Má fyrirgefa ofbeldi af hendi maka?

lubbhali | 17. apr. '15, kl: 18:33:06 | 1492 | Svara | Er.is | 1

Ég hef verið að mana mig upp í að lýsa aðstæðum mínum hérna, mér finnst erfitt að tala um þetta við fólk nákomið mér og erfitt að stíga skrefið að hafa samband við sálfræðing til að ræða þetta út. Mig vantar svo að ræða þetta, en er hrædd við allt það slæma sem kemur með því mjög svo góða hérna á Bland. En ég ætla að láta vaða.

Ég er í sambúð með yndislegum manni og hef verið í nokkurn tíma. Ef það hafa komið upp einhver vandamál í okkar sambandi virðist það vera undantekningarlaust í glasi. Hann er ekki duglegur að ræða sínar tilfinningar og hugsanir, og eins og hann opnaðist bara um vissa hluti þegar áfengi var haft um hönd. Þá braust það sjaldnast fram á góðan hátt og ef hann fór yfir ákveðin mörk í drykkjunni (lesist: varð blindfullur) gat þetta orðið mjög slæmt og hann varð einhver illgjörn manneskja sem ég þekkti ekki. Oft hélt ég að sambandi okkar væri lokið eftir svona rimmu. Svo kom alltaf í ljós þessi ljúfi maður á ný, sem mundi lítið sem ekkert og baðst afsökunar á sinni framkomu. Haldið skal fram að þessi atvik áttu sér oftast stað með löngu millibili og ég var oftast í glasi líka. Við fengum okkur ekki oft í glas. Ég fyrirgaf honum þessi skipti, en ekki munaði miklu stundum.

Komið var á það stig að hann áttaði sig á því að þetta gengi ekki lengur og að enginn hafði áhuga á að hitta þessu manneskju sem hann breyttist í þegar hann var fullur. Hann hætti því að "verða fullur", fékk sér bjór við og við en datt ekkert í það. Svo blörrast þessi mörk með tímanum og kemur að því að hann dettur duglega í það. Og þá gerist það - allt fer í háaloft. Hann hafði verið illgjarn og vondur og leiðinlegur í glasi, en aldrei hef ég verið hrædd um að hann legði á mig hendur. Þarna birtist maður sem hrinti mér í gólfið, reif utan af sér fötin, gekk bókstaflega af göflunum og ég varð fyrir.

Þegar þarna var komið var ég gjörsamlega í sjokki. Ég trúði ekki að þessi maður væri ofbeldismaður. Ég trúði ekki að ég væri í sambandi við ofbeldismann. Veröld mín hrundi. Meiðsli sem ég hlaut voru sársaukafull áminning. Ég hugsaði, af hverju beið hann öll þessi ár til að gera þetta, af hverju núna þegar við höfum komið okkur í allar þessar skuldbindingar. Í huganum var ég farin, því hvernig gæti ég verið í sambandi með ofbeldismanni? Hafði hann gert þetta við aðrar konur? Ég ætlaði aldrei að láta koma svona fram við mig, eitt skipti og ég væri farin.

Þegar runnið var af honum að mestu, settumst við niður og ræddum málin. Aftur var kominn þessi maður sem ég þekki. Hann baðst fyrirgefningar og sagðist aldrei myndu drekka aftur. Ég ætti skilið að hitta þá manneskju aldrei aftur. Hann ætlaði að gera allt í sínu valdi til að vinna aftur mitt traust, ég fengi allan þann tíma sem ég þyrfti o.s.frv.

Þegar þarna er komið er ég föst á milli tveggja elda. Er ég búin að gefa of marga sénsa og var þetta síðasta hálmstráið? Get ég nokkurn tímann fyrirgefið slíkt? Trúi ég honum að hann drekki aldrei aftur, að ég hitti þessa manneskju aldrei aftur? Má ég trúa því, er það leyfilegt?

Til að gera langa sögu stutta þá fór ég ekki frá honum. Mig langar til að eyða ævinni með þessum manni, sem ég þekki og elska. Á meðan ég fann ennþá fyrir eymslum var þetta mjög erfitt, en þegar tíminn líður þá verður þetta auðveldara. Hann hefur gefið mér tíma og sýnt skilning á því að þetta var ákveðið áfall fyrir mig sem er ekki sjálfsagt að ég komist auðveldlega yfir. Allt er einhvern veginn orðið eins og var og við stefnum að því að eiga gott edrú líf saman. Ákvörðun mín að hætta að drekka líka tengist þessu að litlu leyti, ég hef í raun lengi velt því fyrir mér og varðar líðan mína eftir drykkju en ég verð alveg afskaplega kvíðin og líður illa í kjölfarið (þó hafi ekki verið mikil). Við höfum rætt það að hann sé ekki að hætta að drekka "fyrir mig", hann má aldrei kenna mér um að hann "megi ekki drekka" en hins vegar er ljóst að hann og áfengi eiga bara ekki saman.

Ég hef hins vegar átt í erfiðleikum með hugsanir sem leita á mig. Prinsipp sem ég er að fara gegn. Er ég að hugsa skýrt? Er í lagi að fyrirgefa svona og halda áfram með lífið ef hann stendur við þá ákvörðun sína að drekka aldrei meir? Sem ég hef í raun fulla trú á að hann geri. Má ég aðskilja þessa ljótu manneskju sem kemur fram með áfengi, frá manninum sem ég elska? Segja skilið við aðra en ekki hina? Er fáviska að trúa því að okkar samband sé undantekning og að þetta verði í lagi?

Ég veit, ég veit, TLDR og allt það.

 

fálkaorðan | 17. apr. '15, kl: 18:42:35 | Svara | Er.is | 15

Iss piss tldr þetta þurfti öll þessi orð til að komast til skila.

Þú mátt fyrirgefa honum ef það er það sem þú villt og trúir. Þú ert ekki minni manneskja fyrir það og þú átt ekkert slæmt skilið í staðinn og ekkert af því sem gerðist áður var á þína ábyrgð. Að því sögðu vil ég minna þig á að hlúa vel að þér og passa uppá mörkin þín.

Best væri að hann sækti sér hjálp við að vinna úr sínu og þú til að vinna úr þínu. Einn tveir góðir tímar í pararáðgjöf svo þegar þið eruð bæði komin þokkalega af stað í vinnunni.

Fólk getur breist ef það vill það og þú enginn vitleysingur fyrir að vilja sjá það.

Takk fyrir að deila. Gangi þér vel. Knús.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Chaos | 17. apr. '15, kl: 22:54:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða bara svona jafnt-og merki hér fyrir neðan. :)

Sikana | 17. apr. '15, kl: 18:51:15 | Svara | Er.is | 6

Að sjálfsögðu máttu fyrirgefa, og mættir það alveg burtséð frá því hvort þú ætlaðir að vera áfram í sambandinu eður ei.  Best væri samt að þið fengjuð utanaðkomandi aðstoð við að byggja upp sambandið, af því að þetta var örugglega mikið áfall og það er ekki alltaf svo að fyrirgefning sé nóg til að allt sé gleymt og grafið. Ég er sammála fálku um að ráðgjöf fyrir ykkur saman og hvort í sínu lagi væri góð hugmynd, en myndi leggja til AA eða ráðgjöf varðandi drykkjuna líka. Þú segir sjálf að hann hafi einu sinni ætlað að hætta að detta í það en síðan misst stjórn á drykkjunni, það er ákveðin vísbending um að það gangi ekki endilega að hann geri þetta alveg án stuðnings. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

lubbhali | 18. apr. '15, kl: 09:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefur hvarflað að mér að mögulega þyrfti hann meiri stuðning en ég get veitt. Hann var reyndar í ákveðinni afneitun (og ég líka) sem hefur nú verið lyft hulunni af. Hann vill reyna að gera þetta sjálfur og telur sig geta það. Ég er með varann á, fylgist með og hef hvatt hann til að trúa mér fyrir því þegar/ef hann á í erfiðleikum með þetta. Ég hefði viljað að hann talaði við einhvern, en hann er ekki tilbúinn til þess eins og er.

presto | 18. apr. '15, kl: 19:27:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér sýnist að þessi maður þurfi mikla vinnu í sjálfum sér og að best væri að þú værir ekki að flækja málin með því að vera með honum á þeim tíma. Eigið þið börn?

undralegt | 18. apr. '15, kl: 21:37:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorry, scroll mínus :/

Sikana | 18. apr. '15, kl: 22:47:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Það að vilja ekki leita sér hjálpar finnst mér mikið áhyggjuefni. Eiginlega meira heldur en atvikið sem þú lýstir. Hann er væntanlega í rusli yfir því sem hann gerði og ætti að vera tilbúinn að gera hvað sem er til að gæta þess að það endurtaki sig ekki. Það að leita sér hjálpar til að hætta að drekka er ekkert til að skammast sín fyrir. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

alboa | 19. apr. '15, kl: 15:16:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég myndi ekki taka svona í mál nema með aðstoð fagaðila (sambandsráðgjöf) og að hann sæki fundi eða ráðgjöf vegna drykkjunnar. Mér finnst hann enn í bullandi afneitun.


kv. alboa

kauphéðinn | 17. apr. '15, kl: 18:51:26 | Svara | Er.is | 2

Það er hægt að fyrirgefa ótrúlega mikið og þú ert alveg í fullum rétti til að fyrirgefa það sem þú vilt en ég held samt að þú ættir að láta þetta verða seinasta tækifærið honum til handa og næst ef slíkt verður er merki þitt um að pakka niður, þú veist það.  Farðu í ráðgjöf, þetta er áfall sem ekki er auðvelt að komast yfir og ef honum er virkilega annt um þig og miður sín yfir eigin gerðum leitar hann sér hjálpar líka.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Angela in the forest | 17. apr. '15, kl: 19:44:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Sæl ég hef verið í sömu sporum og þú. Það sem ég get ráðlagt þér er að leita þér aðstoðar alanon er fyrir aðstandendur alkóhólista. þú finnur fundi útum um allt á netinu og sum staðar er sporavinna í boði. Einnig eru sérstakir kvennafundir. Maðurinn þinn er alkóhólisti samkvæmt skilgreiningum mínum. Ég lít á fólk sem alka sem breytir um karakter undir áhrifum., ég er viss um að hann vill standa við loforð sín en hann þarf að leita sér hjálpar en þú þarft að byrja á þér. Ég óska þér alls hins besta í leit þinni að þér :)

kauphéðinn | 17. apr. '15, kl: 19:46:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft að læra að svara rétt, ég er ekki upphafsnikk og svarið þitt eflaust ekki ætlað mér

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

lubbhali | 18. apr. '15, kl: 09:27:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef verið að hugsa um Al-Anon, vinkona mín hefur verið í þessu fyrir sunnan. Hún er reyndar hætt með sínum alka. Ég er reyndar fyrir norðan svo það eru eitthvað færri fundir.

assange | 17. apr. '15, kl: 19:33:19 | Svara | Er.is | 1

Aei.. Tetta er ekkert klippt og skorid eda einfalt.. Gangi ter bara vel..

piscine | 17. apr. '15, kl: 19:42:55 | Svara | Er.is | 5

Knús til þín.
Auðvitað máttu fyrirgefa þetta, þú ræður því alveg sjálf og ert sannarlega ekki minni manneskja fyrir vikið. Mig langar til að stinga upp á að gera ákveðnar öryggisráðstafanir: 
1. Farðu til sálfræðings og fáðu hjálp við að vinna úr þessum tilfinningum. 
2. Hafðu alla pappíra sem þú þarft á öruggum stað og öll lykilorð fyrir peninga og slíkt við höndina. 
3. Búðu þér til varasjóð sem þú getur notað ef á þarf að halda
4. Vertu búin að hugsa hluti eins og hvert þú færir ef þú þyrftir skyndilega að fara. 


Gangi þér ótrúlega vel.

lubbhali | 18. apr. '15, kl: 09:34:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að mana mig upp í sálfræðinginn. Hitt er ég í raun með klárt, ég fattaði það þarna um kvöldið. Ég var í raun farin og það eina sem ég sá sem hindrun var það sem er venjulega þegar slitnar upp úr samböndum, sameiginlegar skuldir, tilfinningabönd við fjölskylduna hans, hvað segja allir þegar við hættum saman. Ekkert óyfirstíganlegt og ég á góða að.

staðalfrávik | 17. apr. '15, kl: 20:05:11 | Svara | Er.is | 5

Alkinn getur orðið allt annar maður þegar hann hættir að drekka.  Hvað þú vilt gera er alveg þitt val en ég myndi ekki gefa neina afslætti af algeru bindindi. Knús og gangi þér vel.
Kveðja, alkadóttirin og eiginkona óvirks alka til 14 ára.

.

KilgoreTrout | 17. apr. '15, kl: 20:35:32 | Svara | Er.is | 4

Ég gæti aldrei treyst honum aftur. Það er ég. Einfaldlega vegna þess að ég gæti ekki leyft mér að verða meðvirk með þessum aðstæðum.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

lillion
Helvítis | 18. apr. '15, kl: 23:37:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekki í fokkíng lagi með þig ógeðið þitt?!

Hversu lágt er hægt að leggjast, í alvöru!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

lillion | 18. apr. '15, kl: 23:51:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þetta kemur nú úr hörðustu átt.

Helvítis | 19. apr. '15, kl: 00:28:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Öh nei, ekki beint.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Þönderkats | 19. apr. '15, kl: 03:02:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta var óþarfi. Þetta eru hennar viðbrögð eftir að hafa verið í ofbeldissambandi svo hún hefur reynsluna og þetta er það sem hún myndi gera núna.

KilgoreTrout | 20. apr. '15, kl: 11:00:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Nei, akkurat. Thad er liklega betra fyrir hana ad fa rad fra midaldra karlamnni sem byr med modur sinni.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

lillion
KilgoreTrout | 21. apr. '15, kl: 07:42:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldur thu ad eg hafi tima eda vilja til ad sitja yfir umraedunum herna og reyna ad sja ut hver thad er sem skrifar?
Eg dreg einfaldlega bara alyktanir minar byggdar a thvi ad thu virkar einkar lifreynslulaus, snaudur samud og fullur af sjalfum ther.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

ananashlunkur | 17. apr. '15, kl: 22:24:39 | Svara | Er.is | 0

gæti hann verið með eitthvað undirliggjandi vandamál t.d áfallastreituröskun?
kannski ætti hann að leita til sálfræðings, ekki bara hætta að drekka.

lubbhali | 18. apr. '15, kl: 09:39:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að vinna í því hægt og rólega að sjá hvort hann vilji ekki tala við einhvern utanaðkomandi. Bæði vegna þess að ég veit að honum finnst hræðilegt að hafa gert eitthvað svona og bara almennt. Hann er ekki tilbúinn til þess eins og er, finnst það eitthvað erfitt. Ég skil hann alveg, þar sem ég á sjálf í erfiðleikum með að koma mér af stað í slíkt. En við sjáum til hvort það takist ekki bráðum.

Ég held í raun að þetta sé innbyggt í hann. Bróðir hans hefur átt í vandræðum með áfengi og vímuefni reyndar líka. Hann er hættur í ruglinu en ég hef séð hann í glasi og taktarnir sem komu upp voru óhugnalega kunnuglegir. Maðurinn minn hefur líka minnst á það að pabbi þeirra hafi verið leiðinlegur í glasi í eina tíð, en ég hef ekki fengið hann til að opna sig meira með það. Það væri gott fyrir hann að ræða um það líka við sálfræðing.

presto | 18. apr. '15, kl: 19:29:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hljómar eins og verulegur skortur á kunnáttu/getu til að takast á við mótlæti. Hann lærir það ekki með þér.

strákamamma | 18. apr. '15, kl: 22:51:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

innleggið þitt er ansi gegnsýrt af meðvirkni....þú ert að vinna í að fá hann til að tala við einhvern utanaðkomandi...  


þú ert að vinna í að finna lausnir fyrir hann...   


Ég veit að þú ert að tala af væntumþykju og umhyggju, en þú ættir kannski að byrja á því að drífa þig á al-anon fund sjálf og hugsa um þig og reyna að kúpla þig útúr því að finna lausnir á hans vandamálum.   Ef hann vill ekki tala við einhvern utanaðkomandi þá er fátt sem þu getur gert til þess að fá hann til þess.   

strákamamman;)

Þönderkats | 19. apr. '15, kl: 03:04:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er ekki viss um að ég gæti haldið áfram í þessu sambandi ef hann væri ekki tilbúinn að hitta sérfræðing til að vinna úr sínum málum. Annað hvort sambandsráðgjafa eða sálfræðing, jafnvel bæði.


Eftir þessa hegðun hefði ég haldið að hann vildi gera allt til að halda þér, og þar með fara til ráðgjafa.

Grjona | 17. apr. '15, kl: 22:34:57 | Svara | Er.is | 0

Já það má. Þú ræður.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 17. apr. '15, kl: 22:37:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og knús og gangi þér vel. Eða ykkur.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

klínk | 17. apr. '15, kl: 22:53:44 | Svara | Er.is | 2

Ég gekk í gegnum alveg sama og þú og var mjög blind á aðstæður eins og ég tel þig vera ,fyrirgefðu hreinskilnina.Ég áttu 2 börn með þessum manni og skildi við hann fyrir 8 árum síðan og sé núna hvað hann beytti mig miklu líkamlegu og ekki síst andlegu ofbeldi.Ég vona að þú finnir hjá þér kjark til að fara frá honum því þetta er ofbeldi en ekki ást.Gangi þér sem allra best.

lubbhali | 18. apr. '15, kl: 09:44:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir hreinskilnina. Ég skil hvaðan þú ert að koma.

Chaos | 17. apr. '15, kl: 22:54:00 | Svara | Er.is | 2

Það er til vont í öllum eins og gott. Lífið er rosalega grátt og fátt svarthvítt við nánari skoðun. Það sem mér finnst skilja low-point fólks að er hvernig það tekst á við þau, Þú varðst fyrir ofbeldi, burtséð frá öllu öðru í myndinni, ofbeldi af hálfu einhvers sem þú elskar og treystir. Það er áfall af þeirri stærðargráðu að mér þykir líklegt að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg svo sárin grói rétt. Það sama á við um hann, það hlýtur að vera erfitt að búa við það að hafa beitt þann sem maður elskar mest grófu ofbeldi, hvort sem hann man það eða ekki. Allavega, það er enginn heimsendir ef þú fyrirgefur honum og þið haldið áfram, en svona atburði þarf þá að gera upp á réttan hátt og aldrei gleyma hversu mikil áhætta fylgir því ef hann ákveður að drekka aftur. Sendi þér risa knús!   

Helgust | 17. apr. '15, kl: 22:54:32 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað máttu fyrirgefa, er langt síðan hann ákvað að setja tappann í flöskuna?


Það er eitt sem stakk mig, þú talar um að hann hafi rifið sig úr fötunum, beitti hann þig kynferðislegu ofbeldi?



lubbhali | 18. apr. '15, kl: 09:53:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er tiltölulega nýlegt, þannig að í raun má segja að ekki sé komin mikil reynsla á edrúmennskuna. En tíminn líður og vonandi gengur eins vel og hefur gengið.

Hann beitti mig ekki kynferðislegu ofbeldi. Hann reif skyrtuna sína og reif sig úr henni, það var það sem ég var að reyna að lýsa. Hann fór í einhvers konar æðis/reiðikast, hann var eitthvað svo reiður yfir einhverju smáatriði og var svo fljótt búinn að gleyma af hverju hann var svona reiður. Það var annað fólk nálægt og á staðnum (við vorum ekki heima) þó það hafi ekki orðið vitni að atvikinu sjálfu. Ég fékk aðstoð við að halda aftur af honum svo hann í raun færi ekki sjálfum sér að voða, hann virtist fara í eitthvað self-destruction þegar hann áttaði sig á því hvað hann hafði gert. Ég var samt í rauninni ekki hrædd við hann, það er svo skrýtið.

daggz | 18. apr. '15, kl: 10:38:34 | Svara | Er.is | 2

Auðvitað er þér frjálst að gera það sem þú vilt. Þú verður að taka þessa ákvörðun byggða á þér og hvað þú treystir ykkur í.

Ef ég svara út frá minni persónulegu skoðun þá færi þetta allt eftir aðstæðum. Þ.e. hve slæmt þetta var, hve mikil áhrif það hefði haft á mig og hvað hann væri tilbúinn í að gera til að leysa vandamálið og takast á við sína djöfla.

Ég myndi klárlega setja það sem skilyrði að fara í ráðgjöf, þá bæði í sitthvoru lagi og svo saman. Því þó svo þetta gerist bara þegar áfengi er haft um hönd þá er einhver undirliggjandi ástæða og það er klárlega eitthvað sem hann þarf að takast á við. Hann þarf að takast á við vandamálið sjálft ekki bara forðast triggerana (sem er áfengið í þessu tilviki). Ef hann er ekki tilbúinn í það þó það sé virkilega erfitt fyrir hann þá held ég að ég væri komin með svarið. Það er virkilega erfitt fyrir eintakling að fyrirgefa svona hegðun og hann ætti svo sannarlega að vera tilbúinn til að leggja töluvert á sig til að bæta það og vinna í sínum vandamálum (rétt eins og hann ætlast til að þú gerir - jafnir þig á ofbeldinu).

Knús! Þetta er ekki öfundsverð staða. Vonandi gengur ykkur vel að finna út úr þessu, sama hvaða leið þið farið.

--------------------------------

Umræðan hefur verið tekin úr birtingu.
lubbhali | 18. apr. '15, kl: 12:11:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Viljið þið tilkynna þetta fyrir mig. Plís.

Máni | 18. apr. '15, kl: 12:22:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú mátt segja frá og skömmin er ekki þín. Knús.

lubbhali | 18. apr. '15, kl: 12:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki tilbúin.

Máni | 18. apr. '15, kl: 12:35:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil það vel hafandi verið í þessum sporum. Gangi þér vel.

daggz | 18. apr. '15, kl: 13:47:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Knús á þig!

En eins og ég sagði þá verður þú auðvitaða ð fara eftir þinni sannfæringu. Ég skil alveg að maðurinn er ekki tilbúinn í ráðgjöf. Þetta er mjög erfitt skref fyrir marga. En eins erfitt og það er þá er það alveg jafn mikilvægt. Tekur undir með Mána, skömmin er ekki þín en ég skil þig vel að vera ekki tilbúin. Gangi þér vel.

--------------------------------

KilgoreTrout | 18. apr. '15, kl: 15:34:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Minn fyrrverandi kerfisbundið jók ofbeldið og passaði sig a því að ég annað hvort vorkenndi honum og styddi hann eða að ég kenndi mér sjái um. Og þetta byrjaði og var lengi andlegt ofbeldi sem ég áttaði mig ekki a. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri ekki i lagi að vera gift manni sem setti ofan i mann i hvert sinn sem maður kom með fullyrðingu og snappaði a mann yfir mjólkurfernum a borðinu eða opnum skápum.
Ekki gleyma því að þú ert mikilvægasta manneskjan i þínu lífi. Ekki Hann. Hann a að auðga líf þitt - ekki draga úr því og làta þér líða illa.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Máni | 18. apr. '15, kl: 11:51:17 | Svara | Er.is | 1

Auðvitað má það og ég gerði það reyndar árum saman. Mæli ekki með því án ráðgjafar.

mileys | 18. apr. '15, kl: 12:23:17 | Svara | Er.is | 2

Ég kannast við svona hegðun eins og þú lýsir, og mín reynsla er sú að þetta er týpísk hegðun ofbeldimanns. Í fyrstu trúir maður því aldrei að neitt slíkt geti gerst, ofbeldismaðurinn vinnur traust viðkomandi, dettur svo í það og gerir eitthvað hræðilegt, biðst alltaf afsökunar daginn eftir, aftur og aftur og nær að sannfæra fórnarlambið um að slíkt muni aldrei gerast. Oft er fórnarlambið búið að bindast ofbeldimanninum svo sterkum tilfinningalegum böndum að það á í mestu erfiðleikum með að yfirgefa hann og festist því oft í svona vítahring.

Mín ráðlegging er sú að svona sé ekki hægt að fyrirgefa svona lagað því þetta mun aldrei hætta, þrátt fyrir því hvað mann langar mikið til að trúa því.

Gangi þér vel.

josepha | 20. apr. '15, kl: 10:30:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst þetta reyndar týpísk hegðun alka frekar en ofbeldismanns. Hef reynslu af báðu. 

AyoTech | 18. apr. '15, kl: 12:30:41 | Svara | Er.is | 3

Al-anon er fyrir þig. Með því að fara þangað á fundi muntu átta þig á fyrir sjálfa þig hvað er best að gera. Ég mæli með því hundrað skipti og aftur.  Þar er fólk sem er búið að fara í gegnum þetta, og margt kemur fram sem mun setja hlutina í samhengi fyrir þig til að auðvelda þér að átta þig á aðstæðum þínum, sjálfri þér o.fl.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Ragga81 | 18. apr. '15, kl: 15:17:23 | Svara | Er.is | 0

Ég hugsa að ef ég væri þú þá myndi ég hreint og beint setja skilyrði fyrir áframhaldi á sambandinu.  T.d að hann færi í meðferð og sækti sér hjálp til að læra að tala um sínar tilfinningar og að vinna með þær.  EN ef þú gerir eitthvað þessu líkt þá þarftu að vera tilbúin að standa með þessu.  Einnig myndi ég fara til fagaðila til að vinna úr þessari reynslu.  


En auðvitað er það þitt að áhveða hvort þú sért tilbúin að fyrirgefa honum eða ekki.  Það er bara þitt að áhveða ekki annarra.  Ertu tilbúin að fyrirgefa honum vinna úr þessu og leggja þetta að baki þér?  Fyrst og fremst þarftu að hugasa um sjálfan þig.  

Jebb verð ein heima um jólin með dýrunum og finnst það æði

Silaqui | 18. apr. '15, kl: 15:51:02 | Svara | Er.is | 2

Ég segi eins og margar aðrar hérna; fáðu hjálp fyrir þig fyrst og fremst. Þú ert í miðri hringiðunni og getur ekki leyst þetta vandamál almennilega nema með utanaðkomandi hjálp. Hann þarf augljóslega að fá hjálp fyrir sitt vandamál en þú verður að hugsa um sjálfa þig.
Svo verð ég að segja mína skoðun á því að hann sé annar maður undir áhrifum. Nei, hann er það ekki. Við skiptum ekki um persónuleika við að drekka. Ef eitthvað er erum við meira við sjálf undir áhrifum því að vínið minnkar sjálfstjórn okkar og við hleypum innra manninum út. Sumir verða skemmtilegir, sumir verða sorgmæddir og sumir verða ömurlegir. Af hverju það er er svo annað mál. Maðurinn þinn er alveg jafn mikið hann sjálfur illur með víni og þegar hann er að mæta í vinnuna á þriðjudagsmorgni. Það er greinilega eitthvað að innra með honum og það er hans að vinna í að laga það, ekki þitt. Þú bjargar honum ekki.
Auðvitað er hægt að fyrirgefa svona, á endanum og þú ræður hvað þú gerir með líf þitt. Ég myndi allavega ekki finnast ég örugg nálægt þessum manni lengur, en það er auðvelt að segja allskonar hluti ef maður er ekki í aðstæðunum. Knús á þig og farðu vel með þig. Þú þarf ekkert að skammast þín yfir að hafa lent í þessum aðstæðum.

svartasunna | 18. apr. '15, kl: 18:33:54 | Svara | Er.is | 2

Spurning um námskeidid Karlmenn til âbyrgdar fyrir hann, rádgjöf fyrir ykkur bædi og Al anon fyrir thig. Èg myndi ekki halda áfram med svona samband nema thad væri mikil vinna med sèrfrædingum, líka svo thid getid gert upp thad sem gerdist almennilega. Oft nefnilega eitrar svona frá sèr endalaust thó ad thad sè búid ad segja fyrirgefdu.

______________________________________________________________________

presto | 18. apr. '15, kl: 19:32:35 | Svara | Er.is | 0

Það er eitt að fyrirgefa og ganga í burtu og gefa aldrei séns á að þetta endurtaki sig, annað að fyrirgefa alltaf  aftur og aftur þó að ástandið fari versnandi. 
Ég vona að þú sért ekki að reyna að réttlæta seinni kostinn!


Ég er hlynnt fyrirgefningu frekar en hatri, en í sumum tilvikum er best að halda sig langt frá viðkomandi.

Bstig | 18. apr. '15, kl: 20:46:59 | Svara | Er.is | 2

Úff þetta er ömurleg staða að vera í, aumingja þú.

Fyrirgefning finnst mér eiginlega aukaatriði og eingöngu í þínu hjarta að ákveða þannig. En aðalmálið er - muntu upplifa þig örugga á heimilinu? Ég get alveg svo sem keypt það að eitthvað fólk beiti einungis ofbeldi undir áhrifum (finnst það samt undarlegt...) en er algjörlega gulltryggt að hann muni aldrei aftur drekka? Það er ólíðandi að búa við aðstæður þar sem þú getur ekki treyst því 100% að verða ekki fyrir árás drukkins maka. Því finnst mér þú verða að spá í traustið miklu frekar en fyrirgefningu.

Gangi þér vel.

Annina | 19. apr. '15, kl: 13:44:09 | Svara | Er.is | 8

Vissulega má fyrirgefa og þú ert ekkert minni manneskja fyrir það.
Hins vegar þarftu einnig að vera vakandi fyrir nokkrum atriðum.
Þessi maður sem þú sérð undir áhrifum áfengis er hluti af góða manninum sem þú sérð edrú.  Með því að tala um hann bara undir áhrifum áfengis ertu í raun að gera áfengið ábyrgt en ekki hann sjálfan.  Þó hann geri þessa hluti undir áhrifum er hann samt sem áður ábyrgur fyrir þeim.  Hann er að brjóta þín mörk og hætt við að hann muni ganga enn lengra næsti.  Færa mörkin æ meira.  
Það að hann vill ekki sækja utanaðkomandi hjálp finnst mér stórt viðvörunarmerki um að hann sé í afneitun með þetta og ekki alveg tilbúinn að taka fulla ábyrgð á því.
Eins og hefur verið minnst á hér í umræðunni ert þú meðvirk.  Þú ert að fá hann til að sækja sér hjálp t.d og þú ert að athuga hvað er í boði fyrir hann.  Ef hann hefði virkilega áhuga á að laga þetta og tæki ábyrgð á þessu þá væri það HANN sem leitaði eftir þessari hjálp.
Held að t.d. Karlar til ábyrgðar væri ehv sem hann ætti að leita til núna.
Þú ættir að hafa samband við ehv eins og hjá Drekaslóð,  Kvennaathvarfi eða Aflinu og fá ráð og stuðning að vinna úr þessari reynslu þinni.


Gangi þér vel :) 

Kveðja

Annina

Drekaslóð www.drekaslod.is

Gunnýkr | 19. apr. '15, kl: 22:42:15 | Svara | Er.is | 0

hef verið í þinni stöðu. 
Ég mæli með að þú skellir þér á Coda-fundi. 
Það hjálpaði mér ógurlega við að vinna í sjálfri mér að lesa mér til um meðvirkni. 
Hann þarf að vinna í sér sjálfur. Þú að styrkja þig.
hvort þú fyrirgefur og ákveður að vera með honum áfram er alfarið undir þér komið. 

díófíó | 20. apr. '15, kl: 12:36:52 | Svara | Er.is | 0

Þú býrð með alkahólist í neyslu Leitaður þér ráða út frá því láttu það ekki dragast að leita þér hjálpar. Ekkert af þessari framkomu er eðlilegt.

Zaxco | 20. apr. '15, kl: 14:40:27 | Svara | Er.is | 0

Nú veit ég ekki hvernig staðan er hjá þér, en mig langaði allavega að segja þér svolítið.
Fyrir ekki svo löngu síðan spurði ég mömmu hvort pabbi hafi einhverntíma lagt hendur á hana vegna þess að hann drekkur reglulega (ég vill meina að hann sé hálfgerður alki) og mér finnst hann ná í svona ákveðið mark þar sem hann röflar og vælir og grefur upp gamla hluti til þess að röfla yfir þeim, hann hefur tvívegis lagt hendur á mig, en í seinna skiptið sagði ég við hann "Ef þú snertir mig aftur þá rota ég þig"
Hún sagði já, einusinni. En hún sagði eftirfarandi við hann "Ef þú leggur aftur hendur á mig þá drep ég þig". Þetta var fyrir einhverjum 20-26 árum síðan, hann drekkur enn í dag, hún í verulegu hófi, og ég hef ekki séð marblett á mömmu minni síðan ég man eftir mér, og við erum með þannig traust að við segjum hvoru öðru frá öllu.

Ekki misskylja mig. Ég elska báða foreldra mína. Þau sáu um að ala mig upp. Þau sáu fyrir mér í æsku, sáu til þess að ég ætti föt til að ganga í ofl.
Pabbi minn verður bara hundleiðinlegur í víni.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48008 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Hr Tölva, paulobrien, Guddie