Prótín duft

Splattenburgers | 1. des. '15, kl: 15:05:12 | 336 | Svara | Er.is | 0

Byrjaði í ræktinni fyrir sirka 2 vikum. Hef heyrt að prótín duft sé auðveld leið til að hjálpa manni að ná prótín takmarkinu sínu. En ég hef nokkrar spurningar:

1. Er þetta allt saman svona fokking dýrt? Sá dall sem að sagðist innihalda "18 servings" eða skammta í netto, sem að kostaði sirka 5000kr! Vá!

2. Hvað þarf maður að borða mikið af þessu drasli? Veit að það fer eftir því hvaða mat maður borðar að því að maður fær ekkert bara prótín með dufti, en hvað er svona ágæt viðmið?

3. Á maður að borða þetta á hverjum degi eða bara fyrir/eftir æfingu? (æfi 3 á viku).

 

Splæs | 1. des. '15, kl: 15:10:50 | Svara | Er.is | 0

Ertu búin/n að reikna út hversu mikið prótín þú þarft daglega? Er ekki líklegt að venjulegur matur dugi þér ennþá? Mér finnst frekar ólíklegt að þú sért komin/n það langt á æfingaferlinu eftir tvær vikur að þú þurfir prótínuppbót.

veg | 1. des. '15, kl: 15:13:29 | Svara | Er.is | 0

þarftu yfir höfuð auka prótein?  eftir því sem ég best veit þá er duftprótein hugsanlega bara fyrir íþróttaafreksfólk sem æfir 12 sinnum í viku eða eitthvað álíka.

BlerWitch | 1. des. '15, kl: 15:25:19 | Svara | Er.is | 3

Éttu bara skyr og egg.

Splattenburgers | 1. des. '15, kl: 16:49:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok ekkert mál. Ég skal þá bara borða ekkert nema skyr og egg...

Sko, málið er að þetta ekki svona einfalt. Ég get alveg borðað eitthvað af prótínríkum mat á hverjum degi, eins og til dæmis 2-3 glöss af mjólk, fisk og/eða kjúkling nokkrum sinnum í viku, nokkur egg og svona. En ég vill ekkert BARA borða þetta. Þess vegna var ég að pæla í prótein dufti.

evitadogg | 1. des. '15, kl: 21:52:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Slepptu duftinu i bili og byrjaðu a að borða t.d. egg, kjukling og fisk. Eg var einu sinni i þessu duft rugli en fann miklu meiri þegar eg bætti 2-3 eggjum a dag inn i matseðilinn minn.

Brindisi | 2. des. '15, kl: 09:53:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þarft ekkert að borða þetta bara, borðaðu líka allskonar kjöt, grænmeti....bara allt, fjölbreytni skiptir miklu máli og slepptu duftinu

BlerWitch | 4. des. '15, kl: 09:53:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefur ekkert að gera við prótein í duftformi nema þú sért í massa vöðvauppbyggingu. Þú getur borðað egg í ýmsum útgáfum, skyr, fisk, kjöt, harðfisk, hnetur/möndlur sem millisnarl og fengið meira en nóg af próteini. Þú þarft ekki að borða BARA þetta. En mjólk hefurðu ekkert að gera við.

GoGoYubari | 1. des. '15, kl: 17:32:02 | Svara | Er.is | 0

1. Já ég held að þetta sé allt svona dýrt :/ ætli amino sé ekki ódýrast, færð það á undir 3000kallinn í bónus


2. Ég bara veit það ekki. Ef þú ert að telja kcal t.d. með myfitnesspal þá sérðu þar hversu mikið þú þarft að borða á dag. 


3. Ég fæ mér aðallega eftir æfingar. Ég elska samt Questbar stykkin, fæ mér það stundum sem millimál ef ég er mikið á ferðinni. Svo ef ég á mysuprótein þá set ég það í smoothie, yfirleitt eftir æfingu en alveg líka bara sem bragðbætir.

Hedwig | 1. des. '15, kl: 18:15:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Amino er samt ekki prótein :)

GoGoYubari | 1. des. '15, kl: 18:55:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ha ég hélt að aminosýra væri prótein? eða hluti af próteinum eða eitthvað þannig

fuzzy | 5. des. '15, kl: 21:17:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg rétt hjá þér, amínósýrur eru byggingareiningar próteina. Í myndlíkingu, ef prótein eru perluhálsfestar, þá eru amínósýrur stakar perlur.

thobar | 1. des. '15, kl: 18:02:44 | Svara | Er.is | 2


Láttu þetta protein duft, sem er bölvað eitur vera. Borðaðu besta protein sem er til, þ.e.a.s rammíslenskan harðfisk. (ca 85% protein).

Alli Nuke | 1. des. '15, kl: 18:13:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sem er líka á alveg rammíslensku verði, eða kannski bara 250.000 kr. pr. kg. og svo verður viðkomandi alveg endalaust vinsæll fyrir þessa hressandi andremmu sem fylgir harðfisk japlinu.

Trolololol :)

thobar | 1. des. '15, kl: 18:18:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðað við verð pr. protein kíló, efast ég um að það sé mikið dýrara, en hollara er það en þetta duft eitur.
Svo er bara að skola túlann vel, með íslenskri mjólk...;-)

Þjóðarblómið | 5. des. '15, kl: 15:40:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sá úttekt á verði á próteingjöfum og þar kom í ljós að harðfiskur er ódýrari heldur en próteinið í dunkunum, miðað við prótein magn.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Orn25 | 1. des. '15, kl: 18:18:39 | Svara | Er.is | 5

Ég er búinn að lyfta í c.a 15 ár og hef lítillega notað prótein duft. Ég nota þetta aðeins þegar ég er í tímaþröng og stundum í vinnunni, þá finnst mér gott að grípa í próteindrykk, en þetta er alls ekki nauðsynlegt.

Eftirfarandi hefur reynst mér ansi vel: Egg, kjúlli, túnfiskur, grísk jógúrt, skyr, nautakjöt, svínakjöt, lax/bleikja, hnetur og annað í þessum dúr.
Ég mæli með því að þú lesir þér til á bodybuilding.com, þar er margt fróðlegt að finna.

Gangi þér vel :D

P.S
Ekki lyfta með egóinu, þá fer skrokkurinn fljótt

Splattenburgers | 1. des. '15, kl: 19:40:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Næs. En hvað ertu þá að borða mikið? Þarf ekki fullt af mat ef að maður notar ekkert duft?

Orn25 | 2. des. '15, kl: 08:10:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei nei, ekkert fullt. Það fer reyndar alveg eftir markmiðunum sem þú setur þér. Ef þú ert að sækjast eftir því að byggja upp vöðvamassa. ,
Þá gerði ég það þannig að ég borðaði á c.a 2-3 tíma fresti og var alltaf búinn að útbúa matinn daginn áður. Þá var ég með 3 máltíðir og millimál sem ég gat tekið með mér í vinnuna.
Sem dæmi var máltíð 1. Fiskur með grænmeti og brúnum hrísgrjónum, 2. Kjúklingur eða kjöt með sætri kartöflu í hádeginu, og eitthvað svipað í máltíð 3. Í millimál var ég með boost sem ég útbjó daginn áður, hnetur, heimatilbúin powerbars og fleira í þessum dúr.

Þetta fer allt eftir því hverju þú stefnir að.

Mæli með bodybuilding síðunni sem ég benti þér á, ég er en að læra helling af nýjum hlutum með því að lesa þar.

En svona almenn atriði sem er gott að hafa í huga:
- Það er ekkert að því að leyfa sér nammi, pizzur, hamborgara og annað gotterí í hófi.
- Lyftu rétt, það skiptir miklu meira máli að lyfta rétt heldur en of þungt og gera það þá vitlaust. Þú færð miklu meira út úr því að lyfta með réttu formi.
- Þetta tekur tíma, ég var 68 kg þegar ég byrjaði og tók mig mörg ár að komast í þá þyngd sem ég stefndi að (steralaust :D)
- Lærðu af öðrum og fáðu hjálp í ræktinni, ég geri þetta ennþá, það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt.
- Breyttu til. ekki vera með sama prógrammið í langan tíma, það verður leiðinlegt. Notaðu, bjöllur, stangir, handlóð, teygjur, líkamsþungann þinn og allt sem þér dettur í hug til að hrista aðeins upp í æfingunum.

Mér dettur ekkert meira í hug í bili, ef það er eitthvað fleira máttu henda á mig skilaboði :D

Fuzknes | 1. des. '15, kl: 19:10:35 | Svara | Er.is | 1

sleptu þessu duftdrasli!

sjeikur með undanrennu, eggjahvítum og harðfisk er málið

Splattenburgers
Fuzknes | 1. des. '15, kl: 21:50:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

próteinið í þeim er örugglega ódýrara en í duftdraslinu!

svo fæst líka eggjahvíta í brúsum í bónus minnir mig, þeir kosta væntanlega minna en handlegg
ættir að vera góður með einn þannig fyrir æfingar og svo nóg af undanrennu meðan þú æfir

evitadogg | 1. des. '15, kl: 21:54:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Margir fa prumpuveiki af duftprótíni og prótínprumpulykt er viiiiiiðbjóður

choccoholic | 1. des. '15, kl: 22:09:14 | Svara | Er.is | 0

Ég nota það bara þegar ég er á hraðferð og hef ekki tíma til að borða (semsagt sem millimál eða minni máltíð eftir æfingar). Alger óþarfi og þú nærð ekkert betri árangri með því þannig lagað og mjög ólíklegt að þú hafir þörf fyrir það. Færð svipað útúr því að borða bara einn banana og drekka kókómjólk með td.

Myndi frekar borða chia fræ á morgnana td eða henda þeim útí boozt, skyr, mjólk, ost, hveitikím, fisk og sjávarafurðir (túnfisk, rækjur osfrv), kjöt, baunir og hnetur. Mikið betri næring heldur en duftið og ekki gleyma því að allt umfram prótein breytist bara í fitu sem sest utan á þig.

3 skipti í viku er ekkert ægilega mikið og enganveginn það mikið að þú þurfir próteinduft.


Splattenburgers | 1. des. '15, kl: 23:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"3 skipti í viku er ekkert ægilega mikið"

Er ekki bara óhollt að fara oftar? Heyrði það að líkaminn þyrfti alltaf hvíld á milli æfingardaga. Er í sirka 60 min hvert skipti og æfi allan líkaman.

Brindisi | 2. des. '15, kl: 09:57:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

3 skipti er ekkert ægilega mikið, það er alveg mjög fínt að fara 3 sinnum í viku en einmitt algjör óþarfi að fara á eitthvað duft fyrir venjulega líkamsrækt, þarft ekkert að borða eitthvað sjúklega miðað við þetta, bara venjulega. Hvert er samt þitt markmið? almenn heilsurækt, grennast, styrkjast.......body building?

Splattenburgers | 2. des. '15, kl: 13:21:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki endilega með bara eitt takmark. Vill vera heilbrigður og fá soldið að vöðva. Ég ætla ekkert að verða einhver Hulk eða neitt svoleiðis, bara sæmilega stór og sterkur :)

Fór að ráði ykkar og keypti ekki þetta duft. En önnur spurning: Eru tilbúnir/forsteiktir kjúklingaleggir verri? Ég keypti núna áðan box af texmex leggjum að því að þeir voru mikið ódýrari heldur en ferskar bringur.

Brindisi | 2. des. '15, kl: 13:47:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bringurnar eru kannski hollastar en sparnaður og fjölbreytileiki er líka mikilvægur

ekki byrja allavega í einhverju svona matarprógrammi sem segir hafragraut með chiafræjum í morgunmat, grænn búst í millimál, kjúklingabringa, brún hrísgrjón og soðið grænmeti í hádegismat, lúkufylli af hnetum í millimál og túnfiskur og kotasæla í kvöldmat :9 allt í lagi einn dag en gubb og æl hvað þetta er boring

Splattenburgers | 2. des. '15, kl: 14:17:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"allt í lagi einn dag en gubb og æl hvað þetta er boring"

Efa það að það sé nóg að borða bara hollt í einn dag og síðan drasl hina dagana :)

Var að borða hádegismatinn minn áðan: Hálf dolla af skyri, 3 kjúklingaleggir, og einn samloka með hálfri dollu af túnfiski. Er að fara í ræktina seinna í dag. Borða líklega aðra 3 leggi og afgangin af skyrinu þegar ég kem heim :)

Brindisi | 2. des. '15, kl: 14:33:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er ekkert að tala um að borða hollt einn daginn og drasl hina, ég hef séð svona 3 vikna matarplön og allir dagarnir eru nánast eins og hljóma svona, endalaust þurrar bringur, það hægt að gera svo miklu meira, t.d ein msk af sósu getur t.d gert ótrúlega mikið, ein beikonsneið getur breytt mat til hins betra

evitadogg | 2. des. '15, kl: 15:12:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er samt alveg hægt að borða holla og fölbreytta fæðu án þess að fara á eitthvað bilað matarprógram. Ég hef verið á matarprógrami í mánuð og jú ég fann og sá alveg mun en fokk hvað ég var orðin leið eftir mánuðinn (gufusoðið grænmeti og kjúklingur/fiskur endalaust, dreptu mig ekki sko). Lang best að temja sér bara almenna skynsemi, ekki nema markmiðið sé rosalegur niðurskurður og byggja upp vöðva, en þá ættirðu frekar fá aðstoð hjá einkaþjálfara (og velja vel!) frekar en frá bland.is

lyklaborð | 1. des. '15, kl: 22:33:48 | Svara | Er.is | 0

Mæli með whey protein 80 fæst hjá hreysti í skeifunni. Sé reyndar að það er búið að hækka um 1000kr síðan ég verslaði þarna fyrr á árinu. en 2kg kosta 9 þús.
Svo er líka sniðugt að fylgjast með tilboðum inn á iherb.com ég versla oft protein þar á góðum dílum. Getur tekið þetta eftir æfingar og með morgunmatnum t.d eða milli mála þegar þú hefur ekki tíma til að borða.

http://www.hreysti.is/faedubotarefni?Whey+Protein+80+SF%2B%C2%A0&shopItemId=858

orkustöng | 5. des. '15, kl: 15:33:21 | Svara | Er.is | 1

svo má til gamans minna á eitranir og dauðsföll vegna próteindufts vegna galla í framleiðslu, næringarfræðingar vilja ekki borða svona.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 10:51
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 27.4.2024 | 06:04
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
Síða 1 af 48232 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Kristler, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie