Ódýrt en fallegt brúðkaup - ráð?

HvadSemEr | 25. nóv. '15, kl: 20:56:42 | 549 | Svara | Er.is | 0

Sæl öll :)

Ég og kæró ætlum að gifta okkur á næsta ári og erum bæði frekar blankir nemar.
Ég er voðalega rómantísk og langar að hafa þetta frekar klassískt en fjölskyldan er stór þannig það er erfitt að hafa á skalanum sem mig langar án þess að það fari upp í rosalega upphæð.


Þið sem hafið leigt brúðarkjóla, hvað kostaði það?

OG salir, mælið þið með einhverjum sal sem er fallegur (helst með veitingum) og kostar ekki eitt nýra og hálfan fótlegg? :)


Öll ráð vel þegin.

 

Splæs | 25. nóv. '15, kl: 21:17:20 | Svara | Er.is | 1

Ég held þú haldir ekki ódýrt brúðkaup með því að kaupa veitingar með salnum.
Til að spara þarf að fækka gestum. Það er hægt að hafa rómantískt og klassískt án þess að hafa stóra veislu.

Anímóna | 25. nóv. '15, kl: 21:24:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur stundum verið þrautinni þyngra að fækka gestum - oft snýst þetta um að ef það á að annaðhvort eru gestirnir 15 eða 100.

Abba hin | 26. nóv. '15, kl: 09:30:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verður svoleiðis hjá mér (þegar/ef þar að kemur), nema sennilega 15 eða 200. Sjáum til hvernig það fer :p

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Anímóna | 26. nóv. '15, kl: 12:18:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, sama hér. Bara „nánasta“ fjölskylda beggja er um 100 manns og svo eru vinir.

Abba hin | 26. nóv. '15, kl: 12:38:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat. Þetta eru 3 stórfjölskyldur hjá okkur báðum, og svo skrilljón vinir. Þetta verður eitthvað :D

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Anímóna | 26. nóv. '15, kl: 15:41:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eridda á planinu? 

Abba hin | 26. nóv. '15, kl: 15:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha ekkert þannig sko. Það kemur sennilega að því einhvern tímann, en ekkert á dagskrá næstu árin samt. Ég var samt bara að spá í þetta um daginn, þ.e. fjölskyldustærðina! Hvað með þig?

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Anímóna | 26. nóv. '15, kl: 15:46:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einn daginn, þegar maður hefur tíma og pening og allt það. Auðvitað er þetta drulluheimskulegt að byrja svona á vitlausum enda (barneignum)...

Abba hin | 26. nóv. '15, kl: 15:49:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahah segðu :)

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

HvadSemEr | 29. nóv. '15, kl: 10:00:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Erfitt að fækka gestum sem eru þegar komnir. Mamma á sex systkini sem eru öll gift og öll eiga 1-3 börn sem eru náskyld. Eiginlega eins og Anímóna sagði, annahvort 15 eða 100 haha....aaah.....

nefnilega | 25. nóv. '15, kl: 21:21:26 | Svara | Er.is | 3

Þið getið afþakkað gjafir og beðið fólk í staðinn um að koma með veitingar.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 25. nóv. '15, kl: 22:36:32 | Svara | Er.is | 0

Það sem ég gerði var að kaupa notaðan kjól, fór ekki í förðun eða greiðslu eða neglur eða neitt svoleiðis, sparaði örugglega 50.000 kr á því, fór bara í klippingu 


Ef þið ætlið að gifta ykkur í kirkju er stundum hægt að fá salinn með á mjög góðu verði


Mitt kostaði um 550.000 með öllu. Við keyptum hringa sem kostuðu bara 25.000, erum hvorugt neitt mikið fyrir skart og vildum hafa þá einfalda, þeir líta voða vel út eftir 2 ár


Reyndar þekktum við prestinn svo hann vildi ekki fá greitt, og allt tónlistarfólkið voru vinir okkar eða ættingjar sem gáfu okkur vinnu sína, þar sparaðist örugglega slatti!

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

tjúa | 26. nóv. '15, kl: 00:17:23 | Svara | Er.is | 0

Hafa litla athöfn, og bjóða frekar í kaffi seinna meir, í smærri hópum.
Kaupa látlausan kjól, og fá vinkonu til að farða og greiða. Ég fór reyndar í MAC í förðun, það kostaði ekki svo mikið. 
Virkja fjölskylduna í að aðstoða með veitingar.


Við giftum okkur í sumar, buðum bara allra nánustu. Foreldrar mínir sáu um matinn, foreldrar hans um vínið og eftirréttinn. Eg var í kjól frá Laura Ashley, með MAC förðun og létta greiðslu og í fallegum (hvítum) sumarskóm. Var líka bara með látlausan blómavönd. Efast um að þetta hafi kostað mikið meira en 100þ, en við erum alsæl með daginn, og alsæl í hjónabandinu ;) 

visindaundur | 26. nóv. '15, kl: 09:54:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það sem foreldrar ykkar borguðu er líka kostnaður við brúðkaupið.  Það eru ekki allir sem vilja að foreldrar borgi fyrir brúðkaup og ekki allir foreldrar sem hafa ráð á að taka þátt í þessu.  Þegar fólk er að spá í kostnaði er best að taka allt saman.

Raw1 | 26. nóv. '15, kl: 07:06:35 | Svara | Er.is | 0

Eg sa marga sæta hvita odyra kjola i kjolar og konfekt fyrir stuttu. Tilvalið sem bruðkaupskjoll i odyrari kantinum :)

Þegar við giftum okkur i fyrra vorum við með kaffi heima. Giftum okkur a fostudegi forum ut að borða og gistum a hoteli pg næsta dag vorum við með kaffi heima, bara nanustu, fengum folk til að hjalpa okkur að baka. Kostaði okkur 120 þus með kjol og myndatokunni.

Hugfangin | 26. nóv. '15, kl: 10:14:52 | Svara | Er.is | 0

Reyna að fá ódýran sal, sanka að ykkur mat (ef eru t.d. tilboð á kjöti)  og kaupa vínið smátt og smátt.
Biðja fólk að aðstoða ykkur við skreytingar, ljósmyndun, tónlist ofl.
Ég keypti minn kjól á sínum tíma, það var ódýrara en að leigja.

woonda | 26. nóv. '15, kl: 10:32:28 | Svara | Er.is | 0

Það er hægt að gera svo margt sem kostar ekki mikið, virkja alla í kringum ykkur til að taka þátt í undirbúningnum og hugsa út fyrir kassann og þá munið þið finna leið til að gera þetta eins og ykkur langar.

Þurfið að átta ykkur á hvað ykkur finnst mikilvægast. Mér fannst t.d. mikilvægt að eiga góðar og fallegar myndir þannig við létum peninginn fara í ljósmyndara.

Gerið kostnaðaráætlun, takmarkið gestafjöldann ef það er ekki hægt þá þarf að finna leið til að draga úr kostnaði við annað, gætuð boðið foreldrum og systkinum og farið út að borða og haldið svo stærra partý á 1 árs brúðkaupsafmælinu.
Kannski þekkirðu einhvern sem hefur aðgang að ódýrum sal, einhver vinkona sem er góð í förðun og hárgreiðslu og getur tekið það að sér fyrir þig. Þú getur búið til þinn eign brúðarvönd - borgar sig að kaupa rósirnar beint af bónda ef þú vilt rósir eða bara farið út í náttúruna og týnt fallegan vönd.
Um að gera að fara bara á stúfana, virkja alla í kringum þig sem geta lagt eitthvað af mörkunum. Varðandi matinn þá er um að gera að fá tilboð á flestum stöðum, getið jafnvel ef þið nennið að standa í því að sjá um þetta sjálf með einhverjum. Veit um fólk sem gifti sig upp í sveit og bauð upp á grillað lambalæri, þau keyptu 1-2 læri í hverjum mánuði og settu í frysti, dreifðu þannig kostnaðinum og fengu einhvern frændann til að manna grillið.

varðandi kjólana, fyrir 5 árum þá kostaði það 90 þús að leigja kjólinn sem ég vildi. Mér fannst það of mikið þannig ég fór á netið og skoðaði helling af kjólum og fann einn sem mér fannst æði, fór með myndina til saumakonu (textilline) og hún saumaði hann fyrir mig og það kostaði 60 þús. ég reyndar borgaði bara 20 þús í honum, mamma gaf mér pening upp í kjólinn og svo átti ég gjafakort sem ég hafði fengið í jólagjöf frá vinnunni og notaði í kjólinn. Fólk er víst líka mikið að panta kjóla af Ali en það getur verið vafasamt maður hefur heyrt margar sögur af þeim. Kjólar og konfekt eru með fallega og ódýra kjóla.

dumbo87 | 26. nóv. '15, kl: 11:39:40 | Svara | Er.is | 0

1) Leigja safnaðarheimili eða annan ódýran sal

2) fá vini og vandamenn til að koma með eitthvað á borðið (vera búin að gera plan yfir hvað á að vera í boði og leyfa fólki að velja hvað það kemur með, facebook síður með könnun eru sniðugar til þessa brúks)

3) kaupa kínakjól í gegnum ali eða fara niður í kjóla og konfekt, í báðum tilfellum kemstu upp með kjól undir 30 þúsund.

4) Ef þið eruð ekki á móti því þá er ódýrara að gifta sig úti í náttúrunni og oftar en ekki enn þá ódýrara ef það er ekki heldur prestur sem sér um athöfnina. Dýrasta athöfnin sem hægt er að hafa er inni í kirkju og með prest, þar þarftu að borga fyrir kirkjuna, prestinn, kirkjuvörðinn og organista líka (organistinn er reyndar val í flestum tilfellum).

5) ef áfengi á að vera í boði þá er ódýrast (kannski ekki smart en ódýrast) ef að einhver ættingi er að brugga vín heima (eitthvað sem er gott ekki bara sull) og væri til í að gefa ykkur áfengið í brúðargjöf (því það má ekki selja heimabrugg). En þá þarf líklega að ræða það fljótlega við viðkomandi svo hægt sé að brugga nóg í tíma.

6) hafa eins fáa á listanum og hægt er. Vini sem þið hittið reglulega (sleppa grunnskólavinum sem þið hafið ekki talað við í mörg ár), ættingja sem þið umgangist reglulega (sleppa frænku í þriðja ættlið). Og alls alls alls ekki bjóða fólki bara af því að hinum eða þessum finnst að þið eigið að gera það. Þetta er ykkar dagur og þið eigið að hafa þá sem þykir vænt um ykkur og ykkir þykir vænt um. Ekki þennan eða hinn því annars verður einhver sár.


7) ef þið þekkið færan ljósmyndara að fá viðkomandi til að mynda athöfn og veisluna, mögulega brúðarmyndatökuna líka.


Ef það er eitthvað fleira sendu mér endilega skilaboð. Ég bauð 60 manns og hélt brúðkaup upp á ca. 650 þúsund (þar af ljósmyndari, hár og förðun, kjóll og hringar ca. 300 þúsund þannig að allt annað var á ca. 350 þúsund)

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

Brindisi | 26. nóv. '15, kl: 13:01:42 | Svara | Er.is | 0

sko þú hefur sennilega engan áhuga á þessum ráðum EN slepptu brúðarkjólnum, allavega þessum klassíska sem kostar ógeðslega mikið.....þú notar hann í einhverja klukkutíma og svo aldrei meir, mæli líka með surprise giftingu, það er gaman. Sleppa hringum og bara öllum óþarfa eins og ljósmyndara, hringum, förðun og nöglum, gera þetta bara allt sjálfur :) gifti mig fyrir 5 árum og á ekki eina mynd frá deginum og gæti ekki verið meira sama......en ég er líklega ekki eins rómó og þú

saedis88 | 26. nóv. '15, kl: 22:48:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá ég ætla for sure ekki að taka þessi ráð til mín :D en svona er fólk líka misjafnt. Ég er einmitt enginn aðdáandi surprise brúkaupa. sér í lagi eftir reynslusögu af einhverri hérna sem var að velja hvort hún ætti að fara í stórafmæli hjá foreldri/tengdaforeldri eða skírnarveislu hjá barni vinkonu, hún valdi afmælið og svo kom í ljós að vinkonan var að gifta sig óvænt. 

Brindisi | 26. nóv. '15, kl: 22:51:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

virkaði fínt hjá okkur, engin vissi neitt nema foreldrar, ég í stuttum svörtum kjól og hann í vöðlum :) svo matur með foreldrum og sms á alla vini og family sem voru boðin í giftingapartý

saedis88 | 26. nóv. '15, kl: 23:05:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha vöðlum! ég ætti ekki að hafa áhyggjur af því að kærasti minn ætli að gifta sig í sandölum! 

Degustelpa | 26. nóv. '15, kl: 19:52:40 | Svara | Er.is | 0

ég keypti kjólinnminn á ali. Svo buðum við bara nánasta og elduðum og bökuðum sjálf. Vorum með veisluna í heima húsi. Rosalega yndislegt

Gunnýkr | 26. nóv. '15, kl: 21:58:37 | Svara | Er.is | 0

þegar eg gifti mig þá hélt ég veisluna heima. 
grilluðum sjálf og vorum með litla veislu.

Catalyst | 27. nóv. '15, kl: 00:58:28 | Svara | Er.is | 0

Ég sparaði með því að panta mér kjól af ebay, var saumaður eftir máli. Hann kostaði 16þús kr, geggjaður með stóru pilsi :) síðan var svona undirpils sem kostaði 5 þús sem ég pantai líka af ebay. Með tolli kostaði þetta 35 þús og ég hefði ekki fengið svona flottan kjól á leigu fyrir þennan pening.
við spöruðum líka helling með því að pannta allskonar skraut á ebay sem kom rosalega fallega út. Við vorum á stað þar sem kirkjan og salur kosta ekki mikið, við pöntuðum frekar netta brúðartertu sem kostaði að mig minnir 15 þús kr frekar en 17 þús. Og bökuðum síðan sjálf nokkrar franskar súkkulaðikökur. Þeir sem höfðu verið að ferðast stuttu áður keyptu koníak og beilys í fríhöfninni til að spara fyrir okkur pening. Við keyptum frosin lambalæri á tilboði með góðum fyrirvar. Tengdó sáu um súpuna sem var í forrétt, mamma bakaði brauð sem voru síðan hituð upp, við skárum niður kartöflur og sveppi og svona ýmislegt fleira til að hafa ready fyrir daginn stóra og vorum svo með manneskju sem að setti lærin í ofninn, klára sósuna og meðlætið og bera það fram. Stelpa sem ég þekki þjónaði og fékk aðra stelpu með sér. Vorum með 60-70 mans. Stærsti kostnaðarliðurinn var vínið sem fór yfir 100 þús í innkaupum en gátum síðan skilað næstum helming þar sem við höfðum of áætlað hvað fólk drykki mikið.
Með því að gera eins mikið sjálf, föndra sjálf, kaupa af netinu osfrv er hægt að minnka kostnað helling. Líka bara finna ódýrar, krúttlegar leiðir til að skreyta og vera ekki að missa sig kannski í væntingum yfir matnum og því. Ég allavega var rosalega ánægð með okkar brúðkaup og minnir að það hafi verið undir 300 þús... komin 4 ár, gæti verið farin að gleyma upphæðinni :) man bara að þetta var ekkert rosa, allavega ekkieins og ég hef heyrt marga tala um (yfir milljón, jafnvel tvær).

HvadSemEr | 29. nóv. '15, kl: 09:59:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er svo stressuð að panta kjóla af netinu! Keypti kjóla í fyrra af netinu (ekki brúðar) og allir voru í voða furðulegum hlutföllum! Einhverjir framleiðendur sem þú mælir frekar með en aðrir? :)

Catalyst | 30. nóv. '15, kl: 09:20:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei því miður. En minn var saumaður eftir máli svo hann passaði rosa fínt :) eina var að ég hefði mátt hugsa betur að skónum, semsagt ein mælingin er gerð í hælaskóm og ég var á ögn lægri skóm í brúðkaupinu, kom ekki að sök þannig en hefði verði betra að vera í réttri hæð :)

Ragga81 | 29. nóv. '15, kl: 17:42:26 | Svara | Er.is | 0

við giftum okkur fyrir 9 árum.  Giftum okkur í kirkju og fulltrúi sýslumans gaf okkur saman.  Þar sem ekki gafst tími í að finna kjól þar ég hefði þurft að fara upp á land þá keypti ég mér föt sem ég var í maðurinn minn á ísl þjóðbúninginn og notaði hann.  Svo var veislan bara heima hjá okkur og við gerðum nánast allt sjálf með hjálp frá vinum.  Nema reyndar brúðartretuna mamma bannaði mér að gera hana og gáfu þau okkur hana.  En þetta var MJÖG lítið brúðkaup og ekki allir sem komust enda var þetta gert með 2 daga fyrirvara.  En með öllu þá kostaði þetta okkur ca 130 þús.

Jebb verð ein heima um jólin með dýrunum og finnst það æði

LillyS | 30. nóv. '15, kl: 11:02:01 | Svara | Er.is | 0

En að hafa þetta kaffiboð í staðin fyrir mat og vín? Þarf heldur ekki svo margar tegundir af kökum. Sleppa brúðarvendi en eyða í góðar ljósmyndir.

HvadSemEr | 30. nóv. '15, kl: 11:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af blómunum þar sem við fáum þau gefins. Er einmitt að hugsa hvort það sé málið að hafa kökuveislu eða álíka. Myndast samt ekki jafn mikil stemming að hafa bara kökur.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48009 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Hr Tölva, paulobrien, Guddie