Raðgreiðslur

jonullarsokkur | 26. maí '16, kl: 21:11:19 | 485 | Svara | Er.is | 0

Nú er ég nýr í kreditkortaheiminum og ætla að kaupa mér rúm á raðgreiðslum.

Ég fékk upplýsingar hjá fyrirtækinu sem ég ætla að kaupa rúm hjá að það sé hægt, með vöxtum og lántökugjaldi. Þeir sögðu mér að fyrsta greiðslan myndi fara á næsta tímabil sem ég borga af kortinu. Mun ég þá, þegar ég fer og kaupi rúmið, ekki þurfta að borga neitt strax? Fer fyrsta greiðslan þá af kortinu+lántökugjaldið bara í byrjun næsta mánaðar? Eða þarnæsta? Eða borga ég fyrstu greiðsluna með kortinu á staðnum og það fer þá út af inneigninni?

 

adrenalín | 26. maí '16, kl: 21:34:58 | Svara | Er.is | 0

dreifir greiðslunum , þess vegna heita þær raðgreiðslur og dreifast jafnt á alla mánuðina. 

jonullarsokkur | 26. maí '16, kl: 21:45:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það en það sem ég er að spá er hvort ég þurfi að eiga inneign á kortinu fyrir fyrstu greiðslunni þegar ég fer og kaupi rúmið, til dæmis á morgun, eða hvort fyrsta greiðslan fari ekki út af kortinu fyrr en á næsta tímabili.

Mae West | 26. maí '16, kl: 21:47:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mögulega samkomulagsatriði milli þín og búðarinnar. 

adrenalín | 26. maí '16, kl: 22:00:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kreditkort eru skuldakort, eina sem þú þarft að eiga er heimild. Mátt ekki vera búin að versla fyrir alla heimildina

Dalía 1979 | 26. maí '16, kl: 23:45:52 | Svara | Er.is | 1

Fyrsta. Greidslan fer út af kortinu á næsta tímabili

passoa | 27. maí '16, kl: 10:06:00 | Svara | Er.is | 0

Þeir renna kortinu í gegn upp á heimild, veit t.d. ekki hvort þú fengir það í gegn ef þú ert t.d. bara með 40 þús króna heimild, spurning hvort þú þurfir að hækka heimilidna sem nemur kostnaði rúmsins svona rétt á meðan þú kaupir rúmið, ekki að öll sú upphæð gjaldfærist á kortið, borgar bara alltaf sömu summuna sem þú færð að vina hver er í búðinni. Annars er ég ekki betur að mér í svona raðgreiðslum :p

Helgenberg | 27. maí '16, kl: 10:56:06 | Svara | Er.is | 0

alveg sama hvenær greiðslan er tekin. það verður samt að vera heimild á kortinu fyrir fyrstu 2 greiðslunum eða jafnvel meira

Tomas1948 | 27. maí '16, kl: 14:52:19 | Svara | Er.is | 0

jonullarsokkur, af hverju spurðir þú ekki um þetta hjá rúmsalanum?.

Alkemistinn | 27. maí '16, kl: 15:59:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann gerði það, svarið liggur í upphafsinnlegginu...

Haffibesti | 27. maí '16, kl: 16:16:20 | Svara | Er.is | 0

Oftast áttu að geta valið hvenær fyrsta greiðslan byrjar. En ekki út í það endalausa haha. Til dæmis er byrjað nýtt kortatímabil fyrir mai/júni og það er alveg til 21. júní og það er sú notkun sem þú borgar næstu mánaðarmót. Það sem þú munt nota kortið í tímabilið 22.6- 21.7. verður mánaðarmótin júlí ágúst. Hvenær fyrsta greiðslan fer á kortið fer alveg efftir hvaða dag mánaðarins þú gerir raðgreiðslusamninginn og hvenær þú vilt láta hann byrja (bjóði lánafyrirtækið uppá það)
Sem sagt ef þú keyptir þér rúm í gær á raðgreiðslum þá hefðirðu væntanlega getað valið um að byrja að borga í lok maí mánaðar og þá fer það á kortareikninginn sem þú borgar í júní- júlí. Og svo ef þú valdir lok júní (eftir 22.) fer það á kortið júlí- ágúst.

Haffibesti | 27. maí '16, kl: 16:24:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Til dæmis er byrjað nýtt kortatímabil fyrir mai/júni og það er alveg til 21. júní og það er sú notkun sem þú borgar næstu mánaðarmót"
Meina að það tímabil borgarðu mánaðarmótin júní- júlí Tímabilið framtil 22. maí borgarðu núna uppkomandi mánaðarmót.

msk tsk | 27. maí '16, kl: 19:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar er búið að breyta kortatímabilinu yfir í 27.-26.næsta mánaðar :)

Haffibesti | 27. maí '16, kl: 19:46:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvenær var það gert?

Ziha | 28. maí '16, kl: 08:29:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nýlega.  En samt fyrir allavega 2+ mánuðum.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Haffibesti | 28. maí '16, kl: 09:20:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er skrítið þar sem mitt kort er enn á 21/22. kerfinu

Þjóðarblómið | 28. maí '16, kl: 11:25:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var það ekki bara Landsbankinn sem breytti?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Dalía 1979 | 29. maí '16, kl: 10:37:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1 oktober 2015

Dalía 1979 | 29. maí '16, kl: 10:37:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er med vísakort frá kreditkortum og það er27 hvers mánaðar sem byrjar nýtt tímabil breyttist 1 október 2015 þannig að það er greinilega misjafnt

Arel | 27. maí '16, kl: 21:32:59 | Svara | Er.is | 0

Það eru tvenns konar heimildir á kortinu. Heimildin sem þú hefur innan mánaðar og svo er lánaheimild sem kemur í veg fyrir að heildar skuld á raðgreiðslum +núverandi eyðsla fari yfir ákveðið hámark.

missflo | 28. maí '16, kl: 01:33:51 | Svara | Er.is | 0

Þú þarft að hafa heimild fyrir fyrstu greiðslunni þegar þú kaupir - en það bókfærist ekki fyrr en þegar þar að kemur (mismunandi eftir fyrirtækjum). Þú þarft ekki að hafa heimild fyrir öllu rúminu, bara fyrstu greiðslunni.

Petrís | 28. maí '16, kl: 12:21:18 | Svara | Er.is | 0

Af hverju safnarðu ekki fyrri rúminu í nokkra mánuði og sparar stórfé með því sem annars hefði farið í vexti?

Haffibesti | 28. maí '16, kl: 12:40:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru vextir á þessu láni? Hvað kallarðu stórfé? Þetta eru nokkrir þúsundkallar kannski.

Petrís | 28. maí '16, kl: 12:43:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru nokkrir þúsundkallar ekki peningar, nokkrir þúsundkallar hér og svo nokkrir þúsundkallar þar. Kann fólk ekki lengur að fara með peninga. Hve há upphæð skiptir máli að þínu mati? Fólk er með endalausa hluti á raðgreiðslum, bílalán og utanlandsferðir á kreditkortinu og kvartar svo sáran yfir að peningarnir dugi ekki og það sé svo dýrt að lifa. 

Haffibesti | 28. maí '16, kl: 22:35:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú að sjálfsögðu eru nokkuð þúsúnd krónur peningar. En ekki stórfé. Og þráðurinn snýst um spurningar og svör um raðgreiðlsulán. Ekki hvort það eigi að borga vöruna öðruvísi og það er ekki verið að fara til útlanda með kortinu, enda fyrsta kort þráðarhöfundar. En ef lánið er án vaxta er þetta ekki svo mikill auka peningur.
Og ég lýt þannig á raðgreiðslur að maður tekur þær bara í neið og í sjálfu sér hjálpar það manni að komast í gegnum ákveðið tímabil sem annars myndi krefjast uppsafnaðs sparnaðar eða bara peninga sem einfaldlega eru ekki til.

saedis88 | 29. maí '16, kl: 13:25:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef manneskja á ekki rúm á hún þá bara að sofa á dýnu eða gólfinu þangað til ?

Petrís | 29. maí '16, kl: 17:44:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á þessi manneskja ekki rúm?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 13:30
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 10:51
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
Síða 1 af 48234 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Kristler, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie