Reyneríshópur eða spjall sem er virkur?

Elegal | 26. apr. '16, kl: 17:21:32 | 298 | Svara | Þungun | 0

Hæ - ég er að spá hvort það sé einhver secret-reyneríshópur á Facebook eða eitthvað þar sem maður getur fengið góð ráð eða slíkt?

Er orðin pirruð á óléttuleysi en á sama tíma erum við hjónin búin að missa tvisvar sinnum á einu ári og samkvæmt læknunum erum við ,,heppin" með að verða ,,auðveldlega" ólétt - en þannig er mál með vexti að síðan við misstum í seinna skiptið í haust þá hef ég verið bara óendanlega óregluleg með blæðingar (síðasti hringur var 45 dagar og þá var ég bara á túr í 2 daga!!)... svo núna í morgun voru aftur vonbrigði með neikvæðu prófi en öll einkennin voru til staðar (enda erum við farin að þekkja þessi einkenni frekar vel eftir þetta síðasta ár).

Mig vantar góð ráð um hvað ég get gert til þess að verða regluleg eða amk fá egglos í hverjum mánuði til þess að hafa betri hugmynd um hvenær ég er frjó. Ég er að velta því fyrir mér hvort líkaminn minn sé einfaldlega ekki tilbúinn í óléttu og að hann þurfi meiri tíma til þess að jafna sig? Er einhver expert hérna sem getur rætt við mig? Við erum um þrítugt, í góðu formi og algjörlega tilbúin í barn!

Endilega sendið mér póst eða eitthvað ef þið vitið um :-)

 

Dropasteinn | 28. apr. '16, kl: 14:56:15 | Svara | Þungun | 0

Sæl leiðinlegt að heyra með missana :(
En ég er nú engin sérfræðingur en við reyndum í 7 mánuði með fyrsta barnið okkar (fædd 04.2015) og svo núna í 2 mánuði með annað (væntanlegt í des.2016 ef allt gengur að óskum) en ef þú ert órleguleg myndi ég prufa að tala við lækninn þinn og athuga hvort að honum finnist sniðugt að skrifa uppá pergotime fyrir þig, það á að koma reglu á hringinn þinn.
Svo prufaði ég líka royal jelly sem er náttúrlegt bíflugu hungang sem á að auka frjósemi :) Svo er sniðugt að nota egglosmæla og svo taka fólin þó svo þú sért ekki orðin ólétt.
Vona að þetta hafi hjálpað eitthvað, það er svo leiðinlegt að vera að reyna og ekkert gerist :(
Vonandi farið þið að fá jákvætt bráðum.. krossa putta :)

ladykiller | 29. apr. '16, kl: 21:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

hvernig notar maður þessi egglos próf er ekki of seint að reyna þegar maður er komin með jákvætt fyrir egglos

símadama | 28. apr. '16, kl: 17:31:44 | Svara | Þungun | 0

Sæl :) ég er í einum slíkum hóp á facebook sem er nokkuð virkur :)
Sendu mér skiló ef þú villt heyra meira um hann.

Annars myndi ég benda á að láta athuga mjólkurhormónið í blóðinu, með blóðprufu. Ég hef misst 3x og í amk 1 skiptið fór þetta hormón alveg uppúr öllu valdi og þá varð ekkert egglos hjá mér :)

Elegal | 28. apr. '16, kl: 22:22:43 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Sæll! Mjólkurhormón í blóðinu? Aldrei heyrt um það! Vá hvað það er ömurlegt að heyra með missina þína :/

Ég er að fara til kvennsa á morgun - vonandi fæ ég einhverjar skýringar á þessu!

Önnur afleiðing af missinum er mánaðarleg sveppasýking sem kemur alltaf þegar ég á að byrja á túr (ég veit alveg að þetta tengist kannski ekki beint - en ég fékk nánast aldrei sveppasýkingar áður fyrr!) einstaklega þreytandi faktor - það er svo glatað þegar maður er svona búinn að sætta sig við þetta andlega þá er oft erfitt að þurfa að eiga við þessar líkamlegu og hormónamiklu afleiðingar sem enn fylgja.

símadama | 29. apr. '16, kl: 13:30:00 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já það er svo margt sem getur spilað inní þetta allsaman :o Þetta tekur svo mikið á andlega og líkamlega :(
Gangi þér vel í dag :)

Elegal | 29. apr. '16, kl: 16:18:12 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ahhh! Smá böggandi - skv kvennsa þá er heilinn bara ekki í takt við eggjastokkana - það þýðir bara ekkert egglos, þvílíkt óreglulegur tíðahringur og þetta er víst bara allt vegna missana og áfallið í kringum þá. Ég þarf víst að slaka á! Er ekki alveg að ná því....

Fékk uppáskrifað Pergótime - hafið þið góðar eða slæmar reynslur af því?

símadama | 3. maí '16, kl: 18:18:34 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Vúbbs trúi þessu svosem alveg, ekkert smá áfall að lenda í missi :(
En hef ekki prufað Pergotime nei :/

donnasumm | 4. maí '16, kl: 08:33:21 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Sæl, ég var að taka pergotime varð ólétt á 3 hring :)

Panna123 | 4. maí '16, kl: 13:55:01 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég varð ólétt í fyrsta hring með Pergótime :) Það var einmitt eitthvað rugl á egglosi hjá mér líka.... Gangi þér vel!

Calliope | 5. maí '16, kl: 22:20:15 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Samhryggist með missana :( Pergótime hefur virkað fyrir mjög margar - vonandi virkar það fyrir þig :) Það seinkaði bara egglosinu hjá mér og lengdi tíðahringinn svo ég var sett á letrozole (sama og femar) sem fór betur í mig og kom reglu á hringinn en það er misjafnt eftir konum hvað hentar. Ertu komin í þennan secret reyneríishóp, eru margir í honum? Finnst fínt að lesa umræðurnar hérna en þetta er auðvitað opinn vefur... á sama tíma er ég eitthvað feimin við fb hóp. Gangi ykkur vel!

Degustelpa | 23. maí '16, kl: 20:14:17 | Svara | Þungun | 0

ég hef einnig áhuga á svona hóp.

pinkgirl87 | 20. jún. '16, kl: 14:26:15 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Sama hér....:)

Degustelpa | 20. jún. '16, kl: 14:34:51 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

sendu mér póst með netfanginu þínu og ég skal bæta þér við.

pinkgirl87 | 20. jún. '16, kl: 14:36:12 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

er það netfang en ekki face...því ég er með 2 face... eitt gamalt sem engin er af ættinni og svo mitt sem er mjög "active" og við hjúin viljum hafa þetta leynilegt í byrjun ;) en ég vildi bara tékka á þessu :)

Degustelpa | 20. jún. '16, kl: 14:52:19 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

það sér enginn að þú ert í þessum hóp nema þeir sem eru í hópnum. Hann kemur ekki upp í leitinni nema þú sert í honum svo enginn mun vita, nema vera sjálfir í hópnum og það er algjör trúnaðir og þagnaður í kringum hópinn.

pinkgirl87 | 20. jún. '16, kl: 14:53:21 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Jæja ok, þá hef ég ekki áhuga á því lengur, það gæti verið miklar líkur á að "mitt fólk" sé þarna og þá er það ekki lengur leyndó en takk samt.

pinkgirl87 | 21. jún. '16, kl: 09:07:06 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég senti þér póst og addaði á mínu REAL name en ekkert svar.....hvað þarf maður eiginlega að gera til að fá samþykki í dag...???

Degustelpa | 21. jún. '16, kl: 11:39:18 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

þegar ég gerði þetta fékk ég tölvupóst um að sækja um i hópnum. Svo þarf admin að samþykkja. Tók 2-3 daga hjá mér. Hún er bara upptekin stelpan sem ser um hopinn

veux | 1. júl. '16, kl: 12:33:04 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hæ getur þú addað mér líka í hópinn ef ég sendi þér netfang?

Degustelpa | 4. júl. '16, kl: 13:18:21 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

já get gert það.

gruffalo | 9. júl. '16, kl: 17:04:36 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Og mér? 

DiaaBirta | 22. júl. '16, kl: 17:37:39 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Geturu addað mer i hann :)

Aquadaba | 22. jún. '16, kl: 09:17:27 | Svara | Þungun | 0

Hefuru fundið einhvern hóp sem er ekki á facebook ? Ég vil ekki koma fram undir nafni svona fyrst.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ólettupróf rosewood 25.5.2016 28.5.2016 | 19:53
Fólínsýra-Hvenær? kimo9 23.5.2016 27.5.2016 | 16:36
Endurtekin fósturlát - Hulda Hjartard. nurðug 3.5.2016 27.5.2016 | 15:18
ivf klínikan rosewood 26.5.2016 26.5.2016 | 19:42
IVF klínikin/Art Medica foodbaby 8.5.2016 23.5.2016 | 10:10
19 dagar framyfir - neikvætt próf- samt fullt af einkennum?? kamelljon 24.2.2015 20.5.2016 | 20:33
Kviðarholsspeglun guess 27.4.2016 19.5.2016 | 10:48
stress við að reyna Degustelpa 12.5.2016 15.5.2016 | 12:14
Óska eftir digital prófi!!! ledom 15.5.2016
Viku sein en neikvætt próf Stelpan1995 4.5.2016 9.5.2016 | 18:09
Á degi 38... Hlaupabola25 8.5.2016 9.5.2016 | 14:03
Lækkun á hcg escape 5.5.2016 8.5.2016 | 23:03
endalausar bletttablæðingar .... Sarait 3.5.2016 6.5.2016 | 18:16
Missir i Januar en langar að reyna aftur barbapappi 3.5.2016 6.5.2016 | 09:01
Snemmsónar elisakatrin 5.5.2016 6.5.2016 | 03:40
Egglosstrimlar á lítið hopefully 14.9.2015 4.5.2016 | 13:35
ClearBlue digital próf - jákvætt Bloomberg 25.4.2016 2.5.2016 | 19:53
Túrverkir eða ólétt? starrdustt 27.4.2016 2.5.2016 | 16:27
Ljós lína lukkuleg82 2.5.2016 2.5.2016 | 14:53
Hjálp! annathh 1.5.2016 1.5.2016 | 19:07
egglospróf ladykiller 29.4.2016 29.4.2016 | 22:58
hvert á að leita ? ladykiller 29.4.2016 29.4.2016 | 22:47
Blæðingar og Pergotime Heiddís 29.4.2016 29.4.2016 | 18:15
Fósturlát og möguleg ólétta strax á eftir? Skotta14 30.3.2016 28.4.2016 | 22:29
Óléttupróf, óvissa.... Aerie 18.4.2016 28.4.2016 | 13:20
Tækni og óléttupróf? escape 27.4.2016 27.4.2016 | 22:55
Egglos? Svör óskast :) meeme 27.4.2016 27.4.2016 | 22:54
Ég á fullt af egglosprófum... mirja 27.4.2016
þungunarpróf óvissa skotuhju 26.4.2016 26.4.2016 | 21:34
Jákvætt óléttu próf :) sveitastelpa22 22.4.2016 26.4.2016 | 13:02
Að byrja ekki Tritill 20.4.2016 26.4.2016 | 13:01
Pínulitlar ljósbleikar blæðingar og stingir ?? onefndastelpa 24.4.2016 26.4.2016 | 09:09
Að auka líkur á þungun sjopparinn 25.4.2016 25.4.2016 | 20:26
Fljótlega Unicornthis 9.4.2016 25.4.2016 | 10:31
Blæðingar spij 21.4.2016 24.4.2016 | 08:01
tæknisæðing með gjafa ág16 18.4.2016 22.4.2016 | 09:50
Blöðrur og jákvætt fruntalega 14.4.2016 20.4.2016 | 18:06
Fann legið kreppast saman! starrdustt 20.4.2016 20.4.2016 | 15:24
Túrverkir í 4vikur og einginn Rósa síðan í janúar smurfy87 20.3.2016 20.4.2016 | 10:53
Mikil útferð. donnasumm 18.4.2016 20.4.2016 | 09:42
Get ég fundið einkenni... starrdustt 19.4.2016 20.4.2016 | 01:13
ekkert að gerast babynr1 15.4.2016 19.4.2016 | 19:29
50 fæðingarsögur 50fæðingarsögur 19.4.2016
línur?mynd batman12 18.4.2016 18.4.2016 | 16:34
Egglospróf á Akureyri nýjamamman 18.4.2016
dagur 54 og jakvætt egglossprof babynr1 16.4.2016 17.4.2016 | 16:52
Byrja aftur silly1 11.4.2016 16.4.2016 | 13:13
Metformin bussska 13.4.2016 15.4.2016 | 11:50
PCOS HJÁLP! Talkthewalk 30.3.2016 14.4.2016 | 15:32
Hvenær jákvætt? rangeygð og klaufaleg 12.4.2016 14.4.2016 | 15:29
Síða 9 af 4977 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Bland.is, annarut123, Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Guddie