Þið sem eruð/voruð með meðgöngusykursýki...

hawaiian | 16. jan. '10, kl: 21:08:28 | 1148 | Svara | Meðganga | 0

Ég er búin að mæla mig núna í nokkra daga og er með nokkrar spurningar sem ég ákvað að prófa að spurja hér fyrst áður en ég sendi konunni á LSH email :)

1.Á ég ekki örugglega að mæla mig klukkutíma eftir að ég kláraði máltíðina eða klukkutíma frá því að ég byrja að borða ?
2. Á þessum klukkutíma þangað til ég mæli mig, má þá ekkert borða á milli ? Semsagt td borða kvöldmat og hafa það svo kósí og fá sér popp eða eitthvað ?
3. Hefur vökvi áhrif á mælinguna, hjálpar það til ef ég drekk mikið vatn með matnum, mun ég þá mælast minna ?

Held þetta sé allt, endilega einhver sem veit að svara :)

 

lindinn | 16. jan. '10, kl: 21:22:17 | Svara | Meðganga | 0

Mæla þig klukkutíma eftir :)
nei mátt ekkert borða á milli bíður róleg í klukkutíma- svo máttu borða eftir mælinguna,
ég held ef maður drykki vatn þá myndist það mælast minna-

proposal | 16. jan. '10, kl: 21:44:35 | Svara | Meðganga | 0

Sæl,mæla sig klst eftir að þú kyngir síðasta bitanum,
Mér hefur ekki verið sagt að sykurinn í blóðinu mælist minni ef maður drekkur meira með matnum.
Maður má ekki borða neitt fyrr en þegar maður er búinn að mæla sig klst eftir matinn..en það er í lagi að drekka vatn eða sykurlausan drykk. :)

digitala | 17. jan. '10, kl: 12:00:21 | Svara | Meðganga | 0

1. jú þú mælir þig klst. eftir síðasta bitann.
2. þú máll alls ekki borða neitt í a.m.k. 2 klst. eftir máltíð og sérstaklega ekki popp eða önnur kolvetni! þetta er mjög mikilvægt... því blóðsykurinn verður að ná að komast niður aftur. þar sem hann er í hámarki 1 klst. eftir máltíð má allt ekkert borða sérstaklega þá. fáðu þér endilega vatnsglas eða sykurlaust gos.
3. já, bæði vökvi (þá sykurlaus) og hreyfing hafa lækkandi áhrif á blóðsykur.

mundu svo að drekka helst ekki mjólk og djús því það eru svo mikil kolvetni í hvoru tveggja og kolvetni er það eina sem hækkar blóðsykurinn hjá þér;)

ef þig langar rosalega mikið í annað hvort þá bara hálft glas með mat og minnka þá aðra kolvetnainntöku í þeirri máltíð eins og t.d. hrísgrjón eða kartöflur.

sykrað gos er eiginlega bannvara en alla diet drykki má drekka á milli mála.

þetta kemst ótrúlega fljótt upp í vana. ég stillti klukkuna á símanum bara alltaf eftir máltíðir og svo líka eftir mælingu til að vita hvenær ég ætti að borða aftur.

meginreglan er sú að borða ekkert í 2 klst. eftir mat en ekki láta meira en 3 klst. líða þar til þú færð þér næsta skammt. og þeir eiga helst að vera 6 á dag (matarskammtarnir)
og bara eitt í viðbót. það er jafnmikilvægt að blóðsykurinn fari upp og að hann komist aftur niður.

vona að þetta hjálpi eitthvað:)

hawaiian | 17. jan. '10, kl: 12:23:01 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

En fyrir þá sem eru td ekki með háan blóðsykur ? Ég mældist bara rétt yfir mörkunum eftir sykurþolsprófið og hef aldrei mælst nálægt mörkunum núna klst eftir máltíðir, hvort sem ég fæ mér nokkur glös af djúsi eða köku.. Má ég þá ekki td borða kvöldmat og fara síðan í bíó og fá mér popp? Konan talaði ekkert um það að ég mætti ekki borða í 2 klst eftir máltíð..

digitala | 17. jan. '10, kl: 13:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

það stendur samt á blaðinu sem hún á að hafa látið þig fá "Meðgöngusykursýki - mataræði og mælingar" ertu ekki með það? þar er í ramma "æskilegt máltíðamynstur" og þar sérðu þessar 2-3 klst. á milli máltíða.

en svo er ástæðan fyrir því að við þurfum allar að mæla okkur sú að það er svo misjafnt einmitt á hvaða stigi sykursýkin er hjá okkur og hvaða kolvetni hækka blóðsykurinn mest hjá hverri og einni. epli t.d. hækkaði mest hjá mér blóðsykurinn á meðan ég gat borðar kökur og súkkulaði án þess að fara yfir mörkin. um að gera að mæla sig bara sem oftast. það tekur bara nokkrar vikur að læra inn á sjálfan sig.

og í sambandi við að borða kvöldmat og fara svo í bíó þá gerði ég það oft bara hafði kvöldmatinn í fyrralagi og borðaði popp og ís í hléinu en ekki fyrr en 2 klst. eftir kvöldmatinn:) því ef þú færð þér kolvetni 1 klst. eftir máltíð þá helst sykurinn svo lengi uppi (þótt hann sé ekki hár)
læknirinn sagði allavega við mig að hann vildi að hann færi bæði upp og niður 6x á dag og að best væri að hann færi yfir 6,0 eftir hverja máltíð. hann gerði það ekki alltaf hjá mér og þá benti hann mér á að bæta kolvetnum í máltíðina eða fá mér súkkulaðibita eða ávöxt strax eftir mat.

ég var líka rétt yfir mörkum eftir sykurþolsprófið og þurfti aldrei innsúlín. mér gekk mjög vel að halda sykrinum á því róli sem æskilegast er og fór bara nokkrum sinnum yfir mörkin og þá í 8,4 sem þykir ekkert rosalegt. vinkona mín fór stundum upp í 12 og 14 þannig að ég var bara í góðum málum.

barnið mitt er núna vikugamalt, fæddist 15 merkur (sem er akkúrat meðaltal) og þurfti enga aðstoð eftir fæðingu. það voru samt 3 börn á vöku vegna sykurfalls þegar ég lá inni og það er víst ekkert óalgengt. mín var heldur lág fyrst (2,5) en hækkaði sig án aðstoðar fyrsta sólarhringinn.

endilega spurðu mig meira ef þetta er eitthvað óljóst ég er svo nýbúin að ganga í gegnum þetta og greinilega í stuði til að svara...;)hehe

hawaiian | 17. jan. '10, kl: 13:18:19 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk kærlega fyrir svarið ! :) Þarf ég semsagt ekkert að skammast mín þótt ég hafi td mælst 7,7 eftir hádegismatinn í dag ? Ég þori varla að skrifa inn töluna af því hún er hærri en 7,5 því ég er svo hrædd um að læknirinn fari að rífa mig í sig.. En ég er víst bara búin að gera þetta í nokkra daga og á eftir að læra inná allt þetta :)

digitala | 17. jan. '10, kl: 13:59:02 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hehe nei ekki skammast þín fyrir það. bara muna að skrá niður hvað það var sem þú borðaðir. mín vildi að ég skráði niður allar máltíðir með tölunum ekki bara fyrir hana heldur líka mig. maður er svo fljótur að gleyma og gott að fletta í gegnum bókina til að sjá hvaða matur gefur bestu tölurnar;) líka skrá ca. magnið eins og 1 eða 2 brauðsneiðar eða 1 eða 2 skálar af kornflexi. ég gat t.d. fengið mér 2x ristað brauð og hálfan banana í morgunmat en þoldi ekki nema eina litla skál af kornflexi með mjólk.

hawaiian | 19. jan. '10, kl: 20:51:41 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Vona að þú getir svarað mér einni í viðbót, datt allt í einu í hug.. Er eitthvað sem heitir að mælast of lágt ? Er t.d búin að mælast 4,9 í dag eftir hádegismat og kvöldmat og var að pæla hvort það væri kannski OF lágt ?

proposal | 19. jan. '10, kl: 21:47:26 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Nei þetta er flott tala..miðað við hvað þær segja við mig ég er nánast undantekningarlaust undir 5 í ÖLL mál nema það hef farið einu sinni í 5,5 eftir morgunmat en það er samt langt undir mörkum..eins og næringarfræðingurinn sagði við mig:"ef þú ert ekki að svelta þig þá gengur þetta svona rosalega vel" Ég sjálf hef farið niður í 3,3 eftir hádegismat og þær setja ekkert út á það.:)

hawaiian | 19. jan. '10, kl: 22:00:28 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Okay takk æðislega, hélt það væri kannski slæmt að vera með lága tölu :)

proposal | 17. jan. '10, kl: 15:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ha?? Ég mældist of há í sykurþolsprófi eða 8,5 eftir 2 tíma en hef hæst farið í 5,5 í 1 skipti eftir morgunmat og lægst verið 3,3 eftir hádegismat og nánast alltaf verið 4 komma eitthvað og ég sýndi bæði læknirnum þetta og næringarfræðingnum á göngudeildinni og þær sögðu bara VÁ rosalega gengur þetta vel hjá þér og ég spurði næringarfræðinginn hvernig það væri að ef ég væri svona lág eftir matinn hvort ég mætti t.d fá mér smáköku eða eitthvað og hún sagði já endilega-ég mæli með því,því ef þú ert t.d 5,5 eftir matinn þá hækkaru í mestalagi upp í 6,5 af kökunni??? :)

digitala | 17. jan. '10, kl: 17:24:30 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ok. þetta eru tölur sem ég hef aldrei séð hjá mér. ertu nokkuð á innsúlíni? ég þekki ekki hvort aðrar reglur gildi þar en ég var alltaf í kringum 5,0 fastandi og hef aldrei mælst neðar en 4,7 ég veit ekki hvort það gæti skipt máli í hennar ráðleggingum til mín.

ég var samt með sama vandamál og þú þ.e. seinnkað frásog gat s.s. verið hærri 2 klst. eftir mat en 1 klst. en það gerðist yfirleitt þegar ég borðaði extra mikið. þá mældi ég mig bara aftur eftir 2,5 klst. og svo 3 klst. til að vita hvenær sykurinn væri kominn niður og ég gæti fengið mér að borða aftur.

en mér sýnist hún samt gefa þér sömu ráðleggingar og mér með því að mæla með smáköku eftir matinn svo þú farir yfir 6,0 hún minnti mig bara á að borða hana strax eftir matinn:)

proposal | 17. jan. '10, kl: 17:58:53 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Nei aldrei verið á insúlíni..ég bara hringdi í næringarfræðinginn og spurði hana í sambandi við jólin..hvort að ég þyrfti nokkuð að naga gulrætur á meðan hinir fengju sér smákökur og macintosh þó að ég væri svona lág..og þá sagði hún þetta við mig. En hún hélt að ég væri eitthvað að svelta mig miðið við útkomu á prófi og svo hvernig allar mælingarnar eru en það eru laaangir vegir frá því að ég sé að því. Mér var sagt bara að mæla mig 4x á dag fyrstu 2 vikurnar eftir greiningu og svo er það komið í 2-3x í viku. Það eina sem ég þarf að passa hjá mér er að borða mjög vel rétt áður en ég fer að sofa því ef ég fæ mér t.d 1 kleinu kl 22:00 þá mælist ég kanski 4,8-5,0 á fastandi en ef ég fæ mér 3 hrökkbrauðsneiðar með osti og einhverju þá er ég frekar 4,0-4,4 á fastandi,hef einu sinni verið 3,6 á fastandi..þetta virðist vera það eina sem ég þarf að hafa í huga. Mér finnst þetta sjálfri reyndar mjög skrítið.:)

Táldís | 17. jan. '10, kl: 13:13:43 | Svara | Meðganga | 0

Hver eru einkenni meðgöngusykursýki og hvernig uppgötvast þetta?

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

hawaiian | 17. jan. '10, kl: 13:19:29 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Það er misjafnt eftir því hve hár blóðsykur þinn verður held ég, ég finn aldrei einkenni því blóðsykurinn minn hækkar ekki mjög mikið. En meðgöngusykursýki uppgötvast bara með því að fara í sykurþolspróf og konur eru sendar í það út af ýmsum ástæðum.

proposal | 17. jan. '10, kl: 15:17:35 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Það eru held ég engin einkenni..amk fann ég engin og var bara send fyrir tilviljun vegna þess að púlsinn fór í 146 slög og var mjög lengi að lækka á fyrri meðgöngu. En ljósurnar leita alltaf eftir sykri í þvagi því það á að vera vísbenging um meðgöngusykursýki en mér skilst að þær sem greinist með sykursýki séu nær undantekningarlaust ekki með sykur í þvagi..amk hefur aldrei fundist sykur hjá mér en kem samt inna út á prófinu.

Táldís | 17. jan. '10, kl: 16:40:14 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

takk :)

___________________
Nú er líka vitsmunur á mér og þér. Hvor okkar er réttdræp? (ala Nöttz 19.1.2012)

LP12 | 2. ágú. '17, kl: 17:15:58 | Svara | Meðganga | 0

Sælar - veit að þetta er gamall þráður en fyrir þær sem gúgla þetta framvegis þá hafði ég samband við ljósmóður til að spyrjast fyrir um þetta í dag. Hún taldi að mæla ætti klukkutíma eftir að maður byrjaði og borða og hringdi meira að segja upp á kvennadeild og fékk það staðfest þar.

Maður á s.s. að mæla blóðsykurinn klukkutíma frá því að maður byrjar að borða, ekki klukkutíma frá síðasta bita.

Vona að þetta gagnist þeim sem eru í sömu sporum og ég þegar ég fann þennan þráð :-)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að missa fóstur eftir 12 viku. Helga222 4.1.2018 5.1.2018 | 13:40
12 vikna sónar svanlil 3.1.2018 5.1.2018 | 11:40
35+ au 11.12.2017 4.1.2018 | 21:44
30+ mæður sem eiga von á kríli Janúar, Febrúar eða Mars 2018 twistedmom 10.8.2017 2.1.2018 | 12:08
Júlí hópur á facebook skellibjalla7 28.12.2015 29.12.2017 | 21:07
Kynsjúkdómatest á meðgöngu jonamari 25.11.2017 27.12.2017 | 07:41
Hjarthlustunartæki/doppler á Akureyri Fyrstaoletta26 25.12.2017 26.12.2017 | 23:26
6-7 vikur og blæðingar levina 25.12.2017 26.12.2017 | 23:25
fyrstu hreyfingar fósturs hjá fjölbyrjum mb123 20.12.2017
Nafnapælingar frk frostrós 28.8.2017 7.12.2017 | 00:47
Nöfn! Hvað heita börnin ykkar? sarawillow 7.12.2017
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017 29.11.2017 | 19:32
Progesterone gildi á meðgöngu au 15.11.2017 20.11.2017 | 17:18
Ólétta og sprauta Sumarjakki8 17.11.2017 19.11.2017 | 12:52
Snemmsónar Sumarjakki8 14.11.2017 17.11.2017 | 21:10
Nocco á meðgöngu Rammi87 17.9.2017 17.11.2017 | 14:14
Aprílbumbur 2018 bleikataska 17.8.2017 10.11.2017 | 20:37
Koffínlaust Kaffi?? Bukollan 5.9.2011 9.11.2017 | 07:47
brún útferð eftir rúmar 11 vikur tannsis 28.10.2017 30.10.2017 | 00:11
Ofrisk i januar 2018 hlakka mikid til EmmaPittBull 29.10.2017
Maí 2018 30 + Mzj 29.9.2017 23.10.2017 | 09:21
Vetrarbörn.. heimildarmynd?? beta1505 25.3.2007 23.10.2017 | 09:18
Þyngdaráhyggjur stardust90 1.10.2017 16.10.2017 | 01:46
egglos eb84 15.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Hreyfingar bbylove 27.9.2017 3.10.2017 | 09:09
Er þetta lína ? Emma78 27.9.2017 2.10.2017 | 13:59
4rassálfar Emalie 23.11.2006 27.9.2017 | 23:19
Þessar ekki línur eða kannski línur... Emma78 19.9.2017 22.9.2017 | 19:17
Á nálum.... Maria Gabriella 18.9.2017 18.9.2017 | 12:57
April 2017 DiaaBirta 4.8.2016 18.9.2017 | 12:55
bílstólakaup í póllandi?? reynsla einhver? mialitla82 13.9.2017
Þetta er mjög mikilvægt Out of Matrix 13.9.2017
Von á fjórða barninu Abbó 11.9.2017
O blóðflokkur rhesus negatífur Táldís 14.2.2010 31.8.2017 | 21:39
Janúar bumbur 2018 frk frostrós 4.5.2017 28.8.2017 | 16:05
Stór þvagblaðra fósturs Olinda 18.7.2017 5.8.2017 | 21:05
Þið sem eruð/voruð með meðgöngusykursýki... hawaiian 16.1.2010 2.8.2017 | 17:15
Desember bumbur 2017 lena123 17.4.2017 28.7.2017 | 14:51
MJÖG MIKILVÆGT antimatrix 26.7.2017
1:10 úr hnakkaþykktarmælingu Olinda 20.7.2017 25.7.2017 | 18:37
Removing stretch marks -where ? meggi1990 17.7.2017 24.7.2017 | 22:36
Einkenni bbylove 27.6.2017 8.7.2017 | 13:12
Tvíburahópar kranastelpa 1.7.2017
Nóvember 2017 dullurnar2 22.3.2017 30.6.2017 | 00:40
Í hverju eruði í í sundi? slapi01 8.2.2017 16.6.2017 | 08:54
Ólétt?? Rust 6.6.2017
Lesa af óléttu prófum eftir langan tíma littlelove 26.5.2017 5.6.2017 | 13:18
Kvíðastillandi á meðgöngu Arrri 29.5.2017 5.6.2017 | 13:17
einkaþjálfun á meðgöngu traff 2.6.2017
Síða 4 af 8159 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien