Mannasiðir

Kingsgard | 15. jan. '20, kl: 01:21:19 | 281 | Svara | Er.is | 1

Gott boð hefur borist frá Öryggis og Samvinnustofnunar evrópu, ÖSE til alþingis íslendinga.
Stofnunin hefur boðist til að kenna og innleiða mannasiði á alþingi. Síðasta innleiðing mannasiða á alþingi gékk að vísu mjög vel fyrir sig en var römmuð inn, hengd á aberandi stað en aldrei kom til álita að koma innleiðingunni í framkvæmd, þe. að taka upp mannasiðina.

Alþingi hefur, að gefnu tilefni ákveðið að þiggja boðið.
Það er gott að til sé fólk sem vill hjálpa þessu vesalings fólki.

 

BjarnarFen | 15. jan. '20, kl: 02:16:34 | Svara | Er.is | 1

Ég var með strangann stærðfræðikennara sem kunni að kenna krökkum mannasiði. Kannski mætir hann með prikið og hjálpar.

Kingsgard | 15. jan. '20, kl: 03:07:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég held að öllum tiltækum úrræðum hljóti að verða tekið fagnandi.
Það vekur athygli að alþingi var ekkert að biðja um þetta ef ég skil rétt. Embættismenn í Evrópu kannski slepptu ferðinni í dýragarðinn og datt í hug að skoða alþingi íslendinga í staðinn og séð að þar ríkir siðræn neyð.

icegirl73 | 15. jan. '20, kl: 09:16:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var sá kennari nokkuð kallaður Kalli bros? 

Strákamamma á Norðurlandi

BjarnarFen | 15. jan. '20, kl: 16:37:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nafnið hans er dottið úr mér í augnablikinu, en ekki brosti hann mikið. Átti það til að horfa þá niður sem voru óþægir og spurði þá svo hvort þeir væru greindir eða vitleysingar og fékk þau svo til að rökstyðja. Svona á meðan hann mundaði prikið. 
Enda héldu allir kjafti og ekki svo mikið sem fliss þegar hann var alvarlegur. Ég fékk líka níuna hjá honum. :D

icegirl73 | 15. jan. '20, kl: 09:17:29 | Svara | Er.is | 1

Ég veit svei mér ekki hvort þessu liði er viðbjargandi....

Strákamamma á Norðurlandi

Kingsgard | 15. jan. '20, kl: 11:40:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Varla held ég. Annars er ekki fjarri lagi að alþingi lýsi yfir appelsínulitaðri viðvörun vegna starfa síns.

Júlí 78 | 15. jan. '20, kl: 18:30:30 | Svara | Er.is | 1

Ingibjörg Sólrún talaði um siðareglur í Kastljósinu. Hún sagði þetta nokkurnveginn svona: Við vinnum að því að móta siðareglur fyrir þjóðþingið og við höfum reyndar boðið það fram og erum reyndar núna í ákveðnu samtali við þingið (það kom fram seinna í viðtalinu að samtalið er við forseta þingsins). Svo sagði hún líka: Ísland er aðili að þessari stofnun (ÖSE), þarna er sérfræðiþekkingin. Svo talaði hún um að þetta væri að kostnaðarlausu. 


Fínt er, fyrst þettta er ókeypis þá ætla ég ekki að segja að þetta sé eitthvað neikvætt. Nema að því leyti að mér finnst alþingismenn og ráðherrar ættu að einbeita sér betur að öðrum mikilvægari málum. Þau æpa á mann allstaðar. 


1) Heilbrigðismál. Allir vita að eitthvað þarf að gera þar strax en ekki seinna.


2) Fiskveiðistjórnunarmál, held nú að þetta lið ætti að gera eitthvað í því. Þeir ættu að gera sér grein fyrir því að fiskurinn í sjónum hér er sameign okkar allra.
Ég var að lesa þetta á netinu meðal annars í einni grein sem Haraldur Eiríksson skrifar 13. jan.: " Gustav og norskir aðilar eiga yfir 90% af öllu sjókvíaeldi við Ísland, en hluti þeirra skráir eignaraðild sína í skattaskjólum til að forðast skattgreiðslur og flækja eignaraðild.

Þess má geta að Arnarlax hefur enn ekki greitt tekjuskatt á Íslandi eftir 10 ára rekstur.

Arnarlax hefur fengið afslátt af hafnargjöldum hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum og greiða þar jafnvel minna en íslenskar útgerðir. Nýlega var breytt íslenskum lögum um skipstjórnarréttindi til að hægt væri að fá ódýrara vinnuafl á fóðurbáta fyrirtækisins - og það í andstöðu við Félag íslenskra skipstjórnarmanna. Síðasta innlegg sjávarútvegsráðherra er svo frumvarp til breytinga á lögum um fiskeldi til að fyrirtækin komist mögulega nær hérlendum laxveiðiám.


Teitur Björn Einarsson innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum fór nýlega fram á það að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á Hafrannsóknastofnun vegna þess að stofnunin væri treg til að auka við framleiðsluleyfi þessara norsku fyrirtækja."  


3) Mál sem að Grái herinn er að fara með fram (brotið á eignarétti með því að skerða ellilífeyri á grundvelli greiðslna úr lífeyrissjóði) - ríkisstjórnin þykist vera saklaus með því að gera ekkert í málinu eða þeim þykir mikilvægara að tala um siðareglur eða að koma áfenginu í almennar verslanir. Ellilífeyrisþegar á hinum norðurlöndunum búa ekki við sama óréttlætið eins og íslenskir ellilífeyrisþegar, svona er ekki staðið að þessum málum þar. En hér á Íslandi þykir sjálfsagt að níðast á öldruðum og fleiri hópum. Þó ég sé ekki ellilífeyrisþegi þá segi ég að ég þoli ekki svona óréttlæti og það hverju nafni sem þau nefnast.


Ég gæti örugglega talað um fleiri mál hér....en þessi ríkisstjórn, hún er glötuð, og ætti að sjá sóma sinn í því að fara frá sem fyrst.
 Kingsgard | 15. jan. '20, kl: 20:10:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já af nógu er að taka og við verðum ellilífeyrisþegar fyrr en varir og við okkur blasir FÁTÆKT.

Nú þegar stór snjóflóð hafa fallið á Vestfjörðum má spyrja ;hvað hefur verið gert við þá peninga sem innheimtir hafa verið af húseigendum og eiga að renna til snjóflóðavarnir ? Víða en á Vestfjörðum er margt ógert í snjóflóðavörnum og nánast engar framkvæmdir átt sér stað í 10 ár. Ef peningarnir eru en þá til og eru í sjóði, af hverju eru þeir ekki notaðir ?

Kannski fari með þessa sjóði eins og vega skattinn sem alla tíð hefur verið innheimtur af eldsneyti og átti að renna til vegagerðar, samgöngubóta.
Það er viðurkennt að þetta gjald sem við höfum greitt árum eða áratugum saman hefur runnið í " annað " en vegagerð og samgöngumannvirki. Af hverju fóru þessir peningar ekki í það sem til var ætlast eða þá í hvað fór sjóðurinn ? Stjórnmálamenn yppa öxlum og svara þessu ekki.
Nú eru peningarnir horfnir og þess vegna á að rukka aftur inn það sem hvarf með veggjöldum, vegaskatti.

Eins og þú segir réttilega þá er örugglega af nógu að taka.
Svo líður að kosningum og bófarnir lofa skattalækkunum. Þá lækka þeir fjármagnstekjuskatt og auðlindagjald og standa þannig við sitt. En þá verða þeir líka að lækka vaxta og barnabætur eða hvað annað sem siðferði þerra býður uppá.

Ég ætla að kjósa Pírata, gefa þeim sjéns. Hvað getur mögullega farið úrskeiðis umfram það sem skipulega er látið fara með einbeyttum vilja úrskeiðis ?

Júlí 78 | 15. jan. '20, kl: 23:01:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir eiga foreldra eða ættingja sem eru að fara á ellilífeyrisaldur eða komnir á þann aldur. Gamalt fólk er í öllum fjölskyldum meira og minna. Gott þegar fólk fær að lifa lengi en afleitt ef það þarf að búa við fátækt. fólk sem jafnvel hefur stritað meira og minna allt sitt líf. En svo er ekkert víst að sumir verði ellilífeyrisþegar, kannski deyja þeir í hrönnum þarna á Bráðamóttökunni, búið að koma fram að ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga þar við óbreytt ástand. 


Ég er ekki viss um hvað ég myndi kjósa næst. A.m.k. ekkert af þessum flokkum sem eru á þingi núna og ég efast líka um að kjósa einhvern flokk sem áður hefur verið á þingi. Þetta las ég inn á leb.is : " Þegar litið er á lög og lagabreytingar um almannatryggingar frá árinu 1946, þegar ný heildarlög voru sett og kerfið var fullmótað, kemur í ljós að alvarlegar skerðingar ellilífeyris vegna tekna hófust ekki fyrr en 1974 og stóðu til 1993, en þær voru engar á árunum 1971-1974 og 1993-1998. Það er líka ljóst að stjórnmálamenn vildu og reyndu að hlífa greiðslum frá lífeyrisjóðum við skerðingum allt fram til 1998 þegar núverandi skerðingakerfi var komið á. Skerðingakerfið frá 1998 beindist óhjákvæmilega að tekjum frá almenna lífeyrissjóðakerfinu og stendur það kerfi enn."  


Hvaða flokkar hafa verið við stjórn síðan 1998, best að fara eingöngu yfir það. Jú það gat ég alveg séð á netinu.


Mér sýnist allir þessir flokkar hafa verið í stjórn síðan þá, hægt að sjá þetta betur á netinu.


Sjálfstæðisflokkur
Framsókn
Samfylking
VG
Viðreisn
Björt framtíð 


Þó hafa Viðreisn og Björt framtíð verið í mjög stuttan tíma í stjórn með Sjálfstæðisflokki 2017. 


 

Skerðingar ellilífeyris
 

 
Ríkisstjórn Íslands - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
 


TheMadOne | 15. jan. '20, kl: 20:15:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldur þú að það þurfi að sleppa umræðum á alþingi um mikilvæg mál til að taka upp umræðu um siðareglur sem gætu til dæmis tekið á hagsmunatengslum og línum hvað er í lagi og hvað ekki í framkomu innan og utan þings? Hlutum sem eru á bananalýðveldisstigi hér á landi?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 15. jan. '20, kl: 21:51:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ekkert búin að hugleiða hvað felst í þessum siðareglum en takk fyrir að upplýsa það. Ég er auðvitað alveg græn í þessu, hélt þetta snerist mest um það að vera ekki dónalegur í ræðustól eða með frekjulæti við aðra þingmenn/ráðherra ;)  En sorry, ég hef bara enga trú á að það verði settar einhverjar siðareglur til að taka á hagsmunatengslum...Það er ekki að fara að gerast í þessari ríkisstjórn.

TheMadOne | 16. jan. '20, kl: 00:34:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú ættir kannski að kynna þér betur það sem þú ert að skrifa um... eða lesa áður en þú copy/paste-ar heilu greinarnar

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 02:06:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um TheMadOne. Þú ættir kannski að vera skýrari þegar þú hendir svona fram í loftið? Svo var ég ekki að copy-a heila grein svo þú vitir það, ég sagði: " Ég var að lesa þetta á netinu MEÐAL ANNARS"  

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 02:22:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ok, skil það núna TheMadOne að þú ert bara að svara þessu sem ég sagði á undan í sambandi við siðareglurnar. En ég sagði jafnframt við þig að ég hef enga trú á að það verði settar einhverjar siðareglur til að taka á hagsmunatengslum. Veit annars ekki hvað ég átti að kynna mér betur, ég hlustaði á allt viðtalið við Ingibjörgu Sólrúnu og hlusta á fréttir yfirleitt.

TheMadOne | 16. jan. '20, kl: 11:11:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú ef þú hefur enga trú á því sem er rætt á alþingi þá skiptir varla nokkru máli hvað fer þar fram

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

ert | 15. jan. '20, kl: 23:34:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Það verður sérstakt þegar það verður dæmt að það megi ekki skerða bætur frá ríkinu á grundvelli tekna af því að eignaréttur fólks nái til bótagreiðslna frá ríkinu. Maður á barnabætur, atvinnuleysisbætur, vaxtabætur og bætur frá TR og getur því ráðstafað þeim bótarétti eins og eign. Ég gæti t.d. selt bótarétt minn hjá TR ef það væri dæmt að ég ætti hann. TR yrði þá greiða bæturnar þeim aðila sem ég hefði selt þann rétt. Þetta verður athyglisverður heimur - NOT.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 02:00:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Grái herinn baráttuhópur eldri borgara telur að brotið sé á eignarétti með því að skerða ellilífeyri á grundvelli greiðslna úr lífeyrissjóði" Svona var þetta orðað í Kastljósi hjá fréttamanninum sem fyrsta setning í þættinum. Áttu eitthvað erfitt með að skilja þetta ert? Annars finnst mér að fólk ætti að hlusta sjálft á viðtalið - Viðtalið var 13. janúar og hægt að finna inn á dagskrá Rúv.
 

 

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 02:28:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi orð í þessari frétt skýra kannski málið eitthvað betur fyrir þér ert:


"Fólk hafi byrjað að greiða í lífeyrissjóð á sínum tíma á þeirri forsendu að þetta væri sparnaður sem hægt væri að taka út í lok starfsævi, ekki að sparnaðurinn myndi skerða greiðslur frá almannatryggingakerfinu. Daníel segir að þegar fólk hafi síðan farið að nálgast lok á sinni starfsævi hafi forsendunum verið breytt og þessi sparnaður látinn skerða greiðslur frá almannatryggingum. Þessar breytingar standist ekki stjórnarskrá og brjóti gegn eignarétti og jafnræðisreglu, segir Daníel." 


 

Ætla að láta reyna á skerðingar á lífeyri fyrir dómi
  

ert | 16. jan. '20, kl: 10:16:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Búin að lesa þetta. Hvaða eignir hafa verið teknar af fólki? Eru launagreiðslur skertar? Nei. Kemur maður og tekur eignir fólks? Nei. Eru bætur frá ríkinu skertar? Já. Þá hlýtur krafan að byggja á því að fólk eigi bæturnar áður en lög eru sett um þær og að ekki megi skerða þá eign með lagasetningu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 12:16:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hvet þig til að hlusta líka á viðtalið í Kastljósinu, ég setti link beint inn á það. Þar færðu svörin við þínum vangaveltum. En ég framhaldinu vil ég bara segja það að ég skil ekki það viðhorf hjá sumum hér á landi að það sé í lagi að aldraðir og öryrkjar hafi það miklu verr en á hinum norðurlöndunum. Heldurðu annars ert að þú verðir aldrei gömul? 

TheMadOne | 16. jan. '20, kl: 12:22:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geturðu heyrt um hugtakið "rökvilla"?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 12:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er einfalt mál, ég er ekki að fara að útskýra það sem lögfræðingur gerir miklu betur en ég. (Kastljós). Þú ættir annars að kynna þér hvernig málum er háttað á hinum norðurlöndunum áður en þú ræðir rökvillu við mig.

TheMadOne | 16. jan. '20, kl: 13:04:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ad hominem?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 13:21:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri óskandi að fleiri hér á landi hugsuðu um að útrýma fátækt á Íslandi en raunin er. Veit ekki hvort það verður nokkurn tímann því fólk hlustar á kosningaloforð og heldur að þau verði efnd en jafnvel flokkar sem fólk hafði mikla trú á svíkja kosningaloforð. En sagan segir okkur ýmislegt, fólk þyrfti að hafa það í huga þegar það fer og kýs. En það er augljóst að mjög margir hugsa meira um sig og sína heldur en náungann eða heildina. Svo þegar fólk kemur á ellilífeyrisaldur þá neyðist það til að flýja land og það gjarnan til Spánar. Ég var nýlega að horfa á eitt viðtalið á Hringbraut við gamlan mann sem var búinn að vinna mikið alla tíð sem kokkur og meira að segja búinn að vera kokkur á Bessastöðum. Hann flutti til Spánar. Jú kominn í alveg fína íbúð þar og hefur félagsskap af öðru fólki en það kom fram í viðtalinu að hann vildi miklu frekar búa á Íslandi þar sem hann saknaði gömlu félaganna þar. En honum er gert það ókleyft að flytja heim! Hefur varla efni á því! Réttlæti? Nei, og ríkisstjórnin ætti að skammast sín og fleiri ríkisstjórnir einnig.

TheMadOne | 16. jan. '20, kl: 13:31:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað kemur þetta málinu við að þú sért að draga persónu ert inn í umræðu um umdeilanleg mál?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 13:43:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má vera að ég hafi átt að orða þetta öðruvísi. Hefði getað sagt: "Heldur fólk almennt að það geti ekki orðið gamalt, veikt eða geti ekki lent í slysi." Bið afsökunar ef þetta truflar þig eða ert hvenig ég orðaði þetta. En sjálfsagt hefði ég orðað þetta svona beint ef ert hefði verið í kaffi hjá mér heima hjá mér. Ég er yfirleitt ofurmáta hreinskilin við fólk. Það fer einfaldlega í taugarnar á mér ef fólk virðist ekki skilja eða vill ekki skilja hvernig aldraðir og öryrkja hafa það.

TheMadOne | 16. jan. '20, kl: 13:45:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér óþarfi að fara með ágreiningsmál fyrir dómstóla? Væri nóg að fá álit eins lögfræðings?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 14:11:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ætti að vera ágreiningur um þetta?  "Fólk hafi byrjað að greiða í lífeyrissjóð á sínum tíma á þeirri forsendu að þetta væri sparnaður sem hægt væri að taka út í lok starfsævi, ekki að sparnaðurinn myndi skerða greiðslur frá almannatryggingakerfinu. Daníel segir að þegar fólk hafi síðan farið að nálgast lok á sinni starfsævi hafi forsendunum verið breytt og þessi sparnaður látinn skerða greiðslur frá almannatryggingum. Þessar breytingar standist ekki stjórnarskrá og brjóti gegn eignarétti og jafnræðisreglu, segir Daníel." 


En allt í lagi að málið fari fyrir dómstóla jafnvel þó það kosti töluvert.  Grái herinn ætlar með málið alla leið, þess vegna til mannréttindadómstólsins ef þess þarf með.

TheMadOne | 16. jan. '20, kl: 14:13:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er spurning um lög og túlkun laga, ekki hvað þér finnst

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 14:24:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst rétt að dómstólar fjalli um málið þó fyrr hefði verið miðað við framkomu þeirra í ríkisstjórninni og þeirra ríkisstjórna sem hefur fundist í lagi vera með þessar skerðingar. 

TheMadOne | 16. jan. '20, kl: 15:10:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta snýst ekki um framkomu heldur lög og túlkun laga. Það þýðir ekkert að gera þetta persónulegt.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 15:22:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já " Þessar breytingar standist ekki stjórnarskrá og brjóti gegn eignarétti og jafnræðisreglu".

TheMadOne | 16. jan. '20, kl: 15:26:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veist þú fyrir víst hvort "þessar breytingar standist stjórnarskrá og brjóti gegn eignarétti og jafnræðisreglu"?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 15:38:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég set þetta allt aftur inn svo þú kannski skiljir. Þetta sagði lögfræðingurinn  Daníel Isebarn Ágústsson  : 


 "Fólk hafi byrjað að greiða í lífeyrissjóð á sínum tíma á þeirri forsendu að þetta væri sparnaður sem hægt væri að taka út í lok starfsævi, ekki að sparnaðurinn myndi skerða greiðslur frá almannatryggingakerfinu. Daníel segir að þegar fólk hafi síðan farið að nálgast lok á sinni starfsævi hafi forsendunum verið breytt og þessi sparnaður látinn skerða greiðslur frá almannatryggingum. Þessar breytingar standist ekki stjórnarskrá og brjóti gegn eignarétti og jafnræðisreglu, segir Daníel." Málið veltur annnars ekkert á mér hvað ég skil eða skil ekki. Veltur ekki heldur á þér hvað þú skilur eða skilur ekki.

TheMadOne | 16. jan. '20, kl: 15:47:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið veltur einmitt ekki á því hvað við skiljum, þessi lögfræðingur hann veit þetta ekki heldur, hann telur sig geta rökstutt fyrir dómstólum. Heldurðu að alþingi myndi hafa tíma ef þeir sleppa því að gera siðareglur um hagsmunatengsl og hegðun innan og utan þings að fara í endurskoðun á þessum reglum? Ætti það heima á listanum þínum?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

ert | 16. jan. '20, kl: 18:10:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þessi lögmaðurinn er maðurinn sem mun dæma í málinu einn og óstuddur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 16. jan. '20, kl: 18:09:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég vil bara vita hvaða eign var gerð upptæk? Ekki lífeyrissjóðsgreiðslur, ekki laun heldur heldur bætur. Fólk á því bætur frá ríkinu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 12:18:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já eða gætir orðið veik ert ef þú ert það ekki nú þegar?

Júlí 78 | 16. jan. '20, kl: 12:20:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða heldurðu ert að þú gætir ekki lent í slysi eins og aðrir?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fordómar BjarnarFen 23.2.2020
Kjör almennings á krossgötum ? kaldbakur 22.2.2020 23.2.2020 | 01:26
karaoke Blómaa 22.2.2020 22.2.2020 | 21:43
Komin pàskaegg? túss 22.2.2020 22.2.2020 | 21:39
kynlífsmiðstöð hefur einhver prufað terrorist 21.2.2020 22.2.2020 | 19:53
Byltingin étur börnin sín. Solla í Eflingu jarðar Samfylkinguna í Reykjavik. kaldbakur 18.2.2020 22.2.2020 | 17:53
Breytt bragðskyn allt í einu DarKhaireDwomAn 31.1.2013 22.2.2020 | 16:59
Kulnun í starfi - varúð langt :( Ásta76 16.2.2020 22.2.2020 | 15:31
Klám og karlmenn, strákar Steinar Arason Ólafsson 17.2.2020 21.2.2020 | 23:47
Ben & Jerry's Honeycomb??? Hr85 21.2.2020
Eru allir sofnaðir hérna? Twitters 21.2.2020
Skrifstofulaun maximax 19.2.2020 21.2.2020 | 13:41
auglýsingar á bland terrorist 21.2.2020 21.2.2020 | 12:51
Flutnngskassar Frú1 21.2.2020 21.2.2020 | 11:14
Ferðaþættir Íslendinga Hr85 20.2.2020 20.2.2020 | 20:29
Algjör geðveiki ? Flactuz 20.2.2020 20.2.2020 | 19:38
Lífskjarasamningurinn að renna útí sandinn. kaldbakur 6.2.2020 20.2.2020 | 16:22
Online atvinna? KatAsta 17.2.2020 20.2.2020 | 16:02
gras notandi50 16.1.2019 20.2.2020 | 03:00
Mennta sig á eldri árum Svonaerthetta 19.2.2020 19.2.2020 | 23:43
Selja ný föt á netinu. kristmg 19.2.2020
Spilað á tilfinningar fólks í gegnum fjölmiðla Hr85 18.2.2020 19.2.2020 | 19:55
Hvar er best að selja frimerki sín og vita verð? kolmag 6.2.2020 19.2.2020 | 16:23
Pakkaferð innanlands fyrir 10.bekk kristmg 18.2.2020 18.2.2020 | 21:37
Ferming - Ráð vel þegin! Mjoggottnotendanafn 17.2.2020 18.2.2020 | 19:17
Gott hótel á Tenerife? amina5 7.2.2020 18.2.2020 | 15:44
úrslit 29 feb söngvakeppninn agga42 18.2.2020
Hvað er sanngjarnt verð? begzi 16.2.2020 18.2.2020 | 11:14
Húðlæknir fyrir ungling Logi1 18.2.2020
Fjárnám - ferlið? kannan 17.2.2020 18.2.2020 | 00:00
Axlarvesen tuni007 17.2.2020 17.2.2020 | 17:53
Eru Ríkisbankarnir óseljanlegir ? kaldbakur 12.2.2020 16.2.2020 | 21:18
Hvaleyrarskóli krissi200 15.2.2020 16.2.2020 | 16:51
Eigendur Land Rover Hjödda171 13.2.2020 16.2.2020 | 16:17
Hvernig skiptir maður um heimilislækni b82 15.2.2020 16.2.2020 | 08:32
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 16.2.2020 | 05:43
grísakjöt í ofni? THE princess 26.4.2011 15.2.2020 | 23:50
Gleðilegan Laugardag Twitters 15.2.2020 15.2.2020 | 23:48
Hvernig skiptir maður um nef ? kaldbakur 15.2.2020 15.2.2020 | 23:42
Hvað kostar að berja einhvern til ábóta með kylfu? BjarnarFen 6.2.2020 15.2.2020 | 23:25
Andvaka..... kirivara 11.2.2020 15.2.2020 | 14:11
Skipt um h-lækni? b82 15.2.2020
Konur með dökka hringi í kringum augun Göslin 20.1.2007 15.2.2020 | 00:34
Reykingafordómar Hr85 6.2.2020 14.2.2020 | 23:42
Ráðleggingar með fasteignakaup boojaa 14.2.2020 14.2.2020 | 20:36
Hvað er Oat Fiber á íslensku? Emper 14.2.2020 14.2.2020 | 20:27
LÍOL dong 14.2.2020 14.2.2020 | 19:45
Engar áhyggjur, þetta reddast spikkblue 8.2.2020 14.2.2020 | 17:51
Feitir puttar 0911 9.2.2020 14.2.2020 | 13:48
Tinder bakkynjur 11.2.2020 14.2.2020 | 11:36
Síða 1 af 20225 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron