Ósammála um meðgöngu :/

kjanakolla | 27. jún. '16, kl: 21:15:38 | 1426 | Svara | Er.is | 0

Er í svaka klemmu og erum við að fara á fund hjá félagsráðgjafa á morgun til að fá hjálp við að fá botn í þetta mál .


Karlinn vill alls ekki annað barn og ég er komin 12 vikur, er búin að vita að hann væri ekkert spenntur en ekki að hann væri svona mikið á móti þessu.


Þetta yrði síðasta barnið þar sem ég var að bíða eftir ófrjósemisaðgerð.


einhver sem hefur verið í þessum sporum ?? 


hann segist ekki ætla að fara frá mér en mér finnst erfitt að ganga með barn sem er ekki velkomið :/


endilega ef þið hafið verið í þessum sporum eða þekkið einhvern sem hafa verið í þessum sporum viljið þið henda á mig línu hér eða í skilaboðin
Fyrirfram þakkir 

 

ÓRÍ73 | 27. jún. '16, kl: 21:42:29 | Svara | Er.is | 9

ef þú ert komin 12 vikur, er þetta þá nokkur spurning hvort sem er? En fínt að fara í ráðgjöf og ræða þetta hvernig meðganganv erður. 

presto | 27. jún. '16, kl: 22:04:18 | Svara | Er.is | 0

Hvernig og hvers vegna var ófrjósemisðgerð á planinu?
Var hann duglegri en þú að passa upp á getnaðarvarnir að undanförnu eða átti slíkt bara að vera þín ábyrgð?

kjanakolla | 27. jún. '16, kl: 23:19:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætluðum ekki að eiga fleirri börn.
Hann hugsaði ekki neitt um getnaðarvarnir, það var algjörlega á mína ábyrgð :/

Steina67 | 27. jún. '16, kl: 23:26:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Bíddu er það ekki jafn mikið hans og þitt að hugsa um getnaðarvarnir?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ID10T | 29. jún. '16, kl: 18:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá hvað hann hefði verið vinsæll ef hann hefði alltaf verið að minna konuna á pilluna.

Steina67 | 30. jún. '16, kl: 16:59:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún hugsar sjálf um pilluna en hann notar smokkinn.  Þetta er ekkert algerlega á hennar ábyrgð

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ID10T | 30. jún. '16, kl: 20:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yfirleitt er notkun getnaðarvarna í langtímasambandi sakomulagsatriði, ef hún er að nota pilluna þá er smokkurinn líklega óþarfur.
Ekki það að við frúin notuðum allaf smokk meðan við vorum frjó, sameiginleg ákvörðun, það var því óþarfi fyrir frúnna að vera á pillunni.

presto | 27. jún. '16, kl: 23:55:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ef hann var 100% á því átti hann að drífa sig sjálfur í klippingu og passa vel upp á sína sundmenn meðan þeir gætu enn sloppið og frjóvgað egg.
Hljómar ósanngjarnt og etv. Egóískt frá mínum bæjardyrum séð.
Að því sögðu geturþað verið skynsamkeg ákvörðun að bæta ekki við fleiri börnum.

ert | 27. jún. '16, kl: 23:57:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Ha? Þurfa karlmenn að passa upp á barneignir sínar? Hvernig heimur er þetta orðinn!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 28. jún. '16, kl: 14:42:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

segðu - það er jú alþekkt að par í sambúð á ekki að treysta hvort öðru þegar kemur að getnaðarvörnum, karlmenn eiga alltaf að vera með smokka þó að konan sé á pillunni.

Alveg fáranlegt að fólki detti annað í hug!

ert | 28. jún. '16, kl: 15:18:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Pillan getur klikkað án þess að konan ætli sér það. Ef maður vill ekki börn þá er ófrósemisaðgerð málið en ef maður á maka þá þarf að ræða málið.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

LaRose | 29. jún. '16, kl: 10:22:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Mamma mín sagði amk alltaf: Ef maður vill ekki eignast börn, verður maður að koma í veg fyrir það sjálfur! Er sammála henni.

Orgínal | 28. jún. '16, kl: 01:16:24 | Svara | Er.is | 17

Ég myndi ekki fara í fóstureyðingu fyrir maka minn eða nokkurn annan.

Tritill | 29. jún. '16, kl: 13:04:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alveg sammála Orgínal

Central | 28. jún. '16, kl: 07:50:59 | Svara | Er.is | 1

Er ekki eitthvað meira á bak við þetta???
Mér sýnist þú nú hafa unnið að því leynt og ljóst að eiga annað barn þó þú vissir hans hug.
Sé að þú settir inn þráð síðast liðinn nóvember þar sem þú labbar út af skurðstofunni frá ófrjósemisaðgerð.


Hitt er svo annað mál að þetta er hans ábyrgð líka, en hann hefur greinilega treyst of mikið á að þú passaðir upp á þetta.  Sem voru hans mistök ef þetta er honum svo mikið mál að vilja ekki annað barn.


Þetta er ekki einfalt, gangi þér vel, vona að karlinn sjái að sér :)

kjanakolla | 28. jún. '16, kl: 12:52:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki rétt að ég hafi unnið að því að eiga annað barn, þegar ég labbaði út var ég ekki á góðum stað andlega og fannst erfitt að ákveða svona :) en fór svo á getnaðarvörn og sótti um þessa aðgerð aftur. 

Allegro | 28. jún. '16, kl: 13:32:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Varstu hætt á getnaðarvörninni?

Felis | 28. jún. '16, kl: 09:11:24 | Svara | Er.is | 0

Ég sendi þèr skiló.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

passoa | 28. jún. '16, kl: 13:25:43 | Svara | Er.is | 2

Er þetta grín? Eftir fyrri umræðuna?

Allegro | 28. jún. '16, kl: 13:36:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finn ekki fyrri umræðu. C.a hvernig var hún?

passoa | 28. jún. '16, kl: 13:40:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

 

 

Allegro | 28. jún. '16, kl: 13:42:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk.

kjanakolla | 28. jún. '16, kl: 13:46:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

'Eg hef nú bara ekkert að gera með þessa umræðu :)

Allegro | 28. jún. '16, kl: 13:45:09 | Svara | Er.is | 1

Hefur komið til tals að hann fari í ófrjósemisaðgerð?

kjanakolla | 28. jún. '16, kl: 13:47:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já reyndar, en vorum bara búin að ákveða að ég færi þegar ég fengi kallið :) 

Zagara | 28. jún. '16, kl: 13:45:57 | Svara | Er.is | 0

Eignaðistu þetta barn sem kom undir í fyrra? Sýnist þú hafa staðið frammi fyrir nákvæmlega sama vandamáli.




 

Ringluð :/
 

kjanakolla | 28. jún. '16, kl: 13:49:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei missti þetta barn :/ 
Fór á aðra pillu  og var að bíða eftir kalli í aðgerðina. 

passoa | 28. jún. '16, kl: 19:47:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varstu ekki búin að fá kallið skv fyrri umræðunni þinni?

kjanakolla | 28. jún. '16, kl: 21:05:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú fékk kallið og mætti, hætti svo við þegar átti að rúlla mér á skurðstofuna, var eins og ég sagði einhverstaðar ekki í andlegu jafnvægi á þessum tíma og var hrædd um að ég væri að gera eitthvað sem ég sæi svo eftir. Það voru mistök þar sem fljótlega eftir þetta var ég alveg viss um að ég vildi fara. En maður hleypur ekkert í þessa aðgerð og sérstaklega þegar líður að sumri :)

passoa | 29. jún. '16, kl: 06:52:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

En af hverju fer ekki maðurinn þinn í þetta frekar? Sér í lagi einmitt þar sem það er hann sem er svo harður á því að vilja ekki fleiri börn! Því að það hljómar svolítið eins og þú sért ekki alveg búin, og ef þetta fer þannig að þið endið ekki saman, og þú vilt seinna meir fá eitt í viðbót, þá er hundfúlt að þú hafir látið loka fyrir hjá þér, allavega á meðan þú ert ekki 100%. Veit að vísu ekki hvað þú ert gömul, sá í annari umræðu einhvers staðar í kring um 35, þannig að þú átt alveg enn eftir nokkur ár á barneignaraldri.

passoa | 28. jún. '16, kl: 13:55:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Missti skv. þessu:


 

'Ofrjósemisaðgerð
 

Zagara | 28. jún. '16, kl: 13:57:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Soldill SAS í manninum miðað við að treysta henni til að sjá alveg um getnaðarvarnir eftir dæmið í fyrra. 

Allegro | 28. jún. '16, kl: 14:04:29 | Svara | Er.is | 2

Miðað við það sem hefur komið fram hér að ofan þá er pínu skrítið að þú hafir ekki gert þér grein fyrir að hann væri "svona mikið á móti þessu".

kjanakolla | 28. jún. '16, kl: 16:01:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég varð ólétt í fyrra þá ákváðum við í sameiningu að eiga það barn.

Án þess að það væri rifrildi eða neitt.

Þess vegna gerði ég mér ekki grein fyrir að hann væri svona mikið á móti þessu.

Ég sjálf fékk mikið sjokk þar sem ég var á pillunni og var á leið í aðgerð strax og ég kæmist að.

Allegro | 28. jún. '16, kl: 16:07:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vona að þið náið að vinna úr þessu máli. Ef ég væri í hans sporum þá mundi ég drífa mig í ófrjósemisaðgerð.

kjanakolla | 28. jún. '16, kl: 16:47:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir það :) erum að skoða lækna :) 

Mzj | 28. jún. '16, kl: 14:16:27 | Svara | Er.is | 0

Er þetta barn pillubarn? Ef honum var svona mikið í mun að eignast ekki barn hefði hann átt að nota smokk....

kjanakolla | 28. jún. '16, kl: 16:01:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er pillubarn.

Kaffinörd | 28. jún. '16, kl: 16:10:01 | Svara | Er.is | 0

bíddu voru engar verjur notaðar á meðan ekki var búið að framkvæma ófrjósemisaðgerðina ?

kjanakolla | 28. jún. '16, kl: 16:46:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú :) ég fór á pilluna og var á henni þangað til ég komst að því að ég væri ólétt :)

Kaffinörd | 28. jún. '16, kl: 17:08:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pillan er nú ekki besta getnaðavörnin

kjanakolla | 28. jún. '16, kl: 17:25:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei kannski ekki en hefur samt verið örugg fyrir mig í mörg ár, en greinilega ekki lengur 

gruffalo | 28. jún. '16, kl: 22:12:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varla ef þú ert búin að verða ólétt á henni 2x á innan við ári.

tóin | 28. jún. '16, kl: 17:44:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er nú með þeim öruggari síðast þegar ég vissi

ert | 28. jún. '16, kl: 20:05:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

8 pör af hverjum hundrað sem nota pilluna upplifa getnað á árstímabili.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 28. jún. '16, kl: 22:00:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaðan kemur þessi tala?

skv. doktor.is (ekki að það sé áreiðanlegra en það sem þú ert að vísa í) er það 0,3 - 1,2

ert | 28. jún. '16, kl: 22:04:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0




Mér sýnist doktor.is gefa upp mesta öryggi en ekki raun-öryggi miðað við venjulega notkun sem mér sýnist að ég hafi skoðað. 

 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 28. jún. '16, kl: 22:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem þú skoðaðir gerir ráð fyrir að fólk noti pilluna ekki eins og vera ber - reyndar er þessi síða miðuð við táninga, enda besta leiðin til að forðast getnað að stunda ekki samfarir (abstinence) og texti eins og: But if a girl forgets to take her birth control pills, then this is not an effective method for her- að táningum sé því hættara við að gleyma pillunni etc.

Pillan virkar að sjálfsögðu ekki eins vel og mögulegt er, ef að fólk gleymir að taka hana eða notar ákveðin sýklalyf samfara pillunni.

ert | 28. jún. '16, kl: 22:20:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Já, þetta er síða fyrir táninga en tölurnar eru ekki frá táningum.
og hvernig er venjulegt fólk - gleymir það stundum að taka pilluna? Já.
Hvorar tölurnar eru þá raunhæfar fyrir venjulegt fólk? Tölur sem gera ráð fyrir að þú gerir aldrei mistök eða tölurnar sem gera ráð mannlegum mistökum?


Ef konur eru guðlegar og gera engin mistök þá er pillan gífurlega örugg yfir 99%. Þannig að þær konur eiga að sjálfsögðu að fara á pilluna.


Þær ófullkomnu sem alls ekki vilja eignast börn en vilja stunda kynlíf með karlmönnum ættu að velta fyrir sér kostum og ókostum getnaðarvarnarsprautunnar eða ófrjósemisaðgerða í samanburði við pilluna - og þá er gott að hugsa út frá tölum sem miðað við ófullkomnar konur frekar en fullkomnar konur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 28. jún. '16, kl: 22:34:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hefur ekkert með guðlegar konur að gera - ef þú þarft að taka tiltekinn skammt af lyfi á hverjum degi til að koma í veg fyrir einhvern krankleika og þú gleymir því - þá er sú gleymska ekki reiknuð inn í mat á getu lyfsins til að eiga við krankleikann.

ert | 28. jún. '16, kl: 22:48:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þegar fólk þarf að taka ákvarðanir um notkun lyfja eins og getnaðarvarna þá þarf það að meta að hversu miklu gagni það kemur í raunveruleikanum. Ef getnaðarvörn virkar 100% ef það er nákvæmlega farið að leiðbeiningunum en ef svo 50 af 100 pörum verða ólétt á einu ári þá er t.d. augljóst að það er betra að vera á pillunni þrátt fyrir að þessi getnaðarvörn virki 100%. Það þarf alltaf að taka tillit þess hversu auðvelt fólk á að fara eftir leiðbeiningum um lyf. Meðferðarheldni er bara mikilvægur þáttur í allri lyfjagjöf eins og þú veist.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 28. jún. '16, kl: 23:01:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjálfsögðu miðast eðli lyfjameðferðar m.a. við getu fólks til að fylgja leiðbeiningum - pilluform hentar alls ekki í öllum tilfellum og stundum bara ef einhver þriðji aðili sér um að skammturinn skili sér.

ert | 28. jún. '16, kl: 23:06:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Já en lyfjaheldni er nú meira en geta til að fylgja leiðbeiningum. Ég hef mjög góða getu til að fylgja leiðbeiningum en það koma aðrir þættir inn í eins og áhrif álags á minni og þess háttar.
Það er einfaldlega þannig að getnaðarvarnarsprautan og stauturinn eru öruggari en p-pillan og fólk ofmetur öryggi pillunar af því að það tekur ekki mannlegu þættina inn í. En það er reyndar gífurlega mikilvægt að taka mannlega þætti inn í allt sem snýr að kynlífi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

fálkaorðan | 29. jún. '16, kl: 03:21:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úh nú langar mig að reikna út hversu mörg börn mindu fæðast á landinu á ári ef allar konur á barneignaraldri væru á pillunni og ríddu reglulega.

Gömlutölurnar mínar segja 400, nýju mindu eflsut fara nálægt 1600.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 29. jún. '16, kl: 09:15:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru ekki einu sinni endilega mistök sem konurnar gera. Það þarf ekki meira en smá niðurgang til að breyta öryggi pillunnar.
Eins breytir pensillín virkni pillunnar og ég hef aldrei verið spurð út í getnaðarvarnir þegar ég hef verið sett á pensillín.

Eins eru nokkur náttúrulyf sem draga úr virkni pillunnar.

Eins getur stress dregið úr virkni pillunnar.

Það er óneitanlega ansi margt sem getur dregið úr virkni pillunnar og margt af því er mjög lúmskt.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ert | 29. jún. '16, kl: 10:19:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hin fullkomna kona áttar sig á öllu þessu og notar þá aðrar getnaðarvarnir.
Þekkirðu ekki fullt af svoleiðis konum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

LaRose | 29. jún. '16, kl: 10:25:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er svona fullkomin kona ;)....var á pillunni í 8 ár og gleymdi henni aldrei. Og notaði extra eftir ælupestir. Just saying...við erum til ;)

ert | 29. jún. '16, kl: 10:28:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Efa það ekki. Þið eigi að nota nota töluna yfir 99%. En ófullkomnar konur eiga ekki að nota þá tölu til að ákveða hvaða getnaðarvarnir/ófrjómisaðgerð á að nota

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

LaRose | 29. jún. '16, kl: 11:48:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hvað með smokka þá? Hvernig á maður að reikna öryggi þeirra ef maður nennir ekki að taka þá upp úr skúffunni af og til í hita leiksins.

Finnst eina talan sem hægt er að miða við fullt öryggi pillunnar. Að verða 2x ófrísk á 1 eða 2 árum með pillunni og kalla það pillubarn, þegar þú gleymdir stundum að taka pilluna meikar ekki sens fyrir mér.

ert | 29. jún. '16, kl: 12:07:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Ok. þannig að þú er með getnaðavörn A sem er með 99,95% hámarks öryggi (ef öllum leiðbeiningum er fylgt alltaf) og 20 konur af 100 verða óléttar á einu ári þá er slík getnaðarvörn augljóslega betri en getnaðarvörn með 99,00% hámarks öryggi (ef öllum leiðbeiningum er fylgt alltaf) og 8 konur konur af 100 verða óléttar á einu ári.


Ég skil ekki þá lógík að taka flækjustig leiðbeininga ekki í dæmið. En auðvitða hefur fólk val um hvoru að tekur mark á. Það er ekki eins og það sé neinar afleiðingar við því ef eitthvað klikkar í þessu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

LaRose | 29. jún. '16, kl: 12:21:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er alveg sammála þér með að hver og ein kona/karl tekur ákvörðun um getnaðarvörn út frá bæði hámarksöryggi og flækjustigi.

Hinsvegar myndi ég aldrei kalla barn pillubarn sem hefði orðið til af því ég gleymdi pillunni. Ekki frekar en ég myndi kalla barn smokkabarn ef smokkarnir hefðu aldrei komið upp úr náttborðsskúffunni.

Ef þú notar ekki getnaðarvörnina rétt finnst mér ekki hægt almennt að kalla slysabörnin/fóstrin "getnaðarvarnabarn".

Við erum að tala um tvo ólíka hluti.

ert | 29. jún. '16, kl: 12:25:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Við erum alveg örugglega að ræða tvo ólíka hluti. ég er að ræðu getu kvenna sem eru á Cerazette til að kunna eftirfarandi leiðbeiningar utan að og fara algjörlega að þeim (þar með að vita hvað alvarleg truflun í meltingarvegi er). Aðeins ef þessum leiðbeiningum er fylgt alltaf er Cerazette með hámarksöryggi:


Hvernig taka skal Cerazette
Töflurnar á að taka á sama tíma sólarhringsins hvern dag þannig að ávallt líði 24 klst. á milli töku tveggja taflna. Fyrstu töfluna á að taka á 1. degi tíðablæðinga. Síðan á að taka samfellt 1 töflu daglega án tillits til hugsanlegra blæðinga. Byrja skal á nýrri þynnu strax og allar töflurnar af fyrri þynnunni hafa verið teknar. 
Hvernig á að byrja að nota Cerazette Þegar ekki hefur verið notuð hormónagetnaðarvörn [síðastliðinn mánuð] Byrja á að taka töflu á 1. degi eðlilegs tíðahrings (dagur 1 er fyrsti dagur tíðablæðinga). Þó má hefja notkun á 2.-5. degi, en í fyrsta tíðahring notkunar er mælt með að notuð sé sæðishindrandi getnaðarvörn (barrier method) fyrstu 7 dagana sem töflurnar eru teknar inn. 

Eftir fósturlát á fyrsta þriðjungi meðgöngu
Eftir fósturlát á fyrsta þriðjungi meðgöngu er ráðlagt að hefja notkun strax. Í því tilviki er ekki nauðsynlegt að nota aðra getnaðarvörn samtímis. 
Eftir fæðingu eða fósturlát á öðrum þriðjungi meðgöngu Ráðleggja á konunni að byrja töku lyfsins á tímabilinu frá 21. degi til 28. dags eftir fæðingu eða eftir fósturlát sem hefur orðið á öðrum þriðjungi meðgöngu. Ef byrjað er að taka lyfið seinna á að ráðleggja konunni að nota viðbótargetnaðarvörn fyrstu 7 dagana sem töflurnar eru teknar. Ef samfarir hafa verið hafðar þarf hins vegar að útiloka þungun áður en notkun Cerazette er hafin eða konan þarf að bíða eftir fyrstu blæðingum. 
Sjá kafla 4.6 til frekari upplýsinga fyrir konur með barn á brjósti. 
Hvernig á að byrja að nota Cerazette þegar skipt er frá annarri getnaðarvörn Skipt er frá notkun samsetts getnaðarvarnarlyfs (getnaðarvarnartöflu, getnaðarvarnarhrings, getnaðarvarnarplásturs) Helst á að hefja notkun Cerazette daginn eftir að síðasta virka tafla samsettu getnaðartaflnanna er tekin inn eða þann dag sem getnaðarvarnarhringur eða -plástur er fjarlægður. Í þeim tilvikum er notkun annarrar getnaðarvarnar samtímis ekki nauðsynleg. Verið getur að ekki séu allar getnaðarvarnir fáanlegar í öllum löndum Evrópusambandsins. Konan getur einnig byrjað að nota Cerazette í síðasta lagi síðasta dag töfluhlés, síðasta dag plásturs- eða hringhlés eða lyfleysutöflutöku. Í öllum þessum tilvikum er jafnframt ráðlegt að nota getnaðarvörn án hormóna fyrstu 7 daga töflutökunnar. 


Tafla sem gleymist
Getnaðarvörn getur minnkað ef meira en 36 klst. líða milli töku tveggja taflna. Ef innan við 12 klst. hafa liðið frá því átti að taka töflu, skal taka töfluna sem gleymdist, strax og í ljós kemur að það hefur gleymst og næstu töflu á þeim tíma sem ráð var fyrir gert. Ef taflan sem gleymdist er tekin meira en 12 klst. of seint skal jafnframt nota aðra getnaðarvörn samtímis næstu 7 daga. Ef gleymist að taka töflu í fyrstu vikunni sem lyfið er notað og konan hefur haft samfarir í vikunni áður en töflutaka gleymdist skal hafa mögulega þungun í huga.  


Truflanir í meltingarvegi
Komi fram alvarlegar truflanir í meltingarvegi er ekki víst að um fullt frásog sé að ræða og skal þá gera aðrar ráðstafanir varðandi getnaðarvarnir. Ef fram koma uppköst innan 3-4 klst. frá töflutöku er ekki víst að um fullt frásog sé að ræða. Þá skal fylgja sömu viðmiðunarreglum og ef töflur gleymast. 


Milliverkanir
Milliverkanir milli getnaðarvarnarlyfja með hormónum og annarra lyfja geta valdið milliblæðingum og/eða skerðingu á getnaðarvarnaráhrifum. Eftirfarandi milliverkunum hefur verið lýst í gögnum (einkum í tengslum við samsett lyf, en stöku sinnum einnig í tengslum við hrein gestagenlyf). 
Lifrarumbrot: Fram geta komið milliverkanir við lyf sem örva frymisagnarensím og getur það valdið aukinni úthreinsun kynhormóna (t.d. hýdantóínlyf (fenýtóín), barbítúröt (fenóbarbítal), prímídón, karbamazepín, rifampicín og hugsanlega einnig oxkarbazepín, rífabútín, tópíramat, felbamat, rítónavír, nelfínavír, gríseófúlvín og lyf sem innihalda jóhannesarjurt (hypericum perforatum)) Hámarksensímörvun sést venjulega ekki fyrr en 2-3 vikum eftir að meðferð hefst, en getur þá haldið áfram í a.m.k. 4 vikur eftir að meðferð er hætt. Konum sem eru í meðferð með þessum lyfjum skal ráðlagt að nota tímabundið getnaðarvörn án hormóna samtímis. Nota skal getnaðarvörn án hormóna  þegar notuð eru lyf sem örva frymisagnaensím meðan á samhliða lyfjagjöf stendur og í 28 daga eftir að hætt er að nota lyfið. Konum sem eru í meðferð með þessum lyfjum skal ráðlagt að nota tímabundið getnaðarvörn án hormóna samtímis.  

Meðan á meðferð með lyfjakolum stendur getur frásog sterans úr töflunni minnkað og þar með minnka getnaðarvarnandi áhrif lyfsins. Í slíkum tilvikum gilda þær leiðbeiningarnar sem fylgja skal þegar gleymist að taka inn töflu (Sjá kafla 4.2). 

Getnaðarvörn með hormónum getur haft áhrif á frásog annarra lyfja. Þannig geta komið fram áhrif á þéttni í plasma og vefjum (t.d. ciklósporín). Lesa á samantekt á eiginleikum lyfs fyrir þau lyf sem gefin eru samhliða til að greina hugsanlegar milliverkanir. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hedwig | 29. jún. '16, kl: 11:20:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama hér gleymdi aldrei pillunni í þessi 4 ár sem ég var á henni og notuðum smokka með þar sem ég ætlaði alls ekki að eignast barn innan við tvítugt enda að klára háskólann og svona.

ert | 29. jún. '16, kl: 11:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og jókstu skammti þegar þú fékk niðurgang og þegar þú tókst pensilín?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Castiel | 29. jún. '16, kl: 22:46:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

smokkur og neyðarpillann. Það er margt hægt að gera ef markmiðið er að koma í veg fyrir getnað :)

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

ert | 29. jún. '16, kl: 22:47:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já alveg rétt. En ert þú sem sagt Hedwig?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Castiel | 29. jún. '16, kl: 22:52:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

neibb gerði þetta bara sjálf og náði að koma í veg fyrir getnað þannig :D

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

ert | 29. jún. '16, kl: 22:55:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já, já það er alveg hægt og gott ef fólk man að grípa til ráðstafana ef það er að taka ákveðin lyf, kastar upp, fær niðurgang eða man að það gleymi pillunni.
Þetta svara hins vegar ekki spurningu minni  til Hedwig.
En má ég spyrja þig að einu - hvernig gerðirðu greinarmun á niðurgangi sem er ekki alvarlegur og þú þarf ekki að nota smokk og neyðarpillu og á alvarlegum niðurgangi sem kallar á slíkt?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Castiel | 29. jún. '16, kl: 23:00:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er nú með frekar viðkvæmann maga þannig að það var mikið notað smokkinn þessi 9 ár. Var ekki alltaf á pillunni get ekki hormóna og þá er bara notaður smokkurinn eins ömurlegur og hann er. Núna erum við búin með barneignir ég get ekki gengið með fleiri og fæ ekki að fara í aðgerð en maðurinn minn er ragur við að fara í aðgerð þannig þá er það bara smokkurinn.

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

ert | 29. jún. '16, kl: 23:01:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil ég þig rétt - þú notar smokkinn við öllum niðurgang vægum og alvarlegum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

 
Castiel | 29. jún. '16, kl: 23:05:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já get ekki lagt það á líkamann minn að ganga með barn né hausinn á mér að fara í fóstureyðingu þannig að maður verður að taka meðvitaðar og ábyrgar áhvarðanir um getnaðarvarnir. Þú lætur þetta hljóma eins og geimvísindi 

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

ert | 29. jún. '16, kl: 23:07:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veistu, það eru ekki allir eins og þú. Það hafa ekki allir þína getu. Fólk er mismunandi og þess vegna henta mismunandi hlutir mismunandi fólki.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Castiel | 29. jún. '16, kl: 23:14:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mína getu hvað áttu eiginlega við??? Taka pilluna og ef hún gleymist láta maka vita þannig að það sé notaður smokkur og ef það gleymist líka fara í apótek daginn eftir og kaupa neyðarpilluna. Þetta kalla ég bara almenna skynsemi þegar kemur að getnaðarvörnum þegar maður vill koma í veg fyrir getnað.


"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

ert | 29. jún. '16, kl: 23:17:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þú veist að það er til dæmis til fólk með ADHD sem gleymir auðveldlega. Það er alveg með almenna skynsemi.
Það er líka til fólk sem getur gleymt svona í nokkra daga vegna álags, andláts eða annars. Það er alveg með almenna skynsemi.
Og svo má lengi telja.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Felis | 29. jún. '16, kl: 23:22:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta virkar samt ekki þannig. Ef maður er á pillunni og fær niðurgang þá er ekki nóg að nota smokk þá og dagana á eftir heldur þarf maður að nota líka smokk dagana á undan niðurgangnum til að vera alveg safe. Sæði getur lifað innan í manni í viku.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Castiel | 29. jún. '16, kl: 23:34:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er nú bara útúr snúningur hjá þér hahaha.

En það virðist ekki vera hægt að viðurkenna að hafa planað börnin sín hér á landi heldur þurfa öll börn að vera pillu smokka eða slysabörn. Þekki nokkur svoleiðis dæmi þar sem sagt er að barnið hafi óvart komið en allaveganna í eitt skiptið voru notuð frjósemislyf sem sýnir að parið var búið að plana barneignir og aðra sem var tekin meðvituð áhvörðun að hætta á öllum getnaðarvörnum en virðist ekki vera hægt að viðurkenna það. Alltaf sagt að getnaðarvörnin hafi ekki virkað sem mér finnst fáránlegt.

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

ert | 29. jún. '16, kl: 23:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gerði nu bara ráð fyrir að hún tæki neyðarpilluna líka eins og skynsamlegast er að gera.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hedwig | 30. jún. '16, kl: 19:16:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tók aldrei pensilin og ef ég hefði aukið skammtinn við niðurgang hefði ég alltaf verið á auknum skammti enda með sjúkdóm sem veldur niðurgangi og var ég stanslaust með þannig í ansi mörg ár eins skemmtilegt og það hljómar :).

ert | 30. jún. '16, kl: 19:18:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko ég vil ekki vera leiðinleg en kosturinn við það er að skammturinn hefur verið stilltur miðað við niðurgang þannig að þú slappst við að breyta honum. Fátt er svo með öllu illt ekki að boði nokkuð gott. ;)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hedwig | 30. jún. '16, kl: 20:22:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei tók bara pilluna samkvæmt fylgiseðli um magn. Sem sé ein tafla a dag í 3 vikur og 1 vika í frí. En við notuðum svo smokkinn með þannig að vorum nokkuð örugg. Hefði líka kannski ekki skipt neinu þó pillan væri ekki að virka þar sem við vorum án getnaðarvarna svo í 5 ár án þess að nokkuð gerðist.

ert | 30. jún. '16, kl: 20:23:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem hefur hefur dugað. Ef þú hefðir verið að verða ólétt á hverju á ári þá hefði skammtinum væntanlega verið breytt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Felis | 29. jún. '16, kl: 13:39:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aldrei mjög stressuð heldur?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

LaRose | 29. jún. '16, kl: 14:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, oft. Hef aldrei séð fylgiseðil eða rannsókn sem sýnir að stress hafi áhrif á virkni pillunnar.

Hef séð að stress geti aukið líkur á milliblæðingum og að blæðingar hætti (jafnvel þott maður sé á pillunni) en las líka að svo lengi sem pillan væri tekin rétt væri vörnin eins góð og alltaf þrátt fyrir að önnur einkenni hormónaóreglu gætu komið fram.  

Ef þú ert með rannsókn um annað og sýnir svart á hvítu að stress hafi verið valdur að óléttu hjá konum sem tóku pilluna alltaf á réttum tíma (því stress ýtir að sjálfsögðu undir gleymsku, en held ekki þú sért að meina það) þá skal ég játa mig sigraða með glöðu geði :P

Felis | 29. jún. '16, kl: 14:04:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki með rannsókn een þekki konu sem hefur nokkrum sinnum orðið ólétt í prófatörn og kvensjúkdómalæknirinn hennar sagði henni að það væri vel þekkt að stress núllaði út virkni pillunnar hjá sumum konum.

Annars eru milliblæðingar almennt merki um að pillan sé ekki að virka sem skildi.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

LaRose | 29. jún. '16, kl: 15:52:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér fannst þetta forvitnilegt því ég hef aldrei heyrt um þetta svo ég leitaði að rannsóknum um þetta og fann ekkert.

Hinsvegar fann ég greinar sem fjölluðu um efnið og allar sögðu að svo lengi sem pillan væri tekin rétt væri virknin sú sama.

Hvor það er rétt eða hvort kvensinn hefur rétt fyrir sér er ómögulegt fyrir okkur að vita...en ég ætla nú samt persónulega að trúa því sem ég las plús því að ég hef verið á mörgum pillutegundum í gegnum tíðina og aldrei hef ég séð í neinum innleggsseðli að stress geti haft áhrif á virknina. Miðað við allt það sem er næstum ómögulegt að gerist en þeir lista samt upp finnst mér ótrúlegt að þeir taki þetta ekki með...ef það er raunveruleg hætta á ferðum.

Bakasana | 29. jún. '16, kl: 16:23:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki verið að vísa í þriðja stigs aukaverkanir af stressi. Mikið stress getur haft meltingartruflanir, niðurgang og uppköst í för með sér og það er vel dokúmenterað sem áhrifavaldur á virkni pillunnar. Stress er held ég sjaldnast talið upp sem faktor þegar kemur að lyfjagjöf vegna þess að stress er svo óræð stærð. 

LaRose | 29. jún. '16, kl: 16:51:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, það er það eina sem ég hef séð eitthvað um; að stress getur valdið uppköstum, niðurgangi og gleymsku (gleymist að taka pilluna) en það sem Felis er að vísa til er að stress geti haft áhrif á virkni pillunnar í líkamanum og núlli út áhrifin af henni per se.

Svo ég er sammála því sem þú segir, en það er ekki það sem Felis var að meina.

LaRose | 29. jún. '16, kl: 15:54:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Milliblæðingar eru merki um að pillan sé of veik í þeirri merkingu að hún haldi ekki blæðingu til baka þegar ekki er pása eins og hún á að gera.

Hinsvegar hefur það ekkert með virknina að gera....og það veit ég því þetta hefur komið fyrir mig á amk 2 pillutegundum og minn kvensi sagði þetta bara vera bagalegt....en öryggið væri það sama.

svartasunna | 30. jún. '16, kl: 20:40:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Èg var líka rosa fullkomin, gleymdi bara einu sinni að sæði lifir í viku.

______________________________________________________________________

Felis | 29. jún. '16, kl: 13:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég þekki enga fullkomna konu. Hef enga trú á því að þær séu til

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ert | 29. jún. '16, kl: 13:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla ekki að efast um að þær konur sem segjast fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum um pilluna geri það sbr. leiðbeiningar um Cerazette. Sumar konur eru eflaust mjög nákvæmar og hafa alltaf 24 klst á milli en ekki 23 klst eða 25 klst.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Felis | 29. jún. '16, kl: 14:07:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og cerazette virkar örugglega í 97% tilfella hjá þeim konum

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

tóin | 29. jún. '16, kl: 16:51:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvort það eru 23 eða 25 klukkustundir skiptir ekki máli - ef þú lest leiðbeiningarnar sem þú sjálf birtir og vísar til þá er ekki ástæða til að hafa áhyggjur nema að rúmlega 12 tímar líði frá því að pillan hefði átt að vera tekin.

Það er með ólíkindum að lesa þetta mas í kringum þessa hormónalyfjagjöf - þið verðið á endanum búnar að sannfæra ykkur um að pillan sé næsta ómöguleg leið til getnaðarvarna, mínútu framyfir 24 stunda regluna og vúpsídúpsí egglos á sér stað og ólétta yfirvofandi.

ert | 29. jún. '16, kl: 16:55:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ha? Af því að mér finnst að konur ættu að skoða rauntölur við val á getnaðarvörnum og við ákvörðum um ófrjósemisaðgerðir þá er ég að sannfæra mig um að það sé jafn gott að vera getnaðarvarnalaus og að taka pilluna ( pillan sé næsta ómöguleg leið til getnaðarvarna).
Ég er líka að styðja naugðanir á börnum með þessu og að geimverurnar stjórni okkur og að jörðin sé flöt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 29. jún. '16, kl: 16:57:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ert að gefa það í skyn að öryggi pillunnar minnki við það að kona taki hana 1 klukkustund fyrir eða eftir 24 stunda viðmiðið - það er rangt.

ert | 29. jún. '16, kl: 16:59:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leiðbeiningar segja að það eigi að taka hana á 24 klst fresti. Það er það sem á að gera. Síðan eru leiðbeiningar fyrir þá sem gera mistök og taka hana ekki á 24 klst fresti - sem sagt konur sem gera mistök. Mistökin skipta ekki máli fyrr en eftir 12 tíma en leiðbeiningarnar eru skýrar og allar fullkomnar konur fara strax að réttum leiðbeiningum, ekki eftir því hvað á að gera ef maður gerir mistök.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 29. jún. '16, kl: 17:00:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Ég ætla ekki að efast um að þær konur sem segjast fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum um pilluna" Nákvæmar leiðbeiningar segja 24 klst en gefa svo upp á að gera ef ´konur fara ekki nákvæmlega eftir leiðbeiningunum

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Raw1 | 29. jún. '16, kl: 18:34:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá hvað ég er sjúklega heppin þá :)
sjö-níu-þrettán

Tritill | 29. jún. '16, kl: 13:05:47 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst að hann eigi bara að láta taka sig úr sambandi fyrst að hann vilji ekki fleiri börn og þú eigir að eiga barnið. Ef hann vill það ekki, þá bara sparka honum út

Tritill | 29. jún. '16, kl: 13:09:10 | Svara | Er.is | 2

http://doktor.is/grein/ofrjosemisadgerdir-karla Sendu hann í þetta. Hann er 15 mínútur þarna inni. Og þú þarf að fara í svæfingu.

Tritill | 29. jún. '16, kl: 13:09:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á við ef þú ferð í aðgerðina, þá þarftu að fara í svæfingu

einkadóttir | 1. júl. '16, kl: 09:29:33 | Svara | Er.is | 0

Afhverju eru allir að reyna að sanna að þú sért að ljúga með því að grafa upp eldri þræði eða bara tjá sig um að óléttan sé þér að kenna? mjög furðulegt

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48003 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, Hr Tölva, Bland.is, Guddie