Ólétt

Blissful | 21. des. '15, kl: 12:50:46 | 226 | Svara | Þungun | 2

Ég er glæný hér inni en hef í mörg ár fylgst með umræðunum.

Jæja, búin að reyna að verða ólétt í yfir 3 ár., takk fyrir takk. Ég fór í tæknisæðingu hjá Art Medica í byrjun desember og var að fá jákvætt þungunarpróf í morgunn. Fæ ekki tíma hjá þeim til að staðfesta óléttuna fyrr enn um miðjan janúar, ég verð orðin snargeðveik.

Vildi bara gleðja ykkur með þessum fréttum :) Það er greinilega allt hægt, þó ég sé hálfpartinn ekki að kaupa þetta.

Gleðileg jólin =o)

 

list90 | 21. des. '15, kl: 17:25:40 | Svara | Þungun | 1

Frábært!!! Til hamingju :-)
Svipuð staða hérna megin. Fékk jákvætt 14.des komin 4-5 vikur. En samt á 50 degi th, fékk tvisvar egglos, þannig ég hélt fyrst að ég væri komin 6-7 vikur.
Var á síðasta pergoskammtinum mínum og tækni var næsta skref, er með pcos.

Besta jólagjöfin :-)

Blissful | 22. des. '15, kl: 11:16:18 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Til hamingju =O) Þetta er sko yndislegt.

everything is doable | 21. des. '15, kl: 22:44:58 | Svara | Þungun | 1

Innilega til hamingju!! Okkur vanntar einmitt 3 mánuði uppá 2 ár hérna megin. Ég á 2 femara skammta eftir (þar sem læknirinn vill að ég taki 6) áður en næsta skref er tækni/glasa, vá hvað er gaman að fá svona sögur og innilega til hamingju með þennna yndislega jólapakka! =) 

Blissful | 22. des. '15, kl: 11:15:35 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk :) Allra besta jólagjöfin sko! Verður samt erfitt að bíða eftir staðfestingu í janúar en vonandi mun allt ganga bara vel. Gangi ykkur ótrúlega vel ég þekki sko hvað þetta getur tekið á. En fyrst mér tókst að fá jákvætt próf hlýtur þú að geta það líka!! =)

nycfan | 23. des. '15, kl: 13:54:18 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Mitt jákvæða próf kom nánast sléttum 2 árum eftir að við byrjuðum að reyna, þá eftir 12-14 skammta af pergó, 5 tæknisæðingar og einn missi.
Það er allt hægt.

nycfan | 23. des. '15, kl: 13:52:39 | Svara | Þungun | 0

Innilega til hamingju. Hvað verðuru komin langt þegar þú ferð í sónarinn?
Þau reyna venjulega að hafa það á einhverjum vissum tímum, alls ekki fyrir 6 vikur allavega. Ég var komin 6v4d minnir mig þegar ég fór og það var í sumarfríinu þeirra. En svo fór ég aftur til kvennsa við tæplega 9 vikur og það var miklu skemmtilegra, sást miklu meira.

hobnobkex | 24. des. '15, kl: 00:49:50 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Jii til hamingju!! :D skil vel að þú bìður óþreyjufull eftir timanum haha :)
En ein spurning! Hvenær fórstu í sæðinguna? Og hvenær tókstu þungunarpróf?
Sá nefnilega að þú skrifaðir byrjun des og fékkst jákvætt í gær, var að spá hva0 leið langur tími :)
Ein óþreyjufull sjálf, fór sjálf í tækni 10des og er að bíða eftir að taka próf :p eða annað próf zemsagt...

everything is doable | 25. des. '15, kl: 14:24:53 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

það er vanalega talað um að taka próf 14 dögum eftir tæknisæðingu svo þér er öruglega óhætt að taka próf =) 

Blissful | 27. des. '15, kl: 23:07:05 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Verð komin rétt tæplega 7 vikur. Sést eitthvað þá?

sellofan | 28. des. '15, kl: 11:09:39 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ættir að sjá klessu og hjartslátt :) 

Blissful | 28. des. '15, kl: 12:08:22 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Spennandi! =)

nycfan | 28. des. '15, kl: 15:49:24 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já það er einmitt tíminn sem þeir vilja þarna. Ég var komin 6v4d miðaða við tækni sæðinguna en núna miðað við allar mælingar var ég 6v5d þó það breyti litlu en þá sér maður klessu með blikkandi punkt. Þó það sýni manni ofsalega lítið þá róar það mann ofsalega mikið samt.

Pimba | 30. des. '15, kl: 13:51:36 | Svara | Þungun | 0

Innilega til hamingju, ég fékk einmitt jákvætt sama dag eftir smásjársmeðferð númer tvø, á eina ellefu mánaða úr fyrri meðferðinni :)

Blissful | 30. des. '15, kl: 15:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Vá innilega til hamingju, þú ert sko rík :O)

Pimba | 30. des. '15, kl: 15:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Æ takk, svo á ég einn tíu ára fyrir :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Làng Mai Vàng Tân Tây: Từ Đất Phèn Nặng Đến Lợi Nhuận Hàng Tỷ Đồng Mỗi Năm tramanh 23.5.2024
Nơi Tôn Vinh Vẻ Đẹp và Giá Trị Văn Hóa của Mai Vàng Yên Tử tramanh 3.5.2024
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
Síða 1 af 5618 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Guddie