Sólarhringopinn leikskóli

abtmjolk | 26. apr. '21, kl: 13:04:28 | 226 | Svara | Er.is | 0

Hef oft velt því fyrir mér af hverju það er ekki boðið upp á leikskóla sem er opinn 24/7. Það eru margir foreldrar sem eru að vinna vaktavinnu og verða þar af leiðandi að finna sér dagvinnu sem er nú ekki hlaupið að. Kannski búin með háskólanám sem þau verða þá að hætta að sinna. Ekki eru heldur allir sem geta leitað til aldraðra foreldra. Sá mikla umræðu um þetta þegar leikskólakennarar í Reykjavík voru ósáttir við að hafa leikskóla opna milli jóla og nýárs. Við teljum okkur vera fremsta í jafnrétti kynjanna og væri þetta stórt skref í rétta átt. Meiri vinna fyrir fleiri leikskólakennara, fleira fólk í vinnu á sjúkrastofnanir oþh.

 

Maríuhænan | 26. apr. '21, kl: 14:41:03 | Svara | Er.is | 1

Vá ég er alveg sammála, þegar ég var búsett í Svíþjóð (flutti til baka fyrir 2 árum) þá var leikskóli sem var með sólarhringsopnun og þá sérstaklega ætlaður einstæðum foreldrum í vaktavinnu.

jak 3 | 27. apr. '21, kl: 21:07:02 | Svara | Er.is | 1

Mikið er ég ósammála þér og ég veit ekki hvar þú ætlar að finna þessa leikskólakennara það sárvantar á marga leikskóla nú þegar af því að þeir eru orðnir þreyttir á hvað leikskólinn er sífellt að breytast í þjónustustofnun og ég efast um að leikskólakennarar myndi fara að slást yfir að vinna á kvöldin og nóttunni. Leikskólinn er samkvæmt lögum fyrsta skólastigið og samningar okkar eiga að færast nær grunnskólum en við færumst bara fjær og alltaf vilja einhverjir meira. Börn eru á ábyrgð foreldra en ekki bæjarfélaga.

abtmjolk | 3. maí '21, kl: 22:36:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jak3. Já börn eru á ábyrgð foreldra, ekki bæjarfélaga. Þá þú sem leikskólakennari, ef þú ert það, ættir þá að vita að þetta er þjónustutilboð, ekki skilda, fyrir foreldra. Grunnskólinn er skilda, ekki leikskóli. En foreldrar þurfa að vinna og þar kemur leikskólinn inn. Það er ekki mér að kenna sem foreldri að ég hef ekki meiri tíma með barninu mínu. Ég verð að vinna til að barnið mitt verði mett. Ekki mér að kenna að leikskólakennaramenntunin er svona löng. Ég vil bara að þið passið barnið mitt því enginn vinnustaður vill að ég sé með barnið mitt hjá mér á meðan ég vinn mína vinnu. Ég þarf að fæða barnið mitt og klæða. Þess vegna þarfnast ég ykkar.það eruð þið fóstruð sem komuð á það að þið séuð fyrsta skólastigið, ekki við foreldrarnir. Við viljum að börnin okkar fái leyfi til að vera börn svo lengi sem þau geta.

jak 3 | 27. apr. '21, kl: 21:08:51 | Svara | Er.is | 0

Vantar t.d. nóg af fólki til að vinna á leikskóla.

Júlí 78 | 28. apr. '21, kl: 14:01:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur nú bara vel verið að einhverjir leikskólakennarar vildu vinna á kvöldin og nóttunni, er ekki oft betra kaupið ef fólk er að vinna á kvöldin og á næturna? Ég held að Maríuhænan sé ekki að tala um að það hafi verið fullt af svona leikskólum þar sem hún bjó í Svíþjóð, frekar kannski einn slíkur. Leikskólinn er meðal annars til að þjóna fólki sem er útivinnandi, það má því alveg kalla hann þjónustu-stofnun ef þú vilt. Það getur komið sér vel fyrir bæði atvinnurekandann og einstæðu móðurina eða fólk sem á ekki maka að geta sett barnið á svona leikskóla. Mér finnst vel hugsað um börn í Svíþjóð a.m.k. í þeim bæ sem ég þekki til, hef því ekki trú á að svona leikskóli sé eitthvað slæmt fyrir börnin, ekki nema jú að leikskólinn hér yrði eitthvað mikið meira undirmannaður en þar gerist á leikskólum eða að þau fengju ekki þá athygli sem þau þurfa. Svo eru nú ekki allir einstæðir foreldrar einstæðir að eilífu, aðstæður geta breyst og þá er væntanlega sótt um annars konar leikskóla.

abtmjolk | 3. maí '21, kl: 21:47:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hvers vegna ekki að vinna á nætutvinnu á leikskóla? Það hefði hentað mér frábærlega sem hef unnið á leikskóla alla mína ævi. Við ófaglærðu erum ekki vitlausar. Við kunnum okkar fag sem höfum verið á leikskóla +25 ár þó við höfum ekki fóstruskólann( og nú veit ég að ég kem til með að fá vandamál af orðinu "fóstruskóli.",

abtmjolk | 3. maí '21, kl: 22:13:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjálfsögðu er þetta þjónustutilboð fyrir einstæða. Hvort sem það er karl eða kona, skiftir ekki máli g júlí78 hvað sem þú þekkir til ,þá erum við íslendingar alltaf að elta það norræna,svo hvers vegna ekki þetta, þega r við ætlum að elta norrænu gildin hvort sem er

jak 3 | 8. maí '21, kl: 10:27:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en samkvæmt öllu að þá má starfsmaður á leikskóla bara vinna 8 tíma á dag og barn má ekki vera lengur en 8,5 tíma á dag á þá að vekja þau um miðja nótt. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og börn sem væru á þessum þvælingi fram og til baka hvenær eiga þau að fá þá menntun sem okkur ber að kenna þeim og finna öryggi. Mér finnst þetta eins vitlaus hugmynd og hægt er, maður eignast barn á eigin forsendum og maður vinnur út frá þörfum barnanna en ekki síns eigins. 

Júlí 78 | 11. maí '21, kl: 08:38:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú hægt að kynna sér (sveitarfélög) hvernig þetta er framkvæmt þarna í Svíþjóð (vinnuskipulag, fjöldi starfsmanna og barna á deild og fl.) og einnig hvort börnunum líði ekki bara ágætlega. En ég held nú að svona leikskóli væri ekkert starfandi þar ef þetta væri eitthvað slæmt fyrir börnin. Ég tók eftir þessari setningu þinni: " maður vinnur út frá þörfum barnanna en ekki síns eigins."  Þetta er falleg hugsun og margir gætu farið eingöngu eftir henni ef þeir ættu maka sem getur séð fyrir fjölskyldunni eingöngu og mamman gæti bara verið heima að dúllast með barninu alla daga. O g ég er reyndar á því að best sé fyrir börnin að byrja ekkert á leikskóla fyrr en kannski þriggja ára en raunveruleikinn er bara sá að margir foreldrar þurfa að vinna bæði úti og ekki síst ef um einstætt foreldri er að ræða. Og ekki allir geta komið börnunum sínum fyrir hjá einhverri rólegri og indælli "ömmu". Og þessar dagmæður eru kannski með nokkuð mörg börn og geta verið misjafnar. 


Það eru svo ekkert endilega fullkomnu foreldrarnir eða ekki allir a.m.k. sem eru með börnin sín á leikskóla að degi til. Ég sé alveg í búðum sérstaklega fyrir jól hágrátandi börn alveg útkeyrð, búin að vera t.d. á leikskólanum eða einhvers staðar út og suður og svo er strunsað með þau í stórmarkaðinn þó að barnið eða börnin séu orðin dauþreytt. Stressið í þjóðfélaginu hér er oft yfirgengilegt a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Eiginlega ætti að senda allt liðið út á land til að róa sig finnst mér stundum. Ég horfi nú stundum á N4 og þar er rætt við foreldra sem hafa flutt út á land og þau tala um hvað börnunum líði vel þar og stutt að fara allt og að foreldrunum líði miklu betur þar!  Líðan foreldra skiptir miklu máli þegar kemur að uppeldi barna. Ef að foreldrar eru stressaðir alla daga þá hefur það áhrif á börnin. En líka er kaupgleði fólk eða efnishyggjan alveg að fara með fólk. Þetta sér maður alveg á samfélagsmiðlum og mörgum líður ekki vel nema að fá samþykki fjöldans fyrir lit á veggjum, uppröðun húsgagna, spyrja hvaða sófa ætti nú að kaupa, þennan eða hinn og svo framvegis og margir pósta svo breytingum hjá sér til að fá nú fullt af like-um. Skyldi nú börnunum svo líða rosa vel í þessum "fullkomnu" íbúðum eða húsum með þessa "óöruggu" foreldra sína? Ég segi bara vonandi, en veit að börn þurfa tíma, athygli og kærleika fyrst og fremst. Einstæða móðirin sem þarf að vinna vaktavinnu þarf ekkert að vera verri móðir en einhver önnur móðir.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Indverska afbrigði VValsd 19.6.2021
Borgarlínuruglið _Svartbakur 19.6.2021 19.6.2021 | 11:08
Hnífsstungan Flactuz 13.6.2021 18.6.2021 | 21:14
Lofa en svíkja Júlí 78 18.6.2021 18.6.2021 | 20:57
Framhjáhald Gúnda 14.6.2021 18.6.2021 | 12:23
Kemur bragðskyn aftur? animona 17.6.2021 18.6.2021 | 12:17
Hvað á ég að gera í sumar?? Lallitré 6.6.2021 18.6.2021 | 12:10
Erlent heilbrigðisstarfsfólk vill ekki bólefnið... Splattenburgers 3.1.2021 18.6.2021 | 09:18
Þvottavélar og gæði francis 4.6.2021 17.6.2021 | 13:18
Örmagna Móðir. Dufa6095 10.6.2021 17.6.2021 | 13:17
Miklabraut og Sæbraut í stokk Júlí 78 15.6.2021 17.6.2021 | 08:59
Efnagreining AnnaJaka 14.6.2021 15.6.2021 | 19:26
Flutningur og keypt þjónusta. Mjallhvít og dvergarnir 5 13.6.2021 15.6.2021 | 13:01
Kynlíf eldri manna? þaþað 10.5.2021 14.6.2021 | 23:35
Gefins egglos og þungunarpróf stjernen 14.6.2021
Febrúarbumbur 2022 Laubba 09 13.6.2021 14.6.2021 | 19:22
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 14.6.2021 | 17:06
Nám Sjúkraliði vs Hjúkrunarfræðingur koddinn 13.6.2021 14.6.2021 | 10:20
Losna við reykjarlykt Kimura 3.6.2021 13.6.2021 | 23:52
Brakar i nýju dýnunni Boli12345 12.6.2021 13.6.2021 | 22:55
Vegahandbók - Ferðakort robertdan 13.6.2021 13.6.2021 | 22:38
Kringum appið, 10.000, áhugaverðir staðir og sögur á Íslandi. sima 13.6.2021
Rúm innfallið í skáp abtb 13.6.2021 13.6.2021 | 15:12
Nú erum við að sjá frekar mikil lágmenningareinkenni eins og t.d. tató í þjóðfélaginu. _Svartbakur 12.6.2021 13.6.2021 | 09:11
Læknar Blands haustsala 7.6.2021 13.6.2021 | 01:08
Erfðaskrá? Hr85 11.6.2021 12.6.2021 | 13:07
Aztra - bólusetning 2 bland20 7.6.2021 12.6.2021 | 10:55
Málningarsprauta ormagull 6.6.2008 12.6.2021 | 01:13
Hvað á ég að gera í sumar?? Lallitré 6.6.2021 11.6.2021 | 21:56
Gelísprautun hjá Húðfegrun Klént 20.7.2017 11.6.2021 | 21:13
Biðröð út að Glæsibæ Júlí 78 10.6.2021 11.6.2021 | 17:00
Var notuð staðgöngumóðir? VValsd 8.6.2021 11.6.2021 | 13:16
Ódýrasta bensínið? animona 10.6.2021 11.6.2021 | 04:22
Mánaðarlaun smiðs megagells 13.2.2021 10.6.2021 | 20:58
Biden og US. _Svartbakur 10.6.2021 10.6.2021 | 17:44
Er einhver % þak á staðfestingagjaldi á vörum eða þjónustu sem ekki fæst greitt til baka? Gunna stöng 9.6.2021 10.6.2021 | 16:25
Verður einhventíma tækni til að hringja í látna menn ? _Svartbakur 10.6.2021 10.6.2021 | 16:13
150 manna veisla - veitingar Brallan 9.6.2021 9.6.2021 | 22:44
Sjálfstæðisflokkur á brauðfótum ? _Svartbakur 6.6.2021 9.6.2021 | 20:07
Bókin; Bragð í baráttunni Bragðlaukur 3.6.2021 9.6.2021 | 14:00
Hver á Ísland ? Lukkuriddarar ? _Svartbakur 8.6.2021 8.6.2021 | 20:05
Auka vinna olla2 8.6.2021
Af hverju koma plágur ? Flactuz 1.6.2021 8.6.2021 | 15:52
Er bilun hjá fleirum VValsd 8.6.2021
Femínistar og hinseginaktívistar Hr85 8.6.2021 8.6.2021 | 10:31
Latibær DVD/VHS/Bók/Vörur ACFTheNerd 7.6.2021
Hvað er : Evrópusamband ? Flactuz 5.6.2021 7.6.2021 | 16:19
Askoll eB1 rafmagnshjól hesh 7.6.2021
Móðir Ingu Sæland: Inga skrökvar ekki Júlí 78 6.6.2021 6.6.2021 | 17:03
Þvottur anx 6.6.2021
Síða 1 af 49169 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, aronbj, vkg, karenfridriks, rockybland, Krani8, MagnaAron, ingig, Coco LaDiva, krulla27, superman2, Bland.is, anon, joga80, flippkisi, Gabríella S, mentonised