021 4.12.2021 | 00:25
Rafmagnsreikningar og biðlund holmenshavn 1.12.2021 4.12.2021 | 00:01
Svikari ! ommsi77 3.12.2021 3.12.2021 | 23:22
Svikari ! ommsi77 3.12.2021 3.12.2021 | 23:19
Sóparinn VValsd 3.12.2021
Kári greyið VValsd 3.12.2021
Lítil stúlka Kristland 2.12.2021 3.12.2021 | 17:14
Könnun: Hafa samfélagsmiðlar áhrif á sjálfsímynd fólks? lovsein 3.12.2021
Framsóknarflokkurinn er og mun alltaf verða samur við sig. Brannibull 3.12.2021
champix toshiba77 11.1.2011 3.12.2021 | 08:52
Já nú getið þið farið að anda léttar. _Svartbakur 27.11.2021 2.12.2021 | 20:46
fylgdarkonur Anonimek212 30.11.2021 2.12.2021 | 17:44
Svefnlyf AnnaPanna888 19.11.2010 2.12.2021 | 13:52
Strætó ætlar sekta farþega sína um allt að 30 Þús krónur. _Svartbakur 4.11.2021 2.12.2021 | 13:49
Hörður pervert/barnaníðingur af hverju er ekki hægt að... Brannibull 2.12.2021
CE vottað hangikjöt. brass 30.11.2021 30.11.2021 | 23:43
Talandi um storm í bjórglasi, má ekkert lengur, rétttrúnaðurinn er að ganga af öllu dauðu. Brannibull 24.11.2021 29.11.2021 | 15:05
Verður ? Kristland 28.11.2021 28.11.2021 | 19:32
Söluskoðun hlúnkur 28.11.2021
Hvar fær maður góðan stóran striga? Legendairy 26.11.2021 28.11.2021 | 09:46
Mikil neyð hjá öryrkja tryggvirafn1983 21.11.2021 27.11.2021 | 11:54
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.11.2021 | 22:07
Nafngreiningar afbrotamanna VValsd 26.11.2021 26.11.2021 | 19:38
Speki hinna miklu spekinga ! Wulzter 19.11.2021 26.11.2021 | 17:03
Stökkbreyting VValsd 26.11.2021 26.11.2021 | 16:44
Undirbúningskjörbréfanefnd - skrípaleikur út í eitt Brannibull 22.11.2021 26.11.2021 | 15:53
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 26.11.2021 | 10:05
Hvar fæ ég boric acid? Er við bakteríusýkingu í leggöngum kannan 26.11.2021
Er þetta rétt samkvæmt leigusamningi? SteiniAkureyri 19.11.2021 26.11.2021 | 00:10
Gluggavindhlífar og húddhlífar steinih 2.4.2016 25.11.2021 | 18:28
U.S.A = úrkynjuð þjóð ? Kristland 22.11.2021 25.11.2021 | 17:25
Ísland vs. Japan í Hollandi á morgun, útsending? Brannibull 24.11.2021 25.11.2021 | 10:23
Hjalp/ ráð. (Föður Réttindi) Halla08 24.11.2021 25.11.2021 | 10:11
PCR vottorð Logi1 24.11.2021 24.11.2021 | 20:41
Eingreiðsla og 10% hækkun hjá lifeyrisjóðo tryppalina 24.11.2021
Kjánaleg mistök sem Rúv ignorar. Kristland 14.11.2021 22.11.2021 | 21:54
Eingreiðsla til öryrkja klemmarinn133 13.11.2021 22.11.2021 | 17:26
Kaupa handhreinsiefni andlitsgrímuþurrkur yfirbuxur hlífðarskór WhatsApp+66 81 193 7172 ernesto123 22.11.2021
Flytja til Bandaríkjanna og Kanada, Bretlands whatsapp +1 661 770 1694 / +447459329111 ernesto123 22.11.2021
Næsti formaður Eflingar Gunnar Smári? Júlí 78 9.11.2021 21.11.2021 | 20:45
Leirnamskeið/keramiknámskeið korka91 21.11.2021
Undarleg útvarpsstöð. Kristland 15.11.2021 21.11.2021 | 18:30
Árið 2006 Hr85 20.11.2021
Mataræði úr fornum fræðum. Kristland 15.11.2021 19.11.2021 | 18:34
Fara til læknis með 2 vandamál? SteiniAkureyri 19.11.2021 19.11.2021 | 16:34
Góðir veitingarstaðir í LONDON SFJ75 31.10.2021 19.11.2021 | 12:09
Júlíbumbur 2022 anastasia2808 17.11.2021 19.11.2021 | 12:06
Síða 1 af 59433 síðum
 

Umræðustjórar: joga80, tinnzy123, superman2, flippkisi, Gabríella S, Krani8, Atli Bergthor, barker19404, Coco LaDiva, aronbj, karenfridriks, vkg, krulla27, Bland.is, mentonised, ingig, rockybland, anon, MagnaAron