Söluhagnaður vegna íbúðar

rokkari | 19. nóv. '20, kl: 13:58:18 | 155 | Svara | Er.is | 0

Ég er að selja íbúð sem ég hef átt í mörg ár en ekki búið í henni lengi heldur hefur hún verið í útleigu innan fjölskyldunnar. Nú er ég að setja hana á sölu og er að reyna að afla mér upplýsinga um hvort ég þurfi að greiða skatta af söluhagnaði eða ekki. Og ef já, þá hvort það gildi þá reglan um að ef ég fjárfesti með söluhagnaðinum í annari eign innan tveggja ára þá þurfi ég ekki að borga? Er að reyna að skoða upplýsingar um þetta á netinu en finnst þær misvísandi.

 

Júlí 78 | 19. nóv. '20, kl: 14:21:05 | Svara | Er.is | 0


Lestu þetta:


"Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis, þ.m.t. búseturéttar, í eigu manns er mismunur söluverðs að frádregnum sölukostnaði og stofnverðs, þ.e. kostnaðar- eða kaupverðs. Tvennt getur haft áhrif til lækkunar á stofnverði. Annars vegar áður fenginn söluhagnaður og hins vegar skattfrjáls eigin vinna.

Eignarhaldstími styttri en tvö ár

Ef íbúðarhúsnæði eða búseturéttur er seldur og seljandi hefur ekki átt eignina í full tvö ár er söluhagnaðurinn að fullu skattskyldur.

Eignarhaldstími lengri en tvö ár

Ef seljandi hefur átt íbúðarhúsnæðið í full tvö ár er söluhagnaður af því skattfrjáls, svo fremi sem heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis í eigu seljanda á söludegi sé ekki meira en 600 rúmmetrar hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrar hjá hjónum. Stærðarmörk sem gilda fyrir hjón gilda jafnframt um sölu eftirlifandi maka á íbúðarhúsnæði sem var í eigu þeirra beggja fyrir andlát hins. Ef íbúðarhúsnæði fer umfram þessi stærðarmörk er söluhagnaður af þeim hluta sem umfram er alltaf skattskyldur án tillits til eignarhaldstíma, þó ekki þegar um er að ræða sölu á íbúðarhúsnæði sem var til eigin nota. Svo fremi að íbúðarhúsnæði sé til eigin nota eigenda þess skiptir rúmmál þess ekki máli að því er varðar skattskyldu á söluhagnaði. Síðastgreind regla gildir um sölu á íbúðarhúsnæði frá og með 1. janúar 2016.

Lækkun á stofnverði nýs íbúðarhúsnæðis/búseturéttar

Ef um er að ræða skattskyldan söluhagnað af íbúðarhúsnæði/búseturétti í eigu manns er hægt að óska eftir að söluhagnaðurinn verði færður til lækkunar á stofnverði íbúðarhúsnæðis eða búseturéttar sem keyptur hefur verið á sama ári og eldri eignin var seld. Sama á við um íbúðarhúsnæði sem hafin er bygging á. Þessi regla á við um íbúðarhúsnæði hér á landi, á EES svæðinu, í aðildarríkjum Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum."

https://www.rsk.is/einstaklingar/fjarmagnstekjur/soluhagnadur/

bfsig | 26. nóv. '20, kl: 16:45:50 | Svara | Er.is | 0

Ég held að skattalega séð sé krafan að þú sért með lögheimili í íbúðinni í X tíma, áður en þú getur selt hana og söluhagnaður sé skattfrjáls.
Þú getur einnig skráð lögheimili þitt í eignina og selt hana og fjárfest í annari íbúð innan árs að mig minnir (nenni ekki að lesa þetta að neðan)

Kynntu þér þetta vel, sendu bara á skattinn bréf og fáðu útskýringar, en held þú ættir að skrá lögheimili þitt í íbúðina sem fyrst, hvort sem þú býrð þar eða ekki.

rokkari | 28. nóv. '20, kl: 10:45:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ekki fært lögheimilið þangað þar sem íbúðin er í útleigu og verður þangað til hún verður seld. Mér finnst einmitt mjög misvísandi upplýsingar um þetta, hef lesið að maður verði að eiga heima í íbúðinni en svo líka upplýsingar á vefsíðu rsk eins og þær sem linkað er á hér að ofan þar sem það virðist ekki þurfa ef sameiginleg stærð húsnæðis fer ekki yfir einhver ákveðin mörk (sem ég er b.t.w langt undir, samanlögð stærð húsnæðið og að sama skapi samanlegt verðmæti nær varla meðalstærð eða meðal verðmæti húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu).

bfsig | 30. nóv. '20, kl: 23:18:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú getur, svo ég viti til, skráð lögheimili þitt á Bessastaði. Hver á að fylgjast með hvar þú býrð ?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Framhjáhald eða ekki? arnars75 1.12.2020 1.12.2020 | 15:29
Vantar grófan brandara Syra 24.6.2011 1.12.2020 | 13:55
Látum borgina móta borgarlínuna, en ekki borgarlínuna borgina _Svartbakur 30.11.2020 1.12.2020 | 13:31
EFG BIOeffect -húðdropar husfru 4.6.2010 1.12.2020 | 11:53
Fellahverfið skratti satans 22.3.2010 1.12.2020 | 11:29
friends komaso 20.8.2008 1.12.2020 | 11:29
Óska eftir stórum blendingshvolp helst tík Elskadýr99 21.11.2020 1.12.2020 | 11:27
Einelti i fjölskyldum bakkynjur 1.12.2020 1.12.2020 | 11:25
Mer langar að verða smiður Kisumamma97 11.11.2020 1.12.2020 | 11:24
Ertu einmanna um jólin? KollaCoco 16.11.2020 1.12.2020 | 11:22
70 mínútur Sigurjon01 18.11.2020 1.12.2020 | 07:15
Söluhagnaður vegna íbúðar rokkari 19.11.2020 30.11.2020 | 23:18
Áfengi og kolvetnasnautt mataræði Teralee 30.11.2020 30.11.2020 | 22:04
Kári ekki sáttur við forgangsröðun við bóluseetningu við Covid. _Svartbakur 29.11.2020 30.11.2020 | 21:57
Víðir með covid eftir gesti VValsd 29.11.2020 30.11.2020 | 21:34
Húsgagnaviðgerðir Sunnalitla 30.11.2020
Brotið postulín Sunnalitla 30.11.2020
Eru Íslenskir karlmenn orðnir að nokkurskonar Niðursuðuvöru ? _Svartbakur 30.11.2020 30.11.2020 | 20:07
Black Friday bylgjan ? _Svartbakur 27.11.2020 30.11.2020 | 19:56
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 30.11.2020 | 19:48
Júní 2021 bumbur OlettStelpa11111 17.10.2020 30.11.2020 | 19:47
Laufabrauðs steikingar hjálp skorogfatnadur 30.11.2020 30.11.2020 | 18:04
Kötturinn minn kom inn með fugl hannoghun1 29.11.2020 30.11.2020 | 14:45
Grunnteikning 1 Viðskiptavinur 29.11.2020 30.11.2020 | 13:24
Á einhver skothelt ráð við blöðrubólgu ? hagamus 22.11.2020 30.11.2020 | 13:22
kvennsjúkdómalæknir nokia04 30.11.2020
Ágústbumbur 2021 gitarstelpa 29.11.2020
Júlíbumbur 2021 Tvisturinn2021 19.11.2020 29.11.2020 | 05:43
PCOS/fjölblöðru eggjastokkar Auja123 29.11.2020
Ad missa barm. karlg79 28.11.2020 29.11.2020 | 02:29
ástandskoðun söluskoðun bíla rubiks 28.11.2020
Gamlir þræðir og comment NIB 29.10.2012 28.11.2020 | 19:12
Einhver að selja Hrukkustraujárn? elskum dýrin 28.11.2020
Einhver að selja Hrukkustraujárn? elskum dýrin 28.11.2020
Hvort skemmtileg i Berlin eða I Paris Frakkland ? Stella9 28.11.2020
Ísland að ná bestum árangri gegn Covid19 _Svartbakur 22.11.2020 28.11.2020 | 11:19
Ýsa Ýsa henningj 28.11.2020
Tilboð í íbúð Teralee 27.11.2020 28.11.2020 | 09:03
Júlíbumbuhópur leyndarmál89 4.11.2020 26.11.2020 | 21:43
Passið ykkur á tilboðum "Svartur föstudagur" _Svartbakur 24.11.2020 26.11.2020 | 21:30
Þvo í Reykjavík Boxi 30.5.2011 26.11.2020 | 19:08
Samningur í húsgagnasmíði bark 6.11.2020 26.11.2020 | 16:32
Dagur B þakkar sér góðan árangur í baráttu við Covid. _Svartbakur 25.11.2020 26.11.2020 | 15:16
Hvernig á að þrífa fitu af sturtugleri Gleðileg jól 2020 25.11.2020 25.11.2020 | 23:30
Utanlegsfóstur leyndarmál89 25.11.2020 25.11.2020 | 19:33
Uppruni táknmálsins :) Halakarta34 24.11.2020
Könnun fyrir Háskóla Íslands HaftorK 24.11.2020
Þrífa þurrkara? lovelove2 19.11.2020 23.11.2020 | 22:36
Sotware Of Life - mRNA - Gleðifregnir _Svartbakur 17.11.2020 23.11.2020 | 20:30
Hæ, ég var að fá skilaboð en get ekki svarað Andý 22.11.2020 23.11.2020 | 16:58
Síða 1 af 36391 síðum
 

Umræðustjórar: Coco LaDiva, tinnzy123, aronbj, anon, krulla27, rockybland, MagnaAron, vkg, superman2, Bland.is, mentonised, ingig, joga80, flippkisi, Gabríella S, Krani8