SU og danskar þjóðernishreinsanir

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 12:58:04 | 4872 | Svara | Er.is | 9

ég er að fá uppí kok á því að vera ekki viss um afkomu mína.

Ég hef búið í 10 ár í Danmörku (með eins árs pásu) ég á 4 börn fædd í Danmörku sem öll tala góða dönsku og eru vel aðlöguð samfélaginu, ég hef borgað skatta hér í áratug...og svo á að taka af mér barnabæturnar....námsstyrkin (því allir vita að fjögurra barna ómenntaðar einstæðar mæður verða aldrei að böggum á samfélaginu!)

Það er í umræðunni að auka þann hluta sem foreldrar borga í leikskólagjödlum, dagmömmum og skóladagheimilum...Það er verið að passa það að útlendingar sem búa hér nú þegar hafi ekki aðgang að menntun og að börn þeirra hafi ekki aðgang í danskar stofnanir fyrir börn.


Þetta er sagt á sama tíma og verið er að ræða hversu mikið þarf að bæta í aðlögunarmálum útlendinga!! Ég verð bara þver og langar ekki að aðlagast landi sem drullar svona yfir mann...ef að útlendingar fá ekki SU þá fær danskfæddi og talandi sonur minn ekki SU þegar hann fer í háksólanám...þrátt fyrir að vera fæddur hér og uppalin en litli bróðir hans sem er hálfur dani fær það KANNSKI!


Ef að þeir setja bara tímamörk á SU...að maður megi bara vera á SU í 4 ár þá útskrifast engin með master sem á ekki ríka foreldra...það verða enginr læknar sem ekki eiga ríka foreldra. Að byrja í námi yfir tvítugu og byrja þá á menntó og ætla alla leið í gegnum háksóla verður ÓMÖGULEGT!!! nema maður eigi ríka foreldra.




andskotans helvítis ömurð og ógeð...það er tvennt í boði fyrir mig, að henda draumnum um menntun fyrir sjálfa mig og vinna bara í Nettó fyrir lágmarkslaun það sem eftir er, eða henda draumnum um framtíð með danska kærastanum mínum og flýja heim til íslands....til þess að betla mat af mæðrastyrksnefnd.



Hata þetta rasíska samfélag...ég hata að sonur minn kemur heim úr skólanum og honum hefur verið strítt því hann er útlendingur, ég hata að fólk fussi útundan sér þegar ég tala móðurmálið mitt við börnin mín á almannafæri, ég hata að það sé litið á kærastann minn sem mikilmenni fyrir að "taka að sér" útlending


Sjitt hvað ég hata þetta alltsaman, og sjitt hvað mig langar að börnin mín fái að alast upp í landi þar sem þau fíla sig velkomin og verðmæt og mikilvæg, svo þau alist ekki upp með hatur og viðbjóð á eigin samfélagi og verði að anarkistum og innflytjenda"vandamáli" sem aðlagast ekki



Ég veit EKKERT hvað ég er að ætla mér með þessu innleggi...varð bara að rasa út og aumingjast danski maðurinn minn má ekki við meiru, því ekki er það hann sem vill hafa hlutina svona.

 

strákamamman;)

foolish | 19. nóv. '10, kl: 13:16:03 | Svara | Er.is | 1

Eru þið með danskan ríkisborgararétt?

Ég myndi allavega sækja um það ef þið ætlið að vera þarna lengi í viðbót.

Ég bý sjálf í Svíþjóð og hér eru ýmsar umræður í gangi varðandi innflytjendur......en ég tek þær ekki til mín því ég hef aðlagast vel og tala tungumálið. Ef að mér fyndist að mér vegið fyrir að vera ekki ekta Svíi þá myndi ég sækja um ríkisborgararétt því þá breytist heilmikið.

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 13:19:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég er ekki með danskan ríkisborgararétt og ég vil það ekki.

Ég vil geta verið búsett hérna en samt verið íslendingur, ég hætti aldrei að vera íslendingur þó ég velji að búa og ala upp börnin mín í danmörku.


ég vil ekki vera þvinguð til þess að breyta þjóðerni mínu til þess að vera galdgeng í samfélaginu.



Danir eru að skíta svo á sig í augun annarra skandinavíuþjóða með því að ráðast svona að norrænum þegnum að það hefur strax birst frétt heima um að norrænt samstarf mun bara þurfa að exklúdera danmörku ef þeir ganga svona langt.

strákamamman;)

Srta Morales | 19. nóv. '10, kl: 13:24:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Langflestir Norðurlandabúar sem búa á Íslandi sækja aldrei um ríkisborgararétt hérna því Norðurlandasamvinnan hefur verið það náin að þeir hafa nánast sömu réttindi hér hvort sem er.

"Hata þetta rasíska samfélag...ég hata að sonur minn kemur heim úr skólanum og honum hefur verið strítt því hann er útlendingur, ég hata að fólk fussi útundan sér þegar ég tala móðurmálið mitt við börnin mín á almannafæri, ég hata að það sé litið á kærastann minn sem mikilmenni fyrir að "taka að sér" útlending"

Þetta hef ég allt heyrt frá innflytjendum á Íslandi.

Gangi þér annars vel, vonandi ná þessar breytingar ekki í gegn.

bibiogledurblaka | 20. nóv. '10, kl: 01:38:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki hægt að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt?

Grjona | 20. nóv. '10, kl: 10:59:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer eftir löndum. Íslendingar leyfa það og Bretar leyfa það þannig að maðurinn minn og börn eru með tvöfaldan.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

strákamamma | 20. nóv. '10, kl: 14:01:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki í dk

strákamamman;)

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 13:23:38 | Svara | Er.is | 0

Tek undir thetta púst med thér.

Er komin med upp í kok af thjódernissinnudu fólki, thó ég hafi margoft hitt og umgengist frábæra Dana, thá er thetta ordid rosalega innofid í menninguna og mikil mismunin vidgengst.
Stigmatiseringin hefst eiginlega strax á leikskólanum - einkennileg tilviljun ad eftir thví sem eru fleiri tvítyngd børn á leikskólanum thá fær hann verra ord á sig og thjónustunni og fagleikanum hrakar.
Thad er ofbodslegt red-lining í gangi í mørgum hverfum hérna, ef thad eru margir innflytjendur lækkar húsnædisverdid og Danirnir flytja burt eins hratt og their geta (ef their geta selt íbúdina á annad bord). Tragískt.


P.S.
Er enginn møguleiki f. thig ad fá námslán frá Íslandi? (Ef út í thad fer...)

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 13:29:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

maður þarf að hafa búið á íslandi á síðstu 7 árum til að fá námslán þaðan

strákamamman;)

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 13:37:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok.
Thetta er rosaleg klemma. Ég vona ad thad verdi ekkert úr thessu hjá theim.

Hvad finnst thér annars um punktakerfid sem er mjøg mikid í umrædunni núna?

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Felis | 19. nóv. '10, kl: 13:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

núna þori ég varla að spyrja en hvaða punktakerfi?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 14:20:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://politiken.dk/politik/ECE1111030/danmark-er-alene-om-pointsystem-for-udlaendinge/

http://nyhederne.tv2.dk/article.php/id-35097742:pointsystem-tvinger-os-ud-af-danmark.html?rss

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 14:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

mér finnst þetta punktakerfi alveg svakalegt....sérstaklega þar sem að háskólamenntað fólk fær 120 punkta....á meðan iðnmenntað fólk fær bara 50!

Að gera upp á milli menntunar svona sýnir bara danskt menntasnobb í hnotskurn.


Ef við hefðum ekki smiði, rafvirkja, múrar og allt það fólk þá hefðu lektorarnir engin hús til að vera í!


Mér finnst þetta bara agalegt. Ég skil vel að þeir vilji reyna að koma í veg fyrir tvangsægteskaber.....en þetta er bara kolröng aðferð

strákamamman;)

superbest | 19. nóv. '10, kl: 18:50:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið er að bara að með þennan þrepaskatt eru þeir að fæla alla meira menntaða "sérfræðinga" úr landi. Það vanntar ekkert af iðnmenntuðu fólki hérna - heldur hina.

strákamamma | 20. nóv. '10, kl: 14:02:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er samt ekki rétt að mismuna dönum sem vilja gifta sig útlendingum eftir menntunarstigi maka þeirra

strákamamman;)

Helgust | 19. nóv. '10, kl: 13:40:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

telst árið sem þú bjóst þar ekki með?

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 14:06:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

neibb..það er ekki nóg

strákamamman;)

Aetna | 20. nóv. '10, kl: 14:39:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef að útlendingarnir missa su-styrkinn sinn þá fara þeir beinustu leið niður á kommunu og sækja um kontanthjælp!! þar fá þeir meiri pening fyrir að sitja á rassgatinu og gera ekki neitt í staðinn fyrir að vera að læra eitthvað gagnlegt!!

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 15:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott ad thú hefur svona hátt álit á samløndum thínum.

Finnst reyndar líklegra ad eini fjárhagslegi styrkurinn sem Íslendingar myndu fá væri thad ad fá flugmidann greiddan heim!

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Aetna | 20. nóv. '10, kl: 16:00:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ömm held að þú sért að misskilja mig eitthvað! er að meina að ef að su styrkurinn verði tekinn af okkur höfum við um lítið annað að velja en að fara á kommununa og sækja um kontanthjálp og ríkið tapar meira á þvi en að veita su styrk til að styrkja fólk sem að getur farið út í samfélagið og gert eitthvað af viti frekar en að fá pening og gera ekki neitt!! Veit ekki betur en að allir þeir Íslendingar sem að ég þekki sem að hafa fengið kontanthjálp hafa EKKI verið sendir úr landi..

bogi | 20. nóv. '10, kl: 16:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda má það ekki.

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 19:53:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég las aftur thad sem thú sagdir og ég var ad misskilja, sorrý.

Their sem uppfylla skilyrdi f. kontanthjælp/starthjælp geta farid nidur á kommúnu, hinir verda sendir heim ef their finna ekki vinnu og sjá fyrir sjálfum sér...løgum samkvæmt.

Svo er annad mál hvort their virdi samnorræna samninga - en thá á ekki ad senda norræna borgara heim í svona tilvikum.

Svo eins og ég hef skrifad ádur í umrædunni, thá getur thetta farid algjørlega eftir sagsbehandler og enn fremur kommúnum. Sumar standa betur ad vígi en adrar fjárhagslega og thá er ekki sama pressan á starfsmønnum ad halda budget og fá refusion.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Aetna | 20. nóv. '10, kl: 20:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæmlega!! það er voðalega misjafnt hvað þessir sagsbehandlerer eru tilbúnir til að gera fyrir fólk.. hef það einmitt frá einum slíkum sem að sagðist vera miður sín yfir sumum kollegum sínum! og ítrekaði það að ef að fólk væri ekki sátt við sagsbehandlerinn sinn þá á það að heimta annann til að hjálpa sér! þetta er líka spurning um að kunna á kerfið.. þar sem þessar blessuðu kommunur reyna alltaf að losa sig undan þeirri ábyrgð sem að þau eiga að gegna!

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 20:53:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, og thá á líka ad klaga ef thad er ekki ligebehandling. Passa bara ekki ad gefast upp thegar fyrsta svarid kemur vid kløgunni (s.s. mjøg líklega ad vidkomandi sagsbehandler hafi ekki gert neitt rangt) - heldur fara med thad alla leid í Ankenævnet og ombudsmanden ef ankenævnet dæmir ekki vidkomandi í hag.
Thad er hægt ad taka thetta ofar, en ég myndi ekki gera thad nema um meiriháttar mannréttindamál væri um ad ræda.

En mér finnst thetta pínu hætta vid løgin, hver sem er getur túlkad margt frekar frjálslega oft á tídum, og thá fellur svolítid um sjálft sig ad allir séu jafnir fyrir løgum.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 13:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

má samt ekki gleyma að þegnar frá EÖS löndum eiga alltaf sama rétt og danir....ekki þessi 7 ára regla sem gengur yfir þá. Og ísland er eitt þerra landa.

strákamamman;)

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 13:52:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thad ÆTTI ad gera thad.

En their fara ekki eftir thví í alltof mørgum tilfellum - thess vegna hafa Danir setid undir mikilli krítík frá Nordurlandarádi.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 14:07:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er svo frek....ég veit hvar þessi klausa er í lögunum og hef farið með vinum sem hafa lent í stappi og látið viðkomandi starfsmann fletta þessu upp

strákamamman;)

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 14:11:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég veit ad thetta á ekki ad gerast.

Ég hef einmitt verid ad ræda thetta vid løgfrædikennarana mína thví mér finnst thetta svo fáránlegt.

Svo er thetta líka mismunum á borgurum - adrir fá en adrir ekki. Fer ALLT eftir manneskjunni sem situr vid bordid á móti thér og hvernig hún túlkar løgin!

Ég hvet alla sem lenda í vandrædum til ad klaga, og helst alla leid til Ankenævnet eda ombudsmanden. Thad yrdi eiginlega ad liggja fyrir fordæmisgefandi dómur svo fólk myndi túlka thetta á réttan hátt.

Svo liggur mikill hiti á Dønum med thetta og ég voni ad their hætti ad senda fólk heim sem er í raun í fullum rétti ad fá félagslega adstod.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 14:15:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjádu til dæmis thetta:
http://www.ft.dk/samling/20101/almdel/uui/bilag/35/909328/index.htm

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 15:25:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já að ég nenni ekki að lesa þetta allt, þetta er með svo smáu letri og ég er líka að stelast á er í próflestri hehe....mér skilst samt að þarna hafi það verið réttlætt að íslendingur hafi verið sendur heim? eða hvað?


Ég veit annars ekki hvað EÖS samningurinn er gamall....hvort þetta var fyrir þann tíma eða hvað

strákamamman;)

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 15:35:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er meira:
http://www.socialjura.dk/index.php?id=8789&sub=9&cat=7&char=A&showpage=1&cHash=7392262fcb

En thad borgadi sig aldeilis ad klaga til Ankenævnet thar sem:
"Ankestyrelsen fandt, at ansøger havde været udsat for en social begivenhed i henhold til aktivlovens § 11 på ansøgningstidspunktet.

Det betød, at hun var berettiget til hjælp i henhold til lov om aktiv socialpolitik, såfremt betingelserne herfor i øvrigt var opfyldt.

Ankestyrelsen lagde ved afgørelsen til grund, at ansøger var islandsk statsborger og var omfattet af nordisk konvention om social bistand og sociale tjenester."

Thess vegna tek ég fram ENN OG AFTUR: Ef kommúnan neitar, EKKI gefast upp! Farid med thetta lengra.

Svo er meira:
Hér er smá í gæsaløppum af thví thú ert í próflestri, híhí:
"Nordiske statsborgere, som får behov for vedvarende hjælp (dvs. hjælp i mere end 6 måneder) kan hjemsendes - dog efter en vurdering af personens tilknytning til Danmark. Efter den nordiske konvention om social bistand og sociale tjenester kan en nordisk statsborger ikke hjemsendes på grund af vedkommendes behov for social bistand, hvis familieforhold, tilknytning til Danmark eller omstændighederne i øvrigt taler for, at personen bør blive her. Nordiske statsborgere kan ikke hjemsendes, hvis de har boet i Danmark i mere end 3 år."
http://www.socialjura.dk/index.php?id=10627

En algjørlega tæpitungulaust thá gengur thetta svona fyrir sig:
"Hvis en nordisk statsborger med forudgående tilknytning til Danmark – fx i forbindelse med arbejde, samliv eller ægteskab – får behov for økonomisk hjælp, kan der ydes hjælp til forsørgelse, hvis personen opfylder de almindelige betingelser for hjælp. Det betyder bl.a., at personen skal have været udsat for en social begivenhed, som medfører, at personen ikke kan forsørge sig selv, personen skal stå til rådighed for arbejdsmarkedet, osv.

Nordiske statsborgere, som får behov for vedvarende hjælp (dvs. hjælp i mere end 6 måneder) kan hjemsendes - dog efter en vurdering af personens tilknytning til Danmark. Efter den nordiske konvention om social bistand og sociale tjenester kan en nordisk statsborger ikke hjemsendes på grund af vedkommendes behov for social bistand, hvis familieforhold, tilknytning til Danmark eller omstændighederne i øvrigt taler for, at personen bør blive her. Nordiske statsborgere kan ikke hjemsendes, hvis de har boet i Danmark i mere end 3 år."
( http://socialjura.dk.durisaz.t3c.dk/index.php?id=10627&type=98)

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 15:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo að auki...erum við EÖS land....ekki bara nordiskir statsborgarar.

Þá erum við enn "öruggari" með sama rétt og danir en td. svíar

strákamamman;)

uppalandi | 20. nóv. '10, kl: 21:39:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maðurinn minn missti vinnunna og eftir 3 gráðu yfirheyrslu á kommúnunni vorum við spurð afhverju við færum ekki bara heim... svo þetta er víst gert, ef við hefðum verið yfirbugðu hefðum við kannski svarað "afþví við eigum ekki penging til þess" og þá hefði okkur væntanlega verið boðin aðstoð við það.
það stóð líka að maður mætti ekki ferðast til annarra landa á meðan maður væri á kontanth. og svo hefur mér ekki fundist þeir sem ég veit að hafa verið á þessu vera eh sérstaklega mikið bara að sitja á rassgatinu, endalausar aktiveringar og vesen útum alla borg.

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 07:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, thad er einmitt málid.
Fólk í sjúkraleyfi er líka sent í aktivering - thad er fyrst núna sem á ad hætta ad senda krabbameinsveikt fólk í virkjun!

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Nördinn | 19. nóv. '10, kl: 13:28:19 | Svara | Er.is | 3

Af hverju tekur þú ekki Lín lán?

Felis | 19. nóv. '10, kl: 13:36:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Í fyrsta lagi af hverju ætti hún að taka lán ef hún á rétt á að fá styrk (og af hverju ætti hún ekki að hafa rétt á styrk þegar hún hefur verið að borga skatta og eyða sinni innkomu í Danmörku seinustu 10 árin)?
Í öðru lagi þá getur verið frekar erfitt fyrir fólk sem býr í Danmörku (og eflaust öðrum löndum) að borga af lín lánunum sínum. Ástæðan er tegjutengda afborgunin. Málið er að hún er reiknuð út frá heildarlaunum seinasta árs, og þá eru dönsku tekjurnar reiknaðar yfir í íslenskar og það auðvitað endar í því að tekjutengda afborgunin er gígantísk. En samt þó að fólk sé með hærri laun hérna en það hefði á Íslandi þá er kaupmátturinn ekki endilega meiri því að td. þá kostar húsnæði miklu meira osfr. Ég td. bý í tiltölulega ódýrri, 2 herbergja, íbúð í Kaupmannahöfn, fyrir þann pening sem ég borga í leigu hérna gæti ég leigt amk 4 herbergja íbúð heima á Íslandi - en á móti kemur að ég fæ miklu hærri námslán en þeir sem að búa heima.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

hver | 19. nóv. '10, kl: 13:35:52 | Svara | Er.is | 7

Nu verd eg liklega tekin af lifi EN......... Eg skil vel ad thu sert pirrud og reid yfir tessu, thu " lifir sem dani" borgar skatta og annad.
En eg skil lika hvad danskurinn er ad fara med tessu. Eg get ordid alveg svakalega pirrud og horfa upp a fólk bua i i DK i nokkur ar. Tala enga dönsku og virdast ekki hafa ahuga a ad læra hana. Vera i skola i morg ar, thvi eins og ein sem eg thekkji sagdi " bara af thvi tad er okeypis og leikskolarnir lika tegar madur er ekki ad vinna". Hvad heldur thu ad "svona folk" kosti danska velferdarkerfid??

Felis | 19. nóv. '10, kl: 13:41:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það kostar velferðarkerfið örugglega töluvert. En á móti kemur að undanfarin 3 ár hef ég fengið einhverjar 4-5 milljónir í námslán (amk, grunar reyndar að það sé meiri peningur) og ég hef eytt 90% af þeim hérna.
Þar fyrir utan býður danskt samfélag vel upp á að fólk læri enga dönsku, þeir eru að sækjast eftir útlendingum í nám JAFNVEL þó að þeir vilji ekki tala dönsku. Það er frekar auðvelt að finna nám sem er eingöngu kennt á ensku.
Einnig eru danir ekkert über spenntir yfir því að útlendingar reyni að tala dönsku, þeir hafa enga þolinmæði fyrir þeim sem tala ekki perfect dönsku og eru fljótastir sjálfir að skipta bara yfir í ensku. Það er alveg óþolandi að vera að rembast við að æfa sig að tala tungumál sem er erfitt að tala og viðmælandinn gefst bara strax upp og annað hvort skiptir beint í ensku eða þykist ekki skilja neitt. Þetta er eitthvað sem ég hef almennt séð ekki séð útlendinga á Íslandi lenda í. Yfirleitt er fólk bara ótrúlega ánægt með að útlendingarnir séu að reyna að það hefur endalausa þolinmæði fyrir lélegri málfræði og framburði

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Mammzzl | 19. nóv. '10, kl: 13:53:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég þekki reyndar töluvert af útlendingum á Íslandi sem hafa þessa upplifun varðandi það að tala íslenskuna, og það hefur dregið úr mörgum þeirra við að læra málið.

Felis | 19. nóv. '10, kl: 14:08:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég fór að spá í því að kannski er þetta misjafnt eftir því hvar á landinu fólk er. Ég hef lítið verið á höfuðborgarsvæðinu heima, en er aðalega á höfuðborgarsvæðinu hér. Ég kem að norðan og ég hef almennt séð bara orðið vör við að fólki finnist aðdáunarvert þegar útlendingar reyna að tala íslensku.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 19. nóv. '10, kl: 14:09:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það að auki þá hef ég líka upplifað að danir séu sérstaklega óþolinmóðir gagnvart íslendingum því að við tölum skandinavískt tungumál og eigum bara að geta talað dönsku. Ég hef alveg upplifað það að svíum sé gefið miklu meira svigrúm til að tala vitlaust en okkur íslendingum

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 14:13:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef líka upplifað það oft hér að fólk telur okkur dani...heldur að við séum enn undir dönsku krúnunni.

Ok mér er nokk sama þí danir eða aðrir viti ekki neitt um ísland...en mér finnst lágmark að þeir viti sjálfir hvaða lönd teljast til þeirra.

strákamamman;)

Felis | 19. nóv. '10, kl: 14:17:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mér finnst þetta bara svo pirrandi þegar fólk þykist ekki skilja mig með mín hörðu hljóð og vitlausar áherslur (það eru áherslurnar sem eru mitt mesta vandamál með að tala dönsku) en svo kemur næsta manneskja og hún talar nokkurnvegin bara hreina sænsku og þá er það í lagi. Ég veit alveg að það eru margir svíar hérna en come on, það pirrar mig að fólk viti ekki um hvað maður er að tala þegar maður spyr um nÖrrebrogade í staðinn fyrir að spyrja um nörrebrOgade

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 19. nóv. '10, kl: 14:19:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er (eða var allavega) misjafnt eftir landshlutum í Danmörku. Ég átti ekki í neinum vandræðum með að bjarga mér á sænsku í Kaupmannahöfn meðan Jótar skildu nánast ekki orð af því sem ég sagði (á sænsku).

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

piscine | 20. nóv. '10, kl: 10:12:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kenndi sögu Danmerkur þegar ég bjó úti. Þar var (í bókinni) talað um þegar Danmörk náði Íslandi (og Færeyjum og Grænlandi) undir sig, en ekkert talað um hvenær við fengum sjálfstæði, bara ekki minnst á það einu orði. Svo ég er ekki hissa á að það sé til fólk sem viti þetta ekki.

| 19. nóv. '10, kl: 14:27:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flestir vita líka að við lærum dönsku í skóla hérna og ætlast því til þess að við tölum fullkomna dönsku. En það er þetta með ranga áherslu sem þeir eiga langerfiðast með að skilja og þeir bara hreinlega meðtaka ekki orðið ef áherslan er röng. Ég hélt lengi vel að þeir vildu ekki skilja þetta viljandi en hef nýlega komist að því að þeir hreinlega skilja oft ekki orð með rangri áherslu, því miður.

Felis | 19. nóv. '10, kl: 14:39:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er bara kjaftæði ég þekki alveg líka dani persónulega og þeir eiga ekkert í neinum vandræðum með að skilja röngu áherslurnar mínar. Einnig tala ég mjög reglulega við konurnar á leikskóla sonar míns og þær skilja líka vitlausu áherslurnar mínar.
Ef þeir skilja ekkki orð með rangri áherslu þá er það útaf því að þeir vilja það ekki, nenna því ekki.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

| 19. nóv. '10, kl: 14:49:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Danir sem þú umgengst reglulega venjast auðvitað máli þínu og læra að skilja þig miklu betur og hafa líklega einnig áhuga á að skilja þig af því að þeir þekkja þig. En þeir sem þekkja mann ekki persónulega eru lengur að fatta hvað maður segir ef áherslurnar eru rangar, en skilja alveg þó framburðurinn sé fullharður kannski (þó ég viti ekkert um þinn persónulega framburð). En auðvitað er það til að þeir hreinlega nenni ekki að skilja mann, ég hef alveg lennt í því líka og er ekki að mótmæla því að það sé til og gerist oft, en komst nýlega að því að hitt er líka til, þ.e. að þeir hreinlega kveiki ekki hvert orðið er útaf rangri áherslu.

bogi | 19. nóv. '10, kl: 14:55:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er líka hægt að reyna að skilja samhengið... sumum dettur það ekki í hug. Ég notaði td. kolrangt orð um disk um daginn þegar ég var að leita af kökudisknum mínum í eldhúsinu á leiskólanum. En maðurinn þar skildi hvað ég var að meina, ég var nefninlega í eldhúsinu og foreldrar höfðu komið með kökur!

Felis | 19. nóv. '10, kl: 14:58:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nefnilega málið að þó að þeir fatti ekki orðið per se þá ættu þeir að geta áttað sig út frá samhengi, aðstæðum og að orðið sem ég sagði hljómar ansi líkt öðru orði sem þeir þekkja....

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 14:57:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Their Danir sem umgangast mig hafa vidurkennt ad hafa sennilega á einhvern hátt vanist mállýskunni, en segja líka ad ef their skilji ekki eitthvad ord thá nái their alltaf samhenginu.

Ég lendi oft í thví ad thad er gripid fram í fyrir mér og svo er bara hrist hausinn og sagt, ég skil ekki, ég skil ekki svo madur fær ekki einu sinni ad komast ad. Thetta gerist samt sjaldnar núna eftir thví sem ég hef ordid betri í dønskunni.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 14:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

...og ef their skilja ekki ordid med røngu áherslunni eins og their segja, thá væri kannski rád ad reyna ad ná samhenginu, og thad eru ansi Danir sekir um ad reyna ekki einu sinni.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 14:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Það er alveg óþolandi að vera að rembast við að æfa sig að tala tungumál sem er erfitt að tala og viðmælandinn gefst bara strax upp og annað hvort skiptir beint í ensku eða þykist ekki skilja neitt."

Thetta thekki ég OF vel. Madur sér bara eyrun lokast. Eins finnst mér Danir of fljótir ad grípa fram í og segjast ekki skilja neitt, madur er rétt búinn ad opna munninn kannski. Í stad thess fyrir ad leyfa manneskjunni ad klára og ná samhenginu.
Mér finnst skilningur Dana á dønsku med hreim vera vægast sagt AFAR persónubundinn, flestir skilja mig mjøg vel og ég fæ mjøg oft hrós, en svo eru adrir sem gefa manni ekki einu sinni tækifæri á ad reyna. Thetta finnst mér oft vera notad sem vopn á móti manni ef madur er t.d. ad hringja og kvarta segjum bara yfir vøru eda internetstengingu, eda vottever bara. Ég get ordid ofbodslega pirrud yfir thessu og á ordid gott med ad greina milli skorts á getu og skorts á vilja í thessum efnum.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

soulless turnip | 20. nóv. '10, kl: 13:04:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama má segja um íslendinga hér heima gangnvart útlendingum...... maðurinn minn lendir alltaf í þessu sem dregur úr kjarki hans að tala íslensku......

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 13:12:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, og er thad midur.

Mér finnst Íslendingar alltof fljótir til ad grípa í enskuna, og eins finnst mér mjøg leidinlegt sjálfri thegar mér er svarad á ensku thegar á tala á dønsku.

Mér finnst alls ekki erfitt ad skilja íslensku med hreim, og oft kemur líkamstjáningin ad gódu gagni thegar thad kemur ad thví ad skilja einhvern sem talar hvorki góda íslensku og ensku. Mér myndi samt aldrei detta í hug ad leyfa ekki manneskju ad klára thad sem hún er ad segja, hef umgengist innflytjendur sem tala med ýmsum hreim eda varla talandi nema á sínu módurmáli og vid høfum alltaf nád ad skilja hvort annad.

Thetta er mjøg mikid spurning um hugarfar finnst mér.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Felis | 20. nóv. '10, kl: 13:16:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg ömurlegt.

Ég hef einmitt upplifað þetta hinsegin á Íslandi, þeir útlendingar sem hafa verið í kringum mig hafa verið hvattir til að tala íslensku og fólk verið mjög skilningsríkt gagnvart því.

Kannski kem ég bara úr svo útlendingavænu sveitafélagi

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 20. nóv. '10, kl: 16:35:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt - aldrei á ævinni ef ég svarað manneskju á ensku sem hefur byrjað af fyrra bragði að tala við mig á ensku. Eins var ég að vinna á NINGS og reyndi alltaf að tala við kokkana á íslensku.

bogi | 20. nóv. '10, kl: 16:43:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og by the way - hringdi í tungumálaskóla og talaði dönsku. Mér var svarað á ensku!!! Af því að ég bar ekki nafnið á manneskjunni sem ég var að leita af rétt - needless to say þá skildi hún mig ekkert frekar á ensku.

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 14:09:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er bara alls ekkert málið fyrir okkur. Við tölum öll dönsku reiprennandi, öll börnin mín eru fædd hérna og þekkja ekkert annað, ég á danskann kærasta, hálfdanskt barn og við erum alveg intwgreruð í þetta samfélag.


Þó að fólk sé það ekki, þá er fólk samt sem áður að borga skatt af sínu SU.

strákamamman;)

bogi | 19. nóv. '10, kl: 14:17:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er líka svo skemmtilegt viðhorf: "vilja ekki læra dönsku".
Ok - nú verð ég kannski skotin í kaf. Ég er búin að búa í DK í þrjú ár, ég get skilið mest allt, lesið og skrifað eitthvað auðvelt. Ég á bara svo erfitt með að tala rétt, sem sagt bera fram rétt. Ég er í mastersnámi á ensku (ekki af því að ég valdi það, það er ekkert annað í boði), þannig að ég er að læra ensku betur og dönsku á sama tíma.
Ég skráði mig svo á dönskunámskeið, mætti tvisvar og hætti! Ég var ekki að græða neitt á þessu, var þúsund sinnum betri en allir í bekknum og var notuð til að kenna hinum. Það mætti alveg bjóða upp á námskeið fyrir Íslendinga:) (bendið mér á svoleiðis ef þið vitið um, ég þarf bara að læra að bera fram).
Ef ég myndi umgangast bara Dani allan daginn þá væri ég enga stund að ná þessu - hins vegar hef ég bara ekki haft möguleika á því.

Felis | 19. nóv. '10, kl: 14:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, ég myndi gjarnan fara á dönskunámskeið fyrir Íslendinga. Ég kláraði einn kúrs á dönskunámskeiði, drulluleiddist því að ég var miklu betri en hinir. Við vorum 6 á námskeiðinu, við vorum 2 sem náðum prófinu. Fyrir utan að mér fannst það ekki verjandi að eyða 2 heilum seinnipörtum í viku í að fara á námskeið. Mér fannst ég aldrei sjá barnið mitt, hann var alltaf bara í pössun hingað og þangað til að ég gæti farið þarna og látið mér leiðast.

Ég ákvað að sækja um í námi á dönsku, þrátt fyrir að vita vel að ég er ekki það sem kallast fluent á dönsku. Ég held að það muni ekki taka mig langan tíma að ná þessu

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Haffí | 19. nóv. '10, kl: 14:25:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sat námskeið ætlað fyrir Skandinava. Haldið á vegum kommúnunnar. En ég var í Árósum.

Haffí

bogi | 19. nóv. '10, kl: 14:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þó þú leysir þennan vanda með því að útiloka þá sem eru ekki með danskan ríkisborgararétt frá öllu sem danskt samfélag bíður upp (tja, fyrir utan það að borga himinháa skatta) þá býrðu til milljón önnur vandamál í staðinn.
Þetta sjónarmið sem þú ert með er bara ekki réttmætt - þarna ertu að setja alla útlendinga undir sama hatt.

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 14:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl....get bara ekki hætt að hugsa um hvernig það verður fyrir syni mína sem eru fæddir hér og uppaldir þegar þeir fara í háskólanám...einn þeirra getur fengið SU enda er hann hálfur dani, en ekki hinir.

strákamamman;)

Blandís | 19. nóv. '10, kl: 13:45:40 | Svara | Er.is | 0

vinkona mín flutti út snemma á síðasta ári og var að fá samþykkt SU núna

bogi | 19. nóv. '10, kl: 14:09:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hún þá ekki búin að vera að vinna?

Felis | 19. nóv. '10, kl: 14:12:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er mestmegnis heppni. Ég veit alveg um fólk sem er búið að vera að vinna hérna með skóla (þessa 15 tíma á viku sem má) í yfir 3 ár og það fær ekki SU. Svo veit ég um konu sem var að vinna hérna, fulla vinnu, í hálft ár og vegna þess þá fékk maðurinn hennar (þau gift) SU í alveg heilt ár á eftir.
Það virðist vera bara geðþóttarákvörðun hjá þessu fólki hver fær SU og hver ekki.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 14:34:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thetta er rétt sem Felis segir.

Málid er ad túlkun laganna fer eingøngu eftir manneskjunni sem situr vid bordid á móti thér.
Ég fékk t.d. ekki í gegn barnamedlag fyrir einhverja mánudi thó thad hefdi verid samthykkt ad vera greitt gegnum danska ríkid.
Veit um tvær íslenskar sem fluttu í landid á eftir mér og ekki nóg med ad thær hafi fengid greitt frá theim tíma sem medlagid stoppadi á Íslandi heldur fengu thær fyrr en ég. Vid vinkonu mína hefur verid sagt ad thad thýdi ekki einu sinni f. hana ad reyna ad fá medlagid greitt gegnum danska ríkid thrátt fyrir sáttmála milli Nordurlandanna um akkúrat thetta sem er nokkud fúlt thar sem ísl. medlagid verdur ad engu hérna.

Hinsvegar er nokkud bundid í løg sem heitir "ligebehandling" - s.s. ad fólk á ad fá sømu medferd... ég er bara ekki ad sjá thad gerast hérna. Madur hefur allavega thunga sønnunarbyrdi og thad er nú oft thannig ad their sem sjá um kløgurnar eru hlidhollir theim sem klagadir eru. Thá er ekkert ad gera annad en ad fara med thetta í ankenævnet eda jafnvel ombudsmanden - en thar er nokkud tryggt af thid myndud fá jafnari medferd. Málid er ad flestir gefast upp á baráttunni vid kerfid, thetta er tímafrekt og madur gengur endalaust á veggi. Thad hef ég prófad sjálf.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Felis | 19. nóv. '10, kl: 14:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fæ ekki borgað meðlag í gegnum ríkið, mér var sagt að ég gæti ekki fengið það borgað í gegnum ríkið nema það kæmu upp einhver vandamál milli mín og pabbans.
Hann hefur samt borgað meðlag beint til mín, reyndar oftast seint og síðar meir (sem er óþolandi) en það skilar sér alltaf á endanum.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 14:52:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, thú átt samt rétt á thví. Mæli med thví ad thú fylgir thví hart eftir, thar sem thad bitnar á engan máta fjárhagslega á barnsfødur thínum.

Thad gengur thannig fyrir sig ad danska ríkid borgar thér og rukkar íslenska ríkid sem sídan rukkar manninn thinn um venjulegt íslenskt medlag.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 14:53:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thetta heitir Lugano konventionen:
http://www.famfo.dk/luga.htm

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Felis | 19. nóv. '10, kl: 14:56:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko minn barnfaðir býr hérna í Kaupmannahöfn alveg einsog ég þannig að þeir þyrftu sko ekki einu sinni að hafa nein samskipti við íslenska ríkið.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 14:58:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hann íslenskur?

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Felis | 19. nóv. '10, kl: 15:00:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já við erum bæði íslensk og fluttum hingað saman, hættum svo saman fyrir ca. ári síðan. Ég sótti um meðlagið í gegnum statsforvaltningen og fékk það samþykkt. Hann er skyldugur til að borga meðlag, það eru til allir pappírar og gögn um það. En í bréfinu sem ég fékk, þegar ég fékk bréfið um að meðlagið hefði verið samþykkt, þá kom fram að það væri á minni ábyrgð að rukka meðlagið en ef kæmu upp vandamál í samskiptum okkar þá hefði ég rétt á að fá Statsforvaltningen til að hjálpa mér með innheimtu.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 15:04:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Færdu danskt eda íslenskt medlag?

Annars veit ég ekki hvernig reglurnar eru ef makinn er búsettur hérlendis. Thætti thér betra ad fá thetta greitt út í gegnum kommúnuna?

Vil annars taka fram ad ég er ekki "kerfisfrædingur" í útbreiddri merkingu thess ords, heldur er ég í námi thar sem ég læri ansi mikid um danska réttarkerfid, løg og annad. Ég get thess vegna spurt løgfr.kennarann minn um thetta næst... ;-)

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Felis | 19. nóv. '10, kl: 15:09:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæ danskt meðlag. Semsagt við erum bæði íslensk, íslenskir ríkisborgarar sem að fluttum hingað til að fara í nám. Við erum bæði með skattlegt heimilisfesti á Íslandi. En við skildum hérna og gerðum danskan meðlagssamning og þetta er danskt meðlag já og við búum ennþá bæði í Kaupmannahöfn þó að það gæti breyst á næstu mánuðum.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 15:14:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, thad er allavega mjøg gott ad heyra thad. Ég held ad ísl. medlagid verdi ad 500 kr., thví their sjá sjálfir um ad reikna út gengid... hagkvæmt!

En thú átt alveg ad geta sótt um ad fá thetta greitt í gegnum kommúnuna og their rukka hann ef thú kýst thad frekar. Líkt og á Íslandi thar sem fólk getur fengid greitt medlag út í gegnum TR ef theim finnst thad skárra, eda meta thad thannig ad thad sé betra fyrirkomulag.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Felis | 19. nóv. '10, kl: 16:22:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

annars held ég að ég ætli bara að halda áfram að treysta barnsföður mínum til að borga. Hann nefnilega stefnir á að flytja til Noregs eða Svíþjóðar eftir áramót svo að ég sé fram á endalaust vesen að vera íslendingur sem þarf að fá danskt meðlag í gegnum kommúnuna/ríkið frá öðrum íslending sem er búsettur í enn einu landinu.

Hann hefur alltaf borgað hingað til og í raun skiptir það mig meira máli að hann borgi þetta og ég viti hvenær hann mun gera það en að hann borgi þetta endilega alltaf á réttum tíma.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

computer says no | 20. nóv. '10, kl: 11:39:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég bjó út í DK fékk ég meðlögin mín frá kommununni, feður beggja barna minna bjuggu í USA og Egyptalandi, þú átt ekki að þurfa að rukka barnafaðir þinn og ég myndi ganga frá þessu áður en hann flytur frá DK, ég þurfti nenfilega að bíða í 14 mánuði eftir að fá meðlag með ameríska syni mínum útaf pappírsfjölda sem þurfti að fara á milli DK og USA. En þar sem ég skildi við föður yngri sonarins í DK þá fór það strax í gegn og mér var aldrei sagt að ég þyrfti að rukka hann sjálfann. Æi vona að þetta sé skiljanlegt hjá mér :P

HarpaHei | 20. nóv. '10, kl: 09:53:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf maður ekki að hafa unnið fulla vinnu í 2 ár, eða hafa verið giftur dönskum ríkisborgara í 2 ár? Það var allavega þannig þegar ég bjó í dk (97-2003)

------------------------------------------------------

Sumardekk til sölu:
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2785904

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 14:10:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gæti orðið ljúfsárt ef því verður kippt af henni aftur.

strákamamman;)

bogi | 19. nóv. '10, kl: 14:13:00 | Svara | Er.is | 0

Ég skil þig vel:) Ég er að klára mitt nám núna og er að fara að leita mér að vinnu! Ég var ekki bjartsýn fyrir, en núna fallast mér bara hendur, ef þetta er hið almenna viðhorf gagnvart útlendingum:(

Haffí | 19. nóv. '10, kl: 14:14:10 | Svara | Er.is | 0

Ömurlegt ástand. Þjóðernisremba virðist af einhverjum ástæðum vera voða inn hjá Dönum. Þeir eru nefnilega ekkert meira líbó en Íslendingar.

Held að þú hittir danska innflytjendavandamálsnaglann á höfuðið með þessu:

"og sjitt hvað mig langar að börnin mín fái að alast upp í landi þar sem þau fíla sig velkomin og verðmæt og mikilvæg, svo þau alist ekki upp með hatur og viðbjóð á eigin samfélagi og verði að anarkistum og innflytjenda"vandamáli" sem aðlagast ekki"

Haffí

micro | 19. nóv. '10, kl: 14:17:16 | Svara | Er.is | 4

mér hefur nú alltaf þótt þetta SU dæmi ótrúlegur lúxus, sé ekkert að því að danir hætti að bjóða upp á það, en finnst að þeir ættu að hætta að bjóða upp á það fyrir alla en ekki bara "útlendinga".

hafa frekar námslánakerfi þarna úti, finnst oft þetta SU dæmi vera letjandi, betra fyrir krakka að fara í skóla og hanga þar eins lengi og SU leyfir en að drífa námið af og fara út á vinnumarkaðinn.

Finnst líka spes að leikskólagjöld séu ókeypis fyrir nema.

En ég er auðivtað á móti því að tiltektin sé bara gagnvart útlendingum.

HjorturS | 19. nóv. '10, kl: 14:29:51 | Svara | Er.is | 1

Ég held að það sé mikilvægt að þessi punktur komi fram þannig að menn átti sig á því að þessar reglur geri Norðurlandabúa sem hafa lengi búið í Danmörku réttindalausa - því þeir hafa ekki lengur réttindin að heiman.

Vonandi að hinar norrænu þjóðirnar stoppi þetta af.

Gangi þér vel í baráttunni!

-------

http://www.facebook.com/hjorturs

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 14:37:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thad er búid ad reyna stoppa Dani af vardandi t.d. ad their eru ad hunsa norræna samninga og senda fólk heim.

T.a.m. eina ólétta íslenska og eina norska konu. Sú norska var í háskólanámi hérna.

Málid er ad their láta sem vind um eyru thjóta - Birthe Rønn neitadi t.d. ad sitja fundinn med Nordurlandarádi. Enda var hún kløgud til forsætisrádherrans.

Mér finnst ømurlegt ad hugsa til thess ad ef ég verd fyrir thví óláni ad veikjast, eda verda ólétt og fá fylgikvilla thannig ad ég geti ekki mætt í skólann - thá verdi ég bara send heim med frímerki á rassgatinu.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

sykurhnodri | 19. nóv. '10, kl: 14:36:55 | Svara | Er.is | 0

Vá. Ég bý í Dk og þetta með SU hræðir mig. Langar ekkert rosalega að missa SU'ið mitt. :(

Medister | 19. nóv. '10, kl: 14:57:21 | Svara | Er.is | 0

Eru námslán ekki í boði í Danmörku?

Felis | 19. nóv. '10, kl: 15:01:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef þú hefur rétt á SU þá hefurður líka rétt á að taka SU-Lån, en ég held að maður geti ekki telið lánið nema að eiga rétt á að fá styrkinn.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

prinsessen | 19. nóv. '10, kl: 15:02:07 | Svara | Er.is | 0

Núna er ég ekki alveg með á nótunum...

Ég var búin að heyra um þetta point-system en ég hélt að norðurlandabúar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því...

Ég er búin að lesa linkana með greinunum og ég hefði aldrei flokkað mig undir þetta.

Ég þarf samt ekki að hafa neinar áhyggjur þar sem ég er búin með danskt bachelor nám á dönsku. Ég fékk líka SU af því að pabbi var búinn að vinna í DK í meira en 5 ár.

En hvað var þetta með leikskólagjöldin og aðrar barnabætur? Ég get hvergi séð talað um það í þessum greinum.

Ég er s.s. íslensk og er búin að búa í DK í 5 ár. Ég á danskan kærasta og það er pælingin að demba sér í barneignir eftir svona 2 ár. Við erum bæði með góð laun.

Munum við ekki eiga rétt á neinum barnabótum og ef að komandi hálf íslensku og hálf dönsku börnin okkar munu fara í skóla, hafa þau þá ekki rétt á SU af því að þau eru hálf íslensk? Þau verða væntanlega danskir ríkisborgarar af því að kærastinn minn er danskur og þau fædd í Danmörku?

Ég vona að ég sé eitthvað illa að misskilja þetta.

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 15:07:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pointsystemid kemur í raun SU umrædunni ekki vid, heldur meira thjódernishreinsununum. Thetta gildir ekki um thig, thad er s.s. pæling um ad herda familiesammenføring reglurnar og yrdi DK eina landid í heiminum sem væri med thetta kerfi EF thetta verdur ad veruleika.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

prinsessen | 19. nóv. '10, kl: 15:09:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, en hvað ef að ég eignast hálf dönsk börn í DK? Verða þau þá stimpluð útlendingar eða danir?

prinsessen | 19. nóv. '10, kl: 15:13:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég vil samt að það komi á framfæri að mér finnst viðhorf Dana til Íslendinga mjög mismunandi eftir því hver á landinu maður er. Ég hef alltaf búið á Jótlandi og fólk hefur alltaf komið mjög vel fram við mig. Ég man samt sérstaklega eftir því þegar ég var nýlega farin að tala dönsku of fór til Kaupmannahafnar. Viðhorfið og framkoman breyttis til muna og sumir nenntu ekki að svara mér á dönsku. En ég svaraði þeim alltaf aftur á dönsku :) Ég varð frekar pirruð.
En ég hef ekkert nema gott að segja af Jótlandi og mér hefur fundist fólk hérna yndislegt í alla staði :)

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 15:16:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Thad fer eftir thví hvort thau verda frægir listamenn eda ekki.

Djók. En samt.

Ég hef bara ekki kynnt mér thetta nógu vel, thetta med tvøfaldan ríkisborgararétt og thad allt.

Annars er ég á Jótlandi og líkar mjøg vel, en ég hef fundid fyrir bádum hlidum. Í skólanum mínum sem og annars stadar.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

prinsessen | 19. nóv. '10, kl: 15:24:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er byrjuð að halda að ég hafi verið rosalega heppin með það hvernig það hefur verið komið fram við mig. Mér hefur alltaf fundist allir koma fram við mig eins og hina danina. Alveg sama hvar ég hef verið. Nirði í bæ, djamminu, skóla og vinnu.
Ég er mjög góð í dönsku, en ég er samt með hreim. Bara ekki jafn rosalegan og margir aðrir Íslendingar. Flestir halda að ég sé norsk :) Hehe!
Það er kannski þar sem að hundurinn liggur grafinn.

Ég upplifði það samt oft á fyrstu 2 árunum sem að ég bjó hérna að fólk sagði oft "ha", þegar að ég byrjaði að tala.
Ég varð oft voða móðguð, en svo var mér bent á að þau sögðu "ha", af því að ég lít út eins og dani og þau bjuggust ekki við því að ég myndi tala bjagaða dönsku.
En núna er ég orðin það góð í málinu að fólk skilur mig alveg í fyrstu tilraun :)

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 15:36:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

börnin mín urðu fyrir aðkasti þegar hrunið var....."þið getið sjálfum ykkur um kennt" og svoleiðis. að var á suður-jótlandi. Börninmín voru 6 og 7 ára og höfðu mikið með þetta allt að fera eins og gefur að skilja....sérstaklega þar sem þeir eru fæddir í dk.


það hefur líka veirð hreytt í okkur þegar við vorum á gangi íu verslunarmiðstöð í alveg dönsku hverfi....danski maðurinn minn svaraði viðkomandi á lýtalausri dönsku auðvitað og sá varð bæði móðgaður og fór hjá sér.




Sem betur fer koma flestir vel fram við mann...en ég finn mikin mun á því hvernig það er að vera íslendigur í danmörku fyrir eða eftir hrun

strákamamman;)

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 15:46:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst hrokinn sem Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar verda stundum fyrir vera af annarri stærdargrádu. Thó ad innflytjendur frá midausturløndum og Afríkuríkjum (thá helst Sómalíu) séu án efa verst sédir. Thetta ristir einhvern veginn dýpra, ørugglega thar sem Danmørk rædur yfir Færeyjum og Grænlandi ennthá og Ísland "is the one that got away" - enn thad virdist enn stundum valda gremju, adallega hjá eldra fólki.

Ég hef t.d. séd ljót komment á fréttasídum thegar thad hafa verid fréttir um Ísland. Má thar nefna ad vid hefdum verid betur sett undir stjórn Dana, vid séum innræktud og thar fram eftir gøtunum.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Felis | 19. nóv. '10, kl: 16:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha þetta er svo fyndið
http://humoncomics.com/not-norway

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 16:03:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha, thessi er nokkud gódur!

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 16:06:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahahaha

strákamamman;)

Felis | 19. nóv. '10, kl: 16:08:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég ELSKA þessar teiknimyndasögur og ég fíla teiknimyndasögur almennt séð ekki neitt sérstaklega

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 16:24:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bookmarked!

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Aetna | 20. nóv. '10, kl: 15:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha góður ;)

Aetna | 20. nóv. '10, kl: 15:01:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já einmitt séð svona comment inn á fréttasíðum!! en hef líka séð íslendinga tala jafn illa um dani á ýmsum vefsíðum!! ( hef sjálf sagt ýmislegt óskemmtilegt)

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 15:48:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nídskrif Dana um Íslendinga á opinberum vettvangi eiga sér samt langa søgu. Ég er ekki ad tala um áratal heldur árhundrudatal. (Og tídkast enn, hlakkalega fréttir um krísu og eldgos, asnalegan borgarstjóra og svona)

Ég held ad thó ad Íslendingar beittu sér fyrir thví á almennum vettvangi ad sverta Dani út, thá kæmumst vid ekki thar sem their hafa hælana. Enda held ég ad Íslendingar myndu aldrei lýsa Dønum sem skítugum dýrum og láta sér standa sama um thó their syltu í hel - en thannig var thad dengang.

Ef thad mætti ad vera stutt í thad góda hjá einhverjum, thá held ég ad Íslendingar hafi meira efni á thví.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Aetna | 20. nóv. '10, kl: 16:08:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já hef lesið margt ljótt sem að þeir hafa sagt um okkur.. og gat alveg orðið brjáluð þegar að ég var að lesa forsíður ekstra blaðsins stundum þar sem að það stóð ÍSLENDINGAR í samvinnu við rússnesku mafíuna og ÍSlENDINGAR hitt og þetta!! En hinsvegar ´fékk ég ekkert nema samúðarkomment frá dönum eftir hrunið og þegar að eldgosið átti sér stað! Þessi leiðinlegu komment komu eingöngu frá hrokafullum neikvæðnum dönum sem að lýsa engann veginn hinum almenna Dana!!

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 20:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu búin ad gleyma pirringnum vegna flugumferdarinnar?

Ég var stundum frekar foj ad lesa endalausar fréttir af fólki sem var ad ergja sig yfir ad komast ekki í frí - fara svo á ísl. fréttasídu og sjá dýr umvafin øskuskýi og bændur ad missa allt sitt.
Thad eru einu fréttirnar sem ég man eftir frá í Danmørku - hvad thetta ømurlega ský væri pirrandi og fólk ad thurfa ad bída lengi á flugvellinum og fresta sólarlandaferd um tvo daga.

Ég thekki rosalega mikid af yndislega fallegum og gódum Dønum, ég vona ad fólk taki thessu ekki sem ég sé ad alhæfa um ALLA Dani. Vid høfum bara lent í ýmsum uppákomum hérna og erum bara ordin fremur hvekkt held ég, ásamt thví ad thad er thróun hérna hvad sumt vardar í thjódfélaginu sem ég hef áhyggjur af og langar ekki ad búa í thannig landi. Ef thetta heldur áfram á sømu braut, thá veit ég ad ég fer fyrr en sídar. Ég treysti mér allavega ekki ad starfa undir thessum formerkjum sídar sem opinber starfsmadur - ég held thad sé óhætt ad segja thad.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Aetna | 20. nóv. '10, kl: 20:50:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei man einmitt vel eftir því.. og fékk reyndar mikið af "góðlátri" stríðni frá bekkjarfélögum mínum..

en skil þig vel og er sammála þessu með þróunina

bogi | 20. nóv. '10, kl: 20:54:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem mér finnst mest pirrandi er hvernig annaðhvort eldgosum eða fjármálakreppum er komið inn í allar umræður um Ísland. Td. þegar við vorum að vinna Dani í handbolta þá fóru lýsendurnir að tala um fjármálakreppuna. Þegar ég fer í munnleg próf í skólanum tekst kennurunum að koma þessu að... ótrúlegt.
En svo hef ég líka lent í því að fólk er mjög áhyggjufullt fyrir okkar hönd vegna eldgosana - heldur að þetta hafi verið mjög slæmt!

Felis | 20. nóv. '10, kl: 21:15:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já shit hvað maður getur orðið pirraður þegar kennararnir í skólanum þurfa endilega að koma þessu að einhvernvegin - hvort heldur í prófum eða fyrirlestrum eða hvað.

og já ég upplifði það líka að fólk kom til mín með tárin í augunum og spurði hvort að fjölskyldan mín væri ekki örugglega í lagi og svoleiðis og ég var svo glær eitthvað að oftast þá fattaði ég ekki af hverju fólkið var að spyrja að þessu. Enda býr mest allt fólkið mitt fyrir norðan og það varð ekki einu sinni öskufall hjá þeim.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 07:47:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já akkúrat.
Ég lenti upplifidi eiginlega bædi, annad hvort hélt fólk ad thetta væri miklu verra en thad var, eda miklu skárra.
Ég held samt ad thad sé af thví thad kom mjøg lítid í fréttum hérna hvernig ástandid í rauninni var.

Flestir í skólanum mínum spurdu mig, já fór Ísland ekki á hausinn (konkurs) - thad virdast flestir hérna halda thad. En ég man eftir thessu med lýsingar á leikjum, thad tharf ad troda thessu inn í alla umfjøllun.
Eins thegar Jón Ásgeir var ad kaupa mikid á markadnum hérna, var sá fyrsti til ad byrja med fríblød og allt vard brjálad. Nú finnst mér fréttaumfjøllun einmitt litast af thessu; Hí á thig, vid vissum thetta allan tímann. Samt eru fríblød í dag, nokkud sem ég held ad Danir gætu ekki hugsad sér ad lifa án.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 13:54:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl.....ég og mínir höfum fengið að heyra "þið getið sjálfum ykkur um kennt...hefðuð ekkert átt að kaupa magasín

strákamamman;)

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 13:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef verið "búllíjuð" í vinnunni vegna fjárm´lakreppunar. Ég er þjónn á 5 stjörnu hótelrestauranti. Kúnnarnir voru vægast sagt snobbaður 8 manna hópur af dönsku fyrirfólki...sjitt hvað það sauð í mér þá

strákamamman;)

Aetna | 20. nóv. '10, kl: 14:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef nákvæmlega sömu sögu að segja!

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 15:33:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

barnið er með tvöfaldan ríkisborgararrétt fram að 18 ára, þá þarf það að velja

strákamamman;)

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 15:40:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, takk.

Gildir thad líka um børn sem eiga íslenska foreldra en eru fædd í DK?

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 15:43:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei, þau er alíslensk

strákamamman;)

maísóley | 20. nóv. '10, kl: 07:38:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er hálf dönsk, fædd í DK.. var með tvöfaldan ríkisborgararétt fram að 22 ára... og ég fékk ekki beint að velja.. ég fékk sjálfkrafa íslenskann

amia | 21. nóv. '10, kl: 11:06:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að búa á Jótlandi í 3 ár og verð að segja það sama.. Finnst ég alltaf mæta bara jákvæðu viðhorfi fyrir utan einn og einn dana af gamla skólanum sem hefur óbeit á útlendingum sem koma hingað bara til þess eins að græða á danska ríkinu.
En þeir eru sem betur fer mun færri en hinir :) Fæ yndislegt viðhorf frá kennurum og starfsfólki í skóla dóttur minnar en t.d. á leikskólanum sem hún var á fékk ég annað viðhorf frá sumum :)

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 15:30:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mitt hálfdanska barn er útlendingur þegar þeim finnst það við eiga.


Svo er líka stundum gert lítið úr þörfum hans sem tvítyngds barns því "hann er nú danskur"

strákamamman;)

prinsessen | 19. nóv. '10, kl: 15:35:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok.... Það er nú ekki mjög fallegt.
Heita dönsku börnin þín aldönskum nöfnum, eins og t.d. Mette og Søren, alþjóðlegum, íslenskum eða blönduðum?

Ég er að spá í því þegar að ég eignast börn að skíra þau einhverjum alþjóðlegum nöfnum sem að eru vel þekkt í DK, og auðvitað Íslandi líka.

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 15:39:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hálfdansi sonur minn heitir Baldur úr norrænni goðafræði, svo ber hann ættarnafn föður síns sem millinafn og það er rammdanskt en svo er hann mömmuson.


Það bara hvarflar ekki að mér að reyna að fela uppruna barnanna minna svo þeim verði tekið betur.


Baldur er nafn sem er lítið notað eða næstum ekkert í þessari mynd. gamlir menn heita stundum Balder, sem er nýrri útgáfa af nafninu.


En danir eru voða mikið að nefna tobias, nicolai, jimmy, anders og kristoffer nú um mundir

strákamamman;)

flis | 19. nóv. '10, kl: 15:56:18 | Svara | Er.is | 1

Furðulegt, ég hef aldrei kynnst svona viðmóti hérna í DK, ég hef búið hérna í álíka langan tíma og þú. Við tölum öll dönsku að sjálfsögðu og fólk lítur bara á okkur eins og dani. Ef ég segi við vini/kunninga/vinnufélaga..."já en ég er útlendingur" þá er svarið alltaf það sama. Að við séum bara eins og danir, högum okkur eins og tölum eins og þess vegna gleyma allir að við séum útlendingar.

En varðandi SU þá hafa öll börn rétt á SU ef foreldrarnir hafa búið og unnið/borgað skatta í landinu samfleytt í 5 ár. Þá eru þau meðhöndluð eins og danir í kerfinu, enda ekki þeirra val að hafa flutt hingað.

En ég skil svo sem vel að þeir verði að gera eitthvað, það er ekki hægt að hafa landið svona opið, útlendingar streyma hingað og þar með talið íslendingar. Nenna ekki að læra málið, vilja ekki vinna, vilja gjarnan þyggja bætur, þyggja styrki og mennta sig frítt. Gefa svo skít í allt saman og flytja í burtu já eða verða alveg brjálaðir ef þeir fá ekki allt upp í hendurnar eins og áður.
Skil reyndar alveg líka dani eða fólk sem er orðið vel aðlagað þjóðfélaginu að það líti hornauga á leikskóla, skóla... þar sem meirihlutinn eru útlendingar. Það fer einfaldlega allt of mikið púður í að reyna að kenna útlendingunum og að hjálpa þeim, og dönsku börnin verða bara að redda sér sjálf. Sorry en svona er mín upplifun, bæði persónulega sem útlendingur í landinu og vegna starfs míns.

Flis

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 16:07:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já sko núna....en það er verið að endurskoða SU reglurnar.


Þitt viðhorf hljómar eins og þú hafir einmitt búið lengi í Danmörku.

strákamamman;)

flis | 19. nóv. '10, kl: 17:06:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en ekki alveg eins lengi og þú samt :)

Flis

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 16:17:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Veistu, thad er einfaldlega ekki í bodi f. Íslendinga ad koma hingad út og ætla sér ad fara beint á kerfid.
Ég hef aldrei rekist á Íslending sem nennir ekki ad vinna, nennir ekki ad læra málid og allt thad.

"Það fer einfaldlega allt of mikið púður í að reyna að kenna útlendingunum og að hjálpa þeim, og dönsku börnin verða bara að redda sér sjálf."

Thetta stenst ekki hjá thér. Strákarnir mínir eru á leikskóla thar sem meirihlutinn eru dønsk børn og their hafa líka verid á leikskóla thar sem 70% var tvítyngd. Thad var stór munur á thessum leikskólum. Málid er ad thad Á ad vera med dønskukennsla fyrir thessi børn, málid er ad børnin læra dønskuna enn hradar gegnum leik - thad gera thau ekki EF THAD ERU ENGIN DØNSK BØRN TIL AD LEIKA VID.
Eru thessir leikskólar og skólar sem sagt litnir hornauga af thví dønsku børnin verda ad spjara sig sjálf? Flest grunnskólabørn tala dønsku, og ef thau gera thad ekki thá fá thau dønskukennslu - hún fer samt ekki fram thannig ad allir tímar eru undirlagdir fyrir thad, thad sem ég hef heyrt thá hafa børn innflytjenda á grunnskólaaldri verid í sérbekk. Veistu, thad liggur svolítid meira ad baki en thetta.

"En ég skil svo sem vel að þeir verði að gera eitthvað, það er ekki hægt að hafa landið svona opið, útlendingar streyma hingað og þar með talið íslendingar."
Danmørk er med strangari innflytjendaløgum í heimi, their eru m. løggjøf í trássi vid norræna samninga og ESB, enda hafa their oft legid undir ámæli. Thad skal enginn reyna ad segja mér ad enginn Dani búi annars stadar en í DK, og ef hann býr á einhverju nordurlandanna fær hann sennilega talsvert betri medferd en norrænir ríkisborgarar gera í landinu hans.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

flis | 19. nóv. '10, kl: 17:17:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef í gegnum tímann þekkt marga sem einmitt ætla sér bara að vera á kerfinu á meðan makinn er í námi, ja eða jafnvel báðir aðilar. Margir af þeim læra varla að segja annað en "på beløbet" í Netto, sorglegt en þetta er satt. Þetta sama fólk hefur oft líka sagt að það verði nú að fara að læra tungumálið ekki hægt að vera búin að búa í landinu í X mörg ár og kunna ekki tungumálið, það gefur alveg augaleið að það er erfitt að aðlagast nýju þjóðfélagi ef þú lærir ekki málið.

Það er nú bara alls ekkert allar kommúnur sem hafa sér útlendingabekki. Mín börn hafa ekki verið í útlendingabekk, það var ekki í boði. Þekki það sjálf vegna vinnu að það bitnar á dönskumælandi börnum ef meirihlutinn er útlendingar...ég er ekki að tala um 1,2,3 börn í bekk/leikskóla, heldur meirihlutann!

Sá í fréttunum um daginn að maður frá USA væri í vandræðum hérna í DK, giftur danskri konu og allt það. En hafði ekki skilað inn pappírum og því ætti hann að fara úr landi. Ef þetta sama par hefði búið í USA og danska konan hefði ekki skilað inn pappírum, heðfi henni verið sparkað öfugri úr landinu, ja ef hún hefði ekki bara verið handtekin líka. Svo það eru nú til harðari reglur út í heimi.
Þetta eru harðar reglur sem þeir eru að setja á núna, en það er kannski þörf á því. Það hefði bara átt að vera búið að setja lög ( sem hefðu getað verið vægari) fyrir löngu síðan þá væri þetta ekki svona stórt vandamál í dag, landið er einfaldlega búið að bjóða upp á þetta í mörg ár!

Flis

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 10:09:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, ok, ég vidurkenni thad ad ég hef heyrt um Íslendinga sem hafa komid hingad út og nota bara enskuna. Their Íslendingar eru samt síst líklegir til ad ná árangri hérna - bædi hvad vardar skóla og vinnu.

Nú er ég ad mennta mig í félagslega geiranum og ég get sagt thér fyrir víst (ekki nema løgfrædikennararnir mínir hafi rangt fyrir sér sem og Nordurlandarád) - ad ef eitthvad kemur upp á svo ad norrænir ríkisborgarar verdi óstarfhæfir thá eru their sendir heim, eda their eiga ad vera thad samkvæmt løgum. Ad sjálfsøgdu fer thad algjørlega eftir kommúnum og svo hverjum street level bureaukrat (sagsbehandler) hvernig their túlka thrøngan bókstaf laganna og hvort their borgi farid heim fyrir fólk. Ég get vel skilid ad thad sé horft í gegnum fingur sér vid fólk sem er greinilega í virkri atvinnuleit eda í námi og reynt ad splitta ekki upp fjølskyldum (thó thad sé gert í sumum tilvikum).

Málid er, ad ef einhver vill fá kontanthjælp, thá tharf vidkomandi ad hafa búid hér í 7 ár af sídustu 8 árum, eda hafa unnid hér minnst í 450 tíma á seinustu 2 árum og thad gildir um báda adila inn á heimilinu. Sem sagt ef minn madur verdur atvinnulaus og hefur ekki greitt í a-kassa í minnst eitt ár, en samt unnid talsvert meira en 450 tíma, thá verdur okkur hent úr landi (eda thar ad segja honum, thó audvitad myndi ég fylgja med) - thó ég sé í námi og hann í virkri atvinnuleit, af thví ég hef ekki unnid í 450 tíma eda meira á seinustu tveimur árum thá ætti hann engan rétt á félagslegri adstod. Thrátt fyrir ad hafa greitt háa skatta á medan. Ég lít ekki á okkur sem fólk sem hefur komid hingad út til ad lifa á kerfinu, vid høfum aldri bedid um adstod frá hinu opinbera og thad vona ég ad vid thurfum aldrei ad gera. Mér thykir samt súrt í broti ad thad megi ekkert óvænt gerast, ég myndi veikjast eda hann - eda hann missa vinnuna og myndi ekki landa vinnu strax. Thad myndi gera útaf vid okkur.

Vardandi børnin í skólanum/leikskólanum, thá bitnar thad á fleirum en dønskumælandi børnum ef meirihlutinn er tvítyngdur. Thad bitnar mest á tvítyngdu børnunum sem thurfa ad læra málid. Thetta hefur líka thad í før med sér ad thau verdi seinni til ad læra málid og ef allt fúttid fer í ad kenna theim dønsku thá dragast thau aftur úr í hinu. Thetta hefur líka í før med sér verra integration, en ég hefdi haldid ad thad væri thad sem Danmørk thyrfti síst á ad halda núna. Thetta er ekki børnunum ad kenna og thetta aldrei ad koma nidur á theim! Thad er búid ad eyda miklum tíma og fjármagni í ad integrera innflytjendur, en á medan thad er óbeint segregation policy í gangi á leikskólum og í grunnskólum landsins thá sé ég thad ekki gerast.

Veistu hvernig tungumálakennslan fór fram á 70% tvítyngda leikskóla strákanna minna? Ég skal segja thér hvad thetta var frábær leikskóli og thetta er sennilega ekki einsdæmi á leikskólum thar sem er hátt hlutfall tvítyngdra barna:
Tungumálakennsla fór einfaldlega ekki fram.
Thad var sjaldan leikid vid børnin og thau voru eftirlitslaus meira og minna allan daginn. Starfsmennirnir pøssudu ansi vel upp á kaffistofuna allavega.
Børnin mín komu heim med áverka nokkrum sinnum eftir talsvert eldra barn (6 ára), thad var enginn fullordinn ad gæta theirra heldur annad eldra barn á leikskólanum (their voru 2ja ad verda 3ja).
Ef ég sá á theim og spurdi hvad hefdi gerst gat enginn svarad í nokkrum tilfellum.
Thad var nánast aldrei lesid fyrir børnin og sjaldan sungid.
Ef thau fóru í ferdir, thá var thad stuttur gøngutúr um nágrennid.
Hádegislúrinn var tekinn af theim án samráds vid okkur og gegn okkar vilja.
Thad gerdist minnst í tvígang ad strákarnir mínir voru med sømu bleyju ad lok dags og ég hafdi sett á thá um morgun.

Ég gæti komid med meira. Svo heyrdi ég t.d. af einum leikskóla í Árósum thar sem var mjøg hátt hlutfall tvítyngdra barna. Eda ætti ég ad segja ad thau voru varla talandi yfir høfud? Thad var svo lítid gert til ad ørva thau ad elsta deildin var eftir thessu ekki tilbúin til ad hefja grunnskóla, thau skorti allan grunn. Ég sé ekki hvernig thessir krakkar eigi nokkurn tímann eftir ad spjara sig jafn vel í lífinu og danskir jafnaldrar theirra ef thau fá miklu verri kennslu og adstod. Ef foreldrarnir eru líka ómenntadir thá aukast líkurnar á ad thau fari aldrei í háskólanám talsvert meira. Svo er hægt ad koma inn á thad ad lægstu stéttirnar eru meiri hættu á ad fá gedsjúkdóma - og ef búid er á svædum thar sem eru mikil félagsleg vandamál - tjah - thá verdur vandinn ennthá meiri.

Ég segi bara BRAVÒ Danmørk. Thid kunnid ad fara illa med thetta fólk frá blautu barnsbeini og thad sem betra er; láta thad líta út sem thad er algjørlega theirra søk thegar í raun thad er samfélagid sem bregst.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 20. nóv. '10, kl: 16:24:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta á ekki við um íslendinga þar sem við komum frá svokölluðum EØS löndum. Við þurfum ekki að hafa búið í landinu í 7 ár til þess að fæa kontant eða starthjælp.


Þetta vita ekki allir sagsbehandlerar.

strákamamman;)

Frau | 20. nóv. '10, kl: 16:56:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það er reyndar þannig. Gildir líka fyrir Dani ef þeir flytjast úr landi í meira en 1-2 ár.. man ekki hvort

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 19:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, thetta á líka vid um Íslendinga. Thad myndi annad gilda um okkur ef vid værum í ESB hinsvegar.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Áttblaðarós | 20. nóv. '10, kl: 20:59:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað þurfa Íslendingar að hafa búið lengi í Danmörku til að fá kontanthjælp? Ekki það að ég sé að fara að sækja um það enda að vinna, bara forvitin.

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 09:35:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorrý, sá fyrst spurninguna núna.

Løgum samkvæmt thurfa Íslendingar (og adrir útlendingar) ad hafa búid í 7 ár af sídustu 8 árum - EDA - unnid í 450 tíma eda meira á sídustu 2 árum. Ef fólk er gift eda í sambúd, thurfa bádir adilar ad hafa unnid í thessa 450 tíma.

Thad er til nokkud sem heitir starthjælp sem sumir hafa fengid, en thad er mjøg misjafnt eftir kommúnum og sagsbehandler hver fær og hver ekki. Starthjælp er mjøg lág upphæd, og er ekki hugsad sem langtímalausn, enda telst framfærslan vera undir fátæktarmørkum.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 09:39:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Langar ad bæta vid ad ENGINN fær kontanthjælp ef vidkomandi á eign/fjárhæd ad verdmæti 10.000 kr.
Sem sagt ef fólk á bíl sem er metinn yfir 10.000 thá thýdir ekki ad reyna ad sækja um thetta. Thá verdur fyrst ad selja bílinn og lifa af thví. ;-)

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 13:56:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er ekki alveg rétt hjá þér.........ekki gleyma EOS löndunum. Ísland, lichtenstein og .....sjitt man ekki síðasta, litháen eða eitthvað

strákamamman;)

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 16:26:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff púff.
Var ad glugga í dóminn sem ég vísadi í ad ofan - en hann er víst ennthá í gildi. Hér er hann allur (getur gluggad ef thú hefur tíma eda vantar eitthvad til ad lesa til ad svæfa thig):
http://www.ft.dk/samling/20101/almdel/uui/bilag/35/909328.pdf

M.a. stendur í dómnum:
"A opfylder endvidere ikke betingelserne efter EØS-aftalen, idet han
på intet tidspunkt har været selvforsørgende som følge af arbejdsindtægter. Det er således ikke EF-reglerne, der er afgørende for hans ret til at forblive i Danmark, idet han ikke efter det oplyste om beskæftigelsens omfang kan anses for arbejdstager i Traktatens forstand."

Sem sagt ef Íslendingu kemur hér í atvinnuleit sem svo gengur verr en von var á svo vidkomandi getur ekki séd sjálfum sér farborda mun thví ekki fá neina adstod nema fá flugmidann greiddan heim.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 16:31:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thad er sem sagt kominn fordæmisgefandi dómur vardandi viss tilfelli. Hér vísar Birthe Rønn í thennan dóm:
http://www.euo.dk/dokumenter/ft/paragraf_20/samling/2009_2010/2107/

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 17:27:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nema hann hafi haft vinnu...sem hann missti.

fólk á ss ekki að flytja út án þess að vera með vinnu eða skólavist = LÍN

strákamamman;)

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 17:28:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat! ;-)

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 13:55:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er ekki rétt sem þið eruð að sgeja...var með bróður mínum í þessu í síðasta mánuði og þar var sértaklega tekin framm þessi klausa um EOS löndin og þessvegna hafði hann sama rétt og danir þó hann hafi bara búið hér í 3 mánuði.

strákamamman;)

presto | 19. nóv. '10, kl: 16:12:00 | Svara | Er.is | 0

Er ekki hægt að taka nein námslán til að ljúka námi í Danmörku?
Ertu búin að vera í starfi allan tíman í DK og á leðinni í nám núna, eða ertu að spá í að börnin þín hafi skertan rétt v. þjóðernis í framtíðinni?

strákamamma | 19. nóv. '10, kl: 16:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er í námi núna, hef unnið í gegnum tíðina og er að vinna núna líka samhliða námi. Námslán fær maður bara ef að maður hefur rétt á SU.

Nýja hygmynd DF er að afnema allan SU rétt til þeirra sem ekki eru með danskan ríkisborgararétt. Það mun þá eiga við mig....verð að hætta í háskólanáminu mínu, og um börnin mín öll nema eitt þegar þar að kemur.



Er að spá í þetta alltsaman bara heildrænt.


Ég er líka að spá í muhammed sem býr í Gellerup parken i aarhus sem er frá pakistan sem er fæddur í dk og mun ekki komast í háskólanám ef þetta gengur í gegn.

Hann verður þá dæmdur til þess að vera ómenntaður, vinna láglaunastörf og er fastur í sósjal arfinum að vera neðstur í goggunarröðinni.



Þetta er allt saman bara svo gegnsýrt af kynþáttafordómum og útlendingahatri að það er ógeðslegt.

strákamamman;)

presto | 19. nóv. '10, kl: 16:19:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst mikill munur á því hvort þetta er manneskja sem hefur t.d. búið skamman tíma í Danmörku eða lengi og fatta því ekki dæmið að gera ríkisborgararéttinn að aðalkröfunni.
Brýtur það ekki í bága við EES og ESB reglur?
P.s. það þarf auðvitað að hafa eitthvað lið til að vinna leiðinlegu láglaunastörfin! Þýðir lítið að flytja inn ómenntað láglaunapakk ef það fer svo bara að troða sér í háskólana og taka almennilegu störfin frá alvöru dönunum!
P.s. kannski tímabært að ákveða hvort þú ætlar að ala upp alvöru dani eða alvöru íslendinga (frekar en hálft í hvoru án almennilegra réttinda?)

strákamamma | 20. nóv. '10, kl: 16:26:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl!!

strákamamman;)

Arabella Drummond | 19. nóv. '10, kl: 16:21:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

DF í hnotskurn.

Their hafa líka sagt opnberlega ad múslímar eigi ad vera í múslímalandi og ég man eftir útspili í fyrra thar sem einn af theim sagdi ad múslímafedur misnotudu og børdu børnin sín og leyfdu frændum barnanna ad gera thad líka. Ég skrifa kannski ekki ordrétt, en thetta var essensinn í thessu.

annars er áródurinn hjá theim thannig ad hann minnir um margt á áródur nasista í og fyrir seinni heimsstyrjøld.

Fyrst ég minnist á thetta thá er kannski vid hæfi ad sýna thetta myndband (Hitler informeres om saft og kage):
http://www.youtube.com/watch?v=7PZsS2xo1WY

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

syssa | 20. nóv. '10, kl: 00:18:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HVAÐ MEÐ BARNABÆTURNAR? á AÐ TAKA ÞÆR AF ÚTLENDINGUM Í DK EÐA ER ÞAÐ BARA RUGL?

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 10:27:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmm.
Er thetta ekki vardandi ESB borgara? Thad var eitthvad med ad fólk thyrfti ad sýna fram á ad thad væri í vinnu eda eitthvad svoleidis ádur en thad fengi thetta strax sent med umslagi daginn eftir (eda álíka). En mig minnir bara ad thetta hafi adeins verid í umrædunni.

Hér geturdu lesid meira um thetta og breytingar sem verda á komandi árum vardandi upphædina:
https://www.borger.dk/Emner/familie-og-boern/boern/boernepenge/Sider/boernefamilieydelse-boernecheck.aspx

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 20. nóv. '10, kl: 16:27:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það á ekki að gera það, það var fyrsta hugmyndinn....endanlega útfærslan var svo að skerða þær MIKIÐ fyrir alla sem eiga meira en 2 börn....því alvöru dönsk kjarnafj0lskylda á bara 2

strákamamman;)

strákamamma | 20. nóv. '10, kl: 16:26:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var það ekki DF sem vildi láta banna Al jaseera sjónvarpsstöðina því hún inniheldur antivestrlænt efni...alger tarður

strákamamman;)

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 12:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thetta er reyndar mjøg virt fréttastød - ég hefdi kannski skilid thennan æsing ef thetta hefdi verid áródursstød frá einhverri terroristahreyfingu, en thó thad væri svo; er ekki málfrelsi hérna eda?
Thad er allavega málfrelsi hvad vardar Múhamedsteikningar og ljótan áródur um múslima.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

HarpaHei | 20. nóv. '10, kl: 10:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig er það eiginlega í Danmörku núna, varla eru þeir farnir að taka svo mikið mark á DF að maður þurfi að hafa áhyggjur af því að hugmyndir þeirra renni snuðrulaust í gegn??? ómæ, þá er þetta orðið slæmt!!! Ég bjó sjálf í DK þegar Pia Kærsgaard kom flokknum á þing en þau voru nú ekki farin að fá neinar af sínum hugmyndum, svona óbreyttar bara í gegn si svona. Einmitt vegna þess að danir eru (eða voru allavega) mjög meðvitaðir um að sitja ekki uppi með heila stétt ómenntaðs, ódönskumælandi, fátæks fólks í gettóum...

------------------------------------------------------

Sumardekk til sölu:
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2785904

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 10:22:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef einhverjir eru gódir í spin-off thá er thad DF. Fylgstu bara med fjølmidlum.
Eins og thetta med gervihnattadiskana, s.s. ad láta loka á Al Jazeera í hverfum thar sem er hátt hlutfall innflytjenda. Thetta hefdi aldrei komid til framkvæmdar, en thau eru bara ad sýna ad thau eru tilbúin til ad gera ALLT til ad "leysa" innflytjendavandann.

Ég man ekki hvort thad var Konservative, mig minnir thad einhvern veginn, en thá var thad thannig ad DF lofadi ad bakka allt upp sem their vildu fá í gegn, ef bara thau fengju innflytjendastefnu sína í gegn.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

HarpaHei | 20. nóv. '10, kl: 10:34:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff úff! Já ég fylgist ekki mikið með dönskum fjölmiðlum þar sem ég bý ekki lengur í Danmörku, en þetta hljómar godt nok skræmmende!!!

------------------------------------------------------

Sumardekk til sölu:
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2785904

LaRose | 20. nóv. '10, kl: 08:01:56 | Svara | Er.is | 4

SU er lúxus sem mér finnst í lagi að kroppa af.
Hinsvegar hef ég ekki heyrt þetta með að þeir sem ekki eru með danskan ríkisborgararétt fái það ekki í framtíðinni.
Ætti að fara frekar eftir því hvort fjölskyldan hefur borgað til samfélagsins og eitthvað.

Ég ber enga virðingu fyrir DF en mér leiðast samræður um hvað Danir eru vondir. Finnst svona umræða eins og þessi bara lýsa því að fólk hugsar á mismunandi hátt í mismunandi löndum.

Hef sömu upplifun og Flís, hef verið velkomin hérna (oftast amk ;), það eru fífl allsstaðar), tala mjög góða dönsku og er í góðri vinnu og enginn nefnir að ég er útlendingur.
Ég skil líka Dani að vissu leyti (og mínusið að vild). Ég tek þátt í að borga hæstu skatta í Evrópu og gæti hugsað mér að eyða þeim í annað en að halda uppi fólki sem ekki þarf á því að halda. Innflytjendamál eru ekkert létt og ég las í sænsku fréttunum um daginn að 40% innflytjenda í Svíþjóð hefðu ekki unnið EINN tíma eftir 9 ár í landinu. Er þetta í lagi? Myndu Íslendingar sætta sig við þetta?

Ég get skilið pirring strákamömmu...en ekki allt tuðið frá öðrum. Það eru forréttindi að geta komið til DK eða annarra norðurlanda, fá fínt nám, ókeypis leikskóla...og svo er massi af námsmönnum sem þakkar fyrir sig með að forðast að greiða af sjónvarpinu og skrá bílinn sinn í landið.
Það eru tvær hliðar á öllum málum (þetta er orðið mjög ótengt upphafsinnleggi...)

flis | 20. nóv. '10, kl: 08:48:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held einmitt að íslendingar myndu aldrei sætta sig við þetta.

Ég vil eins og þú, borga mína háu skatta, hafa svo aðgang að sjúkrahúsum, læknisþjónustu, tannlæknum o.fl. sem Skattmann svo borgar, já og án þess að þurfa að setja fjölskylduna mína á hausinn. En ég hef ekki áhuga á að mínir háu skattar fari í að halda hinum og þessum uppi, sem aldrei leggja eina krónu út sjálfir.

Flis

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 10:38:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Thad eru talsvert fleiri en innflytjendur á félagslegri adstod.

Correct me if I'm wrong, en ég er nokkud viss um ad meirihluti bótathega er danskur.

Annad:
Ef madur býr hér í landinu, og er í skóla og fær nidurgreitt leikskólapláss thar sem madur er í námi (makinn minn vinnur svo thad er ekki frítt) og fær húsaleigubætur. Thýdir thad thá ad madur megi ekki horfa gagnrýnum augum á stjórnvøld og thad sem er ad gerast hérna í landinu?
Thad eru tvær hlidar á hverjum teningi, thad er alveg rétt. Rangt finnst mér samt ad kedja saman innflytjendur og fólk sem lifir á kerfinu. Vissir thú t.d. ad ønnur kynslód innflytjenda er meirihlutinn af fólkinu sem er ad kaupa húsnædi hérna í kreppunni? Mér finnst thetta mjøg einsleit umræda thad verd ég ad segja. Thad er ønnur og kannski thridja kynslód Dana ad alast upp og er og mun vera alltaf á félagslegum bótum. Medan fókusinn er á innflytjendum thá er minna gert til ad leysa vandamál thessa fólks.

Ég er alls ekkert ad segja ad Danir séu vondir, hvernig færdu thad út? Ég hef hinsvegar lent illa í fólki sem thykist ekki skilja mig og kemur mjøg nidrandi fram vid mig af thví ég tala med hreim. Sú stadreynd ad ég sé í námi hérna, sé med børn á leikskóla og fái húsaleigubætur gefa theim ekki rétt til ad tala svona vid mig. Ég hef líka vægast stórar áhyggjur af DF og finnst thad mjøg slæmt ad thau séu med svona mikil vøld, líkt og ég er med stórar áhyggjur af svipudum pólitískum flokki í Hollandi.

Ég er alveg sammála thér med ad SU sé lúxus, mér thætti samt røkréttara ad breyta thví thannig ad thad sé í lánaformi (í thad minnsta hvad vardar útlendinga fyrst thad er svona mikid issue), í stad thess ad koma med hardar flóknar reglur sem fæstir uppfylla nema elíta innfæddra Dana. Ekki ad thetta mál snerti mig beint, ég fæ námslán hjá LÍN - en finnst thetta samt einkennileg nálgun hjá theim ef thau vilja í adra røndina fá meira af vel menntudu erlendu vinnuafli hingad í landid.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

bogi | 20. nóv. '10, kl: 10:44:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála - og hversu marga Dani hefur Íslenska ríkið sent heim á síðustu árum? Ef Dani búsettur á Íslandi yrði atvinnulaus þá myndi sá hinn sami bara fá sínar atvinnuleysisbætur eins og hver annar Íslendingur!
Og ég stórefa að þessi nýja stefna sé að fara að leysa vandamálin, hugsa að þau verði bara enn stærri!

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 10:50:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat.
Ekki bara ef hann er á Íslandi, heldur líka í Svíthjód og Noregi.

Thad skal enginn reyna ad segja mér ad engir Danir búi í thessum løndum og hafi aldrei thád atvinnuleysisbætur/sjúkradagpening, farid til læknis, verid í námi og svo framvegis.
Ef stefnan væri ad senda thá "heim", thá efast ég um ad thessar ákvardanir Dana vardandi thetta væru ad valda svona miklu fjadrafoki.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 10:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já and for the sake of it, thá ek ég um á bíl med dønskum númerapløtum og hefur aldrei dottid neitt annad í hug en ad borga áskriftina á ríkissjónvarpinu hérna.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

LaRose
bogi | 20. nóv. '10, kl: 16:45:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar DF er að komast meir og meir til valda, þá hlýtur meðal daninn að vera að færast í áttina til þeirra - og þar með verður rétt að tala almennt svona um Dani!

LaRose | 20. nóv. '10, kl: 16:48:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir verja stjórnina falli...með lítið hlutfall kjósenda á bak við sig. Það er ekki það sama og að Danir séu í meirihluta rasistar.

Hvernig er það þá með Svía? Eru þeir alltaf góða fólkið?
Svensk demokraterna, systurflokkur DF fékk 10% í Malmö, meira en DF í Köben.

Svíar almennt rasistar og við getum bara farið að tala um þá sem slíka?

bogi | 20. nóv. '10, kl: 16:51:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og afhverju eru þessir stóru flokkar að taka upp málstað DF? Finnst mikið athugavert við það og þessi þróun hræðir mig.
Mér finnst Danir alls ekki vera vondir við mig og ég hef sjálf ekki upplifað mikinn rasisma gagnvart mér prívat og persónulega. Hins vegar minnkar óendanlega mikil lystin að búa hérna áfram eftir nám ef farið er að flokka fólk í tvo hópa: útlendinga og Dani. Þó að við hjónin séum með háskólamenntun og fengjum væntanlega nógu marga punkta til að mega búa áfram - þá hef ég ekki áhuga á að búa í svona samfélagi sem gúdderar þetta.

LaRose | 20. nóv. '10, kl: 16:57:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er bara eins og Framsóknarflokkurinn komst iðulega í stjórn með sömu töktum, bara öðruvísi siðleysi en DF en siðleysi samt.
Völd og pólitík, svipað alls staðar.

Varðandi punktakerfið þá mun það ekki gilda fyrir Skandinavíuþjóðir (leiðréttu mig ef rangt er með farið).

Varðandi vinnu, ég er að vinna hérna í raunvísindum. Synd fyrir ykkur að vilja ekki prófa að finna vinnu hérna út af þessum málum. Væri hollt að kynnast Dönum með vit í hausnum og komast inn í danskan vinnustaðakúltúr og sjá að þetta er bara allskonar fólk eins og við Íslendingar...og þrælskemmtilegt í mörgum tilvikum.
En ef ykkur langar frekar til Íslands þá be my guest. Þar má nefnilega líka tala um samfélag sem gúdderar marga slæma hluti...á leveli sem hefur gert okkur heimsfræg í bransanum. ;)

bogi | 20. nóv. '10, kl: 18:06:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er reyndar að fara að prófa að finna mér vinnu - verðum hér í tvö ár í viðbót. Hins vegar fæ ég ónotatilfinningu gagnvart þessu punktakerfi, þó það komi ekki niður á mér.
Mér finnst þú vera í rosalega mikilli vörn - ótrúlegt að mega ekki gagnrýna neitt í Danmörku án þess að vera flokkaður sem vanþakklátur og dómharður og jaríjaríjarí.

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 20:00:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jább.

Thad er svolítid kúltúrinn - vid erum greinilega ekki nógu integreradar fyrst vid erum ekki sama sinnis. ;-)

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

LaRose | 20. nóv. '10, kl: 21:03:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki í vörn, mér er bara málið skilt því ég hef áður fyrr verið harður gagnrýnandi DK og í raun hvorki þolað þá né landið.

Það breyttist hinsvegar þegar ég varð meira integreruð, fann út að vandamálin lágu mikið til hjá sjálfri mér.

Kannski á það ekki við í þínu tilviki, ég er ekki dómbær á það. Ég reyni bara að fjalla um hlutina eins og þeir líta út fyrir mér.

bogi | 20. nóv. '10, kl: 21:13:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvitað rétt - maður er ekki alveg nógu integreraður þegar maður sér bara gallana í Danmörku og kostina á Íslandi:)
Hins vegar þá elskaði ég Danmörku fyrst og fannst allt svo sniðugt, núna finnst mér sömu hlutirnir ekki jafn sniðugir, spurning hvort mér snúist hugur? hehe

LaRose | 20. nóv. '10, kl: 21:16:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við höfum byrjað á sitthvorum endanum greinilega...spurning hvort við endum á sitthvorum endanum líka.

Annars fer margt hérna í taugarnar á mér, það er ekki það. En ég hef skilning á mörgu sem ég hafði ekki áður, eða er almennt orðin betri í að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni líka.

Svo verður maður auðveldlega æstur í svona spjallþráðum, ER verður auðveldlega ælupoki eftir stress dagsins, ég er í alvöru miklu almennilegri manneskja en ég lít út fyrir að vera hér ;)

Vinsemd og virðing ;)

Felis | 20. nóv. '10, kl: 22:00:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er kannski skrítin en ég sé bæði margar kosti við Danmörku og marga galla, einnig sé ég marga kosti við Ísland og marga galla. Ég hef oft verið gagnrýnd fyrir að gagnrýna annað hvort þessara landa og þá annað hvort spurð af hverju ég gerist ekki bara dani eða af hverju ég flytji þá ekki bara heim.

Ég skil ekki af hverju maður má ekki horfa í kringum sig með smá gagnrýni og raunsæi.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 12:27:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alveg nákvæmlega sama sinnis.

Sé marga kosti vid DK og marga galla - og sømu søgu hef ég ad segja um Ísland.

Ég held ad thad snúist ekki um ad vera integreradur eda ekki ad hætta ad vera gagnrýninn á vissa hluti - ég veit um ansi marga Dani sem eru gagnrýnir á nákvæmlega sømu hluti og ég.
Hinsvegar verda margir Danir varir um sig ef ég sem innflytjandi gagnrýni eitthvad sem theim sjálfum finnst fáránlegt - their eru eitthvad svo stoltir og vidkvæmir thessar elskur. Minna mig mikid á Íslendinga hvad thad vardar.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 13:59:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

málið er að það ætti ekki að gilda yfir nærrænar þjóðir, en hver veit hvort danir brjóti þann norrænga samning líka eins og aðra?


Ég þekki fullt af góðum dönum (bý með einum td) svo ég er ekki að alhæfa um alla dani, en ég er sammála boga um að það setur að mér óhug og efa um að vilja búa í þessu samfélagi þegar rasisminn er farin að vera svona hávær

strákamamman;)

miramis | 20. nóv. '10, kl: 21:15:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig minnir reyndar að skv. rannsóknum séu Danir áberandi mestu rasistarnir á Norðurlöndunum. Get ekki vísað í neitt þessu til stuðnings, las bara um þetta f. nokkru síðan.

Heyrði þó áhugaverða kenning um þetta frá útlendingi sem býr í Svíþjóð að ástæðan fyrir útkomunni væri einfaldlega að Danir væru komnir lengra í umræðunni heldur en NL - þeir væru búnir að viðurkena fordómana með hin NL væru enn að þykjast vera ofsa fjölmenningarleg o.s.frv. Skemmtileg kenning, í það minnsta.

LaRose | 20. nóv. '10, kl: 21:21:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef búið í Svíþjóð líka og get tekið undir þetta.

Þar má ekki ræða innflytjendamál, aldrei í fréttum nema á jákvæðu nótunum, þótt Svíar séu almennt ekkert að tapa sér í gleðinni yfir þessum málum.

Danir eru allt öðruvísi fólk, þar er hamar kallaður hamar (getur verið kostur og ókostur auðvitað) og þessi mál eru bara rædd og þeir virka oft voðalega harkalegir.

Þekki líka Norðmenn sem eru í nákvæmlega sama "rasistapakka" og Danirnir.
Ég er líka viss um að ef ástandið væri eins og Íslandi og á hinum Norðurlöndunum myndu Íslendingar toppa í rasisma...við hljótum að eiga heimsmet í því sem öðru eða hvað?

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 12:24:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki viss um thad.

Ég renndi í gegnum fréttirnar hérna í morgun og sá thar ad madur má velja ad fara á annad sjúkrahús ef madur vill ekki fá medhøndlun af starfsmanni sem gengur med blæju. ( http://jp.dk/indland/article2252803.ece)
Ég held ad thetta myndi ekki fá ad vidgangast á Íslandi.

Reyndar finnst mér Danir leyfa sér ýmislegt í skjóli málfrelsis, svo mikid eiginlega ad meira ad segja Svíar hafa gagnrýnt thá.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 12:47:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjá betur hér:
http://politiken.dk/indland/ECE1113892/du-kan-skifte-sygehus-hvis-de-ansatte-gaar-med-toerklaede/

Finnst thetta rosalegar fréttir og ég vona ad thetta rati í heimsfréttirnar.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

LaRose | 21. nóv. '10, kl: 14:05:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er glötuð frétt...og Bertel Haarder veldur vonbrigðum með þessu svari.

Eeen, svo við séum með allar staðreyndir á hreinu (vona ég sé það).
Þessi fyrirspurn kom í þinginu. Í DK er frjálst sjúkrahúsval og fólki er frjálst að velja án þess að gefa endilega upp af hverju, eins og ég skil það er bara gert ráð fyrir að það sé út af einhverju faglegu.
Þar sem ekki er tekið fram í reglum að maður eigi að segja af hverju maður vilji fara á annað sjúkrahús og þá skil ég það þannig að það sé ekkert sem segi að ástæðan geti ekki verið blæja...sem er ástæða þess að Bertel svarar svona.
Ég vildi að það hefði fylgt með fréttinni hvort þetta hefði einhverntíma komið upp, ég hef aldrei heyrt um það og stórefast um það. Ef einhver á frétt um það þá endilega deila. Finnst þetta bara glötuð frétt fra A-Ö, brasað saman eitthvað hugsanlegt rugl sem kannski Danir myndi aldrei láta sér detta í hug að gera.
ÞEtta er svona: Hey, Bertel, nú af því það er frjálst val um sjúkrahús, getur maður þá ekki farið annað ef læknirinn er með blæju?
Bertel: Jú, það er ekkert sem bannar það í reglunum.
Blaðamaður skrifar þessa grein.

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 14:08:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er eiginlega bara sett svona upp að manni finnst til þess að ala á sundrungu í samfélaginu...þessi frétt ss.

strákamamman;)

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 14:13:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thessi grein er byggd upprunlega á thessu:
http://p77.dk/radikalisering/69-radikalisering-danmark/332-muslimhader-haenger-syghusansatte-ud-pa-nettet

Liggur frelsid um sjúkrahúsval thyngra en mismunun vegna trúarbragda/etnísks uppruna?

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

LaRose | 21. nóv. '10, kl: 15:01:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, þetta eru einhverjir bjánar frá Næstved, glatað lið.

Nei, ég er nokkuð viss um að frjálst val sjúkrahúsa er neðar á listanum en hitt.

Held samt bara að þessi fyrirspurn hafi poppað upp í þinginu, eins og strákamamma segir, þá er alið á sundrungu í samfélaginu.

Svo gildir þetta oft í báðar áttir því miður, ég hef lent í því að spyrja ca. 12 ára múslimskan strák um áttir á róluvöll í innflytjendahverfi.
Svarið var að hann vildi ekki sýna mér hvar hann væri því hann vildi ekki "hafa fólk eins og mig í sínu hverfi". Annars fæ ég oftast gott viðmót frá múslimum, en það er oftast þó vel integrerað fólk í vinnunni minni og svona.

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 15:26:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, thetta gildir nefnilega í bádar áttir. Margir innfæddir Danir verda fyrir fordómum af hendi innflytjenda - skólasystur mínar sem eru búsettar í Gellerup-parken lentu mjøg illa í thessu thegar thær reyndu ad stoppa strák í ad stela reidhjóli, voru kalladar øllum illum nøfnum og líkt vid Piu Kjærsgård og svona.

Ég tek alveg undir med thér og strákamømmu ad svona fréttaumfjøllun gerir ekkert annad en ad ýta undir reidi og mislyndi í thjódfélaginu. Thad ætti einfaldlega ad taka netid af sumu fólki.

T.d. tídkast nokkud í fjølmidlum hér og á Íslandi sem ýtir undir fordóma - en thad er ad taka alltaf fram hvers lenskir afbrotamenn eru - og oft er sleppt thví ad nefna ef thad eru innfæddir, svo thad lítur út fyrir ad their einu sem fremja glæpir eru útlendingar.
Ég held ég sé ad fara rétt med, en mig minnir endilega ad svona thjódernissinnud fréttaumfjøllun hafi verid bønnud í UK - enda eru their komnir talsvert lengra á leid med ad hafa fjølthjódasamfélag en t.a.m. Íslendingar og Danir.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 15:27:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég skil vel þann 12 ára strák ef hann er búin að fá að heyra það frá sínu nærhumhverfi alla sína æfi að hann sé annarsflokks.

Það er td eitt af því sem að hræðir mig við að ala upp börnin mín hérna....þau fá að heyra að þau eru útlendingar...og annars flokks, og hvað, sit ég þá uppi með 4 stykki stráka sem breytast í anarkista og verða samfélagslegt integrasjónsvandamál seinna meir?

strákamamman;)

bogi | 21. nóv. '10, kl: 15:22:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég man þegar ég var ólétt af eldri stráknum mínum heima á Íslandi, þá var mér sagt að ég hefði alltaf rétt á að biðja um aðra ljósmóður ef mér líkaði ekki nógu vel við þessa sem ég hefði, hún léti mér líða illa osfr. Þannig að ef manneskja með blæju myndi láta mér líða illa þá hefði ég rétt til að biðja um aðra.

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 13:57:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég get ekki tjáð um um svía eða sænskt samfélag....hef aldrei búið þar

strákamamman;)

strákamamma | 20. nóv. '10, kl: 16:29:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja sko ef það á að afnema eða kroppa af SU þá þarf allavega að vera annað kerfi samhliða þar sem fólk getur tekið sér námslán.

Annars er nám bara fyrir þá ríku

strákamamman;)

HarpaHei | 20. nóv. '10, kl: 08:58:06 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekki hvort einhver sé búinn að segja þetta hér áður, en VÁ hvað ég held að margir Íslendingar (búsettir á Íslandi) hafi gott af að lesa þetta og reyna svo að setja sig í spor útlendinga á Íslandi. Sjálf á ég útlenskan mann og við finnum fyrir þessu nákvæmlega sama á hverjum einasta degi!

------------------------------------------------------

Sumardekk til sölu:
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2785904

computer says no | 20. nóv. '10, kl: 11:05:34 | Svara | Er.is | 0

Æi ég skil þig bara mjög vel með þetta danska samfélag, ég gæti örruglega skrifað ritgerð um þetta allt saman en þá myndi ég aldrei hætta :P

Koddu bara aftur heim ;) þín er saknað snúllan mín!

Var einmitt að hugsa um daginn að það væri gaman og gott að flytja aftur út, en takk fyrir að minna mig á hvernig þetta er ;)

yucca | 20. nóv. '10, kl: 12:27:56 | Svara | Er.is | 0

drattist þið bara í dýrðina hér heima og leyfið dönunum að vera í friði.

Felis | 20. nóv. '10, kl: 12:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er því miður ekki allt nám í boði heima á klakanum. Ef ég gæti klárað að læra það sem ég vil læra heima á Íslandi þá myndi ég sko glöð flytja heim.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 20. nóv. '10, kl: 12:41:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að klára mitt nám núna og væri alveg til í að komast heim, en það er ekki kenndur master í arkitektúr á Íslandi svo við þurfum að vera hér í tvö ár í viðbót!

Felis | 20. nóv. '10, kl: 12:45:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er að klára b.sc núna en mig langar í master gráðu sem er ekki kennd heima og vonandi kemst ég inn strax núna eftir áramót en ef ekki þá ætla ég að láta á það reyna að komast inn næsta haust. Ef það gengur ekki þá fer ég heim þá.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 12:42:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

-- // --

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 12:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Langar ad bæta vid ad ef ég gæti fengid metid thad sem ég hef klárad hérna upp í svipad nám á Íslandi thá myndi ég alveg hugsa málid frekar.

Fyrst tharf samt ad afla fjármagns - thad var mjøg dýrt ad flytja hingad út og verdur mjøg dýrt og vesen ad flytja aftur heim. Thad er ekki eins og madur geti hoppad upp í næstu flugvél, gengid inn í atvinnu/skóla og fengid leikskólapláss 1-2 og bingó, ásamt thví ad vera med thak yfir høfudid og nóg fyrir mat.

Ekki nema thú kunnir einhverja Mary Poppins uppskrift - thetta hljómar mjøg einfalt hjá thér Yucca.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

Aetna | 20. nóv. '10, kl: 15:29:47 | Svara | Er.is | 0

er þetta ekki bara eitthvað sem að er verið að ræða um? Ég efa það stórlega að það sé löglegt að afnema su styrki sem að fólk hefur fengið í gegn.. Held líka að allt yrði vitlaust hérna ef að þetta færi í gegn!

ronja78 | 20. nóv. '10, kl: 17:07:12 | Svara | Er.is | 0

Ég heyrði í fréttunum í gær að það væri ekki beint verið að afnema su styrkinn, heldur verður fólk að sýna árangur til að fá hann. Margir hér sem eru á þessum styrk sem klárar ekki einu sinni það sem það er að gera.( sita ekki einu sinni í tímunum ) Og þeir sem standa sig og klára fá einhverskonar bónus þegar þeir útskrifast. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, en já það var í fréttunum í gær.

LaRose | 20. nóv. '10, kl: 17:13:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem er gott mál, minnsta sem fólk getur gert er að slugsa á eigin kostnað.

bogi | 20. nóv. '10, kl: 18:04:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyndist það mjög góð leið:)

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 19:58:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég vona thad.

Mér finnst thetta of lausar reglur, fólk getur byrjad nýja menntun allavega 2x-3x og á medan sitja plássin tóm og ónýtt - og miklir peningar fara thar med í vaskinn.

Ég man alveg eftir fólki sem var skrád en hafdi sídan annad hvort aldrei mætt eda hafdi farid í annan skóla. Thetta fólk tók pláss frá fólki sem vildi komast inn, en gat thad ekki fyrr en thá ári seinna ef thad vildi bída. Nú er ég næst sídasta árgangnum í thessu námi svo thad er ørugglega pínu svekk f. fólk sem hefdi viljad fara inn á næsta ári.

Mér fannst mjøg snidugt thar sem einn háskóli tók upp hérna, en thau fóru ad taka fólk í vidtøl til ad ath. med áhuga. Thad skiladi miklum árangri og brottfallid var mun minna.

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

bogi | 20. nóv. '10, kl: 20:02:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var líka með strák í hóp sem var með mér í öðrum kúrs líka. Hann hætti svo í þeim kúrs því hann hafði svo mikið að gera greyið... nema hann hafði akkúrat ekkert að gera! Bjó einn, átti ekki börn, var ekki að vinna með... þegar ég var sveitt með fjögur verkefni rétt fyrir próf þá hafði hann eitt verkefni (sem var eitt það sama og ég var með, svo ég veit hvað það var létt).
Sumir ungir Danir eru svo góðir við sjálfan sig, af því að þeir fá hvort sem er pening.

Arabella Drummond | 20. nóv. '10, kl: 20:08:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já.

Mér finnst mjøg snidugt hvernig thetta er í Noregi. Ef fólk fellur, er thetta lán sem tharf ad greida til baka. Ef fólk nær, er thetta styrkur. Er med einni norskri í skóla sem var ad segja mér frá thessu - finnst thetta brádsnidugt system!

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

LaRose | 20. nóv. '10, kl: 21:05:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Danir eru dekraðir.

Mig langar stundum að hrista liðið sem er í sjónvarpinu, eins og í gær. Háskólanemar sem fannst hræðilegt að SU myndi bara gilda í jafnmörg ár og námið væri...3 ár SU fyrir 3 ára nám osfrv.

Nei nei, það átti að setja svo mikla pressu á þá blessaða (oftast barnlausir og á djamminu á ríkisspenanum) að fólk myndi hrökklast úr námi.

Mitt komment: Get a haircut and get a job...með skóla

miramis | 20. nóv. '10, kl: 21:18:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst að sumu leyti gott mál að styrkja fólk til náms á þennan hátt. En það verður þá að vera á e-n eðlilegan hátt - eins og kerfið hjá þeim er í dag þá er þetta bara fordekrun.

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 14:07:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég held að um leið og þessu væri breytt í lánakerfi myndu nemarnir sem eru að- slugsa...hætta því...

strákamamman;)

Arabella Drummond | 21. nóv. '10, kl: 07:54:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thad er óhætt ad segja thad.

Mín børn flokkast undir langveik børn, og ég fékk umønnunagreidslur med theim á Íslandi, sem ég fæ ekki hér, einfaldlega vegna thess ad thad tharf ekki. Allt tengt fædingargallanum theirra er frítt, s.s. hlutir sem tharf ad kaupa á fyrsta fædingarári sem og øll sérfrædiadstod lífid út á enda.

Thad gekk hinsvegar fram af mér thegar ég var ad lesa um brjálada foreldra langveikra barna thegar átti ad setja thak á tekjutengdar umønnunargreidslur. Thar hafdi sig mikid frammi kona sem er læknir og var ad fá nokkur hundrud thúsund í umønnunargreidslur á mánudi. Barnid hennar var med ónæmisgalla og gat ekki verid í leikskólanum vegna thess. Konan var alveg brjál yfir thví ad geta ekki haldid uppi sama lifistandard - sem telst nokkud hár á danskan mælikvarda. Ég skil ekki hvers vegna konan fór ekki ad vinna og fékk aupair til ad gæta barnsins. Thó hún hefdi verid med menntadan pædagog á launum allan daginn, hefdi hún samt thurft ad borga minna yfir mánudinn en hún var ad fá greitt frá ríkinu mánadarlega!
Svo finnst mér annad ósanngjarnt í thessu, en ef um hefdi verid ad ræda ófaglærda láglaunada manneskju, thá hefdi sú manneskja thurft ad láta sér lynda meira en helmingi lægri framfærslu mánadarlega fyrir ad vera heima med barn med sama heilbrigdisvandamál.
Er thetta sanngjarnt?

__________________
‎"Religion is like a penis. It's fine to have one and it's fine to be proud of it, but please don't take it out in public and start waving it around and please don't shove it down my throat."

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 14:05:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veistu...mér foinnst það of mikið pressure....ef þetta er of dýrt þá á frekar að umbreyta þessu í lánakerfi.

Ég þarf að vita að ef að krakkarnir mínir fá hlaupabólu hver á eftir öðrum að ég geti samt klárað námið mitt.....ekki hætta því önn nr. 2 fór í vaskinn eða eitthvað slíkt.

strákamamman;)

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 14:04:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er rétt finnst mér, en það má samt ekki alhæfa um alla nema.


Ég er td í allt annari stöðu en hinir 99 í árganginum mínum....ég er sú EINA sem á börn...og ég er sú EINA yfir 25 ára.

strákamamman;)

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 14:03:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þeir sem klára á skemmri tíma en ætlast er til fá bónusa.

Og SU í lengri tíma en námið þitt tekur að lágmarki á að vera afnumið var þessi tillaga.

Sem þýðir að ef þú fellur einusinni, barnið þitt er lagt inn á sjúkrahús, maki þinn deyr eða votever sem seinkar þér í námi þá ertu skrúd.

tala nú ekki um ef að þú átt stóra fjölskyldu og vilt taka námið þitt hægar en ella til þess að geta sinnt henni.


ég á fullt í fangi með 30 ECTS nám (er raunar að taka 40 þessa önn) með mína krakka líka, það má EKKERT útaf bera tilo þess að ég sé fallinn..EKKERT.



Með því að herða rammann svona er verið að gera færrum kleift að sækja sér menntun.


Ef fólk á að geta "slugsað á eigin kostnað" þá verður allavega að vera til lánasjóður eða eitthvað slíkt til þess að sinna því fólki.



Það má bara ekki gleyma að ekki allir nemar eru 20 ára barnlausir með EKKERT að gera nema námið sitt.

strákamamman;)

LaRose | 21. nóv. '10, kl: 14:09:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lán væri góð hugmynd. Veit vel að ekki allir eru 20 ára með engar skuldbindingar.

Ég var td einstæð mamma í mastersnámi, ein í útlöndum með engan stuðning. Man alveg hversu erfitt það var.

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 14:12:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þessvegna finnst mér fáránleg orðaræða alþingismanna hérna núna.

Það er talað um nema eins og afar einsleitan hóp sem hafa sömu þarfir.

strákamamman;)

Felis | 21. nóv. '10, kl: 14:22:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

uss ekki segja að það sé erfitt að vera einstæð mamma í mastersnámi í útlöndum og með engan stuðning...

Það er nefnilega það sem ég stefni á eftir áramót og mig langar frekar til að heyra að það sé easy breezy... ;-)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

LaRose | 21. nóv. '10, kl: 15:06:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu ekki með 5 ára?
Elskan mín, ég myndi rúlla þessu upp núna með barn á þeim aldri. Var með eins árs hérna um árið. Þú tekur þetta í nösina

Felis | 21. nóv. '10, kl: 15:13:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:-D

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 15:28:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er ekki í master...viðurkenni það, bara í BA enn sem komið er og ég er með 3 börn...var með 4 alein með ekkert stuðningsnet.

Þetta er alveg hægt, en ég segi ekki að það sé ekki auðveldara eftir að kærastinn kom inní myndina ;)


skipulag og slaka á smáatriðum er mit ráð ;)

strákamamman;)

Felis | 21. nóv. '10, kl: 15:37:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég er enn að klára minn b.sc og er ekki komin inn í kandidat námið sem mig langar í en ef allt gengur upp þá mun ég byrja á masternum mínum eftir áramót og á sama tíma mun barnsfaðir minn mjöööög líklega flytja annað hvort til Noregs eða Svíþjóðar. Ég reyndar vona að hann fari bara til Malmö eða Helsingborg eða eitthvað svoleiðis því að þá myndu pabbahelgarnar alveg haldast venjulegar og þegar ég hef pabbahelgar þá hef ég ekkert til að kvarta yfir :-)

Annars er ég svo heppin að ég bý á stað þar sem að allir eru boðnir og búnir til að hjálpa mér ef ég þarf.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 15:47:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

snilld að þú sért með barsföður og pabbahelgar...engin þannig lúxus á mér

strákamamman;)

Felis | 21. nóv. '10, kl: 16:32:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jájá hann er ágætur greyið (þó að hann geti gert mig alveg gjeðbilaða stundum) en einsog ég segi þá veit ég ekki hvað ég fæ að hafa hann mikið lengur.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 21. nóv. '10, kl: 15:42:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér hefur þótt mastersnámið auðveldara en grunnnámið - vinnuálagið var mun meira.

bogi | 21. nóv. '10, kl: 15:24:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við lentum í því að synir okkar voru veikir til skiptis í 12 vikur - með skipulagi náðum við bæði öllum fögum án nokkurrar hjálpar.
Annars held ég að það væri ekki mikið mál að setja upp kerfi sem leyfði slíkar undanþágur.

Felis | 21. nóv. '10, kl: 15:29:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff enn og aftur er ég þakklát fyrir það hversu hraustur sonur minn er búinn að vera. Síðan hann fór upp í börnehave (rúm 2 ár) er hann bara búinn að vera veikur 2x, annarsvegar hlaupabóla (þar sem hann varð ekkert veikur en var engu að síður heima) og svo fékk hann ælupest 1x.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 21. nóv. '10, kl: 15:30:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en það er auðvitað því háð að þið voruð tvö....ekkert smá mikið erfiðara að vera einn.

ekki bara barnaumönnuninn, andvökunæturnar með ungabörn og það heldur bara að vera líka einn með allar áhyggjur og skipulag og svoleiðis

strákamamman;)

Blandpía | 1. ágú. '21, kl: 16:14:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var að leita í gömlum umræðum, ég er í dk núna sonur kærasta míns er með rétt á ssu, ég spyr, hvað er það eigilega mikið?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Síða 10 af 48019 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien