Ofnæmi fyrir sápu

Anímóna | 9. feb. '16, kl: 23:09:24 | 365 | Svara | Er.is | 0

Ég fæ oft ofnæmisviðbrögð við handsápu og það hefur farið versnandi undanfarið og mér finnst ég orðið varla þola neinar sápur. Sú eina sem ég þoldi vel hætti í framleiðslu í fyrra og ég er búin að finna eina sem er allt í lagi en samt ekkert góð. Núna hef ég töluvert þurft að þvo mér annars staðar en heima síðustu tvo daga og eru hendurnar á mér orðnar risa-exemhlemmar bara með blöðrum og mig hreinlega sárverkjar í hendurnar. 


Þið sem hafið verið svona, hvaða sápu þolið þið? Og hvernig tæklið þið að nota klósett annars staðar en heima?

 

júbb | 9. feb. '16, kl: 23:12:08 | Svara | Er.is | 0

Ég nota sturtusápu frá Nuskin sem ég þoli og þegar ég var næstum svona slæm eins og þú lýsir þá var ég með litla flösku af henni í töskunni.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Louise Brooks | 10. feb. '16, kl: 00:57:29 | Svara | Er.is | 0

Ég er alltaf með litla flösku af handspritti í töskunni. Þú gætir verið með litla flösku af handsápu sem þú þolir. 

,,That which is ideal does not exist"

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 10. feb. '16, kl: 03:58:43 | Svara | Er.is | 0

Ég nota bara heitt vatn. Við lifðum í skrilljón ár án sápu....

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Anímóna | 10. feb. '16, kl: 08:28:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Nei andskotinn? Það þarf sjóðandi heitt vatn til að ná að hreinsa almennilega og það er hitinn þurrkar rosalega upp húðina líka. Ekki er ég að fara að vera með hendurnar á kafi í tíðablóði og skeina kúk og sturta niður á almenningsklósetti og nota svo bara vatn? 

ny1 | 10. feb. '16, kl: 09:48:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þú finnur góða sápu máttu endilega láta mig vita.. mín litla er núna að nota einhverja barnasápu sem á að vera við viðkvæmri húð.. fundum hana í megastore.. en við erum búin að finna út að það eru allavega 2 efni sem eru stundum í sápum sem hún þolir alls ekki.. það er alcahol og svo man ég ekki hvað hitt heitir.. 
þannig ef við erum einhversstaðar annarsstaðar læt ég hana bara þvo ser með vatni en ef við erum heima notar hún sápuna sína.. eins í leikskólanum þá þvær hún sér yfirleitt bara vel með vatninu en notar sápu stundum.. þau eru ekki að þvo ser það oft og hún er viðkvæmari á kroppnum en á höndunum..
En ég mæli eindregið með (og ætla gera sjálf) að hafa litla sápuflösku með í veskinu/handtöskunni

Anímóna | 10. feb. '16, kl: 10:12:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég ætla að skoða það einmitt að fara að ganga með sápu á mér. Hef ekki notað sápu á kroppinn í mörg ár því það fer alltaf illa. En hendurnar verð ég að sápa!
Hvað heitir þessi sápa sem hún þolir?

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 10. feb. '16, kl: 21:22:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Vó, ég er aldrei útötuð í tíðablóði eftir wc ferðir.... hahaha


Mjög grafískt. En já, ég skola bara vel með heitu vatni nema eftir nr 2, sem ég geri eiginlega aldrei nema heima

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Anímóna | 10. feb. '16, kl: 21:28:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha þú ert bara ólétt, bíddu bara eftir nokkra mánuði ;) En já, þegar maður notar tíðabikar getur maður alveg orðið blóðugur upp á öxl. ;)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 10. feb. '16, kl: 21:30:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þá myndi ég auðvitað nota sápu ;)


Ég var samt alveg með blæðingar áður en litla lóa var getin, og ég lét mig hafa það að nota sápu ef eitthvað sullaðist

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

LaRose | 16. feb. '16, kl: 11:59:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota sápu svo það sé á hreinu en ég er viss um að maður myndi ekkert veikjast af að nota bara vatn á eigin heimili. Það er mas talað um maður geti étið eigin hægðir án þess að veikjast eða fá illt í magann.

Túrblóð er kannski bara hægt að skola af ;)


evitadogg | 10. feb. '16, kl: 14:08:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hitaveituvatnið sem fer svona illa með marga svo það hentar frekar illa.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 17. feb. '16, kl: 02:13:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bý ekki á hitaveitusvæði

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

evitadogg | 17. feb. '16, kl: 08:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ég heldur en góðar líkur á að Anímóna, sem biður um ráð, geri það.

teenzla | 16. feb. '16, kl: 23:44:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fólk lifði ekkert sérstaklega lengi þegar hreinlæti var ekki passað. Eins og konur dóu þegar þær voru að eignast börn afþví að læknar þvoðu sér ekki um hendurnar á milli sjúklinga :D
En öllu má nú samt ofgera.

Ziha | 10. feb. '16, kl: 10:20:10 | Svara | Er.is | 0

Ég nota Palmolive....(þoli samt ekki allar teg.)..er sem betur fer ennþa bará með ofnæmi fyrir nokkrum teg og ennþà tholi ég 1-2 handtvotta með ofnæmissàpunum...fæ oft samt smà svida plús smà utbrot en það lagast fljótt...en þad ma ekki vera oftar.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ziha | 10. feb. '16, kl: 10:20:10 | Svara | Er.is | 0

Ég nota Palmolive....(þoli samt ekki allar teg.)..er sem betur fer ennþa bará með ofnæmi fyrir nokkrum teg og ennþà tholi ég 1-2 handtvotta með ofnæmissàpunum...fæ oft samt smà svida plús smà utbrot en það lagast fljótt...en þad ma ekki vera oftar.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

bluejean | 10. feb. '16, kl: 10:22:06 | Svara | Er.is | 0

Þekki þennan pakka.  Bréf handþurrkurnar, sápan  og kuldinn úti í þessari röð fara verst með húðina á mínum höndum.  Eigi ég kost á að þurrka mér með handklæði stórminnkar þurrkurinn.  Núna er ég með fljótandi sápu frá L´Occitane sem þarf bara minna en dropa af og þurrkar ekki og hendurnar eru með besta móti.

presto | 16. feb. '16, kl: 23:35:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er næstum alltaf með þunna þvottaklúta í farteskinu- þurrka gjarnan með þeim og þvæ ef hentar.

nefnilega | 10. feb. '16, kl: 10:41:22 | Svara | Er.is | 0

Ég nota sápurnar frá Sápusmiðjunni heims. Og maka AD kremi á hendurnar áður en ég fer að sofa og áður en ég fer út í frost. Er lítið á almenningsklósettum en læt mig hafa það að nota sápurnar þar. Finn mikinn mun ef ég gleymi AD kreminu.

Þjóðarblómið | 16. feb. '16, kl: 11:17:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þá ekki allt í AD-kremi í rúminu þínu? 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

nefnilega | 16. feb. '16, kl: 11:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Nudda kremið vel á hendurnar og ég hef ekki tekið eftir neinu kremi í rúminu.

nefnilega | 10. feb. '16, kl: 10:43:58 | Svara | Er.is | 0

Ég skoðaði þetta mikið í fyrra og ætlaði að búa til mína eigin fljótandi, rífa niður sápustykki út í vatn. Það er hægt að setja hana í brúsa og hafa með sér. Kastalasápan er víst allra best í það, fæst t.d í Mamma veit best. Ég þarf væntanlega að fara í einhverjar aðgerðir þegar ég fer að vinna.

júbb | 10. feb. '16, kl: 14:23:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eitt sem gleymist oft að benda á með allan þennan handþvott og sprittnotkun er að passa sig að þurrka sig alveg áður en sprittið er notað. Spritt á blautar hendur þurrkar meira og gerir mann enn viðkvæmari fyrir þessu öllu.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

cutzilla | 10. feb. '16, kl: 11:19:57 | Svara | Er.is | 0

ég myndi byrja á að fara til húðsjúkdómalæknis til að fá að vita hvað efnið heitir sem þú ert með ofnæmi fyrir. Þá er mun einfaldara að finna eitthvað sem hentar þér eða ekki. Sá að einhver þarna nefndi spritt sem er auðvitað frekar sterkt en ég hef séð svona sprittgel í litlum umbúðum það gæti kannski hentað. Svo eru til svona ferðsett t.d. sem maður setur dagkrem og hreinsikrem  í, þú gætir kannski verið með þannig á þér og haft sápu sem þú þolir í því þegar þú ert búin að finna sápu sem hentar þér

Anímóna | 10. feb. '16, kl: 18:15:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki frekar ofnæmislæknir en húðsjúkdómalæknir sem ofnæmisprófar?

cutzilla | 10. feb. '16, kl: 18:19:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki með snertiofnæmi. Ég fór í lappapróf hjá húðsjúkdómalækninum mínum, reyndar fannst mér hún ekki útskýra nægilega vel fyrir mer niðurstöðurnar svo ég hugsa að ofnæmislæknir hlyti nú að vera sérfræðingur í því og dreif til ofn.læknis en hún sagði að þau væru ekki með snertofnæmi

presto | 16. feb. '16, kl: 23:39:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er lappapróf? 

fálkaorðan | 10. feb. '16, kl: 15:10:38 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég er slæm þá get ég bara notað svona sápulausa sápu.


http://www.outletamigo.com/index.php/nos-marques/eucerin/huile-de-douche-ph5-400ml.html#.VrtSt_CQGK0

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

júbb | 10. feb. '16, kl: 17:33:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ó já, sturtu"sápan" sem ég nota er ekki sápa í raun og með miklu hentugra sýrustig en sápa. Það er einmitt ágætt að hafa það í huga.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Anímóna | 10. feb. '16, kl: 18:16:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Notarðu þetta virkilega á hendurnar? Ég get ekki notað olíur á hendurnar því ég er hljóðfæraleikari.

fálkaorðan | 10. feb. '16, kl: 19:25:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki beint olía. Þetta er alveg eins og sápa að nota þetta.


En ég verð ekki slæm á höndunum svo að nei ég er ekki að nota þetta við handþvott en mindi gera það.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Anímóna | 10. feb. '16, kl: 20:39:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skilur þetta enga "húð" eftir sig? Ég nota enga sápu á líkamann af sömu orsökum, svo ég er ekki að leita að líkamssápu þannig séð, nema hún hreinsi hendur vel.

fálkaorðan | 10. feb. '16, kl: 23:30:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í minningunni nei. EN ég er búin að vera góð í nokkur ár og því reynslan ekki fersk.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Nói22 | 10. feb. '16, kl: 15:38:43 | Svara | Er.is | 0

ég myndi fara í ofnæmispróf hjá húðlækni. Þá getur þú fundið út hvaða efni þú ert með ofnæmi fyrir og getur þá sleppt þeim (vonandi).

Ígibú | 10. feb. '16, kl: 17:27:02 | Svara | Er.is | 1

Þegar ég hef verið slæm þá hef ég verið að nota Sælusápur.  

 Annars hefur dugað ágætlega að nota einhverjar sápur úr bodyshop. Varðandi klósett annars staðar þá hef ég bara látið mig hafa það að nota þær sápur sem eru þar, en hef ekki verið það slæm að ég hafi ekki þolað það einstaka sinnum.

soley18 | 10. feb. '16, kl: 20:26:54 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekki með viðkvæma húð en er ekki sama hvað ég læt á húðina svo ég blanda mína eigin handsápu. Blanda Dr. Bronners castile sápu út í vatn og set í brúsa sem gerir froðu. Hægt að fá sápuna fyrir ekki svo mikið í Kosti. Hún er til hrein eða með ilm. Ég nota oftast hreina og set smá af ilmkjarnaolíu út í. Spurning hvort þetta gæti verið eitthvað fyrir þig.

Anímóna | 10. feb. '16, kl: 20:40:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig sápa er það? Er hún ekki ætluð svona alhliða og þá væntanlega ekki sú  mildasta eða hvað?

soley18 | 10. mar. '16, kl: 17:58:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

https://www.drbronner.com/

Svala Sjana | 10. feb. '16, kl: 22:20:35 | Svara | Er.is | 0

Bara nudda hendurnar undir bununni sápulaust í 4-5 mín. 
Lengd skolunnar skiptir ekki minna máli en sápan!

Kv Svala

Anímóna | 10. feb. '16, kl: 22:59:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig svíður við tilhugsunina!

canonpool | 16. feb. '16, kl: 09:44:42 | Svara | Er.is | 0

Ertu búin að prófa Miana íslensku froðusápurnar?
http://miana.is/is/page/vorurnar

presto | 16. feb. '16, kl: 23:33:28 | Svara | Er.is | 0

Hef notað Sonnett árum saman og líður illa þegat bara er til eitthvað "ilmandi". Er líka hrifin af sumum sælusápum. Virka þær ekki fyrir þig?

Anímóna | 16. feb. '16, kl: 23:48:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki búin að prófa sælusápur, það er næst á dagskrá!
Er núna með Eucerin handolíu-sápu og hún veldur ekku ofnæmisviðbrögðum en hún þurrkar samt hendurnar rosalega.

presto | 16. feb. '16, kl: 23:56:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég hef ekki hrifist af Eucerin. Tek fram að ég hef ekki slæma reynslu af neinni sælusápu, hef bara ekki prófað allar! Ég bað um að börnin mín væru undanþegin handsprittun á leikskóla til að verjast exem. Svo hef ég trú á að fituneysla hjálpi, sérstaklega í kuldanum- er þá að tala um góðar fitur.

steinkao14 | 10. mar. '16, kl: 20:48:12 | Svara | Er.is | 1

Sá Sóley18 talaði um Dr. Bronners sápurnar og að þær fengust meðal annars í Kosti. Get mælt með þessum sápum fyrir exemhúð er í svipuðu veseni og þú. Vildi bara benda þér á að þær fást líka í Mamma veit best Í Dalbrekkuni. Þar eru líkahægt að fá litlar pakkningar og prufur.
Getur skoðað þær á heimasíðuna hjá þein
http://www.mammaveitbest.is/is/products/dr-bronners)

Humdinger | 10. mar. '16, kl: 22:18:31 | Svara | Er.is | 0

Þó það hljómi kannski ósnyrtilega þá vandi ég mig nú bara af því að nota handsápur eftir hverja klósettferð þegar ég var smákrakki. Ég hafði alltaf verið mjög samviskusöm við sápunotkunina en ég fékk alltaf stanslaust sprungur upp eftir öllu handabakinu þannig að það blæddi og það er þannig enn þá ef ég nota sápu svo mikið.

Ég þvæ mér alltaf um hendurnar bara með vatni og nota sápu kannski 1-2 á dag og þá alltaf sápustykki án ilmefna eins og Neutral en aldrei fljótandi sápur, ég hef aldrei fundið neinar þannig sem ég þoli.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47988 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Guddie