Skipta um skóla vegna eineltis.

ert | 7. mar. '11, kl: 22:39:08 | 2491 | Svara | Er.is | 1

Ég er að forvitnast út frá fréttinni í DV um strákinn sem lenti í eineltinu hvernig börnum hefur gengið sem hafa skipt um skóla vegna eineltis.
Allar reynslusögur velkomnar.

 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

stelpa001 | 7. mar. '11, kl: 22:48:26 | Svara | Er.is | 2

ég er ekki að líkja mér saman við hin verstu eineltis dæmi.. en ég varð fyrir einelti í grunnskóla í þá unglingadeild, og endaði með að ég skipti um skóla eftir 9.bekk og það var ekkert mál, enda átti ég bestu vinkonu þar sem kom mér inní vinahópinn sinn..

nei þetta er kannski ekki marktækt.

ert | 7. mar. '11, kl: 22:49:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

takk, ég sagði allar reynslusögur velkomnar og þessi er fín
en það væri gaman að heyra í fleirum

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kinanda | 7. mar. '11, kl: 22:49:28 | Svara | Er.is | 1

mér finnst ég oft hafa heyrt um að ef eineltið hafi verið orðið mjög slæmt þá fari það í sama farið í nýja skólanum en ef skiptin verða tiltölulega snemma geti barnið náð fínni stöðu í nýja skólanum. Ætli það fari ekki eftir því hversu mikið eineltið sé farið að hafa áhrif á sjálfsmynd barnsins.

Annars skipti ég um skóla nokkuð oft, yfirleitt vegna flutninga en úr skóla 2 í skóla 3 var vegna félagslegra aðstæðna.
Í skóla 1 var allt gott (hvað mig varðaði) ég var þar í 1. og 2. bekk.
Í skóla 2 var ég lögð í einelti var þar í 3. og 4. bekk
Í skóla 3 var ég gerandi (þó ekki forsprakki) í einelti, var þar í 5. bekk
í skóla 4 var ég algjörlega hunsuð og reyndi sjálf ekki að hafa samskipti við neinn eftir fyrstu vikurnar, var þar í 6. bekk
í skóla 5 átti ég í mjög heilbrigðum samskiptum við samnemendur mína, var þar í 7.-10. bekk

------------
Ég er hætt í þessum leik!

kinanda | 7. mar. '11, kl: 22:55:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er því í dálítilli klemmu þegar ég hef verið að reyna að vinna úr grunnskólagöngu minni. Ég finn til mikillar reiði þegar ég hugsa um eineltið sem ég varð fyrir í 3. og 4. bekk en þegar ég hugsa um gjörðir mínar í 5. bekk finnst mér ég ekki lengur hafa rétt á að vera reið eða sár.

Þetta hafði samt töluverð áhrif á líf mitt a.m.k. fram að tvítugu, jafnvel lengur, geri mér ekki alveg grein fyrir því

------------
Ég er hætt í þessum leik!

myrran | 7. mar. '11, kl: 22:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki óalgengt að fórnarlömb gerist gerendur í einelti... það er eitthvað sem að foreldrar fórnarlamba ættu að hafa uagun vel opin fyrir!
ég lít þannig á málin í dag að þetta voru börn sem að gerðu mér þetta... og börn þurfa að þroskast.

kinanda | 7. mar. '11, kl: 22:59:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já reiði mín beinist ekki að krökkunum heldur kennurunum, gangavörðunum og skólayfirvöldum sem gerðu ekkert sama hvað foreldrar mínir kvökuðu

------------
Ég er hætt í þessum leik!

johar63 | 8. mar. '11, kl: 12:30:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til að losna við reiðina, skömmina og kvíðann er gott að fara í TFT meðferð. Meðferðin hjálpar að losa um tilfinningarnar þannig að einstaklingnum líður miklu betur :)
http://heilsubot.com

Hygieia | 7. mar. '11, kl: 22:50:47 | Svara | Er.is | 0

Það gekk ágætlega hjá mér. Ekkert einelti og eignaðist vini sem eru enn vinir mínir í dag.

HEBF | 8. mar. '11, kl: 23:28:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heppin :)

myrran | 7. mar. '11, kl: 22:52:33 | Svara | Er.is | 0

ég sjálf skipti um skóla í sama bæjarfélagi það gekk ekki... flutti svo erlendis og það tók alveg 6 mánuði að jafna mig á eineltinu sem að hafði verið í gangi í 9 ár... en svo kom þetta og það breytti lífi mínu gjörsamlega! held að það sé mjög mikilvægt að fá góða fjarlægð!

DirtyBlonde | 7. mar. '11, kl: 22:59:01 | Svara | Er.is | 1

Ég held að lykillinn að því að skólaskipti gangi vel sé að unnið sé með þolandann. Oft eru skólaskipti neyðarúrræði og eineltið komið á mjög alvarlegt stig og þolandinn lentur í neikvæðu hegðunarmynstri og samskiptum. Ef þolandanum er hjálpað og hann byggður upp ásamt því að nýi skólinn undirbúinn vel, jafnt kennarar sem nemendur, þá gengur það vel.

-------------------
http://lefunny.net/wp-content/uploads/2012/11/How-girls-look-at-other-hot-girls-lefunny.net_.gif

Myranda | 7. mar. '11, kl: 22:59:55 | Svara | Er.is | 47

Bróðir minn lagði dreng í einelti í skóla og það var mikið rætt um að sá drengur skipti um skóla. Pabbi gamli tók það ekki í mál að sá drengur færi eitthvað!
Hann tók bróðir minn úr skólanum og setti í sveit.
Hinn drengurinn var áfram og lenti aldrei í einelti eftir það, ég held að hinir hafi orðið hálf smeikir við að verða sendir í sveit :)

Ninna | 8. mar. '11, kl: 08:48:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Flott hjá pabba þínum!

En hvað varð um bróður þinn?

Málið er að erlendar rannsóknir sýna að 90% af gerendum leggja maka og börn í einelti og 60% þeirra eru komin á sakaskrá fyrir 24 ára aldur. Gerendur falla frekar úr námi, reykja frekar og drekka og nota eiturlyf.

Svo það skiptir líka máli að kenna gerendum annarskonar hegðun heldur en kúgun og illa meðferð á meðbræðrum sínum því annars er heldur betur búið að klúðra lífi þeir.

Myranda | 8. mar. '11, kl: 16:37:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Veistu að bróðir minn hafði ekkert nema gott af þessu þar sem hann var mjög hrokafullur, frekur og já leiðinlegur krakki!

Hann lærði að koma fram við fólk af virðingu og bera meiri ábyrgð á gjörðum sínum.

Mamma hefur og hafði alltaf haldið hlífðarskildi yfir honum og vildi aldrei trúa neinu upp á engilinn sinn, en þegar að önnur börn gátu ekki farið í skólann útaf honum þá sprakk sá gamli og ruslaði heldur betur til á heimilinu :)

Ninna | 8. mar. '11, kl: 16:54:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi saga styður mína kenningu um hvað gerendur þurfi: að vera stoppuð af. Kærleiksríkt ,,NEI, svona hegðaru þér ekki!" með óþægilegum afleiðingum.

Frábært að bróður þínum var bjargað með réttum viðbrögðum. Í dag á alltaf að taka á gerendum með svo miklum silkihönskum að þeir eru í tómu tjóni.

Vonandi les einhver þetta sem einhverju ræður.

zooom | 8. mar. '11, kl: 17:54:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat, þú gerir engum greiða með meðvirkni, sérstaklega ekki þegar um börn er að ræða. Það þarf að stoppa fólk fyrr en seinna, og stundum þarf bara að beita harkalegum aðgerðum.

gurry80 | 8. mar. '11, kl: 23:34:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar mikið að fá að skoða link af þessum ransóknum :) Finnst þær mega spennandi að skoða! :)

Ninna | 9. mar. '11, kl: 08:24:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Önnur þessara rannsókna var gerðar hjá University of British Columbia og er vísað til í bókinni ,,Bullyproof Your Child for Life" eftir Ph.D. Joel Haber. Fann nú ekki hina rannsóknina í bókinni í fljótu bragði en ég las hana áreiðanlega þar.

Þú hlýtur að geta fundið eitthvað um hana á netinu eða Þjóðarbókhlöðunni.

Felis | 8. mar. '11, kl: 08:51:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

mér finnst svo mikið vanta að gerendurnir þurfi að takast á við afleiðingarnar, það er alltaf fókusað svo á þolandann (td. að flytja þolandann)

Pabbi þinn er kúl!

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

HEBF | 8. mar. '11, kl: 23:32:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Glæsilegt hjá honum og alveg hárrétt viðbrögð!

...Það er komið í kennslubækur hjá þeim sem læra uppeldis/kennslufræði og hvað þetta heitir nú allt sem kennarar þurfa að taka. Að það á ekki að taka fórnalaminu sem vandamálinu, heldur gerendanum. ...En leytast til þess að styrkja hvort tveggja á sinn hátt.

TheMadOne | 7. mar. '11, kl: 23:00:19 | Svara | Er.is | 1

ég skipti fyrst um skóla frá 3. til 4. bekk og þá byrjaði eineltið fyrir alvöru. það var aðeins rætt að ég myndi skipta um skóla vegna eineltisins í unglingadeildinni en ég þorði því ekki af því að ég þekkti þó ofbeldið þar sem ég var og hafði heyrt slæmar sögur úr hinum skólanum.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Ronja R | 8. mar. '11, kl: 01:12:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Pabbi þinn er flottasta foreldri sem ég veit um!! Afhverju á fórnarlamið að fara, afhverju fer ekki frekar gerandinn! Finnst það meira að segja meika meiri sens! Svo eru svo margir foreldrar sem neita að trúa vondu upp á börnin sín, gott hjá kallinum!

TheMadOne | 8. mar. '11, kl: 08:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú svaraðir mér... ég þurfti að lesa þetta nokkrum sinnum til að skilja það ;)

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Grjona | 8. mar. '11, kl: 08:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skildi þetta bara alls ekki fyrir en ég las innleggið fyrir ofan þitt!

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Tanja | 7. mar. '11, kl: 23:00:23 | Svara | Er.is | 0

Veit um eitt dæmi þar sem barnið hafði verið fyrir miklu einelti tvö fyrstu árin. Látið skipta um skóla, en sumarið fyrir nýja skólann fór víst í hörkuvinnu við að byggja barnið upp.
Gekk vel eftir það, komu samt tímar þar sem barnið las ekki rétt úr aðstæðum en það var tekið á því.

_________________________

electrogeek | 7. mar. '11, kl: 23:04:29 | Svara | Er.is | 0

Ég lenti í einelti í grunnskóla og var á endanum færð yfir í annan skóla innan sama póstnúmers og þar gekk allt miklu betur. Ég varð ekkert vinsælasta manneskjan í bekknum en ég kom heldur ekkert grátandi heim hvern dag.

Það breytist samt allt fyrir mig þegar að ég komst í menntaskóla.

flögri | 7. mar. '11, kl: 23:05:23 | Svara | Er.is | 0

Það hefði engu breytt fyrir mig að skipta um skóla þar sem mikill samgangur var á milli skólanna og tóku því krakkar úr báðum skólum þátt í að leggja mig í einelti. Ég var því í helvíti í 12 ár þar sem þetta hélt áfram að einhverju leiti þegar ég fór í framhaldsskóla. Er búin að þurfa að kljást við þunglyndi og á rosalega erfitt með samskipti við fólk oft og á erfitt með að kynnast fólki.

skonsaskons | 7. mar. '11, kl: 23:05:57 | Svara | Er.is | 4

það gjörbreytti lífi sonar míns til hins betra að skipta um skóla. Hann fór í " nýja skólann" þegar hann byrjaði í unglingadeild og var þá settur í sérdeild ( var saamt ekki með greiningu og hafði aldrei verið í sérdeild áður).

Hann eignaðist vini og sjálftraust hans jókst mjög mikið. Hann varð bara nokkuð vinsæll.

Hann hafði gengið í fyrri skólann frá 6 ára aldri. Upp úr 9 ára aldri fór ég að taka eftir að hann var oftast einn og í kjölfarið sagði hann mér að strákarnir væru alltaf að tuska hann til. Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð, hringdi í foreldra, mætti heim til fólks, lét halda fund með öllum foreldrum, talaði við námsráðgjafa, kennara og skólastjórann. Ég leitaði líka til Regnbogabarna en það var engan stuðning að hafa þar.

Að lokum flutti ég úr bæjarfélaginu og drengurinn minn fór í annan skóla. Ég vildi bara óska að ég hefði gert það fyrr.

grísla | 7. mar. '11, kl: 23:15:45 | Svara | Er.is | 0

Ég lenti í nokkuð slæmu einelti í 1-7 bekk, foreldrarnir pældu víst mikið í þessu og ákváðu að flytja bara áður en ég færi uppí unglingadeildina. Buðu mér reyndar að skipta fyrr en ég þorði því ekki.

Þetta var frábært, fluttum langt frá gamla skólanum og mér var tekið mjög vel í unglingadeildinni, akkurat þegar hópar voru að byrja að myndast. Á eftir mér (í 9 og 10 bekk) komu örfáir krakkar sem gekk hinsvegar ekki jafn vel að komast inn í hópinn.

Fyrir mitt leiti var þetta mjög góð lausn og ef ég ætti barn sem lenti í svona myndi ég leita uppi skóla sem fylgir vel kerfinu þar sem fylgst er vel með einelti og "bystanders" virkjaðir frekar en bara gerandi og þolandi.

Veit líka um dæmi þar sem einelti hætti alveg innan sama skóla eftir mikla vinnu með barninu/bekknum og auknum þroska. Finnst samt hitt virka algengara, þeas að þegar þú ert komin í hlutverk "þolanda" er ansi erfitt að komast úr því.

Spesían | 7. mar. '11, kl: 23:26:09 | Svara | Er.is | 1

Ég skipti um skóla í 7.bekk, flutti í nýtt hverfi og var fljótlega lögð í einelti í nýja skólanum. Aðlagaðist illa, krakkarnir í nýja skólanum voru allt öðruvísi en krakkarnir í gamla skólanum. Í gamla skólanum voru allir vinir, engin klíkuskipting og við vorum enn afar saklaus, en í nýja skólanum snerist allt um vinsælu stelpurnar, klíkur og allir voru byrjaðir í sannleikanum og kontor o.s.frv. Ég þótti algert frík fyrir að hugsa ekkert um stráka, eiga ekki Tarkbuxur og var gott skotmark. Þetta byrjaði með símaötum, svo var farið að elta mig heim úr skólanum og segja lygasögur um mig og þetta vatt svo upp á sig og var hræðilegt.

Allavegana, byrjaði í nýja skólanum um haustið og í mars var ástandið orðið það slæmt að ég fékk að fara aftur í gamla skólann og þó svo þetta hafi bara verið hálft ár var ég lengi, lengi að jafna mig eftir þetta. Held í svona tilvikum, þar sem barn er lagt í einelti af skólafélögum og það er í boði að skipta um skóla, að þá eigi hiklaust að gera það. Ég í það minnsta veit ekki hvernig hlutirnir hefðu endað ef ég hefði verið áfram í skólanum þar sem ég var lögð í einelti, var orðin mjög þunglynd, hætt að borða og með sjálfsmorðshugsanir. Þannig á 12 ára gömlu barni alls ekki að líða.

Lakkrisbiti | 7. mar. '11, kl: 23:30:23 | Svara | Er.is | 0

Ég lenti í einelti frá 1-7 bekk var flutt í næsta bæjarfélag við þegar 7 bekkur var hálfnaður en vildi klára skólaárið, en sá rosalega eftir því, þegar um mánuður var eftir af skólanum fór ég grátandi heim og heimtaði að fara í hinn skólann en það var auðvitað ekki látið eftir mér, ég kláraði þetta á hörkunni. Og fór í hinn skólann í 8 bekk, eignaðist vini en hef haldið lítið í þá þar sem það var aldrei unnið neitt í mér eftir þetta og í mínum huga þá eru allir að fara að stinga mig í bakið og eru bara að hanga með mér af stríðni eða vorkunsemi.
Það var ein í nýja skólanum en fór að vera eitthvað leiðinleg en ég hundsaði hana bara en það breytir því ekki að mest öll skólaganga mín var helvíti.

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

Sveimhuga | 7. mar. '11, kl: 23:59:09 | Svara | Er.is | 2

Hef bæði verið þolandi eineltis og á barn sem lent hefur í einelti. Hvað mig varðar þá flutti ég oft sem krakki og gekk í nokkra skóla líkt og skibur,

1. bekkur var fínn, flutti svo út á land í öðrum bekk og á mjög góðar og kærar minningar þaðan, svo flutti fjölskylda mín aftur í bæinn og ég fór í sama skóla og bekk með krökkunum úr 1.bekk í 3.-4. bekk en þá lenti ég í mjög slæmu einelti og hef átt erfitt með félagsleg samskipti síðan þá,

mér varð það samt til happs að ég skipti aftur um skóla, reyndar ekki vegna eineltis heldur vegna flutninga en sá skóli reyndist mér virkilega vel og var ég mjög heppin með það, svo heppin að bekkjarfélagarnir halda enn hópinn í dag 20 árum eftir útskrift ;)

Hvað barnið mitt varðar þá byrjaði eineltið í 5.bekk og þau tvö ár sem það stóð yfir var það orðið það slæmt að barnið neitaði á endanum að fara í skólann,

það einelti var margfalt verra en það sem ég þurfti að þola og eftir að hafa reynt allt sem í mínu valdi stóð til að vinna með skólayfirvöldum í að uppræta eineltið þá gafst ég upp og flutti út á land.

Það er án efa ein besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir dóttur mína því að í dag er allt svo miklu betra og auðveldara, sjálfstraustið er óðum að koma til baka og hún þorir núna til dæmis að spila fótbolta með krökkunum, spyrja hvort hún megi vera með og er smám saman að þora að vera hún sjálf,

hins vegar eru áhrif eineltis lúmsk, þau herja á hana í sífellu og oft þarf ég að minna hana á hversu yndislegur einstaklingur hún er og að henni eru allir vegir færir.

Mér finnst mjög líklegt að þrátt fyrir að hún sé nú komin í mikið betri félagslegri aðstæður þá muni hún samt þurfa á sálfræðihjálp seinna meir að halda til að vinna úr eineltinu líkt og ég þurfti að gera því að einelti mótar fólk, og ef maður á ekki góða að hvort sem það eru vinir eða fjölskylda þá er ansi hætt við að illa geti farið.

staðalfrávik | 8. mar. '11, kl: 00:20:51 | Svara | Er.is | 0

Ég skal senda þér skilaboð ef þú vilt.

.

Arrtó | 8. mar. '11, kl: 00:25:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég verð sorgmædd af því að lesa þetta, afhverju er þetta látið viðgangast í skólum, why ??

strákamamma | 8. mar. '11, kl: 01:25:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

sonur minn er feimin og jarðbundinn strákur sem á afmæli seint á árinu og því yfirleitt yngstur í bekknum.

Hann lenti í einelti í 1. bekk og fór að stama uppúr því. viðþað varð eineltið verra.

Það var alveg sama hvað ég gerði eða við hvern ég talaði, það átti bara að gefa honum tíma til þess að aðlagast...

Ég flutti þegar barnið var búið að vera í 7 mánuði í þessum skóla og það eru 2 ár síðan...við erum enn að vinna með afleiðingarnar.

Núna er hann í frábærum skóla, rosalega góðum bekk og með mjög hæfan kennara. Það var tekið á móti honum í rauninni sem brotnu barni vegna eineltis og það hefur veirð unnið mjög mikið og vel með hann í samvinnu við mig.

strákamamman;)

shiva | 8. mar. '11, kl: 01:32:05 | Svara | Er.is | 0

Frændi minn fór í Tjarnaskóla eftir mikið einelti í hverfisskóla. Ég held að Tjarnaskóli sé svona skóli fyrir eineltiskeis eða önnur vandmál.

Það gekk nú bara alveg bærilega, a.m.k ekkert einelti þar.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

shiva | 8. mar. '11, kl: 01:32:58 | Svara | Er.is | 0

Já og ég sjálf skipti um skóla, en það var ekki VEGNA eineltis. Ég var bara lögð í einelti í fyrri skólanum, mamma fékk vinnu í öðrum bæ og við fluttum. Var ekki lögð í einelti þar og leið rosalega vel þar bara ( hveragerði1!) :þ

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

billabong | 8. mar. '11, kl: 01:51:51 | Svara | Er.is | 1

Ég er í þessum pakka núna með dóttir mína og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera...

Ég er búin að tala við foreldra barnsins sem leggur hana í einelti og ég er búin að tala við kennarann þeirra. Þetta lagaðist í smá tíma eftir að ég talaði við kennarann en er komið í sama farið aftur. Hún er 8 ára og suma daga neitar hún að fara í skólann. Hún talar ekki um annað en hvað hún er feit og að hún þurfi að mjókka ( það er ekki auka gramm utan á henni) en þessi tiltekni nemandi er alltaf að segja hvað hún sé feit og margt margt fleira!

Það er ekki í boði að skipta um skóla nema þá að flytja í annað sveitafélag...ég er eiginlega alveg týnd í þessu og finnst ég hrikalega vond mamma að geta ekkert gert!! Hvernig í óskupunum á maður að byggja upp sjálfstraust hjá börnum sem lenda í einelti??

Apotek | 8. mar. '11, kl: 08:40:57 | Svara | Er.is | 1

En hafa einhverjir reynslu af því að láta gerendur skipta um skóla?

Við erum að íhuga að láta okkar stelpu skipta um skóla en ég er ekkert svo viss um að ástandið verði betra þar

-------------------

Ninna | 8. mar. '11, kl: 09:08:43 | Svara | Er.is | 11

Það sem fer ótrúlega mikið í taugarnar á mér hvað varðar eineltisviðbrögð er að það er of oft látið eins og skotmarkið sé vandamálið og þurfi að fara á námskeið í félagsfærni.

Ég hef ekki enn séð tilfelli þar sem það er ekki gerandinn og áhorfendur sem eru í veeeeeerulegri þörf fyrir að læra um eðlileg samskipti og sýna skelfilegan skort á félagsfærni.

Og þá er ég ekki síður að tala um kennarana, ,,fagfólk" og skólayfirvöld en gerendur og foreldra þeirra.

Þegar skotmarkið flytur í annan skóla þá verða gerendurnir eftir og fólk er svo heimskt að það heldur að eineltinu linni. En nei gerendurnir finna sér bara annað skotmark. Svo það er eins gott að kveða svona mál í kútinn strax og gera gerendum ljóst að svona hegðun verði ekki liðin og láta afleiðingar vera það erfiðar fyrir þau að þau láti sér ekki detta í hug að halda áfram hegðuninni.

En því miður eru þetta oft klárir krakkar sem fara lymskuleiðirnar í eineltinu. Eins og að ráðast á börn sem eiga við sértækar þroskaraskannir að stríða t.d. ADHD börn sem eru með stuttan kveikiþráð og eiga erfitt með að bregðast við árásum líkamlegum eða andlegum og svo kreiksta gerendurnir þessi börn eins og tístudúkkur og restin af börnunum spila með af ótta við að verða sá sem er kreistur.

Mér finnst einelti ÓGEÐSLEGT og það sem er óhugnalegast er að einelti hefur fylgt mannskepnunni alla tíð. Skoðið bara bókmenntir og bíómyndir. Það morar allt af einelti.

Eina jákvæða við þá umfjöllun er að það er ALDREI gerandinn sem er aðalsöguhetjan eða sá sem er eftirtektarverður fyrir eitt né neitt. Gerandinn er ALLTAF hliðarpersóna sem með illri hegðun sinni dregur fram það besta í fari skotmarksins eftir að það hefur sigrast á þeim sársauka og niðurbroti sem eineltinu fylgir.

Svo ef þú, lesandi góur, hefur lent í einelti þá er eitthvað í þig spunnið! :D

Sveimhuga | 8. mar. '11, kl: 09:27:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært innlegg!! ;)

Arrtó | 8. mar. '11, kl: 11:04:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en er það lausn að skipta um skóla, reynist það ekki barninu erfitt að mæta brotið á sálinni í nýjan skóla

Sveimhuga | 8. mar. '11, kl: 18:53:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer auðvitað mikið eftir aðstæðum, í mínu tilfelli gerði það bara gott og stundum er það eina raunhæfa leiðin þegar búið er að reyna allt annað.

Apotek | 8. mar. '11, kl: 11:48:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki dæmi um það að einstaklingur var lagður í mjög mikið einelti í sínum bekk og ákvað að skipta um skóla. Eftir það var bekkurinn aldrei betri og enginn lagður í einelti út skólagönguna. Bekkurinn hittist mjög oft og allir góðir vinir.

Þannig að það er ekki alltaf sem það gildir að ef fólk leggur einu sinni í einelti mun það gera það aftur

-------------------

hmz | 8. mar. '11, kl: 11:20:20 | Svara | Er.is | 0

Ég var í svipaðri stöðu og þessi strákur í hveragerði, nema krakkarnir voru kannski ekki að pota í mann.. En ég hef alltaf verið stór og þykkur um mig og ég varð fyrir einelti í barnaskóla og var alltaf sömu strákarnir sem voru að kasta steinum í mann og fleiri særandi hluti þangað til einn daginn fékk ég bara nóg og komst þá að því að ég er stærri en þeir sem voru að leggja mig í einelti svo ég svaraði á móti og lét þá finna fyrir því, eftir það hætti þetta bara alveg.

asni | 8. mar. '11, kl: 11:26:23 | Svara | Er.is | 1

bróðir minn lenti í ógeðslegu einelti í skóla hérna í bænum þannig að hann flutti til ömmu minnar og afa útá landi og fór í skóla þar, það gekk rosalega vel og hann var svo miklu ánægðari þar, á fullt af vinum og geðveikar minningar....

Maður á ekki að hika við að skipta um skóla ef eineltið er það mikið, sérstaklega úr skólum þar sem lítið sem ekkert er gert í málunum (eins og í skóla bróður míns) .... :)

--------------------------------------------------------------------
Margir trúa á líf í sátt, á mannsins megin, mannsins mátt, heima er best er viðhorfið. aðrir leita hátt og lágt, yfir fjöllin, hafið blátt... er grasið grænna handan við?

Arrtó | 8. mar. '11, kl: 11:29:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þannig að þið mælið með því ? að skipta um skóla ?

hmz | 8. mar. '11, kl: 11:51:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, fresh start.

asni | 8. mar. '11, kl: 12:15:13 | Svara | Er.is | 0

ég mæli allavega með því .... Verður nátturulega eriftt að byrja í nýjum skóla, þannig það er mikilvægt fyrir barnið að vera jákvætt og líta á þetta sem gott tækifæri, svo er líka ekki slæm hugmynd ef eineltið er mikið að krakkinn ræði um það, vegna þess að þetta er ennþá að há bróður mínum, þó honum líði miklu betur og allt það, en þetta er svo rosalega erfitt og tekur mikið á og börn vita yfirleit ekki hvað þau eiga að gera eða hvernig þeim líður og svona...

--------------------------------------------------------------------
Margir trúa á líf í sátt, á mannsins megin, mannsins mátt, heima er best er viðhorfið. aðrir leita hátt og lágt, yfir fjöllin, hafið blátt... er grasið grænna handan við?

Máni | 8. mar. '11, kl: 12:46:51 | Svara | Er.is | 0

báðir bræður mínir skiptu um skóla vegna ofbeldis/eineltis frá starfsmönnumm skólanna. Annar var 6 ára hinn 12 ára þegar skólaskiptin fóru fram. Sá sem var yngri var lokaður inní skáp í marga klukkutíma vegna óþekktar og átti erfitt með skólagöngu eftir þetta ásamt öðru. Hinn fór í sérdeild 12 ára og hefur aldrei náð að fóta sig almennilega í skóla eftir þetta.

gæti verið öðruvísi að eiga við einelti frá fullorðnu fólki sem börnin eiga að geta leitað til en barna sem eiga að teljast jafningar.

hugmyndalaus | 8. mar. '11, kl: 17:22:36 | Svara | Er.is | 0

þekki nokkur dæmi. skipti um skóla í 5 bekk vegna mikils eineltis. það hélt samt áfram í nýja skólanum. svo gafst hún upp í 10 bekk og skipti aftur. var mjög ánægð í þeim nýja eignaðist fullt af vinkonum þar- er í dag í flottu námi erlendis og er 24 ára núna.

annað dæmi þar sem viðkomandi skipti líka umskóla svona "seint" þeas þegar hún varí 9 bekk. (skipti í mai í 9 bekk-semsagt rétt fyrir lok skólaársins) og eignaðist allt íeinu fullt af vinkonum. sem hún hafði ekki átt áður. er í menntaskóla núna og gengur vel- laus við eineltið.

Arrtó | 8. mar. '11, kl: 22:49:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

athyglisverð lesning, í flestum tilfellum var það til bóta að skipta um skóla en ekki leysa málið innan skólans, furðuleg vinnubrögð skólanna þar

nónó | 8. mar. '11, kl: 23:02:51 | Svara | Er.is | 1

Bróðir minn skipti um skóla í 7.bekk minnir mig. Hann fékk svo Asperger greiningu 18 mánuðum seinna og það gekk í heildina mjög vel í nýja skólanum! Hann eignaðist meira að segja vini eiginlega í fyrsta sinn á ævinni og hann er í dag í framhaldsskóla og hittir ennþá 3 vini sína úr gamla skólanum í hverri viku (að sjálfsögðu alltaf sama dag á sama tíma í sömu erindagjörðum ;))

Tipzy | 8. mar. '11, kl: 23:31:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe krúttlegt, eru vinirnir þá líka með asperger eða álíka greiningu.

...................................................................

nónó | 9. mar. '11, kl: 11:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einn þeirra er með sömu greiningu og hann já, og svo er einn með add

Tipzy | 8. mar. '11, kl: 23:24:16 | Svara | Er.is | 0

Í tilfelli bróðir míns sem varð fyrir mjög grófu einelti í einu bæjarfélagi, þar á meðal barinn, girt niður um hann út á götu, hrint, bókunum hent útum allt, meira að segja brutust þessi aðilar inn til okkar og stálu smáhlutum og skitu í þvottakörfuna og svona gaman. Hann var komin með svo mikinn kvíða að hann ældi á hverjum morgni við tilhugsunina að fara í skólann. Hann hefur bara orðið fyrir einelti í þessu eina bæjarfélagi, foreldrar mínir flúðu með hann og gekk nokkuð vel eftir það félagslega. Annars staðar eignaðist hann vini og var ekki lagður í einelti eftir því sem ég best veit.

...................................................................

Tipzy | 8. mar. '11, kl: 23:27:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Btw þá fréttu foreldrar mínir það eftir á að það hefðu fleiri flúið út af þessum tiltekna hóp.

...................................................................

HEBF | 8. mar. '11, kl: 23:39:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ojí, þetta er svo sorglegt hvað börn eru tilfinningalaus þarna á þeim aldrei áður en þau öðlast rökhugsun og geta sett sig í spor annarra. ...Ekkert nema gengdarlaus grimmd.

Maddaman | 9. mar. '11, kl: 00:23:42 | Svara | Er.is | 0

Smá forvitni, tengistu því máli eða ertu að spyrja út af öðru barni?

247259 | 9. mar. '11, kl: 00:47:27 | Svara | Er.is | 0

Ég skipti um skóla eftir annan bekk og eineltið breyttist bara, varð á suman hátt verra en annan hátt eginlega þolanlegra (veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra það) var t.d. lögð í einelti í tímum í fyrri skólanum og frímínútum og svona en í seinni skólanum var ég látin í friði í tímum þannig að skólagangan var auðveldari en frímínúturnar voru erfiðari. Svo fór þetta að lagast uppúr 8. bekk en þá urðu nokkrar breytingar í bekknum mínum.

krummalína | 9. mar. '11, kl: 11:01:10 | Svara | Er.is | 0

Sæl, ég þekki tvö tilfelli þar sem hlutirnir breyttust eftir að skipt var um skóla.

Sonur bróður míns varð fyrir einelti 7 eða 8 ára gamall, þau skiptu um skóla og ekkert svona þar. En þetta breytti honum gagnvart viðhorfum til skóla og námi, hefur alltaf haft áhrif á hann og mér skilst að hann sé enn að glíma við afleiðingar af því sem hann lenti í.

Dóttir samstarfskonu minnar varð fyrir einelti í nokkur ár, það byrjaði þegar hún var á svipuðu aldri. Ofsalega falleg og góð stelpa sem gekk vel í náminu, stelpurnar tóku hana fyrir svo versnaði það eftir því sem á leið. Hún hefur kannski verið of góð fyrir þeirra smekk og það túlkað sem veikleiki. Þau skiptu ekki um skóla fyrr en hún var orðin 11 ára og henni leið betur í þeim skóla og eignaðist góðar vinkonur þar.

krummalína | 9. mar. '11, kl: 11:13:41 | Svara | Er.is | 0

Langar að skjóta inn einni spurningu. Eru ekki til samtök fyrir þolendur eineltis? Get svosem googlað það en ef einhver veit þá væri gott að vita um þau.

Neita því ekki að ég kvíði stundum fyrir því að senda börnin mín í barnaskóla svona miðað við allar þær hryllingssögur sem ég hef heyrt um einelti.

Ninna | 10. mar. '11, kl: 07:35:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, Liðsmenn Jerico sem voru stofnuð í minningu Lárusar Stefáns Þráinssonar sem svipti sig lífi 2008.

Hann hafði orðið fyrir miklu einelti í æsku og beið þess aldrei bætur.

Slóðin á síðuna þeirra er http://www.jerico.is/

Tipzy | 10. mar. '11, kl: 07:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og regnbogabörn sem Stefán Karl kom af stað, hann einmitt lenti í einelti í gamla skólanum mínum.

http://www.regnbogaborn.is/

...................................................................

CannedRainbow | 10. mar. '11, kl: 08:52:37 | Svara | Er.is | 0

Ég skipti ekki um skóla en ég lenti svosem ekki í mjög slæmu einelti held ég, við vorum nokkrar vinkonur sem vorum alltaf hafðar útundan og svo í 8.-10. bekk versnaði þetta og fór að vera meiri stríðni með. Ég er fyrst að byrja að fá sjálfstraust núna, 7 árum eftir að ég kláraði 10. bekk.

En ég veit um strák sem lenti í einelti og skipti um skóla, mér skilst að eineltið hafi verið jafnslæmt í nýja skólanum.

----

♥♥ Tvíburar fæddir í maí 2010♥♥

hjartalind | 8. ágú. '18, kl: 17:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór í annan skóla í 8.bekk. Aðrir krakkar allir byrja nýir í 8.bekk samt var ég hötuð í skólanum.

Setjum X við F

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
"Listaverkið" Litla hafpulsan í Reykjavíkurtjörn Júlí 78 7.12.2018 11.12.2018 | 15:04
Afhverju er fátækt fólk á Íslandi feitt? Lýðheilsustofa 22.11.2018 11.12.2018 | 13:35
Hvaðan kemur þessi kuldi? tralli10 9.12.2018 11.12.2018 | 12:33
Hvar finn ég námsferilinn minn? Selja dót 24.7.2014 11.12.2018 | 12:02
12 vikna sónar - tekur það langan tíma? malata 11.12.2018 11.12.2018 | 11:33
Jólatré í potti AYAS 11.12.2018 11.12.2018 | 10:11
Karcher skúringarvél 2kruttamamma 10.12.2018 11.12.2018 | 09:05
Gunnar Nelson Sessaja 10.12.2018 11.12.2018 | 05:49
Ljós vandamál heyyy 11.12.2018
Ljós vandamál heyyy 11.12.2018
Jóla bílaljos 12v - hvar fást slík? Ljufa 6.12.2018 11.12.2018 | 00:01
Landsbyggðarfólk vill að ríkið niðurgreiði flug polyester 4.12.2018 10.12.2018 | 23:49
Hefur einhver hér sent formlega kvörtun varðandi lækni? Catperson 10.12.2018 10.12.2018 | 23:26
Stytta strimlagardínur úr Rúmfatalagernum rkv 10.12.2018 10.12.2018 | 20:23
loðskinn og hanskar á tilboði um 5 þús? ibud113 11.12.2011 10.12.2018 | 20:12
Væisitölulán eða verðtryggt lán. kaldbakur 10.12.2018 10.12.2018 | 18:46
Karcher skúringarvel 2kruttamamma 10.12.2018
Mín fyrrverandi JæjaLOL 29.11.2018 10.12.2018 | 14:07
Jólagjafir Twitters 7.12.2018 10.12.2018 | 13:58
gifting sýs. hvað gra eftir mialitla82 9.12.2018 9.12.2018 | 23:31
Russian Earl Grey (Lipton) fáanlegt einhvers staðar hérlendis? geiri42 9.12.2018 9.12.2018 | 19:55
fyllt svínalund? adrenalín 8.12.2018 9.12.2018 | 19:54
Þessi hrokabykkja gefur sig ekki spikkblue 8.12.2018 9.12.2018 | 19:19
Gamlar umræður Sessaja 9.12.2018
Árni Jón Geirsson gigtarlæknir ny1 8.12.2018 9.12.2018 | 16:04
Þið sem hafið látið fjarlægja gallblöðru... upplysing1 29.10.2007 9.12.2018 | 14:44
Vandamál með gírana á bílnum. Einhver bílasnillingur hérna ? HK82 22.11.2018 9.12.2018 | 10:59
Brú yfir Skerjafjörð frá Kópavogi kaldbakur 8.12.2018 9.12.2018 | 09:35
90s Söngvaborg? Sifjada 7.12.2018 9.12.2018 | 08:03
Hljóð-upptökur/deildu Tekkinn 8.12.2018 9.12.2018 | 00:14
Selja skartgripir malata 8.12.2018 8.12.2018 | 22:07
Piparkökuhús - hvar maja býfluga 8.12.2018 8.12.2018 | 19:46
Rakvél fyrir stráka kittyblóm 8.12.2018 8.12.2018 | 18:53
Klausturs - Nunnu og Hommabarinn. kaldbakur 8.12.2018 8.12.2018 | 18:15
Götumynd / Veggmynd fyrir bæjarfélög disamin 7.12.2018 8.12.2018 | 15:21
Netflix - Amazon prime Twitters 16.5.2018 8.12.2018 | 09:33
Graco turn2reach bílstóll gms 7.12.2018
Að borga fyrir brotið í búð Sossa17 1.12.2018 7.12.2018 | 18:53
Desember uppót langveikra barna Flottt 1.12.2018 7.12.2018 | 17:38
Barna-/unglingabók sem ég man ekki nafnið á ö 7.12.2018 7.12.2018 | 16:33
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 7.12.2018 | 13:19
útlandaferð og dómur fyrir vanskil Torani 24.11.2018 7.12.2018 | 13:10
Ikea rafmagnshjól, hver er ykkar reynsla? smons 8.9.2018 7.12.2018 | 03:51
Gluggaþvottur Reykjanesbæ ello 7.12.2018
Aldrei átt kærustu Grassi18 26.11.2018 6.12.2018 | 23:44
Þýðing á einkun bókstöfum Grunnskóla hremmi79 4.12.2018 6.12.2018 | 20:30
Þórarinn Hannesson geðlæknir? falkadrengur 19.9.2014 6.12.2018 | 16:02
Ein í smá vanda. akvosum 5.12.2018 5.12.2018 | 21:44
Löggan varar við innbrotsþjófum ! kaldbakur 5.12.2018 5.12.2018 | 19:13
Afhverju er myndin Alltaf birt út á hlið Sessaja 5.12.2018 5.12.2018 | 19:06
Síða 1 af 19679 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron