Staðgöngumæðrun-Vinaólétta

singleone | 29. apr. '21, kl: 16:38:33 | 128 | Svara | Er.is | 0

Ég er karlmaður á fimmtugsaldri og á fullorðið barn. Að eignast annað með barnsmóðurinni var aldrei raunverulegt option. Frá því að við barnsmóðir mín skildum hef ég verið í nokkrum samböndum en af ýmsum ástæðum, sem er óþarfi að þylja upp hér, var ekki hægt að eignast barn með þeim konum. Mig hefur mjög lengi langað til að verða faðir í annað sinn og mér líður eins og ég sé að brenna á tíma. Staðgöngumæðrun er ekki leyfð á Íslandi og það kostar ekki minna en 13 milljónir að gera slíkt í USA. Þá er ættleiðing mjög langt, erfitt og flókið ferli, sérstaklega fyrir einstæðan karlmann. Hvað get ég gert og hvernig á maður að snúa sér? Ég finn það svo sterkt hve mikið mig langar að verða pabbi míns annars barns, ég hef svo mikið að gefa af mér og veit betur nú, og er þroskaðari, en þegar ég var unglingur og eignaðist barnið mitt. Vinsamlega sleppið leiðindar athugasemdum takk.

 

adaptor | 29. apr. '21, kl: 16:58:33 | Svara | Er.is | 1

náðu þér bara í eina 25 ára

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Júlí 78 | 30. apr. '21, kl: 08:58:43 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst fallegt að ættleiða barn, svo mörg börn í heiminum sem þarfnast hjálpar. Ég skoða hér á netinu "Íslensk ættleiðing" Þar segir meðal annars um Tékkland: " erfitt að meta hversu langur biðtíminn getur orðið. Samkvæmt upplýsingum frá UMPOD er meðal biðtíminn um tvö ár." Tvö ár er ekki svo mikið og ef þú ert með mjög góðar aðstæður þá áttu alveg möguleika held ég.


Það er hægt að biðja einhvern sem þú ert ekki í sambandi við að verða ólétt (vinaólétta) eins og maður sá í fréttum, eitt slíkt dæmi þar kom nýlega í "Ísland í dag" á Stöð 2 minnir mig. En í því tilfelli var um náið vinasamband að ræða og þau mjög sammála um allt og að þau muni skipta viku og viku í framtíðinni, að barnið fengi að umgangast þau bæði mikið. En það kom líka í fréttum fyrir ekki mjög löngu síðan að kona (þekkt kona) ákvað að hjálpa vinum sínum (hommum) að eignast barn. Hún hélt greinilega að þar sem þau væru svo góðir vinir að hún fengi a.m.k. að fylgjast með barninu (eins og einhvers konar frænka). En nei, eftir fæðingu barnsins lokuðu hommarnir alveg á hana, þau greinilega ekki vinir lengur. Það fannst mér sorglegt, að lífmóðir barnsins fengi ekki að koma í heimsókn til vina sinna eins og áður og ekki einu sinni fá að fylgjast með barninu úr fjarlægð. Þessir hommar voru greinilega ekki "vinir í raun."


Staðgöngumæðrun. Eftir að hafa horft á þátt um staðgöngumæðrun þá sá ég greinilega að konur í fjarlægum löndum sem eru bláfátækar stökkva á það að gerast staðgöngumæður þar sem það getur hjálpað fjölskyldunni t.d. að eignast hús sem annars væri ómögulegt. En ein konan sem fæddi barnið sá ég að táraðist þegar fæðingin var afstaðin, hún vissi að hún fengi ekki að sjá barnið og þetta var erfitt fyrir hana. Eitthvað finnst mér slíkt snúist mest um peninga því augljóslega græddi milligönguaðilinn á tá og fingri á svona bisness.


adaptor segir þér að ná þér í eina 25 ára. Er ekki heldur mikill aldursmunur á 25 ára og kannski 45 ára? En kannski getur slíkt samband gengið veit það ekki. A.m.k. finnst mér að ef eina markmiðið er að eignast barn með þessari 25 ára þá geti það varla verið gott fyrir þig eða barnið. Það gæti endað með skilnaði. Skilnaðir hafa oft áhrif á börn hvað sem hver segir. Betra að þú sért þá ástfanginn af konunni sem þú reynir við en auðvitað getur það gerst að fólk sé ástfangið í byrjun en hætti svo að vera ástfangið. En mín skoðun er sú að fólk gefst upp á hjónabandinu oft alltof fljótt eða af lítilvægum ástæðum. Ég skil það samt alveg ef um alvarleg mál er að ræða svo sem t.d. ofbeldi í sambandi er að ræða.Júlí 78 | 30. apr. '21, kl: 09:11:00 | Svara | Er.is | 0

Svo er ekkert öruggt að þessi 25 ára geti eignast börn! En það er svo sem hægt að fá aðstoð við það hjá Livio, sumum hægt að hjálpa.
https://livio.is/livio-reykjavik/medferdir/glasafrjovgun/


adaptor | 30. apr. '21, kl: 14:54:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá nær hann sér bara í aðra svo er hægt að sofa hjá eins mörgum ungum konum og hann getur það ætti ekki að vera vandamál þar sem ungar konur eru yfirleitt frekar svagar fyrir eldri og þroskaðari mönnum

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

ert | 30. apr. '21, kl: 14:57:24 | Svara | Er.is | 0

Þú getur reynt að tala við lesbíur. Sumar vilja ekki danskan sæðisgjafa heldur alvöru föður. Svo gætirðu reynt að sækja um að vera fósturforeldri. Margir hafa fengið börn í varanlegt fóstur sem þeir hafa svo ættleitt þegar þau hafa orðið fullorðin.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kammó | 3. maí '21, kl: 15:24:55 | Svara | Er.is | 0

Það er mikill skortur á fósturfjölskyldum hjá Barnavernd Reykjavíkur, ef þér líst á þá leið er að skella sér á námskeið fyrir verðandi fósturforeldra hjá Barnaverndarstofu og skrá sig síðan á lista hjá Barnavernd sem fósturforeldri sem vill barn í varanlegt fóstur.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Borgarlínuruglið _Svartbakur 19.6.2021 19.6.2021 | 14:58
Indverska afbrigði VValsd 19.6.2021
Hnífsstungan Flactuz 13.6.2021 18.6.2021 | 21:14
Lofa en svíkja Júlí 78 18.6.2021 18.6.2021 | 20:57
Framhjáhald Gúnda 14.6.2021 18.6.2021 | 12:23
Kemur bragðskyn aftur? animona 17.6.2021 18.6.2021 | 12:17
Hvað á ég að gera í sumar?? Lallitré 6.6.2021 18.6.2021 | 12:10
Erlent heilbrigðisstarfsfólk vill ekki bólefnið... Splattenburgers 3.1.2021 18.6.2021 | 09:18
Þvottavélar og gæði francis 4.6.2021 17.6.2021 | 13:18
Örmagna Móðir. Dufa6095 10.6.2021 17.6.2021 | 13:17
Miklabraut og Sæbraut í stokk Júlí 78 15.6.2021 17.6.2021 | 08:59
Efnagreining AnnaJaka 14.6.2021 15.6.2021 | 19:26
Flutningur og keypt þjónusta. Mjallhvít og dvergarnir 5 13.6.2021 15.6.2021 | 13:01
Kynlíf eldri manna? þaþað 10.5.2021 14.6.2021 | 23:35
Gefins egglos og þungunarpróf stjernen 14.6.2021
Febrúarbumbur 2022 Laubba 09 13.6.2021 14.6.2021 | 19:22
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 14.6.2021 | 17:06
Nám Sjúkraliði vs Hjúkrunarfræðingur koddinn 13.6.2021 14.6.2021 | 10:20
Losna við reykjarlykt Kimura 3.6.2021 13.6.2021 | 23:52
Brakar i nýju dýnunni Boli12345 12.6.2021 13.6.2021 | 22:55
Vegahandbók - Ferðakort robertdan 13.6.2021 13.6.2021 | 22:38
Kringum appið, 10.000, áhugaverðir staðir og sögur á Íslandi. sima 13.6.2021
Rúm innfallið í skáp abtb 13.6.2021 13.6.2021 | 15:12
Nú erum við að sjá frekar mikil lágmenningareinkenni eins og t.d. tató í þjóðfélaginu. _Svartbakur 12.6.2021 13.6.2021 | 09:11
Læknar Blands haustsala 7.6.2021 13.6.2021 | 01:08
Erfðaskrá? Hr85 11.6.2021 12.6.2021 | 13:07
Aztra - bólusetning 2 bland20 7.6.2021 12.6.2021 | 10:55
Málningarsprauta ormagull 6.6.2008 12.6.2021 | 01:13
Hvað á ég að gera í sumar?? Lallitré 6.6.2021 11.6.2021 | 21:56
Gelísprautun hjá Húðfegrun Klént 20.7.2017 11.6.2021 | 21:13
Biðröð út að Glæsibæ Júlí 78 10.6.2021 11.6.2021 | 17:00
Var notuð staðgöngumóðir? VValsd 8.6.2021 11.6.2021 | 13:16
Ódýrasta bensínið? animona 10.6.2021 11.6.2021 | 04:22
Mánaðarlaun smiðs megagells 13.2.2021 10.6.2021 | 20:58
Biden og US. _Svartbakur 10.6.2021 10.6.2021 | 17:44
Er einhver % þak á staðfestingagjaldi á vörum eða þjónustu sem ekki fæst greitt til baka? Gunna stöng 9.6.2021 10.6.2021 | 16:25
Verður einhventíma tækni til að hringja í látna menn ? _Svartbakur 10.6.2021 10.6.2021 | 16:13
150 manna veisla - veitingar Brallan 9.6.2021 9.6.2021 | 22:44
Sjálfstæðisflokkur á brauðfótum ? _Svartbakur 6.6.2021 9.6.2021 | 20:07
Bókin; Bragð í baráttunni Bragðlaukur 3.6.2021 9.6.2021 | 14:00
Hver á Ísland ? Lukkuriddarar ? _Svartbakur 8.6.2021 8.6.2021 | 20:05
Auka vinna olla2 8.6.2021
Af hverju koma plágur ? Flactuz 1.6.2021 8.6.2021 | 15:52
Er bilun hjá fleirum VValsd 8.6.2021
Femínistar og hinseginaktívistar Hr85 8.6.2021 8.6.2021 | 10:31
Latibær DVD/VHS/Bók/Vörur ACFTheNerd 7.6.2021
Hvað er : Evrópusamband ? Flactuz 5.6.2021 7.6.2021 | 16:19
Askoll eB1 rafmagnshjól hesh 7.6.2021
Móðir Ingu Sæland: Inga skrökvar ekki Júlí 78 6.6.2021 6.6.2021 | 17:03
Þvottur anx 6.6.2021
Síða 1 af 49173 síðum
 

Umræðustjórar: aronbj, rockybland, Bland.is, Gabríella S, mentonised, anon, karenfridriks, joga80, tinnzy123, flippkisi, MagnaAron, ingig, Coco LaDiva, vkg, krulla27, superman2, Krani8