með Rítalín í flugi

Ásta76 | 16. júl. '15, kl: 11:58:50 | 597 | Svara | Er.is | 1

Sonir minn sem er 13.ára er að fara í flug og þarf að taka Rítalín með sér. Hvar er best að hafa það, í handfarangi eða í ferðatöskunni?

 

Ásta76 | 16. júl. '15, kl: 12:00:28 | Svara | Er.is | 0

annað er ekki rétt hjá mér að naglalakkaeyðir, andlitsvatn og þannig megi vera í stóru töskunni??

presto | 16. júl. '15, kl: 17:52:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Settu naglalakkseyðinn í lítinn poka inni í snyrtitöskunni í stóru ferðatöskunni, óþolandi hvað það getur lekið! (Og ekki hafa risamagn með) 

Tipzy | 16. júl. '15, kl: 18:17:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á svona undir allar snyrtivörurnarnar mínar, svo þægilegt.


https://www.facebook.com/Freistingasjoppan/photos/pb.525216944212331.-2207520000.1437070542./877106369023385/?type=3&theater

...................................................................

presto | 16. júl. '15, kl: 20:22:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fint, en hefur ekki neitt með mitt ráð að gera:)

Tipzy | 16. júl. '15, kl: 21:18:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bara meint upp á það ver svona vörur betur fyrir hnjaski og álagi og því minnkar það líkur á að hlutirnir fari útum allt. :) En auðvitað gott að setja sumt í poka sem er líklegt til að leka, geri þetta einmitt við brúsa með olíum í.

...................................................................

presto | 16. júl. '15, kl: 21:22:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jamm, dregur ekki neitt úr hættunni á að naglalakkseyðir leki meðfram tappapnum.

Tipzy | 16. júl. '15, kl: 21:23:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm eins og með olíu, stundum mætti halda að hún skríði upp úr flöskunum. O.o

...................................................................

Þjóðarblómið | 16. júl. '15, kl: 12:23:47 | Svara | Er.is | 1

handfarangri.


Ef hann verður svo óheppinn að fá ekki töskuna strax á áfangastað þá er betra að vera með lyfið í handfarangri.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Ásta76 | 16. júl. '15, kl: 12:25:12 | Svara | Er.is | 0

ok takk en þarf hann að hafa eitthvað frá lækninum um að hann eigi þetta??

minnipokinn | 16. júl. '15, kl: 12:28:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvitað allltaf betra en á ekki að vera skylda held ég ef þetta er bara magn sem sést að sé til einkanota á staðnum. Myndi aldrei setja í ferðatöskuna eftir að ég horfði á einn mann kveðja töskuna sína útum gluggann sem var ekki komin inn eftir að búið var að loka farangurshólfinu. Það var ekki hægt að opna aftur og smella henni inn og mikið vesen. 

☆★

Ásta76 | 16. júl. '15, kl: 12:31:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

frábært takk fyrir góð svör. Þá læt ég hann fara með þetta í bakpokanum sínum. :-)

presto | 16. júl. '15, kl: 17:53:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nafnið hans er á umbúðunum, hentar ekki að taka þær með?

Ziha | 16. júl. '15, kl: 18:06:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að það verði að vera nafn með..... eða ég myndi ekki þora öðru.  Annars er auðvitað mjög ólíklegt að það verði gerð nein athugasemd við þetta.... Sem minnir mig á að mér tókst víst að fara með lítinn eldspýtnapakka með mér í flug um daginn..... ætlaði sko að henda eldspýtunum úr honum (þetta var pínuponsupakki af krá) en gleymdi því.  Hélt að það myndi uppgötvast við gegnumlýsinguna en neibb. 


-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

presto | 16. júl. '15, kl: 20:24:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Better safe than sorrí:) "smá" vesen getur orðið fáránlega stórt á ferðalögum.... Þegar ég fór fyrst með barnið mitt, ómálga í utanlandsferð hafði ég bæði fæðingarvottorð og hjúskaparvottorð með, vildi hafa eitthvað sönnunargagn um að ég ætti krakkann!

Kentár | 16. júl. '15, kl: 12:46:46 | Svara | Er.is | 1

Allt sem er nauðsynlegt og er ekki hægt að kaupa/redda á staðnum tek ég með í handfarangur. M.a öll lyfseðilsskyld lyf og persónulegir hlutir sem eru mér kærir, sem og verðmæt raftæki eins og tölvur og myndavélar þar sem ég hef lent í að þeim hafi verið stolið úr töskum sem ég hef tékkað inn.

Tipzy | 16. júl. '15, kl: 12:53:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við gerum einmitt það sama, dettur ekki í hug að setja tölvur og þannig í tékkaðan farangur.

...................................................................

minnipokinn | 16. júl. '15, kl: 13:14:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myndi aldrei þora því. Þeir fleygja oftar en ekki töskunum á færibandið. Grunaði aldrei að þetta væri svona slæmt fyrr en ég horfði á þetta. 

☆★

Tipzy | 16. júl. '15, kl: 13:20:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl meira að segja sjampó og allt þannig set ég þannnig í töskurnar að það er varið svo það sprautist ekki um alla tösku útaf meðferðinni á þeim.

...................................................................

dong | 16. júl. '15, kl: 15:11:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Færðu að taka sjampó með þér ?  Ég hef verið stoppuð með of stóra pakknigu af hármótunarefni,  þeir tóku það af mér og henntu því .


Tipzy | 16. júl. '15, kl: 17:36:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Í tékkaðan farangur já, auðvitað má maður það ekki í handfarangur. 

...................................................................

Ziha | 16. júl. '15, kl: 17:38:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú mættir það ef það væri í 100 ml eða minni pakkningum.. en það eru ansi litlar pakkningar.. :oP


-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Tipzy | 16. júl. '15, kl: 17:44:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit það :) þess vegna set ég það í tékkaðan farangur. Og ef ég man rétt þá mega þessar 100ml pakkningar eða minni ekki vera meir en 1L samtals

...................................................................

Helvítis | 17. júl. '15, kl: 16:40:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hah!

Minnir og stúrnu helvítis fokkíng tussuna í tollinum í Þýskalandi.

Ég kom með 100ml VS bodyspray, ekkert mál (og fullt annað, hárbeitt skæri og svona má lengi telja), en á leiðinni heim, þá sko "varð" hún að hirða af mér brúsann, þó svo að það sæist afskaplega vel í gegnum fljólubláglæra plastið að brúsinn var minna en hálfur.

Enda ákvað ég að verða Símabæjargellan þá og spurði hana hvort henni það hefði ekki bjargað deginum hjá henni að vera svona ógeðslega mikil valdasjúk tík. Ég beið ekki eftir svari og þetta er ekki til á teipi.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

presto | 16. júl. '15, kl: 17:54:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það á aldrei að setja tölvur eða önnur álíka tæki í innritaðan farangur. Hætta á bæði skemmdum og þjófnaði.

Ziha | 16. júl. '15, kl: 18:07:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tek undir þetta... 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

minnipokinn | 16. júl. '15, kl: 18:07:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er farin að læsa töskunni minni bara. 

☆★

Ziha | 16. júl. '15, kl: 18:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skoðaðu þetta.... það þýðir nefnilega lítið að læsa flestum töskum ;

https://www.youtube.com/watch?v=G5mvvZl6pLI

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

minnipokinn | 16. júl. '15, kl: 18:34:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jæja ætli maður fari ekki að treysta fólki þá bara eða plasta eins og ég sá fyrst núna gert á flugvelli reyndar í útlöndum. Ætti samt að vera meira vesen svona en með engum lás. Tekur enga stund fyrir þá að opna þá og stinga hendinni inn og taka bara eitthvað. 

☆★

*vonin* | 16. júl. '15, kl: 22:01:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

plasta ?

Kveðja, *vonin*

minnipokinn | 17. júl. '15, kl: 00:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var að koma heim frá kanarý og þar var boðið uppá að rúlla töskunum inní plast svona þunnt eins og maður setur yfir mat til þess að geyma og svona. 

☆★

*vonin* | 17. júl. '15, kl: 07:24:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jahá. Var það til að verja töskurnar fyrir skemmdum? 

Kveðja, *vonin*

minnipokinn | 17. júl. '15, kl: 10:12:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eflaust bæði svo þær opnist ekki ef lásinn er kannski orðinn lélegur og svo ef þú ert hrædd um að einhver laumist ofan í töskuna eins og fréttir voru um fyrir ekki svo löngu síðan. 

☆★

*vonin* | 17. júl. '15, kl: 11:57:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já auðvitað. Takk fyrir þetta, ég var gjörsamlega tóm í hausnum með þetta.

Kveðja, *vonin*

presto | 16. júl. '15, kl: 20:26:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lásinn dugir því miður ekki og getur jafnvel aukið líkur á skemmdum:(
ég HÆTTI að læsa töskunum fyrir mörgum árum! Ma. Vegna öryggisleitarinnar í USA (þeir þurfa að geta opnað)

minnipokinn | 17. júl. '15, kl: 00:55:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja eins gott að ég sé að stefna af því að verða minimalisti svo tek allt sem ég held mest uppá í handfarangur og það sem fer í ferðatöskuna má þá bara verða stolið. Hélt að maður væri kannski kallaður upp þá bara og gæti verið á staðnum ef þeir þurfa eitthvað að leita í töskunum. 

☆★

Þjóðarblómið | 17. júl. '15, kl: 12:44:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stundum kemur taskan ekki á réttum tíma og þá er farþeginn farinn af flugvellinum. Það er almennt ekki hægt að hringja í hann og biðja hann að koma ef þarf að opna töskuna. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

minnipokinn | 17. júl. '15, kl: 20:20:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já hugsaði ekki út í það hehe var aðallega að hugsa um ferlið þegar maður setur töskuna á bandið fyrst og hún fer út í vél. 

☆★

presto | 18. júl. '15, kl: 10:26:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er rétt, en ég nenni ekki að þurfa að fara sjálf til baka í gegnum öryggistékkið oþh. Þegar ég er búin sp standa í þeirri röð og etv. Að kaupa mér eitthvað í savnginn í rólegheitum fyrir flug:)

lýta | 17. júl. '15, kl: 09:43:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flestir ferðatöskulásar eru þannig að security getur opnað þá með sérstökum lykli. Ég hef annars aldrei litið á þessa lása sem öryggistæki, nota þá til að minnka líkurnar á því að rennilásinn opnist óvart.

Helvítis | 17. júl. '15, kl: 16:42:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha, ef einhver vill opna þá opnar einhver, nema þú takir með þér 40 kg öryggisskáp með stálpplötu í hurðinni sem dettur niður eftir þrjár mislukkaðar tilraunir á talnalásnum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

lýta | 18. júl. '15, kl: 07:47:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt það sem ég sagði, þetta er ekki öryggistæki.

presto | 18. júl. '15, kl: 10:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gerði það þegar ég notaði harðar töskur með talnalás. Nota léttari mjúkar töskur með rennilás í seinni tíð (þyngdartakmörk sett á. uSA:() og stundum magaband utan um töskuna.

icegirl73 | 16. júl. '15, kl: 14:22:59 | Svara | Er.is | 0

Minn sonur fór með Ritalin til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum. Hann var í íþróttahóp og þjálfari liðsins hafði lyfin hans í handfarangri ásamt bréfi frá lækni drengsins sem útskýrði afhverju hann væri með lyfseðilskyld/ávanabindandi lyf meðferðis. 

Strákamamma á Norðurlandi

Kisukall | 16. júl. '15, kl: 14:26:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þurfti hann að útskýra það? Fyrir hverjum?

icegirl73 | 16. júl. '15, kl: 15:59:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann þurfti aldrei að nota bréfið en okkur var ráðlagt að senda það með drengnum ef til þess kæmi bæði vegna þess að hann var undir lögaldri og það að foreldri ferðaðist ekki með heldur þjálfari. 

Strákamamma á Norðurlandi

Ziha | 16. júl. '15, kl: 17:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er oft betra að taka með bréf frá lækni.... svona til öryggis, maður veit aldrei hvað maður lendir í.... 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kisukall | 16. júl. '15, kl: 22:50:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ráðlagt af hverjum?

hangikjöt | 17. júl. '15, kl: 00:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var stoppuð á flugvelli hér og spurð út í lyf sem ég var með í lyfjaboxi. Eftir það fæ ég alltaf útprentun á því hvaða lyf ég er með frá lækni eða apóteki.

Kisukall | 17. júl. '15, kl: 13:01:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok?

Kentár | 17. júl. '15, kl: 16:33:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enda er allstaðar skýrt tekið fram að lyf eigi að vera í upprunalegum pakkningum. 

hangikjöt | 17. júl. '15, kl: 19:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gæri ekki tekið með mér vikuskammt með í handfarangur nema taka úr umbúðum

Helvítis | 17. júl. '15, kl: 19:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svakalega eru þetta stórar pillur eitthvað...

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

hangikjöt | 17. júl. '15, kl: 19:11:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei umbúðirnar eru svo stórar. Oft spáð í hvað bull framleiðsla er í gangi

Helvítis | 17. júl. '15, kl: 19:12:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kassarnir eru ekkert úr stáli og þeir mega alveg beyglast smá.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Ziha | 17. júl. '15, kl: 20:33:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt... lítið mál að taka úr kössunum þar sem maður ætlar ekki að nota og geyma bara heima..... klessa svo bara kassana smá saman.  Nema auðvitað að töflurnar komi í einhverju risa boxi sem er ómögulegt að beygla.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Helvítis | 17. júl. '15, kl: 17:40:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Öh, og finnst þér það í alvöru skrítið?

Ég get sett helling af MDMA töflum í lyfjabox og sagt að þetta sé bara Panodil.


_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

icegirl73 | 17. júl. '15, kl: 16:54:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ráðlagt af lækni drengsins. 

Strákamamma á Norðurlandi

Helvítis | 17. júl. '15, kl: 17:00:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Djöfuls rugl.

Þetta hefur verið ofurnojað lið, þjálfarinn og væntanlega einhverjir foreldrasjálfboðaliðar, því þetta þarf sko ekki, svo lengi sem dóseringaseðillinn er á boxinu og náttúrulega með nafninu þínu á, þá getur þetta lið fokkað sér.


_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

icegirl73 | 17. júl. '15, kl: 17:09:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jahám.. Veistu mér bara fannst þetta svo lítið mál. Bara sjálfsagt að hafa þetta svona, gott fyrir alla just in case. Það eru reyndar nokkur ár síðan þetta gerðist, mögulega hafa reglur breyst síðan þá. Það er engin noja að hafa vaðið fyrir neðan sig, sértaklega ekki á erlendri grundu. 
Góða helgi. 

Strákamamma á Norðurlandi

Helvítis | 17. júl. '15, kl: 17:10:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hehe jájá, ég skil þig vel, en bara svona svo þú og aðrir viti þetta framvegis. ;)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kisukall | 17. júl. '15, kl: 17:50:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat. Ég hef flutt nánast heilt apótek til Svíþjóðar ekki dettur mér í hug að stressa mig yfir þessu. Mitt nafn á öllu.
Svona fyrir utan það að oftar en ekki þegar ég lendi á Arlanda virðist rauða hliðið oft bara lokað.

Helvítis | 17. júl. '15, kl: 17:54:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég myndi nú bara rífa kjaft ef einhverjir þykjustu valdhafar færu eitthvað að reyna að skipta sér af lyfjunum mínum.

Enda alveg ástæða fyrir því að ég tek þau...

Höhö..

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kisukall | 17. júl. '15, kl: 18:45:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha :p

minnipokinn | 17. júl. '15, kl: 20:24:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eflaust á fáum stöðum jafn yfirþyrmandi að ganga í gegn eins og hérna heima haha. 

☆★

Tipzy | 18. júl. '15, kl: 15:08:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Manni líður nokkurn vegin svona


http://40.media.tumblr.com/894e31e5f93fa2eeb6c3d529dcd01a5a/tumblr_n1d2ttwXfI1rs1xsxo1_500.jpg

...................................................................

birkirmarb | 16. júl. '15, kl: 14:40:23 | Svara | Er.is | 0

tek alltaf lyfin i handfarangri og það hefur aldrei verið böggaðmig útaf því.. :-)

birkir mar

ÓRÍ73 | 16. júl. '15, kl: 15:07:11 | Svara | Er.is | 1

Eg er að ferðast með 2 born a Ritalini,hef það i handfarangri með læknabref um að þær þurfi þetta,hef þurft að syna það

Helvítis | 17. júl. '15, kl: 17:42:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og ertu ekki bara helvíti hress á því?

Endalaus orka og svona... ;)

Sorrí, ég bara varð...

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Dalía 1979 | 16. júl. '15, kl: 19:59:36 | Svara | Er.is | 0

bara í töskunni 

lean | 16. júl. '15, kl: 20:35:37 | Svara | Er.is | 0

Myndi taka lyfið í handfarangri og jafnvel fá ljósrit af lyfseðlinum úr apótekinu þar sem lyfið var keypt. Þegar ég var að vinna í apóteki þá gerðum við þetta reglulega fyrir fólk sem þurfti að taka lyf með sér í handfarangri :) Bara upp á öryggið.

Abbagirl | 16. júl. '15, kl: 22:27:45 | Svara | Er.is | 0

Öll lyf í handfarangri.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Myken | 17. júl. '15, kl: 09:25:38 | Svara | Er.is | 0

handfarangri..vei um ungan mann sem lenti í að takan hans komst ekki til skila eða hann varð fastur einhverstaðar og þau fengu ekki handfarangur á milli og hann varð lyfjalaus þar sem allt var í stóru töskunni

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

mugg | 17. júl. '15, kl: 18:14:39 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi aldrei hafa lyf öðruvísi en í handfarangri, er þetta ekki eitthvað sem hann verður að nota á hverjum degi ??
Innritaður farangur er oft að týnast og ég myndi aldrei taka sénsinn á því

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Síða 10 af 48807 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Guddie