Saumavélar- valkvíði

bikkja n | 24. júl. '09, kl: 13:20:54 | 2741 | Svara | Er.is | 0

Ég ætla að kaupa mér saumavél. Ég hef ekki mikla reynslu af saumaskap, aðallega bara gardínusaum, rúmfatnað, fataviðgerðir og annað einfalt. En mig langar til að fikra mig áfram með léttan fatasaum og vil vanda valið á vélinni. Hún þarf að vera frekar einföld í notkun og helst auðvitað að endast sem lengst.

Ég er búin að skoða og langar einna helst í þessa vél
http://pfaff.is/saumavelar/hefdbundnar_saumavelar/?ew_2_cat_id=42522&ew_2_p_id=22597642

En hún kostar um 60.000. Svo eru nokkrar vélar í kringum 40.000 sem mér finnst líka koma til greina.

http://www.bot.is/index.php?page=shop.product_details&flypage=shop.flypage&product_id=2890&category_id=171&manufacturer_id=0&option=com_virtuemart&Itemid=69

http://www.bot.is/index.php?page=shop.product_details&flypage=shop.flypage&product_id=3126&category_id=245&manufacturer_id=0&option=com_virtuemart&Itemid=69

http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=ELNA2300

http://www.saumavelar.is/main.asp?menu=1&submenu=1&item=toyota_ess224

Hvað segið þið konur með reynslu? Borgar sig að eyða auka 20.000 krónur í Husqvarna vél? Eða er einhver hinna alveg jafngóð? Eða á ég kannski að skoða einhverja allt aðra vél (þá hvaða)?

 

Felis | 24. júl. '09, kl: 13:27:13 | Svara | Er.is | 0

Ég get svosem ekki rökstutt það almennilega en ég myndi velja Husqvarna vélina. Ég á Husqvarna sem að hefur gengið einsog draumur í 8 ár, svo á mamma eina sem er 30 ára og tengdó aðra sem er 35 ára og þær eru báðar mjög góðar ennþá.
Þegar ég keypti mína þá vildi ég bara Husqvarna eða Pfaff - en ég man ekki lengur af hverju hehe. Valdi Husqvarna bæði vegna þess að ég kunni á hana og vegna þess að hún var ódýrari en Pfaff
Felis

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bikkja n | 24. júl. '09, kl: 13:41:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir að svara :) Það er auðvitað nánast innbyggt í okkur að Husqvarna vélarnar eru bestar, ég átti sjálf svoleiðis sem gafst upp í vor þá 25 ára gömul. En svo hef ég líka heyrt að Elna vélarnar eru að endast jafnvel.

Er smá forvitin um hinar tegundirnar, verður gaman að sjá hvort einhver hefur einhverja reynslu af þeim.

RaggaH | 24. júl. '09, kl: 13:50:10 | Svara | Er.is | 0

Ég á Elna vél sem er alveg ágæt. Fyrir stuttu fékk ég vélina hennar mömmu heitinnar til mín og ég nota hana frekar en Elna vélina. Mömmu vél er rúmlega fertug Pfaff, mikið mikið mikið notuð

www.hross.blog.is

Fröken Fix | 24. júl. '09, kl: 13:56:39 | Svara | Er.is | 1

Ég er handavinnukennari og hef reynt allnokkrar tegundir af vélum. Ef ég væri að kaupa mér vél og ætlaði að fara að sauma eitthvað meira en bara að stytta buxur og svoleiðis væri ég ekki í vafa um að eyða svolítið meiri pening í vélina og kaup mér Pfaff.

babyborn og fl | 24. júl. '09, kl: 14:18:06 | Svara | Er.is | 0

Ég á sjálf 20 ára einfalda singer (hefur aldrei bilað) en saumaði áður á pfaff sem dó 48 ára gömul og hér hafa saumavélarnar verið mikið notaðar í allann saumaskap.
Ég mynd velja úr þessum 2 tegundum ef ég væri að velja í dag. Toyota og husqarna kæmu aldrey til greina eftir að hafa þekt alltof marga sem hafa verið óánægðir með mikla bilanatíðni.

-------------------------------------------------------------

bikkja n | 24. júl. '09, kl: 14:25:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hvar maður fær Singer vél? Er búin að leita en finn ekki, Pfaff er með umboð fyrir Singer en engar vélar til sölu. Það er ein til í Rúmfatalagernum en sú týpa fær ekki góða dóma á netinu.

tacitus | 26. júl. '09, kl: 00:26:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rúmfo var/er stundum með Singer. Vóru eitthvað um 40-50þ. kall í haust í fyrra.

_________________________________________
Dauðinn og samfélag FB síða: https://www.facebook.com/eittsinnskalhverdeyja/

"To me, Nature is sacred. Trees are my temples and forests are my cathedrals." ~ Mikhail Gorbachev

tacitus | 26. júl. '09, kl: 00:27:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah, okei, varst búin að sjá þessa í Rúmfo :)

_________________________________________
Dauðinn og samfélag FB síða: https://www.facebook.com/eittsinnskalhverdeyja/

"To me, Nature is sacred. Trees are my temples and forests are my cathedrals." ~ Mikhail Gorbachev

bikkja n | 24. júl. '09, kl: 14:23:30 | Svara | Er.is | 0

Takk RaggaH og Fröken Fix, Pfaff eru örugglega mjög góðar vélar en ódýrasta vélin er á 90.000 krónur og tvær vinkonur mínar eiga þannig og eru ekki ánægðar (báðar vanar saumakonur). En ég þekki eina sem á dýrari týpu af Pfaff og er mjög ánægð, hinar hafa prófað þá vél hjá henni og segjast finna vel fyrir muninum. Ætli maður þurfi ekki að kaupa dýrari týpu til að upplifa þessa margrómuðu Pfaffgæði en ég er ekki til í að eyða alveg svo miklu :)

RaggaH | 24. júl. '09, kl: 14:33:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það getur alveg verið, ég veit ekki hvað í röðinni vélin hennar mömmu er.
Gangi þér vel

www.hross.blog.is

bikkja n | 24. júl. '09, kl: 14:44:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)

elisaanna | 24. júl. '09, kl: 14:38:11 | Svara | Er.is | 0

Skil vel að þú eigir erfitt með að velja. Lenti sjálf í því síðast og keypti þá tölvuvél Janome hjá Saumasporinu og vantaði skýringar og handleiðslu sem ekki lágu á lausu. Er samt ánægð með vélina og allt það.
En ég átti á árum áður Toyota vél, aldeilis ágæta og enþá betri þjónusta sem umboðsmaðurinn veitti. Hann er alveg eðal og það skiptir öllu máli þegar maður þarf að láta kíkja á vélarnar.

Ég myndi athuga að hafa vélina með yfirflytjara, og ef maður ætlar sér ekki einhverja ótrúlega stóra og mikla framleiðslu sem krefst allskonar útúrdúra þá er mín reynsla sú að alltaf eru notaðir þessir sömu fídusar, fram/aftur/zik zak/hnappagöt/blindfaldur og smá útsaumur;)

Gangi þér vel!

bikkja n | 24. júl. '09, kl: 14:50:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þjónustan skiptir örugglega miklu máli með svona græjur. Það er líka örugglega rétt hjá þér að maður notar ekki svo mikið af öllum þessum fítusum, en hvað í ósköpunum er yfirflytjari?

dianaj | 24. júl. '09, kl: 15:22:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einu vélarnar sem hafa yfirflytjara eru frá Pfaff og ekki ódýrasta týpan. Mér finnst yfirflytjari skipta öllu máli og maður finnur mikinn mun ef maður prófar vél með yfirflytjara og hinar sem hafa það ekki. Ég á 35 ára gamla Pfaff vél sem virkar vel og myndi ekki vilja aðra tegund. En þeir sem ætla lítið að sauma þá er þetta spurnig með kostnað og mamma mín á ennþá eldgamla Elna vél sem reyndist henni vel og saumaði hún mikið.

svara | 24. júl. '09, kl: 16:11:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á svona husquarna emerald 122 og hún er bara mjög góð.Saumar vel og er auðveld.Á reyndar alltaf eftir að fara á þetta námskeið sem að fylgir frá pfaff en hef náð að nota vélina án þess.

Felis | 25. júl. '09, kl: 12:23:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kostar ekki mikið að kaupa yfirflytjara á Husqvarnavélarnar. Ég gerði það og hann virkar mjög vel, ekkert mál að setja hann á og taka af.
Felis

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

MUX | 24. júl. '09, kl: 16:41:44 | Svara | Er.is | 0

Ég á husquarna lily 555 minnir mig að hún heiti og ég elska hana (kostaði 120 þúsund fyrir 8 árum!!), mamma á 50 ára husquarna vél sem er enn í notkun og var svaaaaakalega mikið notuð, mamma saumaði allt á krílin sín á þá vél.

Svo ég mæli með henni en þekki ekki hinar svo ég get ekki sagt til um þær.

because I'm worth it

Lórukisa | 24. júl. '09, kl: 17:19:51 | Svara | Er.is | 0

Ég keypti Husquarna vélina í Pfaff um daginn og sé sko ekki eftir því að hafa eytt auka 20þúsund kalli. Hún er algjört æði.

bikkja n | 24. júl. '09, kl: 20:18:09 | Svara | Er.is | 0

Þakka ykkur fyrir, það er mjög hjálplegt að heyra ykkar skoðanir.

Núna er ég búin að liggja á netinu að lesa dóma um saumavélar. Það er sama hvar ég gríp niður, Brother og Singer vélarnar virðast vinsælastar. Síðan kemur Janome og einhverjar tegundir sem ég hef ekki heyrt um, Husqvarna eða Pfaff komast varla á blað og hef ekki enn rekist á Elna vélar á review síðu :)

Er farin að hallast að Husqvarna einfaldlega vegna þess að ég átti svoleiðis en Janome vélin freistar líka.

Fríðafrænka | 24. júl. '09, kl: 21:46:40 | Svara | Er.is | 0

Sæl, keypti mér svona Husquarna vél...hún er alveg eins nema ekki með svona skrautsporum. Hún er ÆÐISLEG, svo létt og lipur og vinkonur mínar hafa aðeins prófað og bara "vá hvað hún er létt og þægileg". Vildi að ég hefði keypt þessa frekar því mig langar svo að hafa svona skrautspor:/ Það er frábært teygjuspor á þessum vélum og rosa auðvelt að þræða og setja spólu í. Mæli algjörlega með þessari týpu.

tenchi okasan | 24. júl. '09, kl: 23:39:36 | Svara | Er.is | 0

af þessum myndi ég taka Husqvarna ...
en ég á sjálf Elna vél og þegar ég keypti hana fyrir 9 árum síðan var hún æst dýrasta vélin - hún hefur hingað til gengið eins og herforingi
en ástæðan fyrir því að ég valdi þessa týpu var sú að ég á líka 60 ára gamla Elna vél sem langafi minn átti - hann var skraddari og hún virkar enn það þótti mér góð meðmæli :)

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

bikkja n | 25. júl. '09, kl: 21:38:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já vá, það eru heldur betur góð meðmæli með Elna vélunum, 60 ára ending er hreint ótrúlegt.
Mikið hlýtur að vera gaman að eiga svona ættargríp, væri gaman ef hún gæti sagt sögur :)

tenchi okasan | 25. júl. '09, kl: 21:50:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahaha já það væri svo sannarlega gaman - hún hefur án efa saumað ýmsar flíkur á einhverja merkismenn hér í denn ;)

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

carpediem | 28. júl. '09, kl: 22:11:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég keypti mér Elna vél fyrir 14 árum þegar ég gekk með barnið mitt og hún kostaði þá rúmlega 20 þúsund, hefur aldrei slegið feilpúst og ég hef lánað hana töluvert, og það eru allar sammála því hversu einföld og þægileg hún er, en ástæðan fyrir því að ég keypti Elna á sínum tíma var að amma vinkonu minnar á svoleiðis vél og var búin að eiga hana í rúm 50 ár, og það þótti mér góð meðmæli.

úbs | 25. júl. '09, kl: 11:14:10 | Svara | Er.is | 0

Pfaff er málið, margra kynslóða reynsla í fjölskyldunni og bara frábær reynsla. Man bara eftir að hafa notað Husqarna í grunnskólanum og þær voru endalaust bilaðar og vonlausar enda massa álag á þeim ;)

bikkja n | 25. júl. '09, kl: 21:59:00 | Svara | Er.is | 0

Jæja, takk öll fyrir að svara, þið hafið hjálpað mér að komast nær því að taka ákvörðun. Ég ætla að fara eftir helgi í búðirnar og prófa Elnu og Husqvarna og tek svo ákvörðun eftir prufukeyrslurnar.

Þegar ég var að leita að umsögnum rakst ég á þessa síðu, kannski hafið þið áhuga á henni líka
http://www.craftster.org/

þar undir Community eru mörg spjallborð sem virðast ágætlega virk og gaman að lesa, hér eru umræður um Sewing in general
http://www.craftster.org/forum/index.php?board=390.0

prjón
http://www.craftster.org/forum/index.php?board=353.0

hekl
http://www.craftster.org/forum/index.php?board=354.0

alicia | 26. júl. '09, kl: 13:00:30 | Svara | Er.is | 0

Dóttir mín fékk Emerald vélina í fermingargjöf og ég hef aðeins verið að prófa hana og nota, og líkar mjög vel :)

bee gees | 27. júl. '09, kl: 19:52:44 | Svara | Er.is | 0

Ég get alveg hiklaust mælt með bæði Elna saumavél og eins Janome sem Bót á Selfossi er umboðsaðili fyrir. Þær vélar eru alveg frábærar og þjónustan hjá Bót til fyrirmyndar.

dsig | 28. júl. '09, kl: 18:22:35 | Svara | Er.is | 0

Hæ hæ ég á husqvarna vél og ég hef aldrei verið ánægð með hana og aldrei getað saumað almennileg á hana en mamma á gamla pfaff vél og svínvirkar ennþá

Leney | 30. júl. '09, kl: 21:14:08 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi ekki hika við að kaupa Husqvarnavélina. Ég hef góða reynslu af því merki, en svo er annað sem mér finnst mjög mikilvægt: að kaupa vélina hjá góðu umboði, sem maður getur treyst að verði hér á morgun, með viðgerðarverkstæði þar sem gífurleg þekking og reynsla hefur safnast saman. Svo er mjög vel séð um að allir aukahlutir séu til hjá Pfaff og svo framvegis. Ég keypti Pfaff vél í vetur, og reyndar Husqvarna overlockvél, og þá kom ekkert annað til greina en að kaupa hjá Pfaff. Svo fylgir líka ókeypis kennsla á vélina, en það er ekki sjálfgefið, t.d. ekki á Janomevélarnar hjá Bót.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48003 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, Hr Tölva, Bland.is, Guddie