Sjálfsofnæmi - Sérfræðingur? - Hashimoto's Thyroditis

dóra landkönnuður | 5. feb. '16, kl: 21:48:00 | 241 | Svara | Er.is | 0

Er einhver sem getur mælt með góðum sjálfsofnæmissérfræðingi? Má vera hver sem er, t.d. innkirtlasérfræðingur, ónæmisfræðingur, ofnæmislæknir, næringarfræðingur, grasalæknir o.fl.

Leitaði í 10+ ár að útskýringu á fjölþættu heilsuleysi - hef nú loks verið greind með Hashimoto's thyroiditis, sjálfsofnæmi sem veldur vanvirkum skjaldkirtli (TSH: 100+).

Mig langar mjög mikið að finna einhvern sem er til í að hjálpa mér að rannsaka orsakir sjálfsofnæmissjúkdómsins og þá hvað er hægt að gera til þessa að hægja á ónæmiskerfisárásinni á líkamann. Mig langar að finna einhvern sem er til í að horfa á meira en bara TSH gildi og þá tilbúinn að skoða t.d. áhrif fæðuofnæmis/óþols, næringarskort, "leaky gut", hugsanlegar undirliggjandi sýkingar o.fl. Finnst alls ekki nóg að meðhöndla eingöngu einkennin/afleiðingarnar af árásinni/eyðileggingunni þegar hægt er að komast að því hvað er mögulega að "trigger-a" sjálfsofnæminu.

Kærar þakkir! Allar ábendingar vel þegnar! :)

 

Sessaja | 5. maí '20, kl: 22:32:30 | Svara | Er.is | 1

Ég er forvitin hvernig er staðan með þig í dag? Fannstu einhvern sem var vit í þessu málum?

dóra landkönnuður | 12. maí '20, kl: 15:13:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er á góðum stað í dag og fann ýmsar lausnir sem henta mér. Heilbrigðiskerfið var (er) ekki að bjóða upp á þjónustu sem ég var að leitast eftir nema þá mjög takmarkað. Læknar eru flestir fínir og góðir í sínu en skjaldkirtillinn og sjálfsofnæmi er því miður ekki þeirra sterkasta hlið. Ég þurfti í raun að afla mér upplýsinga sjálf að mestu og læra um sjúkdóminn. Þannig að ég fór í mikinn heimalærdóm. Vil samt alls ekki draga úr mikilvægi þess að hafa góðan lækni sem þú getur treyst og að fara reglulega í blóðprufu. Fyrir utan það að hafa skjaldkirtilslyfin rétt stillt þá finn ég að ég verð svona 95% að lifa ofurheilbrigðu lífi til þess að viðhalda góðri líðan. Næringarríkt mataræði var mjög mikilvægt fyrir mig og að lágmarka bólguástand í líkamanum með réttu fæði. Svo eru auðvitað margir aðrir þættir sem spila inn í heilbrigðan lífstíl. Einnig er mikilvægt að vera miðvituð um að núverandi viðmiðunargildi fyrir TSH eru of víð. Ef þú ert á skjaldkirtilslyfjum þá ætti að miða við ca. TSH 0,5-1,5. Ef þú ert ekki á lyfjum þá ætti að miða við ca. 1-2 (yfir 2,5 í TSH ætti að vera rautt flagg og skoða nánar). En það er mjög algengt að læknar telji eðlilegt að vera t.d. með TSH 4, jafnvel 5, bara af því að það er innan marka en efri viðmiðunarmörkin eru of há. Mæli með að fletta upp og skoða eftirfarandi - Thyroid Pharmacist, Izabella Wentz - Medical Medium sem Kristin8686 nefnir - Functional medicine - Spjallhópur á Facebook sem ísbjarnaamma nefnir (þar eru allskyns upplýsingar, sumar gagnlegar, aðrar misréttar og svo getur auðvitað verið misjafnt hvað hentar hverjum og einum) - Paleo - Whole30 - autoimmune protocol / autoimmune paleo ... þetta er svona það sem mér dettur í hug í fljótu bragði. Ég veit af eigin reynslu hvað það er glatað að vera heilsulaus og í ofanálag sagt ítrekað ”að hætta að væla” því það sé ekkert að og “læra að lifa með þessu”. Ég veit ekki hvar þú ert stödd/staddur í þessu ferli en ég vil bara segja að þetta er hægt og það er von um betri líðan! Þér er velkomið að senda mér skilaboð ef þú vilt spjalla eða spurja um eitthvað.

Sessaja | 14. maí '20, kl: 14:37:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að upplifa aðeins helvíti a lyfinu sem læknir lét mig fá við þessum blessaða skjaldkirtli svo ég er hætt á því. Spá núna breyta mataræði en finnst vera ruglað að átta sig á hvaða mataræði maður á að fara eftir ein síðan segir ekki borða þetta en önnur segir jú borða þetta. Finnst vanta næringarfræðing fyrir fólk með skjaldkirtilsvanda hér á landi. Annars er alltaf eitthvað að kvarta yfir einkennum sem tengja má við þessum sjúkdómi sem er að gera mann geggjaðan. Skapið,þunglyndi,kvíða,kulda,exem,augnbólgur, fitna, kalt, vöðvaverki,liðaverki,mígreni,hausverk,skútubólga,hjartslattatruflanir og svona getur maður endalaust talið. Læknar vita ekki neitt.. Segja mátt borða allt svo les maður annað á netinu. Matur með Goitrogen t.d hefur áhrif á skjaldkirtilinn. SPÍNAT hrærir í mælingum. Svo er maður í lyfjastillingu og læknar skilja ekki afhverju lyfið virkar ekki og hækka skammta þannig maður fær meir aukaverkanir og er orðið manni hættulegt. Segir þetta er ekki hættulegt en þetta er vist hættulegt að fitna og fá fleiri aðra sjúkdóma ut af fitu. Hef misst alla trú á lækningu frá læknum.

Sessaja | 14. maí '20, kl: 14:40:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

#Orkuleysi,minnisleysi,þreyta,sefnsýki..

dóra landkönnuður | 27. maí '20, kl: 17:12:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög leitt að heyra. Ég veit þetta er svolítill frumskógur af upplýsingum og svo er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Ef þú vilt skoða mataræðisbreytingar þá mæli ég með að velja eitt mataræði og fylgja því í 3-4 vikur og sjá hvernig þér líður eftir það. Ef vel gengur, þá halda áfram, ef ekki, þá breyta til. Það gæti t.d. verið: Paleo, AIP, Whole30 eða Medical Medium. Ég sjálf byrjaði á því að taka út eitt í einu þar til ég var komin í strangt AIP mataræði. Þetta tók mig um 7 mánuði en ég byrjaði á því að taka út mjólk fyrsta mánuðinn, svo glúten, svo egg o.s.frv. Mér leið ekki betur fyrr en ég var komin á 100% AIP. Þvílíkur munur og bara ótrúleg upplifun að fá lífið til baka. Ég fylgdi AIP í um 3-4 ár og hef síðan skipt yfir í Paleo með bland af Medical Medium. Þetta er það sem hentaði mér en ég held að það sé nauðsynlegt fyrir þig að prófa þig áfram og finna hvað hentar þér. Sumt af því algengasta sem gæti verið að ýta undir einkenni væri sykur, glúten, soja, mjólk og egg. Það gæti kannski verið gott að byrja á að skoða það. Annars tel ég að hreint mataræði sé mjög mikilvægt og þá að forðast unninn mat eins og hægt er. Og vera meðvituð um að neyta næringarríkrar fæðu. Svo er gott að passa upp á D vítamín, B12 og járn (ferritin) og reyna að vera allavega í miðjunni eða nær efri viðmiðunarmörkum. Svefn, rútína og að lágmarka stress er mjög mikilvægt fyrir mig, sem og að gefa mér tíma til þessa að sinna áhugamálum og hitta vini og fjölskyldu. Ég þurfti líka að læra að stunda hreyfingu með breyttum áherslum. Þetta þarf allt að spila saman og tekur tíma. Ég vil líka nefna að ég tek skjaldkirtilshormón og væri örugglega nær dauða en lífi án þess. Fyrir mig var þó ekki nóg að taka eingöngu skjaldkirtilshormón heldur þarf ég að huga vel að mataræðinu samhliða því. Varðandi hvort um sé að ræða sjálfsofnæmi þar sem að ónæmiskerfið ræðst á skjaldkirtilinn eða hvort að orsökin sé EBV, eins og Medical Medium segir, og þess vegna mælist mótefnin... ég veit ekki hvað er rétt í þessu en þetta eru tvær mismunandi kenningar/nálganir sem er áhugavert að skoða. Ég byrjaði að vinna í mínum málum út frá sjálfsofnæmiskenningunni og með functional medicine nálgun. Það kom mér mjög vel af stað. Síðar las ég mér til um Medical Medium og hans kenningar um að vírus gæti verið orsökin. Það sem hann er að mæla með er í stuttu máli hreint, næringarríkt mataræði og talar mikið um lækningarmátt fæðutegunda. Ég sé ekkert nema jákvætt við það að neyta meiri ávaxta og grænmetis eins og hann mælir með. Þannig að hvort sem hann hefur rétt fyrir sér í þessum efnum eða ekki þá er áhættan núll að láta á það reyna og allar líkur á að það geri manni gott. Þess vegna valdi ég að bæta Medical Medium aðferðum inn í mitt mataræði. “Let food be thy medicine and medicine be thy food.” - Hippocrates, faðir læknisfræðinnar. Enn og aftur þá er þetta bara sú leið sem ég valdi og fann að hentaði mér og ég átta mig á því að drastískar mataræðis- og lífsstílsbreytingarnar eru ekki endilega réttar fyrir alla. Kannski er jafnvel betra að byrja enn þá smærra og t.d. búa til lista yfir hvað lætur þér líða vel eða hvað gerir þig hamingjusama og svo annan lista yfir hvað lætur þér líða verr. Það gæti mögulega hjálpað þér að gera litlar lífsstílsbreytingarnar og vonandi gefið þér smá auka orku til þess að koma þér betur af stað og í átt að betri líðan. Ég vona að þú finnir hvað hentar þér og vertu þolinmóð! Gangi þér vel! <3

dóra landkönnuður | 27. maí '20, kl: 17:14:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

... og ég persónulega hef ekki áhyggjur af goitrogens. Það eru skiptar skoðanir um það en ég hallast að því að það sé skaðlaust.

Kristin8686 | 12. maí '20, kl: 13:42:05 | Svara | Er.is | 1

Þetta er seint en: mæli með að skoða Anthony Williams the Medical medium. Hann talar um hvað er raunverulega á bak við sjúkdóma og að líkaminn er ekki með sjálfsónæmi. Þetta er vírusinn Ebsteinn Barr sem sest í líkamann og veldur ýmsum kvillum. Það hefur aldrei verið sannað vísindalega að um sjálfsofnæmi sé að ræða, það er aðeins kenning, því vísindin vita ekki betur.

Sessaja | 14. maí '20, kl: 17:04:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér líður ekkert betur að heyra það er virus sem er að éta skjaldkirtilinn minn og ekkert hægt að gera við því. En núna tekst sumum að halda þessu niðri með mataræði. Er þá vírusinn aðeins svangur ef ég borða vissar tegundir. Þetta stenst ekki.

Kristin8686 | 22. jún. '20, kl: 23:33:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vírusar nærast mest á mjólkurvörum og eggjum, og það er hægt að losa sig við vírusinn ?? hann mælir með Sellerí djús sem skolar honum út. það er alveg þess virði að kynna sér þetta.

Sessaja | 14. maí '20, kl: 17:15:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til að vinna gegn þessum ebsten barr vírus þá talar hann um að borða spínat? Eg er nýbúin að heyra að spínat er ekki gott fyrir skjaldkirtilinn.

T.M.O | 14. maí '20, kl: 17:29:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Medical medium? Vírusar eru mælanlegir, er hann sérfræðingur í vírussjúkdómum?

ert | 27. maí '20, kl: 18:51:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Anthony William Coviello , known professionally as Anthony William or the Medical Medium , is a medium who offers pseudoscientific medical and health advice based on alleged communication with a spirit.


William asserts that his abilities come from a psychic connection with Spirit, which allows him to diagnose other people of various illnesses as well as offering treatment. William claims that Spirit gives him the ability to scan bodies in a way that can diagnose all blockages, infections, trouble areas, past problems, and even soul fractures with knowledge that comes from Spirit. He believes this information will eventually be recognized by the scientific community.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 27. maí '20, kl: 20:34:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aha.... það er fólk þarna úti sem finnst það réttlætanlegt a ljúga hverju sem er að öðru fólki í nafni þess að gefa því von. Krabbameinssjúklingar og fólk sem vill léttast án þess að geta það eru bara fair game, ólæknandi sjúkdómar líka.

Kristin8686 | 22. jún. '20, kl: 23:36:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki hægt að mæla alla vírusa, þekkingin er ekki til staðar. það er meira en hellingur sem á eftir að uppgötva í læknaheiminum. en af hverju ekki að vera opinn fyrir lausnum? sérstaklega þegar maður hefur gengið á milli lækna ár eftir ár án þess að lagast.

T.M.O | 23. jún. '20, kl: 00:09:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo ef maður er með ólæknandi sjúkdóm á maður að prófa hvað sem er og láta einhverja bjána græða á manni, þó að enginn geti sýnt fram á að það virki? Þetta með mjólkurvörurnar, vírusana og sellerídjúsinn er ekki erfitt að sanna, þarf bara blinda rannsókn með nægilega mörgum þáttakendum. Alveg óþarfi að kynna sér annað en þessar rannsóknir. Ertu með linka á þær?

Kristin8686 | 23. jún. '20, kl: 10:16:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er allt í lagi þó þú sért ekki opin fyrir þessu. Gangi þér vel :)

T.M.O | 23. jún. '20, kl: 12:01:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert að ætlast til að fólk "trúi á" vísindalega niðurstöðu af einhverju sem er augljóst og auðsannanlegt að virkar ekki við erfiðum sjúkdómi og sjúkdómseinkennum. Það er ekki bara að ég sé ekki "opin fyrir þessu" það er full ástæða til að vara við þessu sem blekkingum. Það er hægt að pranga hverju sem er inn á marga sem eiga í heilsufarslegum vandræðum og hafa reynt allt. Málið er að þegar gögnin eru skoðuð er hvergi hægt að finna raunverulegt fólk sem getur sannað að þetta hafi virkað. Ef það skiptir ekki máli fyrir þig þá ert þú vísvitandi að stunda blekkingar.

T.M.O | 23. jún. '20, kl: 00:26:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Góð grein í virtu vísindatímariti, Psychology Today, útskýrir aðeins ástæðuna fyrir trú á "óhefðbundnar lækningar". https://www.psychologytoday.com/us/blog/writing-integrity/202001/the-psychology-alternative-medicine Læknavísindin vita mjög mikið um vírusa, þú ættir að kynna þér vísindin en ekki láta einhverja sem eru með kenningar en ekki neina kunnáttu segja þér einhverjar fantasíur.

isbjarnaamma | 12. maí '20, kl: 13:51:09 | Svara | Er.is | 1

Íslenskir læknar gera ekkert , segja að þettað sé ólæknandi, kíktu inná FBhóp sem heitir Spjallhópur fólks með skjaldkyrtssjúkdóm það eru margir þar inni með þettað og vanstarfssemi í skjaldkyrtilsskjúkdóm í kjölfarið

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Tilboð í íbúð Teralee 27.11.2020 28.11.2020 | 09:03
Black Friday bylgjan ? _Svartbakur 27.11.2020 28.11.2020 | 08:35
Júní 2021 bumbur OlettStelpa11111 17.10.2020 26.11.2020 | 23:30
Júlíbumbur 2021 Tvisturinn2021 19.11.2020 26.11.2020 | 22:34
Júlíbumbuhópur leyndarmál89 4.11.2020 26.11.2020 | 21:43
Passið ykkur á tilboðum "Svartur föstudagur" _Svartbakur 24.11.2020 26.11.2020 | 21:30
Þvo í Reykjavík Boxi 30.5.2011 26.11.2020 | 19:08
Söluhagnaður vegna íbúðar rokkari 19.11.2020 26.11.2020 | 16:45
Mer langar að verða smiður Kisumamma97 11.11.2020 26.11.2020 | 16:41
Samningur í húsgagnasmíði bark 6.11.2020 26.11.2020 | 16:32
Dagur B þakkar sér góðan árangur í baráttu við Covid. _Svartbakur 25.11.2020 26.11.2020 | 15:16
70 mínútur Sigurjon01 18.11.2020 26.11.2020 | 01:53
Á einhver skothelt ráð við blöðrubólgu ? hagamus 22.11.2020 26.11.2020 | 00:07
Hvernig á að þrífa fitu af sturtugleri Gleðileg jól 2020 25.11.2020 25.11.2020 | 23:30
Utanlegsfóstur leyndarmál89 25.11.2020 25.11.2020 | 19:33
Ertu einmanna um jólin? KollaCoco 16.11.2020 25.11.2020 | 12:36
Uppruni táknmálsins :) Halakarta34 24.11.2020
Könnun fyrir Háskóla Íslands HaftorK 24.11.2020
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 24.11.2020 | 10:20
Þrífa þurrkara? lovelove2 19.11.2020 23.11.2020 | 22:36
Ísland að ná bestum árangri gegn Covid19 _Svartbakur 22.11.2020 23.11.2020 | 21:52
Sotware Of Life - mRNA - Gleðifregnir _Svartbakur 17.11.2020 23.11.2020 | 20:30
Hæ, ég var að fá skilaboð en get ekki svarað Andý 22.11.2020 23.11.2020 | 16:58
Kippir!! Hjálp glóbangsi 19.11.2020 23.11.2020 | 15:19
Ekkert grunsamlegt ? Kristland 15.11.2020 22.11.2020 | 21:04
Star Wars eða Star Trek? YulBrynner 18.9.2012 22.11.2020 | 20:21
Óska eftir stórum blendingshvolp helst tík Elskadýr99 21.11.2020 22.11.2020 | 18:26
Bjór Gudrun1971 22.11.2020 22.11.2020 | 16:36
Bjóða í notaðan bíl (á bílasölu) rokkari 7.11.2020 22.11.2020 | 15:33
Jólasveinar silkibudda 22.11.2020
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 22.11.2020 | 14:12
Einhver sem getur aðstoðað? Focus20112012 16.11.2020 22.11.2020 | 12:58
Konur segja satt ! Kristland 22.11.2020
ólöglegur hundur í blokk og stjórn bregst ekki við Hjödda171 10.11.2020 22.11.2020 | 10:55
Líður okkur vel ? Opin umræða. _Svartbakur 20.11.2020 22.11.2020 | 02:41
Trúið þið miðill ? Stella9 19.5.2018 21.11.2020 | 22:11
er BRITA vatnsíur eða eitthvað sambærilegt til á íslandi? bjartursg 11.11.2020 21.11.2020 | 22:09
Síminn minn njósnar um mig. Get ég sett hann í steypuklump og drekkt honum - dugar það ? _Svartbakur 12.11.2020 21.11.2020 | 22:07
Nespresso 0206 13.11.2020 21.11.2020 | 22:01
Gat í naflann? mialitla82 14.11.2020 21.11.2020 | 21:59
Köttur í stræto Kisumamma97 21.11.2020 21.11.2020 | 21:55
Atkvæði úr andaheimum ? Kristland 21.11.2020
Nice Frakkland eða Rom Italia.. Stella9 20.11.2020 21.11.2020 | 13:11
Paypal og gjaldeyrir lakkgrísinn 11.11.2020 21.11.2020 | 02:01
Jólabakstur Sörur2020 20.11.2020
Sleppa mús svartasunna 20.11.2020 20.11.2020 | 18:37
Hvar fær maður stjörnuþoku náttljós? lolwhat 18.11.2020 20.11.2020 | 18:05
Sykurlaus marzipan Davidlo 19.11.2020 20.11.2020 | 16:56
GG lagnir esj 23.10.2020 20.11.2020 | 00:59
Trygging og ráđgjöf Nessihressi 20.11.2020
Síða 1 af 36195 síðum
 

Umræðustjórar: Coco LaDiva, vkg, krulla27, flippkisi, Gabríella S, Krani8, aronbj, rockybland, anon, joga80, MagnaAron, ingig, tinnzy123, superman2, Bland.is, mentonised