Nissan Leaf - vill einhver deila reynslu af þessum bílum?

beee | 16. maí '15, kl: 18:14:15 | 884 | Svara | Er.is | 0

Mig langar að heyra reynslusögur af Nissan Leaf. Við hjónakornin erum að spá í bílakaupum og veltum m.a. fyrir okkur rafbíl eða dieselbíl. Mig langar að heyra frá þeim sem hafa reynslu af Nissan Leaf. Þá helst:

- Hvernig er bíllinn að reynast?
- Hvernig er drægnin - hvað kemst maður langt á hleðslunni
- Hvað er til ráða ef maður verður rafmagnslaus fjarri innstungu?
- Er þetta sniðugur fjölskyldubíll?
- Er eitthvað sem maður þarf að hafa í huga við kaup á svona bílum?
- Nokkrir aðilar selja svona bíla hér (Ameríku- og Evrópuútgáfur) - Hvaðan er best að kaup'ann ?

 

beee | 17. maí '15, kl: 12:56:33 | Svara | Er.is | 0

Enginn með reynslu?

ID10T | 17. maí '15, kl: 13:06:18 | Svara | Er.is | 0

Eitt sem þú veður að hafa í huga, ertu með bílskúr eð annan góðan stað fyrir hleðslu stöðina?
Þarft að minnsta kosti að eiga eikastæði með aðgang að rafmagni.

beee | 17. maí '15, kl: 19:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, er með einkastæði með aðgang að rafmagni.

spaulding23 | 18. maí '15, kl: 00:07:54 | Svara | Er.is | 0

Er einmitt sjálfur að spá í rafmagnsbíl, Leaf eða Golf. Manni er samt pínu illa við að kaupa dýran bíl sem lítil reynsla er af hér á landi.

beee | 18. maí '15, kl: 18:21:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega. Þeir eru ekki ódýrir og maður vill vera viss um þessi kaup...

LadyGaGa | 18. maí '15, kl: 18:48:03 | Svara | Er.is | 1

Má ég spyrja af hverju valið stendur á milli rafbíls og díesel?   Ég ætlaði nefnilega að kaupa díesel og daginn, hætti við því kallinn var svo hræddur um að vélin myndi fara eins og gerist víst oft í þeim bílum en svo heyrði ég um daginn að þeir eru að menga miklu meira en bensínbílar.  Ég hafði ekki hugmynd um það.  Vildi allavega benda þér á það ef þú ert að spá í umhverfinu.

Applemini | 18. maí '15, kl: 21:42:51 | Svara | Er.is | 0

-Bíllinn reynist mjög vel og er æðislegur í akstri
-við förum 70 km í miklu frosti og um 100 km þegar það er hlýrra. Erum á 2011 árgerð
-veit ekki, hef ekki lent í því
-við erum tvö með 3 börn og þetta er aðal bíllinn innanbæjar 2 börn í stólum og eitt í miðju
-skoða strikin sem segja til um ástand batterísins og hvort hann nái ekki fullri hleðslu miðað við það. Það er ekki hægt að opna carwings í ameríku bílunun
-við keyptum ameríkubíl hjá netbilar.is

Mæli 100% með þessum bílum :)

beee | 18. maí '15, kl: 23:03:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir svörin :)

sigurlas | 19. maí '15, kl: 10:21:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama hér :)

sigurlas | 19. maí '15, kl: 10:22:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nissan Leaf er draumabíllinn minn, ef ég ætti bara aðgang að rafmagni..

seifur09 | 4. júl. '16, kl: 13:16:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað kostar að hlaða rafmagnsbíl á ár ?

Júlía Jóns | 4. júl. '16, kl: 13:26:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rafmagnsreikningurinn hjá okkur hefur hækkað um ca 3000 kr á mánuði. Hleð bara heima. Búin að eiga bílinn í rúmlega 2 ár, keyrður 40þ km.

GoGoYubari | 19. maí '15, kl: 08:50:36 | Svara | Er.is | 0

Hef ekki reynsluna sjálf en foreldrar mínir eiga svona bíl, amerísku týpuna og ég hef ekki heyrt neinar kvartanir allavega. Þau hafa farið uppí bústað á honum c.a 1,5klst út fyrir bæinn, það eru komnar einhverjar hleðslustöðvar hér og þar ég man þetta bara ekki alveg. Bílinn sem þau eiga er mjög rúmgóður og væri mjög fínn fjölskyldubíll já, þau eiga reyndar uppkomin börn en ég held að golfsettin komist vel í skottið ;) hef setið afturí og það var gott pláss


Annars prufukeyrði ég aðra týpu hérna í nissan umboðinu og það er alveg yndislegt að keyra þetta. Miðstöðin er mjög fljót að hitna og það er allt svo smooth og tæknilegt eitthvað (en ég er svosem ekki vön nýjum bílum, gæti verið normið fyrir annað fólk hehe). Við enduðum svo á því að kaupa notaðan Toyota Auris diesel vegna þess að við vildum staðgreiða. Hefðum þurft að taka lán fyrir rafmagnsbílnum.

beee | 19. maí '15, kl: 10:22:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig kemur Aurisinn út í eyðslu? Finnst ykkur muna miklu að hafa hann diesel?

GoGoYubari | 19. maí '15, kl: 14:24:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er að eyða milli 6 og 7, hef ekki áður átt Toyotu og veit ekki hvað bensín Aurisarnir eru að eyða, en þeir fólksbílar sem við höfum átt í gegnum tíðina hafa verið að eyða frá c.a 9-12 (bensín).

Varanseld | 10. ágú. '16, kl: 15:11:26 | Svara | Er.is | 0

Ég hef aðeins reynslu af því að leigja rafmagnsbíla og langaði að benda þér á Bílaleigu Akureyrar til að fá svör við því hvað sé til ráða ef maður verður rafmagnslaus fjarri innstungu.

Gangi þér vel að finna út úr þessu.

sigurlas | 12. ágú. '16, kl: 08:57:47 | Svara | Er.is | 0

geðveikur bíll, ekkert bilað, eyðir engu, ódýr, kraftmikill

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 27.4.2024 | 06:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
Síða 1 af 48052 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Guddie, Hr Tölva, Paul O'Brien, Bland.is, Kristler, annarut123, paulobrien