Ráðlegg fólki að versla ekki heimilistæki við ELKO

Natal | 28. sep. '10, kl: 21:57:23 | 6488 | Svara | Er.is | 8

Vil bara ráðleggja fólki að versla ekki heimilistæki við ELKO

Taldi mig vera að kaupa af þeim fína og góða þvottavél fyrir ári síðan sem er enn í ábyrgð. Þeir mæltu með þessari vél.

Vélin fór að bila fljótlega eftir kaupin - uggar sem eru úr plasti inn í trommlunni brotnuðu hver á fætur öðrum og voru nýir settir í.

Þetta endurtók sig með uggana og vélin fór svo að leka. Það fannst gat á belgnum sem olli þessum leka. Krónupeningur fannst í vélinni en þeir geta ekki sagt til um né fullyrt hvort að sá hlutur hafi gert gatið sem mér finnst frekar ólíklegt að hafa valdið slíku tjóni og gert stórt gat á belginn.

Vélin er núna metin óviðgerðarhæf og þeir ætla ekki að bæta tjónið.

Ég vil meina að hér hljóti um framleiðslugalla að vera að ræða - trúi því varla að krónupeningur geti bara skemmt vélina með þessum hætti.

Langar að forvitnast hvort einhver hafi lent í svona löguðu, þ.e að fá smáhlut í belginn með þeim hætti að vélin hafi hreinlega eyðilagst við það eitt?

 

Cat Lady | 28. sep. '10, kl: 21:58:43 | Svara | Er.is | 1

keypti eina svona gallaða líka í elko.

Natal | 28. sep. '10, kl: 22:00:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það virðist nefninlega vera svolítið mikið um þetta er ég að heyra núna eftir að lenda sjálf í þessu.

Fékkstu þína vél bætta - var hún enn í ábyrgð?

snatar | 28. sep. '10, kl: 23:03:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefur ekki keypt aukaábyrgð til 5 ára eins og með önnur raftæki hjá Elko.Sú ábyrgð tekur yfir allt.

Askepot | 29. sep. '10, kl: 06:33:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það er 5 ára ábyrgð á stærri raftækjum og að mínu viti fellur þvottavél undir það.

Ekki láta plata ykkur of mikið með þessa aukatryggingu sem er í boði, hún er peningaplokk.

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Drazlari | 29. sep. '10, kl: 08:42:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei tad er 2 ár

Liljaa | 29. sep. '10, kl: 10:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei 5 ár á öllum stærri heimilstækjum.
Svilkona mín var að kanna það þegar þau lenntu í að ískápurinn þeirra skemmdist eftir 3 ár !

__________________________________________________________

ღღ Ég á 4 yndislega Gullmola ღღ

Drazlari | 29. sep. '10, kl: 11:21:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei 2 ár skv lausafjárkaupalögunum

Pandabug | 29. sep. '10, kl: 12:52:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

5 ár skv. 27. grein í lögum um neytendakaup Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka. Þetta gildir ekki ef seljandi hefur í ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum samningi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma.
http://www.althingi.is/lagas/137/2003048.html

Miss Lovely | 29. sep. '10, kl: 08:55:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hún er sko alls ekki peninga plott skal ég segja þér

keypti ferðadvd spilara af þeim fyrir 4 árum síðan, hann fór að bila núna í sumar. þeir sögðu mér að fara með hann í Öreind því þeir eru með þjónustuna fyrir þá með þessa spilara og það var ekki hægt að gera við hann þannig við fengum nýjan spilara sem er sambærilegur og miklu flottari og ég ákvað að kaupa aðra 5 ára ábyrgð á hann því ég á ung börn sem geta skemmt hann

spilarinn var ónýtur því dóttir mín komst í hann óvart og kastaði honum í gólfið og skjárinn brotnaði og hann dó

svo mér finst þetta alveg borga sig, ég borgaði nú bara 3-5000kr fyrir þennan nýja spilara :)

LíNa LaNgSoKk | 29. sep. '10, kl: 08:55:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta auka tryggingardæmi er peningaplokk því af svona stóru heimilistæki á að vera lengri ábyrgð en 2 ár

TIL SÖLU!!!!
Brio kombi barnavagn til sölu
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=25628252&advtype=1&page=1&advertiseType=0

Miss Lovely | 29. sep. '10, kl: 09:10:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er bara 2ja ára ábyrgð á öllum raftækjum samkvæt lögum

fyrirtæki meiga þó ábyrgjast vöruna lengur ef þeim hentar, sem þeir flestir gera þó ekki


ég er alveg sammála að auðvitað ÆTTI að vera lengri ábyrgð en 2 ár á svona stórum vélum en það er það bara ekki og því betra að borga 5000kr og fá það bætt næstu 5 árin en að borga viðgerðir eða þurfa kaupa nýtt tæki

Ninna | 29. sep. '10, kl: 09:25:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Rangt. Lestu lögin. Það er 5 ára ábyrgð á stærri heimilistækjum.

Mukarukaka
Ninna | 29. sep. '10, kl: 09:31:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég las nú lögin fyrir ekki svo löngu og það stóð annað þar. Svo hafði ég líka samband við Neytendafélagið og þeir eru ekki sammála þér.

Mukarukaka | 29. sep. '10, kl: 10:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lög um lausafjárkaup 2000 nr. 50 16. maí
" 32. gr. Tilkynning.
Kaupandi glatar rétti sínum til þess að bera fyrir sig galla ef hann tilkynnir ekki seljanda án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var í hverju gallinn er fólginn. …1)
**Ef kaupandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki síðar borið gallann fyrir sig. Þetta gildir ekki ef seljandi hefur í ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum samningi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma.**"

Þarna stendur skýrum stöfum að ef ábyrgð á að vera lengri er það seljandi sem stjórnar því.
Þessvegna er talað um 5 ára kvörtunarfrest á tækjum sem ætlast er til að endist lengur en í 5 ár og er þá fyrirtækisins að ákvarða hvernig unnið er úr slíkri kvörtun.

_________________________________________

Pandabug | 29. sep. '10, kl: 12:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

5 ár skv. 27. grein í lögum um neytendakaup Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka. Þetta gildir ekki ef seljandi hefur í ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum samningi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma.
http://www.althingi.is/lagas/137/2003048.html

Drazlari | 29. sep. '10, kl: 14:20:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég held samt að þvottavél flokkist undir lausafjárkaup

Pandabug | 29. sep. '10, kl: 14:42:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef neytandi kaupir þvottavél/bíl/ísskáp af fyrirtæki þá er um neytendakaup að ræða. Neytendakaupalögin ganga mun lengra en lausfjárkaupalögin. Bæði lögin geta átt við en Neytendakaupalögin taka sérstaklega á neytendakaupum og þeim auknum réttindum neytenda og skyldum seljenda gagnvart neytendum.

Drazlari | 29. sep. '10, kl: 16:01:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok.. ég veit það ekki og mér gæti ekki verið meira sama

LíNa LaNgSoKk | 29. sep. '10, kl: 09:31:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín vél er með 5 ára ábyrgð....kannski afbrigðilegt eintak :S

TIL SÖLU!!!!
Brio kombi barnavagn til sölu
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=25628252&advtype=1&page=1&advertiseType=0

Mukarukaka | 29. sep. '10, kl: 10:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Neinei, þá hefur seljandi væntanlega bætt við 3 árum við ábyrgðina og haft það í samningum.
Ég meina, það eru bílar auglýstir með 7 ára ábyrgð en það er bara seljandans ákvörðun.

_________________________________________

raggihaf | 29. sep. '10, kl: 10:21:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þetta er ekki alveg rétt hjá þér Gytta.. það er 2 ára ,,lágmarksábyrgð" á raftækjum sem keypt eru ný. Við tæki, húsgögn o.fl. þar sem fyrirfram er búist við að endist í töluverðan tíma, t.d. sófa og þvottavélar, þá er allt að 5 ára ábyrgð. Um þetta eru mýmargir hæstaréttardómar sem staðfesta þetta. Ég ráðlegg þér að leita til neitendasamtakanna varðandi áframhaldið. Fáðu ráðleggingar þaðan, þeir hjálpuðu mér mjög mikið á sínum tíma og ég fékk mitt bætt.

rullar | 29. sep. '10, kl: 00:21:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég vil meina að maður eigi aldrei að versla þvottavél í ELKO og ég hika alltaf við að kaupa raftæki hjá þeim eftir að ég keypti whirpool þvottavél hjá þeim og þeir sögðu mér að fara í Heimilistæki og fá hjá þeim allar merkingarar um þvottastigin og það, á Íslensku sem ég og gerði en Heimilistæki voru skiljanlega ekki til í það en sama vél kostaði það sama í Heimilistækjum og ELKO svo ég skilaði henni í ELKO og keypti í Heimilistækjum og sé ekki eftir því

heidarinn | 29. sep. '10, kl: 05:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég hef mjög góða reynslu af raftækjum frá elko en ekki af starfsfólkinu sem lætur helst eins og að það sé ekki að fá borgað fyrir vinnuna sína ... en að það séu mismunandi klassar af AEG vélum í ormsson og elko er tóm þvæla hinsvegar er AEG í dag ekki það sama og AEG fyrir fimm árum og sökum þess að framleiðslu á AEG vélum var hætt í þýskalandi og fært til tyrklands til að halda kostnaði í lægri kantinum. Tíkall getur haft hrikalegar afleiðingar í þvottavél s.s. stíflað og brotið hringrásardæluna og allir vita að það er sáraeinfalt að rífa plast með járni þó það sé nú ekki að gerast á 1400 snúningum á mínútu .... ég hef unnið við flutninga á heimilistækjum í viðgerð og úr viðgerð og hef séð svona tilfelli þar sem það er algjörlega með ólíkindum hvað sama vélin bilar oft en það er svona eitt skipti af hverjum 500

97' Grand cherokee 5,2 - skoða tilboð í hann

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 29. sep. '10, kl: 08:58:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er skondin þvottavél sem þolir ekki krónupening!!

það dugir ekki að viðkvæmnin sé svo mikil hvað svona tæki varðar.

Þá ættu þeir að selja hana undir formerkjunum: Þolir ekki þvott.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

úps | 28. sep. '10, kl: 21:59:34 | Svara | Er.is | 0

hef ekki lent í að fá hlut í tromluna, en keypti aftur á móti AEG vél hjá þeim fyrir nokkrum árum sem var ekki gott eintak. Þegar hún bilaði í 4 sinn á þremur árum henti ég henni. En þeir borguðu nú alltaf á meðan hún var í ábyrgð.

á núna tvo sæta stráka og eina bumburúsínu 36v+ :-)

punkturcom | 28. sep. '10, kl: 22:01:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég á AEG vél sem hefur aldrei klikkað en hana keypti ég í Ormsson, Elko selur annars flokks útgáfu af þeim vélum :S

Miss Lovely | 29. sep. '10, kl: 08:58:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

fyndið hvernig undirskriftin kemur inní hahaha

"keypti vél, hún bilaði. henti henni, á svo núna 2 sæta stráka"

hehehe :)

Myken | 29. sep. '10, kl: 11:28:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hugsaði það sama hahaha

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Golda Meir | 28. sep. '10, kl: 22:00:17 | Svara | Er.is | 3

Nei, ég hef þvegið nokkrar krónur og leikföng og alls konar dótarí í gegnum árin.
Keypti reyndar vélina í elko, þetta var ódýrasta merkið sem ég fann á markaðnum þá og hún hefur gengið eins og ný síðan. Þetta var fyrir 13 árum og ég hef aldrei skipt um eitt eða neitt í henni.

Fúlt fyrir þig að lenda í þessu :/

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

zum
Natal | 28. sep. '10, kl: 22:03:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég held að það hljóti nú að vera svolítið um það að smáhlutir geti farið óvart í þvottavélina :) en að þeir skemmi vélina hreinlega skil ég ekki. Skil ekki heldur hvernig krónupeningur á að geta gert gat á belginn.

Þú heppin með þína vél :)

LíNa LaNgSoKk | 29. sep. '10, kl: 09:00:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verður samt að átta þig á því að krónur, leikföng og annað fari í tromlu og belginn er tvennt ólíkt.
Belgurinn er fyrir innan tromluna

TIL SÖLU!!!!
Brio kombi barnavagn til sölu
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=25628252&advtype=1&page=1&advertiseType=0

haffmaster | 28. sep. '10, kl: 22:00:34 | Svara | Er.is | 0

eg keypti þvottarvel hja Ormson . þa AGE a 100þus ca. hun hefur ekki klikað. i 2ar ca.

punkturcom | 28. sep. '10, kl: 22:05:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ormsson eru með annan AEG klassa.. þær eru öðruvísi vélarnar hjá ELKO.
Elska mína AEG vél, foreldrar mínir eiga svipaða vél og hún hefur aldrei klikkað.

Örvera | 28. sep. '10, kl: 23:35:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað hefur þú fyrir þér í því?

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Drazlari | 29. sep. '10, kl: 02:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tetta er algjör tvæla sem tú ert ad segja..

punkturcom | 29. sep. '10, kl: 06:02:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þetta er ekki algjör þvæla, innvols vélanna er ekki það sama og því eru þær ekki í sama verðflokki.
Amk, einhverjar vélanna.

Drazlari | 29. sep. '10, kl: 08:45:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tetta er víst tvæla.. ég var búin ad kanna tetta sjálf.. aeg er varla ad selja 2 gerdir af sömu vélinni nema önnur med lélegri innri hluti..

Maddaman | 29. sep. '10, kl: 09:42:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elko er að selja eldri týpur sem t.d. eru með kol. Ormson er að selja nýjustu týpurnar en ekki að selja ónotaðar vélar af eldri týpum - í því liggur mikill munur.

Drazlari | 29. sep. '10, kl: 11:29:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

teir eru líka med vélar sem eru ekki med kol

Maddaman | 29. sep. '10, kl: 11:36:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ábyggilega en þegar ég keypti mína AEG þvottavél voru bara til AEG þvottavélar í gömlum týpum með kolum og þess vegna keypti ég frekar í Ormsson

micro | 28. sep. '10, kl: 22:02:07 | Svara | Er.is | 0

Spes að þeir vilji ekki bæta hana.

ég keypti hrærivél hjá þeim, sem varð leiðinleg eftir 1,´5 ár og hún var metin óviðgerðarhæf og ég fékk nýja vél.

sisi11 | 28. sep. '10, kl: 22:03:52 | Svara | Er.is | 0

Ef þú hefur keypt hana á Visa raðgreiðslum er ábrygðin lengri en 2 ár
- Farðu bara í neytendasamtökin ef þeir vilja ekkert gera fyrir þig -

Natal | 28. sep. '10, kl: 22:06:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég ætla að setja mig í samband við Neytendasamtökin - vita hvað þeir segja um þetta.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 29. sep. '10, kl: 00:25:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elsku vina. Það hafa sko ófáar krónur,spennur ofl. komið út með þvottinum hjá mér þegar unglingarnir eru ekki að tæma nægilega vel vasana. Það eitt á ekki að geta skemmt vélina, nema hún sé úr sykurpúðum????
Myndi ekki gefa þetta eftir, vertu hörð og leitaðu réttar þíns.

Þeir eiga ekki að komast upp með þetta.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Natal | 29. sep. '10, kl: 00:54:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta. Já ég furða mig virkilega á þessu og leita enn frekari svara og réttar míns í þessu.

LíNa LaNgSoKk | 29. sep. '10, kl: 09:04:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún gæti þess vegna hafa týnst hjá viðgerðaraðilanum.
Þeir gera ekki við sjálfir. Þeir senda hlutina til réttra aðila.

TIL SÖLU!!!!
Brio kombi barnavagn til sölu
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=25628252&advtype=1&page=1&advertiseType=0

sendy | 29. sep. '10, kl: 16:35:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

AEG var einmitt með eina týpu úr sykurpúðum framleidda í sarajevo til að lækka verðið svo þetta getur passað.

litla snót | 29. sep. '10, kl: 00:31:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það er ekki lengur þannig. Það hætti fyrir örugglega 3 árum

sibbz | 28. sep. '10, kl: 22:12:36 | Svara | Er.is | 0

hehehe þeir eru snillingar. týndu myndavélinni minni einhvern tíma þegar hún átti að vera í viðgerð hjá þeim, hef ekki enn fengið hana til baka.
Með smá frekju fékk ég nýja vél og nýtt minniskort frá þeim í staðin fyrir hina vélina.

Hef enga reynslu af heimilistækjum frá Elko nema brauðgrillið mitt sem er orðið 6 ára gamalt og enn eins og nýtt.

Natal | 28. sep. '10, kl: 22:16:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já greinilega snillingar hér á ferð :) En gott að þú fékkst nýja vél.

sibbz | 28. sep. '10, kl: 22:46:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já gaf það ekkert eftir. Vélin var í ábyrgð og þó hún hefði ekki verið það þá eiga þeir ekki að komast upp með að týna hlutunum manns.

Ef þessi vél bilar þá fer hún ekkert í viðgerð hehehe það verður farið eitthvað annað og keypt nýja myndavél.

Mukarukaka | 28. sep. '10, kl: 22:20:54 | Svara | Er.is | 7

Öll mín raftæki eru þaðan og aldrei lent í neinu óeðlilegu, alltaf fengið fína þjónustu og hreinlega man ég ekki eftir að neitt hafi bilað að ráði, nema jú, hurðin á þvottavélinni fór að klikka eitthvað og það var gert í ábyrgð.
Meira segja komu þeir og sóttu vélina og létu mig fá lánsvél á meðan, komu svo og skiluðu henni og tóku lánsvélina í leiðinni.
Fínasta þjónusta.

_________________________________________

Natal | 28. sep. '10, kl: 22:30:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir sóttu líka mína vél og ég fékk lánsvél á meðan.

En það sem ég er ósátt við er að þeir geta ekki fullyrt að sá smáhlutur sem fannst hafi gert gat á belginn og eyðilagt vélina en ætla samt að halda sig við það og ætla því ekki að bæta tjónið þar sem aðskotahlutir sem skemma vél falla ekki undir ábyrgðarskilmála.

Mukarukaka | 28. sep. '10, kl: 22:58:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég skil það reyndar að vissu leyti því miður :/
Ég vinn hjá þjónustufyrirtæki sem þarf að sækja ábyrgð á tækjum sínum erlendis (ekki tengt Elko) við þurfum að fara að ströngum skilyrðum þeirra fyrirtækja sem við skiptum við annars sitjum við uppi með óbætt tjón og mikið tap fyrir fyrirtækið.
Þar með þurfum við að vera mjög ströng á því hvað er ábyrgð og ekki og þó að við vildum taka við hlutnum í ábyrgð þá er það bara ekki séns því þá myndi fyrirtækið fara á hausinn ansi fljótlega.
Virkilega súrt en dæmið er bara oft stærra en akkúrat verslunin sem maður er að skipta við í það skiptið.

_________________________________________

Natal | 28. sep. '10, kl: 23:12:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst nú samt ekki hægt að horfa einungis á þetta út frá fyrirtækinu og hvaða tap það myndi hljóta af því að bæta tjón og hvað þá hluti sem eru í ábyrgð.

Hvað mína sögu varðar finnst mér ekki hægt að byggja sannanir né mat á getgátum það verður að vera fullvissa fyrir því svo rétt mat liggi fyrir sem mér finnst ekki vera til staðar þar sem þeir geta ekki fullyrt endilega að þessi peningur hafi gert þetta gat á belginn.

Ég vil halda því fram að hér hljóti um framleiðslugalla á eintaki að vera að ræða en bara af því að það fannst peningur í vélinni þá eru þeir fljótir að loka málinu þannig og segja að aðskotahlutir sem skemma vél fallast ekki undir ábyrgðarskilmála þó þeir geti samt ekki fullyrt hvað olli þessu tjóni og hvort peningurinn hafi gert gatið.

Þetta kalla ég ekki þjónustulund.

Mukarukaka | 28. sep. '10, kl: 23:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ábyrgð fellur niður ef tjón telst vera að völdum eiganda, að finna krónupening í vélinni er því miður vísbending um að svo sé.
Því telst vélin ekki vera í ábyrgð.

Ég tek fram að ég þekki ekkert inn á þvottavélar en ég veit hinsvegar að pínulítil króna getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir svona vélar því miður.
Hver hefur ekki heyrt um "smá" brjóstahaldaraspöng og ónýta vél?, þetta er ekkert öðruvísi.
Þetta er ansi súrt, ég skil það virkilega en þeir hafa því miður réttinn sín megin og neytendasamtökin munu því miður bara segja þér það :/

_________________________________________

MUX | 29. sep. '10, kl: 09:56:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Talaðu við lögfræðing hjá neytendasamtökunum.

Þegar ég var ný búin að kaupa AEG þvottavélina mína (hjá Ormsson), þá losnaði gúmmíið í hurðaropinu, svo ég hringdi í þá og þeir komu og löguðu það enda þvottavélin bara nokkurra mánaða gömul.

Ég fékk svo reikning upp á slatta og var ekki sátt enda vélin í ábyrgð, svo ég hrindi í þá og þeir sögði að ég hefði örugglega lokað á þvott og hann losað þetta. Ég stóð föst á því að ég lokaði ekki á neinn helv.... þvott og spurði hvort þetta gæti ekki gerst að sjálfu sér og þeir sögðu að fræðilega gæti þetta gerst að sjálfu sér en það væri líklegra að ég hefði lokað á þvottinn, þeir ætluðu ekkert að gefa sig með þetta.

Ég varð nett pisst og argaði á þá að þetta væri þá orð gegn orði, þeir segðu að ég hefði lokað á þvottinn og ég segi nei! Einhversstaðar í samtalinu kom fram að ég væri að vinna á lögfræðiskrifstofu og þá allt í einu snarsnérust þeir, og spurðu "eigum við nokkuð að gera mál úr þessu?" og felldu niður reikninginn!

Þessi blessaða AEG vél var samt óttalegt skrapatól, þótt hún væri keypt hjá ormsson fyrir 11 árum síðan, bilaði nokkrum sinnum þar til ég losaði mig við hana núna fyrir nokkrum vikum, og fékk mér þvottavél hjá...... haltu þér...... ELKO! Ég sem ætlaði aldrei að versla hjá þeim aftur :S

because I'm worth it

*vonin* | 28. sep. '10, kl: 22:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama hér (nema þvottavélarhurðin), nema jú imbinn er orðinn lúinn, stundum með fjólubláa bletti og ýlir stundum.

Kveðja, *vonin*

klisja | 28. sep. '10, kl: 22:32:19 | Svara | Er.is | 0

Ég keypti bæði þvottavél og ísskáp frá Elkó, bæði frá Ariston. Er hundóángæð með þetta merki en þetta endist. Búin að eiga bæði í nokkur ár og aldrei klikkað, nema það hefur komið tíkall í vélina.

---------------
Biribimm biribamm..
Life is too short ...smile while you still have teeth!

Natal | 28. sep. '10, kl: 22:36:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín þvottavél var einmitt Ariston - Hotpoint Ariston - tölvustýrð og þeir mæltu með henni. Ég lét gabbast en það sem heillaði mig við þessa vél var að hún var kynnt sem "super silent"

En ég vanda aldeilis valið betur næst.

nema | 29. sep. '10, kl: 11:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oh ég átti þurrkara í þessu merki - algjört drasl. Aldrei mun ég kaupa það merki aftur.

KV.
nema...hvað?

Dörtígörlí | 28. sep. '10, kl: 23:21:24 | Svara | Er.is | 1

Það eru 10 ár síðan ég keypti Ariston vél hjá þeim og hún hefur ekki bilað enn.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

gæsaungi | 28. sep. '10, kl: 23:34:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ráðleggg ykkur að kaupa allsherjar ábyrgð sem þeir bjóða uppá. Það marg borgar sig. Er með 4videotækið á 2árum fæ alltaf nýtt er meira að segja búin að fá sambyggt með dvd. þar sem ekki fást videotæki lengur nema með dvd. Það er fín þjónusta sem ég fæ. Vona að tv.dugi nú eftir að dásama þá svona..keypti líka tr.á það.:-))

Sléttsama | 29. sep. '10, kl: 00:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér

Örvera | 28. sep. '10, kl: 23:34:44 | Svara | Er.is | 0

Ég er ákaflega ánægð með mína AEG vél sem ég keypti í ELKO.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

syrsta | 28. sep. '10, kl: 23:47:38 | Svara | Er.is | 2

Já krónu penigur getur rist stór göt á tromlur. Hef séð það sjálf.
Það er skrítið að vélinn hjá þér sé að brjóta ugana í tromluni hjá þér hef alldrei séð það aða heirt af svoleiðis bilunum og er ég nú alinn með annan fótinn inn á rafmags verkstæði.
AEG vélar eru ekkert veri frá ELKO heldur en úr ormsson. Mín AEG er úr ormsson og á sér langa viðgerðar sögu og hef ég fengið nýja vél einu sinni og það er líka búið að gera við þá vél.
En við ELKO versla ég helst ekki við og er það vega þess að þjónusta hjá þeim er léleg.

Jólasveinninn minn
Natal | 29. sep. '10, kl: 00:52:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þeir segjast nú samt ekki geta fullyrt að það hafi verið krónupeningurinn sem skemmdi vélina - það eru því getgátur.
Ég skil ekki hvernig krónupeningur getur gert stórt gat á belginn og hvernig það má vera að uggarnir brotni svona - það er mér ráðgáta og leita því frekari svara og skýringa.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 29. sep. '10, kl: 00:59:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe, spurðu þá hvort vélarnar séu ekki úr alvöru efnum sem þola þvott;) Léleg svör sem þeir vona að komast upp með og engin læti.

Dugar þeim ekki. Vélin er greinilega léleg uppfinning hjá þeim.
Spurning hvort þeir flytji ekki inn alvöru vélar sem virkilega þola þvott?

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Natal | 29. sep. '10, kl: 01:08:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gæti ekki verið meira sammála þér. Ég bar þessa spurningu einmitt undir þá en þeir svara alltaf á sömu nótum og vilja bara kasta þessu frá sér og loka málinu með því að tjá sig ekkert meira um þetta og vísa mér svo bara á Neytendasamtökin sé ég ekki sátt.

Segjast ekki taka þetta í ábyrgð og það sé lokasvar. Ég fæ ekki heldur svör við því afhverju uggarnir brotnuðu svona og nei ég er sko ekki sátt.

keilirx
Mjallhvít og dvergarnir 5 | 29. sep. '10, kl: 01:31:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Búin að leita til manns sem þekkir inná þvottavélar og hann segir að ekki sé fræðilegur að krónupeningur valdi slíku tjóni.

Hvaða tegund er vélin?

Elko kaupir í massavís... hann segir þetta lögfræðimál sem þú vinnir, engin spurning!

Enda væri það gott á þá fyrir það að halda virkilega að vél geti ekki þvegið án þess að uggarnir brotna.

Hef sjálf átt 4 vélar, flestar Candy og núna Electroulux sem er mjög fín.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Karma Kamelljón | 29. sep. '10, kl: 01:56:37 | Svara | Er.is | 1

Dáldið skrítið að ráðleggja fólki að versla ekki við Elkó þegar skemmdin á vélinni er sögð vera eftir krónupening. Það er ekki Elkó sem þjónustar sjálft vélina heldur sjálfstætt verkstæði sem þjónustar tæki frá þeim.

♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥
Kvenfrelsiskona
♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 29. sep. '10, kl: 02:00:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En eru aðilar innan verslunarinnar að segja þetta við kúnnana?
Hver er það sem þarna tekur málssvari Elko og segir þá ekki ábyrgjast vélarnar?
Líklega þjónustar verkstæði vélarnar og sendir svo svar til þeirra er svara fyrir það.
En mér er spurn? Skemmdin getur ekki verið eftir krónupening svo þá er fjári undarlegt að segja við fólk að það fái ekkert bætt og meiri vinurinn væri ég ef ég myndi ekki ráðleggja fólki að fara annað, eftir slíka þjónustu!!!!!!!!!!!
Elko tapar á þessari þjónustu-ekki-lund, engin spurning,

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Natal | 29. sep. '10, kl: 09:26:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fannst jú krónupeningur í vélinni en þeir segja líka að þeir geti ekki fullyrt að hann hafi valdið þessu gati á belginn eina sem þeir geta sagt er að hann fannst í vélinni. Skil ekki heldur þetta með uggana. Þess vegna ráðlegg ég fólki af minni reynslu að kaupa ekki heimilisstæki hjá Elko. Fæ loðin svör og þeir ætla ekki að bæta tjónið.
Hér gæti líka verið um framleiðslugalla að ræða sem ég hef líka nefnt við þá hvað uggana og þetta varðar en þeir eru ekki tilbúnir að skoða þetta sem slíkt - fæ allavega ekki svör við því frá þeim.

Það var þá | 29. sep. '10, kl: 12:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar færðu "loðin svör"? Er það á verkstæðinu eða í versluninni? Ef verkstæðið metur það sem svo að skemmdir séu eftir krónupening þá sé ég nefnilega ekki hvernig verslunin á að meta það öðruvísi.

Natal | 29. sep. '10, kl: 12:15:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frá verkstæðinu.

Þeir segjast orðrétt aldrei hafa sagt að krónupeningurinn hafi gert gatið einungist að hann hafi fundist í vélinni. Segja svo að það sem hefur gert gatið hafi að öllum líkindum (ekki hér vissir) farið í gegnum belginn og út úr vélinni eins og brotið úr belgnum - hvorugt hafi þeir fundið.

Þetta segir mér að þeir hafi verið að leitast eftir einhverju öðru sem orsakaði þetta en ekki fundið en nefna svo krónupeninginn og láta það gott heita sem mat á því að vélin fáist ekki bætt.

Nagini | 29. sep. '10, kl: 08:21:05 | Svara | Er.is | 1

Ég átti Ariston vél frá Elko sem DÓ daginn eftir að ábyrgðin rann út.
Ég hringdi bara í þá og fékk feitan afslátt (80%) af annari vél sem mér fannst mjög fínt.
Sú vél hefur gengið eins og klukka síðan eða í rúm fimm ár.

Óska eftir Nintendo NES tölvu og Tetris leiknum í hana!!!

Maddaman
Kammo | 29. sep. '10, kl: 09:01:52 | Svara | Er.is | 0

Ef krónupeningur getur gert svona gat þá ætti t.d hnappur á gallabuxum að geta gert það sama. Ekki sjens að ég kaupi þess skýringu, myndi fara með þetta lengra.

Kv.Kammó


________________________________
Vantar Lego Star Wars 1 og Lego Indiana Jones leiki fyrir PS2.

frammari | 29. sep. '10, kl: 09:08:47 | Svara | Er.is | 0

Keypti eina HOOVER fyrir 5 árum,2 uggar farnir og endaði með að ég setti sílicon í staðinn fyrir uggana.

thequeen | 29. sep. '10, kl: 09:10:17 | Svara | Er.is | 0

sammála með að það eigi ekki að versla dýr stór raftæki hjá ELKO. Hef keypt mér tölvu þarna sem dó daginn eftir að hún rann úr ábyrgð. Keypti sjónvarp sem hefur farið nokkrum sinnum í viðgerð.
En ég keypti mér siemens þvottavél fyrir 6 árum síðan hjá fyrirtæki í mínu bæjarfélagi. Gamlavélin dó og mig vantaði þvotta´vel STRAX þar sem það var þvottur í vélinni þegar hún dó og ég var með ungabarn. Hún kostaði yfir 100,000 þegar ég keypti hana en hún er ÆÐISLEEG þessi vél. Hef notað hana 2-6 sinnum á hverjum degi frá því að ég keypti hana og það hefur eingöngu þurft að skipta um kolin. Hef sjaldan verslað mér eitthvað sem ég hef verið jafn ánægð með :)

skratti satans | 29. sep. '10, kl: 10:44:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ertu með 60 manna fjölskyldu eða fatahreinsun ?

Drazlari | 29. sep. '10, kl: 11:23:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha akkurat tad sem ég hugsadi

Myken | 29. sep. '10, kl: 11:33:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef maður er að taka af rúmunum sem dæmi þá eykst þvotturinn verulega..er með 6 manna fjölskyldu og þarf að þvo 2 vélar á dag

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

LíNa LaNgSoKk | 29. sep. '10, kl: 09:13:45 | Svara | Er.is | 2

Ég á fullt af heimilistækjum þaðan og það stór tæki líka og aldrei lent í neinu veseni.
Keypti nokia síma hjá þeim en hann bilaði og fór í viðgerð, tók sinn tíma en ekki þeim að kenna þar sem þeir senda hlutina annað í viðgerð þannig að það var viðgerðaraðilanum að kenna. Síminn var alveg jafn bilaður þó það hafi verið skipt um allt hljóðdæmið í honum þannig að þegar ég kom með hann í annað sinn útaf sama fékk ég annan síma án þess svo mikið sem biðja um það sjálf.

TIL SÖLU!!!!
Brio kombi barnavagn til sölu
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=25628252&advtype=1&page=1&advertiseType=0

Ninna | 29. sep. '10, kl: 09:28:56 | Svara | Er.is | 1

Ég tek undir þessar ráðleggingar. Hef slæma reynslu af að versla við ELKO. Það skiptir engu máli hvaða gerð af heimilistækjum þeir eru að selja; þetta virðist allt vera ,,mánudags" vélar hjá þeim.

Þurfti að endurnýja öll raftæki hjá mér á einu bretti og fór illu heilli í Elko til þess. Þau hafa flest öll bilað illilega eða brunnið út á innan við tveimur og hálfu ári. Þegar á að leita réttar síns hjá þeim þá gengur það seint og illa.

Svo maður greiðir bara atkvæði með fótunum í svona tilfelli; verslar ekki hjá þeim aftur og lætur aðra vita.

Gott innlegg hjá þér vina.

svínseyra | 29. sep. '10, kl: 09:43:08 | Svara | Er.is | 1

Við keyptum Ariston vél hjá þeim sem var aaaalltaf að bila. Þegar hún var farin að bila með nokkurra þvotta millibili gáfumst við upp og hentum henni (enda ábyrgðin þá runnin út). Við keyptum okkur almennilega þvottavél í staðinn (ekki í Elko) sem hefur aldrei bilað og þvær milljón sinnum betur.

Ég er alltaf að heyra þessar sömu sögur með Ariston vélarnar þótt eflaust hafi einhverjir verið heppnir með sínar.

Endilega að tala við Neytendasamtökin og láttu okkur svo vita hvað þeir sögðu.

Zagara | 29. sep. '10, kl: 10:10:20 | Svara | Er.is | 0

Ég hef nú heyrt dæmi um sömu bilun hjá Miele svo þetta er ekkert tengt Elko. Veit hins vegar ekki hvernig ábyrgðin snýr með svona skemmdir.

Það skiptir máli með raftæki að fara rétt með þau og að lesa svör frá fólki sem þykist halda að öll tæki hjá búðinni séu léleg finnst mér hálf kjánalegt. Það er vissulega hægt að lenda á lélegum eintökum eða vörutegund sem er illa hönnuð en að kaupa eitthvað hræódýrt merki án þess að kynna sér það t.d. er oft ofurbjartsýni kaupanda að kenna ef það gengur svo ekki.

Á mínu heimili tíðkast það að kynna sér þau raftæki sem koma til greina, t.d. með því að skoða hvað reynslu aðrir kaupendur hafa. VIð eigum meðal annars dýr tæki frá Elko sem virka bara nákvæmlega eins og við bjuggumst við. Elko er ekkert í samstarfi við marga stóra framleiðendur um að selja þeim tæki sem bila daginn eftir að ábyrgð rennur út.

Natal | 29. sep. '10, kl: 10:16:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það var akkurat það sem ég gerði og geri ávallt. Þessi vél var ekki ódýr og þeir mæltu með henni - sögðu að hún hafi verið að koma mjög vel út og fólk ánægt með þessa tegund af vél.
Ég fer nú afar vel og rétt með mín raftæki og þvæ bara venjulegan þvott í þvottavél. Hvað veldur því að uggar brotni og gat komi svo á belginn er mér óskiljanlegt.

Drazlari | 29. sep. '10, kl: 11:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ariston er ódyrt merki

Drazlari | 29. sep. '10, kl: 11:27:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

allir hafa góda reynslu á tessum stad en slæma á hinum.. eg hef góda reynslu af elkó og ejs en slæma t.d af opnum kerfum..sumir eru heppnir med vélar og adrir ekki

Tjéllingin | 29. sep. '10, kl: 10:17:14 | Svara | Er.is | 1

ég keypti hjá þeim þvottavél og þurrkara fyrir 3 árum og keypti ekki auka ábyrgð á draslið.

rúmu ári eftir að ég keypti þetta bilaði þurrkarinn og þurfti að skipta um einhverjar skynjara og borguðu þeir jú viðgerðina en ég þurfti sjálf að borga fyrir viðgerðarmanninn sem kom heim til að segja mér að tækið væri bilað..

núna snemma á þessu ári bilaði svo þvottavélin (auðvitað 4 mán eftir að "ábyrgðin" var útrunnin) og voru það legurnar sem voru þá farnar og ekki vildi svo betur til en að það kostaði meira en nýja vél að gera við þetta.. ég var nú ekki par ánægð með þetta og talaði við neytendasamtökin, lagði inn kæru og lét ELKO vita hvernig málin stæðu.. þá loksins urðu þeir ekkert nema sætindin uppmáluð og létu mig fá nýja vél því legur eiga ekki að fara í réttrúmlega 2 ára þvottavél.

núna fyrir stuttu bilaði þurrkarinn aftur og kostar það mig lágmark 30 þús (það er verðið á varahlutnum) að gera við hann fyrir utan vinnuna við að skipta um..

Ég segi bara fyrir mína parta ekki versla CANDY og ég ætla aldrei að versla aftur við ELKO

alboa | 29. sep. '10, kl: 10:40:11 | Svara | Er.is | 0

Ég hef keypti nokkur stór tæki hjá Elko og eina sem hefur klikkað eitthvað er þurrkarinn. Hann er orðinn 3 ára. Ég hringdi í Elko, það kom maður og sótti þurrkarann og kom með hann aftur nokkrum dögum seinna. Borgaði ekki krónu fyrir. Ég er líka með þessa aukatryggingu.

Er mjög sátt við allt hitt. Þurrkarinn og þvottavélin eru Whirlpool, frystiskápurinn Candy, uppþvottavélin og ísskápurinn Electrolux.

kv. alboa

hala | 29. sep. '10, kl: 10:41:02 | Svara | Er.is | 1

VERSLA aldrei heimilistæki við Elko - kaupi þau stundum

Natal | 29. sep. '10, kl: 10:49:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vona að þú hafir verið heppin og ekki lent í neinu leiðinlegu með þær vörur sem þú hefur keypt hjá Elko.

Skotta7 | 29. sep. '10, kl: 11:10:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg keypti candy tvottavel og hover thurkara i februar 2008 . og eg keypti tessa vidbotar tryggingu, nuna var tvottavelin ad bila i 3 skiptid og teir bunir ad gera vid hana 3 sinnum. abyrgdin er runnin ut a henni og teir geta ekki akvedid hvort eg fai adra eda verdi gert vid hana , notabene alltaf tad sama sem bilar motorinn og hun hættir ad vinda. Thurkarinn tok uppa tvi ad ofhitna og brendi oll fotin sem voru i honum, og hann var settur i vidgerd. Mer finnst tetta ekki god ending a rumlega 2 ara gomlum raftækjum ..... eg sit uppi med tjonid af fotunum , elko segjist ekkert geta gert tar sem abyrgdin var runnin ut

Natal | 29. sep. '10, kl: 11:18:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er með eindæmum léleg þjónusta hjá þeim og mér finnst ekki eðlilegt hvað það er algengt að fólk er að lenda mikið í svona löguðu eftir kaup á heimilisstækjum hjá þeim. Þessar vörur geta ekki fallist undir gæðavörur sem þeir selja eins mér var tjáð með mína vél. Ég gleymdi nú alveg að nefna líka að á einu ári er vélin okkar búin að fara þrisvar í viðgerð og í eitt skipti vatt hún ekki heldur.
En það er auðvelt fyrir þá að koma þessu frá sér núna þar sem krónupeningurinn fannst í vélinni. Því ábyrgð bætir ekki tjónið ef smáhlutir finnast og hafa skemmt vélina og það svar nota þeir gegn mér.

Maddaman | 29. sep. '10, kl: 11:33:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þúsund plúsar af því að ég er svo glöð að vera ekki sú eina :D

jistia | 29. sep. '10, kl: 11:20:58 | Svara | Er.is | 0

Hvernig þvottavél er það?

Það er mjög léleg þvottavél ef hún þolir ekki krónupening. Það hefur óvart farið tíkall í þvottavélina hjá mömmu og það gerðist ekki neitt :')

Sissý | 29. sep. '10, kl: 11:24:33 | Svara | Er.is | 1

það var 10krónur sem skemmdu vélina hjá mömmu þannig króna getur vel hafað skemmt þína...

Myndi nú ef ég væri þú ekki blasta svona á netið nema ég væri 110% viss um að það hafi ekki verið af mínum völdum að hluturinn bilaði eða skemmdist...ervitt að taka til baka

♥ Daman mætt 22 maí ♥

Natal | 29. sep. '10, kl: 11:39:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er margar ástæður fyrir því eins og ég hef nefnt hér í skrifum mínum að ég tek ákvörðun um að setja þetta hér inn - var líka að leitast eftir að heyra sögur frá öðrum.

Á einu ári er ég búin að fara með vélina mína þrisvar í viðgerð.
Uggarnir byrjuðu fyrst að brotna - vélin hætti svo að vinda - einn ugginn fór að brotna aftur og þá nýbúið að setja nýja - vélin lak.

Það fannst jú svo krónupeningur nú síðast í vélinni en þeir segjast samt ekki geta fullyrt að hann hafi gert gatið á belginn en vélin er óviðgerðarhæf og þar ætla ekki að bæta tjónið.

Þeir vilja ekki skoða þetta sem framleiðslugalla miðað við það sem hefur nú komið upp á með þessa vél. Þeir vilja ekki bæta tjónið þrátt fyrir að vera ekki alveg vissir. Mér finnst jú þess vegna ástæða til að tjá mig um þetta.

Sissý | 29. sep. '10, kl: 11:45:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er ekkert að því að spyrja fólk hvort það hafi lent í svipuðu til þess að vera viss um að sökin sé ekki "krónunar" og þeir hafa tekið vélina í viðgerðir ef hún hefur bilað ekki satt...en það að ráðleggja fólki að versla ekki í einhverri búð sama hver búðin er vegna einhvers sem gæti eða gæti ekki verið þín sök finnst mér ekki rétt...en auðvitað ef það svo kemur í ljós að þetta er galli í vörunni og þeir hunsa það þá finnst mér sjálfsagt að þú blastir svna á netið en ekki áður...

♥ Daman mætt 22 maí ♥

Natal | 29. sep. '10, kl: 12:10:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst allt í lagi að ráðleggja fólki út frá minni reynslu en það sjálft tekur svo ákvarðanir hvað það gerir - ég er hvorki að stjórna því né banna fólki að kaupa hluti í ELKO

lillame | 29. sep. '10, kl: 11:25:35 | Svara | Er.is | 0

Ég keypti einu sinni tölvu hjá þeim, mjög flott og dýr Toshiba vél. Keypti meira að segja þessa viðbótartryggingu líka og alles. Eftir 5 mánuði bilar tölvan og þeir senda hana í viðgerð hjá öðru fyrirtæki. Strákurinn sem skoðaði vélina gat sett hana í gang aftur, en sagði að þetta myndi líklegast gerast aftur, því tölvan væri greinilega gölluð. Þetta gekk svona í 4 skipti í viðbót (ég send inní rvk með hana í viðgerð og var tölvulaus í margar vikur). Þessi svokallaða trygging þeirra náði ekki yfir galla!! WTF?!? Ef maður kaupir gallaða vöru á maður þá ekki rétt á nýrri þó svo maður sé ekki með tryggingu?? Ég versla ALDREI aftur við Elko, hef ekki stigið fæti þar inn!

Tók líka eftir því að þeir eru með nokkrar merkjaþvottavélar (simens, gorenje ofl.) en þessar vélar, með þessi framleiðslunr. eru ekki seldar í verlsunum sem eru með þessi merki. Ég kannaði málið og fékk þau svör að vélarnar sem elko selur eru á gráu svæði hjá framleiðandanum. Sem sagt voru settar til hliðar vegna þess að þær voru ekki nógu vel gerðar og svo seldar fyrirtækjum eins og elko. Tek samt fram að þetta á ekki við allar vélarnar frá þeim en hafiði samt augun opin.

Natal | 29. sep. '10, kl: 11:56:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff segi ég bara en kemur mér ekki á óvart miðað við það sem ég er að upplifa núna.

Ég ætla rétt að vona að fartölvan sem ég keypti líka hjá þeim í fyrra og gaf syni mínum í fermingargjöf fari ekki að bila. Sé eftir að hafa keypt þessa hluti hjá þeim.

Myken | 29. sep. '10, kl: 11:26:01 | Svara | Er.is | 0

Það hefur margt annað en krönur lent í þvottavélini hjá mér og skilað sér í gegn ..og mun oddkvasrar svo mína þvottavélar ættu að vera 100 sinnum ónýtar..en ég hef ágætisreynslu af þvottarvélum, þurkurum, frystir og ísskáp hjá þeim..Viðgerðarþjónasta allt í lagi

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Myken | 29. sep. '10, kl: 11:38:52 | Svara | Er.is | 0

Þetta er þvottavélin sem ég nota í dag. Veit samt ekki hvaða tegund það er.
http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs648.snc4/60829_433247018741_555803741_5258204_3930909_n.jpg

hérna er tromlan
http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs640.snc4/60070_433246998741_555803741_5258203_6451949_n.jpg

og hér er vindan..ég þarf að skipta innvoslinnu á fullri vél í minnst 3 holl..en það góða við hana er að hún vindur þvottirn MJÖG vel
http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash2/hs324.ash2/60457_433247028741_555803741_5258205_8081643_n.jpg

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Myken | 29. sep. '10, kl: 11:47:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha stendur á henni AEG á myndinni hehehe..ég blynd haha

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Icygirl | 29. sep. '10, kl: 11:38:53 | Svara | Er.is | 0

Það á að fara með svona mál beint í neytendasamtökin og fá aðstoð þar til að ráða fram úr þessu máli.

Natal | 29. sep. '10, kl: 12:04:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að leita til þeirra svo er sjá hvað kemur út úr þessu.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 27.4.2024 | 06:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
Síða 1 af 48053 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, annarut123, Bland.is, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien