Sparanaðaráð

Mrslady | 26. maí '19, kl: 01:55:38 | 445 | Svara | Er.is | 0

Hvaða leiðir notið þið í sparnað? Allar uppástungur vel þegnar. Hvað mikið náið þið að spara á mánuði?

 

leonóra | 26. maí '19, kl: 08:03:27 | Svara | Er.is | 0

Gera sér grein fyrir hvar helstu útgjöldin liggja og ráðast þar til atlögu.  Þegar allir bjuggu heima var ég t.d. að kaupa ost fyrir háa fjárhæð pr mánuði enda ostur mjög dýr. Matur hefur verið stærsti útgjaldaliðurinn hjá okkur.  Held að mitt besta ráð hafi verið að hætta kaupum á skyndibita nema algjörlega spari og nýta afganga í nesti eða útbúa mér nesti  daglega í vinnuna.  Hvað hægt er að spara á mánuði er svo afstætt - fer eftir innkomu, útgjöldum og útsjónarsemi.  Þegar ég hafði sem minnst milli handanna setti ég mér það takmark að eiga alltaf ein mánaðarlaun inni á bók til að geta verið viðbúin óvæntum áföllum.  

saedis88 | 26. maí '19, kl: 09:50:46 | Svara | Er.is | 1

Við setjum fast 20þusund inná einn reikning. Annars liggur mesti sparnaðurinn okkar í að borga upp lán hraðar. Keyptum íbúð á síðasta ári og með mörg lán á henni. Af mörgum misjofnum kostum þá var það betra en að lenda í 40/50þus króna leiguhækkun. Þannig við erum að borga 2 lán a tvöföldum/þrefoldum hraða. Þegar þau klárast verður ráðist á næsta lán. Ef við værum ekki að borga þessi lán færi mun meiri peningur til hliðar. Fer alltaf inná bók sem lærir upphæðum í 3 mánuði. Hefur henntað okkur best

Splæs | 26. maí '19, kl: 12:27:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar hagkvæmara að borga bara upp eitt lán í einu en að dreifa niðurgreiðslunni á tvö. Þannig geturðu greitt lán upp hraðar því peningurinn sem losnar við uppgreiðslu á láni númer eitt getur þá farið í lán númer tvö og svo koll af kolli. Með því að greiða lánin hraðar upp lækkar vaxtakostnaðurinn.

saedis88 | 26. maí '19, kl: 21:40:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Erum eiginlega að gera það. Erum með 3 lán sem við ætlum að greiða hratt upp. Erum að borga inná það lægsta sem er einnig með hæstu vöxtunum. Inná hæsta og lengsta af þessum 3 lánum (15 ára lán) fer séreignasparnaður inná. Þegar lægsta lánið klárast (líklegast a þessu ári) þá förum við í miðju lánið.

Splæs | 26. maí '19, kl: 12:24:35 | Svara | Er.is | 2

Elda alltaf sjálf, kaupi ekki tilbúinn mat.

spikkblue | 29. maí '19, kl: 00:37:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarna geta legið mörg þúsund, ef ekki tugir þúsunda pr. mánuð í sparnað.

vigfusd | 26. maí '19, kl: 13:42:00 | Svara | Er.is | 0

Heildarútgjöld hjá okkur per mánuð er sirka 280þús og þá á eftir að reikna matarkaup/læknir/föt og fleirra. Útborgaðar tekjur hja okkur tveim er c.a 1-1.1m þannig að við náum alltaf vel að spara og safna. Erum með sparibók sem við förum ekki í sem við setjum 30-70þús á mánuði í. Einnig erum við með svona skyndisparibók eins og t.d þegar við fórum í siglingu 2017 notuðum við þá bók og söfnuðum 1m á nokkrum mánuðum. Svo erum við í vpv og þar legg ég 200evrur á mánuði og kærastan mín leggur 150evrur á mánuði. Það kerfi er læst í 5 ár en eftir það er hægt að opna bókina. Vpv er hugsað sem varasjóður þegar ég verð orðin gömul :)

NewYork | 29. maí '19, kl: 08:38:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er vpv ??

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

vigfusd | 1. jún. '19, kl: 21:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Www.vpv.de

NewYork | 2. jún. '19, kl: 12:30:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvaða plan ertu með- áttu link á það?

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

vigfusd | 2. jún. '19, kl: 20:50:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir hjá tryggingar og ráðgjöf geta veitt þér frekari upplýsingar. Ég skrifaði undir samning hjá þeim því þeir sjá um vpv á Íslandi.

Wilshere19 | 26. maí '19, kl: 14:58:43 | Svara | Er.is | 0

Hef fasta upphæð á kortinu mínu til framfærslu í upphafi hvers mánaðar. T.d. 100.000 kr. Um leið og ég fæ laun og sé að staðan er segjum 230.000 eftir útborgun, þá hendi ég 130.000 í sparnað. Með þessari leið get ég hugsað í búðinni sem dæmi "Viltu eiga 500kr í nammi eða nýrri íbúð?" og svo segi ég "ouch" og labba burt fra nammibarnum hahaha.

habe | 26. maí '19, kl: 15:00:13 | Svara | Er.is | 0

Sæl/l Mrslady.
Besta sparnaðarráð sem ég hef fengið, er að skrá allt sem eytt er í.  Sumum finnst gott að fá aðstoð frá forritum eins og Meniga við það, þá geturðu skráð kortin í það.  Meniga heldur svo utan um allar færslurnar sem fara í gegnum kortið og þú þar með séð í hvað er verið að eyða.
Kveðja Habe.

kaldbakur | 26. maí '19, kl: 19:40:25 | Svara | Er.is | 0

Ég held að það sé ágætt að setja sér markmið. 

HK82 | 26. maí '19, kl: 20:13:39 | Svara | Er.is | 2

Ég geri eftirfarandi til að spara.
1. Semja um bílatryggingar á hverju ári. Þarf yfirleitt að fara á milli tryggingafélaga í hvert skipti. Það hefur verið að spara mér allavega 20 til 30þús árlega.
2. Nota kreditkort með lágri heimild í stað Debetkort út af kortafærslum á Debetinu. Hef verið að spara mér milli 5þús til 7þús á ári.
3. Skyndibiti mestalagi 1 sinni í mánuði. Versla mest í Bónus.
4. Tek bensín hjá Atlantsolíu í hafnafirði. Það er mun ódýrara en hjá Olís eða N1. Er ekki með Costco kort því ég kaupi ekkert í Costco og það myndi ekki borga sig að vera með Costco kort bara fyrir bensín. Ég er að spara mér allavega 20þús í bensín yfir árið með þessu.
5. Ég er í VR stéttafélaginu og nota varasjóðinn fyrir gistingu í fríi, líkamsræktarkort, tannlækna eða læknaþjónustu.
6. Ég er að nota mest 5gb af neti í símann og er með netpakka samkvæmt því. Óþarfi að vera með endalaust net ef maður notar netið ekki mikið. Ég tengist Wifi heima og vinnunni og því hefur 5gd pakkinn dugað mér. Sparar mér 12þús á ári.
7. Sel hluti sem hefur enn notagildi og ég er hættur að nota í stað þess að láta það vera í geymslunni.
8. Kaupi ekki eitthvað sem ég þarf ekki á að halda. t.d. ég hef ekkert með 150þús króna tölvu að gera bara til að vafra á netinu og horfa bíómyndir. 80 til 100þús er alveg nóg.
9. Ekki kaupa nýjan bíl. Frekar nýlegan. Ég keypti 3 ára gamlan bíl í flottu standi sem ég prúttaði niður. Nýr kostar um 3 milljónir. Var sett á 3 ára bíl 1.700.000kr ég prúttaði niður í 1.200.000kr. Það tók mig 1 mánuð að finna bíl sem ég gat fengið á góðu verði. Þarna er munurinn 1.800.000kr á 3 árum eða 600þús á ári sem það kostaði fyrri eiganda að eiga bílinn fyrir utan rekstur á bílnum.. Það er svo mikið af bílum til sölu að það er hægt að finna bíl á góðu verði.
Ef þú ert ekki með bíladellu þá er alveg nóg að vera á bíl sem er 100 hestöfl eða minna. Móðir mín var á bíl sem var 140 hestöfl og hún notaði hann bara í búð og í vinnu. Því stærri vél því dýrari og eyðir meira ásamt dýrari bifreiðagjöld.
10. Sleppa heimasíma ef þú ert með gemsa. Óþarfi að borga fyrir bæði. Einnig að semja um internet fyrir heimilið. Einnig óþarfi að vera með endarlaust net þegar kannski 500gb er nóg. Þú getur fengið sundurliðun og þá sérðu hvert þú ert að fara yfir það. Ég fer aldrei yfir 300gb. Sparar mér um 20þús á ári.

Þetta telur allt saman þótt það séu nokkrir þúsundkalla fyrir net og einhverjir þúsund kallar þarna ;)

Öryrkjafýlumúslí | 27. maí '19, kl: 01:37:11 | Svara | Er.is | 0

Eitt sparnaðarráð sem virkar vel er að hætta að nota skattkortið þitt ef þú mögulega getur. Þannig safnast sú upphæð sem þú ættir að fá í persónuafslátt og þú færð hann greiddan út einu sinni á ári 56.5þúsx12 = 678þ sem er litið á sem ofgreiddir skattar. Með þessari leið er líka engin hætta á að þú eyðir þessu í eitthvað annað.

pepsitwist | 28. maí '19, kl: 16:39:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Virkar þetta? Er alveg 100% að þú færð persónuafsláttinn endurgreiddan að ári? Annars í raun góð hugmynd.

Yxna belja | 28. maí '19, kl: 17:25:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað. Það hafa allir sama persónuafslátt og fá hann endurgreiddann hafi þeir ekki notað hann en á sama tíma greitt skatta. En ég myndi ekki kalla þetta gott sparnaðarráð. Peningarnir eru á litlum sem engum vöxtum og gætu auðveldlega unnið betur fyrir þig (t.d. með því að greiða niður skuldir í hverjum mánuði eða leggja í sparnað)

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

pepsitwist | 28. maí '19, kl: 23:37:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fannst þetta bara áhugavert...Hafði ekki heyrt um að fólk væri að "nota" persónuafsláttinn til að spara.

spikkblue | 29. maí '19, kl: 00:40:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tæknilega séð væri samt skynsamlegra að leggja fyrir upphæðina sem nemur persónuafslættinum í hverjum mánuði. Setja þetta inn á sparnaðarreikning, helst lokaðan sem gefur einhverja smá skítavexti. Eða fjárfesta í verðbréfasjóði. Eða nota þetta til að greiða niður húsnæðislán og gera það í hverjum mánuði.

Kaffinörd | 27. maí '19, kl: 02:00:54 | Svara | Er.is | 0

Mitt besta sparnadarrád er ad skammta sér x upphæd á dag t.d. 3500 eda 5000kr(bý einn) og þá fór ég t.d. ad fatta hvad ostur er fokdýr,dýrt íslenskt grænmeti og spara eins og ég get ad nota bílinn. Kaupi ekki dósamat nema túnfisk því afgangurinn skemmist fljótt eftir ad dósin er opnud og alltof stórar fyrir 1 í heimili. Vera duglegur med naglasúpumatargerd og kaupa inn í kringum einhverja vöru í ísskápnumsem þú þarft ad klára. Túnfiskpasta og kjötsúpa eru dæmi um naglasúpumat. Vera med síman uppivid í matarinnkaupum og lesa á allar verdmerkingar og skrá þad nidur á vasareikni. Verdur medvitadur um neysluna í búdinni og fljótur ad átta sig á kassanum ef hillu og kassaverd stemmir ekki saman. Og svo skráir madur eydsluna í síman jafnnódum og afgangur dagsins færist yfir á næsta dag og þá stækkar eydslusjódurinn.

malata | 29. maí '19, kl: 01:03:38 | Svara | Er.is | 0

Fullt af góðum ráðum hér. Það sem virkar hjá mér:
- Borða mest heimatilbúnan mat
- Eftir að maður fær útborgað, borga reikningana og svo setja til hlíðar allt umfram td 100þ eða 150þ (veltur á hve margir þið eruð á heimilinu og hve mikið er eytt). Þá er minni áhætta að kaupa bara eitthvað því maður er ekki með pening á reikninginn. Ég er með sparireikning þar sem pening eru ekki laus í viku eftir að það er búið að leggja inn (miklu betri vextir en enga alvöru áhætta heldur að vera "blocked").
- Ekki fara í búðir bara til að skemmta sér - maður endar alltaf með að kaupa eitthvað bara svona.
- Reyna að gera ódýra hluti frekar en það sem kostar með börnin og vinir - göngutúra, leiksvæði úti í góðu veðrinu, heimaboð, heimabíó...

noseries | 30. maí '19, kl: 14:19:13 | Svara | Er.is | 0

Við naum að spara umm 250.000 a manuði gætum hæglega farið upp i 500.000 en við leyfum okkur allt... Leggum fyrir 250.000 stundum.minna. leggjym inn a bornin sitthvorn 10.000 kr En við borðum að.mestu heima og gerum matseðil

kaldbakur | 30. maí '19, kl: 14:25:43 | Svara | Er.is | 0

Stoppa í sokka þegar gat komið.  ?

leonóra | 3. jún. '19, kl: 15:34:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahaha  kaldbakur þú ert stundum svo mikill Leppalúði.  En þetta er samt gott sparnaðarráð hjá þér.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Já Dagur B Eggertsson er einn froðukjaftur. jaðraka 27.9.2023 24.11.2023 | 21:31
þrif á hansagardínum Metrola 25.7.2005 24.11.2023 | 02:47
kínamatur í köben, comment handa mér lady 11.9.2013 23.11.2023 | 10:57
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 21.11.2023 22.11.2023 | 03:51
Matareitrun fishermansfriend 3.6.2007 21.11.2023 | 11:21
Nýr lýtalæknir skranprinsessan 20.11.2023
Pústviðgerðir Lilith 4.1.2012 20.11.2023 | 07:56
Hyundai stepwgn Kormákur Breki 20.11.2023
Flugvöllur í Hvassahrauni jaðraka 9.11.2023 19.11.2023 | 16:46
Screen Printing Kit set nörd2 18.11.2023
Sorphirða í Reykjavik jaðraka 20.10.2023 17.11.2023 | 09:39
Norskunámskeið??? alm1989 10.5.2012 15.11.2023 | 07:37
Júní 2024 bumbuhópur Herra hvutti 14.11.2023 15.11.2023 | 07:19
Ee sikorwawa 14.11.2023
Ee sikorwawa 14.11.2023
HJÁLP - LEIKRITSGREINING valurhvalur 13.11.2023
Versti Forsætisráðherra Íslands frá upphafi Hauksen 11.11.2023 13.11.2023 | 21:05
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 13.11.2023 | 04:35
Einhver game? juferta 13.8.2007 13.11.2023 | 04:34
"Gosinu" við Grindavík er lokið jaðraka 12.11.2023 12.11.2023 | 15:01
Sala á uppstoppuðum fugl FJ-101 2.11.2023 12.11.2023 | 08:52
Nýtt fangelsi??? amma Hulda 25.9.2023 9.11.2023 | 11:48
Hvar fæ ég mjóar og langar ljósaperur? olla2 4.11.2023 8.11.2023 | 07:42
Langalangafi eða -amma hillapilla 25.2.2013 8.11.2023 | 07:12
Dofi í höku og kinnum olla2 7.11.2023 8.11.2023 | 04:47
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 8.11.2023 | 04:44
Hverng væri að allir reportuðu þann sem er Mswave 4.11.2023
Reynsla af uppeldisráðgjöf eða foreldrafræðslu? dagbjortosp 1.11.2023
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 1.11.2023 | 13:31
Tjón, húseigendatrygging eða? adrenalín 31.10.2023
Sojalesitín Gallía 7.6.2011 31.10.2023 | 11:22
Síða 6 af 48009 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Hr Tölva, paulobrien, Guddie