Sofið þið í sama herbergi og makinn?

gangnam | 21. sep. '15, kl: 23:04:08 | 1020 | Svara | Er.is | 0

Ég gerði það í gamla daga, en er komin yfir fertugt og með svefnerfiðleika. Sef miklu betur, en líður asnalega með að geta ekki sofið hjá manninum mínum. En er þetta kannski svolítið algengt? Hvað segja þeir sem hafa verið í 10 ár eða meira í sambandi?

 

------------------------------------
Njótum lífsins.

Ruðrugis | 21. sep. '15, kl: 23:11:54 | Svara | Er.is | 1

Búinn að vera með mínum í 17 ár en ekki komin yfir fertugt.
Sofum í sama herbergi.

fálkaorðan | 21. sep. '15, kl: 23:15:28 | Svara | Er.is | 0

Erum ekki búin að vera 10 ár í sambandi en sofum stundum í sitthvorulagi. Riddarakrossinn getur stundum ekki sofið fyrir hrotunum í mér (td þegar hann er stressaður) og fer þá fram í stofu. Líka bara ef annað okkar þarf að fá ótruflaðan svefn. Ég sef líka stundum á sófanum ef ég vaki frameftir og nenni ekki að berjast við plássfrekar fætur um pláss í rúminu. hann breiðir rosalega úr sér þegar hann sofnar einn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Hedwig | 21. sep. '15, kl: 23:25:47 | Svara | Er.is | 1

Komin næstum 10 ár hjá okkur og höfum alltaf sofið í sama herbergi/rúmi nema nokkra daga á þessu tímabili þegar annaðhvort okkar hefur verið í útlöndum.

Bakasana | 21. sep. '15, kl: 23:33:52 | Svara | Er.is | 1

Já við sofum í sama rúmi. Erum búin að vera lengi saman og bæði komin yfir fertugt. 

askvaður | 22. sep. '15, kl: 00:01:41 | Svara | Er.is | 0

Höfum verið saman í 5 ár og nei sofum yfirleitt ekki í sama herbergi einmitt út af svefnerfiðleikum

Gunna stöng | 22. sep. '15, kl: 00:26:11 | Svara | Er.is | 0

Sama hér, sofum stundum í sama herbergi og stundum í sitt hvoru lagi. Einmitt út svefn erfiðleikum. Finnst það oft erfitt andlega og asnalegt en ég held að það sé algengara en maður heldur.

---Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig---

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 22. sep. '15, kl: 00:36:59 | Svara | Er.is | 0

Einu sinni áttum við rúm sem var of lítið og þá gafst ég stundum upp á plássfrekjunni í honum og svaf í stofunni


Ekki komin 10 ár, bara 5

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

LaRose | 22. sep. '15, kl: 07:21:53 | Svara | Er.is | 0

Buin ad vera saman i tæp 10 ar, undir fertugu. Hofum sofid i sitthvoru herberginu meira og minna i rumt ar. Hann hrytur rosalega og vard veikur fyrir 2 arum sem gerdi ad thad versnadi. A sama tima var eg olett og svo med litid krili sem svaf uppi svo vid forum i sitthvort herbergid til ad geta sofid og haldid gedheilsunni.

Sakna hans og vid stefnum a endurfundi sem fyrst ;)....en a sama tima venst madur thvi sko alveg ad sofa fyrir sig. Madur getur alltaf farid i heimsokn :P

lalía | 22. sep. '15, kl: 07:57:44 | Svara | Er.is | 4

Það að sofa í þéttum faðmlögum hverja einustu nótt er enginn mælikvarði á gæði sambands. Góður svefn er ótrúlega mikilvægur og ekkert að því að gera það sem þarf til að ná honum. Ég þekki eldri konu, maðurinn hennar dó fyrir nokkrum árum og þá höfðu þau ekki sofið í sama herbergi í nokkra áratugi. Eins þekki ég par á fertugsaldri sem er búið að vera lengi saman og þau hafa held ég aldrei sofið í sama rúmi (eiga samt nokkur börn og allt!). Hér í Danmörku hefur líka undanfarin ár verið fjallað um pör sem hafa sameiginlegar skuldbindingar og jafnvel börn, en kjósa að vera ekki í sambúð, þrátt fyrir að vera par skv. öllum öðrum skilgreiningum. Svo það er allur gangur á þessu, gott og hamingjusamt samband er ekki bara einhver ein formúla heldur bara það sem virkar fyrir þá aðila sem standa að því :)

Brindisi | 22. sep. '15, kl: 08:31:11 | Svara | Er.is | 0

neibb hann færði sig í stofuna útaf hrotum í mér fyrir mörgum árum, finnst það bara fínt, vorum hvort eð er alltaf í sitthvoru horninu, ekki svona kúrupar

ilmbjörk | 22. sep. '15, kl: 08:41:26 | Svara | Er.is | 1

Er rétt að verða þrítug, búin að vera með mínum maka í 13 ár og já við sofum í sama herberginu..

Galieve | 22. sep. '15, kl: 08:51:39 | Svara | Er.is | 0

Ég hef alltaf átt í erfiðleikum með svefn. Ég færði mig úr svefnherberginu þegar að við vorum að venja eldra barnið af næturgjöfum og komst að því að ég sef svo mikið betur ein. Ég reikna ekki með að við sofum aftur í sama herbergi nema að ég læknist af þessum svefnerfiðleikum.


Ég þekkti 2 önnur pör sem sofa ekki í sama herbergi út af svipuðum hlutum.

Myken | 22. sep. '15, kl: 08:52:14 | Svara | Er.is | 1

við erum bæði rétt skriðin yfir 40 ára og sofum í sama herbergi..man eftir að hafa séð svona þegar ég var yngri eldri hjón sem sváfu í sitthvoru herberginu mann hvað mér fannst það skrítið..

ég sef kannski betur ein veit það ekki hef aldrei sofið vel en ég sofna betur þegar hann er í rúminu hjá mér.. ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Myken | 22. sep. '15, kl: 08:52:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já búin að vera saman í 15 ár

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

bogi | 22. sep. '15, kl: 09:35:26 | Svara | Er.is | 1

Við erum búin að vera saman í 10 ár og ég er rúmlega þrítug. Sef betur þegar kallinn er við hliðina á mér - en auðvitað er þetta bara misjafnt. Við hefðum reyndar heldur ekki pláss til að vera að sofa í sitthvoru herberginu.

Degustelpa | 22. sep. '15, kl: 09:59:31 | Svara | Er.is | 0

amma mín sefur í öðru herbergi en afi þegar þau eru upp í bústað, þar sefur hún besta. Bara það sem virkar fyrir hana. Fannst þetta pínu skrítið fyrst en þau eru samt alveg í góðum málum í hjónabandinu.


Sjálf sef ég öðruvísi þegar einhver er uppí hjá mér en ég sef samt ekkert endilega verr þegar maðurinn minn er heima. En mér finnst ekkert að því að sofa í sitthvoru lagi.

snsl | 22. sep. '15, kl: 12:35:32 | Svara | Er.is | 1

Ég er ekki orðin þrítug en búin að vera í sambandi í meira en áratug. Sofum í queen size rúmi og líkar vel.

mars | 22. sep. '15, kl: 13:54:14 | Svara | Er.is | 1

Ég hef lengi glímt við svefnerfiðleika, líka áður en ég kynntist núverandi maka (erum búin að vera saman í 11 ár og bæði komin yfir fertugt)
Hann hrýtur stundum og byltir sér og það truflar mig reglulega í svefni en ég gæti ekki hugsaðmér að sofa í öðru herbergi.
Ekki þá nema kannski eina nótt hér og þar þar sem ég þyrfti sérlega á nætursvefni að halda .
Vil samt frekar finna aðra lausn.

tjúa | 22. sep. '15, kl: 16:41:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er með krónísk svefnvandamál og segi eins og þú, ég gæti ekki hugsað mér að sofa í öðru herbergi. Hef frekar reynt önnur úrræði (og það flest þeirra). Hroturnar í makanum td snarminnkuðu eftir að ég gaf honum fleyg í jólagjöf (ekki eina gjöfin samt haha) og þá þarf ég td ekki að sofa með eyrnatappa. 
Erum samt bara búin að vera gift í mánuð.... en ég efast um að það myndi breyta nokkru. 

GoGoYubari | 22. sep. '15, kl: 14:22:58 | Svara | Er.is | 0

Það hefur nú gengið á ýmsu hér, ég hef t.d. oft flúið fram í sófa þegar strákarnir okkar yfirtaka plássið (en hann sefur mjög fast og tekur ekkert eftir því þó að það sé þvlílíkur troðningur) og einu sinni tók hann tímabil þar sem hann sofnaði gjarnan í sófanum og svaf þar alla nóttina bara. Núna er hinsvegar komin betri regla á okkur bæði, förum fyrr upp í rúm, yfirleitt saman nema kannski um helgar, ég er stundum þreyttari en hann og fer þá fyrr. General reglan er að við sofum alltaf bæði í rúminu en hvort að við förum uppí saman og verðum þar alla nóttina er breytilegt. Tæp 10 ár hér en undir fertugu.

Walter | 22. sep. '15, kl: 15:37:03 | Svara | Er.is | 1

Við sofum í sama rúminu og höfum alltaf gert. Komin yfir þrítugt og höfum verið saman í 15 ár.

Það hentar okkur og ég gæti ekki hugsað mér að hafa hann ekki hjá mér þegar ég sofna og vakna.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

BlerWitch | 22. sep. '15, kl: 15:51:55 | Svara | Er.is | 1

Hef alltaf sofið í sama rúmi og maki (var gift í 15 ár). Foreldrar mínir voru gift í 60 ár og sváfu líka alltaf í sama rúmi.

smusmu | 22. sep. '15, kl: 16:26:20 | Svara | Er.is | 1

Oh, bara komin 9 ár hjá mér þannig að ekekrt að marka! :Þ Sofum saman og höfum alltaf gert :)

icegirl73 | 22. sep. '15, kl: 16:44:12 | Svara | Er.is | 1

Komin rúmlega 23 ár hér og alltaf sofið í sama rúmi og get ekki hugsað mér annað. 

Strákamamma á Norðurlandi

daggz | 22. sep. '15, kl: 17:20:22 | Svara | Er.is | 0

Við erum nú ekki gömul og bara búin að vera saman í 5 ár. Mér finnst samt algjört must að fá MITT pláss þegar ég sef. Sem betur fer eigum við rúm sem er 1.80 og við snertumst ekkert. Ég bara gæti ekki hugsað mér að sofa þröngt upp við hann nema í skamman tíma (ferðalagi eða slíkt). Gæti samt eins og er ekki hugsað mér að sofa í sitthvoru rúminu, hvað þá herberginu en það er heldur ekkert hrotu vandamál eða slíkt hér (enn sem komið er).

--------------------------------

gretadogg | 22. sep. '15, kl: 17:30:42 | Svara | Er.is | 0

Við höfum verið saman í bráðum 46 ár,og við gætum ekki hugsað okkur að sofa ekki í sama rúmi

daffyduck | 22. sep. '15, kl: 17:47:57 | Svara | Er.is | 0

Í sama herbergi og meira að segja sama rúminu ;)

Allegro | 22. sep. '15, kl: 17:51:45 | Svara | Er.is | 0

Sofum í sama rúmi og mér finnst það endalaust notalegt, líka þegar börnin sofa uppí, sem er oft. Við eigum öll mjög auðvelt með að sofa innan um og upp við hovta annað. 
Hinsvegar mundi ég ekki hika við að gera breytingar ef eitthvað væri til að trufla svefninn. Þó ég meti mikils að sofa upp við makann þá met ég góðan svefn meira. 

Ljufa | 22. sep. '15, kl: 18:53:23 | Svara | Er.is | 0

Ég er mjög svo sammála Lalíu.

Ad sofa hlið við hlið allar nætur er ekki neinn mælikvarði á gæði sambands. Eiginlega finnst mér það miklu skynsamlegra að sofa ekki alltaf í sama herberginu ef það veldur parinu svefnvanda þar sem góður nætursvefn er einmitt lykillinn að vellíðan, góðu skapi og þar með betra parasambandi! Ég hef lengi sofið laust, kærastinn hrýtur. Ég er með rúm í öðru herbergi beinlýnis í þeim tilgangi að stundum sé hægt að sofa þar.

Ég viðurkenni að mig langar til þess að við getum alltaf sofið hlið við hlið en hvort er betra fyrir okkur og framtíð okkar sem pars?!!

Kv. Ljúfa

boltablom | 22. sep. '15, kl: 19:43:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum með tvö börn aðra hvora viku sem makinn á og þau sofa upp í, ég sef ekkert þegar þau eru upp í þar sem plássið er mjög mjööög lítið, rúmið er örugglega ekki stærra en 1,20 þetta er ekkert king size dæmi hérna, og ég ákvað þá að ég myndi sofa í öðru herbergi eða rúmi semsagt kojunni sem börnin eiga þær vikur sem þau eru, þar sem ég vill sofa og ég get ekki sofnað auðveldlega þegar ég er vakin á nóttunni en makinn lætur eins og ég sé að rífa hjartað úr sér útaf því að hann vill hafa mig og líka börnin en ég hef sagt að við þurfum ekki að vera alltaf saman, nóttin er til þess að hvíla sig fyrir næsta dag, og ef ég gef mig og sef upp í með öllum,þá vakna ég svo þreytt og svo illt í líkamanum útaf því að maður sefur bara í kremju!
Er ég bara þvílíkt vond að gera þetta eða ? Á ekki öllum að líða vel?

Vasadiskó | 22. sep. '15, kl: 23:09:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, þú ert ekki vond. Það geta ekki allir sofið í hrúgu eins og hvolpar þó sumum finnist það kannski kósý.

Brindisi | 22. sep. '15, kl: 19:54:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

alveg sammála, þetta var þannig að hann var alltaf að vekja mig útaf hrotunum mínum og ég varð pirruð við hann fyrir að vekja mig, ég leyfði honum alltaf að hrjóta í friði, þannig að sá pirringur var oft til staðar daginn eftir, en eftir að hann ákvað að sofa í sófanum er allt betra og enginn pirringur, ég fer snemma að sofa, hann vill sofna seint yfir sjónvarpi þannig þetta virkar vel hjá okkur

Nördinn | 22. sep. '15, kl: 19:55:05 | Svara | Er.is | 0

Saman i 16 ár og get ekki sofid án hans.

gruffalo | 22. sep. '15, kl: 21:13:37 | Svara | Er.is | 0

Nauts. Sef næstum því í sama líkama og hann. Erum í einhverri klessu allar nætur.

Hygieia | 22. sep. '15, kl: 21:35:58 | Svara | Er.is | 0

Sambúð í 14 ár (lengra samband samt) og sl 5-6 ár höfum við ekki sofið oft saman. Mér finnst betra að sofa ein og hann vandist því bara líka.

Gunnýkr | 22. sep. '15, kl: 22:59:37 | Svara | Er.is | 0

Höfum alltaf sofið í sama rúmi og ég oft sofið mjög illa. Nú er elsta barnið farið að heiman og ég sef stundum í aukaherberginu. Sef rosalega vel þar. 

Louise Brooks | 22. sep. '15, kl: 23:50:57 | Svara | Er.is | 0

Ég á við krónískan svefnvanda að stríða en get samt ekki hugsað mér að sofa í öðru herbergi en makinn. Við erum sem betur fer í stóru rúmi og snertumst ekkert í svefni. Vaninn er að við sofum bak í bak og gott bil á milli okkar. Yfirleytt sef ég vel í rúminu okkar en þegar krakkinn kemur upp í á nóttinni og er plássfrekur (sem hann er alla jafna) að þá hefur það alveg komið fyrir að makinn flýji rúmið og sofi á dýnu á gólfinu í barnaherberginu. Ég hef líka gripið til þess þegar ég hef ekki höndlað að vera 3 í hjónarúminu. Ef ég fæ ekki minn svefn þá verð ég hrikalega geðvond og verkjuð og bara satt best að segja algjörlega ömurleg í sambúð. Ég urra á fólk þegar ég er svefnlaus.

,,That which is ideal does not exist"

Abbagirl | 22. sep. '15, kl: 23:57:39 | Svara | Er.is | 0

Yfir 30 ár saman og við sofum í sama herbergi. Vorum með eina dýnu í rúminu þegar börnin voru lítil því þá kom stundum einhver upp í en erum núna með tvær dýnur, ég sef betur þannig.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Síða 10 af 48034 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, paulobrien, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Bland.is, Guddie