Skilnaður & meðlag

maður75 | 25. ágú. '16, kl: 21:25:09 | 580 | Svara | Er.is | 0

Gott kvöld
par er skilið og fyrst hjá sýslumanni kemur fram að konan vill fá tvöfallt meðlag sem maðurinn samþykkir. Konan vill líka fá fulla forsjá sem hún fær líka. eignum er skipt þannig að konan heldur húsnæðinu og bíl önnur tvö farartæki seld upp í skuldir sem þau eiga saman. fyrir utan tvöfalda meðlagið þarf maðurinn að geiða tannréttingar og frístundir sem eru mjög kostnaðarsamar.
Maðurinn greiðir tvöfallt en tekur barnið alltaf aðrahvorahelgi í sumarfríum og hátíðum eins og tíðkast.
Ég spyr ykkur álits. er þetta réttlátt?

 

nixixi | 25. ágú. '16, kl: 22:09:15 | Svara | Er.is | 0

Nei.

Bakasana | 25. ágú. '16, kl: 22:13:00 | Svara | Er.is | 9

Foreldrunum virðist finnast það fyrst þetta er það sem þeim samdist um.

maður75 | 25. ágú. '16, kl: 22:53:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

foreldrarnir voru ekki sammála konan kom aftan að manninum hjá sýslumanni. hann vissi ekki af þessu. öNnur spurning getur faðir sóst eftir forsjá barna sinna þegar móðir hefur fengið fulla forsjá??

malata | 25. ágú. '16, kl: 22:55:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

að eigin reynslu segi ég að það er mjög erfitt... En það má reyna og kannski spyrja um hjálp hjá samtök umgengnisforeldra.
https://www.facebook.com/Samt%C3%B6k-umgengnisforeldra-473550082673860/

maður75 | 25. ágú. '16, kl: 23:00:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mig grunaði það. sAkar ekki að leita þangað takk fyrir.

Bakasana | 26. ágú. '16, kl: 18:37:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað merkir það í þessu tilfelli? Voru þau ekki bæði á staðnum? Skildi maðurinn ekki það sem fram fór? 

Yxna belja | 25. ágú. '16, kl: 22:15:21 | Svara | Er.is | 3

Í einhverjum tilfellum gæti þetta verið réttlátt í öðrum ekki. Af hverju gaf maður eftir forsjá? Voru bíllinn og húsnæðið veðsett í topp? Ef ekki, af hverju lét maður eftir húsnæði og bíl án þess að fá greitt fyrir það réttláta upphæð? 
Ef maður er tekjuhár þá getur verið fullkomlega eðlilegt að hann greiði tvöfallt meðlag, honum ber einnig skylda til að taka þátt í tannréttingum. Frístundir er annað mál, það hlýtur að vera eitthvað sem hann sjálfur kýs að borga, eða hvað?

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

maður75 | 25. ágú. '16, kl: 22:59:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það var ekkert annað að gera, nei ekki veðsett upp í topp en sameiginlegar skuldir sem þurfti að ganga frá. maðurinn á erfitt með að ná endum saman og getur ekki fengið greiðslumat fyrir húsnæði hefur alltaf tekið þátt í kosnaði og mun meiri kosnaði en ætlast er til
maðurinn ræður ekki við allann þennann kosnað og spyr þess vegna ráða.

daggz | 26. ágú. '16, kl: 02:48:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ekkert annað að gera? Hvers vegna?


Það að konan hafi komið með óvæntar kröfur hjá sýslumanni þá breytir það ekki þeirri staðreynd að þær kröfur þarf ekki að samþykkja. Í fljótu bragði þá hljómar skiptingin alls ekki sanngjörn en fólk verður nú líka að hafa ákveðið vit fyrir sjálfum sér.


Ef maðurinn er ósáttur við tvöfalda meðlagið og tómstundirnar aukalega þá byrjar hann á að ræða það við konuna, ef það virkar ekki fer hann til sýslumanns og skoðar stöðuna. Þeir hafa viðmið sem þeir miða við þegar kemur að tvöföldu meðlagi og þar eru nokkrir þættir sem spila inn í.


Tannréttingum er honum algjörlega skylt að taka þátt í. Hins vegar kemur forsjá og umgengni peningum ekkert við. Myndi ekkert vera að tengja þetta tvennt saman.

--------------------------------

Myken | 26. ágú. '16, kl: 18:50:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ef maðurinn er ekki launahár hefur hún engan rétt til tvöfalds meðlags. Og hvers þá heldur ef hann er líka að taka þátt í öllum auka kosnaði 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

T.M.O | 25. ágú. '16, kl: 23:11:18 | Svara | Er.is | 0

Svona miðað við þessar upplýsingar þá virkar þetta alls ekki sanngjarnt og ég velti fyrir mér hvernig var hægt að valta svona algjörlega yfir manninn. Hafandi gengið í gegnum þetta sjálf þá skil ég ekki að fulltrúi sýslumanns hafi ekki útskýrt forsendur fyrir tvöföldu meðlagi og í mínu tilfelli var logið að mér til að ég gerði ekki mál úr sameiginlegu forræði.

T.M.O | 25. ágú. '16, kl: 23:16:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að auki skil ég ekki hvernig hann nær að lofa að auki við tvöfalda meðlagið að eigi að auki að borga að fullu fyrir tannréttingar og frístundir nema hann sé með mjög háar tekjur og hún öryrki

T.M.O | 25. ágú. '16, kl: 23:28:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var að skrifa á síma þetta skilst vonandi

Snobbhænan | 26. ágú. '16, kl: 12:01:11 | Svara | Er.is | 1

Af hverju samþykkir þú þessi skipti og af hverju í veröldinni samþykkir þú að hún hafi fulla forsjá?

Brindisi | 26. ágú. '16, kl: 12:37:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ætli hann hafi fengið að halda fötunum sínum

Dalía 1979 | 26. ágú. '16, kl: 17:56:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög algengt að menn séu teknir svona í rassgatið veit um einn sem borgaði tvöfalt meðlag með börnum sem bjuggu hja honum ...

Brindisi | 26. ágú. '16, kl: 18:09:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei andsk.... hafi það

Brindisi | 26. ágú. '16, kl: 12:36:50 | Svara | Er.is | 0

nei þetta er fáránlegt og ég eiginlega trúi ekki að þetta sé alvöru

Zagara | 26. ágú. '16, kl: 12:52:12 | Svara | Er.is | 0

úfff, var enginn að ráðleggja þér þegar þetta var í ferli?


Hér á þessari síðu eru upphæðir sem sýslumaður miðar við þegar verið er að skoða aukið meðlag
http://www.syslumenn.is/thjonusta/fjolskyldumal/medlag_framlog/


Kynntu þér vel allt sem stendur á síðum sýslumanna, þar eru góðar upplýsingar að hafa fyrir fráskilda foreldra. Bendi þér líka á að lesa kaflann um sérstök framlög sem ættu að svara spurningum þínum varðandi hvað telst eðlilegt með frístundir og tannréttingar
http://www.syslumenn.is/thjonusta/fjolskyldumal/serstokframlog/



Líklega er erfitt mál að fá hitt foreldrið til að skrifa upp á sameiginlega forsjá en þú gætir reynt að óska eftir því. Það er í dag viðmið að foreldrar deili forsjá við skilnað en ef maður afsalar sér því þá er ekki endilega auðvelt að fá það aftur.


Ef einhver ættingi er til í að aðstoða þig þá mæli ég með því að hafa einhvern sem stendur aðeins fyrir utan þetta til að styðja við bakið á þér. Það er erfitt og leiðinlegt að standa í svona og kannski auðvelt að lenda í því að ætla að vera næs en fatta eftir á að maður spilaði óvart rassinn úr buxunum.
Það er alltaf best að reyna að forðast átök barnanna vegna en ef þetta samkomulag er að koma þér í vandræði fjárhagslega þá verðurðu að láta endurskoða þá hlið sjálfs þíns vegna. 

jak 3 | 26. ágú. '16, kl: 17:29:07 | Svara | Er.is | 0

Ef að þú ert tekjuhár  er hægt að biðja um tvöfalt meðlag, held samt að þú stjórnir því hvort þú samþykkir það , ef að hún ermeð fullt forræði að þá er bara x upphæð sem þú  borgar í sambandi við fermingar, tannréttingar og gleraugu. Þú þarft ekki að borga frístundir þar sem að þú gerir það með meðlaginu , hún  á að leggja jafnmikið á móti semsagt tvöfalt meðlag í dag er um 48.000 þannig að 96.000 ætti að duga vel fyrir 1 barn á mánuði.

Myken | 26. ágú. '16, kl: 18:52:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og hennar tekjur hafa líka áhrif..ef bæði eru tekjuhá þá þarf hann ekki borga tvöfalt meðalg. að ég held ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Dalía 1979 | 26. ágú. '16, kl: 17:53:29 | Svara | Er.is | 0

þetta tvöfalda meðlag sem þú greiðir er mótframlag við hennar

Myken | 26. ágú. '16, kl: 18:49:12 | Svara | Er.is | 0

nei langt í frá og ekkert nema heimtu frekja í konnuni. Afhverju vill konan fulla forsjá

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Petrís | 26. ágú. '16, kl: 19:03:58 | Svara | Er.is | 0

Vá sú fór illa með hann, var þetta ofbeldissamband eða hvað?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47983 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien