ólöglegur hundur í blokk og stjórn bregst ekki við

Hjödda171 | 10. nóv. '20, kl: 19:47:58 | 455 | Svara | Er.is | -1

..og fólk í áhættu með ofnæmi býr þar.
Hvað skal gera?

 

waxwork | 10. nóv. '20, kl: 20:01:24 | Svara | Er.is | 0

Afhverju vilja þeir ekki bregðast við?


Hvað segja þau?
Hjödda171
waxwork | 11. nóv. '20, kl: 22:07:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

1. Sendu skriflegan póst á stjórn húsfélagsins og óskaðu eftir að það verði boðað til húsfundar til að ræða þessi mál og koma hundinum út.
Ef húsfélag bregst ekki við þvi  sendu þá kvörtun á heilbrigðiseftirlit Reykjavík, eða í það bæjarfélag sem þú býrð í ásamt afrit af vottorði með ofnæmi viðkomandi og óskaðu eftir að þeir aðstoði þig í þessu.Ef þetta dugar ekki þá er ekkert annað að gera en a stefna húsfélaginu + viðkomandi í gegnum kærunefnd húsamála...Kostar ekkert en skilvirkt.
  https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/kaerunefnd-husamala/waxwork | 11. nóv. '20, kl: 22:16:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

1. Sendu skriflegan póst á stjórn húsfélagsins og óskaðu eftir að það verði boðað til húsundar vegna þessa máls.
Á fundinum þarftu að fara fram á að húsfélagið komi dýrinu út.2. Ef það dugar ekki sendu þá kvörtun á heilbrigðiseftirlitið í því bæjarfélagi sem þú býrð í ásamt afrit af vottorði viðkomandi um ofnæmi á Hundum...Ef það er í reglum húsfélagsins um að það megi ekki hafa gæludýr í húsinu láttu afrit af reglunum fylgja með.


3. Ef allt annað bregst þá er ekker að gera nema að kæra húsfélag og viðkomandi til kærumál húsamála, kostar ekkert en mjög skilvirkt. waxwork | 11. nóv. '20, kl: 22:18:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

1. Sendu skriflegan póst á stjórn húsfélagsins og óskaðu eftir að það verði boðað til húsundar vegna þessa máls.
Á fundinum þarftu að fara fram á að húsfélagið komi dýrinu út.2. Ef það dugar ekki sendu þá kvörtun á heilbrigðiseftirlitið í því bæjarfélagi sem þú býrð í ásamt afrit af vottorði viðkomandi um ofnæmi á Hundum...Ef það er í reglum húsfélagsins um að það megi ekki hafa gæludýr í húsinu láttu afrit af reglunum fylgja með.


3. Ef allt annað bregst þá er ekker að gera nema að kæra húsfélag og viðkomandi til kærumál húsamála, kostar ekkert en mjög skilvirkt. Hjödda171 | 14. nóv. '20, kl: 11:41:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að senda honum skjáskot af þessu.
Takk fyrir hjálpina :-)

adaptor | 10. nóv. '20, kl: 22:58:35 | Svara | Er.is | 0

 í áhættu ?

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kisumamma97 | 11. nóv. '20, kl: 13:43:18 | Svara | Er.is | 8

Afhverju eru alltaf svona miklir fordómar gefn dýrum? Hunda ofnæmi er aldrei þannig að þu se lífshættulegt eða 'bráða' nema í mjog fáum tilfellum og þu tekur fram að það se eitthver í áhættu? Eg skil ekki einu sinni hvað það á að þyða, LOSNA VIÐ HUNDINN ÞAÐ ER MÖGULEIKI Á OFNÆMI! FÓLK MUN DEYJA! Bara láta fólkið vera með hundinn sinn nema hann se ofbeldisfullur við nágranna eða geltir stanslaust, þa er eitthvað að lika.

_Svartbakur | 11. nóv. '20, kl: 18:20:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hversvegna er ekki farið eftir reglum ?
Þarf ekki samþykki íbúa ef hundahald skal leyfa í sambýlishúsum ?
Hversvegna er ekki farið eftir reglum ?
Auðvitað á hundurinn ekkert erindi í húsið ef ekki er búið að fá samþykki húseigenda, annað skapar bara vandræði.

Kisumamma97 | 11. nóv. '20, kl: 18:57:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mun aldrei skilja þessa stjórnun um hvort aðrir vilji vera með dyr á heimilum sínum. Ofnæmi er aldrei það alvarlegt að það getur ekki verið hundur í húsinu og bráðaofnæmi fyrir hundum er ekki til á íslandi.

_Svartbakur | 11. nóv. '20, kl: 19:47:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Húsdýrahald í fjölbýlishúsum er leyfisskylt.
Það er ýmislegt sem ekki leyfist í fjölbýli.
Allt í lagi fyrir fólk að hafa hund eða kött í sínu húsi þar sem eignarhaldið er til staðar.
Eins er að flestir þeir sem ligja út húsnæði vilja ekki hafa svona dýr.
Svo er auðvitað skráningarskylda á hundum og skylda að hafa í bandi.
Allt sjálfsagðar reglur.

Hjödda171 | 11. nóv. '20, kl: 21:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig væri þá að fólk með dýr flytti í blokk þar sem dýrahald er leyft!!
Eða búa bara í húsi þar sem enginn er fyrir þeim ef ekki er hægt að fara eftir reglum um fjölbýli.

Hjödda171 | 11. nóv. '20, kl: 21:28:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að það séu ekki fordómar að vilja ekki hund í blokk þar sem reglur eru um að hundahand sé stranglega bannað. Ég held þú sér ekki sérfræðingur í ofnæmi "Kisumamma,, en þetta veikir ónæmiskerfið töluvert!

Tomas1948 | 22. nóv. '20, kl: 10:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju á þetta hundalið ekki að fara eftir þeim lögum sem eru í gildi???, má þetta fólk virða þau að vettugi???.

VValsd | 11. nóv. '20, kl: 19:53:17 | Svara | Er.is | 0

Segja þeim að raka hundinn. Óþarfi að láta hundinn fara. Svo annað ef fólk hefur ofnæmi í blokk þá finnst manni það vera þeirra vandamál og geta bara flutt í íbúð þar sem dýr eru ekki leyfð. Óþarfi að klína vandamáli á aðra.

Hjödda171 | 11. nóv. '20, kl: 21:28:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hundahald er bannað hér. Á fólk að víkja fyrir heimilisdýrum? Vinur minn flutti í blokk þar sem hundahald er bannað. Hvað viltu að hann geri meira?

_Svartbakur | 11. nóv. '20, kl: 21:58:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Reglan er sú að hundahald er ekki leyft í fjölbýli án samþykkis meðeigenda.

https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/samthykkt_um_hundahald_i_reykjavik.pdf

https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994026.html
[[33. gr. e.]1) [Hundar og kettir. Samþykki aukins meiri hluta.]2)
Hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi er háð samþykki 2/ 3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang.
Þegar svo háttar getur húsfélag eða húsfélagsdeild með samþykki 2/ 3 hluta eigenda veitt annaðhvort almennt leyfi til hunda- og/eða kattahalds eða einstökum eigendum slíkt leyfi vegna tiltekins dýrs. Getur húsfélagið bundið slíkt leyfi skilyrðum.
Eigandi skal afla samþykkis annarra eigenda og fá leyfi fyrir dýrinu samkvæmt reglum viðkomandi sveitarfélags, þar sem það á við, áður en dýrið kemur í húsið. Skal eigandi láta húsfélagi í té ljósrit af leyfinu.
Gæta skal jafnræðis við veitingu samþykkis skv. 1. mgr. og er óheimilt að mismuna eigendum sem eiga jafnan rétt í þessu efni.
Samþykkið er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum en þinglýsingar er þörf til að það haldi gagnvart síðari eigendum í góðri trú.
Liggi fyrir samþykki um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi í samræmi við grein þessa en eigandi eða einhver í hans fjölskyldu er með ofnæmi fyrir hundum eða köttum á svo háu stigi að sambýlið við leiðsögu- eða hjálparhund sé óbærilegt og læknisfræðileg gögn staðfesta það skal kærunefnd húsamála leita lausna að fengnu áliti ofnæmislækna og sérfræðinga á öðrum sviðum ef því er að skipta.
Skemmri heimsóknir hunda og katta eru heimilar ef enginn mótmælir en vistun eða dvöl þeirra yfir nótt er óheimil nema fyrir liggi leyfi skv. 1. og 2. mgr.
Þessar takmarkanir gilda ekki þegar um hjálparhunda er að ræða, sbr. [33. gr. h]. 3)] 4)
1)L. 67/2020, 5. gr. 2)L. 67/2020, 6. gr. 3)L. 67/2020, 7. gr. 4)L. 40/2011, 1. gr.
[[33. gr. f.]1) Samþykkis ekki þörf.
Þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða, sbr. [33. gr. e], 2) er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum. Gildir það þótt lóð sé sameiginleg og annað sameiginlegt rými sé í húsinu. Þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið er inn í íbúðir af svölum þarf samþykki þeirra eigenda sem hann tilheyrir.
Áður en dýr kemur í hús skal eigandi tilkynna húsfélaginu skriflega um dýrahaldið og afhenda því ljósrit af leyfi frá viðkomandi sveitarfélagi þar sem við á.
Húsfélagið getur með reglum og ákvörðunum á húsfundi, með einföldum meiri hluta, sett hunda- og kattahaldi í slíku húsi skorður, enda séu þær eðlilegar, málefnalegar og á jafnræði reistar.
Húsfélagið getur með sama hætti lagt bann við dýrahaldi ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á.] 3)
1)L. 67/2020, 5. gr. 2)L. 67/2020, 8. gr. 3)L. 40/2011, 1. gr.
[[33. gr. g.]1) Sameiginlegar reglur.
Með öllu er óheimilt að halda skráningar- og leyfisskyld dýr í fjöleignarhúsum, sbr. [33. gr. e] 2) og [33. gr. f], 2) nema leyfi sveitarfélags fyrir dýrinu, þar sem við á, liggi fyrir.
Hundar og kettir mega ekki vera í sameign eða á sameiginlegri lóð nema þegar verið er að færa dýrin að og frá séreign. Skulu þau ávallt vera í taumi og í umsjá manns sem hefur fulla stjórn á þeim. Lausaganga hunda í sameign eða á sameiginlegri lóð telst alvarlegt brot, sbr. 4. mgr.
Það er skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi í fjöleignarhúsum að búið sé vel að dýrunum og vel sé hugsað um þau. Jafnframt skal þess gætt í hvívetna að þau valdi öðrum íbúum hússins ekki ama, ónæði eða óþægindum.
Nú brýtur eigandi dýrs verulega eða ítrekað gegn skyldum sínum og áminningar hafa ekki áhrif, og getur húsfélag þá með ákvörðun skv. D-lið 1. mgr. 41. gr. afturkallað samþykki skv. [33. gr. e] 2) og bannað dýrahald skv. [33. gr. f] 2) og gert honum að fjarlægja dýrið úr húsinu. Ef allt um þrýtur geta gróf eða ítrekuð brot leitt til þess að húsfélagið beiti úrræðum 55. gr. gagnvart eiganda dýrsins.] 3)
1)L. 67/2020, 5. gr. 2)L. 67/2020, 9. gr. 3)L. 40/2011, 1. gr.

Hr85 | 11. nóv. '20, kl: 22:24:18 | Svara | Er.is | 3

LOL meint ofnæmi er nær alltaf bara afsökun fólks sem líkar illa við hunda. Fyndið hvernig það er alltaf einn fúll á móti í hverri blokk sem ekki aðeins er með ofnæmi heldur "bráðaofnæmi" hehe.

ísbjarnamma | 12. nóv. '20, kl: 11:49:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Að vera með ofnæmi fyrir dýrum er ekkert grín, ég er með ofnæmi fyrir hundum köttum hestum og kúm, og allir synir mínir, það er ömurlegt, einkennin eru einsog að vera með inflúensu, asmi kláði , eldrauð augu með ofsakláða og svo framvegis, fyrir 40 árum þegar ég greindist þá talaði fólk einsog þú ég hélt að eitthvað hefði breyst,enn það er greinilega ekki

Hr85 | 13. nóv. '20, kl: 01:07:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði nær alltaf, ekki alltaf. 

Hjödda171 | 14. nóv. '20, kl: 11:39:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Veistu að íbúðareigandinn er mikill hundaelskandi en getur ekki komið nálægt loðdýrum þótt hann vildi.
Þetta snýst ekki um einhvern fúlan nágranna sem þolir ekki hunda eða ketti.

adaptor | 15. nóv. '20, kl: 19:49:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það var kannski ekki það sniðugasta í heiminum fyrir þig að vera að fjölga þér svona mikið :)

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ísbjarnamma | 15. nóv. '20, kl: 21:40:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú allir mínir synir eru snillingar, svo er hægt að erfa miklu verra einsog t.d. heimsku, svo hafa þeir gefið mörg barnabörn sem eru dásam ,svo ofnæmi er ekkert, svo búum við öll í einbílishúsum svo það eru engin vandamál hjá okkur, lífið er fullkomið gæti ekki verið betra

Júlí 78 | 12. nóv. '20, kl: 09:33:44 | Svara | Er.is | 0

Ég er bæði hundavinur og kattavinur. Hins vegar ef ég byggi í blokk þar sem er sameiginlegur inngangur þá er ég ekki viss um að ég vildi mæta einhverjum hundi sem ég þekki ekki. Sumir hundar passa mjög vel upp á eigendur sína og gelta á móti ókunnugum. Og eru ekki alls konar ókunnugir að fara inn um sameiginlegan inngang í blokk? Jafnvel þó að hundur sé farinn að þekkja íbúa hússins þá getur fullt af ókunnugum verið að koma og fara í blokk eins og gestir íbúa. Það er svo örugglega hvimleitt að heyra gelt í hundi í fjölbýli. Sumir líka skilja dýrin sín eftir ein heima og jafnvel þó að fólkið fari bara út í búð í klukkutíma, væri ekki hvimleitt fyrir íbúa hússins ef að hundurinn þeirra gelti stanslaust á meðan í þennan klukkutíma. Hundur er ekkert sama og hundur, þeir eru missjafnir og misjafnlega hugsað um þá af eigendum. Ekki allir sem reyna að þjálfa þá þannig að þeir séu angri ekki annað fólk. En sem betur fer þá er líka fullt af fólki sem hugsa einstaklega vel um dýrin sín.

Hr85 | 13. nóv. '20, kl: 01:13:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta með hljóðmengun hefur samt ekkert með leyfið að gera ef þú ert með sérinngang þá máttu vera með hund. En held að þetta sé líklegast aðalástæðan af hverju hundar eru óvinsælir í blokkum hversu margir þeirra eru sígeltandi. Algengt líka að fólk í blokkum fái sér svona rottuhunda en þeir gelta langmest. En það er náttúrulega óheiðarlegt ef einhver segist vera með ofnæmi ef raunverulega ástæðan er bara áhyggjur vegna mögulegs gelts, sem hefur ekkert með stigangsmál að gera.

Júlí 78 | 13. nóv. '20, kl: 10:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að lesa þetta inn á vef Húseigendafélagsins (2012):
"Rýmri réttur til hunda- og kattahalds.
Áður gat hver eigandi að geðþótta beitt neitunarvaldi þegar um sameiginlegan inngang eða stigagangur var að ræða. Með hinum nýju lögum er réttur til hunda- og kattahalds í fjölbýli rýmri en en fyrr.
Í fyrsta lagi þarf ekki samþykki sameigenda þegar íbúð hefur hvorki sameiginlegan inngang eða stigagang. Gildir það þótt lóðin sé sameiginleg og um sé að ræða annars konar sameiginlegt rými.
Í öðru lagi þarf samþykki 2/3 hluta eigenda fyrir hunda og kattahaldi þegar inngangur eða stigagangur er sameiginlegur. Áður þurfti samþykki allra í slíkum tilvikum.
Í þriðja lagi eru svo sérreglur um leiðsögu og hjáparhunda og er réttur til að halda slíkan hund aldrei háður samþykki meðeigenda. Sérþjálfaðir leiðsögu og hjáparhundar eru eins konar hefðarhundar. Takmarkanir í lögunum gilda ekki um þá. Þeir eru miklu fremur hjápartæki en dýr. Í lögunum er vörðuð leið ef hundur(hjálparhundur eða annar hundur) veldur íbúa hússins óbærilegu ofnæmi. Rekist slíkir hagsmunir á kemur til kasta kærunefndar húsamála og sérfræðinga."

https://www.huseigendafelagid.is/is/read/2012-05-12/folk-og-dyr-i-fjolbyli/

jasmína | 14. nóv. '20, kl: 20:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Íslendingar eru svo miklir bjánar og leiðindarpúkar. Allir með meint ofnæmi of ég veit ekki hvað og hvað ...

Ég bý í blokk þar sem eru 2 innikettir og 1 hundur sem notar sameiginlegan inngang, það heyrist aldrei í hundinum,geltir aldrei en óþolandi hávaði í 2 krökkum sem eru að hlaupandi um allan daginn og kvöldin líka.

_Svartbakur | 14. nóv. '20, kl: 22:32:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hér eru reglurnar.
https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/samthykkt_um_hundahald_i_reykjavik.pdf
https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994026.html

Alltof margir hundar eru leyfislausir í Reykjavík og eflaust víðar.
Leyfislausa hunda á að kæra til heilbrigðiseftirlits eða annra sem sja um þessi mál í sveitarfélgai það sam á við hunda ef ekki hafðir í bandi. Það þarf að skrá dýrið hjá sveitarfélaginu. Láta skoða árlega.
Ljósrit af leyfi sveitarfélags um hund skal fylgja ums+okn til húsfélags eða sameigenda þar sem óskað er ftir að
húsfélag samþykki dýrið. Ef fólk er með ofnæmi fyrir hundum er réttur persónunnar auðvitað hærri en hundsins.
Allttaf verður að hafa dýrið í bandi.
Ónæði og gelt frá hundi er auðvitað brot áumgngnisreglum í húsfélögum í samignarhúsum.

darkstar | 13. nóv. '20, kl: 19:59:41 | Svara | Er.is | 0

ertu leigjandi?

Hjödda171 | 14. nóv. '20, kl: 11:38:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég leigi hjá vini mínum sem að á íbúðina.

Hjödda171 | 14. nóv. '20, kl: 11:38:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Búum hér bæði sem sagt.

liljakristing | 21. nóv. '20, kl: 22:06:29 | Svara | Er.is | 0

Hafa þau með ofnæmið fundið fyrir einkennum eða er verið að bregðast of hart við?
Hvað viltu að sé gert? Hundinum lógað? Fólkið neytt til að flytja út og finnur mögulega ekki annað húsnæði?
Spurðu þau hvort þau væru ekki bara til í að kaupa handa manneskjunni ofnæmistöflur, hundaofnæmi er ekki lífshættulegt, eða amk hriiiikalega sjaldgæft að það sé það. Er þetta kannski líka mál með að manneskjunni líkar illa við hunda almennt?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Covid faraldurinn - staða Íslands og staðan á heimsvísu. _Svartbakur 24.7.2021 26.7.2021 | 23:12
Eru til einhverjir fundir fyrir klam fikla a hofuborga svœdinu? Throwaway87774 26.7.2021
Sósíalistar - við viljum gleðigöngur druslugöngur og lokun fyrirtækja _Svartbakur 25.7.2021 26.7.2021 | 19:51
Delta talin meir smitandi VValsd 23.7.2021 26.7.2021 | 14:37
góð ljósmóðir bambi27 26.7.2021
USB-C Herra Lampi 25.7.2021 26.7.2021 | 08:23
Bland-appið? sjommli 21.7.2021 25.7.2021 | 22:51
Vantar smá hjálp á sölusíðunni. adrenalín 23.7.2021 25.7.2021 | 22:48
hvar i grafaholti er féló með húsnæði? *Sverige* 8.10.2013 25.7.2021 | 19:28
No7 snyrtivörurnar - hvar fást þær? Fridlynd 25.7.2021
Hvað ef.. Flactuz 23.7.2021 25.7.2021 | 12:17
Er nauðgunarmenning á Íslandi? AriHex 20.7.2021 25.7.2021 | 01:51
Bólusetningarvottorðið? Hr85 24.7.2021 25.7.2021 | 00:25
Covid Sóttvarnar teymið - Kára vantar í hópinn. _Svartbakur 21.7.2021 24.7.2021 | 18:50
Atvinnuleysisbætur fyrir fyrirtækjaeigendur dreamspy 21.7.2021 24.7.2021 | 12:02
Flugferðirnar nauðsynlegar? VValsd 23.7.2021 24.7.2021 | 10:00
Meðal laun smiða Soluadili 1.7.2021 23.7.2021 | 17:27
Covid Hundar VValsd 22.7.2021 23.7.2021 | 14:54
Framhjáhald Gúnda 14.6.2021 23.7.2021 | 02:02
Húfa með pífu- plís einhver!!! Bdur 24.1.2010 23.7.2021 | 00:43
Ray cup VValsd 22.7.2021
Hjálp , flug til Alicante um helgina Helga31 22.7.2021
Laun hjúkrunarfræðinga lime16 15.7.2021 22.7.2021 | 16:37
Laun fyrir vélamaður Uillas 21.7.2021 22.7.2021 | 06:28
Gott að sjá. Flactuz 21.7.2021
Starcraft fellihýsi reynsla? mercury 17.5.2010 21.7.2021 | 14:03
Reynslan kennir okkur VValsd 19.7.2021 21.7.2021 | 13:59
Hundaganga melmel096 6.10.2020 21.7.2021 | 09:57
Eliza Reid forsetafrú vá góð VValsd 20.7.2021 21.7.2021 | 00:56
Minna fólk á Ferðagjöfin VValsd 21.7.2021
Hvar kaupi ég leður. jondahl 28.4.2010 20.7.2021 | 23:59
Þórarinn sóttvarnarlæknir að hugsa sitt ráð. _Svartbakur 14.7.2021 20.7.2021 | 16:38
Kosningar, fátækt útrýmt strax á næsta ári? Júlí 78 14.7.2021 20.7.2021 | 08:38
Þriðja sprautan við Covid. _Svartbakur 16.7.2021 19.7.2021 | 12:20
Fiskveiðiauðlindin - Laxeldi í sjókvíum í eigu Norðmanna ? _Svartbakur 19.7.2021 19.7.2021 | 11:45
Má setja hvað sem er í auglýsingar? Hvar finn ég lögin? AriHex 16.7.2021 18.7.2021 | 22:37
Mótorhjól og læti Twitters 16.7.2021 17.7.2021 | 20:50
Cleaning of tombstones African Bliss 17.7.2021
Kombucha, Kefír African Bliss 17.7.2021
Konungsdæmið Ísland - Hreppur í norður Noregi ? jaðraka 17.7.2021 17.7.2021 | 18:00
Fólki sem er sama um sitt eigið útlit? Hugs. AriHex 13.7.2021 16.7.2021 | 22:06
Smartbílar K Smith 16.7.2021
Líf kvenna er meira virði en líf karla! AriHex 14.7.2021 16.7.2021 | 19:07
Bárujárnsrúlla atv2000 2.7.2021 15.7.2021 | 00:03
Mótmæli á Austurvelli í dag og Útlendingastofnun. _Svartbakur 11.7.2021 14.7.2021 | 17:08
Selja giftingahring qetuo55 14.7.2021
Er eðlilegt Twitters 13.7.2021
Hnífsstungan Flactuz 13.6.2021 13.7.2021 | 19:20
METOO Júlí 78 4.7.2021 13.7.2021 | 18:08
Leiga á bíl Prakkarapjakkur 13.7.2021 13.7.2021 | 12:15
Síða 1 af 51430 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, aronbj, rockybland, flippkisi, Gabríella S, mentonised, anon, MagnaAron, vkg, krulla27, karenfridriks, joga80, Bland.is, Coco LaDiva, tinnzy123, superman2, Krani8, Atli Bergthor