Núna er ég strax farin að spá í einhverjar jólagjafir. Var að skoða á heimasíðum verslana. Ég sá inn á a.m.k. tveimur vinsælla verslana þar sem talað er um skilatímann að það þarf að skila vörunni innan 14 daga! Er það ekki hrikalega stuttur tími? Samkvæmt því þá þyrfti maður að kaupa jólagjöfina ca. 21. des. svo möguleiki væri á að skila/skipta eftir áramót. Varan gæti þá verið uppseld! Já og ef það er fatnaður þá gæti stærðin sem maður vill kaupa líka verið uppseld.
Mér finnst nú ein gjafavöruverslunin þó skárri en hinar sem ég nefndi, þar segir reyndar undir skilaréttur/skiptiréttur: " Skilaréttur á vörum er 14 dagar. skv. lögum nr. 46/2000." En einnig: " Hægt er að skila og skipta öllum vörum svo lengi sem þær eru ennþá í vöruúrvali okkar, en því aðeins ef varan er ónotuð og í upprunalegum umbúðum. " Eitthvað finnst mér þetta hljóma betur heldur en ef skilamiðinn gildir bara í 14 daga.
Júlí 78 | Það mætti nú alveg breyta almennum skilarétti úr 14 dögum í 30 daga. Það eru...
Ég er farin að spyrja fólkið mitt hvað sé í efstu fimm til tíu sætunum á óskalistanum. Svo vel ég eitthvað sem hentar pyngjunni minni. Ef það er flík eða skór þá er ég með stærðirnar á hreinu. Þannig sleppa allir við að skila.
Júlí 78 | Já það er sniðugt að gera það. Ein í minni fjölskyldu sagði mér hvaða búð hú...
Já það er sniðugt að gera það. Ein í minni fjölskyldu sagði mér hvaða búð hún væri hrifin af, það væri svo margt sem henni líkaði þar. Það einfaldaði málið hjá mér að gefa henni gjöf síðustu jól, ég var þá viss um að hún gæti þá a.m.k. skipt yfir í gjöf í sömu búð sem henni líkaði ef hún vildi skila og fá eitthvað annað.
_Svartbakur | Sennilega best að gefa peninga.
En það þykir ekki persónulegt og eitthvað pú...
Sennilega best að gefa peninga. En það þykir ekki persónulegt og eitthvað púkó. Eitthvað vitlausasta finnst mér að gefa svona inneignarnótu sem kaupmenn kalla "gjafabréf" þar er bara verið að gjaldfella peninga.
Júlí 78 | Mér finnst ekkert vitlaust að gefa gjafakort í Kringlunni eða Smáralind. Hæg...
Mér finnst ekkert vitlaust að gefa gjafakort í Kringlunni eða Smáralind. Hægt að fá kortið í gjafaöskju fyrir 150 kall auka. Fólk getur þá valið í hvaða verslun það kaupir fyrir inneignina og jafnvel beðið með að kaupa út á kortið þangað til útsölur byrja ef fólk hefur áhuga á því. Gjafaaskjan sést á mynd hér: https://www.kringlan.is/verslun-og-thjonusta/gjafakort-kringlunnar
_Svartbakur | Já skárra að hafa gjafakort fyrir svon stóra verslun eins og Kringluna.
En ...
Já skárra að hafa gjafakort fyrir svon stóra verslun eins og Kringluna. En ég held að það komi sér best fyrir viðtakandann að geta gert hvað sem er fyrir peninginn. Jú jú gjafir eru jú gjafir og eru persónulegar skil það.
Júlí 78 | Ég keypti eitt sinn gjafakort í Íslandsbanka sem var í gjafaumbúðum og hægt ...
Ég keypti eitt sinn gjafakort í Íslandsbanka sem var í gjafaumbúðum og hægt að nota í hvaða búð sem er. Það segir á vef Íslandsbanka annars um það að kostnaður við kaup á því er 500 kr. Hámark innistæðu: 150.000 Gildistími 2 ár og Lámark innistæðu 2.000 Það er hægt að nálgast svona gjafakort hjá þeim í næsta útibú eða á vefnum og afgreiðsla netpantana tekur um 1-2 daga. Kannski persónulegra að gefa venjulegan pakka heldur en svona gjafakort en veit þó að þetta gjafakort sem ég gaf vakti lukku hjá þeim sem fékk gjöfina.
Júlí 78 | Núna var ég að lesa í auglýsingu frá Elko á forsíðu Fréttablaðsins: Jólaskip...
Núna var ég að lesa í auglýsingu frá Elko á forsíðu Fréttablaðsins: Jólaskiptimiðarnir eru mættir! Skilaréttur með jólaskiptimiða til og með 31. jan. 2022 ! Svona á að hafa þetta! Hrós dagsins frá mér fá Elko..Ég þurfti að fara inn á vefverslunina hjá þeim til að fullvissa mig um að þetta væri ekki prentvilla, hugsið ykkur, hægt að kaupa jólagjafir þarna strax og ekkert stress með að skipta. Þeir líka segja: Við viljum að allar gjafir hitti í mark...Þeir greinilega hugsa um kúnnann! Meira að segja hægt að biðja um jólaskiptimiðann í vefverslun! Ég var reyndar ekkert búin að spá í að kaupa jólagjöf þarna í Elko en kannski maður endurhugsi það!
_Svartbakur | Gallinn er bara sá að Elko er ekkert góð verslun - hef slæma reynslu vegna ...
Ég hef bara góða reynslu af þeim. Hef getað skilað/skipt ef varan hefur ekki staðist væntingar. Hef annars ekki lent á gallaðri vöru hjá þeim.
En lastu skilmálana þeirra? Þar segir meðal annars: " Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni." https://elko.is/um_elko/thjonusta/skilmalar
Þetta var tölva. Þeir sendu í viðgerð og rukkuðu mig fyrir viðgerðinni en það fannst enginn gall að þeirra sögni ! Fór með hana nokkrum sinnum til þeirra svo tók ég mynd (video) af gallanum þá viðurkenndu þeir gallann loksins. Var mjög léleg þjónusta og kostaði mig mikinn tíma og fékk einhverja drasl tölvu í staðinn í lokin.
_Svartbakur | Samt held ég að ELKO sé nú ekkert verri en aðrir. Þetta eru einhverjir yfir...
Samt held ég að ELKO sé nú ekkert verri en aðrir. Þetta eru einhverjir yfirmenn í svona fyrirtækjum á mörgum stöðum einhverjar reglur sem eru frekar vanhugsaðar.
Brannibull | Mín reynsla af Elko er ekkert nema góð. Hef einu sinni fengið gallaða vöru (...
Kannski var ég að versla við einhverja verstu Elko verslun ? Ég mætti mð tölvuna í nokkur skifti og sýndi eða lýsti göllum. Þeir skoðuðu og fundu ekkert. Varan var í ábyrgð og var send í viðgerð og enginn fann neit og ´g rukkaður um viðgerða eða skoðun nokkrar þúsundir. Svo gat ég sýnt gallana á video þá var bakkað út og mér boðin lélg tölva í staðinn. Þetta er bara senilega miklu algengara en þú heldur.
icegirl73 | Eg keypti jólagjafir bæði í Hagkaup og H&M um helgina. Bara taka fram að þet...
Ok, takk fyrir svarið icegirl73, gott að vita af því. En ég er alls ekki viss um að þetta sé mögulegt í öllum búðum með þetta löngum fyrirvara að fá jólaskiptimiða, a.m.k. var það ekki hægt á einum stað sem ég ætlaði að versla við í netverslun.