Nagladekk vs ónegld vetrardekk

gymclassheroe | 4. okt. '15, kl: 15:08:14 | 333 | Svara | Er.is | 0

Er einhver hér sem hefur prófað bæði nagladekk og ónegld vetrardekk, s.s loftbóludekk, örkornadekk og allt það og getur gefið mér feedback á hvort þér fannst betra? Eru nagladekkin mikið öruggari eða bara falskt öryggi?

Keypti mér nýjan bíl í mars í fyrra á heilsársdekkjum sem eru orðin pínu eydd og ætla því að kaupa mér vetrardekk núna og nota heilsársdekkin sem sumardekk. Langar að vera umhverfisvæn og kaupa ónegld en veit bara hreinlega ekki hvort ég treysti því alveg 100%.

 

You're braver than you believe, stronger than you seem and smarter than you think

Steina67 | 4. okt. '15, kl: 15:11:03 | Svara | Er.is | 1

Hvar býrðu og hvert keyrirðu daglega?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

gymclassheroe | 4. okt. '15, kl: 15:12:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bý á Akureyri og keyri daglega í vinnuna, á æfingar og almennt snatterí. Keyri síðan kannski ca 1-3x suður eða einhverja langkeyrslu

You're braver than you believe, stronger than you seem and smarter than you think

Steina67 | 4. okt. '15, kl: 15:17:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég myndi persónulega fá mér mjög góð nagladekk.  Ég set ekki hvað sem er undir bílinn hjá mér og það kostar yfirleitt formúgu að kaupa undir hann, en það borgar sig.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Bella C | 4. okt. '15, kl: 16:38:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég býð á Akureyri og fer suður um að minnsta kosti 4x á hverjum vetri og mér dettur ekki í hug að fara á eitthvað annað en nagladekk. Ég hef verið á loftbóludekkjum og þau voru fín og en ekki nærri því jafn góð og þessi negldu.

Yxna belja | 4. okt. '15, kl: 21:37:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bý á Akureyri og myndi ekki vilja vera á öðrum dekkjum en negldum. Ég reyndar þarf vinnu minnar vegna að keyra út fyrir bæjarmörkin flesta daga og svo förum við suður 2-3 yfir veturinn að meðaltali. Ef ég þyrfti bara að keyra í sjálfum bænum þá myndi ég hugsanlega spá í öðrum dekkjum en annars ekki.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Steina67 | 4. okt. '15, kl: 15:12:09 | Svara | Er.is | 2

Sjálf keyri ég á nagladekkjum þvi ég bý á Suðurnesjunum og keyri daglega í bæinn í skóla og svo keyri ég 3x í viku upp í Hvalfjörð og upp fyrir göng þannig að ég tek nagladekkinn alltaf fram yfir ónelgd.  Búin að prófa.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Mainstream | 4. okt. '15, kl: 15:15:31 | Svara | Er.is | 1

Vil bara góð nagladekk. 

Ziha | 4. okt. '15, kl: 15:27:30 | Svara | Er.is | 1

nagladekk hér.... vil ekki annað. Við keyrum n.b. mikið yfir Hellisheiðina og þar er eiginlega nauðsynlegt að vera á nagladekkjum.


Myndi bara kaupa heilsársdekk (ekki venjuleg heldur harðkorna eða eitthvað álika) á jeppa..... 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

auglysingarnar | 4. okt. '15, kl: 16:37:05 | Svara | Er.is | 1

Nagladekkin eru óumdeilanlega öruggari í hálku. Á ísi lögðum bílastæðum oþh (þar sem litlu óhöppin verða) þá eru nagladekkin líka mikið betri. Í snjó þá er munurinn mjög lítill og í bleytu eða þurru þá eru ónegld örlítið betri. En þá eru hemlunarvegalengdir almennt minni (en í hálku) og ekki jafn kritiskur munur.

arja | 4. okt. '15, kl: 18:21:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hélt að það væri einmitt öfugt. Að naglarnir væru betri í þungum snjó en virkuðu frekar eins og skautar í hálku.

rosewood | 4. okt. '15, kl: 21:27:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég plúsaði til að taka út þennan fáranlega mínus. 

arja | 4. okt. '15, kl: 18:29:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok, spes að mínusa mig fyrir að hafa haldið það..

Felis | 4. okt. '15, kl: 16:47:40 | Svara | Er.is | 2

Ég er á Ak, það kemur ekki til greina annað en nagladekk undir bílinn minn

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

noneofyourbusiness | 4. okt. '15, kl: 23:06:10 | Svara | Er.is | 0

Hef prófað bæði og nagladekkin eru betri, en hér á höfuðborgarsvæðinu eru það ekkert endilega margir dagar á ári þar sem það skiptir máli. 


Á Akureyri myndi ég klárlega fá mé´r nagladekk. 

Mainstream | 4. okt. '15, kl: 23:12:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú það eru ansi margir dagar á höfuðborgarsvæðinu þar sem að það snöggfrýs og blautu göturnar breytast í svell. Þá skiptir máli að vera með nagladekk.

noneofyourbusiness | 4. okt. '15, kl: 23:13:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er reyndar alltaf á nagladekkjum, eftir að hafa einu sinni verið á nýlegum bíl á "heilsársdekkjum" og hann skautaði í hálkunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Ljufa | 4. okt. '15, kl: 23:52:11 | Svara | Er.is | 0

Hika ekki við að vera á negldum dekkjum hér á höfuðborgarsvæðinu, finnst það bara vera öryggisatriði fyrir mig jafnvel þó að það sé ekki mjög marga daga á hverjum vetri sem þörfin er virkilega brýn!

Kv. Ljúfa

Kaffinörd | 5. okt. '15, kl: 00:03:21 | Svara | Er.is | 0

Ég verandi bara innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu á veturna er bara á grófum heilsársdekkjum og það dugar mér. Ef ég þyrfti að fara út fyrir bæinn t.d. austur fyrir fjall að þá myndi ég velja önnur dekk

Þjóðarblómið | 5. okt. '15, kl: 07:38:05 | Svara | Er.is | 0

Ég er á nagladekkjum. Ég bý á gamla varnarsvæðinu og keyri daglega út í Garð. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

daggz | 5. okt. '15, kl: 08:35:22 | Svara | Er.is | 0

Ég bý á Vestfjörðum og þarf þar að auki að ferðast reglulega suður þannig ég er alltaf á nagladekkjum. Kemur ekkert annað til greina. Er líka oft með bíl staðsettan fyrir sunnan og hef hann á nagladekkjum líka.

--------------------------------

Aukabeik | 5. okt. '15, kl: 22:24:01 | Svara | Er.is | 0

Bý fyrir norðan, og er með annan fótinn fyrir austan, vill ekki sjá neitt annað en nagladekk. Hef verið á loftbóludekkjum, og þau eru fín fyrsta veturinn, og það bara í snjó, ef það er ísing eða hálka þá er bíllinn eins og belja á svelli. Þú getur fengið ódýr nagladekk sem endast og eru mjög góð, getur til dæmis skoðað Sailun Ice Blazer, þriðji veturinn minn á þeim að hefjast núna og það hefur enn ekki farið einn einasti nagli úr þeim, og hemlunin á þeim er eins og að lenda á vegg.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48020 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien, Guddie