O blóðflokkur rhesus negatífur

Táldís | 14. feb. '10, kl: 14:27:45 | 2200 | Svara | Meðganga | 0

Er einhver hérna með reynslu af því að vera í þessum blóðflokki og eignast barn? Er ekki enn búin að finna neinar upplýsingar um þetta en ljósan mín var að segja við mig að ég væri í þessu og þyrfti að fara í einhverjar rannsóknir og að líkur væru á að maður væri fyrr settur af stað.
Væri alveg til í að heyra reynslusögur frá ykkur af þessu.

 

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

mufasa | 14. feb. '10, kl: 14:29:58 | Svara | Meðganga | 0

ertu að tala um O- blóðflokk ???

Táldís | 14. feb. '10, kl: 14:32:45 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já örugglega...
Þennan sem getur myndað mótefni gegn barninu. Ég get s.s. t.d. gefið öllum öðrum blóðflokkum blóð og þess háttar.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

mufasa | 14. feb. '10, kl: 14:40:09 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

ok ég er líka í O- þú þarft að fara í 3 blóðprufur á meðgöngunni . strax eftir fæðingu ef barnið er í + blóðflokki færð þó sprautu í mjöðmina sem á að varna því að ef þú verður ófrísk aftur af + barni þá myndir þú mótefni gegn því. ég er á 4 meðgöngu og hef ældrei verið sett fyrr af stað :)

Táldís | 14. feb. '10, kl: 14:56:45 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ok, gott að heyra. En hvað gekkstu þá lengi með börnin ef ég má spyrja?
Því mér fannst á henni eins og ég yrði amk aldrei látin ganga lengur en 40 vikur út af þessu.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

mufasa | 14. feb. '10, kl: 14:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

1.barn 40 vikur, 2.barn 40+vikur, 3.barn 41 viku ;)

Táldís | 14. feb. '10, kl: 15:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já ok :)

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

Baby H | 14. feb. '10, kl: 16:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Þetta hefur nákvæmlega engin áhrif á megönguna nema þau að þú ferð í fleiri blóðpðrufur. EF svo ólíklega vill til að það greinast mótefni í blóðinu þínu gegn rhesus jákvæðu blóði er tekið í taumana.

Ég er rhesus neikvæð og á von á mínu fjórða. Hef gengið 42 vikur upp á dag með þau þrjú sem fædd eru. Fékk sprautu eftir 1 af þeim svo að ég á að vera alveg safe EF barnið sem ég geng með er rhesus jákvætt!

Ekkert til að panikka yfir sko!

When life hands you lemons, make lemonade.

úps | 14. feb. '10, kl: 21:42:03 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Í alvöru? Ætti ekki að vera vandamál nema ef það er einhver mótefnamyndun hjá þér. Þá þarftu miklu betri útskýringar en þessar venjulegu. Að vera í Rh mínus flokki kemur nefnilega venjulega lítið að sök, en getur skapað vandamál ef mótefnamyndun fer í gang og getur einmitt leitt til þess að það verði gangsett barnsins vegna.

á núna tvo sæta stráka og eina bumburúsínu 36v+ :-)

leyningur | 14. feb. '10, kl: 14:45:03 | Svara | Meðganga | 1

Já það er o -, ég er í þeim blóðflokk og ljósan mín sagði við mig að það sem væri gert er að ég færi í fleiri blóðprufur en venjulega til að ath hvort að það sé nokkuð byrjað að myndast mótefni og ég þurfi að fá einhverja sprautu þegar barnið er komið til þess að koma í veg fyrir að ég myndi mótefni gegn næsta barni. ég er samt bara búin að fara í eina blóðprufu og er komin tæpar 26. Ég hef samt ekki heyrt þetta með að setja mann fyrr af stað, getur það ekki bara verið ef að maður er farin að mynda mótefni gegn barninu eða eitthvað svoleiðis.

mufasa | 14. feb. '10, kl: 14:53:31 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

jú það gerist bara ef blóðprufurnar sína eitthvað óeðlilegt. Verð samt að segja að mér finnst ljósan þín ekki skíra þetta nógu vel út.
enginn sem ég þekki og er í O- hefur verið settur af stað!! það eru örfáar sem lenda í þessu, undantekningar eiginlega, svo ekki hafa áhyggjur af þessu :=)

Táldís | 14. feb. '10, kl: 14:58:04 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Nei, hún gerði það reyndar alls ekki. Ég var amk eitt stórt spurningarmerki þegar ég fór út.

En hún talaði eins og maður væri ekki látinn ganga lengur en t.d. 40 vikur út af þessu, er það þá ekki rétt eða?

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

mufasa | 14. feb. '10, kl: 15:01:40 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

þú veist að ef þú ert ekki nógu sátt með ljósuna þína áttu rétt á að fá aðra!! hafðu það allavega bak við eyrað ;)

Táldís | 14. feb. '10, kl: 15:03:01 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Hún er voðalega yndisleg en hún virðist ekki vera neinn viskubrunnur. Mjög algengt að hún geti ekki svarað mér því sem ég spyr hana um.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

mufasa | 14. feb. '10, kl: 15:06:05 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

kannski bara ég en ég myndi a.t.h. með einhverja fróðari. það er svo margt og margar spurningar sem maður þarf svör við, sérstaklega á 1 meðgöngu.

Táldís | 14. feb. '10, kl: 15:21:46 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já, ætli ég verði ekki að gera það :)

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

DannyO | 16. feb. '10, kl: 23:32:20 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Ég er sjálf í O- blóðflokk og dóttir mín var í plús..
Ég fór í 3 blóðprufur á meðgöngunni til að athuga hvort ég væri nokkuð að mynda þetta mótefni gagnvart henni og svo þegar hún fæddist fékk ég sprautu í lærið sem á að hindra að ég geti búið til mótefni við næsta barni (minnir mig alveg örugglega að þetta sér rétt, ég er með hræðilegt minni!)

DannyO | 17. feb. '10, kl: 09:49:01 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Kannski taka það líka fram að ég gekk með hana í 42 vikur.. :)

Táldís | 14. feb. '10, kl: 14:57:18 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Jú, ef ég er farin að mynda mótefni.

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

amy sæta | 14. feb. '10, kl: 16:49:44 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég var farin að mynda mótefni gekk með fyrra barnið mitt og ég var ekki sett fyrr af stað. Gekk í 41 viku og 4 daga með hana.

Ljósmyndir | 14. feb. '10, kl: 15:12:42 | Svara | Meðganga | 0

þetta hefur reyndar ekkert með O blóðflokkinn að gera heldur eingöngu resus þáttinn þær sem eru í mínus þurfa að fara í nokkrar auka blóðprufur til að athuga með mótefnamyndun.

Þetta var vandamál í gamla daga og þá aðallega á seinni meðgöngum ef konan hafði átt barn í plús áður og blóðblöndun orðið þá fór hún að mynda mótefni gegn seinna barni.

en í dag er svo vel fylgst með þessu og ef kona eignast barn í plús fær hún sprautu sem kemur í veg fyrir mótefnamyndun.

ég á 2 börn sjálf í plús en er í mínus og hef því fengið þessa sprautu eftir að ég átti bæði börnin, er ólétt aftur núna og aldrei verið neitt vesen eða nokkuð gert úr þessu þannig.

Trinity13 | 14. feb. '10, kl: 15:16:12 | Svara | Meðganga | 0

ég er O- og eg fór oftar í blóðprufur en aðrir( sem er ekki í þessu) annars var ekkert vesen , eg átti eftir 41v og 5 daga fór ekki í gangsetningu

-------------------------------------------------------------------------

Fullkomni prinsinn minn kom í heiminn 08.09.08 eftir 41v og 5d meðgöngu...

mufasa | 14. feb. '10, kl: 15:20:16 | Svara | Meðganga | 0

Rhesus mínus

Halló, halló!

Mig langaði að forvitnast um vandamál sem fylgja því að vera í Rhesus mínus blóðflokki. Nú er ég ólétt að mínu öðru barni og þegar ég átti fyrsta kom í ljós að hún var í plús flokki. Þá fékk ég sprautu. Nú hef ég smá áhyggjur yfir því hvað gerist nú. Ég las í einhverri bók að þetta gæti haft einhver áhrif á þetta barn? Að hvaða leiti?

Komdu sæl og takk fyrir að nýta þér ljósmóðir.is.

Í blóðflokkakerfinu eru 4 mismunandi blóðflokkar. Þeir kallast A,B,O, og AB. ABO kerfinu tilheyra tveir mótefnavakar sem kallast A og B. Blóðflokkurinn ákvarðast af því hvaða mótefnavakar eru til staðar á rauðu blóðkornunum. Mismunandi blóðflokkar hjá móður og barni skipta venjulega engu máli á fósturskeiði, því blóð fóstursins kemst ekki í beina snertingu við blóðrás móðurinnar. Rauð blóðkorn móður og fósturs komast ekki í gegnum fylgjuna, en súrefnið og næringin flæða í gegn. Þar sem blóðkorn fóstursins komast ekki í snertingu við blóð móðurinnar, myndar móðirin engin mótefni gegn þeim.

Rauðu blóðkornin eru hins vegar flokkuð enn frekar eftir öðrum mótefnavökum sem er á yfirborði blóðflokkana og einn þeirra er kallaður Rhesus(D). Flokkunin fer eftir því hvort þessi mótefnavaki er til staðar, þá pósitífur (plús), eða ekki til staðar, þá negatífur (mínus), eins og er tilfellið hjá þér. Rh-negatíft fólk getur myndað mótefni ef Rh pósitíf blóðkorn komast í blóðrás þeirra. Það er einmitt þetta sem getur gerst við blóðblöndun, en hjá barnshafandi konum er líklegast að blóðblöndun verði í sjálfri fæðingunni. Við fæðinguna rofna æðar og vefir í fylgju og blóðkorn fósturs geta komist í blóðrás móður. Mótefnavakar á blóðkornunum örva mótefnaframleiðslu í milta móðurinnar.

Á mannamáli þýðir þetta sem sagt að ef kona er Rhesus negatíf og gengur með barn Rhesus pósitífs manns, getur myndast ósamræmi milli blóðflokka móður og barns. Ef barnið erfir blóðflokka föðurins, getur líkami móðurinnar myndað mótefni gegn rauðum blóðkornum fóstursins. Ef ekkert er að gert eftir fyrstu meðgöngu, geta vandamál skapast í næstu meðgöngum, þar sem mótefnin sem hafa myndast komast yfir fylgjuna í blóðrás fóstursins og ef það fóstur er Rhesus pósitíft bindast þessi mótefni utan á rauðu blóðkornin, stytta líftíma þeirra verulega og getur það valdið alvarlegu blóðleysi hjá fóstrinu eða gulu í nýfædda barninu.

Vandamál sem tengdust blóðflokkamisræmi móður og barns voru algeng hér áður fyrr, eða þar til þróun varð á RH immunoglóbúlíni í kringum 1970. Þetta efni (mótefni) er í dag gefið rhesus neikvæðum mæðrum sem eignast rhesus pósitív börn. Í þessari sprautu, sem þú fékkst eftir fæðingu fyrsta barnsins þíns, eru mótefni sem bindast mótefnavökum rauðu blóðkornanna frá fóstrinu og koma í veg fyrir að þeir ræsi mótefnaframleiðslu móðurinnar. Þess vegna er það svo að það er tekin blóðprufa úr naflastrengsblóði allra barna rhesus neikvæðra mæðra við fæðingu. Ef barn þeirra er rhesus pósítívt fær móðirin Rh immunoglóbúlín innan 3ja sólarhringa eftir fæðingu. Í mæðravernd eru teknar blóðprufur í fyrstu komu hjá öllum konum þar sem skimað er eftir mótefnum. Hjá þeim konum sem eru rhesus neikvæðar er enn frekar fylgst með mótefnamyndun og því teknar tvisvar sinnum aftur blóðprufur á meðgöngutímanum, í viku 24-26 og aftur eftir 34 vikur þar sem skimað er eftir mótefnum.
Í dag er mjög sjaldgæft að það skapist vandamál hjá konum sem eru Rh-neikvæðar þar sem fylgst er vel með því að skoða hvort þær hafi myndað mótefni, en það eru þau sem eru hættuleg og geta valdið blóðleysi hjá barninu. Í þínu tilfelli ættir þú að geta verið róleg þar sem þú fékkst „sprautuna” eftir síðustu fæðingu, ert í mæðravernd og getur því vonandi notið meðgöngunnar.

Gangi þér vel. ég tók þetta af ljosmodir.is vonandi hjálpar þetta eitthvað

mundavon | 14. feb. '10, kl: 16:57:07 | Svara | Meðganga | 0

Vinkona mín er í 0- hún fæddi barn og var ekki sett fyrr af stað. En barnið fékk alveg hræðilega gulu í rosalangann tíma og var í hitakassa lengi. Ef að hann hefði ekki lagast sjálfkafa þá hefði þurft að tæma allt blóð úr líkamanum og setja annan blóðflokk í hann. Eða svona skildi ég þetta frá henni.

22v+

shooter | 14. feb. '10, kl: 17:05:55 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ég er í o- og er búin að fara í 1 blóðprufu og er með mótefni , en fer í fl prufur þegar líður á, en þegar ég hef misst þá hef ég alltaf fengið sprautu í mjöðm til að fyrirbyggja , en annars held ég að það sé vel fylgst með okkur :)

kraftaverka stelpan okkar fædd 29 júlí 2010

mufasa | 14. feb. '10, kl: 17:06:25 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ok vissi ekki að gula tengdist O-.
alltaf kemst maður að einhverju nýju ;)

okt05 | 14. feb. '10, kl: 17:17:49 | Svara | Meðganga | 0

Ég er reyndar í O+ og geng með þriðja barn og það fannst mótefni í blóðinu hjá mér í fyrstu blóðprufu við 11 vikur. Ég og maðurinn minn vorum bæði í blóðprufu svo í síðustu viku til að kanna þetta betur. Hefur aldrei mælst hjá mér áður enda vissi ég bara ekki að þetta gæti skeð því ég er í plús en allt er til víst.

Finnst einmitt óþægilegt að það er eiginlega ekkert hægt að lesa til um þetta því það er alltaf bara talað um mínus konurnar. En ég verð víst bara að bíða og sjá hvað kemur út úr þessu hjá mér.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Er stelpumamma með meiru, dæturnar fæddar 2005, 2007 og 2010 !
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Skilríkin mín :)
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027141409_2.jpg

januarprinsessa | 16. feb. '10, kl: 22:50:00 | Svara | Meðganga | 0

ég er í A- og ég þurfti líka að fara í nokkrar blóðprufur á meðgöngunni og svo átti ég akkurat á settum degi og stelpan er lika í A- þannig ég þurfti ekki að fá sprautu nuna er eg gengun 17 vikur með 2 barn :D

HelloKid | 16. feb. '10, kl: 22:55:51 | Svara | Meðganga | 0

Veistu í hvaða blóðflokki maðurinn þinn er? Ef hann er líka í rhesus mínus þá er stressið mun minna:) Annars á þetta ekki að vera vandamál á fyrstu meðgöngu, frekar áhyggjuefni á seinni meðgöngum ef þú hefur myndað mótefni á fyrri meðgöngunni.

aa12 | 16. feb. '10, kl: 23:43:21 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Hæhæ,

Ég lennti í þessu með minn strák. ég er sem sagt O+ og pabbinn í A-, það kom í ljós blóðflokkamisræmi eftir fæðingu, ég vissi ekkert um þetta og aldrei verið spurð útí blóðflokk faðirsinns (kannski er það ekki gert veit ekki) Eftir að hann fæddist fékk hann mikla gulu og við vorum á vökudeild í nokkra daga og til stóð að skipta um blóð í honum en sem betur fer þurfti þess ekki, svo var hann í blóðprufum nánast daglega fyrstu vikurnar og svo lengdist á milli, Svo var hann orðin rosalega blóðlítill 6vikna en ekki það mikið að það þyrfti að gefa blóð, útskrifaðist úr eftirliti 3 mánaða.

En ég fékk aldrei neina sprautu.

okt05 | 17. feb. '10, kl: 17:52:44 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ohh hvað mér létti pínu að sjá þetta og varð aðeins stressaðari. En ég er í O+ og það fannst mótefni í blóðinu við 11 vikur er gengin 25v+2d í dag og var í blóðprufu í síðustu viku og maðurinn minn líka. Allavega gott að lesa frá þér og sjá hverju ég gæti átt von á :)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Er stelpumamma með meiru, dæturnar fæddar 2005, 2007 og 2010 !
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Skilríkin mín :)
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027141409_2.jpg

hannslapannsla | 17. feb. '10, kl: 00:26:45 | Svara | Meðganga | 0

Ertu viss um að sú sem er með þig í mæðravernd sé ljósmóðir? Er enn á nokkrum stöðum að það séu hjúkkur sem eru að sjá um mæðravernd. O blóðflokkur er engin áhættuþáttur frekar en aðrir blóðflokkar. ca 20% þungaðra kvenna á íslandi á hverjum tíma eru rhesus neg og af þeim eru kannski tvær á ári sem mynda mótefni og þurfa gangsetningu og yfirleitt alltaf konur sem hafa átt börn áður. Gula hjá barninu tengist ekki beint því að mamman sé negatív þar hafa áhrif aðrir þættir..

aa12 | 17. feb. '10, kl: 10:29:54 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hún var ljósmóðir sú sem var með mig í mæðravernd. Og eins og ég segji ég veit ekkert hvort að það var endilega hennar að finna þetta. Ég hafði bara aldrei heyrt um þetta fyrr en þetta kom í ljós þegar hann var fæddur.

Og gulan hjá barninu mínu var vegna blóðflokkamisræmis. Það átti að skipta um blóð vegna þess.

mufasa | 17. feb. '10, kl: 16:00:47 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

blóðflokka misræmi er ekki það sama og + og - A llir eru í einhverjum blóðflokki og eru annað hvort + eða - ;) vonandi er sonur þinn hraustur í dag :)

aa12 | 17. feb. '10, kl: 16:26:17 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Jájá ég veit það nú alveg! var ekki að segja annað. var bara að útskýra þetta eins og læknarnir útskýrðu þetta fyrir mér.

En já hann er hraustur í dag takk fyrir.

hannslapannsla | 17. feb. '10, kl: 20:37:12 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

æ ég var reyndar að svara upphafsinnlegginu. En þú ert sem sagt + og því eru ekki teknar blóðprufur á meðgöngu, bara blóðflokkað í byrjun. Rhesus er ekki málið hjá þér heldur er samspil milli þín og pabbans og er sem betur fer sjaldgæft. Ljósmóðurinn þín í mæðravernd hefur engar forsemdur til að sjá þetta á meðgöngunni. Þú ert eiginlega að mynda mótefni gegn genum pabbans sem barnið þitt sem þú gekkst með hefur erft frá honum. Það verður vel fylgst með þér í næstu meðgöngu því þá getur mótefnamyndunin hafist fyrr og koma yfirleitt fram á meðgöngunni. En ef þú ert mikið að pæla í þessu þá myndi ég reyna að fá að ræða við Huldu Hjartar lækni á kvennadeildinni því hún er mjög klár í þessum annars flóknu fræðum og getur svarað öllum spurningunum þínum.

mufasa | 17. feb. '10, kl: 21:13:46 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

það er frábært að heyra :)

úps | 17. feb. '10, kl: 21:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Jú, alvarleg gula getur tengst blóðflokkamisræmi (hvort sem er Rh misræmi, ABO misræmi eða einhverjum undirlfokkum). Svona venjuleg lífeðlisleg gula eins og svo mörg börn fá þarf aftur á móti alls ekki að tengjast því.

Gula kemur út af niðurbroti á rauðum blókornum sem verður hjá börnum eftir fæðingu, alltaf eitthvað en í mismiklu magni. Ef um blóðflokkamisræmi er að ræða verður þetta niðurbrot mjög mikið sem getur leitt til alvarlegrar gulu eða blóðleysis hjá barni.

á núna tvo sæta stráka og eina bumburúsínu 36v+ :-)

Myken | 8. ágú. '17, kl: 12:12:27 | Svara | Meðganga | 0

Veit þetta er gömul umræða en mig langar að vita hvernig þetta er í dag. Fá konur í dag á Íslandi ef allt er eðlilegt bara immunoglóbúlín sprautu eftir fæðinguna eða er þessi sprauta gefin á meðgöngunni líka þó ekki er vitað blóðflokki barnsins?

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

úlabrab | 24. ágú. '17, kl: 12:43:07 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Færð sprautu ef þú færð högg og líkur eru á blöndun, annars bara eftir fæðingu ef það er rhesusmisræmi

Myken | 31. ágú. '17, kl: 21:39:51 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

takk fyrir svar þá er það bara það sama og hefur verið

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
12 vikna sónar svanlil 3.1.2018 5.1.2018 | 11:40
35+ au 11.12.2017 4.1.2018 | 21:44
30+ mæður sem eiga von á kríli Janúar, Febrúar eða Mars 2018 twistedmom 10.8.2017 2.1.2018 | 12:08
Júlí hópur á facebook skellibjalla7 28.12.2015 29.12.2017 | 21:07
Kynsjúkdómatest á meðgöngu jonamari 25.11.2017 27.12.2017 | 07:41
Hjarthlustunartæki/doppler á Akureyri Fyrstaoletta26 25.12.2017 26.12.2017 | 23:26
6-7 vikur og blæðingar levina 25.12.2017 26.12.2017 | 23:25
fyrstu hreyfingar fósturs hjá fjölbyrjum mb123 20.12.2017
Nafnapælingar frk frostrós 28.8.2017 7.12.2017 | 00:47
Nöfn! Hvað heita börnin ykkar? sarawillow 7.12.2017
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017 29.11.2017 | 19:32
Progesterone gildi á meðgöngu au 15.11.2017 20.11.2017 | 17:18
Ólétta og sprauta Sumarjakki8 17.11.2017 19.11.2017 | 12:52
Snemmsónar Sumarjakki8 14.11.2017 17.11.2017 | 21:10
Nocco á meðgöngu Rammi87 17.9.2017 17.11.2017 | 14:14
Aprílbumbur 2018 bleikataska 17.8.2017 10.11.2017 | 20:37
Koffínlaust Kaffi?? Bukollan 5.9.2011 9.11.2017 | 07:47
brún útferð eftir rúmar 11 vikur tannsis 28.10.2017 30.10.2017 | 00:11
Ofrisk i januar 2018 hlakka mikid til EmmaPittBull 29.10.2017
Maí 2018 30 + Mzj 29.9.2017 23.10.2017 | 09:21
Vetrarbörn.. heimildarmynd?? beta1505 25.3.2007 23.10.2017 | 09:18
Þyngdaráhyggjur stardust90 1.10.2017 16.10.2017 | 01:46
egglos eb84 15.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Hreyfingar bbylove 27.9.2017 3.10.2017 | 09:09
Er þetta lína ? Emma78 27.9.2017 2.10.2017 | 13:59
4rassálfar Emalie 23.11.2006 27.9.2017 | 23:19
Þessar ekki línur eða kannski línur... Emma78 19.9.2017 22.9.2017 | 19:17
Á nálum.... Maria Gabriella 18.9.2017 18.9.2017 | 12:57
April 2017 DiaaBirta 4.8.2016 18.9.2017 | 12:55
bílstólakaup í póllandi?? reynsla einhver? mialitla82 13.9.2017
Þetta er mjög mikilvægt Out of Matrix 13.9.2017
Von á fjórða barninu Abbó 11.9.2017
O blóðflokkur rhesus negatífur Táldís 14.2.2010 31.8.2017 | 21:39
Janúar bumbur 2018 frk frostrós 4.5.2017 28.8.2017 | 16:05
Stór þvagblaðra fósturs Olinda 18.7.2017 5.8.2017 | 21:05
Þið sem eruð/voruð með meðgöngusykursýki... hawaiian 16.1.2010 2.8.2017 | 17:15
Desember bumbur 2017 lena123 17.4.2017 28.7.2017 | 14:51
MJÖG MIKILVÆGT antimatrix 26.7.2017
1:10 úr hnakkaþykktarmælingu Olinda 20.7.2017 25.7.2017 | 18:37
Removing stretch marks -where ? meggi1990 17.7.2017 24.7.2017 | 22:36
Einkenni bbylove 27.6.2017 8.7.2017 | 13:12
Tvíburahópar kranastelpa 1.7.2017
Nóvember 2017 dullurnar2 22.3.2017 30.6.2017 | 00:40
Í hverju eruði í í sundi? slapi01 8.2.2017 16.6.2017 | 08:54
Ólétt?? Rust 6.6.2017
Lesa af óléttu prófum eftir langan tíma littlelove 26.5.2017 5.6.2017 | 13:18
Kvíðastillandi á meðgöngu Arrri 29.5.2017 5.6.2017 | 13:17
einkaþjálfun á meðgöngu traff 2.6.2017
vefjagigt/gigt og meðganga mialitla82 26.9.2016 1.6.2017 | 14:33
Síða 4 af 8155 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien