Óðaverðbólga

janefox | 13. okt. '15, kl: 00:12:07 | 415 | Svara | Er.is | 0

Langar að kaupa mínu fyrstu eign og er að spá í hvort að það sé sniðugt eins og staðan er í dag. Eiga lánin ekki bara eftir að hækka og hækka? Öll svör vel þökkuð.

 

T.M.O | 13. okt. '15, kl: 00:25:57 | Svara | Er.is | 2

það er engin óðaverðbólga í gangi. 

Alli Nuke | 13. okt. '15, kl: 12:38:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ef þessar opinberu frekjur halda áfram að terrorísera þjóðfélagið með þessum apaheila launakröfum, og hið opinbera lærir aldrei að einfalda hagstjórn sem fer ekki úr böndunum, og þessir idiotar sem reka banka á Íslandi láta ekki af þessari okurlánastarfsemi sem þeir reka, þá mun á endanum koma enn eitt hressilegt verðbólguskotið þegar allt fer til andskotans aftur.

Og þetta er spurning um tíma, ekki hvort, heldur hvenær. Ég segi innan næstu 5 ára.

Trolololol :)

T.M.O | 13. okt. '15, kl: 13:46:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þù spáir heimsenda nógu lengi þá hlýtur að enda með því að það rætist

Alli Nuke | 13. okt. '15, kl: 15:48:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það þarf ekki að vera neinn Nostradamus til að sjá fyrir þessar niðursveiflur sem koma með nánast reglulegu 10 ára millibili. Það verður ekki alltaf hörku niðursveifla eins og 2008, en hún mun samt koma.

Þetta eru bara efnahagslegar staðreyndir. Það var óðaverðbólga í kringum 1980, það var sterk niðursveifla í kringum 1991, það var tæknibólan sem sprakk rétt upp úr aldamótum, síðan kom hið eftirminnilega algjöra hrun árið 2008. Og núna stefnir í að næsta niðursveifla með tilheyrandi verðbólguskoti muni koma mjög fljótlega, ég held eftir 3-4 ár.

Ekki ætlarðu að halda því fram að "þetta verði öðruvísi næst"?

Trolololol :)

T.M.O | 13. okt. '15, kl: 15:55:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu og hverjum er um að kenna? Ekki að maður er ekkert betur settur í leiguíbúð ef lánin hækka. Einfaldlega hærri leiga.

Alli Nuke | 13. okt. '15, kl: 16:07:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessu idiota samfélagi sem við búum í er um að kenna.

Maður er hvergi óhultur, nema ef hægt er að eiga sæmilega skuldlausa eign.

Trolololol :)

T.M.O | 13. okt. '15, kl: 16:09:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þetta er svona slæmt, af hverju ekki að flytja eitthvert annað? Trúðu mér ég spái í það oft og reglulega.

Alli Nuke | 13. okt. '15, kl: 17:38:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Lífið er ekkert auðveldara á öðrum stöðum, þar koma önnur vandamál í staðinn.

En aðal spurningin er ekki af hverju er þetta svona slæmt, heldur af hverju þurfum við að láta þetta vera svona slæmt?

Vaxtastig, lífeyrissjóðakerfið, sturluð skattlagning og fleira til, þetta eru allt saman manna verk, ekki einhver náttúrulögmál.

Trolololol :)

T.M.O | 13. okt. '15, kl: 19:19:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vandamálið er það að fólkið sem vill stjórna er sennilega fólkið sem við viljum alls ekki að ráði nokkrum sköpuðum hlut. Það á bara að velja random fólk í þegnskylduvinnu og ráða sérfræðinga í ráðuneytin. 

Abbagirl | 13. okt. '15, kl: 20:02:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Segðu, sjúkraliðar og löggur sem sprengja verðbólguna upp úr ölli valdi með kröfum um hærri laun.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Alli Nuke | 13. okt. '15, kl: 21:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þau eru bara partur af risastóru mengi. Þetta er afleiðing af lélegri hagstjórn. Ef þessum hlutum hefði verið komið í mannsæmandi form fyrir löngu síðan þá værum við ekki í þessum skrípaleik ár efir ár.

Eins mikið og ég veit að þessir hópar eiga skilið svo miklu miklu meira en þeir eru að fá í dag, þá leysir 30% á línuna nákvæmlega engan vanda.

Ímyndaðu þér að þú sért að reka fyrirtæki, allt í einu þarftu að greiða 30% hærri laun, og það kostar vinnuveitanda um 20% ofan á launatöluna að greiða launþega launin. Tryggingagjald, lífeyrissjóður og svo tilgangslaus aukalífeyrissjóðsgjöld fyrir þá sem það kjósa.

Þannig að þegar Jón fær 30% hækkun ofan á 400.000 kr. launin sín, þá kosta þau vinnuveitanda ekki 120.000 til viðbótar, heldur um 145.000.
Og hvernig ætlar vinnuveitandi að fá þetta til baka? Að sjálfsögðu með því að hækka vöruverð.

Og hringavitleysan heldur áfram...

Það eiga mjög margir skilið meira, en það þarf líka að framkvæma þannig að það skilji ekki alla eftir með minna. Það eru alltaf sömu aðilarnir sem græða á þessu rugli þegar það springur út í verðbólguskoti... bankarnir og lífeyrissjóðirnir.

Trolololol :)

T.M.O | 13. okt. '15, kl: 00:35:18 | Svara | Er.is | 0

http://www.sa.is/media/1536/v1.jpg

janefox | 13. okt. '15, kl: 01:06:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því er víst spáð núna á næstunni.

T.M.O | 13. okt. '15, kl: 08:43:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverjum?

ert | 13. okt. '15, kl: 09:21:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig skilgreinir þú óðaverðbólgu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grjona | 13. okt. '15, kl: 09:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segir gamla konan sem man eftir alvöru óðaverðbólgu ;)

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

ert | 13. okt. '15, kl: 09:34:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

;)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noneofyourbusiness | 13. okt. '15, kl: 11:39:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er spáð einhverri verðbólgu, en ekki endilega óðaverðbólgu.

Snobbhænan | 13. okt. '15, kl: 10:42:55 | Svara | Er.is | 2

Jú þau munu hækka, en laun munu líka hækka.


Það er enginn að spá óðaverðbólgu en flestir eru sammála um það að verðbólgan muni fara vaxandi á næstu misserum. 




Hafðu bara í huga þegar enn einn pistillinn eða fb statusinn birtist af húsnæðisláni og afborgun frá því fyrir 10 árum og síðan ídag (sem á að sýna fram á hvað lánin hækka) - að enginn af þeim sem birtir svona hefur reiknað út afborgun af áninu sem % af launum f 10 árum vs sama hlutfall í dag.  Það vantar alltaf eina forsendu í þessar pælingar.


Er þó langt frá því að vera hress m verðtryggingu eða öllu heldur  þessa örmynt sem við búum við. 

bogi | 13. okt. '15, kl: 10:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða sem % af markaðsvirði eignarinnar ... :)

Mainstream | 13. okt. '15, kl: 11:47:26 | Svara | Er.is | 2

Strax eftir hrun var samhljómur fólks á þessum vef að það væri miklu betra að leigja en að eiga íbúð þar sem að lánin hefðu hækkað svo mikið. Það væri svo mikið frelsi á leigumarkaðinum. Það sem gerðist í framhaldinu var að leiguverð hækkaði verulega og alltof margir hafa lent í að þurfa að flytja árlega.


Í mínum huga er miklu betra að eiga íbúð en leigja á Íslandi. Ef það yrði óðaverðbólga myndu lánin hækka en greiðslubyrðin hækkar ekki mikið á verðtryggðum lánum. Hins vegar ef þú ert með óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum mun greiðslubyrðin hækka verulega því vextirnir hækka í takt við verðbólguna.


Ef þú hefur takmarkaða þekkingu á vaxtakerfinu, mæli ég eindregið með að þú fáir ráðgjöf frá vel upplýstum hlutlausum ráðgjafa áður en þú ferð að skuldbinda þig við eitthvað sem þú skilur ekki.

bogi | 13. okt. '15, kl: 11:54:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er einmitt hissa á þessari "betra að leigja en kaupa" bylgju sem er á Íslandi, sérstaklega á meðal ungs fólks. Þegar upp er staðið er alltaf hagstæðara fyrir einstaklinga að kaupa (ef þú skoðar þetta yfir lengri tíma) og mér hefur þótt þetta ágætis stefna á Íslandi, þessi einkaeign- allir kaupa stefna. Hugsa að hún hafi sérstaklega komið tekjulægri og millistéttinni til góða.

Mainstream | 13. okt. '15, kl: 12:16:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Undanfarin ár hefur verið alda í gangi um hvað verðtryggð lán séu slæm...hækka bara og hækka segir fólk. Þá heldur það sjálfkrafa að aðrir kostir hljóti að vera betri þannig að fólk fer úr öskunni í eldinn.


Svo koma popúlistar eins og Framsókn og úthúða verðtryggingunni og lofa fólki ókeypis peningum. Það hreyfir enn meira við almúganum þannig að þetta endar með því að núna er fólk að kvarta undan háu leiguverði.

Alli Nuke | 13. okt. '15, kl: 12:41:52 | Svara | Er.is | 1

Sættu þig við það að lánin munu hækka og hækka og hækka, þangað til rett undir lok lánstímans.

Nema þú sért ein af þeim sem getir greitt aukalega inn á lánið reglulega, helst mánaðarlega. Bara passa að láta ekki rukka þig fyrir innáborganir.


Trolololol :)

fálkaorðan | 13. okt. '15, kl: 21:53:19 | Svara | Er.is | 1

Ef þú ert hrædd um óðaverðbólgu og telur það yfirvofandi þá tekurðu óverðtryggðlán og mokgræðir.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bananasplittid | 13. okt. '15, kl: 21:59:02 | Svara | Er.is | 0

Iss. Þetta reddast.

Honeythunder | 13. okt. '15, kl: 22:08:54 | Svara | Er.is | 0

Ef þú átt útborgun þá auðvitað kaupir þú þér íbúð! Ég þekki bara engan sem hefur hagað sér skynsamlega og tapað á að kaupa fasteign. Því fyrr sem maður kaupir sér fasteign því betra. En það er skynsamlegt að greiða aukalega inn á lánið þegar maður getur, taka óverðtryggt lán ef maður getur etc. etc. 

bananasplittid | 13. okt. '15, kl: 22:26:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú tapar þar sem fasteignaverð fellur. Sumir litlir bæir á landsbyggðinni. Passa sig hvar þú kaupir.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48040 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, tinnzy123, paulobrien, annarut123, Guddie