Sykur í vatnsdeigsbollur?

disarfan | 5. feb. '16, kl: 11:08:36 | 373 | Svara | Er.is | 0
Notar þú sykur í vatnsdeigsbollur
Niðurstöður
 Uhh, nei. Baka bara eðlilegar vatnsdeigsbollur 45
 Alltaf. 6
 Baka bara gerbollur. 0
 Veit ekki, baka aldrei bollur. 12
 Borða ekki bollur. 0
 Borða ekki sykur. 0
Samtals atkvæði 63
 

Ég var að fletta Fréttablaðinu í morgun og sá að Edda Laufey Hermannsdóttir gefur upp uppskrift af bollum, nema í uppskriftinni eru heilar 2 msk af sykri (og ekkert salt). Er einhver sem hefur gert svona bollur með sykri? Er það að gera eitthvað fyrir bollurnar?


(svo fylgir ein létt könnun með)

 

alboa | 5. feb. '16, kl: 11:12:54 | Svara | Er.is | 0

Gat ekki merkt við neitt þar sem ég geri bara venjulegar vatnsdeigsbollur og það er sykur í uppskriftinni (og salt).


kv. alboa

disarfan | 5. feb. '16, kl: 11:30:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og er eitthvað sykurbragð af bollunum? Er betra að hafa þær sætar? bakast þær eitthvað öðruvísi? 

alboa | 5. feb. '16, kl: 11:53:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef bara aldrei pælt í því. Þetta er bara gömul uppskrift sem ég fékk og það er 1 tsk af sykri í henni. Fyrir mér eru þetta bara venjulegar vatnsdeigsbollur þó þú hafir ekki séð þetta áður. 


kv. alboa

Gunnýkr | 5. feb. '16, kl: 11:16:25 | Svara | Er.is | 1

Hef aldrei bakað bollur en er ekki alltaf sykur i þeim?

disarfan | 5. feb. '16, kl: 11:22:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef bara aldrei heyrt um það - þar til nú. 

Steina67 | 5. feb. '16, kl: 11:26:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Baka bollur á hverju ári og það er aldrei sykur í þeim

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

saedis88 | 5. feb. '16, kl: 11:18:00 | Svara | Er.is | 1

oh sorry leiðar svona möguleikar "uhh nei" er ekki bara hægt að hafa já eða nei?

disarfan | 5. feb. '16, kl: 11:22:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er því miður ekki hægt að breyta könnuninni. Þú verður víst bara að láta þetta duga!

Orgínal | 5. feb. '16, kl: 11:21:03 | Svara | Er.is | 0

Minnir að það séu tvær teskeiðar af sykri í mínum. Man ekki með saltið. Ég nota uppskrift frá Nönnu Rögnvaldsdóttur.

disarfan | 5. feb. '16, kl: 11:25:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er örugglega með örlítið salt - og svo er hún hætt núna í sykri, þannig að hún er eflaust búin að taka sykrið út ;)

ingbó | 5. feb. '16, kl: 17:30:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sykurinn - 

júbb | 5. feb. '16, kl: 18:04:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bæði rétt, landhlutabundinn munur á kyni

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Nói22 | 5. feb. '16, kl: 22:39:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar er sykur í hvorugkyni? 

júbb | 5. feb. '16, kl: 23:03:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu, ég er ekki viss um það, hef ekkert pælt í því hvaðan fólkið sem notar þetta kemur. En orðið er til í bæði karlkyni og hvorugkyni, maður tekur bara ekkert eftir því fyrren það er sagt með greini.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Felis | 6. feb. '16, kl: 15:41:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Td á norðurlandi. Mér finnst þetta reyndar mjög ljótt en flest bekkjarsyskini mín töluðu um sykrið, djúsið og vaskann (hrollur - þetta er svo ljótt)

Mínir foreldrar eru aðfluttir svo að ég er vön að tala um sykurinn, djúsinn og vaskinn

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

disarfan | 6. feb. '16, kl: 13:54:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Sykrið" er sagnorð en ekki nafnorð, þ.e. sögnin að sykra og því er ð en ekki nn ending eins og væri á nafnorð.

disarfan | 6. feb. '16, kl: 13:54:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nafnorði. .. helv autocorrect

júbb | 6. feb. '16, kl: 15:18:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar er það líka nafnorð þó þú hafir ekki verið að nota það þannig. Eitt af þessum orðum sem eru ekki bara til í einu kyni.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

hangikjöt | 5. feb. '16, kl: 11:21:29 | Svara | Er.is | 0

Hvernig er uppskrift af venjulegum vatnsdeigsbollum

Steina67 | 5. feb. '16, kl: 11:27:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég nota þessa, eða svipaða þessari


Vatnsdeigsbollur:
ofnhiti: 200°C
Tími: undirbúningur 20 mín. bökun: 20-30 mín
12 miðlungsstórar bollur

80 g. smjör eða smjörlíki
2 dl. vatn
100 gr. hveiti (1 3/4 dl. )
2-3 egg
1/8 tsk. salt

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

disarfan | 5. feb. '16, kl: 11:29:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

setur vatn og smjör í pott, bræðir á vægum hita og lætur svo suðuna koma upp, Tekur pott af hita og bætir hveiti saman við (og örlitlu salti) og hrærir rösklega þar til deigið er farið að losna frá pottinum. Kælir örlítið og setur í hrærivél. Þeytir eitt egg í einu þar til deigið er orðið gyllt og gljáandi og fallegt. Setur á ofnplötu með skeið - gott pláss á milli - og bakar við 190° í ca. 25 mín og passar að opna alls ekki ofnin fyrr en þær eru tilbúnar. 

hangikjöt | 5. feb. '16, kl: 11:31:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í minni er ekki salt né sykur

alboa | 5. feb. '16, kl: 11:54:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín er svipuð nema setur sykur og salt í pottinn strax.


kv. alboa

Humdinger | 5. feb. '16, kl: 12:05:19 | Svara | Er.is | 0

Held það sé alveg óþarfi, er þetta ekki serverað með sultu, súkkulaði og rjóma? Af hverju þarf sykur í degið?

Það er ekki sykur í minni uppskrift og ég sé svo sem ekki ástæðu til að gera þær enn óhollari en þær eru.

ÓRÍ73 | 5. feb. '16, kl: 12:10:28 | Svara | Er.is | 0

aldrei sykur í mínum, hef bara ekki pælt í því. 

Alpha❤ | 5. feb. '16, kl: 12:41:08 | Svara | Er.is | 0

Er farið að selja bollur út í búð?

Felis | 5. feb. '16, kl: 12:53:37 | Svara | Er.is | 0

Ég hef aldrei haft sykur í bollunum. Þær eru mjög bragðgóðar sykurlausar og svo er yfirleitt nóg af sykri í sullinu sem maður setur á bollurnar.

Ég set ekki heldur sykur í pönnukökur.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ígibú | 5. feb. '16, kl: 13:37:21 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki sykur í minni uppskrift. Sé ekki tilganginn með honum (frekar en í mörgu öðru sem ég sleppi þá bara að hafa sykur) í bolluuppskrift.

Mrsbrunette | 5. feb. '16, kl: 16:17:36 | Svara | Er.is | 0

Ekki sykur í uppskriftinni sem ég nota.

ingbó | 5. feb. '16, kl: 17:32:44 | Svara | Er.is | 0

Svaraði alltaf - en það er ekki nema ein lítil teskeið af sykri í uppskriftinni og salt á hnífsodd. Mér finnst vatnsdeigsbollurnar mínar svo góðar að mér dettur ekki í hug að breyta út af vegna nokkurra sykurkorna.

túss | 5. feb. '16, kl: 17:50:49 | Svara | Er.is | 0

Hélt að venjulegar vatnsdeigsbollur væru ekki með sykri. Er búin að sjá annarsstaðar,, sykurlausar bollur,, og var að spá í þessu...

júbb | 5. feb. '16, kl: 18:06:05 | Svara | Er.is | 0

Ég sé enga þörf fyrir sykur í vatnsdeigsbollum. Sérstaklega þar sem langstærstur hluti fólks fyllir þær svo með allskonar sykruðu dóti. En ég hef svosem séð uppskriftir með sykri en held ég aldrei svona mikið, yfirleitt eru þetta nokkur korn (tsk eða um það bil)

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

gudgg | 5. feb. '16, kl: 20:48:20 | Svara | Er.is | 0

Strái alltaf sykri yfir deigið á meðan það kólnar svo ekki komi skán á degið

hull | 5. feb. '16, kl: 21:59:54 | Svara | Er.is | 0

er ekki nóg að sykrinum fyrir?

Degustelpa | 6. feb. '16, kl: 18:37:36 | Svara | Er.is | 1

2tsk í minni uppskrift og ég mun ekki taka það út. Elska bollurnar mínar!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48013 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, Guddie, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, annarut123