Stjúptengsl

F4 | 2. mar. '15, kl: 20:38:17 | 1219 | Svara | Er.is | 0

Stúptengsl eru furðulega flókin!

Sko málið er það að maðurinn minn á tvö börn sem eru 8 og 14 ára. Og ég á börn sem eru á svipuðum aldri.

Þetta er svo sem ekkert að gagna illa fyrir sig þegar börnin hans eru hérna, jú auðvita finnst þeim ekki spennandi að deila athygli pabba síns með tvemur öðrum börnum og var frekar erfitt fyrst.
Við svona einblíndum á það að reina að gera eitthvað með þeim sem þeim langaði að gera, spila og eitthvað þannig. Þá kom nátúrulega það vandamál upp að mín börn urðu sár og fannst hans börn ráða öllu um barnahelgarnar. Jú þó að ég sé með börnin mín alla virka daga þá eru barnahelgarnar tímin sem ég vil nota í að hafa kósí með þeim og það verður bara að reina að gera öllum til geðs. Er verið að vinna í því núna... allt að ganga betur.
"Ef eitthver er að spá þá erum við búin að búa saman í ár"

En þetta er svo sem ekki það sem ég ætlaði að væla yfir enda allt í vinslu og er alltaf að verða betra og betra.

Málið er það að nú hrindi barnsmóðir mansins mín í hann um daginn og bað mig um að vera ekki að þraungva því upp á börnin hans að ég væri stjúpan þeirra... þær væru sko nógu gömul til þess að velja þetta sjálf. "ætla ekki að rífast um það... þetta er alveg rétt." Maðurinn minn fékk engan tíma til að útskýra neitt. Hún skelir á hann og vill ekkert ræða um mig meir. Nú er ég bara gríla.

Málið er að stúptengsl komu í umræður við matarborðið hjá mér einn daginn. Dóttir mín spurði hvort þau væru ekki orðin stúpsitkyni sín. Hvorki ég né maðurinn minn vissum hvernig við ættum að svara þessu þar sem við hefðum ekkert rætt neitt um þetta. En ég endaði bara að segja þeim þar sem við værum nú saman að þá væru þau tæknilega stúpsistkyni. Dóttir mín var rosakát enda þykir henni mjög vænt um þau. En í framhaldinu sagði hún svo við mig hvort ég væri þá ekki stjúpmamma þeirra, ég svarði því þannig að þær fengju að ráða því hvort þær vildu hafa það þannig. Þetta var svo ekkert rætt meir þann daginn nema þegar dóttir mín kemur og segir að hún vilji sko að maðurinn minn sé stúppabbi hennar.

Allt í lægi... við ákáðum að við ætluðum að ræða við barnsmóður hans um þessi mál og vera í samráði við hana um hvernig þetta yrði tæklað í framhaldinu. Umrædda helgi kemur hún ekki að sækja þær heldur kemur amma þeirra í hennar stað þar sem hún var að vinna fram að kvöld.
En svo gleimist að hringja í hana á mánudagsmorguninn og við erum ekki fyrr komin heim fyrr en hún hringir og gargar á manninn minn um að ég eigi sko ekki að tilta mig sem stjúpu.

Ég vil taka það fram að það hafa alltaf verið góð samskipti á milli þeirra mannsins míns og barnsmóður hans og þessi hegðun kemur mér mjög á óvart.
En hvað á ég að gera?
Hún vill ekkert ræða þetta frekar og ég fæ ekki tækifæri til að leiðrétta þennan miskilning.

 

Tipzy | 2. mar. '15, kl: 20:43:06 | Svara | Er.is | 21

Uhh þú býrð væntanlega með manninum, þá ertu stjúpa þeirra sama hvað hún eða börnin segja. Skil ekki alveg hvað er svona hræðilegt við að segja þú sést stjúpa þeirra, myndi skilja það ef þið væruð bara rétt byrjuð að deita og engin alvarleiki komin í sambandið.

...................................................................

F4 | 2. mar. '15, kl: 20:49:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jújú auðvita er ég það... en það er nátúrulega svo misjafn hvernig fólk tekur þessu.... barnsmóðirinn er greinilega ekki að taka þessu vel og börnin hans heldur ekki. En ekki það að mig er nkl sama hvort þau kalla mig stjúpu eða ekki, ef þær vilja það ekki þá þurfa þær aldrei að gera það. Og þá sértaklega ekki ef það fer eitthvað fyrir brjóstið á þeim. Mig finnst þetta orð bara skipta engu máli... ég bý með þessum manni og búin að gera það í þennan tíma og er ekkert að fara að hætta því. Æji hausin á mér er farin að snúast í hringji og ég er hætt að geta skrifað um þetta... ætla að standa upp og teygja úr mér og eitthvað... svara þér kannski betur á eftir.

Tipzy | 2. mar. '15, kl: 20:53:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Það er ekki eins og þau séu að kalla þig mömmu, konan sem býr með föður manns en er ekki móðir manns er og kallast stjúpa.  Finnst þetta undarleg og ýkt viðbrögð hjá manneskjunni.

...................................................................

josepha | 3. mar. '15, kl: 21:18:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Uuu ok. Það er bara verið að búa til drama úr engu hérna. Þú ERT stjúpa þeirra, en ef þetta er svona hræðilegt orð þá ætti ekki að vera mikið mál að sleppa því orði og segja bara "konan hans pabba" eða eitthvað álika í staðin. 

strákamamma | 3. mar. '15, kl: 22:45:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

æ´mér finnst að krakkarnir eigi að fá að ráða svona hlutum.   


Stjúpsonur minn kallar mig mömmu, það er hans val og ákvörðun og hann má það alveg.    elstu synir mínir tveir tala um mömmu sína á íslandi (stjúpan) en ég veit ekki hvað þeir kalla hana, mér finnst það frábært að þeir eigi svona gott samband við hana og hún er þeim virkilega alveg eins og mamma.   áttáringurinn minn talar alltaf um og við konu pabba síns með nafni, enda er ekkert rosa mikið samband.   


Minnsti gormurinn talar líka um konu pabba síns með nafni, en hann á samt tvo pabba og kallar bæði pabba sinn og manninn minn fyrir pabba.   




við höfum ekkert skipt okkur af þessu hjá krökkunum, þetta eru þeirra sambönd við þeirra foreldra og ekki okkar að stjórnast í þessu

strákamamman;)

F4 | 3. mar. '15, kl: 22:54:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er einmitt á þessari skoðun að þau eigi bara að fá að nota þau orð sem þeim þykir þæginlegast. Maður þarf ekkert að þraungva þessu upp á þau. Þau kalla stúpa sinn t.d. pabba en ekki stjúpa og aldrei hefur verið gert neitt mál úr því. Okkur þykir það bara eðlilegt þar sem þau búa með þeim manni og þau eiga þar gott samband.
En auðvita vill maður ekki skapa nein leiðindi út af þessu.

Það er búið að koma inn á það að þetta hefði kannski valdið eitthverju afbrýðissemi hjá mömmunni.
En ég hef svo sem líka verið að velta því fyirr mér hvort að börnin sjálf hafi tekið þetta inn á sig og ekki verið sátt... ég skil þær aðstæður eignlega meira ef börnin hafi eitthvað komið ósátt heim og fundist þessu hafa verið eitthvað þraungvað upp á þau. Þá skil ég meira það að mamman sé eitthvað fúl þó ég skilji ekki alveg þessi viðbrögð.

Hefði bara verið gott að fá að vita aðstæðurnar... þá lægi maður ekki heima að velta þessu fyrir sér.

Gunnýkr | 4. mar. '15, kl: 14:26:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

auðvita er góð hugmynd að krakkarnir ráði hvað þau kalli hana. En hún er stjúpmamma þeirra ef hún býr með pabba þeirra.
Sama hvað hver segir. 

strákamamma | 4. mar. '15, kl: 14:30:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er auðvitað alveg hárrétt :)

strákamamman;)

kauphéðinn | 2. mar. '15, kl: 20:44:19 | Svara | Er.is | 5

Þetta er ekki hennar að stjórna hvort eð er, ef maðurinn þinn er sáttur við nafngiftina og börnin hans líka kemur þetta fyrrverandi ekki baun við

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

F4 | 2. mar. '15, kl: 20:54:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er málið að eldra barnið er ekkert voðalega sátt við það að ég hafi verið kölluð stjúpmóðir í þetta eina skiptið.
Ætlum reindar að ræða við það um komandi helgi og skýra það út fyrir því að þetta var auðvita bara barn sem var að velta hlutum fyrir sér og við höfum aldrei titlað okkur í neinar stöður

kauphéðinn | 3. mar. '15, kl: 14:14:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skil, það er 14 ára og alveg hægt að ræða við það um að þetta sé alfarið þeirra ákvörðun, barnanna, þú sért sátt við þeirra ákvörðun og tifinningar í þessu. Þetta er allavega mín ráðlegging.

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

F4 | 3. mar. '15, kl: 19:21:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er palnið að ræða við þau, við vildum bara heira í mömmu þeirra fyrst og leifa henni að vera með í því hvernig við tækluðum framhaldið.

Myken | 3. mar. '15, kl: 21:54:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvad thau kalla thig rada thau alveg sjalf hvort sem thad er mamma eda stupa eda med nafni en thad breytir thvi to ekki ad medn ykkar samband varir tha ERT thu stjupa theirra og børnin ykkar ERU stjupsystkyni..
Svo er annad mal ad kannski finnst theim thad vera eitthvad endanlegt og tha ØLL von uti ad mamma og pabbi taka saman aftur ..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

F4 | 3. mar. '15, kl: 22:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hefði kannski átt að taka það fram í upphafsinlegginu að þau eru ekki búin að vera saman frá því rétt eftir að yngra barnið fæðist, þannig að það eru tæp 8 ár síðan þau hættu að vera saman. Auk þess er ég ekki fyrsta konan sem hann býr með eftir þann tíma en samt önnur.

Kannski fynnst þeim þetta óþæginlegt þar sem þau náðu og ná vel til hans fyrverandi. Meira að segja það gott samband að hún hittir þau af og til enþá. Ég myndi frekar áætla að það sé málið heldur en að vonin sé farin með mömmu og pabba.

Æji þetta er furðulega flókið allt saman, maður reinir bara að klóra í bakkan með þetta.

Myken | 3. mar. '15, kl: 22:38:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja thad getur meira en verid su sem hann var med a undan ther eda kannski bara brend eftir thad tho thad se gott samband en eins og eg segi thad breytir ekki thvi sem thu ert

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

F4 | 3. mar. '15, kl: 22:40:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er góður puntur

tjúa | 2. mar. '15, kl: 20:50:52 | Svara | Er.is | 3

Tek undir hinum: þetta er ekki hennar ákvörðun og verið þið ekkert að eyða púðri í hvað henni finnst, það er hennar að vinna úr þessu. 


En vá hvað ég kannast við þetta allt saman og vá hvað það var oft erfitt að vera í þessari stöðu. Krökkunum okkar kom mjög vel saman en það var samt ekki nóg til þess að forðast einhverja afbrýðissemi á pabbahelgunum, hvort sem það voru hans börn eða mín og sumir sáttari við þetta allt saman en aðrir. 
Núna eftir skilnaðinn þá sakna ég alveg barnanna, en ég sakna þess ekki að vera stjúpmamma. 

F4 | 2. mar. '15, kl: 20:57:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er alveg furðulega erfitt... það er mjög erfitt að reina að gera 4 börn öll sátt á sama tímapuntinum.
Og svo var ég nú að hlægja að því hérna um daginn því að ég og maðurinn minn höfum verið vinir í þó nokkuð mörg ár og börnin okkar þekkjast alveg vel, hafa alltaf verið vinir og mjög sjaldan eitthvað komið upp á milli þeirra áður en við fórum að búa saman. En um leið og það gerðist þá fór að bóla á afbrýðissemini. Og ekki bara hjá hans börnum heldur mínum líka. En það hlítur að koma með tíð og tíma.

rokkrokk | 2. mar. '15, kl: 22:07:06 | Svara | Er.is | 9

Hef engin ráð, langaði bara að segja að miðað við það sem þú ert búin að skrifa held ég að börnin öll séu heppin að eiga þig að, virðist vera með þroskuð viðhorf :)

fálkaorðan | 2. mar. '15, kl: 22:43:34 | Svara | Er.is | 2

Er hún ekki alveg í jafnvægi konan?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

F4 | 2. mar. '15, kl: 23:00:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hún hefur verið það hingað til. Eins og ég sagði áður þá hefur alltaf verið góð samskipti þarna á milli.
Ég hef reindar verið að velta fyrir mér hvort það sé eitthvað bara að gerast í hennar lífi sem hefur áhrif á þetta. Kannski var bara eitthvað annað áreiti á henni og þetta hafi bara fillt mælinn. Æji maður veit svo sem aldei.
Það er bara svo leiðinlegt þegar ekki er hægt að ræða hlutina. Ég ætla bara að gefa henni tíma, kannski verður hún tilbúin til að ræða þetta seinna. Þetta lá bara svo þungt á mér, sértaklega því ég bjóst aldrei við þessu frá henni.

kisugrey | 2. mar. '15, kl: 23:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

 Vá hvað þú ert flott. Og ég er  ósammála flestum hér. Auðvitað kemur henni allt svona við. Þetta er ekkert svart/hvítt og það er örugglega erfitt að börnin mans fari að kalla einhvern stjúpmömmu(pabba/systkin etc. Ég skil hana. Og þig. Og hef fulla trú á að þetta jafni sig, tala nú ekki um ef þú tekur þennan vinkil sem þú ert að taka á þetta. 

strákamamma | 3. mar. '15, kl: 22:47:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég skil ekki að það þurfi að vera erfitt að börnin manns kalli annað fólk foreldra sína...fólk sem er foreldrar þess.   Ég held ég hafi sjaldan fundið fyrir eins miklum létti eins og þegar synir mínir töluðu um mömmu sína á íslandi talandi um stjúpu sína. 


EF fólki finsnt það erfitt á það samt að díla við það í friði án þess að blanda börnunum inní það, ÞAÐ finnst mér eigingjarnt

strákamamman;)

F4 | 3. mar. '15, kl: 23:02:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svo gætum við líka tekið annan vínkil á þetta þar sem við vitum ekki en allar forsendur.

Hvað ef þessi umræða við matarborðið hafi farið illa í börnin og þau hafi t.d. kvartað yfir því að ég hefði verið að þraunva þessu stúp hugtaki upp á þau og mömmunni hafi sárnað við það að börnunum sínum liði ekki allt of vel.

Þá er það eitthvað sem foreldar ættu að ræða sína á milli.

Datt bara í hug að skjóta þessu inn... þar sem ég hef verið að velta þessu mikið fyrir mér og hef dottið á alskyns tillögur um þetta. Er eiginlega farin að hugsa of mikið út í þetta :/

En ég á pottþétt eftir að skella inn hér hvað kemur út úr þessu, þegar að því kemur... þar sem það er að létta heilan helling á mér að fá að blása út hérna.

F4 | 3. mar. '15, kl: 23:03:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þegar ég meina allar forsendur þá er ég að tala um að við vitum bara það sem er að gerjast í mínum haus... ekki hennar

strákamamma | 4. mar. '15, kl: 03:56:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þá er samt spes að verða fúl....í stað þess að benda ykkur bara á að krökkunum hafi þótt þetta óþægilegt.

strákamamman;)

Felis | 4. mar. '15, kl: 09:47:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég fékk alveg smá sting í hjartað þegar sonurinn spurði mig hvort að hann ætti að kalla stjúpuna sína mömmu - en ég lét það samt ekkert hafa áhrif á svarið til barnsins (þetta var líka á tíma sem allt var enn frekar hrátt eftir sambandsslitin okkar). Ég sagði honum að hann yrði að ræða það við stjúpuna og ef þau væru bæði sátt við að hann kallaði hana mömmu þá væri það alveg í lagi en þetta væri eitthvað sem ég réði ekki. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 4. mar. '15, kl: 14:16:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nkl....   þú lést það ekki hafa áhrif á svarið til sonarins...   það er algerlega bottom line

strákamamman;)

kisugrey | 4. mar. '15, kl: 15:51:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk verður ekkert átómatsíkt foreldrar við það að búa með foreldrum. Maðurinn hennar mömmu hefur aldrei verið pabbi minn. Þetta er bara mjög viðkvæmt mál og það að einhver kellingahópur rjúki til og meti andlegt ástand móður út frá þessu er alveg út í hött. Mér finnst upphafsinnleggið sýna þessu skilning og þroska og það er bottom lænið. 

strákamamma | 4. mar. '15, kl: 17:11:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

maður verður alveg gersamlega átómatískt stjúpforeldri við að búa með foreldri...  þannig er það bara...  það er það sem það hutverk heitir hvað svo sem dýpt sambands milli barns og stjúpforeldris líður.


Þetta er kannski viðkvæmt fyrir suma, en það er glatað að taka eigð óöryggi út á börnunum sínum.    að bregðast við því með illindum að börnin manns eigi stjúpu sýnir ekki alveg frammá jafnvægi svo ég skil vel að hún skuli velta fyrir sér ástandi móðurinnar...ss hvort það geti verið eitthvað annað áreiti í gangi eða hvort þetta snúist bara um að börnin eigi þarna stjúpmóður 

strákamamman;)

kisugrey | 4. mar. '15, kl: 17:45:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessari fyrstu fullyrðingu er ég mjög ósammála. En vel má vera að það sé búið að skilgreina þetta. En faðir, móðir, foreldri eru sterk og gildishlaðin orð sem að bera ábyrgð. Ekki allir kæra sig um og á ekki alltaf við. 

Felis | 4. mar. '15, kl: 17:48:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

stjúpfaðir og stjúpmóðir eru ekkert jafngild orð og faðir og móðir
í raun segja þau bara að viðkomandi sé í sambúð með einhverjum sem er foreldri. 


Þess má geta að feður og mæður eru (of) oft ekkert merkilegar manneskjur í lífi barna heldur. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

kisugrey | 4. mar. '15, kl: 17:53:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega og því augljóslega mismunandi viðhorf til þeirra einnig. Og er það ekki eitthvað sem ber að virða? Konan sem barnsfaðir minn býr með, sem hittir barnið mitt 2x í mánuði 4 daga tótal er ekki stjúðmóðir hennar. Hún er kona pabba hennar. 

Hasimausi | 4. mar. '15, kl: 18:59:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Er það sem sagt magnið en ekki gæðin sem skipta máli hjá þér? Þar sem pabbinn hittir barnið jafn marga daga í mánuði er hann þá, skv. þinni eigin skilgreiningu, ekki foreldri heldur eða á þetta einungis við um stjúpforeldri? Eða nær óöryggi þitt ekki til hans líka?

kisugrey | 4. mar. '15, kl: 19:02:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei hann bjó til þetta barn og er því pabbi hennar. Og hann er, var og verður pabbi hennar hvað svo sem hver segir. Líður kjánalega að útskýra þetta..... Óöryggi? Hmmm. 

Hasimausi | 4. mar. '15, kl: 19:06:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nú en hann hittir barnið bara í fjóra daga á mánuði? Verða menn alltaf feður þegar þeir barna konu en stjúpmæður verða konur pabbanna ef þær ná ekki tilskyldum dagafjölda í mánuði?

kisugrey | 4. mar. '15, kl: 19:08:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla ekki þangað sem þú vilt að ég fari. SKilgreining mín á orðinu stjúpforeldri er önnur en þín og ég er ósammála því að fólk fái þennan titil við það eitt að deita annað foreldri. Og þetta má deila um og hafa misjafnar skoðanir á, velta fyrir sér á ýmsa vegu. Hinsvegar er ekki hægt að hafa skoðun á hvort að einhver sé pabbi eða mamma.... Það liggur í hlutarins eðli. 

Hasimausi | 4. mar. '15, kl: 19:12:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei þín skilgreining á stjúpu barnsins þíns er á skjön við almenna skilgreiningu á hlutverki stjúpmæðra. Þar sem sú skilgreining nær ekki yfir föður hennar líka geri ég ráð fyrir að missamræmið sé tilkomið vegna óröyggis þín í garð stjúpmóður sem gæti mögulega tekið eitthvað hlutverk frá þér þegar kemur að barninu. 


Ég myndi bara gæta mín á því að barnið átti sig ekki á þinni afstöðu gagnvart stjúpmóður þess því það gæti verið slæmt fyrir barnið. 

kisugrey | 4. mar. '15, kl: 19:17:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún ræður bara alveg sjálf hvað hún kallar hana. Nafnið hennar er fínt. Vá hvað þú ert reið. Engin heift hér á bæ, bara allt í chillinu sko. 

niniel | 4. mar. '15, kl: 19:30:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Stjúpforeldri er samt orð með ákveðna merkingu, og sú merking er einfaldlega maki foreldris. 


Ég get alveg sagt að mér finnist chihuahua ekki vera hundur, það breytir því samt ekki að merking orðsins hundur nær yfir það dýr, alveg sama hvað mér finnst um það og hvaða merkingu ég legg í orðið.

Hasimausi | 5. mar. '15, kl: 00:45:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já einmitt, ég er alveg brjáluð yfir konu sem er óörugg gagnvart nafnorði. 

kisugrey | 5. mar. '15, kl: 09:11:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fyrirgefðu en mér finnst þú sýna hroka og yfirlæti. 
Stjúpforeldri, orðið sjálft, hefur átt erfitt uppdráttar lagalega séð. Í lagalegum og upprunalegum skilningi og merkingu orðsins er átt við maka annars blóðforeldris, eftir hjónaband. Það er afar frjálslega farið með þetta orð hér og margar konur (segi konur því þetta er þeim oftar meira hjartans mál en mönnum) telja sig stjúpmæður við fyrsta sleik. Ég er einungis að reyna að benda á að fólk er með misjöfn viðhorf þarna og móðirin sem um ræðir þarf ekkert að vera basket case líkt og margar vilja mála hana. 

Hasimausi | 5. mar. '15, kl: 10:09:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þetta er almenn skynsemi en eg skil vel að það komi ut eins og hroki fyrir óörugga manneskju sem situr föst í ótta gagnvart orði. Ekki gott að festast á þessum stað sem þu ert á. Held að margar mæður upplifi þetta óöryggi þegar stjupmoðir kemur inn i myndina svo komast þær yfir það. Það er bara hollt að yfirvinna eigið óöryggi serstaklega þegar það gæti haft neikvæð ahrif a börnin manns.

daggz | 5. mar. '15, kl: 11:08:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Orðið átt erfitt uppdráttar lagalega séð? What?

Reyndar er skilgreiningin á þessu orði bara mjög skýr. Og þín túlkun á skilgreiningunni er einfaldlega röng. Ég held ég verði að vera sammála Hasimausi varðandi það að þar er örugglega þitt eigið óöryggi að spila inn í.

Strákurinn minn á stjúpmóður. Hann þekkir hana mjög takmarkað þar sem hann er nýfarinn að fara til pabbans og hann fer stopult þangað (mikil fjarlægð á milli). Konan er samt stjúpmóðir hans hvort sem mér líkar betur eða verr. Sonur minn ræður hvað hann kallar hana en það breytir engan veginn hennar titli og þeirri staðreynd að sonur hennar er stjúpsonur sonar míns.

Þar breytir mín túlkun á eitthverju orði engu máli. Svona eru bara staðreyndir málsins og mínar tilfinningar eða vilji eru málinu alls óskyld.

--------------------------------

daggz | 5. mar. '15, kl: 11:23:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Stjúpbróðir!! Ekki sonur, jahérna hér...

--------------------------------

alboa | 5. mar. '15, kl: 11:12:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar ósköp skýrt lagalega sé. Sambúðarmaki eða maki í hjónabandi með foreldri er stjúpforeldri.


kv. alboa

Grjona | 5. mar. '15, kl: 11:20:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Óttalegt bull er þetta.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

strákamamma | 5. mar. '15, kl: 12:52:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég les enga reiði úr innleggi hennar, en það er ólíklegt að barnið þitt pikki ekki upp þínar tilfinningar gagnvart stjúpmóður sinni þegar þú ert svona rosalega óörugg með þetta.


Börn er snillingar í að finna svona væba....og börn vilja líka þóknast foreldrum sínum svo þín afstaða til stjúpmóður dóttur þinnar gæti gert það að verkum að dóttir þín finni fyrir spennu gagnvart stjúpmömmu sinni....sem er jú afar sorglegt barnsins vegna

strákamamman;)

EvaMist | 5. mar. '15, kl: 09:01:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Skilgreining þín á ekkert að vera öðruvísi en hjá öðrum. Þetta orð hefur þessa merkingu hvort sem þér líkar betur eða verr. Konan er maki pabbans og verður þannig stjúpforeldri hvort sem þér eða henni líkar það eða ekki. Hinsvegar tekur auðvitað tíma að verða raunverulegt foreldri þ.e. Ná innilegu sambandi milli stjúpmóður og barns þannig að fólk talar almennt ekki um stjúpmóður um leið og hún flytur inn.

strákamamma | 5. mar. '15, kl: 12:55:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég var orðin stúpa sonar míns í hans huga áður en hann og pabbi hans fluttu inn til okkar....ég hafði líka hitt hann jafnmikið og pabbi hans alveg rúmlega hálft ár á undan þvi og hann var farin að kalla mig mömmu þá.   


Ég var afturá móti ekki orðin lagaleg stjúpmóðir hans fyrr en við bjuggum saman....heldur var ég kærasta pabba hans. 

strákamamman;)

alboa | 5. mar. '15, kl: 11:11:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skilgreining þín er bara ekki rétt. Skilgreining á stjúpforeldri er maki foreldris. Sama hvað þínar tilfinningar segja um málið.


kv. alboa

strákamamma | 5. mar. '15, kl: 12:49:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

tja...ég er sammála þér um að maður verður ekki endilega stjúpforeldri við það eitt að deita foreldri...en um leið og fólk býr saman, þá er sambúðaraðilinn orðin stjúpforeldri.  hvort sem hann hittir barnið 4 daga í mánuði eða er með barnið14 daga í mánuði. 

strákamamman;)

Felis | 5. mar. '15, kl: 10:11:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég held að þú sért ekki að ná þessu


sonur minn á stjúpmömmu þó að hann hitti hann nánast aldrei, hann á líka pabba sem hann hittir afar sjaldan. Stjúpan og pabbinn búa saman. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 5. mar. '15, kl: 10:17:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kona pabbans = stjúpmóðir. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Lilith | 5. mar. '15, kl: 11:52:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef hann býr með þessari konu þá telst hún stjúpmóðir barnsins. Hins vegar er barninu alveg frjálst að kalla hana eitthvað annað, rétt eins og fólk þarf ekki að líta á blóðforeldra sem foreldra... en þeir skilgreinast samt sem slíkir.

Blah!

Charmed | 5. mar. '15, kl: 12:08:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmmm
Dætur mínar hitta pabba sinn að meðaltali þriðju hverju helgi. Kona hans er samt stjúpmamma þeirra. Skildi þetta ef fólkið væri búið að vera saman í einhverja x mánuði en þegar fólk er farið að búa saman og búið að búa saman í einhvern tíma verður makinn stjúpforeldri barnsins sama hvort barnið fari oft eða sjaldan til umgengnis foreldris.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

strákamamma | 5. mar. '15, kl: 12:48:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en hún ER stjúðmóðir hennar....alveg sama hvaða tilfinningu þú hefur gagnvart henni.  skilgreining hennar á íslensku hreinlega er að hún er stjúpmóðir dóttur þinnar. 

strákamamman;)

gruffalo | 5. mar. '15, kl: 14:25:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Haha what. Kona pabba míns, sem ég fór til 4 daga í mánuði þegar ég var barn, var og er svo sannarlega stjúpmóðir mín. 

Lilith | 5. mar. '15, kl: 11:50:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er í raun löngu búið að skilgreina hvað stjúpmóðir og stjúpfaðir er. Strangt til tekið á þetta held ég einungis við um fólk sem er gift, en í nútíma samfélagi er mjög eðlilegt að þetta nái einnig til fólks sem er í sambúð og þannig líta flestir á þetta í dag.

Blah!

daggz | 5. mar. '15, kl: 12:21:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar á þetta líka við sambúðarfólk.

--------------------------------

Lilith | 5. mar. '15, kl: 13:48:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok, ég var ekki viss hvort það væri búið að "uppfæra" skilgreininguna ;)

Blah!

Guppyfish | 2. mar. '15, kl: 23:08:10 | Svara | Er.is | 2

Sko thú virdist vera ad gera allt thad rétta í vidbrögdum en hey thú ert stjúpan sama hvad hún segir.Ekki samt ýta á neitt hjà barnsmódurinni tví thad veldur bara leidindum thvímidur

Dalía 1979 | 3. mar. '15, kl: 21:46:27 | Svara | Er.is | 0

Eg myndi bara halda að það hafi orðið einhver afbríðissemi sem hefur blossað upp við að heyra þetta hja börnunum

F4 | 3. mar. '15, kl: 21:57:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Væntanlega... en málið er það að öll samskipti við hana hafa verið góð. Hún var mjög forvitin þegar við fórum að deita og vildi vita mikið um mig (ég er ekki fyrsta konan sem maðurinn minn býr með eftir að þau hætta saman enda hætta þau að búa saman rétt eftir að þau eiga yngra barnið, þannig að það ætti ekki að vera vandamálið).
Og meira að segja þá eru góð samskipti við fyrrverandi konu mansins míns þar sem hún tengdist börnunum svo vel, börnin fara til hennar annað slagið og allir vinir.
Kannski var þetta bara allt of gott til að vera satt. Kannski er þetta bara eitthvað tilfallandi, við hljótum að komast að því á endanum.

Ég var bara svolítið sár og er. En reini mitt besta að taka pollýönu á þetta. Ekki það að ég trúi ekki örðru upp á barnsmóður hans nema að tala um þetta við hann á endanum. Þau hafa ekki rifist síðan þau skildu þannig að þetta kom honum í opna skjöldu líka og varð frekar sár yfir þessu líka.
Við erum búin að ræða þetta hérna heima og niðurstaðan er að gefa henni tíma, vera ekkert að ýta of mikið á þetta, sjá hvernig verður næstu pabba helgi og ef það verður eitthvað meira vesin út af þessu þá verður þríst á hana um að ræða þetta frekar.

fellin | 4. mar. '15, kl: 09:43:43 | Svara | Er.is | 6

Þú ert stjúpa þeirra hvað sem þau eða mamma þeirra segir. Á sama hátt og sá sem býr við hliðina á þér er nágranni þinn hvort sem hann vill eða ekki. Þetta er bara orð sem lýsir tengslum á milli aðila.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48018 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien