Spurning varðandi kennaranám í HÍ

Angelsong13 | 26. maí '15, kl: 19:14:40 | 262 | Svara | Er.is | 0

Ég er að byrja í grunnskólakennarann í haust. Með stærðfræði sem kjörsvið í Háskóla Íslands.
Mig langar að vita hvernig þið sem hafið farið í kennaranám í HÍ hafi fundist það.
Var gaman?
Eru bekkirnir stórir eða littlir?
Er mikið um umræðutíma?
Hvernig fynnst ykkur aðstaðan vera?
Hvernig var félagslífið?
Henntaði ykkur betur að nota fartölvu í náminu eða voruð þið bara að glósa í bækur?
Hvernig fannst ykkur starfsnámið?

 

------------
Ég byðst fyrirfram afsökunar á öllum stafsetningarvillum. Ég veit að þær læðast með hjá mér þótt að ég reyni að vanda mig :)

Askja1234 | 26. maí '15, kl: 19:42:11 | Svara | Er.is | 1

Já þetta er mjög skemmtilegt
Á mínu ári (síðasta haust) byrjuðum við svona ca 90 og það hefur fækkað soldið mikið
Já það er soldið mikið af umræðutímum en mjög skemmtilegt og lærði mikið af því
Aðstaðan finnst mér mjög góð og aðgangur að öllu er mjög góður
Félagslífið er mjög skemmtilegt, það eru vísindaferðir svona ca á 2 vikna fresti, svo er fullt af öðru skemmtilegu
Fyrir mig virkar betur að nota tölvu því ég er lengi að skrifa og svo finnst mér ég þurfa að punkta mikið niður, en það eru alveg nokkrir sem eru að glósa í bækur.
Vettvangsnámið fannst mér mjög skemmtilegt. Það var mjög skemmtilegt að fara strax á fyrstu önninni í vettvangsnám, þá fengum við úthlutaða 2 skóla og vorum 2 daga í hvorum og fengum prógramm frá skólastjóranum um tímana sem við fórum í svo við fegum yfirsýn yfir alla bekkina og öll fögin. Vettvangsnámið á annarri önninni var mjög skemmtilegt þá fara 2-3 saman í teymi í skóla og fá einn bekk og eru að kenna þeim í tvær vikur. Þetta var auðvitað mjög erfitt og krefjandi en ég elskaði þetta alveg í botn

pjonadot | 26. maí '15, kl: 19:47:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

reyndar langt síðan ég kláraði 2002...var í textildeildinni og við vorum bara 5 og skemmtum okkur konunglega!!! algjört ÆÐI

Angelsong13 | 26. maí '15, kl: 21:02:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú seigr fyrir neðan að þú sért bæði í textíl og stærðfræði, hvernig fékkstu tvö svið? Ég far aðeins val um eitt þegar ég var að sækja um?

En nú er ég alveg rosalega spennt. Mér fynnst nefnilega vettvangsnámið hljóma alveg æðislega, sérstaklega að byrja svona snemma í því. Hvort er þú að stefna á yngri eða eldri bekki í kennslu?
Hvernig fannst þér krakkarnir taka við því að vera með svona hóp að kennaranemum að kenna þeim? Einnig hvaða fag vorið þið að kenna eða kennduð þið marga mismunandi áfanga?

------------
Ég byðst fyrirfram afsökunar á öllum stafsetningarvillum. Ég veit að þær læðast með hjá mér þótt að ég reyni að vanda mig :)

Askja1234 | 26. maí '15, kl: 23:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég gat líka bara valið eitt þegar ég sótti um fyrir ári, það er buið að breyta skipulagningu námsins nokkuð á þessu ári sem ég er búin með, ég þori ekki alveg að fara með nákvæmlega hverjar þær eru.
Ég valdi yngri börnin og mér finnst það æðislegt þau eru svo yndisleg, en samt er ég líka alveg til að kenna eldri börnum.
Börnin eru von að fá kennaranema og finnst það gaman.
Ég var að kenna íslensku, stærðfræði, náttúrufræði mikið samþætt og svo kenndi ég líka ensku. Fyrst var ég soldið hrædd við það að kenna ensku, þar sem ég er ekki það góð að tala hana, en þetta var mjog gaman.
Og það er komið þannig að þú velur þér vettvangsskóla á voronn á fyrsta árinu og ert svo í honum restina af náminu, en ef maður vill fara í annan skóla er það yfirleitt ekkert mál :)

Angelsong13 | 26. maí '15, kl: 23:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sniðugt, ég ættla að reyna að sækjum um að fá vettfangsnám í Melaskóla þar sem hann er bara hérna á horninu. Ég er að stefna á eldri deildina í stærðfræði en væri nefnilega líka til í að kenna Ensku þar sem hún liggur svo vel fyrir mér.

Takk fyrir að vera að svara, mér fynnst nefnilega vanta mikið af svona auka uplýsingum inná síðuna hjá HÍ varðandi kennsluna. Eitthvað voðalega óljóst hjá þeim og ég þekki einga kennara þannig ég drekki bara kennurum á Blandi í spurningum í staðin :)

En þegar þú varst í vettfangsnáminu hvernig fór þetta fram hjá ykkur. Var mikill undirbúingur fyrir tímana? Fenguð þið eintök af kennslubókum krakkana til að undirbúa ykkur? Bjugguð þið til heimanám eða próf? Var kennari frá skólanum með ykkur eða voruð þið að mestu sjálfsstæð?

------------
Ég byðst fyrirfram afsökunar á öllum stafsetningarvillum. Ég veit að þær læðast með hjá mér þótt að ég reyni að vanda mig :)

Askja1234 | 27. maí '15, kl: 09:06:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alveg sammála þer að það vantar upplýsingar inn á síðuna hjá þeim.
Í fyrri vikunni í vettvangnáminu þar sem ég var þá kenndum við skv skipulagi umsjónarkennar og í seinni vikunni skipulögðum við allt og bjuggum til helling af verkefnum. Með heimanámið nei við lögðum ekkert fyrir en við hefðum mátt gera það. Við vorum það heppnar að það var starfsdagur í þessum tveim vikum sem við nýttum til að gera verkefni. Þetta tekur alveg lúmskt tíma.
Við fengu eintök af kennslubókunum hjá kennurunum ef það var til auka eintak, en það er hægt að fá allar kennslu bækur á bókasafni í Stakkahlíð.
Kennarinn var eitthvað með, mín var svo yndisleg hun spurði hvort ég vildi vera ein eða hvort mér væri sama ef hún sæti og fylgdist með. En eins og hún benti mér á ef hún er í stofunni þá lýta börnin alltaf á hana sem kennarann en ekki mig, þannig stundum þá var hún bara inni í 10 mín og fór svo eða kom inn í síðustu 10 min, var allur gangur á þvi.
Þú mátt spurja eins og þú vilt, mátt líka senda mér skilaboð.

Askja1234 | 26. maí '15, kl: 20:46:52 | Svara | Er.is | 1

á hverju sviði eru ekkert voðalega margir, ég er á textíl og þar erum við 6 og svo er ég líka í stærðfræði og þar eru eitthvað ca 10

cithara | 26. maí '15, kl: 21:33:21 | Svara | Er.is | 1

Mér fannst alveg gaman, misgaman auðvitað, sumt er alveg drepleiðinlegt en annað skemmtilegt vegur upp á móti.
Í þeim námskeiðum sem allir kennaranemar þurfa að taka (og stundum líka þeir sem eru í uppeldis- og menntunarfræði) eru hóparnir stórir en oft skipt í minni hópa í umræðu- og verkefnatímum. Í kjörsviðsnámskeiðunum eru bekkirnir yfirleitt litlir.
Kennarar í kennó elska umræður og verkefnatíma.
Aðstaðan er bara ágæt. Misjöfn aðeins eftir greinum en almennt skortir mann ekkert.
Ég skipti mér ekkert af félagslífi stóra hópsins en það var mjög skemmtilegt félagslíf á kjörsviðinu mínu og sá hópur heldur enn sambandi í dag, bæði til að skemmta sér saman og sem faglegur stuðningur í starfi fyrir okkur öll.
Ég nota tölvu. Kennarar í kennó elska líka hópverkefni og þá er gott að venja sig á að nota rafrænt form til að auðvelda samvinnu.
Vettvangsnámið er sífellt að taka breytingum og vonandi hefur það breyst til batnaðar síðan ég var þarna síðast. Við vorum alltaf spurð eftir hverja vettvangslotu hvað okkur finnst hafa tekist vel og hvað mætti betur fara og skipuleggjendur námsins mega eiga það að þeir reyna að taka mið af þessum ábendingum frá nemendum. Mér finnst vond hugmynd að velja sér einn vettvangsskóla og eiga að vera í honum öll fimm árin. Vonandi hefur því verið breytt. Skipuleggjendur voru alltaf að reyna að hafa meira samráð við kennarana á vettvangi um það sem kennaranemarnir ættu að gera og vonandi hefur það orðið betra með árunum. Það var dálítið um það að kennaranemar kæmu á vettvang með einhvern tilbúinn pakka sem þeir ætluðu að gera og prófa sem passaði svo ekkert inn í dagskrána hjá viðtökukennaranum. 


En svona í heildina er þetta skemmtilegt nám ef maður vill gera það skemmtilegt og starfið sem á eftir kemur líka mjög skemmtilegt.

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Angelsong13 | 26. maí '15, kl: 22:49:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

'Eg er sjálf að hugsa um að vera með tölvu, grunaði að það væri slatti um hópavinnu.
Ættla líka að muna það að ég þarf að aðlaga mig að skólanum en ekki skólin að mér í vettfangsnáminu. Sá sem ég talaði við á kynningardögunum sagði að vettfangsnámið væri orðið mjög gott, víst einhverjar breytingar sem voru nýlega þó ég er ekki viss hverjar þær voru.

Það hljómar eins og þú sért búin að lúka náminu. Ef svo er, hvernig gékk þér að fá vinnu eftir námið?

------------
Ég byðst fyrirfram afsökunar á öllum stafsetningarvillum. Ég veit að þær læðast með hjá mér þótt að ég reyni að vanda mig :)

cithara | 27. maí '15, kl: 07:13:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var komin með vinnu áður en ég kláraði

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

isora | 26. maí '15, kl: 23:01:56 | Svara | Er.is | 1

Ég er grunnskólakennari en fór reyndar ekki í gegnum HÍ/KÍ. Vildi bara segja að ég hef aldrei verið í jafnskemmtilegu starfi á ævinni. Það er svo gaman að fara í vinnuna og finna að maður gerir gagn. Allir dagar mismunandi :-)

Angelsong13 | 26. maí '15, kl: 23:50:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef nenfilega heyrt þetta mikið. Mig hefur lengi langað til að verða kennari. Því að þetta er svo áhugavert starf með allskonar skemmtilegu fólki og börnum. Líka að hafa þennan stöðugleika sem það er að kenna en sammt þá fjölbreytni og spennandi verkefni sem þú þarft að takast á við dag frá degi í kennslu.

Má ég spyrja hvaða fag þú ert að kenna og hvaða aldur?
Hversu stórir eru bekkirnir hjá þér?

------------
Ég byðst fyrirfram afsökunar á öllum stafsetningarvillum. Ég veit að þær læðast með hjá mér þótt að ég reyni að vanda mig :)

isora | 27. maí '15, kl: 14:58:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kenni tónmennt. Kenni nemendum í 1.-10.bekk :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 47995 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, paulobrien, Hr Tölva, Bland.is, annarut123