Sjúkdómatrygging - nauðsyn eða peningaplokk?

babu | 4. maí '16, kl: 20:27:31 | 513 | Svara | Er.is | 0

Eruð þið almennt með sjúkdómatryggingar? Ég hef verið með þannig í mörg ár, en heyrði umræðu um að þær væru mesta peningaplokk tryggingafélaganna þar sem erfitt væri að fá greitt út úr þeim vegna allra fyrirvaranna. Er að velta fyrir mér hvort ég ætti að hætta með þessa tryggingu og leggja frekar iðgjöldin inn á reikning. Einhverjar reynslusögur eða ráðleggingar?

 

fálkaorðan | 4. maí '16, kl: 20:52:00 | Svara | Er.is | 2

Fer allt eftir tryggingunni sem þú ert með. Ef þú tókst hana ung þá er hún eflaust góð.


Ekki hætta bara með trygginguna af því að einhver sagði eitthvað um eitthvað án þess að hafa hugmynd um þitt tilfelli.


Ég sé eftir að hafa sagt upp minni því ég fæ ekki lengur svona tryggingu og ekki líftryggingu eða neitt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bogi | 4. maí '16, kl: 20:59:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vinur hans pabba var sjálfstætt starfandi og var með allar tryggingar. Síðan gerist það að hann fær hjartaáfall, á auðvitað enga veikindadaga eða neitt slíkt, og sækir í tryggingarnar sínar. Allt í lagi, það er borgað - en það sem tryggingafélagið gerir í kjölfarið er að það heimtar að fá að borga hann út. Hann vildi það ekki, en virtist ekki hafa neitt val. Síðan fékk hann hvergi að sjúkdómstryggja sig eftir það.


Þannig að ágætt fram að fyrsta áfalli / notkun - ömurlegt eftir það.

fálkaorðan | 4. maí '16, kl: 21:10:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þær eru mjög mismunandi þessar trygingar. Ég var með eina þar sem ég hefði fengið x summu fyrir það að greinast með ákveðna sjúkdóma og lifa það af í 30 daga (minnir að slys hafi ekki verið í því) og svo var ég með aðra þar sem að voru bæið slys og sjúkdómar sem var til að tryggja mér framfærslu ef ég yrði óvinnufær, sú trygging hefði borgað mér x á mánuði mínus 4 vikur á ári frá slysi/sjúkdómi til dauðadags. En ekki bætt neitt sem kæmi uppá kæmi eftir það.


Ekki það að ég hef ekki skoðað hvort að mín óvinnufærni hefði verið dekkuð af þessum tryggingum.


Mér þykir verst að börnin mín eru bara tryggð til hálfs þar sem að bara annað foreldrið er með líf og sjúkdómatryggingar.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Anímóna | 4. maí '16, kl: 21:44:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allianz er líklega best upp á þetta að gera. Skilst það séu að koma nýjar líf-og sjúkdóma þar í haust.

babu | 4. maí '16, kl: 21:11:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skipti um tryggingafélag fyrir 2 árum síðan, þannig að tryggingin er tiltölulega ný. Ég er einmitt að reyna að kynna mér allt sem ég þarf að vita áður en ég segi henni upp.

Steina67 | 4. maí '16, kl: 22:23:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Maður er ekki að færa þessar tryggingar fram og til baka. Það er bara rugl

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

babu | 4. maí '16, kl: 22:36:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvers vegna? Missir maður eitthvað við að flytja sig á milli félaga? Ég hef verið að lesa mér eins vel til og ég get, en finn mjög lítið um þetta.

fálkaorðan | 4. maí '16, kl: 22:37:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já, því eldri sem þú ert þegar þú byrjar trygginguna því verri verður hún og hærri iðgjöld.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Aleka | 5. maí '16, kl: 23:34:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei þú missir ekkert en nýja tryggingafélagið þarf að meta þig. Eina sem þú þarft að passa er að ca fyrstu 3 mánuðina hjá nýja tryggingafélaginu færð þú ekkert bætt. Vinkona mín gerði þetta og veiktist akkúratt af alvarlegum nýrnasjúkdómi á þessum þremur mánuðum. Hún hefði átt að vera með trygginguna hjá gamla félaginu þessa þrjá mánuði og segja þeim svo upp. Bara ef maður vill vera skotheldur. Ég var með þetta hjá Okkar og hef ekkert nema gott um þá að segja með útgreiðsluna og allt.

Yxna belja | 5. maí '16, kl: 10:16:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega. Ég fékk mér líftryggingu þegar ég var ung og hraust og hafði ekki veikst alvarlega. Því miður voru sjúkdómatryggingar ekki orðnar almennar þá þannig að ég fékk mér bara líftryggingu og það á bara nokkuð góðum díl. Ég hef síðan skipt um tryggingafélag mörgu sinnum en aldrei hreyft við þessari tryggingu - einfaldlega vegna þess að ég myndi aldrei nokkurn tímann fá svona "góða" tryggingu hjá öðru tryggingarfélagi í dag með mína sögu - fengi sjálfsagt enga.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

bogi | 4. maí '16, kl: 21:00:13 | Svara | Er.is | 0

Tryggingafélögin gera allt sem þau geta til að sleppa við að borga - veit samt ekkert um það hvort þetta sé sniðugt eða ekki. 

Medister | 4. maí '16, kl: 21:37:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hef ekki heyrt af neinum sem hefur ekki fengið sína tryggingu greidda út.
Þekki þrjú dæmi nálægt mér, tvær tegundir krabbameins og svo ms. Ekkert vandamál með greiðslu.

Ég þori ekk að segja minni upp amk.

Aleka | 5. maí '16, kl: 23:38:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki sammála. Við hjónin höfum bæði fengið þessa tryggingu greidda vegna sjúkdóma og gekk áfallalaust fyrir sig. Sendum bara inn tilkynningu og svo fengu þau upplýsingar frá læknunum. Voru nokkur ár á milli okkar sjúkdóma. Dreifanleg krabbamein eru inni í skilmálunum og það fá mjög margir krabbamein. Mitt hafði ekki dreift sér en það hefði getað gert það og þá eru þau inni. Það er í öllum skilmálunum og eru einhverjir alþjóðlegir staðlar sem að segja til um það. En ég vildi óska að við hefðum aldrei þurft að nota þessar tryggingar en fyrst að það fór eins og fór þá var það nú gott að vera með þær.

Brindisi | 4. maí '16, kl: 21:28:28 | Svara | Er.is | 1

ég myndi segja peningaplokk, við borguðum þetta í nokkur ár, ég þurfti að borga því ég reykti og maðurinn minn þurfti að borga meira útaf ofþyngd, þetta voru áhættuþættir, en svo komst ég að því að ef við myndum fá sjúkdóma sem væri mögulega hægt að rekja til þessa atriða þá fengjum við ekki neitt þannig að ég hætti að borga þetta, tryggingarfélögin eru svo ósvífin, þau reyna allt til að þurfa ekki að borga rass og eru mjög dugleg við að fela það vel í smá letrinu

nibba | 4. maí '16, kl: 22:41:19 | Svara | Er.is | 0

Er ekki með og hef aldrei verið með.

Alfa78 | 4. maí '16, kl: 23:05:04 | Svara | Er.is | 0

peningaplokk.
Ég er með vefjagigt, er með ónýtt bak og orðin öryrki. En samt fékk ég ekki krónu út úr trygginguni. Þannig að ég sagði henni upp

Medister | 5. maí '16, kl: 01:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef þú lest skilmálana þá falla þín veikindi ekki undir trygginguna.
En þú hefðir verið tryggð áfram fyrir ýmsu öðru.
Ef tr félögin ættu að fara að greiða bætur vegna vefjagigtar, þá gerðu þau lítið annað.

Gunna stöng | 5. maí '16, kl: 02:06:38 | Svara | Er.is | 1

Ég veit um fólk þar sem þetta gerði gæfumuninn. Það var ekki bara það að annar aðilinn gat ekki unnið lengur heldur þurfti makinn að minnka við sig vinnu um tíma til að sinna börnum og heimili. Það hefði gert út af við þau fjárhagslega ef að þessi trygging hefði ekki verið greidd út. 

---Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig---

Rabbabarahnaus | 5. maí '16, kl: 09:16:20 | Svara | Er.is | 4

Ég þekki eina sem fékk brjóstakrabbamein. Ári áður hafði hún bætt við auka tryggingu inn í sjúkdómatrygginguna (man ekki alveg hvað það heitir).
Hún er einstæð móðir með 3 börn og taldi sig þurfa að vera vel tryggða.
Hún fékk allar þær bætur sem hún var tryggð fyrir. Það gerði gæfu munin í hennar veikindum sem stóðu yfir í rúmt ár ásamt svo uppbyggingu á brjóstinu sem fór fram nokkru síðar.
Hún hrapaði því aldrei í launum og gat haldið fjölskyldunni á réttu róli í gegnum allt ferlið.

Best er bara að skoða pakkan sem maður er að kaupa og lesa smáaletrið vel og vandlega. Kaupa aukatryggingu ef þarf.
Það er allavega mitt álit hafandi átt veikan pabba sem var ótryggður á þeim tíma. En það hefði gert lífið mun bærilegra ef svo hefði verið.

baas | 5. maí '16, kl: 10:00:37 | Svara | Er.is | 1

Var búinn að vera með tryggingu í mörg ár þegar ég greindist með taugasjúkdóm, sendi umsókn til tryggingarfélagsins, innan mánaðar fékk ég væna summu inn á reikninginn minn. Það kom sér vel því ég þurfti að hætta í vinnunni minni. Mæli með þessu.

Yxna belja | 5. maí '16, kl: 10:12:41 | Svara | Er.is | 0

Smá bæði ... Ef þú tryggir þig ungur og hraustur og færð tryggingu á lægsta iðgjaldinu þá getur þetta verið mjög góð trygging. Ef það eru alvarlegir sjúkdómar í fjölskyldunni, þú reykir, ert of þungur, hefur áður fengið alvarlegan sjúkdóm, ert í áhættu með eitthvað - þá annað hvort færðu ekki þessar tryggingar eða þú þarft að greiða sky high gjald fyrir þær og að auki koma inn ótal smáaleturs klausur (að tryggingin nái ekki yfir þetta og hitt). Þannig að í þeim tilfellum held ég að þessar tryggingar séu sjaldnast annað en peningaplokk. 

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Rabbabarahnaus | 5. maí '16, kl: 17:14:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef efni á að reykja, þá hef ég efni á tryggingu með hærra iðgjaldi en þeir sem ekki reykja. Þar sem löngu vitað er um skaðsemi reykinga.

Yxna belja | 5. maí '16, kl: 17:22:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þetta snérist aðeins um verðið þá væri það ekki spurning. En það snýst bara ekki bara um það. Heldur "smáaletrið" í samningi reykingarmanns (og ekki bara reykingarmanns heldur allra sem tryggingarfélag metur í áhættu út af hinu og þessu og jafnvel engu) sem útilokar ansi mikið.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Aleka | 5. maí '16, kl: 23:42:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef að þeir sem reykja þyrftu ekki að borga hærra og þeir sem eru í ofþyngd þá myndu tryggingafélögin þurfa að hækka iðgjöldin á alla mjög verulega.
Ég fékk reyndar þessa tryggingu þótt að ég sé úr mikilli hjartasjúkdómaætt og hjartasjúkdómar voru ekkert undanskildir. Það kemur fram í tryggingunni fyrir hvaða sjúkdóma hún gildir og þeir eru reyndar mjög margir, t.d. krabbamein og það fá nú því miður mjög margir það.

Aleka | 5. maí '16, kl: 23:30:19 | Svara | Er.is | 0

Hæ, bæði ég og maðurinn minn vorum með líf- og sjúkdómatryggingu. Ég greindist svo með krabbamein nokkrum árum eftir að ég keypti mína tryggingu og fékk sjúkdómatrygginguna greidda út sem kom sér mjög vel þá. Sem betur fer gekk vel að lækna krabbameinið enda drepur þetta krabbamein fáa. Eftir að ég greindist þá vildi ég að maðurinn minn fengi sér svona tryggingar enda við komin með fjölskyldu og húsnæðisskuldir. Síðan fékk maðurinn minn því miður alvarlegt krabbamein nokkrum árum síðar og fékk þá sína tryggingu greidda út. Tryggingafyrirtækin hafa ekki riðið feitum hesti út af okkur!! Það var mjög gott að hann var með þessa tryggingu, við hefðum annars lent í mjög miklum vandræðum því að þá var orðið mjög kostnaðarsamt að fá krabbamein og við þurftum við ekki að hafa fjárhagsáhyggjur í viðbót við allt saman. Ég tók frí frá vinnunni í marga mánuði til að hugsa um hann og börnin og berjast í þessu öllu.

En maður þarf að vega og meta þetta því að þetta eru dýrar tryggingar. Þar sem við vorum með ung börn og komin í dýrara húsnæði þá vildum við hafa þessa tryggingu. Ég mæli allavega með að ungar fjölskyldur séu með líftryggingar fyrir mestu skuldunum.

Núna fyrst að við höfum fengið sjúkdómatrygginguna greidda út þá stendur líftryggingin eftir og iðgjöldin af henni eru miklu lægri. Maðurinn minn mun ekki lifa af sitt krabbamein, er því miður ólæknalegt og ég þakka svo sannarlega fyrir að hann er með líftryggingu, annars þyrfti ég að standa í því að selja íbúðina og kaupa ódýrari þegar þar að kemur. Ég get notað líftrygginguna til að borga upp húsnæðislánin og búa áfram á sama stað með börnin okkar og taka nokkra mánuði í frí t.d. En ef ég gæti myndi ég gefa allt sem við eigum til að hann fengi heilsuna aftur :(

Það er ekki hægt að flakka á milli tryggingafélaga með þessar tryggingar eins og bílatryggingar. Ef maður vill skipta um félag þá þarf maður að kaupa nýja og fá nýtt mat.

Ein vinkona mín skipti um tryggingar og sagði gömlu upp áður en hin tók gildi en maður þarf að greiða í ca 3 mánuði áður en tryggingin tekur gildi. Akkúratt á þessum mánuðum fékk hún nýrnasjúkdóm og fékk ekkert greitt.

MissMom | 6. maí '16, kl: 00:20:10 | Svara | Er.is | 0

Vildi að mamma hefði verið sjúkdómatryggð. Hún veiktist illa fyrir 2 árum og er núna öryrki og þarf að vera með súrefniskút hvert sem hún fer. Er með varanlegan skaða á öðru lunganu og hitt lungað ekki enn búið að ná fullri virkni.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48016 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123