Rukka fyrir notkun á þvottavél í sameign

jalapeno | 18. maí '12, kl: 19:12:50 | 2348 | Svara | Er.is | 0

Er búin að búa í 5 ár í litlu fjölbýli þar sem í eru 11 íbúðir.
3 íbúðir eru það litlar að ekki er hægt að hafa þvottavél í þeim og er ég í einni af þeim. Hinar íbúðirnar eru allar með þvottavélar inni hjá sér.
Ég virðist þó vera mest megnis einn um að nota hana en þó er hún stöku sinnum notuð af öðrum íbúum.
þeas. það hafa allir sameiginlegan aðgang að henni eðlilega.
Nú var tekinn ákvörðun um að fara að rukka 200 kr fyrir hverja vél sem er þveginn.
Sú ákvörðun var tekinn vegna þess að íbúi var ósáttur við að allir væru að greiða rafmagn fyrir þvottavélina sem væri sameiginlegur reikningur fyrir sameign.
Athugaði ég hjá orkuveitunni hvað ég er að nota mikið rafmagn miðað við ca. 2 vélar á dag þá var það ca. um 2000 þús kr fyrir árið. http://www.or.is/Heimili/Reiknivelar/Itarlegreiknivel/
Inni í þessum 200 kr átti að vera að safna fyrir viðgerðarkostnaði ef vélin bilar.
Ég er mjög ósáttur við upphæðina á þessu því að mánuðurinn myndi þá kosta hátt í 10-12 þús kr.
Hvað finnst ykkur sanngjarnt? og finnst ykkur sanngjarnt að fara núna fyrst að rukka þar sem að aldrei áður hefur verið rukkað fyrir þetta hjá okkur áður? Hvað er verið að rukka í öðrum sameignum þar sem tekið gjald fyrir þvott?

 

íha | 18. maí '12, kl: 19:16:17 | Svara | Er.is | 4

Mér finnst sanngjarnt að hver borgi fyrir eigin notkun og eins viðhald á vél en þetta er of dýrt, 50 krónur væri nær lagi. Ég skil vel fólkið sem er með þvottavél inni hjá sér og vill ekki borga fyrir rafmagn sem fer í sameiginlegu vélina.

Ágúst prins | 18. maí '12, kl: 19:19:23 | Svara | Er.is | 0

finnst þetta mjög ósanngjarnt.

hélt að þegar þvottavél væri í sameign, þá myndu bara allir borga fyrir það, enda ekkert allir sem hafa tækifæri tilþess að hafa vél í sinni íbúð.

en það er samt náttúrulega kostnaður við að kaupa nýjar vélar og svona þannig að kanski skiljanlegt að sá peningur verður að koma inn.

ingbó | 18. maí '12, kl: 21:11:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hvað er ósanngjarnt við það að greiða fyrir eigin notkun?   Á t.d. einn maður eða kona sem lætur heilmikið af fötunum sínum í hreinsun að greiða fyrir allan þvott af smábarni/börnum nágrannans?  Absúrd hugmynd.

Splæs | 18. maí '12, kl: 19:29:04 | Svara | Er.is | 2

100 krónur fyrir vélina í minni blokk. Í annarri blokk sem ég þekki til er sér rafmagnsmælir fyrir þvottahúsið og þar skráir fólk rafmagnsnotkunina á sína íbúð þegar það þvær og er rukkað fyrir samkvæmt notkun. Veit þó ekki hvort eitthvert álag er vegna viðhalds og afskrifta af tækjum. Það er ekki sanngjarnt að allir íbúar borgi fyrir þvotta nokkurra. Setjum sem svo að "þú" þvoir 14 vélar á viku. Ég þvæ þrjár á viku að meðaltali.

bergma | 18. maí '12, kl: 19:35:07 | Svara | Er.is | 1

Þar sem ég bjó einu sinni var sameiginlegaar þvottavélar og þá skráði hver og einn niður stöðuna á mælinum fyrir og eftir notkun og hver og einn borgaði eftir því hvað hann notaði margar kílóvatt stundir.

Gale | 18. maí '12, kl: 21:06:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég bjó líka einu sinni í blokk þar sem maður skráði í bók hvar rafmagnsmælirinn stóð þegar þú byrjaðir að þvo og svo hvar hann stóð í þegar þú kláraðir. Svo var þetta gert upp einu sinni á ári (um áramót).
Ég man að mamma sagði að þetta hefði alls ekki verið mikið sem við þurftum að borga (bara við tvær í heimili) miðað við það að við þvoðum mikið fyrir 2 manneskjur. Var held ég 1.500 kr. fyrir árið, en það eru líka mööööörg ár síðan.

ingbó | 18. maí '12, kl: 21:11:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er það eðlilega.

wanted | 18. maí '12, kl: 19:39:22 | Svara | Er.is | 0

Það var tekinn 300 kr fyrir slottið hjá okkur sem var um 4 tímar, maður náði ca. 2 vélum. Veit ekki hvað það er hér þar sem ég bý í dag enda er ég með vél inni hjá mér. Veit samt að það er alltaf skráð staðan á rafmagnsmæli fyrir og eftir notkun. Kannski bara greitt rafmagnið.

______________________________________

Fannka | 18. maí '12, kl: 19:49:46 | Svara | Er.is | 0

er ég að skilja það rétt að þú þvoir 60 vélar á mánuði ?

------------------------------------------------------------------
Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

jalapeno | 18. maí '12, kl: 19:57:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

1-2 vélar á dag misjafnt.

Nornaveisla | 18. maí '12, kl: 20:40:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þú ert að þvo óeðlilega mikið. Ertu að fylla vélarnar eða skiptiru um föt 3x á dag?

Quit2012 | 18. maí '12, kl: 21:04:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þó hann skrifi að hann noti hana einn, gæti hann samt verið að meina hans íbúð.
Gæti þessvegna verið kona og 3-4 börn. Því fylgir mikill þvottur.

En 1-2 vélar á dag fyrir einn einstakling er svakalega mikið.

Ég þvæ kannski 4 vélar á viku erum 3.

Nornaveisla | 18. maí '12, kl: 21:07:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"
3 íbúðir eru það litlar að ekki er hægt að hafa þvottavél í þeim og er ég í einni af þeim."

Mér finnst ólíklegt að þau séu 6 í íbúð sem er svo lítil að það er ekki pláss fyrir þvottavél inni í henni.

Ef þetta er 6 manna fjölskylda eða meira er það nú skiljanlegra, en miðað við stærð á íbúðinni taldi ég það ólíklegt :)

Quit2012 | 18. maí '12, kl: 21:09:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gæti verið lítið baðherbergi þó svefnherbergin séu mörg.
Svo þurfa sumir að búa þröngt ;)

En já hann er eflaust að meina að hann búi einn ;)

xarax | 19. maí '12, kl: 01:22:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það þarf ekki nema eitt smábarn til að margfalda þvottinn....

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

nónó | 19. maí '12, kl: 19:37:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef átt smábarn og það margfaldaði alls ekki þvottinn... smábarnaföt eru mjög lítil og þó barnið noti mikið af fötum þá var það ágætlega lengi að safna í eina  fulla vél

Gale | 18. maí '12, kl: 21:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvað eruð þið mörg í heimili?
Við erum 2 fullorðin og þvoum 2-3 vélar á viku.

Hedwig | 18. maí '12, kl: 21:15:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hjá okkur, erum 2 fullorðin og erum að þvo sirka 2-3 vélar á viku. Veit ekki hvað ég ætti að þvo ef ég ætlaði að þvo 14 vélar á viku , það yrði allavega mikið afrek myndi ég segja :P. 

mjasa13 | 18. maí '12, kl: 21:53:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum 2 fullorðin og þvoum líka ca 2 til 3 vélar á viku og það er þvottavél og þurrkari í sameign og gjaldið er partur af hússjóð sem mér finnst mjög eðlilegt,en finndist ekkert rosalegt þó ég þyrfti að borga 400 til 600 kr á viku fyrir þvotta aðstöðu.

tacitus | 18. maí '12, kl: 19:54:36 | Svara | Er.is | 0

Það eru 100 kr hjá okkur og er þetta skipt í tímabilum, s.s. 100kr fyrir hvert tímabil og við erum með 2 þvottavélar og einn þurrkari. Þú getur s.s. notað báðar vélar samtímis. Auk þess er borgað inn í hússjóð fyrir viðgerðakosnaður. Finnst þetta bara sanngjarnt.

_________________________________________
Dauðinn og samfélag FB síða: https://www.facebook.com/eittsinnskalhverdeyja/

"To me, Nature is sacred. Trees are my temples and forests are my cathedrals." ~ Mikhail Gorbachev

lalía | 18. maí '12, kl: 19:55:51 | Svara | Er.is | 0

Þetta var gert í blokk sem ég bjó í en reyndar var bara hundrað kall pr. skipti og allir íbúar sáttir við það (samt aðallega bara 3 íbúðir af 7 sem notuðu vélina eitthvað).
En hérna.. 12.000 kall á mánuði þýðir að þú ert að þvo um 60 vélar á mánuði, eða tvær vélar á dag! Er engin leið fyrir þig að breyta þvottavenjunum og þvo sjaldnar? Sérstaklega af því að þú talar um að vera í of lítilli íbúð fyrir þvottavél svo ég er ekki að sjá þig fyrir mér með stóra fjölskyldu sem þarf að þvo af, eða hvað?

jalapeno | 18. maí '12, kl: 20:06:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú alveg örugglega hægt að minnka það eitthvað en þetta er misjafnt þetta er allavega 1 á dag stundum eru það 2 vélar. misjafnt.

Nornaveisla | 18. maí '12, kl: 20:43:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér finnst bara ekkert skrítið að þau vilji koma upp þessu kerfi. Ekki myndi ég vilja borga 2 vélar á dag undir einhvern annan. Tala nú ekki um ef þú ert ein. Ertu að þvo bara hálftómar vélar? Það t.d. fer mjög illa með þvottavélarnar svo ég tali nú ekki um hvað það er mikil sóun á vatni og rafmagni.. 

cell | 18. maí '12, kl: 19:59:35 | Svara | Er.is | 5

Reglur um það hvernig skipta skuli sameiginlegum kostnaði eru í 45. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994. Í C - lið ákvæðisins er kveðið á um það að kostnaði hver sem hann er, skuli þó skipta jafnt í samræmi við not eigenda ef unn er að mæla óyggjandi not hvers og eins. Þessa reglu er aðeins hægt að nota í undartekningartilvikum.
Hægt er að styðast við regluna þegar mæla þarf not hvers og eins við notkun þvottavélarinnar.
En þá er einungis hægt að krefjast þess að notandi vélarinnar greiði fyrir notin.
Sá Mælikvarði sem m.a. er unnt að styðjast við þegar mæla á notkun á þvottavél, er rafmagn.
ÞVÍ VERÐUR AÐ TELJAST ÓHEIMILT AÐ HÆKKA GJALD FYRIR NOTKUN Á ÞVOTTAVÉL EN SEM NEMUR RAFMAGNSNOTKUN HVERS OG EINS.
EKKI ER HÆGT AÐ RÉTTLÆTA ÞAÐ AÐ HAFA GJALDIÐ FYRIR NOTIN HÆRRI EN ÞAU Í RAUN ERU, TIL AÐ STANDA STRAUM AÐ ÖÐRUM KOSTNAÐI SEM TIL FELLUR V/VÉLARINNAR.
SLÍKT STANGAST Á VIÐ LÖGIN UM FJÖLEIGNARHÚS OG FÆR ÞVÍ EKKI STAÐIST.

Hedwig | 18. maí '12, kl: 21:02:31 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég bjó á stúdentagörðum þá kostaði vélin 50 kr, fannst það bara mjög gott verð en þá var enginn með vél inni hjá sér enda ekki pláss í neinum íbúðum þar sem ég var og allir notuðu þessar vélar sem voru. 

En skil svo sem þá sem búa þarna í blokkinni líka þar sem þú ert að þvo alveg rosalega mikið með tilheyrandi rafmagnskostnaði og slit á vélinni sem allir þurfa svo að endurnýja.  En mætti alveg verið ódýrara samt en 200 kr vélin, 50-100 kr væri líklegast fínt verð. Nema þeir séu kannski að reyna að fá þig til að þvo aðeins færri vélar á mánuði með því að hafa þetta svona dýrt :P. 

eradleita | 18. maí '12, kl: 21:09:19 | Svara | Er.is | 0

Geturðu ekki bara fengið að láta tengja vélina á rafmagnið í þinni íbúð?

______________________________________________________________________________________________

ingbó | 18. maí '12, kl: 21:10:24 | Svara | Er.is | 1

Eðlilegast væri að vélin væri á sér mæli. Notkunin væri skráð og gjaldið hækkað aðeins upp frá því sem kílówattstundin kostar til að mæta viðgerð og endurnýjun.  Ég væri ekki hress með að borga við þvotta annars fólks - og allra síst fólks sem þvær  1 - 2 vélar á dag. 

jalapeno | 18. maí '12, kl: 21:30:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum 2 í íbúð og þvoum frekar ca. 1 vél á dag og kemur fyrir að þær séu 2, við erum bara að spyrja hvort einhver viti eitthvað um þetta, sagði aldrei að við vildum að hinir borguðu kostnaðinn fyrir okkur, mér finnst bara svolítið ýkt að fara að rukka okkur um 200 kr á vél

Hedwig | 18. maí '12, kl: 21:36:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

200 kr er náttúrulega frekar mikið, en svo er líka hægt að minnka þvottavélanotkunina eitthvað á móti. 1-2 vélar á dag fyrir tvær manneskjur er rosalega mikið.  Til þess að ná þessum fjölda þyrftum við sem erum tvö í heimili hér að skipta um föt svona tvisvar-þrisvar á dag, nota handklæðina aðeins einu sinni og nota þá kannski tvö handklæði á dag hvort og svona.  Ætti bara hrikalega erfitt með að ná svona mörgum vélum þar sem ég skil engan vegin fólk sem notar föt t.d bara í einn dag eða notar handklæði bara einu sinni og svona. 

Ladina | 19. maí '12, kl: 00:26:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér finnst veðbjóður að nota handklæði oftar en einu sinni- er ég klikk?

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Þjóðarblómið | 19. maí '12, kl: 00:36:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Jebb þú ert klikk :)

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Ladina | 19. maí '12, kl: 00:37:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mig er búið að gruna þetta lengi.. :/

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

hillapilla | 19. maí '12, kl: 01:18:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Jáw, þú ert klikk. Þú ert væntanlega hrein þegar þú þurrkar þér á því, er það ekki? Það er allt í lagi að láta það þorna og nota aftur og jafnvel *gasp* einu sinni en eftir það..!

Ladina | 19. maí '12, kl: 01:30:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úFF..en það er fullt af húðfrumum sem fara í það.. og svona.. ha.. :/.. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

hillapilla | 19. maí '12, kl: 01:31:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hreinum húðfrumum... þínum húðfrumum... :P

Ladina | 19. maí '12, kl: 01:41:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En svo ruglast allt, við erum 5 í heimili. Sé alltaf fyrir mér að einhver hafi snýtt sér á handklæðinu eða barnið í næsta húsi hafi semi ekki þvegið sér eftir kúkaklósettferð og hafi þurrkað sér í bara eitthvað handklæði, sem er svo bara það sem ég notaði í gær og ætla að nota aftur í kvöld og og og... kúkakleprafrumubakteríur eru að leika við húðfrumur af mér og kallinum og og ... :/... Betra að ná bara í hreint :) .... 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

palmatre | 19. maí '12, kl: 19:46:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svipað og í lakinu þínu sem þú veltir þér upp úr á nóttunni. Varla skiptirðu um lak á hverjum morgni?

xarax | 19. maí '12, kl: 01:23:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá er ég klikk með þér....

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Ladina | 19. maí '12, kl: 01:30:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gott að vera klikk í pörum.. :) 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

xarax | 19. maí '12, kl: 01:31:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha, já :o) Er farin að geta treyst nokkuð oft á þig til að vera crazy með mér :o)

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Ladina | 19. maí '12, kl: 01:41:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

High five :) 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Flugsvinn | 19. maí '12, kl: 09:29:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þú ert pínu klikk ;) hugsaðu um umhverfið kona :)

Þjóðarblómið | 19. maí '12, kl: 00:36:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota föt almennt bara í einn dag, buxur tvo daga en allt annað bara í einn dag. Skipti á rúminu á tveggja vikna fresti og þvæ handklæði einu sinni í viku.

Ég er örugglega að þvo 6-8 vélar á viku og ég er ein. Það eru þvottavélar hérna frammi í sameign og þær eru frekar lélegar og þess vegna þvæ ég frekar lítið í einu. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Ladina | 19. maí '12, kl: 00:37:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert næstum jafn klikk og ég  :) 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Þjóðarblómið | 19. maí '12, kl: 09:53:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég átti mína eigin þvottavél voru þetta mun færri vélar... held ég...

Ein fyrir gallabuxur og peysur með rennilásum.

Ein fyrir blá föt

Ein fyrir nærföt og sokka

Ein fyrir handklæði

Og aðra hvora viku rúmföt.

Ég held reyndar að ég hafi aldrei þvegið bara fjórar vélar á viku, það var alltaf eitthvað meira sem þurfti að þvo og flokka betur :)

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Ladina | 19. maí '12, kl: 11:32:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ástfangin

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Þjóðarblómið | 19. maí '12, kl: 17:38:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

VEI :) 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

tog | 18. maí '12, kl: 21:39:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst þetta ótrúlega mikil notkun á þvottavél fyrir 2 manneskjur sérstaklega ef þær eru fullorðnar  ;)  þetta er jafnvel meira en þegar við vorum 5 í heimili og þar af 3 börn, en burt séð frá því þá ráðlegg ég þér að tala við Húseigendafélagið þeir eru vanir að díla við svona mál. Mér finnst reyndar út í hött að borga 200 kall fyrir hverja vél, hinir eiga líka að taka þátt í viðhaldskostnaði burtséð frá því hvað þeir nota vélina sé það á annað borð ákvörðun húsfélagsins að eiga vél.

swf79 | 18. maí '12, kl: 22:02:56 | Svara | Er.is | 0

Í mínu húsi er gjaldmælir tengur við hverja þvottavél. 50 mín kosta 50kr (mælirinn tekur bara 50kr peninga) en ég er þá að borga 100-150kr fyrir hverja vél.

If you are lonely when you are alone you'r in bad company.

cell | 18. maí '12, kl: 22:08:54 | Svara | Er.is | 0

Ef þetta er t.d. eldra fjölbýli þar sem er sameiginlegt þvottahús er húsfélaginu skylt að reka þvottavél en Ekki þurrkara.
Samkv. því sem ég skrifaði hér áður borgar sá sem notar þvottavélina eingöngu fyrir þau kw sem hann notar (samkvæmt mæli). Hægt að hringja í Orkuveituna til að ath. hvað kw-stundin kostar.
Í mörgum fjölbýlishúsum (oft eldri) er því ekki við komið að hafa vélarnar á sér mæli og kannski ekki pláss.

habe | 18. maí '12, kl: 23:09:48 | Svara | Er.is | 3

Sæl/l jalapeno.
Eins og búið er að benda á, þá má ekki rukka þig meir en fyrir kostnaði við notkunina.
Ef það er ekki sér rafmagnsmælir fyrir þvottavélina, þá mæli ég með að þú krefjist þess að hann verði settur upp, og svo borgi hver og einn sína rafmagnsnotkun á þvottavélinni.
Varðandi viðhald á þvottavélinni, þá er það sameiginlegt með öllum sem eiga þvottahúsið saman (já þó svo að þeir noti vélina ekki, þá er hún í boði fyrir viðkomandi).
Kveðja habe.

jalapeno | 18. maí '12, kl: 23:47:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir svörin :)

stinus123 | 19. maí '12, kl: 00:37:44 | Svara | Er.is | 0

Ég bý í húsi með stórum vélum og þar sem allir nota þær. Það var rukkað áður fyrr og það var 50 kr á hvern þvott. En svo var hætt að nota það system og þessu bara deilt á leiguna. 

En þværðu samt 50 vélar í mánuði? Ertu með 5 manna fjölskyldu kannski eða? Finnst það bara svoldið mikið. Ef að þú ert einn þá þarftu kannski að athuga hvað þú setur mikið í hverja vél. 

Fargmöldun | 19. maí '12, kl: 00:42:54 | Svara | Er.is | 0

Ég skil alveg þína afstöðu en ef þú myndir búa í stærri íbúð þarna og búa einn með þína þvottavél inni hjá þér. Ég myndi búa kannski með 3 börn í svona lítilli íbúð. Finndist þér sanngjarnt að borga það sama í sameiginlegu þvottavélina og ég  með mín 3 börn ? ég væri að þvo svona 3-4x meira en þú en þú myndir samt borga jafnmikið og ég í sjóðinn auk þess sem þú værir að borga rafmagnið fyrir þína vél sem væri upp í íbúðinni þinni.

kisukrútt | 19. maí '12, kl: 01:37:22 | Svara | Er.is | 0

FÁRÁNLEGT!! má þetta??

Helvítis snjókorn | 19. maí '12, kl: 01:51:07 | Svara | Er.is | 0

Æ vá, tvöhundruðkall Í alvöru?

daewoo | 19. maí '12, kl: 04:00:47 | Svara | Er.is | 0

Getur ekki fengið rafvirkja til leggja linur frá þínu mæli inn í þvotta hús og sett upp veggteingil sem læsa eftir notkun

TARAS | 19. maí '12, kl: 19:12:14 | Svara | Er.is | 0

200 kr? Hér kaupi ég 17 þvottapeninga á 400. Eru tvær þvottavélar og þessi litla þarf 2 en stóra vélin tekur tvöfalt magn og þarf 1 þvottapening í hana.... svo 2-3 í þurrkarann sem er líka extra stór.... færi á hausinn fyrir þessa peninga...

Von1970 | 19. maí '22, kl: 12:10:22 | Svara | Er.is | 0

Á bara að borga fyrir kílówattstund ohg það eru 8kr hver stund . Hjá mér kostar peningurinn 20 kr. Allur annar rextarkostnaður er jafnspiptur.hvort sem þú hótar vélina.

Hauksen | 25. maí '22, kl: 09:50:26 | Svara | Er.is | 0

200 krónur er allt of hátt. 50 kr tops

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

tlaicegutti | 25. maí '22, kl: 12:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þið vitið þetta er 10 ára gamall þráður ;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ísland fær falleinkunn sem velferðarríki Júlí 78 1.7.2022 3.7.2022 | 08:44
nissan xtrail eða toyota rav4 stubban 24.6.2022 2.7.2022 | 12:00
NATO eflist með inngöngu Finna og Svía _Svartbakur 28.6.2022 2.7.2022 | 00:13
Tengjast þessir atburðir? Tryllingur 1.7.2022 1.7.2022 | 18:43
Barnalagið "Lífið í túni" Pedro Ebeling de Carvalho 28.6.2022
Fjallkonan, hvernig endar þetta? Júlí 78 17.6.2022 28.6.2022 | 16:59
Framsýni _Svartbakur 27.6.2022 28.6.2022 | 10:45
Tjaldsvæði bara fyrir tjöld? svartasunna 2.6.2022 28.6.2022 | 07:48
Teenage Mutant Ninja Turtles á íslensku? bman 9.11.2013 27.6.2022 | 22:42
Afsakanir Tryllingur 26.6.2022
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 26.6.2022 | 14:19
Reykjavíkurflugvöllur og flugöryggi _Svartbakur 25.6.2022
Nokkur lög Þursaflokksins í flutningi mínum Pedro Ebeling de Carvalho 24.6.2022
klausturbleikja toggaaa 24.6.2022
Land víkinga til sölu í pörtum Tryllingur 20.6.2022 24.6.2022 | 02:03
Bestellen Sie Ihre amtlichen Dokumente auf unserer Website (https://www.sprachexperte.com/) Rei jjk007 23.6.2022 23.6.2022 | 21:56
Bestellen Sie Ihre amtlichen Dokumente auf unserer Website (https://www.sprachexperte.com/) Rei jjk007 23.6.2022
Lítil þvittavél? prjonadyrið 18.6.2022 21.6.2022 | 22:35
Hvernig fer maður á heimabanka? Chromecast84 21.6.2022
Alltaf eru færri ferþegar í Strætó _Svartbakur 9.6.2022 21.6.2022 | 18:07
Fangelsin á Íslandi? Thorbjorgkj1985 21.6.2022 21.6.2022 | 16:55
Kalinigrad áður Köngsberg yfirgangur Rússa. jaðraka 21.6.2022 21.6.2022 | 16:52
Helvítis frekjuhundar Tryllingur 20.6.2022 20.6.2022 | 21:14
Góður sjúkraþjálfari vegna vefjagigt Selja2012 20.6.2022
Inneign á gjafakorti arion banka? Sarabía 28.12.2013 20.6.2022 | 07:11
Tekjulítill Tryllingur 19.6.2022 20.6.2022 | 02:43
Lag á táknmáli Myken 9.11.2015 19.6.2022 | 13:30
"Vegna Covid" tímabókanir Geiri85 16.6.2022 18.6.2022 | 11:13
Frumsýning: lag frá mér fyrir þjóðhátíðardag Íslendinga Pedro Ebeling de Carvalho 17.6.2022
Bílapartasölur - kaupa þær af manni bíl? chichirivichi 5.5.2007 16.6.2022 | 19:39
Platan "Áfram Ísland!" er gefin út Pedro Ebeling de Carvalho 16.6.2022
Rússar geta ekki unnið stríðið við Ukraínu ! _Svartbakur 15.6.2022 16.6.2022 | 09:04
Pósturinn - kæra abtmjolk 15.6.2022
Flytja eldra fólk 55 - 95 ára til Spánar ? _Svartbakur 14.6.2022 15.6.2022 | 16:49
Sjúkdómar Tryllingur 13.6.2022 15.6.2022 | 15:17
sjálfboði í sveit í vanda v þunglyndis á reddit orkustöng 7.4.2015 15.6.2022 | 01:51
Keflavíkurflugvöllur og Hvassahraun _Svartbakur 10.6.2022 14.6.2022 | 15:52
Samtal við mig um tónlistina mína á Twitter Pedro Ebeling de Carvalho 13.6.2022
Miklir verkir við samfarir Notandi1122 13.6.2022 13.6.2022 | 10:30
Falleg alþjóðleg stelpunöfn sem passa við millinafnið Sólveig Girlmama 11.6.2022 13.6.2022 | 00:25
Nudd! Fyrstir koma, fyrstir fá! Arnidm 11.6.2022
Frumsýning á YouTube-rásinni minni Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2022
Therabreath munnskol Bella2397 10.6.2022
Bráðamóttakan, hverjir bera ábyrgð á ástandinu? Júlí 78 4.6.2022 10.6.2022 | 10:56
Hvað ertu að gera í kvöld? Twitters 20.7.2018 9.6.2022 | 21:25
Hrátt hunang toggaaa 7.6.2022 9.6.2022 | 16:53
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 9.6.2022 | 14:37
Góður Sálfræðingur fyrir 18 ára Janef 3.6.2022 8.6.2022 | 11:53
hvar er hægt að kaupa? Dreamdunker 7.6.2022
Afrit af sjúkraskrá Ilmati 7.6.2022
Síða 1 af 72379 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, superman2, Gabríella S, Atli Bergthor, aronbj, tj7, karenfridriks, RakelGunnars, joga80, rockybland, Bland.is, mentonised, Óskar24, MagnaAron, Anitarafns1, ingig, krulla27, barker19404