Spurn til fólks sem notar ofnæmi sem afsökun (gæludýr í strætó)

Tjelsí | 28. feb. '15, kl: 08:16:28 | 2041 | Svara | Er.is | 10

Ef þetta er ekki vesen í öllum þeim löndum þar sem gæludýr eru leyfð í strætó, af hverju ætti þetta að vera vesen hér?



Ég er BARA að spurja þá sem nota ofnæmi sem afsökun, ekki þá sem halda að íslensk gæludýr muni haga sér illa.


Komið með GÓÐ rök.

 

UngaDaman | 28. feb. '15, kl: 08:33:13 | Svara | Er.is | 19

Af hverju þarf fólk að koma með rök? Hver þykist þú og hin eiginlega vera? 


Það er margt sem gengur upp úti en ekki hér, verðum við að vera eins og allir aðrir?


Ég er með því að leyfa gæludýr í strætó, með því skilyrði að fólki stafi ekki ógn af þeim. S.s ef það koma upp einhver svoleiðis tilfelli að þá megi vísa dýrinu frá.  En þetta gæti verið misnotað eins og hvað annað hérna.


Hinsvegar finnst mér fáranlegt að krefjast þess að fólk komi með rök hversvegna það er ekki með því að leyfa gæludýr í strætó, systir mín er t.d mjög hrædd við hunda og ketti og tæki þetta aldrei í mál. Rökin geta verið svo mörg og misjöfn og eru ekki að fara breyta miklu hjá öðrum. Nema þá að skapa eldfima umræðu.

Tjelsí | 28. feb. '15, kl: 08:44:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Þú hefur ekki lesið nógu vel. Ég bað um rök frá þeim sem nota ofnæmi sem afsökun. Og slakaðu á, fólk þarf ekkert ð svara frekar en það vill. Ég er ekki að beina byssu að neinum og neyða til að svara hér.

UngaDaman | 28. feb. '15, kl: 08:53:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Hvað meinarðu nota ofnæmi sem afsökun? Að fólk sé að ljúga?

Tjelsí | 28. feb. '15, kl: 10:02:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Nei.
Þegar fólk heldur því fram að ofnæmi fólks sé góð ástæða fyrir að leyfa ekki gæludýr í strætó, en gerir sér ekki grein fyrir því að gæludýr eru leyfð nánast allsstaðar annarsstaðar án þess að fólk látist úr ofnæmi. Mig langar bara að vita rök þess að það yrði eitthvað öðruvísi hér.

Ellert0 | 28. feb. '15, kl: 10:33:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Þó að hlutur sé gerður annarstaðar þýðir ekki að það sé endilegar góður eða réttur hlutur. Heldur þú virkilega að fólk sem þjáist af ofnæmi bara hætti að þjást af því fyrir galdra því að staðsetningin er strætó en ekki eitthverstaðar annarstaðar?

Þessi spurning þín er bara of vitleysisleg til að þú sért að spyrja þetta í sakleysi þínu, ert þú einungis að reyna að stofna til illinda hér og ætti þráðurinn sem slíkur að vera tilkynntur fyrir það.

raudmagi | 28. feb. '15, kl: 17:46:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér finnst þetta alls ekki vitleysisileg spurning og ég væri alveg til í að vita af hverju þetta ætti að vera eitthvað meira mál hérlendis.

EvaMist | 2. mar. '15, kl: 09:41:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Spurningin gerir ráð fyrir því að fólk ljúgi til um ofnæmi.

Tjelsí | 2. mar. '15, kl: 12:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æj þegar ég les yfir þetta aftur þá sé ég að þetta geti misskilist, ég meinti ekki að fólk sé að ljúga til um ofnæmi, heldur þá sem nota ofnæmi sem góð rök fyrir að leyfa þetta ekki.

EvaMist | 2. mar. '15, kl: 15:01:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ok þá skal ég svara þér. Ég hef síðustu ár fengið ofnæmi fyrir dýrum og reyni að lágmarka umgengni mína við þau eins og ég get. Hinsvegar var ég í nokkra mánuði í Noregi og sá einn og einn hund í lest eða strætó og það var allt i lagi mín vegna því ég settist þá eins langt frá og ég gat og það slapp að mestu.

Hinsvegar treysti ég bara ekki íslenskum hundaeigendum því svo ótrúlega margir hér hafa hundana sína lausa og virðast bara ekki geta farið eftir reglum. Þess vegna myndi ég aldrei skrifa undir samþykki um hundahald í strætó. Miklu Meira heldur en vegna ofnæmisins. Það eru bara illa upp aldir hundar út um allt. Í fyrra var t.d. Stór hundur laus fyrir utan matvörubúðina hérna í hverfinu, það hefur ráðist á mig hundur þar sem ég var að skokka og bara í gær hjólaði ég framhjá konu sem þurfti að hafa mikið fyrir því koma í veg fyrir að brjálaðri hundurinn hennar stykki á mig og hann var alveg kolvitlaus alveg þangað til ég fór úr augsýn. Og hún skammaði hann ekki einu sinni samt.

magzterinn | 2. mar. '15, kl: 21:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nákvæmlega, ég held að slæm hegðun margra hundaeigenda hér sé ein helsta ástæða þess að fólk er á móti þessari tillögu. Ef að það er ekki hægt að virða reglur um að hafa dýr í taumi þar sem er ætlast til þess og hirða upp skítinn eftir þá, af hverju ætti maður að gera ráð fyrir því að umgengni um strætisvagna væri eitthvað betri?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

raudmagi | 3. mar. '15, kl: 13:14:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hundaþjálfun felst ekki í skömmum. Og í þessu tilfelli þar sem hundurinn er ofur stressaður hefur þessi kona kannski gert allt rétt. Kannski hefur þessi hundur verið alinn upp við skammir og öskur og hefur orðið mjög stressaður af því og er núna kominn í hendur einstaklings sem veit eitthvað um hundaþjálfun og var að byrja. Það er ekki skemmtilegt að mæta brjáluðum hundi en það er erfitt fyrir ókunnugann að dæma um hvað sé í gangi.
Aftur á móti held ég að við Íslendingar séum ekki með þjálfunina á hreynu og þar held ég að æsingur og ofbeldi sé ALLS ekki lausnin.

EvaMist | 3. mar. '15, kl: 16:08:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok en hvernig á hundurinn að vita að hann er að gera rangt ef konan gerir ekkert annað en ríghalda í dýrið?

Alpha❤ | 3. mar. '15, kl: 16:26:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það þýðir ekkert að skamma svona á eftir eða á meðan. Það þarf að komast að því hvað triggerar dýrið og stoppa það áður en það gerist með því að beina athyglinni á annað.

EvaMist | 3. mar. '15, kl: 16:40:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hundurinn var algjörlega snælduvitlaus því hann ætlaði að ráðast á mig. Hvað á þá að gera?

raudmagi | 3. mar. '15, kl: 18:37:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til þess að vita hvað á að gera þarf í fyrsta lagi að þekkja hundinn og í öðru lagi að kunna aðferðir til að þjálfa hann í réttri hegðun. Það er ekkert víst að þessi tiltekna kona hafi vitað hvað hún ætti að gera, ég hef ekki hugmynd um það. Það sem á að byrja á að kenna hundum er að ganga fallega í taum og það getur komið í veg fyrir mörg hegðunarvandamál. 

EvaMist | 3. mar. '15, kl: 23:56:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta styður bara að allskonar fólk er með hunda sem það kann ekkert á.

Alpha❤ | 4. mar. '15, kl: 20:11:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er nefnilega málið, hundar hjálpa ótrúlega mörgum (eða gæludýr bara almennt). Enda heimilislaust fólk erlendis, fatlað fólk hér og annarrsstaðar og fólk með geðræn vandamál sem fá sér hund sem félaga og vin. 

ny1 | 28. feb. '15, kl: 12:56:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

uh.. það er allt samt allt annað.. víðast hvar er hægt að forðast dýrin þar sem þau eru ekki í návist mans.. hinsvegar er ekki hægt að forðast þau í lokuðu rými eins og strætisvagni

gorbatöff | 28. feb. '15, kl: 13:28:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

gæludýr eru ekki leyfð allstaðar erlendis, ef það er það sem þú ert að halda fram.

fálkaorðan | 28. feb. '15, kl: 14:12:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Aldrei komið til Berlinar?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 14:31:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 17

Berlín er náttúrulega allur heimurinn.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:34:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Berlín er risastór og gott dæmi um hvernig almennileg meðferð með dýr fer með fólk, þ.e. þarna búa ógeðslega margir og enginn deyr á hverjum degi af því að það labbaði hundur með hár útum allt framhjá.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 14:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Nei enda hef ég ekkert sagt um það og er ekki með ofnæmi, langar samt ekki að hafa hunda í stræto.
En málið er að það var verið að gefa í skyn að þetta mætti nánast allstaðar annarsstaðar í heiminum, einhver einmitt tiltók þetta væri ekki allstaðar erlendis og þá kom "aldrei farið til Berlínar" eins og það sé eini staðurinn í heiminum.. alveg hægt að finna stað þar sem þetta er ekki leyft og segja "Aldrei komið til Bleblelands?"

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:39:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég skil hvað þú meinar, en Berlín er bara það nálægt okkur að kannski tiltekur fólk það frekar en að tala um t.d. hvernig hlutirnir eru í USA eða Ástralíu.

Ísland er alveg pottþétt mjöööööööööög sér á báti þegar kemur að þessu, alveg hundraðogtíuprósent!

En ég get ekki fullyrt það fyrir víst þar sem ég hef ekki komið til allra landa í heiminum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 14:41:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Held þú hafir ekki fattað... Berlín er gott dæmi til að nota máli sínu til stuðnings.. ekkert út á það að setja ;)
En þegar verið er að tala um "allstaðar í heiminum/næstum allstaðar í heiminum nema íslandi" og svo er Berlín slengt þar inn eins og alheiminum einum.. það var bara hvernig það svar var orðað fattaru.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:43:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jújú ég fatta þig alveg.

Ég held að þú fattir mig bara ekki. :)

En ég á stundum erfitt með að koma hlutunum almennilega frá mér svo að það er ekkert skrítið við það. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Andý | 28. feb. '15, kl: 14:48:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Ég var í NY um daginn og þar voru hundar útum allt. Meira en í Berlín (var þar fyrir ári) í borginni minni, sem kemnd er við Gauta, þar eru líka hundar útum allt. Ég fer oft til Danmerkur (að vísu tek ég sjáldan strætóa þar) og þar eru líka hundar útum allar trissur. Ég hef aldrei séð manneskju drepast, já og ég er sannarlega velsigld og víðförul kona! Hvað er eiginlega málið með Ísland þar sem þessi dýr mega helst ekki vera til nema í sveit eða sjónvarpinu?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 14:56:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ehmm ég er EKKI með ofnæmi! eins og ég hef tekið fram og er ekki á móti hundum í stræto vegna ofnæmis.
sagði líka að mér finnist fínt að taka fram borg sér til stuðnings en gat bara ekki annað en skotið á þar sem þetta kom pínu út eins og þetta væri nafli alheimsins.

En ég fór til NY fyrir 4 árum eða svo og varð ekki mikið vör við hunda, ekki meira en hér á Íslandi. Sá þá ekki neðanjarðarlestinni né í strætóunum sem ég tók. Svo mér finnst það ekkert eins og það sé eitthvað meiri hundamenning þar en hér. Ekki að segja að þetta sé ekki leyft, bara segja að ég tók ekki eftir neinum þar og veit að mamma hefði sagt eitthvað hefði hún séð þá.

Andý | 28. feb. '15, kl: 15:03:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

What, varstu ekki mikið vör við hunda í NY? Þar eru allir næstum því hommar OOG með hunda!!! Ég sá þetta svo mikið bæði á götum og torgum og eins heima hjá fólki. Það og það hvað göturnar í NY eru sjúklega hreinar (engir stubbar, drasl og hundakúkur) var eiginlega það sem kom mér mest á óvart. Fólk sem býr í NY hefur oft ekki tíma eða efni á því að eignast börn (dýr borg) og þá fær það sér hund (dýra borg) Þetta lærði ég á meðan ég var þar

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 15:07:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég sagði að ég hefði ekki orðið vör við neitt meiri hunda en gengur og gerist á Íslandi. Talið nefnilega um Berlín og nú NY eins og það sé svo mikil hundamenning að þeir fari bara út um allt, séu út um allt, allstaðar.
Reyndar þegar ég var þarna úti var eitthvað mótmæli hjá ruslaköllum.. já það var sko ekki mjög hreint þá hahaha.Ruslapokar í könntum hér og þar, bjakk.
En ég einmitt tók ekki eftir miklu svona rusli eins og bréf og stubbar og ekki hundaskít. En ég tók eki eftir neinum hundum í neðanjarðarlestinni né stræto. Tók alltaf stræto inn á Manhattan.
En kannski hafa þeir með hundana bara ekki verið á ferð á sama tíma og ég. Mér fannst samt mesta snilldin td í stræto að ein manneskja þurfti ekki að borga fyrr en að strætobilstjorinn gat skipt seðlinum. Og NY búar voru bara mjögkurteisir og hjálpsamir, annað en mér hafði verið sagt þegar ég sagðist vera á leið til NY.

Felis | 2. mar. '15, kl: 08:14:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég bjó í dk (köben), það var aaaaaalgert undantekningaratriði ef maður sá hunda í almenningssamgöngunum (þó að þeir hafi verið leyfðir). Í raun tók ég mun minna eftir gæludýrum þar en ég geri hérna á Íslandi, og ketti sá ég bara aldrei þar. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 2. mar. '15, kl: 08:15:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En já einsog strákamamma segir þá er hundaskítur bókstaflega ALLSTAÐAR í Köben, það er hrikalega ógeðslegt. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:42:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

hér í dk er líka hundskítur útum allt...óbundnir hundar eru vandamál á leikvöllum þar sem dagforeldrar eru með ungbörn og risa hundar sem engin þekkir koma valsandi...  það er ekki bara best að hafa hunda allstaðar.


Hér er líka í fréttum allt uppí nokkrum sinnum á ári að hundur ráðist á barn og vinni því varanlegan skaða eða drepi það hreinlega.

strákamamman;)

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:40:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

væri gaman að skoða hversu margir þjóðverjar taki ofnæmislyf að staðaldri.


Nú hef ég búið á landamærum þýskalands og þekki ansi marga þjóðverja og ofnæmi meðal þeirra sem ég þekki er ansi algengt.

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 17:42:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það væri actually mjög áhugavert.

Ég þekki reyndar svo svakalega fáa í Þýskalandi að það er ekki mark takandi á því, en enginn af þeim er með ofnæmi, er það algengara en t.d. DK?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Alpha❤ | 28. feb. '15, kl: 18:04:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki mjög marga í þýskalandi og enginn með ofnæmi og þeir sem ég þekki segja að flestir eru með gæludyr.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 18:08:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég tók einmitt sérstaklega eftir því í þau skipti sem ég hef farið til Berlínar að það er nánast annar hvor maður/kona með hund.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:06:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

veit það ekki, en ofnæmi er líka mjög algengt hér í DK og líka allskoanr óþol.  það er ekkert bara íslenskt.

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 19:34:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri osom ef það myndi einhver rannsaka þetta.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Nói22 | 28. feb. '15, kl: 14:49:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Æi ertu ekki aðeins komin niður í smáatriðin þarna. Auðvitað geta verið einhver lönd sem banna þetta en ég þetta er samt leyft á öllum hinum norðurlöndunum eftir því sem ég best veit. Það sama með London, berlín, Róm, París. 


Það geta alveg verið einhverjar undantekningar en þetta er samt mjög algengt og þetta gengur yfirleitt vel þar sem þetta er leyft. Þannig að ég get ekki séð af hverju það ætti að verða eitthvað vandamál hér. 

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 14:57:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

En af hverju þurfum við að gera eins? Höfum við staðið okkur vel í öðrum hliðum hundahalds? Þeim stöðum sem ég hef verið erlendis hef e´g td ekki tekið eftir mikið af lausum hundum líkt og maðr gerir hér á íslandi né tók ég eftir mikið af hundaskít (en tek eftir því hér) og því efast ég um hversu vel þetta gengi hér á landi.
Nú nýlega er búið að vera frétt um póstburðakonu sem hefur 12 x verið bitin til blóðs af hundi hér á íslandi við að bera út póstinn!!

Nói22 | 28. feb. '15, kl: 14:59:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju ættum við íslendingar ekki að geta gert það sama og svíar? Erum við einhvern veginn allt allt allt öðruvísi en þeir?

Alpha❤ | 28. feb. '15, kl: 16:21:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

af hverju þurfum við að vera eins og norðulandaþjóðirnar með heilbrigðiskerfi? af hverju ekki bara að gera það allt einkarekið. Vera öðruvísi skiluru:) Svo endilega ekki breyta tannlæknaþjónustu í ríkisrekna heldur því við þurfum ekki að vera eins:) bara gaman að vera öðruvísi

AyoTech | 28. feb. '15, kl: 19:32:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Með því að leyfa hunum á mainstream staði eykst vitund um hundahald almennt og hundastaðlar geta hreint aukist vegna aukinnar vitundar. Við förum þá meira í átt til þess að ala þá rétt upp, taka upp eftir þá etc.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:44:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

hundar mega ekki vera í strætó hérna þar sem ég bý.....það er í DK. 


margir taka hundinn sinn með sér, sérstaklega ef hann er lítill, en það er samt bannað í innanbæjarstrætóum. 

strákamamman;)

AyoTech | 28. feb. '15, kl: 19:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki með strætó en í siðuðum borgum eins og Hong Kong sem er mjög hrein og þar sem milljónir fara um á hverjum degi eru hundar leyfði í mollum.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:46:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

í Hong Kong má líka sjá fólk skíta hjá strætóstoppistöðunum um leið og maður fer útaf aðal túrista stöðunum....

strákamamman;)

AyoTech | 1. mar. '15, kl: 10:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, hvaða bull er það, það sá ég aldrei!

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

fálkaorðan | 28. feb. '15, kl: 17:17:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enginn að halda því fram, en það er dæmi um stað erlendis þar sem dýr eru leyfð allstaðar.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Bevus | 2. mar. '15, kl: 00:11:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líka leyft í Danmörk , Spán , Ítalíu , Finnlandi , Noreg og fleiri stöðum

Alpha❤ | 28. feb. '15, kl: 16:17:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki bara berlín, vinur minn í munchen segir að þeir séu leyfðir allsstaðar nema kannski í matvöruverslunum. 

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 16:25:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í Þýskalandi máttu fara með hundinn þinn í matvörubúðir.

Ég var alveg steinhissa þegar ég sá það, fannst og finnst það alveg magnað!

Labba framhjá grænmetinu og einhver pæja að sortera tómata í poka og hundurinn í taumnum sínum stóð bara við hliðina á henni - ég gapti alveg.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:46:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

það finnst mér ógeð...  hef samt ekkert á móti hundum og passa oft hunda fyrir vini mína

strákamamman;)

Skreamer | 28. feb. '15, kl: 16:26:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í A'dam sér maður oft ketti á veitingastöðum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:35:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

alskonar er leyft annarstaðar sem er ekki leyft hérna....  og aumingja það fólk sem þarf að lifa með allskonar....ef það er ekki í lagi

strákamamman;)

Kaffinörd | 28. feb. '15, kl: 21:07:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eigum við þá ekki líka að benda á þau lönd sem banna fóstureyðingar eða leyfa ekki giftingar samkynhneigðra og taka þau lönd til fyrirmyndar ?

eradleita | 1. mar. '15, kl: 01:56:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég man aldrei eftir að hafa séð gæludýr þegar ég hef tekið strætó erlendis.  Hvar eru þau leyfð?

______________________________________________________________________________________________

svampur sveins | 2. mar. '15, kl: 09:29:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Fólk þarf nú ekkert að látast úr ofnæmi þó það valdi þeim miklum óþægindum. Af hverju má fólk ekki bara vera á móti því að leyfa gæludýr í strætó því það veldur þeim miklum óþægindum. Það eru nú fæstir að tala um að lifa ekki af en fólk sem verður fyrir óþægindum af þessu hlýtur bara að mega vera á móti þessu - annað væri nú frekja?

Alpha❤ | 28. feb. '15, kl: 12:44:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já fullt af fólki segir ekki satt í þessum efnum því miður

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 14:31:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En hvað með þá sem segja satt?

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:34:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er enginn sem segir satt, því þetta er ekki til.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 14:38:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er ekki til, ofnæmi fyrir dýrum?

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:41:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vissulega er til ofnæmi fyrir dýrum, en bráðaofnæmi, nei.

Þá er ég að tala um húsdýr, ekki býflugur, geitunga og slíkt sem stinga og spúa inn eitri í líkamann.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 14:43:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ertu læknir? Hvernig veist þú að ekki séu til tilfelli bráðaofnæmis fyrir dýrum? því það deyr enginn úr þannig? Eru mörg tilfelli dauða vegna bráðaofnæmis fyrir býflugum, geitunum eða þvílíku hér á landi? svo af hverju ekki bráðaofnæmi vegna húsdýra?
Farin að googla...

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:46:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, googlaðu.

Það þarf engan heilaskurðlækni til þess að fatta þetta samt, og gúggl hjálpar þér ekki, eða jú, gúggl getur alveg ábyggilega gefið þér einhverjar niðurstöður - í báðar áttir.

Haha!

En ef þú notar lógíkina og hausinn aðeins, þá ættir þú að fatta að dýraofnæmi væri gjörsamlega að tröllríða öllu og öllum eins og bólusetningarumræðan er að gera.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:48:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*ef það væri rétt.

Kláraði ekki setninguna...

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Skreamer | 28. feb. '15, kl: 14:46:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Jú reyndar, ég á systkini og systkinabarn sem eru þannig að ef þau koma nálægt vissri tegund spendýra þá sökkva í þeim augun og öndunarfærin byrja að lokast.  Það þarf ekki snertingu til, annað þeirra var nú bara kornabarn þegar þetta kom í ljós.  Sem betur fer ekki hundar eða kettir þótt vissulega sé systkini mitt líka með ofnæmi fyrir  hundum og köttum þá eru einkennin við því ofnæmi bara kláði og stíflað nef.  Svo ekki fullyrða svona nema að þú vitir það fyrir víst.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:47:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, ég fullyrði, því þetta er ekki bráðaofnæmi.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Skreamer | 28. feb. '15, kl: 14:55:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jú hið fyrrnefnda er bráðaofnæmi en ekki það síðarnefnda.  Hvernig skilgreinir þú bráðafnæmi?  Ég er líka með bráðaofnæmi fyrir ákveðinni matartegund, ég bólgna upp að innan, á erfitt með að anda, fæ verk í hjartað og svo niður eftir öllum líkamanum.  Auðveldara fyrir mig en þau að forðast ofnæmisvaldinn þó svo sem betur fer sé þeirra yfirleitt í búri í heimahúsum.

Ég er líka með ofnæmi fyrir sjálfri mér og það er banvænt ef ómeðhöndlað, þetta er nú ekkert sem neinn velur sér.   En ég er samt á því að það sé mikið um að fólki sem er illa við hunda og ketti á Íslandi og hugsa ég nú að það sé háværara en ofnæmisfólkið gegn því að þessi dýr fái að fara í strætó.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 15:00:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hið fyrrnefnda er þá sennilega vegna annarra húsdýra en hunda og katta, ég kann engar skýringar á muninum en það er hellings munur á.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Skreamer | 28. feb. '15, kl: 15:03:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég tók það fram að það væri vegna tegundar búrdýra.   Bráðaofnæmi er eitthvað sem fólk getur þróað með sér fyrir hverju sem er.  Það getur verið matur, dýr eða eitthvað annað.  Þekki eina sem getur ekki verið í sama húsi og einhver er að borða lax í, þótt hann sé ekki eldaður á staðnum.  Ferlega furðulegt..veit það vel en svona er nú lífið og því ekki hægt að fullyrða að ekki sé til bráðaofnæmi fyrir dýrum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 15:05:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru alltaf til undantekningar á reglunni, eigum við að leyfa þeim að stýra?

Mér finnst ekki.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Skreamer | 28. feb. '15, kl: 15:09:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er alls ekkert á móti því að dýr séu leyfð í almenningsvögnum, var einfaldlega að svara rangri alhæfingu þinni um bráðaofnæmi fyrir dýrum.  Það er nú bara þannig að hundar og kettir eru jafn óumflýjanlegur hluti af náttúrunni og blessað grasið.  Hef einmitt eins og þú og fleiri séð þetta ganga vel upp erlendis.  Hundahár geta vissulega orðið eftir í vögnunum en það geta þau líka ef farþegar eiga hunda.  Ég held að ofnæmispésar séu ekki vandamálið í þessari umræðu heldur fólk eins og félagi okkar sem "vill ekki þurfa að mæta þessum dýrum".

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 15:10:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er algjörlega sammála þér og þú mér greinilega.

Næs! :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 15:10:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég er allavega ekki að segja að það fólk eigi að fá að ráða en finnst pirrandi þegar einstaklingar sem gefa þetta upp sem ástæðu þess að þeir vilja ekki hunda í stræto þa sé það dregið í efa oghaldið fram sem staðreynd að þannig ofnæmi sé ekki til.

Og svo finnst mér alltaf jafn furðulegt hér á bland að þegar verið er að spyrja fólks álits á einhverju með eða móti þá verða sumir svo pirraðir yfir aðeinhverjir séu þeim ekki sammála að þeir hamast við að reyna að sannfæra þetta fólk eða draga þeirra ástæðu í efa.

Sé ekki þá sem eru á móti td aðdýr fari í stræto séu mikið að reyna að sannfæra hina um að vera á sömu skoðun, eru flestir að verja sig fyrir þeim sem vilja dýr í stræto.

Nói22 | 28. feb. '15, kl: 15:19:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Kannski af því að þessi ofnæmisrök eru svo svakalega algeng og bara alltaf skellt fram að fólk verður svolítið pirrað. Ég verð það allavega. Miðað við hvernig fólk talar að þá mætti halda að hálf þjóðin væri með það sterkt ofnæmi að það mætti ekki vera kattarhár í kílómeters fjarlægð frá því til þess að hálsinn á manneskjunni myndi lokast.


Svo sterkt ofnæmi er alveg ofsalega ofsalega ofsalega sjaldgæft en samt notar fólk það alveg út í eitt sem einhver rök til að banna dýr út um allt. Mér finnst það fáránlegt. 

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 15:42:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Kannski því ansi oft hefur verið jagast ífólki sem er bara ekki vel við dýr, vill ekki dýr, þolir ekki dýr osfrv. það sakað um að vera vondar manneskjur og jari jari jari. Skil vel suma (einhverjir segja nú samt satt) sem finnst auðveldara að segjast vera með ofnæmi en að þurfa að afsaka og útskýraaf hverju það þolir ekki dýr.

Nói22 | 28. feb. '15, kl: 16:24:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Af hverju ætti fólk sem þolir ekki dýr að eiga að ráða því hvort dýr fari í strætó? Ef að ég myndi ekki þola börn eða gamalmenni eða fólk sem notar ilmvötn/rakspíra eða unglinga etc. og etc. ætti það að koma í veg fyrir að þessir hópar fengju að fara í strætó?

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 16:36:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Það eru svona svör sem er einmitt ástæða þess að fólk vill ekki svara og notar þá frekar svör eins og ofnæmi.

Umræðan upphaflega snerist ekki um hver ætti að fá að ráða hvort dýrin fái að vera með í stræto eða ekki heldur hvort menn væru með eða móti því og fyrir því geta verið ýmsar ástæður. Svo var kvartað yfir að fólk segði ekki vilja því það væri með ofnæmi og þá kom umræðan um alvarleika og að margir væru að ljúga. Því benti ég á að það gæti verið einmitt þessi ástæða fyrir því að fólk vilji ekki segja satt, það einfaldlega langi ekki til að hitta hunda í stræto og ég bara skil ekki af hverju f´lk þarf alltaf að bera saman dýr og mannfólk saman. Við erum ekki sami stofn, þetta eru ekki afkvæmin okkar. Ég veit vel að fólk tengist þeim mjög nánum böndum og ekki síður en börnum sínum.. en þetta eru dýr!
Mér finnst allt í lagi að ræða hvort að dýr megi ferðast með stræto og það allt, eins og hefur verið bent á þá gengur það vel erlendis. En mér má samt alveg hafa þá skoðun að vilja ekki dýr í strætó..
hvort mitt álit síðan fái að ráða eða þeirra sem vilja fá dýr í stræto kemur síðan bara í ljós. Og ef það verður síðan einhvern daginn þannig að dýr fá að fara í stræto þá bara verður það þannig og ég tek því bara.

En þegar umræða er sett upp svona: Eruði meðfylgjandi eða mótfallin því að dýr fái að ferðast með stræto og af hverju..... þá erbara að leita eftir skoðun, ekki eftir því hvor hefur rétt fyrir sér og hvor rangt.. ekki verið að bera saman dýr við eitthvað annað.. bra einfaldlega.. viltu eða viltu ekki og af hverju!

Nói22 | 28. feb. '15, kl: 16:42:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það getur vel verið að þér finnist óþægilegt að fá gagnrýni en mér finnst það fullkomlega eðlilegt að hún komi fram. Það að manni sé ekki vel við dýr eru ekki rök. Ekki frekar en ef ég héldi því fram að það ætti að banna unglinga í strætó af því að mér væri illa við þá. Í borgum þarf fólk að díla við fleira en það sem er þægilegt. Það eru háværir nágrannar, hávaði af bílum, margmenni, dýr etc. Maður getur ekki bara lifað í einhverri búbblu þar sem ekkert sem manni finnst óþægilegt kemst nálægt manni.


Dýr eru eitt af því. og það að fólk á dýr. Og fólk vill ferðast með þau dýr þ.m.t. í strætó. 

 
strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:52:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

maður ber ekki saman fólk og dýr...það passar ekki.

strákamamman;)

Nói22 | 1. mar. '15, kl: 17:54:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Jú maður gerir það bara víst.

presto | 3. mar. '15, kl: 11:19:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Slíkt viðhorf er bara algjörlega út í hött og lýsir mikilli mannfyrirlitningu. Það kallar ekki á samúð hjá almenningi.

Nói22 | 3. mar. '15, kl: 15:31:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvaða almenningi? Þér? Ekki tala fyrir alla landsmenn.


Auðvitað eru margir sem finnst það að bera saman mannfólk algjörlega út í hött. En það eru aðrir á annari skoðun. 

kauphéðinn | 4. mar. '15, kl: 22:40:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mannfyrirlitningu?  Er þá viðhorf þitt dýrafyrirlitning. Mér finnst dýr miklu betri en fólk sem eru líka dýr. 

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 22:53:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sko það er enginn að segja til um hvort að rökin séu marktæk eða ekki.
Og ég er búin að segja oft að ég er ekki með ofnæmi og hef ekki haldið því fram, bara að segja að ég skilji af hverju sumir ákveða að gefa frekar það svar því einmitt þetta "það að manni sé ekki vel við dýr eru ekki rök" það eru rök fyrir mig. Það er verið að spyrja mig hvort ég sé með eða móti og ég er á móti og þetta eru mín rök. Og þú segir að það sé ekki nógu góð rök því margt í þjóðfélaginu sé óþægilegt. Jahh mér getur fundist þín rök fyrir því að vera með dýr í stræto bara engin rök en ég er ekkert að segja það, ég virði þína skoðun og þitt álit.

Miðað við að það réðst á mig hundur, laus og enginn eigandi nálægt þegar ég var krakki og að hundur hafi líka ráðist á ömmu mína (hundurinn laus í nálægum garði, hún var heppin að vera þanig klædd að hann náði ekki að bíta heldur rann á klæðinu, en hann skellti henni í jörðina og eigandinn þurfti að berja hann af henni!) þá er mér bara meinilla við hunda og er frekar smeyk við þá og treysti þeim ekki.

Nói22 | 1. mar. '15, kl: 17:55:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

En af hverju ætti manneskja sem á dýr að missa það frelsi að geta notað almenningssamgöngur af því að þér er illa við dýr? Ættir þú þá ekki frekar að reyna að vinna í þinni hræðslu?

Rubina | 1. mar. '15, kl: 22:32:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Fyrst og fremst eiga hundar ekki að ganga lausir en það er allt of algengt. Ég er sjálf skíthrædd þegar hundur kemur hlaupandi að mér ekki í ól en ég hef verið bitin af hundi svo eg treysti ekki ókunnum hundum fyrir fimm aura.
Varðandi hræðslu á hundum þá á t,d ég ekki að þurfa að fara á eitthvað hundahræðslunámskeið vegna fólks sem getur ekki eða nennir ekki að passa hundana sína betur en því miður er það allt of algengt.

Nói22 | 2. mar. '15, kl: 03:42:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hver er að tala um að hundarnir yrðu ekki í ól?

Rubina | 2. mar. '15, kl: 21:56:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af þvi að það er staðreynd að ákveðin hluti fólks getur ekki farið eftir reglum.

Nói22 | 2. mar. '15, kl: 21:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Auðvitað. En fólki yrði varla hleypt inn nema vera með hundana í ól. Ég er nú hundamanneskja en ég myndi aldrei taka það í mál að þeir væru lausir í strætó. Það býður líka hættunni heim að þeir mígi og svona ef eigandinn hefur ekki algjöra stjórn á þeim.

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:50:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

uhh...já!


auðvitað eigum við að leyfa þeim að stjórna.   Hvort skiptir meira máli, líf og heilsa þessa fólks eða gæludýr í strætó?   Mér finnst eiginlega merkilegt að þetta skuli vera einhver spurning í hugum fólks

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 15:01:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef líka fengið bráðaofnæmi sjálf vegna flogaveikilyfja sem ég þurfti að taka - við öðru þó.

Svo ég þekki það vel hvernig bráðaofnæmi kemur fram.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Skreamer | 28. feb. '15, kl: 15:05:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Bráðaofnæmi getur komið fram á mismunandi hátt en einkennin eru bráð og svæsin.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 15:06:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama ferlið þó yfirleitt, annaðhvort öndunarfæri eða hjarta- og æðakerfi fer í fokk.

En ég spyr eins og ofar, eigum við að láta undantekninguna sem sannar regluna að stýra heiminum?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Skreamer | 28. feb. '15, kl: 15:48:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þegar slíkar reglur eru búnar til fer það oftast eftir algengi vandamálsins.  Bráðaofnæmi (lífshættuleg ofnæmisviðbrögð) við hundum er það sjaldgæft að vandamálið ætti ekki að vera stórt.  Þá er spurningin sem fólk ætti að spyrja sig að vera sú hvort ætti að vega þyngra, réttur gæludýra til að fara í strætó eða réttur 10% þjóðarinnar til að geta farið í strætó án þess að upplifa óþægindi vegna ofnæmis.  Og hversu stór hluti þessara 10% þjóðarinnar taka í raun strætó?

Kannski erum við að tala um að 2% þjóðarinnar taki strætó að staðaldri og sé með þetta ofnæmi.  Getum alveg gefið okkur að þessi sömu 2% séu að finna fyrir ofnæminu á öðrum vettvangi 2-3svar í viku.  Hversu algengt ætli það yrði að fólk færi með hunda í strætó?

Hversu mörg prósent þjóðarinnar ætli sé hrætt við hunda og eða ketti og vilji ekki hitta þá?  Giska á að það sé hærri prósenta.

Svo að mínu mati nei ég held að við eigum ekki að láta undantekninguna stýra heiminum, en það þarf að vera til úrræði fyrir undantekninguna.  Giska á að það eigi ekki að vera flókið.  Til dæmis held ég að það eigi að þrífa vagnana daglega, ef til vill væri hægt að leyfa gæludýr í strætó utan háannatíma.  Sem meikar sens líka fyrir dýrin að þurfa ekki að troðast undir í fullum vagni.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 16:29:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, eins og svo oft kemur þú með rosalega flott svar sem ég er alveg sammála.

En, við getum ekki farið eftir þessu litla smotterísprósenti sem um ræðir, það væri ömurlega ósanngjarnt gagnvart öllum hinum, já og er.

Alveg er ég viss um það að ef tilkynnt hefði verið fyrirfram að það væru tveir kettir um borð þegar ég flutti út, að einhver hefði neitað að ganga um borð og gert læti úr því og fleiri farþegar eflaust tekið undir og algjört chaos orðið til.

En það sem þetta fólk vissi ekki, það var einmitt að það væru tveir kettir um borð í fullri Airbus vél. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 14:58:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Öndunarfæri sem byrjar að lokast.. er það ekki bráðaofnæmi? Svo hvernig öðruvísi er bráðaofnæmi?

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 15:03:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef fengið bráðaofnæmi og jú það lýsir sér annaðhvort þannig eða þannig að hjartað gefur sig að hluta til eða öllu eftir ferli.

Það er enginn með bráðaofnæmi fyrir hundum og köttum.

Ég skal millifæra á þig milljón ISK ef þú getur sannað það, og ég meina það.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þetta er að verða þreytt hjá þér...þessi fullyrðing um að engin sé með bráðaofnæmi fyrir hundum eða köttum..ég hef séð þetta gerast 

strákamamman;)

einusinnivarkind | 1. mar. '15, kl: 09:26:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrsta málsgrein:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=48756

Helvítis
Máni | 1. mar. '15, kl: 12:33:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

held að maðurinn sem skrifi greinina sé með doktorsgráðu í líffræði. er hann þá ómarktækur?

Andý | 28. feb. '15, kl: 14:53:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Annar krakkinn minn er líka svona og afi hans og amma eru bændur. Hann tekur með sér ofnæmispillur í sveitina og er kannsi ekki hangandi inni í hesthúsum alla daga á meðan hann er þar. Þetta er mjög hvimleitt, hann er líka með mikið grasofnæmi og er hrikalegur á vorin, bólginn og flensulegur, stíflaður og rauður. BÖNNUM GRAS!


Kv., Ein snartjúlluð mamma

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Skreamer | 28. feb. '15, kl: 15:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ofnæmispillur duga skammt við fyrrnefnda ofnæminu, þar sem það er mjög brátt og oftast þegar þetta á sér stað þá vita þau ekki af ofnæmisvaldinum nálægt þar sem um er að ræða hljóðlátt búrdýr.  Lóritín er hins vegar viss lausn við hinu ofnæminu...s.s. upp að vissu marki, tek það fram að systkini mitt sem er með ofnæmi fyrir köttum býr í mikilli kattablokk og er bara með krónískt kvef vegna þess...er mikill dýravinur og vill ekki vera manneskja sem bannar kattahald, ekki einu sinni í eigin íbúð sem er leigð út.

Ég er ekkert inná því að banna dýr, var bara að svara Snjókorninu með fullyrðingu hennar um að það væri ekki til bráðaofnæmi við dýrum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

00x00 | 1. mar. '15, kl: 17:30:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já ég held að það væri bara best að steypa yfir allt gras, kötta hverja einustu hríslu niður .. og og bara alt kvikt í kringum okkur. STÖÐVUM OFNÆMI.

qetuo25 | 2. mar. '15, kl: 15:55:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha ha ha frábært :D Já thad á greinilega ad vera thannig á Íslandi. Annad er nú bara frekja!

Skreamer | 28. feb. '15, kl: 15:30:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er til en mjög sjaldgæft.  10% hafa ofnæmi fyrir hundum og sjálfsagt er eitthvað brot af þeim með bráðaofnæmi.  Fann eitt mál um bráðaofnæmi við hundum:

 

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 16:30:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það eru alveg örugglega innan við 0,5% sem bregðast svona við, jafnvel enn minna prósentuhlutfall en það.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

magzterinn | 2. mar. '15, kl: 21:16:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mmmm jú! Ég er með bráðaofnæmi sjálf fyrir köttum. Hálsinn á mér lokast og ég næ illa andanum. Byrjaði bara með "venjulegt" ofnæmi en það er orðið það slæmt að núna telst það sem bráðaofnæmi og ég þarf að fá epipenna. 

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:47:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ha?   Ég hef séð þetta gerast....manneskju koma inn í húsnæði þar sem köttur hafði verið 3tímum áður og setjast með okkur og fá sér vínglas eins og venjulega.   og byrja svo bara að bólgna í framan, augun hurfu á korteri og við urðuma ð hringja í sjúkrabíl því öndunarvegurinn var að lokast vegna bráðaofnæmis útaf kettinum...



strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 18:01:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alltaf þetta litla hlutfall og margir þættir sem spila með í sennilega.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Abbagirl | 28. feb. '15, kl: 18:04:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þar fór milljónkallinn.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 18:09:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahahahha neeeeh...

Engar sannanir komnar.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:11:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

hvernig væri bara að trúa því að fólk sé ekki fífl....og að ofnæmi sökkar og flest fólk gerir sér það ekki upp?   Afhvejru í ósköpunum skiptir það meira máli að gæludýr fái að fara í strætó en að fólk geti verið þar með góðu móti?   

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 19:37:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Tja, miðað við fjölda þeirra sem mögulega hafa þetta "bráðaofnæmi" og þeirra sem þurfa á sínum dýrum að halda til að mögulega halda áfram að lifa þá met ég það meira að fólk geti átt, séð um og ferðast með dýrin sín en hitt.

Prósentutalan segir alveg pottþétt líka til um það. Það er allavega mín sannfæring.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:41:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

en þeir sem deyja ekki heldur líður bara mjög illa mjög lengi...og þurfa kannski á lyfjagjöf að halda í töluverðan tíma eftir að hafa deild herbergi með hundi eða ketti...


gildir þeirra ofnæmi ekki því þeir deyja ekki

strákamamman;)

Andý | 28. feb. '15, kl: 19:46:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Gildir það hvergi að fullt af fólki þykir mjög mjög mikið vænt um dýrin sín?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:48:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

væntumþykja fólks fyrir dýrunum sínum þarf ekkert að vera minni þó svo að umrædd dýr fari ekki í strætó

strákamamman;)

Andý | 28. feb. '15, kl: 19:50:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. En það væri samt hentugra að gera ferðast með dýrið sitt og þessi grey gera engum mein

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Felis | 2. mar. '15, kl: 09:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

að fá alvarlegt ofnæmiskast er mein :-/

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

sigmabeta | 28. feb. '15, kl: 21:17:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það að fólk geti verið í strætó með góðu móti vs það að leyfa gæludýr í strætó eru ekki tvær andstæður sem útiloka hvor aðra. Það er alveg bæði hægt.

Felis | 2. mar. '15, kl: 09:23:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vinkona mín er með svona ofnæmi f. hundum. Hún er alltaf með adrenalínsprautur á sér 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

EvaMist | 2. mar. '15, kl: 09:48:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig veistu?

Andý | 2. mar. '15, kl: 09:58:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk hefur verið að viðurkenna það bæði hér og á fleiri stöðum. Svo eru þetta bara mjög dúbíus lýsingar þegar svona margir virðast þurfa að lifa ansi takmörkuðu lífi (vegna ofnæmis) á einni pínulítilli eyju

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

gorbatöff | 28. feb. '15, kl: 13:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ég er með mikið ofnæmi og vill ekki sjá dýr í strætó. Ofnæmi er engin afsökun, það er sjúkdómur sem getur verið mjög alvarlegur. Ég bý í Danmörku og hér eru ekki dýr í strætó nema með blindum, þá er gerð undantekning. Þannig að ég skil ekki alveg alhæfinguna þína um að þetta sé alls staðar leyft erlendis?

Ég þoli ekki þegar fólk gerir lítið úr ofnæmi eins og það sé einhver hégóma sjúkdómur, eða eitthvað sem fólk ætti bara að halda fyrir sjálft sig. Fólk með mikið ofnæmi finnur fyrir ofnæmisvaldinum löngu eftir að hann er farinn, jafnvel þótt væri búið að þrífa strætó. Ég er þannig. Ég fæ mikil útbrot og asma og útbrotin eru margar vikur að jafna sig.
Strætó er fyrir fólk, ekki dýr.

Silaqui | 28. feb. '15, kl: 13:47:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nú?
Ég var bara að horfa á mynd af íslenskum fjárhundi í strætó í Danmörku, tekna bara í þessari viku. Sá sem setti myndina inn á Facebook hélt því blákalt fram að hann hefði borgað barnafargjald fyrir hundinn og þetta gerði viðkomandi reglulega. Var það bara lygi?

bogi | 28. feb. '15, kl: 17:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég held að hundar séu leyfðir, hins vegar hitti ég sárasjaldan hunda í strætó í þessi 5 ár sem ég bjó þar.

Silaqui | 28. feb. '15, kl: 18:18:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þeir eru líka leyfðir í Hollandi en ég held að ég hafi séð svona tvisvar hunda í almenningssamgöngum þar, og það var í lest.
Ég hugsa að almennt sé fólk ekki að taka gæludýrin með í svona ævintýri, nema að það sé algerlega nauðsynlegt. Allavega finnst mér það afskaplega ósennilegt að sérstaða íslendinga verði á þann veginn að það verði varla þverfótað fyrir hundum, köttum og páfagaukum í vögnunum.
Hvað veit maður samt?

Silaqui | 28. feb. '15, kl: 18:20:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir eru líka leyfðir í Hollandi en ég held að ég hafi séð svona tvisvar hunda í almenningssamgöngum þar, og það var í lest.
Ég
hugsa að almennt sé fólk ekki að taka gæludýrin með í svona ævintýri,
nema að það sé algerlega nauðsynlegt. Allavega finnst mér það afskaplega
ósennilegt að sérstaða íslendinga verði á þann veginn að það verði
varla þverfótað fyrir hundum, köttum og páfagaukum í vögnunum.
Hvað veit maður samt?

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er kjaftæði....það var einusinni til hundafargjald...en það er ekeki til lengur.   en margir taka hundinn sinn með sér samt

strákamamman;)

Silaqui | 28. feb. '15, kl: 18:14:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var samt inn á fésinu í dag.

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:12:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá er viðkomandi að brjóta reglur....


ég hef meira að segja séð slíkt gert með blessun strætóbílstjórans

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 19:40:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nú á ég tvö systkin í DK og eiga bæði hund og ekkert vandamál að ferðast, þessi systkin mín kaupa sérstakan miða fyrir þá.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:44:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það má í lestina...en ekki í strætó lengur.   allavega ekki í innanbæjarstrætó, kannski þa´sem fara á milli bæja   iina stórköben svæðiðsins

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 19:57:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Systkini mín búa bæði í Köben, N og NV, og þetta má.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Felis | 2. mar. '15, kl: 09:29:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skv. Strákamömmu þá eru mismunandi reglur eftir sveitafélögum. 

Anyway þá voru gæludýr mjööööög óalgeng sjón í almenningssamgöngum í Köben og hundar alls ekki allstaðar (og alls ekki allstaðar leyfilegir). Þeir sem halda því fram eru bara að fara með eitthvað bull. Einu hundarnir sem maður sá ansi reglulega voru hundarnir sem útigangsrónarnir voru með og ketti sá maður nokkurnvegin aldrei. 


Merkilegt nokk þá var samt hundaskítur gjörsamlega allsstaðar - verulega ógeðslegt. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Silaqui | 2. mar. '15, kl: 12:29:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skv. Strákamömmu er þetta bara bannað. En miðað við aðra hérna inni virðist þetta vera mismunandi eftir sveitarfélögum. Þannig að það sem ég skrifaði var ekki bull, og þessi með myndina líklega ekki að laumast með hundinn heldur bara búandi annars staðar en Strákamamma.
Ég held að það muni ekki fyllast allt af gæludýrum í strætó þó það væri leyft. Enda ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að rúnta með þau í almenningssamgöngum ef fólk þarf þess ekki.
Það er miklu meira stress við að fara í strætó með hundinn (tala nú ekki um köttinn) en að fara á sínum eigin bíl. En þetta myndi auðvelda lífið fyrir þá sem eiga ekki bíla, þegar það þarf nauðsynlega að fara langa leið með dýrið.

Felis | 2. mar. '15, kl: 12:59:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er svosem ekkert brjálæðislega á móti þessu (en samt frekar á móti en með)
ég skil ekki alveg af hverju þetta er nauðsynlegt, sérstaklega ef fólk er hvort eð er ekki að fara að nýta þetta. 
Ég er neikvæðari fyrir þessu núna en ég var fyrir helgi, það sem breyttist var að ég las frásögn vinkonu minnar af því hvernig hún þurfti að láta frá sér hundinn sinn vegna ofnæmis og að hún þarf núna að vera alltaf með 2 adrenalínsprautur á sér ef ské kynni að hún fái kast og að verði hundar leyfðir í strætóum þá muni hún ekki vera tilbúin að taka áhættuna.

Án þess að þekkja það af eigin reynslu þá er rosalega mikið vesen að vera með svona ofnæmi og óþarfi, að mínu mati, að gera það enn erfiðara fyrir þessa sem eru með svona ofnæmi - þó að þeir séu kannski ekki margir þá finnst mér þeir vera rétthærri en dýrin í þessu tilfelli. 


En já sem kattareigandi þá myndi ég aldrei taka kisurnar mínar með í almenningssamgöngur, bæði þeirra vegna og líka vegna hljóðmengunarinnar sem fylgir þegar þessar elskur eru á ferð. Þyrfti ég að komast með þær eitthvert (td. til dýralæknis) og ég væri ekki með aðgang að bíl þá myndi ég frekar panta leigubíl. En ég held reyndar að þeir sem hafi ofnæmi fyrir köttum þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur, það er frekar hundaofnæmisfólk sem þyrfti að vega og meta áhættuna við að ferðast með strætó ef þetta verður leyft. 


En það væri magnað ef væri hægt að finna einhverja lausn sem að eykur frelsi dýraeiganda án þess að traðka á heilsu og frelsi þeirra sem eru með ofnæmi. Miðað við fréttir og annað undanfarið þá efast ég um að Strætó sé besti aðilinn til að finna slíka lausn. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Silaqui | 2. mar. '15, kl: 17:38:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mundu bara að þetta snýst ekki um dýrin per se, heldur fólkið með dýrin. Ss. hvor er rétthærri, hópurinn sem er með ofnæmið, eða hópurinn með gæludýrin. Eða kannski frekar: hvor hópurinn á að taka meira tillit til. Hvort það sé rétt að taka fullkomlega tillit til annars hópsins, en ekkert til hins. Það er nú í alvörunni spurning.
Ekki það að fyrir mér er þetta hreinlega spurning um hvað sé samfélagslega hagkvæmast. Þá má td spyrja sig hver er raunverulegu óþægindin af því að leyfa eða banna gæludýr (í strætó eða annars staðar). Hve útbreitt er td ofnæmi sem er svona slæmt? Nú eða hve mikil þörf er fyrir gæludýraeigendur fyrir að nota strætó? Er hægt að finna lausn sem tekur tillit til flestra, eða er það ómögulegt af því að það er ekki boðlegt fyrir jaðartilfellin?
Mér persónulega finnst umræðan um að fólk sé að gera sér upp sjúkdóm eða að það þurfi að vera við dauðans dyr til þess að það sé hægt að taka tillit til þess ekki vera gera neitt gott.
En mér finnst það heldur ekki vera gáfuleg rök að íslendingar séu svo spes, eða það sé svo vond lykt af gæludýrum, eða eitthvað í þessa átt.
Og, já ég er svo sammála um að Strætó ætti kannski bara að sleppa tilraunastarfsemi með öllu, í þessu máli sem og öðru. Allavega þetta árið.

Grjona | 2. mar. '15, kl: 21:08:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó hvað ég er sammála þér, sérstaklega síðustu tveimur málsgreinunum.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Felis | 3. mar. '15, kl: 08:30:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

fólkið sem hefur ekkert val ætti að vera rétthærra en fólkið sem hefur val. Það er aldrei tekið fullkomlegt tillit til hópsins með ofnæmið, svo að við getum sleppt því að hafa áhyggjur af því, og það er sjálfsagt að taka tillit til fólksins með gæludýrin en þó án þess að skerða lífsgæði ofnæmisfólksins enn frekar (að mínu mati). 


Þeim mun meira sem ég hugsa um þetta, þeim mun minni þörf sé ég fyrir dýraeigendur að geta farið með dýrin í strætó. Ég meina erlendis, þar sem þetta gengur svo rosavel skv. mörgum, nota dýraeigendur varla almenningssamgöngur - hver er þá þörfin, þeirra vegna, fyrir að leyfa þetta? Í Kaupmannahöfn þá sá ég mun oftar fólk úti að hjóla með dýrin sín; og dýrin þá í körfunni framan ám, í aftanívagni eða hlaupandi með; en í strætó eða lest. 


Helstu rökin fyrir því að leyfa gæludýr í strætóum sýnist mér líka vera að dýr séu svo krúttleg og að þau eigi að vera á sem flestum stöðum. Fyrri hlutanum er ég fullkomlega sammála - dýr eru (oft) hrikalega krúttleg - en þau eiga samt ekki heima hvar sem er (ekki síst þeirra vegna). 


Íslendingar eru ekkert merkilegri/ómerkilegri en aðrir, íslendingar eru eflaust ekkert líklegri til að vera með lífshættuleg ofnæmi en aðrir, og mögulega eru íslendingar ekkert verri gæludýraeigendur en aðrir. Íslendingar eru barasta merkilega mikið einsog aðrir. Svo að þau rök að íslendingar séu betri eða að útlendingar séu betri eru afskaplega léleg hvernig sem þau eru notuð. 


En það að þetta sé leyft erlendis eru líka léleg rök. Það að eitthvað megi annarsstaðar eru alltaf léleg rök. Það er eflaust líka fólk erlendis sem vill banna dýr í almenningssamgöngum og bendir á Ísland og segir "sjáiði þau! Þau kunna þetta - auðvitað eiga dýr ekki heima í almenningssamgöngum" og það eru alveg jafn léleg rök. 




En já strætó.... Ætti bara að einbeita sér að bæta verkferla í þeim verkefnum sem þeir sinna einsog er - en mér finnst mjöööööög líklegt að ástæðan fyrir að þeir gripu þetta á lofti núna er að þeim vantar good publicity og þeir eru að reyna að fá það ódýrt. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

presto | 3. mar. '15, kl: 11:24:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ósammála þessari uppsetningu, fólk fer ekki með hunda í vinnuna eða skólann (svona almennt séð) eða til lækni, að versla í matinn oþh. það er því ekki nauðsynlegt að vera með hundinn dagsdaglega á ferðinni. Það eru líka fleiri hagsmunaaðilar en gæludýraeigendur og þeir sem hafa ofnæmi eða óttast að  fá ofnæmi. Ég vil ekki hunda, ketti, kindur, geitur eða páfagauka hænsni í strætó nema þá ef dýrið kemst fyrir í handtösku og er borið  inn af eigandanum og hann hefur töskuna í kjöltunni. 

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 13:52:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Öh, hundar mega fara í allar samgöngur í Danmörku, meira að segja í flugvél - bara ekki til Íslands í farþegarýminu.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Andý | 28. feb. '15, kl: 14:20:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Færðu ofnæmi fyrir blindrahundum? Ég fór um daginn með blindum manni á kaffihús og hann var með hundinn sinn með sér. Enginn dó. Hvernig gerir þú í Danmörku, ertu með lífvörð með þér sem fer á undan þér og ath hvort the coast is clear?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

shithole | 28. feb. '15, kl: 14:51:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur þú ekki tekið leigubíl?

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:52:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu séð Bubble Boy?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

shithole | 28. feb. '15, kl: 14:53:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:54:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hún er Bubble Girl, frumsýning í apríl 2016.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

shithole | 28. feb. '15, kl: 14:57:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki hægt að skipta strætó dýr fara inn að aftann og svo plastgler à milli.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 15:01:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú hefðir einhverntímann búið í útlöndum ættir þú að vita að þannig er það í lestum og metróum, vissulega væri það hægt í strætóum líka, en erfiðara og óþarft.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

shithole | 28. feb. '15, kl: 15:08:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Èg tók lest í dk til swe fyrir 8àrum sá fólk og hunda:)
Allir sáttir.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 15:08:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

I know!

Það er osom!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Andý | 28. feb. '15, kl: 15:15:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Kannski sástu bara mig og Krúttmundu Dillirass! Við erum allavega alveg svona :D sáttar við að geta ferðast útum allt án þess að þurfa bíl :)

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

shithole | 28. feb. '15, kl: 16:35:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski :)
Þetta er lítill heimur.

shithole
Catalyst | 28. feb. '15, kl: 14:59:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað með manneskjuna með hundinn?

shithole | 28. feb. '15, kl: 15:02:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún fer líka inn að aftan , fylgir hundinum.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 15:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hundurinn keyrir auðvitað.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

shithole | 28. feb. '15, kl: 20:43:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

svona verður þetta:
http://postimg.org/image/5e41f7u7d/

qetuo25 | 28. feb. '15, kl: 16:39:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hundar eru víst leyfðir bæði í strætó og lest í Danmörku.

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:57:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki í Fynbus...  og ég hef bara séð blindrahunda í strætó í köben og suður jótlandi...hef samt séð hunda í lestum

strákamamman;)

qetuo25 | 28. feb. '15, kl: 21:19:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já ok, fynbus þekki ég ekki. Ég bý í Köben og hef gert í 14 ár. Hér eru allavega hundar velkomnir í strætó og hef ég sjálf nýtt mér það einstaka sinnum. Einu sinni fór ég með hann til dýralæknis í strætó. Og einu sinni fór ég með hann í sumarfrí til jótlands í lest. Einnig hef ég farið í strætó að kaupa mér nagdýr sem ég fór með í strætó heim í ferðabúri. Og kisuna mína hef ég líka farið með í strætó, bæði þegar ég keypti hana og þegar ég fór með hana til dýralæknis. En það er mjög sjaldan sem maður sér dýr í strætó hérna þótt þau séu leyfð. Held það yrði líka þannig á Íslandi ef þetta verður leyft.

lost in iceland | 2. mar. '15, kl: 05:40:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bjó í Danmörku og þó nokkrum sinnum hitti hunda í strætó og þeir voru greinilega ekki hjálparhundar. Kannski er það ólíkt eftir landshlutum en þar sem ég bjó voru þeir allavegana greinilega leyfðir. 

--------
Afsaka stafsetningarvillurnar. Er ennþá að læra að flýta mér hægt.

presto | 28. feb. '15, kl: 18:57:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svakalega gildishlaðin og fordómafull spurning. 

presto | 1. mar. '15, kl: 13:28:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Komþú með rök fyrir því að það þurfi einhverja "afsökun"

Andý | 28. feb. '15, kl: 10:46:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 23

Mér finnst eitt smá gaman og ég tek það fram að það er ekki bara í þessu samhengi; hvers vegna finnst Íslendingum alltaf fínt að bera sig saman við nágrannaþjóðir sínar en bara þegar það kemur að allskonar viðurstyggilegu og aldrei þegar kemur að framförum og góðum hlutum?

Og annað, þetta ofnæmisdrasl á Íslandi (sem greinilega er langt yfir meðallagi) er það vegna innræktunar eða bara lygi?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

UngaDaman | 28. feb. '15, kl: 10:56:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er svo lítil þjóð og samanburður ansi erfiður.


En hvað ofnæmi varðar, þá held ég persónulega að margir hverjir þori hreinlega ekki að mótmæla dýrum, hvort sem það er í strætó,leiguíbúðum eða annarsstaðar, noti því ofnæmi sem afsökun því það er erfitt að dæma það. 


En ef það myndi segja einfaldlega " Mér lýst bara ekkert á það að hafa gæludýr í strætó " án þess að rökstyðja það eða afsaka með einhverju móti, þá er dómharkan mætt á svæðið.


Ég gæti alveg haft rangt fyrir mér með þetta en eins og áður sagði þá er þetta aðeins mín persónulega skoðun á þessum málum. Því ofnæmi fyrir dýrum á Íslandi fer ekki framhjá nokkrum manni, þriðji hver maður er með ofnæmi liggur við. Finnst það svolítið einkennilegt eða við hérna óheppnasta þjóð í heimi!

Andý | 28. feb. '15, kl: 11:13:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Ég skil vel að fólk sé hrætt við dýr, ég er sjálf sjúklega hrædd við hunda (bílíf it or nott!) og það býr fólk og þar með talin börn í stigaganginum mínum sem frjósa úr hræðslu þegar hundurinn minn er á leiðinni út. Með mér og alltaf í ól. En dýr eru til og fyrir marga eru þau mikilvægari en margt annað – fólk verður bara að sætta sig við það, hvort sem maður er hræddur eða bara fastur með hausinn í rassgatinu. Þetta fólk sem er með sjúklegt ofnæmi það fær líka rauð augu og andnauð ef hundaeigandi sest inn í sama strætó og það. Ég finn hundahár í sófum hjá vinum mínum eftir að ég hef verið það eina kvöldstund, ég er með þetta í brjóstahaldaranum og á jakkanum hvert sem ég fer og líka þegar ég er hundlaus

Svo vil ég taka fram að ég bý í 500 000 manna borg þar sem flestir nota almenningssamgöngur á hverjum degi og fæstir eiga bíl. Svona einu sinni í viku er hundur í sama vagni og ég, samt er hundahald algent hér. Og aldrei hef ég séð neina manneskju drepast eða lenda í hundaslagsmálum í sporvagni. Bara aldrei.

Íslenska þjóð, ó hví ó hví eruð þið svona lúðó

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

fálkaorðan | 28. feb. '15, kl: 11:18:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nú eru ekki nema 6% með ofnæmi fyrir hundum. 


Það er svolítið annað en 33%

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

UngaDaman | 28. feb. '15, kl: 12:27:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þarna sérðu, 6 % , er sanngjarnt að 6% fái að ráða yfir alla hina? Þetta fólk hefur alltaf val um að sleppa því að nota strætó. 


Mér finndist meiri sanngirni í því en hinu, enda mikill meiri hluti sem um ræðir.

Snilld | 28. feb. '15, kl: 12:34:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég myndi bara bjóða þeim upp á ferðaþjónustu fatlaðra ef viðkomandi getur sýnt fram á ofnæmi af völdum dýra í strætó. 

Andý | 28. feb. '15, kl: 12:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er með kattaofnæmi sko en ég er ekkert í andnauð. Það væri gaman að sjá hver mörg prósent af þessum pósentum eru með ofnæmi sem háir þeim í alvöru

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

josepha | 28. feb. '15, kl: 14:11:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat. Smá nefrennsli er algengt t.d. 

ingei | 28. feb. '15, kl: 14:31:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þar af er ekki nema örfáir með ofnæmi sem er svo slæmt að það teljist til einhverra vandræða (miðað við svör hér á bland mætti samt ætla að 70% þjóðarinnar liggi í bælinu vegna hunda og kattaofnæmis). 


En í þjóðfélagi þar sem þessi dýr mega hvergi vera eða sjást að þá er í raun eðlilegt að ofnæmiskerfi fólks sé súper viðkvæmt, eitthvað sem væri ekki vandamál ef fólk væri að umgangast þessi dýr daglega. Í raun eru verstu mistök sem fólk gerir þegar það verður vart við smá ofnæmi að losa sig við ofnæmisvaldinn í stað þess að leyfa ofnæmiskerfinu að styrkja sig. 
Sama er með þessa sjúklegu hræðslu sem of margir eru búnir að koma sér upp og ala jafnvel upp í börnunum sínum, þetta kemur allt til út af reynsluleysi. 
Af sömu ástæðu eru svo of margir hundaeigendur sem kunna ekki að ala upp hundana sína því þetta eru oft borgarbörn sem eru jafnvel að sjá hund í fyrsta skipta (ekki bókstaflega) og hefur ekki hugmynd um hvað það er að fara út í, heldur var hvolpurinn svo hrikalega sætur og kjút. Það gleymist alveg að spá í eðli tegundarinnar og þroskastigin sem hundarnir ganga í gegnum og að það þarf viðeigandi aga.

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:35:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ónæmið er ekki vandinn, heldur attitjúdið hjá þessu fólki sem heldur að það eigi og ráði yfir heiminum.

Smáborgarar og pakk upp til hópa.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 17:57:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

mér finnst ósanngjarnt að réttur dýra til að vera í strætó vegi yngra en réttur fólks til að vera í strætó

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 18:04:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvað með það vægi sem það hefur t.d. fyrir veikt fólk að eiga dýr?

Ég myndi halda að það væri hærra prósentuhlutfall en hlutfall þeirra sem eru með þetta svokallaða "bráðaofnæmi" fyrir þessum sömu dýrum.

Fólk sem e.t.v. má ekki keyra bíl og þarf þess vegna að nota almenningssamgöngur.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:13:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

veikt fólk sem fær mikið útúr því að eiga dýr getur alveg átt dýr þó það taki þau ekki með sér í strætó.   og það er alveg sama hversu oft þú setur orðið bráðaofnæmi í gæsalappir, það verður ekki minna raunverulegt fyrir því.



strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 19:41:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið er bara að það er ekkert sem heitir bráðaofnæmi þegar kemur að köttum og hundum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

zkitster | 1. mar. '15, kl: 13:43:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Um leið og fólk er farið að þurfa að ganga með epi-pen þá er það almennt skilgreint sem anaphylaxis, bráðaofnæmi og það er líka til gagnvart loðdýrum þó það sé mjög sjaldgæft.
Hins vegar myndi manneskja með þess háttar ofnæmi fá kast af því að sitja við hliðiná mér í strætó og fólk sem er með það slæmt ofnæmi þarf yfirleitt að einangra sig dálítið og væri ólíklegri til að nota almenningssamgöngur. Allavega myndi eina manneskjan sem ég þekki með epi-pen fyrir hestum ekki nota strætó, það þarf ekki meira en að einhver hafi verið í hesthúsi fyrr um morgunin til að koma af stað kasti. Hann bara tæki aldrei sénsinn á almenningsamgöngum.  Þetta er bara einfaldlega ekki fólkið sem er til umræðu þegar þessi dýraofnæmi eru rædd. Fyrir þeim væri alveg jafnslæmt að sitja við hliðiná dýraeiganda.
Flestir sem ég þekki með mjög svæsin dýraofnæmi myndu alveg höndla strætóferð með dýri svo lengi sem það væru einhverjar smá reglur, engin dýr í sætum og jafnvel hægt að láta dýr fara inn aftast svo ofnæmisfólk gæti setið fremst. 

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

presto | 3. mar. '15, kl: 11:29:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju segir þú það? Ég hélt á sínum tíma að ekki væri til bráðaofnæmi fyrir kúamjólk  (því ég þekkti ekki slíkt, bara "venjulegt" kúamjólkurofnæmi) en svo kynntist ég barni sem var í bráðri hættu af bara snertingu við mjólk. Starfsfólk leikskóla barnsins tóku þetta bráðaofnæmi því miður ekki alvarlega og barnið lenti á spítala í bráðatilfelli vegna þess.
Mitt barn var með fæðuofnæmi (ekki bráða) og það skipti miklu máli að forðast ofnæmisvaldinn algjörlega (að borða hann) til þess að eiga séns á að LOSNA við hann.
Sjálf er ég með ofnæmi fyrir því dýri sem ég ummgekkst mest sem barn, fékk ofnæmið ekki fyrr en á unglingsaldri. Blessunarlega er dýrið það stórt að fáum dytti í hug að koma með það í strætó;) 

Alpha❤ | 28. feb. '15, kl: 18:07:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hver er að tala um rétt dýra? 

ny1 | 28. feb. '15, kl: 12:57:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en hvað með öll hin dýrin eða eiga hundaeigendur að vera einhver forgangshópur?

fálkaorðan | 28. feb. '15, kl: 14:14:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já ég vil fara með gæluhestinn minn í strætó.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

1122334455 | 28. feb. '15, kl: 20:27:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ég gælusvínið mitt.

tjúa | 1. mar. '15, kl: 01:04:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

mig langar í gælusvín en MAST sagði að ég mætti ekki flytja svoleiðis inn. Þá færi ég um allt í strætó því það yrði svo sætt að ég yrði að deila gleðinni. 

fálkaorðan | 1. mar. '15, kl: 10:16:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég mindi flytja í hverfið þitt svo ég gæti alltaf tekið strætó með þér með gæluhrossið mitt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvítis | 1. mar. '15, kl: 16:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar í gælubelju.

Verst að þær geta bara labbað upp stiga en ekki niður. :(

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 1. mar. '15, kl: 16:53:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef líka séð svona micro hesta, manni langaði til að taka þá upp eins og kött og knúsa þá, þeir voru svo rosalega litlir og sætir.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

boozled | 1. mar. '15, kl: 12:29:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langaði líka í svín og svo las ég mér um þessi teacup pigs. Maður þarf að passa að fá sér potbellied pig frá góðum ræktanda sem hefur ekki verið vannært eða innræktað og þau eru frekar high maintenance.


https://www.thedodo.com/whats-misleading-about-the-tea-843842300.html

mars | 28. feb. '15, kl: 11:29:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held að þetta geti alveg verið rétt hjá þér.

mars | 28. feb. '15, kl: 11:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Veit ekki. En ég veit það hins vegar að kettinum mínum var á sínum tíma bolað úr húsi í lítilli blokk vegna ofnæmis. Þar var móðir sem sagðist hafa þurft að fara með soninn á bráðamóttöku í ofnæmislosti um miðja nótt vegna kattaríns míns.
Það tók hana nú samt heila viku eftir að atburðurinn átti að hafa átt sér stað að koma og ræða við mig.
Kötturinn fór ALDREI á stigaganginn þannig að hann var aldrei í sameiginlegu rými.
Á þessum tíma var ég að vinna í Kattholti og kom því heim hvern einasta dag með kattahár og húðflögur af mörgum köttum þar sem í vinnunni fólst m.a. að snyrta kettina.
Ég þvoði líka vinnufötin mín í sameiginlegu þvottahúsi sem þessi móðir notaði líka (enda engin önnur þvottaaðstaða í húsinu)
Samt átti sonurinn að hafa lagast þegar kötturinn sem aldrei kom neitt nálægt honum flutti út úr húsinu en mamman vissi væntanlega ekki að ég vann í Kattholti;)
Ég þekki fólk með dýraofnæmi og hef alveg fulla samúð með því það er hundfúlt bara eins og allt annað ofnæmi.
Ég er t.d. með ofnæmi fyrir klór og get ekki notað sundlaugar, heita potta eða slíkt. Ég fer þó ekki fram á að allir íbúar í stigaganginum hjá mér sleppi því að nota klór í þvottahúsinu sem sumir gera alveg þótt það valdi mér einhverjum óþægindum.
Ég held að bráðaofnæmi gagnvart dýrum sé ekki algengt, yfirleitt sé frekar um óþægindi að ræða.

Humdinger | 28. feb. '15, kl: 12:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fólk þarf að færa rök fyrir máli sínu ef það á að taka tillit til þeirra sjónarmiða.
Það er ekki hægt að banna eitthvað ef það eru engin rök fyrir því að banna það. Svoleiðis virka hlutirnir ekki. Gæludýr í strætó verða leyfð ef það eru meiri og betri rök með því en á móti. Og öfugt. 


Fólk getur alveg sleppt því að færa rök fyrir því að leyfa ekki gæludýr í strætó en þá má það líka búast við að gæludýr verði leyfð í strætó.

josepha | 28. feb. '15, kl: 14:07:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Af hverju er fáránlegt að koma með rök? Það hljóta einmitt allir að hafa sínar ástæður, kjánalegt að vera á móti einhverju "af því bara". 

Arel | 28. feb. '15, kl: 08:34:27 | Svara | Er.is | 4

Ætli fólk sleppi ekki bara að nota strætóana, eins og hnetuofnæmisfólk sleppir því að fara út að borða. Ég er reyndar með ofnæmi fyrir köttum, en get alveg verið í sama húsnæði í klst, áður en ofnæmið verður mjög svæsið. Ég tek ekki ofnæmislyf því mér líður illa af þeim. En skiptir mig annars litlu máli. Nota strætó sjaldan. Hefði verið meira vesen út af dóttur minni sem var hrædd við hunda. Hef meiri áhyggjur af fólki í þeirri stöðu.

stars | 28. feb. '15, kl: 10:44:51 | Svara | Er.is | 5

haha sem afsökun?
Er með ofnæmi fyrir hundahárum og katta + astma.
Myndi aldrei sitjast upp í strætó aftur ef gæludýr væru leyfð - kýs að komast á áfangastað án þess að vera með bólgin augu og erfitt með að anda. Mér er alveg sama hvort þetta sé leyft í öðrum löndum eða ekki en ég persónulega kýs að reyna að halda lífi :)

Andý | 28. feb. '15, kl: 10:48:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hversu margir bílar eru á þínu heimili? Plís svaraðu heiðarlega

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

stars | 28. feb. '15, kl: 10:49:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

einn :)

Andý | 28. feb. '15, kl: 10:50:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Sko þig. Þarftu þá nokkuð mikið að vera í strætó?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

stars | 28. feb. '15, kl: 10:53:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, kemur alveg fyrir (3x í viku amk) - erum þrjú á þessu heimili sem notum bílinn.

Grjona | 28. feb. '15, kl: 10:56:06 | Svara | Er.is | 3

Kannski er þetta vesen í öðrum löndum, þá þannig að fólk með ofnæmi getur einfaldlega ekki notað strætó.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

UngaDaman | 28. feb. '15, kl: 11:00:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég held að sanngjarnt væri að fara eftir meiri hlutanum. Við getum ekki bannað hnetur í Bónus því einhver er með ofnæmi. Gæti alltaf leynst opinn poki einhversstaðar, ekki hægt að tryggja neitt 100% .


Það er eiginlega ekki hægt að bjóða upp á það að sníða allt eftir þörfum ofnæmis hjá þessum og hinum, nema um meiri hluta sé að ræða. Eða það finnst mér að minnsta kosti.

Andý | 28. feb. '15, kl: 11:15:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fólk með hnetuofnæmi getur alveg farið í Bónus

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

UngaDaman | 28. feb. '15, kl: 11:16:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei , ertu frá þér? Ég persónulega skora á Bónus að taka hnetur úr hillunum , það er alveg hægt að versla þetta bara á netinu.


Meina, hvað ef einhver dettur niður dauður? Tökum enga sénsa!

Andý | 28. feb. '15, kl: 11:21:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég á lítinn 6 ára vin sem druslast með sprautu í bakpokanum sínum hvert sem hann fer því hann hefur stundum verið næstum dáinn liggur við því hann hefur óvart borðað hnetu. Við förum alveg í "Bónus" saman. Ég er samt ekkert að leyfa honum að sleikja hnetudeildina en við löbbum alveg framhjá henni :)

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

UngaDaman | 28. feb. '15, kl: 12:25:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Æi ég vildi bara meina að við getum ekki farið að banna allt vegna þess að einhver er með ofnæmi fyrir einhverju. En þetta dýraofnæmi á Íslandi er löngu orðið þreytt og ótrúverðugt. 

Andý | 28. feb. '15, kl: 12:40:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það var meira að segja ein hérna í einhverri umræðu (sem ég nennti samt ekki að taka þátt í) sem sagði það hreint út að hún þyldi ekki hunda (eða ketti, man það ekki) en nennti ekki að rökstyðja það og bæri fyrir sig ofnæmi til að losna við að þurfa að umgangast þessar skepnur. Án þess að roðna

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

sorry | 28. feb. '15, kl: 13:33:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekki hægt að banna hluti því einhver hefur ofnæmi ? Veit nú ekki betur en í flugi ef einhver er með hnetuofnæmi sé beðið alla um að sleppa að opna hnetupoka og í skólum meiga börnin ekki koma með neitt sem inniheldur hnetur því einhver einn krakki er með ofnæmi! Fólk leikur sér ekki að því að hafa ofnæmi Og ætlið þið að borga auka lyf fyrir fólkið sem þarf að taka strætó ?

Grjona | 28. feb. '15, kl: 11:27:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei einmitt, auðvitað er fáránlegt að taka tillit til annars fólks. Mér finnst líka fáránlegt að mega ekki fá mér hnetur í flugvél þegar það er einhver ofnæmispési tugum sætaraða í burtu.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Andý | 28. feb. '15, kl: 11:37:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þekkirðu marga með bráðadýraofnæmi? Ég þekki eina manneskju með lífshættulegt ofnæmi og það er vegna hnetna (? hmmm, hnetna, má segja þannig?)

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Grjona | 28. feb. '15, kl: 11:39:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lífshættulegt þá? Reyndar vill svo til að ég þekki jafnmarga með lífshættulegt dýraofnæmi og hnetuofnæmi. Hvaða máli skiptir það?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Andý | 28. feb. '15, kl: 11:43:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Vegna þess að ég hef bara hitt eina manneskju í mínu frekar langa lífi sem er stundum í lífshættu vegna ofnæmis. Mér finnst bara svo stórfokkings undarlegt að annar hver maður sem tjáir sig um dýrahald á Íslandi virðist vera týpan sem ætti að liggja í einangrun alla daga

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Grjona | 28. feb. '15, kl: 11:45:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einangrun? Af hverju ætti ég að vera í einangrun?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 28. feb. '15, kl: 11:46:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áttarðu þig í alvörunni ekki á að innleggið þarna fyrir ofan er kaldhæðni?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Andý | 28. feb. '15, kl: 11:51:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Haha nei ég fattaði það ekki. Þú ættir að byrja að trolla hérna reglulega!


En burtséð frá því, ég get alveg tekið tillit til fólks sem á bágt. EEEEEN, ef einhver myndi fokking voga sér að skipa mér að flytja úr húsinu vegna þess að sá hinn sami þyldi ekki hundinn minn þá myndi ég kæra viðkomandi fyrir landráð og hryðjuverk!

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Grjona | 28. feb. '15, kl: 11:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég bara skil ekki þennan hugsunarhátt að þurfa að vaða yfir allt og alla án tillits til nokkurs hlutar. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Andý | 28. feb. '15, kl: 11:55:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Skil það ekki heldur. Svona svipað og ef það væri bannað að selja skó með lokaðri tá vegna þess að sumir eru með inngrónar táneglur og það er óréttlátt að allt sé ekki framleitt samkvæmt því. Og inngróin tánögl er hvimleit, bílíf jú mí að ég veit allt um það!

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:13:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta var engin kaldhæðni.

Grjona okkar er þannig að hún bíður yfirleitt eftir því að sjá hvað aðrir segja áður en hún leggur orð í belg, af því hún vill ekki vera þessi sem er með skoðun.

Þarna svaraði hún of snemma og reynir að redda sér svona.

Pínu pínlegt og hallærislegt, I know, en um leið og þú tekur eftir þessu þá sérðu þetta strax.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

EvaMist | 2. mar. '15, kl: 09:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hneta

Humdinger | 28. feb. '15, kl: 12:41:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Bráðaofnæmi fyrir hnetum og dýraofnæmi er nú ekki sambærilegt. Svo er þetta ekki spurning um að taka ekki tillit til fólks, heldur hvaða hóps þú ætlar að taka tillit til. Þessa nokkurra prósenta með ofnæmi eða dýraeigenda, sem er nú feikistór hópur?


Ég hef ekki neinar tölur um ofnæmi á reiðum höndum en er ekki stærstur hluti fólks með dýraofnæmi með það svo vægt að það fer að finna fyrir því fyrr en eftir kannski klukkutíma af vera í kringum dýr?

Grjona | 28. feb. '15, kl: 12:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Spurning um hvaða hóps maður ætlar að taka tillit til? Já, veljum okkur endilega hópa til að taka tillit til, veld þú þér hóp, ég ætla að velja mér einhvern annan. Og auðvitað er bráðaofnæmi og ofnæmi ekki sambærilegt, ég var heldur ekki að tala um það.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Humdinger | 28. feb. '15, kl: 12:45:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi velja stærsta hópinn að því gefnu að hinir minni hópar verði ekki fyrir stórfelldum óþægindum fyrir vikið.

Grjona | 28. feb. '15, kl: 12:47:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei bara smá. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Humdinger | 28. feb. '15, kl: 12:49:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er það ekki alltaf þannig? Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Það er aldrei hægt að haga hlutunum þannig að allar reglur gangi upp og séu þægilegar fyrir alla. Þannig er reynt að fara einhvern milliveg og oftar en ekki er hann farinn með því að taka tillit til stærsta hópsins og reyna að láta þá minni ekki verða fyrir miklum óþægindum á meðan.

Grjona | 28. feb. '15, kl: 12:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það virðist bara því miður vera þannig að fólki er slétt sama um óþæginda annarra, hvort þau eru stór eða smá. Mér finnst við (Íslendingar) vera alveg óskaplega mikið þannig að við hugsum útfrá okkur sjálfum og hvað hentar okkur og tökum lítið sem ekkert tillit til annarra. Og ég þoli það ekki.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Humdinger | 28. feb. '15, kl: 12:56:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, en í þessu átti gengur það í báðar áttir. Það eru óþægindi fyrir þá sem eru með ofnæmi að fá kannski ofnæmisviðbrögð í strætó og það eru óþægindi fyrir dýraeigendur að komast ekki leiðar sinnar með dýrin. Þá þarf að vega og meta hvor verður fyrir meiri óþægindum.


Ég tek það fram að ég á engan hund þannig þetta er ekki hagsmunabarátta fyrir mig per se en mér finnst samt skrítið að banna alltaf allt því einhver minnihlutahópur verður fyrir óþægindum af einhverju sem er virkilegur kostur fyrir marga aðra. Ég held að stærstur hluti þeirra sem er með ofnæmi gæti setið klukkutímastrætóferð eftir að taka ofnæmistöflu án þess að finna fyrir miklum áhrifum. Bara alveg eins og fólk með ofnæmi mætir alveg í afmæli og heimsóknir á heimili þar sem dýr eru og kemst sæmilega í gegnum það.

Humdinger | 28. feb. '15, kl: 12:56:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Átti að standa "í þessu máli"

Grjona | 1. mar. '15, kl: 21:24:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Veistu, ég held að það hljóti að vera meiri óþægindi að þurfa á penna að halda eða lenda á sjúkrahús heldur en að komast ekki á e-n ákveðinn stað með hundinn sinn. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Humdinger | 2. mar. '15, kl: 12:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já. En það er afar sjaldgæft að vera með svo alvarlegt dýraofnæmi að þú þurfir penna og gætir lent á sjúkrahúsi.

Grjona | 2. mar. '15, kl: 14:32:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég hugsa að það sé algengara en þið mörg viljið viðurkenna. Það eru t.d. margir hér inni sem eru með slíkt ofnæmi sýnist mér, ég hef nefnilega enga trú á að það fólk sem hér hfur lýst því hvernig ofnæmi þess lýsir sér sé að ljúga. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Alpha❤ | 2. mar. '15, kl: 21:24:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru líka ótrúlega margir hér sem segjast hafa verið bráðger börn og eru langt yfir meðaltali í IQ, þó nokkrir með hærri IQ en einstein....

Grjona | 2. mar. '15, kl: 21:33:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok, þannig að þetta fólk er að ljúga um ofnæmið sem það lýsir hér? Virkilega?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Alpha❤ | 2. mar. '15, kl: 21:36:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Maður veit aldrei.. er það að ljúga til um greindarvísitöluna? virkilega? 


Ég allavega myndi vilja heyra frá lækni og vita hve algengt þetta raunverulega er og þá ekki með einhverri bland könnun... 

Grjona | 2. mar. '15, kl: 21:39:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk tekur gáfnapróf á internetinu og setur niðurstöðuna hér inn. Mögulega með fyrirvara um að þetta sé internetprófsniðurstaða. Það er ekki að ljúga. Það er hvort sem er á engan hátt sambærilegt við það þegar fólk lýsir ofnæmisviðbrögðunum sem það fær. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Alpha❤ | 2. mar. '15, kl: 21:40:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flestir reyndar sögðu að þetta væru áreiðanleg próf tekin af sérfræðingum

Grjona | 2. mar. '15, kl: 21:44:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég man eftir nokkrum þannig já og mér dettur ekki í hug að það fólk sé að ljúga. Hví ætti ég að gera það?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

zkitster | 3. mar. '15, kl: 11:39:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef einmitt rætt um IQ próf sem ég fór í sem barn og greindin mín er í hærra lagi, næ ekki Einstein en samt.
Það er fullt af fólki sem hefur farið í greindarpróf af ýmsum ástæðum. Hjá mér voru ástæðurnar samþætting á því að ég væri intersex, hafði upplifað heimilisofbeldi og var ekki að fitta inn í skólanum, slæmt einelti. 
Ég veit um merkilega marga einstaklinga sem lentu í einelti sem börn sem hafa farið í greindarpróf og margir að skora yfir meðallagi. 

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

Felis | 3. mar. '15, kl: 08:16:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

það er líka mjög líklegt að hægt sé að sýna fram á að fólk hérna inni sé almennt með háa greindarvísitölu. Það hefur amk verið sýnt fram á að fólk sem stundar internetspjallborð er líklegra til að eiga í einhverjum félagslegum örðuleikum, það er líka líklegra til að eiga við áfallastreyturöskun eða andlega sjúkdóma að stríða en almennt. Einnig er það líklegra til að vera introverted en extroverted. 


Allt þetta  (nema mögulega introverted vs. extroverted, ég veit ekkert um það) er algengara meðal fólks með háa greindavísitölu. 


Það er nefnilega líka örugglega mun hærra hlutfall hérna inni sem er með kvíða, sem hefur verið nauðgað, sem hefur verið í ofbeldissamböndum, sem hefur verið að kljást við fíkn osfr. en er úti í kjötheiminum. 


Allar bland kannanir sýna okkur líka að blandið er mjööööööög vinstrisinnað, það er mjög jafnréttissinnað (feminískt), það er enn eitt merkið um að greindavísitalan hérna inni sé sennilega að meðaltali hærri en gengur og gerist. 


Þar af leiðandi finnst mér ekkert ólíklegt að hérna leynist óvenjuhátt hlutfall af fólki sem skorar óvenjuhátt á greindarprófum. Þrátt fyrir það er þetta örugglega ansi "gallað" samansafn af fólki sem er hérna. 




Og já mögulega er óvenjuhátt hlutfall af fólki með alvarleg ofnæmi - ég gæti ímyndað mér að það að hafa alvarleg ofnæmi hafi áhrif á það hversu mikið maður sækir í samskipti á netinu frekar en í kjötheimum. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Humdinger | 28. feb. '15, kl: 12:44:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varðandi hneturnar samt, er í alvöru séns að einhver fái ofnæmisviðbrögð af hnetum ef hann er ekki að borða þær/koma við þær?

Grjona | 28. feb. '15, kl: 12:46:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefurðu aldrei verið í flugvél þar sem fólk er beðið um að opna ekki hnetupoka þar sem það sé einhver með ofnæmi í vélinni? 
Það hef ég. Ég hef líka setið við hliðina á einstaklingi sem hefur ofnæmi fyrir dýrum og þegar viðkomandi fer að hnerra óstöðvandi þá fatta ég að hann gleymdi að taka töflurnar sínar þann morguninn.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Humdinger | 28. feb. '15, kl: 12:48:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held ég hafi einu sinni lent í því. En ég var aðallega að spá hvort það væri raunhæft að einhver gæti fengið ofnæmi, nema hann sé einmitt við hliðina á þér.


Ég hef líka setið við hliðina á einstaklingi sem fékk ofnæmisviðbrögð vegna dýraháranna á mínum fötum en það hefur bara gerst einu sinni og sú er með frekar alvarlegt ofnæmi, töflur hafa t.d. ekki mikið að segja fyrir hana. 

Grjona | 28. feb. '15, kl: 12:48:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er raunhæft.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:19:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég smitaðist af svínaflensunni í flugvél, ég undra mig á því hvers vegna enginn hefur dáið úr kattabráðaofnæmi vegna mín í öllum flugferðum mínum í gegnum tíðina - sem btw eru tjah, ábyggilega yfir hundrað.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:20:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei hundrað, ábyggilega miklu meira en það, sirka á svona þrjúhundruð til fjögurhundruð ferðir samtals ef ég tel innanlandsflugferðir fram og til baka og utanlandsflugferðir fram og til baka saman.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:15:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefur þú aldrei verið í flugvél þar sem hundar og kettir eru með eigendum sínum?

Ahh.. nei, það hefur þú greinilega ekki, lífsreynda og alltvitandi Grjona gamla.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Abbagirl | 28. feb. '15, kl: 15:15:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það er alveg til, nýlega var maður ákærður fyrir að opna poka með hnetum í flugi eftir að tilkynnt var um einstakling með bráðaofnæmi um borð og farþegar beðnir að opna ekki umbúðir sem innihéldu hnetur. Barn um borð fékk bráðaofnæmi. Og það er ekki eins og fólk geti bara rölt um borð í flug og sagt, viltu banna hnetur, ég er með ofnæmi. Það þarf að skila inn vottorði sem er skráð í bókunina og kemur upp á farþegalista.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Humdinger | 28. feb. '15, kl: 15:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil, ég var ekki að draga úr þessu eða segja að þetta væri ekki raunhæft, bara að spyrja. Ég hélt að fólk fengi viðbrögð við að borða hnetur en þetta getur sem sagt borist með loftinu eða hvað?

Abbagirl | 28. feb. '15, kl: 16:03:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já fólk með bráðaofnæmi getur fengið kast ef það er nálægt hnetum. Ég tók þessu ekkert illa :)

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Alpha❤ | 28. feb. '15, kl: 12:48:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég held að gæludýraeigendur séu í miklum meirihluta ef á að telja gæludýraeigendum vs fólk með ofnæmi

boozled | 28. feb. '15, kl: 13:39:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Dýraeigendur eru nú alls enginn meirihluti heldur minnihlutahópur. Meirihlutinn er fólk sem á ekki dýr vegna ýmissa ástæða og stór hluti þeirra hefur líklega engan áhuga á að t.d. setjast í hundahár eða blauta hundalykt í strætó því einhver eigandinn er fífl sem lætur dýrið vera uppí sæti.

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 18:54:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

hnetur  voru bannaðr í flugi vegna minnihlutans...því flugvélar eru lokuð rými

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 19:42:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þegar ég flutti út voru kisurnar mínar í rými í farangursrýminu þar sem var heitt, sama loftið flæddi um vélina og allir önduðu því að sér, enginn fékk ofnæmiskast eða dó.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:52:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

veistu það...spurðiru alla hvort þeir væru að fá ofnæmisviðbrögð?   veistu hvort einhvern sveið í augun?   


Mér finnst ólíklegt að þú hafir spurt alla....eða verið eitthvað en alveg nákvæmlega sama

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 19:58:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei auðvitað gerði ég það ekki, en flugfélagið hefði varla farið að leyfa þetta nema dæmið væri eins einfalt og það er. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:03:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

flugfélagið leyfir þetta auðvitað nema fólk framvísi vottorði. 


Dæmið er einfalt fyrir þá sem vilja bara sjá sitt eigið sjónarhorn

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þegar ég flaug vissi held ég ekki nokkur farþegi með mér hvað var "í skottinu".

Ég mætti bara klyfjuð af ferðatöskum og allskonar og með ástirnar mínar í búrinu sínu.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:20:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

svo það getur vel verið að einhver hafi gengið um með kláða í augum og koki og nefrennsli og ekki vitað hvar í fjáranum hann/hún hitti kött síðast :P




Ég lendi oft í því.....klæjar geðveikt og veit EKKERT afhvejru...  en er samt að tryllast úr ofnæmi.   mjög leiðinlegt í alla staði.  

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:33:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það gæti alveg verið, ég veit ekkert um það reyndar - en það spilar mögulega inn í að mínir kettir voru síamskettir og margir þola þá en ekki venjulega heimilisketti. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það gæti hjálpað :)   

strákamamman;)

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 18:53:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eða er alltaf með sokkin augu og nefrennsli...smá andþyngsli og svona sem skipta engu máli...lekur kannski aðeins úr augunum, en fólk með ofnæmi þarf ekki að taka strætó á djammið með meiköpp og svona svo það skiptir engu máli

strákamamman;)

fálkaorðan | 28. feb. '15, kl: 18:56:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Á að banna hunda í strætó vegna þess að maskarinn hjá einhverjum gæti farið í klessu?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:05:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það að maskarinn fari í klessu er nú bara aukaatriði miðað við vanlíðanina sem fylgir því að augun verði rauð og sokkin og klæji á fullu....  



strákamamman;)

Nói22
isbjarnamamma | 28. feb. '15, kl: 11:11:35 | Svara | Er.is | 4

Bráðaofnæmi getur verið banvænt, fólk er ekkert að leika sér með þettað kjáni

thobar | 28. feb. '15, kl: 11:11:49 | Svara | Er.is | 2

Þetta er vesen í öðrum löndum þar sem þetta er leift....googlaðu bara og lestu.....

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 18:57:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

víst er vesen....það koma upp umræður um hvar gæludýr eiga heima með reglulegu millibili hér í DK allavega

strákamamman;)

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:14:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úbs....  ég ss las eitthvað "ekki" í setningunni þinni sem var ekki þar...  sowy

strákamamman;)

ny1 | 28. feb. '15, kl: 12:52:58 | Svara | Er.is | 2

eg nota þetta ekki sem afsökun heldur sem rök.. ég hugsa að þar sem þetta gangi upp sé töluvert stór hópur sem notar ekki þessar samgöngur eða þá að þar sé tvöfalt strætókerfi þ.e. einhverjir vagnar þar sem fólk sem er með ofnæmi fyrir dýrum er ekki að nota sömu vagnanna og dýrin
Hinsvegar veit eg að þetta muni minnka líkur þeirra sem hafa ofnæmi á að geta nýtt sér vagnanna.. sérstaklega þeirra sem eru með bráðaofnæmi.. finnst þetta alveg eins og ég get ekki labbað inn í snyrtivöruverslanir (margar hverjar allavega) og þarf oft að draga mig í hlé í mannfögnuðum og öðru slíku þegar fólk er að nota ilmvatn eða ilmefni þar sem það er mér skaðlegt

Nói22 | 28. feb. '15, kl: 13:38:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef að manneskja með bráðaofnæmi þolir ekki hunda í strætó þá myndi viðkomandi ekki heldur þola hundaeigendurna í strætó alla út í hárum. Hvað þá kattaeigendurna sem eru allir út í hárum.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 13:55:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmfokkínglega!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 13:54:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að fokkíng grínast?

Eins og ég sagði í hinni umræðunni bjó ég í næstum áratug í landi þar sem dýr eru leyfð í almenningssamgöngum, og ég sá ALDREI manneskju í ofnæmiskasti, hvað þá bráðaofnæmiskasti.

Ég VEIT að þetta er afsökun og "rökin" þín halda ekki vatni.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:01:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég hef oft séð fólk með rauð augu og hor, hóstaqndi útum allt í DK....veit ekkert hvort þau voru með kvef eða ofnæmi...  


Þú veist kannski ekki hvernig fólk bregst við sem situr nálægt þér

strákamamman;)

Helvítis
strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:00:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

þegar ég fæ ofnæmisviðbrögð er ég ekkert endilega í "einhverju kasti" 


Mig svíður í augun og klæjar þannig í augun að mig langar að taka þau úr. það sést ekki utaná mér nema bara maðurinn minn þekkir einkennin. og þarf að fá dropa í 2 vikur...tvisvar á dag sem svíða mjög mikið og eru mjög eitraðir..það er búið að reyna allt annað en þetta er það eina sem virkar því miður. 


fólk sem þekkir mig ekki...og sérstaklega fólk sem er sannfært um að ekkert ofnæmi sé gilt nema það sé bannvænt sér ekki á mér annað en að ég sé kannski þreytuleg til augnanna.



strákamamman;)

Helvítis
strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:11:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég er ekki með dýraofnæmi...er með ofnæmi fyrir öðru.   Var bara að tala um að ofnæmi þarf ekki að koma fram í "einhverju kasti" 


ég er líka með ofnæmi fyri rmat sem kemur fram í ofsakláða og exemi, og magaverkjum, 


mitt ofnæmi er kallað "vægt" því ég er aldrei í lífshættu vegna þess.   Það stjórnar lífi mínu samt algerlega og ég hata það með öllum mínum frumum.  Ég finn fyrir því ALLTAF og get ekki tekið lyf sem láta einkennin hverfa. Það er pirrandi útyfir allt sem ég get lýst að þurfa að lifa með þessum andskota og ég tel mig AFAR heppna að vera (ekki ennþá) búin að þróa með mér ofnæmi gagnvart dýrum. 




Það er bara svo mikið meira en að segja það verða fyrir einhverju sem triggerar þessi viðbrögð, maður stjórnar engu um það og heil helgi...eða jafnvel heil vika getur verið ónýt vegna þessa.      Ef ég hitti manneskju í strætó sem gengur með sterkt ilmvatn get ég gleymt þvía ð fara í atvinnuviðtal þá vikuna (hef prófað, það var ekki töff að mæta útlítandi eins og ég geri, enda fékk ég ekki vinnuna)


en ilmvötn er ekki hægt að banna í strætó, en það er hægt að banna gæludýr í strætó án þess að fólk verði að hætta að eiga gæludyr...eða hætta að elska þau....  eða hætta að þykja vænt um þau og þar með hlífa því fólki sem er með dýraofnæmi fyrir þessum ofnæmishvata.   


það er glatað að vera með ofnæmi...og enn glataðra þegar fólk telur mann ljúga því....  eins og það sé rosa fjör

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:17:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ferlegt, og vissulega heftandi, en ég tel það nokkuð víst að dýraofnæmi komi ekki eins fram og ilmvatns- ilmefnaofnæmi, mig minnir mjög sterklega að hafa horft á eitthvað í sambandi við það, en það getur þó alveg verið rugl.

Ég man eftir að ein stelpa með mér í körfu í denn tid, fór í mjög alvarlegt kast eftir að ein mætti með ilmvatn á bolnum sínum. Það tók ekki nema kannski tíu mínútur þá var hún orðin eins og gler í framan og augun liggur við dottin úr.

En samt sem áður, þá hef ég aldrei séð neinn sem segist vera með dýraofnæmi þannig.

Til að bæta við, þá voru kisurnar mínar tímabundið í húsnæði þar sem fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum var rekið. Starfsmaður þar var með mikið ofnæmi fyrir köttum og já eiginlega öllum dýrum með hár, en ekkert ofsa neitt...

Manneskjan trúði því ekki sjálf þegar hún sá kisurnar koma labbandi niður stigann í eitthvert skiptið að þær hefðu verið þarna í marga marga mánuði því hún fann bókstaflea ekki neitt.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:29:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég hef séð það gerast, frænka mín er svona og það er rosalegt...hún er hálffertug núna og þetta verður bara verra og verra.


Hennar er í rauninni verra en mitt því öndunvarvegurinn hennar lokast hreinlega, minn gerr það þó ekki þó ég finni fyrir óþægindum í brjóstinu. 


hún er bara með kattaofnæmi

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:34:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, þessi mátti engan veginn komast í kontakt við dýr því þá byrjaði hana að klæja og renna úr augunum, en hún vissi ekki af þeim...

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 23:05:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reynadr virðast kettir vera misofnæmisvaldandi. Frændi minn td.. tengdaforeldrar hans áttu kött sem er mikið úti og er bara venjulegur blendingur og hann fann eiginlega aldrei fyrir ofnæmi í kringum þann kött. En minn, hann var síþrífandi sig (skilst að einn af ofnæmisvöldunum sé í munnvatninu, þer sleikja og þetta ensím fari á hárin og síðan í andrúmsloftið) og bara að kötturinn var í sama herbergi og úlpan hans og hann náttúrulega líka í húsinu okkar var nóg til þess að þegar hann var á leið heim fór hann að klæja svo rosalega að hann varð að fara úr öllu, fara í sturtu og raka sig til að losna við kláðann. samt er hann ekki með slæmt ofnæmi. Vissi líka til þess að fólk sem aldrei hefði fundið til einkenna fann ofnæmiseinkenni eftir að hafa verið í kringum köttinn minn.

presto | 1. mar. '15, kl: 13:20:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir eru það. Manneskja sem ég þekki fékk ofnæmi eftir að hún fékk sér kött á unglingsaldri. Hún hefur þrjóskast við að fá sér ketti aftur, sumir valda rosalegu ofnæmi en aðrir mun minna.

Grjona | 1. mar. '15, kl: 17:26:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á vinkonu sem er gift manni sem virðist hafa ofnæmi fyrir sumum köttum en ekki öðrum. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:12:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessvegna er mér prívat og persónulega alveg sama um dýr í strætó.......en ég er samt alveg til í að ljá þeim sem þola þetta ekki rödd mína í þessu þar sem það er svo ofsalega lýjandi og erfitt að vera með ofnæmi sem stjórnar alltaf öllu

strákamamman;)

Andý | 28. feb. '15, kl: 19:47:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lol!

Pottþétt ebóla. Er ekki allt fullt af halanegrum í Danmörku???

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 19:59:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Neits, sandnegrar kona.

Alveg eins og við, isperkererne.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Svala Sjana | 28. feb. '15, kl: 13:07:01 | Svara | Er.is | 3

Finnst lítið gert úr því að hafa ofnæmi þegar þú talar um að nota það sem afsökun.
Ég á afkvæmi sem getur ekki verið í sama rými og hundur þá hefst mikið hnerrakast, nefrennsli og tilheyrarndi stíflur og höfuðverkur ef dvölin er í yfir klst.


Á þeim forsendum finnst mér algerlega óásættanlegt að hundar séu leyfðir í almenningssamgöngum

Kv Svala

Nói22 | 28. feb. '15, kl: 13:36:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er mikið um að fólk sé meira en klukkustund í strætó?

Svala Sjana | 28. feb. '15, kl: 14:18:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Óþægindin byrja um leið og viðkomandi fer í sama rými og hundur. Hnerrar, nefrennsli og kláði.


Höfuðverður og langvarandi óþægindi af ofnæminu verða yfirleitt ekki fyrr en eftir 45-70 mín. hefur mér reynst.  Ef t.d viðkomandi tæki strætó á Akranes eða Selfoss er nokkuð ljóst að höfuðverkur - stíflur og þau einkenni sem við ofnæmislaust fólk köllum flensueinkenni munu vara næstu klukkustundirnar.

Kv Svala

Nói22 | 28. feb. '15, kl: 14:20:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað þá með að taka bara lyf?


og langflestir eru nú að fara mun styttri ferðir. 

Svala Sjana | 28. feb. '15, kl: 17:26:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Auðvitað tekur viðkomandi lyf þegar þess þarf og þau hjálpa, en það er eki þar með sagt að öll óþægindi hverfi.


Hins vegar breytir það ekki skoðun minni á að gæludýr eigi ekki að vera leyfileg í almenningsfarartækjum

Kv Svala

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það er ekkert endilega "bara" að taka lyf...


lítill frændi minn td getur ekki tekið ofnæmislyf vegna óþols...(jeij)   

strákamamman;)

Nói22 | 1. mar. '15, kl: 18:04:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú mjög óalgengt að fólk geti ekki tekið ofnæmislyf. Langflestir geta það.

Andý | 28. feb. '15, kl: 14:21:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þarft þú ekki að vera á stofnun?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Svala Sjana | 28. feb. '15, kl: 17:27:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Reyndar er þetta 13 ára afkvæmi mitt sem er með þetta ofnæmi - og ég verð að segja að mér finnst þetta voða lítið fyndin athugasemd


Sjálf ólst ég upp með hundum og hef alltaf ætlað að fá mér hund, en augljóslega verður ekki af því þegar fjölskyldumeðlimur er með svona mikið ofnæmi.

Kv Svala

Abbagirl | 28. feb. '15, kl: 17:36:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Er ekki í lagi með þig Andý?

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Andý | 28. feb. '15, kl: 19:55:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það er það ekki :(

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Abbagirl | 28. feb. '15, kl: 20:27:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gott að þú sérð það sjálf.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:35:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Djís hvað þér er eitthvað illt í skapinu í dag.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Abbagirl | 28. feb. '15, kl: 20:36:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já þú þekkir það sjálf hvernig það er.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki svo ég muni nei, hvernig er það?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

fálkaorðan | 28. feb. '15, kl: 21:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svona eins og að pota í marblett.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvítis | 1. mar. '15, kl: 02:11:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha oj, en óþægilegt!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:24:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í flugvél er sama loftræstikerfið sem fer um farþegarýmið og farangursrýmið, þar eru oft dýr líka, spes staður fyrir þau.

Það dó enginn þegar ég flutti með kisurnar mínar út, og viti menn, enginn datt út fyrir lífsmörk heldur á flugvellinum þegar mér var færð þau og á meðan ég var að dandalast í fríhöfninni og fara í gegnum hliðin með þau með mér.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 14:29:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

voru* - sjitt en pirrandi villa.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Andý | 28. feb. '15, kl: 14:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

https://m.youtube.com/watch?v=cENfeSFpXf4

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:02:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

er ofnæmi bara gilt ef fólk deyr?


Er ekki gilt að valda fólki kannski miklum óþægindum?   eða miklum ótta?

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 19:44:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það sagði ég ekki.

En það þarf að vera ansi alvarlegt til þess að helmingurinn af hnettinum fari að haga öllu eftir þessu litla prósenti, eða broti úr próstentu.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:01:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

er einhver að tala um helminginn af hnettinum?


gæludýraeigendur eru ekki helmingur íslendinga...  og við erum bara að tala um ísland í þessari umræðu 

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:11:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hugsa að ef t.d. leigumarkaðurinn væri ekki svona eins og hann er og að ef hlutirnir yfir höfuð væru ekki svona anti-gæludýr þá myndu langflestir eiga gæludýr.

Ég lenti í þessu í DK, þegar ég skildi við manninn minn fór ég á milli húsnæða vilt og galið, flutti þrisvar sinnum og alltaf vegna þess að húsnæðin sem ég fékk voru tímabundin, enginn sem bauð upp á langtímaleigu leyfði gæludýr, og þarna tala ég um Frederikborg, Ballerup og Köbenhavn, svo þetta er ekki bundið við staðsetningu.

Ég endaði á því að kaupa því ég gat ekki hugsað mér að losa mig við ástirnar mínar.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:19:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég get vel skilið það, og frábært að þú varst í aðstöðu til þess að kaupa.


á sama tíma skila ég líka vel þá húsnæðiseigendur sem vilja ekki gæludýr í húsnæðin sín með fólki sem þeir þekkja ekki til.  Fólk er svo misjafnt og það þarf svo lítið til, til þess að það komi td leiðinleg lykt þar sem dýr búa, kisur geta klórað dyrastafi og hundar rispað parket...


þetta er eitthvað sem rýrir verðgildi eignarinnar síðar fyrir húseigandann og hann getur auðvitað ekki vitað hvenrig gæludýraeigandi þú ert.  

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:23:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var í engri aðstöðu til þess að kaupa, en gerði það samt, því ég gat ekki hugsað mér að vera án dýranna minna.

Það kom svo í ljós að langflestir í blokkinni þar sem íbúðin mín er (á Nörrebro) eru með dýr, það eru sérinngangar og opið á milli hæða og tvær íbúðir deila á milli sín inngangi inn.

Þetta rýrir ekki verðgildi eignarinnar neitt, og það veit ég vegna þess að ég er að bíða eftir að geta selt á heppilegum tíma, svo ég læt fara yfir þessa hluti mjöööög reglulega.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:27:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það rýrir verðgildið fyrir útlegjandan því hann á erfiðara með að leigja út aftur vegna þess að nýtt fólk setur það oft fyrir sig ef það hefur verið dýrahald í íbúðum, yfirleitt vegna slæmra eða óábyrgra dýraeigenda. 


Þá er íbúðin í höndum útleigjandans orðin erfiðari að eiga við.  ég sem útleigjandi myndi ekki vilja það í mínu íbúð þó mig langi að kaupa mér sjálfri hund einhverntíma.   Við erum samt að bíða eftir því að komast í eigi húsnæði áður en við fáum okkur hund. 

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tjah, ætli þetta sé ekki jafn mismunandi og fólk sem þrífur upp eftr hundana sína í labbitúr?

Ég ef ekki átt í nokkrum erfiðleikum þó að leigja út mína íbúð, þvert á móti hafa leigjendur - gæludýralausir eyðilagt ofsalega mikið fyrir mér og myrt dýrin mín.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:24:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og nei, þú þyrftir að eiga ofurkött til að hann gæti rispað parket eða dyrastafi.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:26:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vinkona mín á 3 ketti...ég passaði þá yfir jólin svo ég bjó þá heima hjá henni á meðan. 


dyrastafurinn hennar á baðherbergishurðinni er ónýtur vegna eins kattanna sem hangir þar og klórar við hvert tækifæri.


Hún er frábær dýraeigandi, aldrei nein fýla inni hjá henni og kettirnir hennar eru vel haldnir.   þessi dyrastafur er samt ónýtur. 

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:38:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það finnst mér magnað!

Aldrei gæti kisan mín rispað svo mikið sem A4 blað, kíktu á fb, var að skella inn mynd af henni. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 20:55:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún er alveg hrikalegt krútt þessi kisa þín :) 

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 21:00:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jááá e haggi?! :D

Ég eeeeeelshka hana! :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Catalyst | 28. feb. '15, kl: 23:10:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Átti kött sem gerði þetta, það sást á dyrakörmunum hjá okkur. ekki gólfinu samt. Ég hinsvegar var að kaupa og skoðaði meðal annars húsnæði sem var með ekki mjög gömlu gólfi en það var ónýtt því fólkið hafði verið með hunda og það stóra hunda sem höfðu rústað góflinu. Ég hefði reynt að fá slegið af verðinu því mér fannst þetta ljótt og ég hefði ekki verið neitt rosa hrifin heðfi ég ætlað að leigja og mögulega rætt um gólfefnaskipti við eigandann ef þannig hefði verið.

Alpha❤ | 28. feb. '15, kl: 23:27:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þá hefði eigandinn bara fundið annan leigjanda, nóg til

strákamamma | 1. mar. '15, kl: 05:34:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekkert endilega nóg til af leigendum sem eru með gæludýr....eða er ekki sama um svona skemmdir

strákamamman;)

Nói22 | 1. mar. '15, kl: 18:07:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eh jú það er til nóg af leigjendum sem hefði verið sama um gólfið. Leigumarkaðurinn er rosalegur akkúrat núna.

Alpha❤ | 1. mar. '15, kl: 22:28:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú það er nefnilega mjög mikið til af þeim.. 

boozled | 28. feb. '15, kl: 13:34:58 | Svara | Er.is | 2

Ætli fólk með mikið ofnæmi í þessum löndum sé ekki flokkað sem fatlað því það getur ekki notað almenningssamgöngur og á því rétt á ferðapening í leigubíla/ferðaþjónustu fatlaðra/bílakaupstyrk til að komast ferða sinna og freista þess að vera á vinnumarkaði.

Nonnina | 28. feb. '15, kl: 16:35:02 | Svara | Er.is | 5

Ég hef ekki notað almenningssamgöngur erlendis nema í Hollandi. Varð ekki vör við að hundar væru leyfðir í almenningssamgöngum þar. Ef hundar verða leyfðir hér í strætó að þá get ég ekki notað þá. Ég fæ astmakast af lyktinni af hundunum og lyf nægja ekki til að ég fái ekki kast. Ég er á móti því að hundar megi fara í strætó hér.

Nói22 | 28. feb. '15, kl: 16:45:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú þeir eru leyfðir í Hollandi:


 

 

Skreamer | 28. feb. '15, kl: 17:01:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef oft séð hunda í strætó og Tram í Hollandi.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Silaqui | 28. feb. '15, kl: 18:27:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hundar eru leyfðir í almenningssamgöngum í Hollandi og þykir bara eðlilegasta mál. En fólk er ekkert að drösla þeim með nema það þurfi svo þeir eru ekki algeng sjón.
Þeir eru líka leyfðir allsstaðar nema inn á veitingastöðum og inn í matarbúðum. Svo að Hollandsferðin hlýtur að hafa verið erfið fyrir þig, ef þú ert svona viðkvæm fyrir þeim.

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:05:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hass er líka leyft í Hollandi...eigum við að gera allt sem gert er í Hollandi?

strákamamman;)

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 19:44:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við eigum að lögleiða hass og fleira já, en það er önnur saga.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Silaqui | 1. mar. '15, kl: 12:13:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja, miðað við reynslu hollendinga í þeim efnum, af hverju ekki?
Allavega hafa mun færri hollendingar einu sinni dottið í hug að prófa hass en íslendingar, eða svona 5 % vs. yfir 20% seinast þegar ég gáði. Svo hasslöggjöfin er ekki sérstaklega gott dæmi um eitthvað sem þeir gera verr en við.
Eftir að hafa búið þarna úti myndi ég segja að í ansi mörgum málum eru hollenskar venjur betri en íslenskar. Þeir kunna mikið betur að búa saman en við.

Nonnina | 28. feb. '15, kl: 20:15:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok,vissi ekki að þeir væru leyfðir í almenningssamgöngum en skýringin sem þú nefnir,klárlega ástæðan fyrir því að ég sá þá ekki í lestunum. Já var ekki auðveld ferð út af astmanum.

presto | 28. feb. '15, kl: 21:51:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef heyrt frá fólki sem bjó til skamms tíma í. Hollandi að þar væru hundar eiginlega rétthærri en börn og hundaskítur út um allt á grænum svæðum sem annars hefði verið gaman að leyfa börnunum að leika sér á. Geri því ráð fyrir að þeir hafi aðgang að almenningssamgöngum.

Silaqui | 1. mar. '15, kl: 12:21:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er allavega talið eðilegt að fólk "æfi" sig á barneignum með því að fá sér hund. Fyrst hundur og svo barn, kannski ef það passar í plönin.
Þetta hundaskítsmál er reyndar langtímavandamál og allskonar aðferðir notaðar til að hvetja hundaeigendur til að hirða kúkinn, svo ekki er allt fullkomið í paradís. Það hefur samt, skilst mér, mikið lagast á seinustu árum.
Ekki það að mér finnst persónulega hollendingar mættu gera átak í að gera ráð fyrir börnum, en það er svo annað mál.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 28. feb. '15, kl: 16:46:05 | Svara | Er.is | 3

Hef sosum ekki ferðast neitt voða mikið en setið víða úti á kaffihúsum þar sem hundar liggja við fætur eigenda sinna. Setið í strætó með hundum og lest þar sem var hundur í sér  rými ofl... þar sem hundar fá að sósialisera með fólki , þá umhverfisvenjast þeir hratt. Skilyrði ætti alltaf að vera að hundaeigendur hreinsa upp eftir hunda sína . En það böggar mig ekkert að hundar séu víða, ekkert frekar en nágrannakötturinn sem heimsækir mig oft á dag...

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

strákamamma | 28. feb. '15, kl: 19:03:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nágrannakötturinn böggar mig :p  sérstaklega þegar hann skítur í sandkassann

strákamamman;)

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 28. feb. '15, kl: 19:21:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil það en hér er engin sandkassi lengur. Það böggar chihuahua hund dóttur minnar sem býr hér, verulega þegar kisi kemur ;)

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

presto | 28. feb. '15, kl: 18:56:28 | Svara | Er.is | 5

Hvað áttu við með "afsökun" ? Fyrir hverju? Dýr eru ekki leyfð í strætó hér og hefur ekki neitt með neina afsökun að gera. Ég hef ferðast með almenningssamgöngum mjög víða um heim og ekki rekist á dýr þar. Sumstaðar hafa hundar samt verið t.d. Í matvöruverslunum og mér finnst það óásættanlegur sóðkapur. Þvi miður eru allt of margir slæmir hundaeigendur hér á landi sem koma í veg fyrir að hundahald sé á það háu plani að almenningur geti treyst þeim til að haga sér vel. Skemma mikið fyrir fyrirmyndarhundaeigendumog öðrum.

Tjelsí | 2. mar. '15, kl: 12:54:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj sorry, spurningin svolítið illa orðuð hjá mér, meinti sem rök á móti því að þetta sé leyft.

jovig | 28. feb. '15, kl: 19:08:39 | Svara | Er.is | 6

Miða við hversu duglegir hundaeigendur eru að þrífa upp skitinn eftir dýrin sín, þá hefði ég meiri áhyggjur af mögulegur óþrifnaði og hundaskít í og við strætóskýlin og vagnana, að ónefndri skemmtilegu blautuhundslyktinni sem kemur á blautum degi. En þar sem ég tek nánast aldrei strætó þá er þetta mér ekki hitamál.

Já ég veit að flestir taka upp eftir dýrinn, en alveg nógu margir gera það ekki.

--------------------------------------------
Er ekki Joðvillingur!

Andý | 28. feb. '15, kl: 19:48:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Verri lykt af gömlu fólki heldur en dýrum. Mín skoðun

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

jovig | 28. feb. '15, kl: 19:51:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mögulega, getum við bannað gömlu fólki með gamlafólka lykt að taka strætó, og illa lyktandi fyllibyttum, mögulega líka, og fólki sem reykir og fólki sem fer sjaldan í bað, og kellingar sem nota of mikið ilmvatn!? djí hvað ég er fegin að taka ekki strætó

--------------------------------------------
Er ekki Joðvillingur!

fálkaorðan | 28. feb. '15, kl: 21:47:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammó.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

presto | 1. mar. '15, kl: 13:22:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hundar eru svakalega andfúlir og blautu hundalykt ógeð, miklu betri lykt t.d. Af sauðfé og það notalegri ferðafélagar í strætó. Sauðkindin hefur aldrei bitið neinn til bana, ólíkt hundunum.

Felis | 2. mar. '15, kl: 09:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

haha ég held að "blautur hundur" sé barasta ein versta lykt sem ég veit um 
en það getur líka verið vond lykt af gömlu fólki, það er rétt

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Kaffinörd | 28. feb. '15, kl: 21:05:02 | Svara | Er.is | 8

Fólk með ofnæmi er ekki að koma með afsaknir heldur mjög gildar ástæður og manneskjan ætti ávalt að vera í 1.sæti

Tjelsí | 2. mar. '15, kl: 12:54:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meinti rök á móti því að þetta yrði leyft.

Miss Littlebottom | 28. feb. '15, kl: 22:06:37 | Svara | Er.is | 1

Hvar annarstaðar eru gæludýr leyfð í strætóum? 
Ég veit að þau eru leyfð á Spáni en þá með því að smáhundar eru í töskum/búrum og stórir hundar með múl. Það er ekki eins og hundar séu lausir bara í strætó og voða gaman. 
Þú velur þér að fá hund, þú velur ekki að fá ofnæmi. Það er ekki eins og að maður geti bara lagt ofnæmið til hliðar á meðan meður fer í strætó.



*mín skoðun.... díl viþ it*

dogo | 28. feb. '15, kl: 22:11:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í DK mega gæludýr koma með í strætó og lest þó ekki öllum vögnum (nokkuð viss). Þarft reyndar að borga barna gjald fyrir stærri hunda en frítt fyrir það sem þú getir haldið á (eða nokkur vegin svona)

Alpha❤ | 28. feb. '15, kl: 22:20:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þýskalandi
sumsstaðar í usa
noregi
austurríki

Skreamer | 28. feb. '15, kl: 22:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hollandi

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

snsl | 1. mar. '15, kl: 10:00:56 | Svara | Er.is | 15

Þið eruð margar hverjar svo dónalegar, hrokafullur og condecending að ég er eiginlega hætt við að senda strætó bréf um hvaða ráðstafanir gætu gert dýrahald í strætó auðveldari fyrir mig, asma og ofnæmispésa sem hefur ekki enn fengið nothæf lyf og segja þeim þess í stað frá sorgar sögum þegar ég hef lent í andnauð og næstum verið færð á bráðadeild því púst fannst ekki og svoleiðis.
Ég tek strætó 10 sinnum í viku. Á hinn stóri dýrahaldshópur, sem á að trompa hina (erum við ekki að velja hópa hér?) eitthvað erindi með dýrið sitt í strætó 10 sinnum í viku?

presto | 1. mar. '15, kl: 13:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

ÞÐ er akkúrat tfirgengileg frekjan og lítilsvirðingin í hundaeigendum sem tala svona (eins og ofnæmi skipti alls engu máli og sé upp tilhópa lygi) sem veldur því að ég TREYSTI þeim alls ekki til að koma með dýrin í strætó. Hundaeigendur hafa ekki sannað sig á Íslandi, því miður sem góðir og ábyrgir hundaeigendur. Það er samt minnihluti hundaeigenda sem er að skemma fyrir heildinni. Ímínu nágrenni eru það mestsömu hundarnir sem ganga endalaust lausir og skíta hér og þar. Margir hundaeigendur sýna virðingu og tillitssemi og hafa hundinn í ól og hirða upp eftir hann,en því miður ekki nógu margir og svörtu sauðirnir koma óorði á hópinn.

Grjona | 1. mar. '15, kl: 17:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vegna þess að þeir sem eru ekki að ljúga um meint ofnæmi (og við erum sko ekkert sannfærð um að þú sért í hópi þeirra, ert örugglega bara að ljúga) eru svo fáir að hagsmunir þeirra eru miklu ómerkilegri en fjölda gæludýraeigenda sem VERÐA að geta tekið strætó með hunda sína og ketti. Sorrí.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Nói22 | 1. mar. '15, kl: 18:10:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú ert með svona svakalega mikið ofnæmi að þá getur þú varla notað strætó því að gæludýraeigandi allur út í hárum gæti alveg sest við hliðina á þér. Og hvað þá?

snsl | 1. mar. '15, kl: 22:28:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Þú veist bara ekkert um mig og mitt ofnæmi, takk.
Ég sagðist aldrei vera einkennalaus allan daginn en það er tvennt ólíkt að vera í lokuðu rými með ofnæmisvaldinum og svo þess að rekast á eigandann.
PS. Tók að mér að skipta um vatn og mat hjá kanínu um daginn hjá nágranna og veiktist við það eitt, þrátt fyrir lyf. Veikist í partíum þar sem kattaeigendur eru ef ég er í nálægð við þá. Verð hundfokkíngveik af því að hitta hesta á förnum vegi. Hengi ekki upp yfirhafnir í hrúgu í heimsóknum svo mín snerti ekki kattaúlpu.
Mamma er svona auli eins og þú. Fékk sér labrador og skildi ekkert í því af hverju ég vildi aldrei vera í heimsókn "háa, fáðu þér bara lyf. En þú ert með katta ofnæmi!" þegar raunin var sú að ég þurfti að baða barnið mitt og þrífa allt sem fylgdi henni í pössunina til mömmu, svo ég gæti verið í nálægð við krakkann.
Eins og það sé ekki nógu slæmt og hvimleitt að vera með alvarlegt ofnæmi þó dýrinu sjálfu sé ekki troðið upp á mann.

piscine | 2. mar. '15, kl: 10:55:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég hef ekki ofnæmi fyrir gæludýrum. En ég hef ofnæmi fyrir sólskini. Ég dey ekkert úr ofnæmi ef ég gleymi að setja á mig sólarvörn eða fer út í stuttermabol og það kemur óvænt sólskin, en ég fæ einkenni sem endast vikum saman, eru mjög óþægileg og erfitt að ráða við og skerða lífsgæði mín talsvert. 
Mér finnst þessi óþægindi ekkert smámál og ef þetta væri gæludýraofnæmi fyndist mér fáránlegt að þau yrðu afskrifuð sem "þú deyrð ekkert! HITTU FOKKING HUND".

snsl | 2. mar. '15, kl: 10:57:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á BARA AÐ BANNA SÓLINA? HVAÐ MEÐ LJÓSTILLÍFUN??111

piscine | 2. mar. '15, kl: 10:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ó hvað ég vildi stundum að það væri hægt! Síðustu tvö sumur hafa verið óvenju "góð" fyrir mig - vond fyrir alla hina samt sko ;)

snsl | 2. mar. '15, kl: 11:02:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekki bara málið að þú færð ekki nóg sól? Skelltu þér til Tenerife og sjáðu hvort þetta lagist ekki bara. Ofnæmið stafar POTTÞÉTT af sólarskorti hér á klakanum. Það versta sem þú getur gert er að fjarlægjast ofnæmisvaldinn. ÞÚ VENST ÞESSU!!!

Andý
piscine | 2. mar. '15, kl: 11:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, ég get það ekki, það er ekkert fyrirbyggjandi lyf við þessu. Ofnæmislyf virka ekki á þetta - lina bara einkennin. Fer á stera þegar þetta kemur og berst við þetta allt sumarið. 

Andý | 2. mar. '15, kl: 11:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oj. En mikið ógeð :(

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

snsl | 1. mar. '15, kl: 22:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Og djöfull ert þú mikill dóni. Sívælandi um bílaaðgengi, yfirþyngd, offitu sem eðlilegt ástand og eigin heilsubresti en vogar þér svo að agnúast í fólki vegna raunverulegs heilsufarsvandamáls sem lyf bíta ekki á og stafar eingöngu af ytri áhrifaþáttum en ekki sérhlífni og súkkulaðiást.

Grjona | 2. mar. '15, kl: 06:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef? Þú hrokafulla tík.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Nói22 | 2. mar. '15, kl: 21:05:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu í alvörunni að kalla mig tík? Really?

Grjona | 2. mar. '15, kl: 21:11:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó já. Ég hreinlega átta mig engan veginn á því hvers vegna þú (og fleiri) eruð svona ákveðin í að þeir sem segjast vera með dýraofnæmi og lýsa því séu að ljúga. Þið þrástagist á því (sem er reyndar bara það sem þú gerir eníveis) hvernig það megi vera að fólk fúnkeri yfirhöfuð í samfélaginu ef það sé með þetta ofnæmi, hvernig það komist út úr húsi ef það er með dýraofnæmi og svo mætti lengi telja. Það aum hegðun og ekkert nema tíkarháttur.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Nói22 | 2. mar. '15, kl: 21:12:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það að kalla mig tík vegna þess að þú ert ekki sammála mér um gæludýr í strætó er algjörlega fáránlegt.

Grjona | 2. mar. '15, kl: 21:33:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei. Ég er að kalla þig tík vegna þess að þú vænir fólk um lygar hægri vinstri.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Nói22 | 2. mar. '15, kl: 21:36:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og þú heldur að þín hegðun sé einhvern veginn réttlætanleg? 

Grjona | 2. mar. '15, kl: 21:40:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér er slétt sama í þessu tilfelli. Mér bara ofbýður þessi hegðun þín (og fleiri) um að væna fólk um lygar endalaust.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Nói22 | 2. mar. '15, kl: 21:41:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Og mér ofbýður að þú sért að kalla mig tík. Segir manni ansi mikið um þig. Og sérstaklega þegar þú þykist vera að gera þetta vegna minnar hegðunar. Je right. Þú misstir bara stjórn á skapi þínu og annað hvort getur ekki bakkað og bara beðist afsökunar eða vilt það ekki af því að þér finnst það alveg eðlilegt að kalla mig tík. 


Hvort sem það er að þá er vandamálið algjörlega þín megin.

Grjona | 2. mar. '15, kl: 21:45:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Missti stjórn á skapi mínu? Já, en ekki hvað? Mér dettur ekki í hug að biðja þig afsökunar meðan þú dregur ekki þessar lygaásakanir til baka enda er sú hegðun ekkert nema tíkarleg. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Nói22 | 2. mar. '15, kl: 21:46:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já já haltu bara áfram í sandkassanum. Lýsir þér best.

Felis | 2. mar. '15, kl: 09:51:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vá hvað þú ert dónaleg - og hrokafull

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Nói22 | 2. mar. '15, kl: 21:06:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei vá hvað það kemur mér á óvart að þú sért á þessari skoðun. Eða ekki.

Felis | 2. mar. '15, kl: 09:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála. 

Eins þá þekki ég ekkert marga sem nota ofnæmi sem afsökun, en þeir sem gera það eru augljóslega með ofnæmi svo að.... En mikið rosalega er þetta þreytt þegar fólk nöldrar yfir öllum þessum rosalega fjölda sem notar þessa afsökun - svona í ljósi þess að það eru bara alls ekki margir sem gera það! (og þeir sem gera það eru varla að ganga um með adrenalínsprautur upp á grínið?)


Ef þetta er spurning um að geta farið með dýrið til dýralæknis endrum og sinnum eða eitthvað þá finnst mér að dýraeigendur ættu bara að geta tekið leigubíl. Fólk á anyway að hafa efni á dýrunum sínum og ef það gerir það þá hefur einstaka leigubílaferð ekki rosaleg áhrif á fjárhaginn. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

snsl | 2. mar. '15, kl: 10:15:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Svo ekki sé minnst á að flest ofnæmisfólk er pottþétt til í að finna lausnir, málamiðlanir og hvaðeina. Þessi yfirgangur er bara slíkur að ég treysti þessu fólki ekki fyrir fimmaur. Alveg er Nói22 týpan í að kasta ketti í fangið á manni og hrópa "sko, þú ert ekki dauð, skiptir ekki máli!"

taekjaodur | 1. mar. '15, kl: 12:44:24 | Svara | Er.is | 5

Ég nota ekki ofnæmi sem afsökun heldur gilda ástæðu. Þetta er hluti af almennri heilsu hjá mér.

Ég er með ofnæmi fyrir hundahárum, ég byrja að hósta, hnerra og verð þrútinn í augunum ef það eru hundahár nálægt mér. Á ég að þurfa að tapa heilsu vegna þess að hundafólk krefst þess að fara með hundinn sinn í strætó?

Borgar hundurinn fargjald eða á hann að fara ókeypis með eigandanum?

Ætti að leyfa reykingar í strætó? Það hefur líka áhrif á heilsu annarra...

Strætó er samgöngumáti fyrir almenning og hefur fullan rétt á að skapa reglur sem hafa hag ALLRA farþega í forgangi, ekki bara minnihlutahópa.

------------
http://oi62.tinypic.com/351s9ah.jpg

LÆKKAÐ VERÐ
Ikea sjónvarpsskenkur - http://bit.ly/1HVkSx4

Nói22
taekjaodur | 1. mar. '15, kl: 21:46:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það getur vissulega gerst að einhver setjist hliðina á mér með dýrahár..

.. en það eru mun minni líkur á að dýraeigendur valdi ofnæmisviðbrögðum ef þeir skilja dýrin eftir heima hjá sér.

Líkurnar eru a.m.k. það litlar á ofnæmisviðbrögðum að ég get tekið reiknaða áhættu á því.

Hinsvegar eru miklar líkur á því að þeir sem hafi ofnæmi fái ofnæmisviðbrögð mjög oft ef gæludýr eru í strætó alla daga.

En ég undirstrika að Strætó bs. hefur fullan rétt á að skapa reglur sem tryggja hag allra farþega.

------------
http://oi62.tinypic.com/351s9ah.jpg

LÆKKAÐ VERÐ
Ikea sjónvarpsskenkur - http://bit.ly/1HVkSx4

einusinnivarkind | 3. mar. '15, kl: 09:59:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefðir gott af því að hitta ofnæmislækni og fá fræðslu um ofnæmi. Þú virðist ekki vita mikið um það

einusinnivarkind | 3. mar. '15, kl: 10:01:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jú við verðum að leyfa reykingar í strætó það er svo erfitt fyrir mig að geta ekki fengið mér sígó í strætó og þeir sem segjast ekki þoli reykingar eru auðvitað að ljúga

orkustöng | 1. mar. '15, kl: 19:53:27 | Svara | Er.is | 0

alltaf jafn stórmerkilegt að sjá hve konur eru gjörsamlega lausar við að hafa snefil af tæknilegri hugsun, hér í þessum langa þræði minnist enginn á þær lausnir á vandanum. lokuð loftþétt loftræst hólf eða pokar í vögnum fyrir dýrin eða ofnæmisfólk. í allskonar mögulegum útfærslum .

taekjaodur | 1. mar. '15, kl: 21:48:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sniðugt .. svarar það kostnaði?

Hefur það verið tekið í notkun einhverstaðar?

Áttu hlekk handa okkur? (ég er í alvöru forvitinn..)

------------
http://oi62.tinypic.com/351s9ah.jpg

LÆKKAÐ VERÐ
Ikea sjónvarpsskenkur - http://bit.ly/1HVkSx4

orkustöng | 2. mar. '15, kl: 12:09:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það gæti kostað næstum ekkert td ef dýraeigendurnir keyptu poka , td í laginu eins og föt á dýrið , og venja hundinn við þau pokaföt heima kannski með glærum hjálmi stórum úr þunnu plasti , svo eitt eða tvö göt á pokanum tengd við sogbarka tengdan við sog tengi í strætó, td bara gat beint út ,og kannski einstreymisloki, það myndar sog , svo gæti verið handknúin sogdæla á barkanum til að nota þegar bíllinn er kjur í logni og ekkert sog. ....... svo gæti verið sameignlegur poki fyrir dýrið og eigandann. stærri . eða smíða skilrúm í vagninn, gæti verið gert úr ódyrum efnum , td bara byggingaplasti eða tau strengt á ramma ,eða plexiglerplasti þunnu ef þyngd skiptir máli, eða bara masonet þunnar tréspónaplötur , hvað sem er. bjóða hundaeigendum að slá saman í kostnaðinn. dýrara væri sér hurð sem opnast út um núverandi glugga og hlið vagns , kannski óþarfi. ... aldrei séð svona , nú þarf bara að gúgla, en sumir vagnar hafa opnanlegan glugga sem væri hægt að nýta fyrir loftbarkann og þá er kostnaður strætó orðinn núll og engin rök til að banna dýrið í vagninum. td ef múll á því . það væir jafnvel hægt að smeigja flötum þunnum breiðum enda á barka út um falsið milli hurðar og stafs á afturhurð , eru þar sveigjanlegar gúmmí listar þykkir með loftrúmi sem geta lagst saman, voru áður amk. en þá þarf að gera það í hvert skipti sem hurð lokast. já svo er loftlúgan , hægt að föndar sstút sem passar í hana ef hún á að vera lokuð , og lokar henni þótt opin smá, eru annrs lúgur lengur .já get lítið gúglað sjálfur vegna bilunar ,eru annars einverjar síður þar sem manni er hjálpað að gúgla eða gert fyrir mann , hlýtur að vera til , prófa dog eða pet í gúglið með bag airtight, suction hose , hvað er skilrúm , room , division, divided, allergy , anti allergy design, bus , ventilated dog cages on bus , til dæmis.

orkustöng | 2. mar. '15, kl: 12:12:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eða pokinn sjálfur gæti veirð dælan , toga hann út og pressa saman til skiptis , þá sér einstreymislokinn um að loftið fari rétta leið út um barkann , svo annað innstreymisgat á poka eða hjálmi.

orkustöng | 2. mar. '15, kl: 12:14:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hægt að nota bara plastpoka að eins stærri en dýrið í þetta, þarf engan hjálm þá td. og festa opið við barkann , kipra það saman um barkann eftir að dýr er komið í pokann og binda eitthvað yfir pokann við barkann.

orkustöng | 2. mar. '15, kl: 12:17:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en já það þyrfti að vera þétt binding , þá kannski betra að teipa opið á sléttu opinu á pokanum og hafa barkatenigð sítengt þétt. annarstaðar á pokann. og einstreymislokann á innstreymisgatinu á pokanum.

Emmellí | 1. mar. '15, kl: 22:19:12 | Svara | Er.is | 4

Ég er nú ekki með ofnæmi en ég vil ekki sjá hunda í strætó. Mér finnst hundamenningin bara ekki nógu góð hérna. Það er alltaf hundaskítur á gangstéttunum hérna, og ég þarf ítrekað að hreinsa fyrir utan húsið mitt. Svo er varla hægt að ganga um hverfið án þess að þurfa að horfa niður því það er mikill skítur út um allt. Þetta er verra á sumrin en veturnar en mögulega týnist skíturinn meira í snjónum. Mér finnst það bara ógeðslegt !  Svo eru hundar mikið lausir, verð ítrekað vör við það, sérstaklega þar sem mér er illa við það (var bitin af hundi þegar ég var 6 ára).

Svo finnst mér bara að þeir sem eru með ofnæmi eigi ekki að þurfa að fá ofnæmiskast í vagninum. Hundar eiga ekki að ganga fyrir fólki.

En þetta eru svo sem engin rök, bara mín skoðun, ég vil ekki hunda í strætó.

1122334455 | 3. mar. '15, kl: 20:50:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þarf alltaf að horfa niður fyrir mig þegar ég er að labba á veturna útaf þessari helvítis hálku, ekki útaf hundaskít.

presto | 4. mar. '15, kl: 18:33:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður notar nú bara hálkugorma eða mannbrodda, einföld lausn og þarf alls engin lyf:) verra með hundaskítinn.

Felis | 4. mar. '15, kl: 22:27:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég man hvað var "dásamlegt" þegar kom hláka í Köben - þá angaði borgin af bráðnandi hundaskít í marga daga..... Shit hvað það var ógeðslegt. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Alpha❤ | 4. mar. '15, kl: 22:48:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

lykt af bráðnandi hundaskít?.... 
ég man nú um seinasta vetur þegar fólk var alveg að tryllast í netheimum útaf hundaskítsfýlunni sem fór yfir alla borgina en þá var það rotnað gras undir ísnum... 

Felis
presto | 5. mar. '15, kl: 13:59:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þekki slíkt blessunarlega ekki, þekki ýmsa skítalykt og finnst hún misgóð eftir dýrategundum.

lost in iceland | 2. mar. '15, kl: 05:58:04 | Svara | Er.is | 3

Mér finnst umræðan almennt einkennast dálítið af því að fólk heldur að dýraeigendur muni flykkjast í strætó með hundana sína um leið og þetta er leyft .. Ég efast um að þetta yrði eins yfirgnæfandi og fólk heldur. Eru hundaeigendur ekki bara að biðja um að komast á milli landshluta með hundinn sinn annaðslagið eða komast til dýralæknis þegar á því er þörf.. Eitthvað sem er erfitt að gera þegar maður er bíllaus. Annars ætla ég ekkert að tjá mig um þennan ofnæmis vinkill, er ekki alveg búin að ákveða hver skoðun mín er á þessu. En ég dauðvorkenni fólki með dýraofnæmi. 

--------
Afsaka stafsetningarvillurnar. Er ennþá að læra að flýta mér hægt.

einusinnivarkind | 3. mar. '15, kl: 10:04:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þegar maður fær sér dýr þá þarf maður gera ráð fyrir kostnaði, t.d. að þurfa borga leigubíl til að fara með dýrið til dýralæknis.

svampur sveins | 2. mar. '15, kl: 09:46:26 | Svara | Er.is | 1

Nú er maðurinn minn t.d. með ofnæmi fyrir köttum sem að getur valdið honum miklum óþægindum. Hann getur alveg labbað framhjá ketti úti á götu og er langt frá því að vera með eitthvað bráðaofnæmi og myndi glaður samþykkja dýrahald t.d. í blokkum og gæti vel lifað við það að köttur byggi í blokkinni svo lengi sem hann væri ekki að koma inn til okkar og stigagangurinn væri ekki vandamál þar sem að hann (semsagt maðurinn minn) eyðir sjaldnast löngum tíma í stigaganginum.

Hann getur hins vegar orðið mjög slæmur þegar við forum t.d. í heimsóknir þar sem að kettir eru á heimilnu (þó svo að kötturinn sé tekin frá á meðan heimsókn stendur). Það myndi valda honum mjög miklum óþægindum ef að það væri manneskja í strætó með köttinn sinn með sér eða ef að það hefði verið köttur í sætinu sem hann settist í og það getur tekið hann stóran hluta úr vinnudeginum að jafna sig eftir það.

Mér finnst það vera bara nokkuð góð rök hjá þeim sem er með ofnæmi að þetta myndi valda þeim aðilum óþægindum og gera það jafnvel að verkum að þessir aðilar myndu þola illa að taka strætó t.d. til vinnu þar sem að það hefur töluverð áhrif á afköst í vinnu ef manni líður illa af ofnæmi.


Andý
svampur sveins | 2. mar. '15, kl: 10:02:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei, við eigum einn bíl og tökum bæði strætó reglulega í og úr vinnu og skóla.

Annars áttu þessi rök ekkert endilega að vera um vandamál sem myndi skapast fyrir okkur persónulega heldur bara dæmi um það að ofnæmi getur valdið töluverðum óþægindum þó svo að fólk drepist ekki og að ofnæmi geti alveg verið rök gegn því að leyfa dýrahald í strætó.

Mér finnst umræðan stundum vera þannig að ef fólk er ekki með bráðaofnæmi sem getur drepið það þá eigi það bara að gjöra svo vel að halda kjafti og það getur bara hætt að taka strætó eða tekið ofnæmislyf. Fólk sem að er með ofnæmi hlýtur nú að eiga rétt á að vera á móti dýrahaldi í strætó alveg eins og þeir sem eiga dýr hafa leyfi til að vilja leyfa dýr í strætó.


zkitster | 2. mar. '15, kl: 14:00:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En myndi hann höndla það að dýr færu inn og út að aftan og væru bara alveg aftast í vagninum. Þá útfrá því að hann sæti fremst í vagninum?
Mér finnst nefnilega umræðan um að leyfa dýr í strætó svona hálf partinn miða við að það yrðu engar reglur um það, td ákveðið svæði í vögnum, aðeins í boði að dýr ferðist utan háanna tíma, takmörkun á fjölda dýra per vagn (fólk með reiðhjól býr við það að geta verið neitað um ferð ef það eru of mörg hjól fyrir) osfrv. Eins og að við það að dýr yrðu leyfð að þá yrðu bara nokkur dýr í hverjum vagni á víð og dreif, uppá sætum og að nudda sér við fólk. 

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

svampur sveins | 2. mar. '15, kl: 14:49:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú veit ég það náttúrulega ekki alveg en það væri allavegana líklegra og væri kannski leið til að láta þetta ganga að setja nokkuð "strangar" reglur um þetta.....

qetuo25 | 2. mar. '15, kl: 16:28:14 | Svara | Er.is | 0

Ég held ad thótt thetta verdi leyft mun vera mjög sjaldgæf Sjón ad sjá dýr í strætó. Thad er thad allavega hér í Köben thótt thetta sé leyft.

En gæti thad kannski verid lausn ad their sem hafa lennt á brádamóttöku vegna dýraofnæmis séu med vottord frá lækni og ef/thegar svo ólíklega vill til ad manneskja med svona vottord og gæludýr ætla í sama strætó, thá getur manneskjan med vottordid haft forgang og gæludýrid verdur ad bída eftir næsta vagni. Væri thad ekki ágætis málamidlun?

zkitster | 3. mar. '15, kl: 11:42:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er mjög óeðlileg krafa að láta einhvern ganga um með vottorð á sér.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

qetuo25 | 3. mar. '15, kl: 15:58:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, ég skal ekki vera ad flækja hlutina med málamidlun. thá bara leyfum vid gæludýr í samgongum. Mér fannst þetta svipad og thegar hnetuofnæmissjúklingar eru í flugvél. Thau thurfa væntanlega ad vera med vottord á sér til ad geta bannad allri flugvélinni ad opna hnetupoka.

zkitster | 3. mar. '15, kl: 16:00:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei það er ekki gerð krafa um læknisvottorð, þó sumir myndu ganga með það á sér. Það er nóg að segja flugfreyjunni að þú sért með hnetuofnæmi.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

qetuo25 | 3. mar. '15, kl: 16:03:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok. Thad myndi samt ekki ganga í thessu tilfelli. En ég er alveg sátt vid ad leyfa bara gæludýr og ekkert vesen. Mér fannst bara eins og med thessu móti væri hægt ad komast til móts vid ofnæmisfólkid líka.

presto | 4. mar. '15, kl: 18:35:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er kjánalegt að halda að fólk með dýraofnæmi séu þeir einu sem ekki kæra sig um hunda, ketti og alls konar kvikindi með sér í bíl. 

qetuo25 | 5. mar. '15, kl: 16:33:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var einhver ad tala um thad?

daggz | 3. mar. '15, kl: 16:03:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, en þú gerir þér grein fyrir þér að hnetur eru ekki sambærilegar manneskju með gæludýr?

Það er ekkert mál að fjarlægja hneturnar en þú hendir ekki manneskju sem er nota bene búin að greiða fyrir farið sitt út á götuna!

Fyrir utan það að ef þú ert með þetta alvarlgt hnetuofnæmi þá ferðu til yfirmanns hjá flugfélaginu, þú mætir ekki bara hjá þernunni og þarft að opinbera þín heilsufarsvandamál fyrir allri vélinni.

+ Það að bílstjórar eru ekki læknar eða með sérstaka þjálfun í þessum málum o.þ.l. ekki hæfir til að meta læknisvottorð.

--------------------------------

qetuo25 | 3. mar. '15, kl: 16:05:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok ok. Slæm hugmynd. Thá er ég bara á þeirri skodun ad leyfa alfarid gæludýr í samgöngum ofl. :D

zkitster | 3. mar. '15, kl: 16:56:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir með hnetuofnæmi láta jú bara nægja að láta flugþernuna vita, pikka bara í hana á leiðinni og segja frá, er svo tilkynnt þegar farið er yfir öryggisreglurnar. 

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

daggz | 3. mar. '15, kl: 15:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvað ef gæludýraeigandinn er nú þegar í strætó þegar hinn ætlar að koma inn í strætóinn? Á hann þá bara að fara út jafnvel lengst frá áfangastað sínum?

Þetta fyrirkomulag myndi aldrei virka fyrir utan það að það er engan veginn eðlileg krafa af fólki að ganga um með læknisvottorð á sér! Á þetta fólk s.s. engan rétt á einkalífi. Ég yrði ekki sátt með að þurfa opinbera heilbrigðissögu mína (þó þetta sé lítið atriði) bara til þess að geta farið í strætó!

--------------------------------

qetuo25 | 3. mar. '15, kl: 15:56:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. Thá bara leyfa gæludýr :D Ég mótmæli thví ekkert. Var bara ad reyna ad finna málamidlun.

presto | 4. mar. '15, kl: 18:33:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg út í hött. 

12stock | 3. mar. '15, kl: 23:55:34 | Svara | Er.is | 0

Þú hefur enga hugmynd um það hvað ofnæmi er.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Clefairy Tíbrá | 4. mar. '15, kl: 19:47:05 | Svara | Er.is | 0

Ég kæri mig allavega ekki um hvaða dýr sem er (sérstaklega ekki fugla í engu búri haha)..

Dalía 1979 | 5. mar. '15, kl: 16:40:22 | Svara | Er.is | 1

það er mjög svo sjaldgæft að fólk sé með ofnæmi fyrir hundum  held að það sé liklegast skýringinn að hundar séu leyfðir í stræto erlendis og verða mjög liklegast leyfðir herna heima 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47984 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien