sumarbúðir?

Sarabía | 21. apr. '15, kl: 09:16:34 | 348 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ hvort er sniðugra að panta í sumarbúðum KFUM og k eða skátunum? Eru fleiri með sumarbúðir?

 

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Felis | 21. apr. '15, kl: 09:38:18 | Svara | Er.is | 8

ég hef svosem ekki skoðað þetta mikið en ég myndi aldrei senda barnið mitt í kristilegar sumarbúðir (eða aðrar sumarbúðir sem innprennta einhverja ákveðna lífsskoðun) 


ég var sjálf á Ástjörn í æsku og þó að það hafi verið gaman þá horfi ég til baka og hugsa út í heilaþvottinn sem átti sér stað og mig hrillir til þess að þetta skuli enn teljast vera í lagi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

MUX | 21. apr. '15, kl: 10:13:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Synir mínir fóru mörg ár í Vatnaskóg, þeir minnast ekki neins heilaþvottar og frelsuðust ekki ;)  Þeir eiga frábærar minningar þaðan og eru engir halelújapésar.

because I'm worth it

Felis | 21. apr. '15, kl: 10:17:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þeir sem ég þekki sem hafa farið í Vatnaskóg hafa allir talað um mikla trúarinnrætingu og komið þaðan mjög trúaðir, þrátt fyrir að koma ekki af trúuðum heimilum. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

MUX | 21. apr. '15, kl: 10:20:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

skrítið, þar sem strákarnir mínir fóru oft þangað og vinir þeirra líka og frændur mínir og enginn þeirra kom trúaður til baka. Þeir muna eftir því að hafa verið að tálga, synda í vatninu og róa, gönguferðum, hermannaleikjum (saklausir, enginn stríðsleikur), draugasögur o.s.frv.  :)

because I'm worth it

Snobbhænan | 21. apr. '15, kl: 11:35:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nkl, finnst þetta ótrúleg noja í fólki. Fin ef fólk vill velja annað, en kommon. Börn verða ekki ægilega trúuð þó þau fari í sumarbúðir á vegum KFUM.  Þá væru mínir synir strangtrúaðir sem og flestir vina þeirra. Allt saman hundheiðið lið lið en muna eftir yndislegum tíma í Vatnaskógi.

MUX | 21. apr. '15, kl: 11:43:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nákvæmlega!

because I'm worth it

daggz | 21. apr. '15, kl: 17:53:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var mikið í þessu starfi sem krakki og veistu ég hugsa bara engan veginn til þess sem einhverja trúarlegan heilaþvott. Eina sem ég man er að mér fannst ótrúlega gaman og mér leið mjög vel. Ég er svo innilega ekki strangtrúuð í dag. Þetta starf gerði mér allavega ekkert nema gott og guð hvað ég er fegin að foreldrar mínir hafi ekkert verið að stoppa mig í að fara bara af því við erum ekkert sérstaklega trúuð.

--------------------------------

eyelet | 21. apr. '15, kl: 17:40:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jeræt

LadyGaGa | 21. apr. '15, kl: 18:59:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú?  Sungu börnin einhver lög sem þau lærðu?

Snobbhænan | 21. apr. '15, kl: 11:34:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Voðaleg viðkvæmni er þetta. Mínir synir fóru mörg sumur í vatnaskóg og fannst það bara æðislegt. Þeir muna ekki eftir neinum heilaþvotti og eru svo sannarlega ekki trúaðir í dag. ekki frekar en margir vina þeirra sem fóru oft með þeim. 

Felis | 21. apr. '15, kl: 11:38:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

viðkvæmni? 


væri það ekki frekar hræsni af hinni trúlausu mér að senda trúlausa barnið mitt í búðir sem eru reknar af trúarhópi? 


Mér fannst líka rosalega gaman á Ástjörn - og fattaði ekkert að allar þessar bænir og helgistundir væru í raun heilaþvottur. Fór sjálf, einsog flestir aðrir, og reyndi að finna frelsarann í hjarta mínu og eitthvað fleira kjaftæði. 
Þeir sem ég þekki sem hafa farið í Vatnaskóg hafa komið þaðan trúaðir, en ég vissulega þekki það ekki persónulega. 


Mér finnst það bara alls ekki vera viðkvæmni hjá mér að vera mótfallin sumarbúðum sem eru reknar af trúarhópum. Hvort sem það eru kristnir eða múslimar eða aðrir sem reka búðirnar. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Snobbhænan | 21. apr. '15, kl: 11:39:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei ég sé enga sérstaka hræsni í því.  Minn fyrrverandi er algjörlega trúlaus en fannst það góð hugmynd að bjóða strákunum að fara.  Af því að hann átti góðar minningar og þekkti starfið.  Engin hræsni. 

Felis | 21. apr. '15, kl: 11:39:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er víst hræsni að vera trúlaus og eyða pening í að styðja kirkju- og trúarstarf, jafnvel þó að það sé falið á bak við að vera sumarbúðir

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Snobbhænan | 21. apr. '15, kl: 11:41:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ef þér finnst það fyrir þig þá bara sleppir þú því. Mér finnst það ekki.  Og að halda að börn sem koma frá skeptískum eða trúlausum heimilum frelsist af vikudvöl í Vatnaskógi er auvðitað bara fyndið.   


ég get hins vegar alveg séð f mér að þau séu að ræða það sem þau hafa heyrt fyrsta skeiðið eftir heimkomu - en að þau verði svakalega trúuð vegna sumarbúða - bara kaupi það ekki. 

Sarabía | 21. apr. '15, kl: 17:57:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ups skríll mínus ??

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Sarabía | 21. apr. '15, kl: 17:57:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skroll minus

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

MUX | 21. apr. '15, kl: 11:46:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fyrir mér er sama hvaðan gott kemur, þeir hafa rekið þessar sumarbúðir í fleiri fleiri tuga ára, ég þekki engann sem kom frelsaður þaðan, m.a. pabbi minn heitinn.  Ég þekki ótal marga stráka sem eiga dásamlegar minningar þaðan, og guð og jesútal ekki það fyrirferðamikið í starfinu að þeir setja það ekki í efsta sæti þegar kemur að því að minnast þess að vera þarna, satt best að segja minnast þeir ekkert á það.  Þetta eru sumarbúðir sem er komin góð reynsla á. 

because I'm worth it

LadyGaGa | 21. apr. '15, kl: 19:03:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef einmitt aldrei heyrt börn rifja upp bænir eða þess háttar frá þessum stöðum.  Bara rifjaðir upp leikir, prakkastrik og þess háttar.

Dreifbýlistúttan | 21. apr. '15, kl: 18:06:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hugsa að fólk hugsi ekki að það sé beint að styðja trúfélag þegar það býður börnunum sínum upp á sumarbúðardvöl. Það er líklega að hugsa um að barnið hafi gaman af, punktur.

alboa | 21. apr. '15, kl: 12:18:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég sé ekkert meiri hræsni í því en að mæta í kirkju í brúðkaup, jarðarfari og skírnir verandi trúlaus. 


Þetta er mjög flott starf þar sem er gert svo margt annað en trúarinnræting (þekki ekki Ástjórn og hvorki dóttir mín né ég fórum að "finna frelsarann í hjarta okkar"). Þarna er lagt upp úr mikilli hreyfingu, vinskap, virðingu og mikilli gleði. Reynt að láta öllum líða vel og passað upp á að allir séu hluti af hópnum. Vissulega er einhver trúarumræða en mín reynsla var að það var mjög lítill hluti af starfinu. Brennómótið var mun merkilegra :þ


kv. alboa

Snobbhænan | 21. apr. '15, kl: 12:29:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og fótboltamótið stóð uppúr hjá mínum og gönguferð með nesti.

alboa | 21. apr. '15, kl: 12:38:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fossaferðin var bara the best thing hjá minni. Hún nennti takmarkað þessu trúarspjalli og það mótmælti enginn þegar hún fór út úr herberginu sem það var í.


kv. alboa

Felis | 21. apr. '15, kl: 11:38:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En fyrir trúað fólk er þetta sjálfsagt fínasti valkostur. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Snobbhænan | 21. apr. '15, kl: 11:40:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er ekki trúuð og ekki minn fyrrverandi - þetta var mjög fínn valkostur f okkar drengi. Heimurinn þarf ekki að vera svona svarthvítur.

baratt | 21. apr. '15, kl: 19:01:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég, systir mín, 2 frændur mínir, frænka og báðir synir mínir höfum öll farið á Ástjörn og flest í mörg ár.
Get ekki sagt að ég muni eftir einhverjum heilaþvætti þar þó maður hafi sungið B-Í-B-L-Í-A og fl álíka lög.
Ekkert okkar komið neitt trúuð þaðan.
Man aðallega bara eftir að hafa veitt síli, gengið um skóglendið, farið í bátanna, spilað foosball og þess háttar.

- - - - - - - - - - - - -

alli nuke

"For crying out loud.. líkt og ég hafi fundið upp gyllinæðina og ferðist um að næturlagi til að klína henni á valda einstaklinga."

mugg | 21. apr. '15, kl: 10:12:38 | Svara | Er.is | 0

Hef reynslu af Ástjörn, Ölver, Vatnaskógog Vindáshlíð hjá KFUM og K og eins af Úlfljótsvatni
Krakkarnir mínir elskuðu Ástjörn, Ölver og Úlfljótsvatn og fóru þangað í mörg sumur

Abba hin | 21. apr. '15, kl: 10:16:01 | Svara | Er.is | 1

Ég fór á Úlfljótsvatn og fannst það algjörlega geggjað. Tek undir með Felis að ég myndi aldrei senda börn í kristilegar sumarbúðir. Tæki það bara ekki í mál.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

saedis88 | 21. apr. '15, kl: 10:20:00 | Svara | Er.is | 0

ég mundi kárl´ga velja skátana fyrir mín börn, við fórum í vikuútilegu á úlfljótsvatn síðasta sumar og það var varla hægt að fá börnin til að fara sofa á kvöldin þeim fannst svo gaman. Þær prufðu báðar sig og klifurturninn og var æði :) 


Auk þess mundi ég síður senda börnin í kristnilegar sumarbúiðir og ég sá ekki betur en skátarnir eru 1-2þús ódýrari.

einkadóttir | 21. apr. '15, kl: 11:15:29 | Svara | Er.is | 0

ég fór í VIndáshlíð, mér fannst ógeðslega gaman nema að það voru alltaf tveir tímar minnir mig, eftir morgunmat og hádegismat eða eitthvað sem ég þoldi ekki, mér fannst ógeðslega leiðinlegt að læra um guð, jesú og kristintrú

einkadóttir | 21. apr. '15, kl: 11:16:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit ekki hvort ævintýraland(?) sé enn til en það hljómaði alltaf geðveikt vel, bróðir minn fór oft þangað og þar var ekkert trúardót í gangi

sjomadurinn | 21. apr. '15, kl: 11:30:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fór á hvínandi hausinn

alboa | 21. apr. '15, kl: 11:24:44 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í Vindáshlíð sem krakki og slapp alveg við heilaþvott. Stelpan mín er að fara þangað í annap skiptið í sumar og síðast var allt annað en trúarinnræting sem stóð upp úr dvölinni.

kv. alboa

Snobbhænan | 21. apr. '15, kl: 11:36:45 | Svara | Er.is | 1

Mínir hafa oft farið í vatnaskóg og fundist það frábært. Sá elsti fór líka á Úlfljótsvatn og fannst það líka fínt.  

Halliwell | 21. apr. '15, kl: 12:33:25 | Svara | Er.is | 0

Ég á ekki börn en ég myndi velja skátana. Ég fór reyndar sjálf 6 sumur í kristilegar sumarbúðir, reyndar ekki kfum&k, og er ekki kristin í dag en ég myndi bara persónulega ekki velja sumarbúðir sem byggja á trú sem ég/barnið er ekki hluti af.

Lakkrisbiti | 21. apr. '15, kl: 12:41:45 | Svara | Er.is | 0

Minn fór í sumarbúðir skáta á Úlfljótsvatni í fyrra og var mjög ánægður 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

eyelet | 21. apr. '15, kl: 17:40:11 | Svara | Er.is | 0

Strákurinn minn er himinlifandi yfir sumarbúðum Skáta við Úlfljótsvatn.  Hann verður 10 ára í vor og er búinn að fara 2x.  Ég las fyrir hann dagskránna í hittifyrra (þegar hann fór fyrst) og hann valdi skátana.  Hann fer í 3ja skiptið núna.


Ég veit um fullt af krökkum sem elska KFUM/K sumarbúðir.
Held þetta fari bara eftir krökkunum.

eyelet | 21. apr. '15, kl: 17:48:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sem sagt las fyrir hann dagskránna bæði hjá Skátunum og KFUM.  Ég hafði engin áhrif á val hans.  Hann langaði í sumarbúiðir og éf hann hefði valið KFUM þá hefði ég leyft honum að prófa það.  Hann hefur samt ekkert trúarlegt uppeldi fengið, ég lét að vísu skíra hann en ég hef ekki kennt honum bænir eða einusinni faðirvorið.  Hann segist samt trúa á guð en líka  æsina :D
Ég kaupi það ekki eins og felis og fl tala um að börn komi trúuð af viku sumarbúðadvöl.  

Dreifbýlistúttan | 21. apr. '15, kl: 18:03:58 | Svara | Er.is | 0

Fór í sumarbúðir KFUK þegar ég var tíu ára og ég man ekki eftir neinu trúartengdu. Ég man eftir árabátum, skúffuköku í kaffitíma og kóngulóarhræðslu.


Myndi ekki hika við að senda börnin mín í sumarbúðir hvort sem þær væru haldnar af trúfélögum eða öðrum félögum, en það eina sem hindrar mig er kostnaðurinn.

binnsa | 21. apr. '15, kl: 18:29:03 | Svara | Er.is | 1

Hef bara heyrt vel af Vatnaskógi og sjálf sent barn á Ástjörn,er það mikið áhyggjuefni ef börn trúa á Guð ?

fálkaorðan | 21. apr. '15, kl: 19:06:12 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í hestasumarbúðir sem barn og það toppaði allt, bókstaflega ALLT.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48003 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, Hr Tölva, Bland.is, Guddie