Reykingar frá nágrönnum

Reykingar | 11. ágú. '22, kl: 17:25:16 | 241 | Svara | Er.is | 0

Langaði að setja inn skoðanakönnun um það hversu margir verða fyrir því að fá tóbaksreyk inn til sín frá nágranna/nágrönnum sínum en fékk villuboð. Hvað segið þið? Eru margir hér að lenda í þessu reglulega? Ég veit að þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni en mér finnst mikilvægt að halda þessari umræðu á lofti.

 

Reykingar | 11. ágú. '22, kl: 17:28:24 | Svara | Er.is | 0

Ég vil bæta því við að ég bý sjálfur við þetta að fá þetta inn reglulega og suma dag á hálftíma fresti. Mér finnst óréttlátt að ég sé í aukinni hætti á að fá lungnakrabbamein eða aðra sjúkdóma vegna nágranna sem reykir. Þetta er heimilið mitt og heima fyrir á fólk ekki að vera í hættu á heilsutjóni vegna athafna annarra.

Reykingar | 11. ágú. '22, kl: 17:37:22 | Svara | Er.is | 0

Ég vil bæta því við að sjálfur bý ég í fjölbýli og fæ reglulega inn til mín tóbaksreyk frá nágranna, suma daga á hálftíima fresti. Þessi skítalykt festist svo í öllu. Mér finnst afar óréttlátt að ég sé í aukinni hætti á að fá krabbamein ásamt öðrum sjúkdómum vegna reykingar nágranna míns. Maður á að geta verið óhultur fyrir skaðlegum athöfnum annarra manna þegar maður er innan veggja heimilisins, á sínum griðarstað. Hef rætt þetta við nágranna minn sem, no surprise, lætur sér ekki segjast og finnst þetta bara allt í lagi. Samt fer hann út að reykja, enda vill hann ekki menga sitt eigið heimili og er búinn að afhjúpa sjálfan sig sem hræsnara, sjálfhverfan og tillitslausan einstakling.

_Svartbakur | 15. ágú. '22, kl: 17:02:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ættir að leita til sálfræðings.
Svona bulla bara sjúkir menn :)

Reykingar | 19. ágú. '22, kl: 16:35:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lög um tóbaksvarnir, nr. 6/2002.
1. mgr., 1. gr.: Markmið laga þessara er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að minnka tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks.
2. mgr., 1. gr.: Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra.

Reykingar eins manns eiga ekki að bitna á öðrum.

Reykingar | 13. ágú. '22, kl: 18:32:17 | Svara | Er.is | 0

Upp

_Svartbakur | 14. ágú. '22, kl: 18:42:04 | Svara | Er.is | 0

Nú þú segir nágrannann fara út að reykja ?
Hvað truflar það þig ef hann er undir berum himni ?
Er bara ekki eitthvað í ólagi með þig ?

Reykingar | 19. ágú. '22, kl: 16:35:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lög um tóbaksvarnir, nr. 6/2002.
1. mgr., 1. gr.: Markmið laga þessara er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að minnka tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks.
2. mgr., 1. gr.: Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra.

Það er ekki mitt að leysa það vandamál nágrannana þess efnis hvar þeiri eigi að reykja svo þeir brjóti ekki ofangreind lög og brjóti rétt annarra.
Hann er undir berum himni. Afhverju ætli það sé? Getur verið að ástæðan sé sú að hann vilji auðvitað ekki menga eigið heimili og sína heimilismenn og/eða gesti? En mengar þá bara heimilin í kringum sig í staðinn, þar sem reykurinn fer inn í nærliggjandi íbúðir. Það er mjög skítlegt eðli. Reykingar eins manns eiga ekki að bitna á öðrum.

_Svartbakur | 28. ágú. '22, kl: 15:10:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir nágranna þinn sökudólginn. Eru ekki fleiri sem reykja undir berum himni en þessi nágranni ? Þú ert að setja þig í mikil vandræði minn kæri. Nágrannar og fólk nærri þér reykir eða mengar loft. Ertu sjálfur algjörlega mengunarlaus ? Svaraðu skoðaðu þína hegðun ?
En þú mengar eflaust loft sjálfur - villt ekki viðurkenna ?
Kannski ertu fyrst og fremst skaðlegur sjálfum þér og öðrum með þröngsýnni þinni ?
Svona karakter eins og þú mengar andlega fyrst og fremst.

leonóra | 14. ágú. '22, kl: 19:49:59 | Svara | Er.is | 0

Hvar finnst þér að nágranninn eigi að reykja ?  Hann er úti undir beru lofti fyrir utan eigið heimili.  Auðvitað getur þetta verið pirrandi en við stjórnum ekki öðrum.  Konan fyrir ofan mig reykir á svölunum sínum sem eru fyrir ofan mínar.  Ég nenni ekki að pirra mig á því heldur loka svalahurðinni eða færi viftuna mína og læt hana blása út, þá kemur ekkert inn.  Manneskjan er alveg ágæt og ég vil ekki grilla í henni því sjálf er ég ekki hinn fullkomni nágranni.





Reykingar | 19. ágú. '22, kl: 16:32:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lög um tóbaksvarnir, nr. 6/2002.
1. mgr., 1. gr.: Markmið laga þessara er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að minnka tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks.
2. mgr., 1. gr.: Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra.

Það er ekki mitt að leysa það vandamál nágrannana þess efnis hvar þeiri eigi að reykja svo þeir brjóti ekki ofangreind lög og brjóti rétt annarra.
,,Hann er úti undir beru lofti fyrir utan eigið heimili" segir þú. Afhverju ætli það sé? Getur verið að ástæðan sé sú að hann vilji auðvitað ekki menga eigið heimili og sína heimilismenn og/eða gesti? En mengar þá bara heimilin í kringum sig í staðinn. Það er mjög skítlegt innræti.
Þó þú nennir ekki að pirra þig á þessu, þá er ekki þar með sagt að aðrir séu sáttir með það að nágranninn sé að menga heimilið þeirra og útsetja þá fyrir skaðlegum áhrifum tóbaksreyks. Reykingar eins manns eiga ekki að bitna á öðrum.

atli1987 | 15. ágú. '22, kl: 03:59:07 | Svara | Er.is | 0

Vá ég hef aldrei skoðað þennan spjallvef og fyrir slysni er þetta það sem ég smelli á og þarf að lesa. YFIR ÖLLU SEM ER AÐ Í ÞESSARI SJÚKU VERÖLD ERT ÞÚ TUÐANDI YFIR REYKINGUM NÁGRANNANS ÚTI. Merkilegt hvað fólk getur vælt yfir smáhlutum sem angra þá í stað þess að sætta sig bara við lífið og jafnvel fræða sig aðeins meira um aðra krabbameinsvalda https://www.aacr.org/patients-caregivers/progress-against-cancer/air-pollution-associated-cancer/

“Happiness comes through doors you didn't even know you left open.”

Reykingar | 19. ágú. '22, kl: 16:19:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

,,...þarf að lesa?" Hvers vegna segir þú að þú þurfir að lesa þetta? Var einhver að neyða þig til þess? Æjæj. Þú notar hástafi og það er augljóst að þér er mjög heitt í hamsi m.a. m.v. orð þín. Þú lætur þessa umræðu hafa rosalega mikil áhrif á tilfinningar þínar. Æjæj. Þú segir mig vera að tuða og væla yfir því, sem þú nefnir smáhluti, en ert svo sjálfur að væla tuða hástöfum yfir þessari umræðu sem þú segir að þú hafir þurft að lesa. Ert þannig að tuða og væla yfir annarra manna tuði og væli. Það kallast hræsni og er það þér mikil vorkunn. Þú gerir svo tilraun til þess að afvegaleiða þessa mikilvægu umræðu um skaðsemi tóbaksreykinga m.a. m.t.t. til krabbameinsvaldandi eiginleika þess með því að fólk eigi að fræða sig meira um aðra krabbameinsvalda og gerir þannig einnig lítið úr þessari umræðu. Reykingar eins manns eiga ekki að bitna á öðrum. Þetta verða mín síðustu orð til þín, ég ætla ekki að eyða orku í fólk eins og þig. Megir þú læra betur að stjórna tilfinningum þínum og finna innri frið og ró. Peace out!

atli1987 | 28. ágú. '22, kl: 07:09:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú mættir slaka þér og fá þér eina rettu með mér bara, hvað segiru um það ? Ekki eins og það skipti nokkru máli, við drepumst öll einhverntíman :) stay safe, smoke winston.

“Happiness comes through doors you didn't even know you left open.”

AriHex | 28. ágú. '22, kl: 14:48:15 | Svara | Er.is | 0

Ég held að það sé ekki hægt að setja skoðanakannanir inn hér lengur. Veit ekki afhverju það er. Veit einhver?

Egill26 | 28. ágú. '22, kl: 17:18:03 | Svara | Er.is | 0

Hvernig getur ein manneskja verið svona grilluð.. heimskulegasta shit sem ég hef lesið í langan tíma. Og btw færð ekki krabbamein af lyktinni ??????????

ThorirMarJonsson | 31. ágú. '22, kl: 17:00:21 | Svara | Er.is | 0

Ég bý á jarðhæð í þríbýli og þar er reykt á efstu hæðinni en ekki miðhæðinni. Allir eru með sér inngang. Ég fæ mjög oft sterka reykingalykt inn til mín þegar reykt er úti á svölunum á efstu hæðinni (þar sem þau reykja venjulega). Það er ótrúlegt hvað lyktin er sterk þrátt fyrir að það sé þetta langt frá þeim sem er að reykja niður að opnum glugganum hjá mér (á að giska 6-8 metrar að jafnaði). Sérstaklega finnst mér leiðinlegt þegar ég fæ lyktina inn í svefnherbergi til mín á kvöldin.

Ég er nokkuð viss um að reykingafólkið gerir sér enga grein fyrir því hversu sterk lyktin er og hversu langt hún berst.

Bike Maniac | 4. sep. '22, kl: 04:26:54 | Svara | Er.is | 0

Væl væl væl eina sem fólk gerir í dag.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48025 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Guddie