Reykingalykt uppúr niðurfalli

raspur | 28. apr. '15, kl: 12:45:50 | 507 | Svara | Er.is | 0

Ég bý í fjölbýli og það eru rosalegir strompar tveimur hæðum fyrir neðan mig. Þetta er svo mikið að það blæs alveg reykingalykt úr niðurfalli í þvottahúsinu hjá mér, svo mikið að öll íbúðin angar ef ég loka ekki fyrir það, og ég get gleymt því að þurrka þvott þar inni.

Er eðlilegt að það komi svona úr niðurfallinu eða er eitthvað að lagnakerfinu í húsinu?

 

staðalfrávik | 28. apr. '15, kl: 13:10:19 | Svara | Er.is | 0

Það getur verið eðlilegt ef þú ert vanalega mjög viðkvæm fyrir reykingalykt. Ertu það?

.

raspur | 28. apr. '15, kl: 19:36:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, nefnilega ekki og áður en ég setti þykka gúmmimottu yfir niðurfallið og hafði alltaf lokað inní þvottahús þá hafði fólk sem kom í heimsókn orð um þetta af fyrrabragði

lagatil | 28. apr. '15, kl: 13:17:21 | Svara | Er.is | 0

Er liðið að blàsa ofan í niðurföllinn?

Felis | 28. apr. '15, kl: 13:20:01 | Svara | Er.is | 0

ég veit ekki hvort það virkar þegar þetta er svona en amk stundum þegar kemur vond lykt úr niðurfalli þá hjálpar að hella vel af matarolíu niður það. Þú gætir prufað það.


Annars bara OJ!!! þetta er viðbjóður. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bellwiig | 28. apr. '15, kl: 20:54:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég nota líka matarolíu þegar sjófall er lágt og kemur ógeðslykt upp úr niðurföllum. Matarolía stoppar alla lykt

janasus
Alpha❤ | 28. apr. '15, kl: 13:32:18 | Svara | Er.is | 0

já það er alveg eðlilegt ef reykt er inni þarna niðri:S reykingalykt berst útum allt. Afi og amma þurfa að loka þvottahúsinu hjá sér því þegar fólk í næstu íbúð er að elda sterkan mat með mikilli lykt og þá kemur það í gegnum einhver rör og inn til þeirra. Gæti alveg trúað að svipað sé með reykingalykt. 
Mikið væri eg pirruð að geta ekki verið heima hjá mér án þess að lifa í reykingafýlu annarra. ojj 

raspur | 28. apr. '15, kl: 19:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er bölvaður viðjbóður, ég var með gúmmímottu yfir niðurfallinu þannig þetta minnkaði en þó alltaf soldil lykt í þvottahúsinu (sem ég hef alltaf lokað). Tók hana aðeins frá í gær og það kom strax alveg svakaleg lykt. Endaði með að líma þykkt plast yfir :/ sé enga aðra lausn, vona bara að það fari ekkert að leka í þvottahúsinu.

Tipzy | 28. apr. '15, kl: 19:48:51 | Svara | Er.is | 0

Get ekki ímyndað mér að það sé að koma gegnum niðurfall, annað mál ef það væri gegnum loftræstinguna.  

...................................................................

raspur | 28. apr. '15, kl: 19:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Trust me, þetta er að koma upp um niðurfallið.
Mér fannst það heldur ólíklegt líka fyrst og lokaði lofttúðinni og límdi yfir hana en lyktin minnkaði ekki. Svo beygði ég mig niður hjá niðurfallinu og fann að þetta kom þaðan. Var fyrst með gúmmímottu þar yfir en það kom samt lykt í gegn, en aðeins minna. Fékk ógeð á þessu í gær og límdi yfir niðurfallið og lyktin er nánast horfin.

Tipzy | 28. apr. '15, kl: 19:56:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei sko meina það sé sígrettulykt að koma þaðan, myndi giska á að það sé eitthvað annað að valda þessari lykt.

...................................................................

raspur | 28. apr. '15, kl: 20:04:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ég veit hvernig reykingarlykt er og sömuleiðis þeir sem koma í heimsókn og tala um lyktina.
Maður þarf að vera með ansi brenglað þefskyn til að átta sig ekki á þessu.

janasus | 28. apr. '15, kl: 20:19:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hvernig niðurfall er uppbyggt?
Attaru þig a þvi hvernig vatnslásinn virkar?

Það á ekki að geta komið lykt upp um vatnslásinn (ef allt er i lagi)
Ekki nema þá að það vatnið i vatnslásnum komi fyrst, eða það bubbli virkilega i þvi

raspur | 28. apr. '15, kl: 20:27:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég veit hvernig þetta virkar, og það er nefnilega málið. Þetta er ekki allt í lagi.
Það á ekki að koma, en það kemur samt. Því er ég að spyrja hér til að athuga hvort einhver kannist við svona vandamál og hvernig það sé lagað ef það er mögulegt.

Salvelinus | 28. apr. '15, kl: 21:11:15 | Svara | Er.is | 2

Vatnslásinn getur orðið þurr og þá getur komið svona "úldin reykingarfýla" úr honum ef það er mikið rok eða ákveðin vindátt. Prófaðu að hella matarolíu í niðurfallið.

Norðurbui | 28. apr. '15, kl: 21:24:22 | Svara | Er.is | 0

Vatn í niðurföllum getur  gufað upp þá kemur ólykt, helltu bara vatni, c.a. 2 lítrum í  það og ef vatnslásinn er í lagi hverfur lyktin.  Svo einfalt er það nú.

Bitmý | 29. apr. '15, kl: 09:17:32 | Svara | Er.is | 2

það er útilokað að lagnakerfið sogi loft úr íbúið og blási upp í aðra íbúð

Dalía 1979 | 29. apr. '15, kl: 09:28:38 | Svara | Er.is | 0

Reykinglykt síast allstaðar inn svo er kaski millitrekkur og þá kemur lyktin inn hjá þér myndi vera duglega að setja sápu þarna í niðurfallið 

Bitmý | 29. apr. '15, kl: 09:40:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hún sogast ekki í gegnum x 2 vatnslása

Dalía 1979 | 29. apr. '15, kl: 12:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú hún smígur allsstaðar í gegn 

Bitmý | 29. apr. '15, kl: 15:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

það er ekki einu sinni stjarnfræðilegur möguleiki á því

Dalía 1979 | 29. apr. '15, kl: 21:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú þú finnur meira að segja matarlykt á milli hæða svo er svo rosalega misjafnt hvernig húsum fólk býr í sum timbur hús eru valla vindhelt blæs í gegnum þau og þá á nú reykingalyktin greiðann aðgang í næstu íbuð 

Tipzy | 29. apr. '15, kl: 21:49:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gegnum loftræstinguna já.

...................................................................

janasus | 29. apr. '15, kl: 18:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eg væri meira en til í að sjá/finna lykt smjúga i gegnum vatn.

Lyktin fer ekki upp um vatnslásinn nema þá að það komi loftbólur, eða vatnslásinn tómur eða hreinlega gat a honum

Dalía 1979 | 29. apr. '15, kl: 21:12:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehehe já enn klóak lykt sem kemur upp úr niðurföllum djöfulsins kjaftæði 

auglysingarnar | 29. apr. '15, kl: 12:15:19 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki sniðugt að loka fyrir niðurfall með mottu/límbandi. Niðurfall er mikilvægt öryggisatriði ef það byrjar að leka hjá þér.
Niðurföll eiga aldrei að vera tengd milli íbúða. Hve gömul er byggingin annars?
Ef það skilar ekki árangri að hella 2 L af vatni í niðurfallið, þá myndi ég láta pípara kíkja á þetta hjá þér.

Hliðarsjálf | 29. apr. '15, kl: 21:48:03 | Svara | Er.is | 3

Það á að vera vatnslás á öllum niðurföllum og svo lengi sem að það sé vatn í vatnslásinum þá kemst reykingarlyktin ekki í gegn. Hinsvegar er algengt í fjölbýlishúsum(blokkum hærri en 3hæðir) að loftventill (sem er venjulega uppi á þaki og á að draga loft inn í aðal klóaklögnina þegar sturtað er niður eða bað er tæmt) að þessi loftventill sé farinn að svíkja/bilaður og þá leitast lögnin við að draga loft inn í lögnina eftir öðrum leiðum og þá tæmast vatnslásarnir í niðurföllunum og þá einmitt gerist það að fólk fer að finna vonda lykt uppúr niðurföllum því vatnið í vatnslásinum hverfur alltaf. Ég þekki svona mál mjög vel og miðað við lýsinguna þá er ég nánast 100% að þetta er tilfellið í þínu húsi.

raspur | 30. apr. '15, kl: 08:34:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er að vísu 3 hæða fjölbýli, en já takk fyrir þetta innleg ég ætla skoða þetta :)
Ert þú kanski að vinna við eitthvað sem tengist þessu eða getur bent á einhvern verktaka/fyrirtæki sem getur skoðað og lagað svona vandamál?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48013 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, Guddie, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, annarut123