Þið sem búið í Svíþjóð

tory | 5. maí '15, kl: 19:29:10 | 326 | Svara | Er.is | 1

Komið þið sæl,

Þið sem búið í Svíþjóð eða hafið búið þar nýlega, hvernig finnst ykkur? Hvernig er að komast inn í allt þarna?
Má endilega fylgja með hvar þið búið, hvernig leigumarkaðurinn er og svo framvegis.
Takk :)

 

api11 | 6. maí '15, kl: 09:14:30 | Svara | Er.is | 1

Finndu grúbbuna á facebook sem heitir Íslendingar í svíþjóð, finnur allt þar ;)

tory | 6. maí '15, kl: 12:44:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)

Kentár | 6. maí '15, kl: 10:11:50 | Svara | Er.is | 2

Þetta fer allt eftir því hvar þú býrð og erfitt að svara svona opinni spurningu.


En almenna reglan er að það er erfitt að fá vinnu ef þú kannt ekki sænsku.


Í stóru borgunum er húsnæðisskortur og virkilega erfitt að fá leiguíbúð, að sama skapi er erfitt að fá íbúð án atvinnu og meðmælum frá fyrri leigusölum. En flestir finna eitthvað að lokum.


Það er í kringum 8% atvinnuleysi í landinu, en þar er ekki tekið inn í svokallað dulið atvinnuleysi, ungt fólk sem aldrei hefur komist út á vinnumarkaðinn, ólöglegir innflytjendur og fólk sem hefur farið í háskólanám sökum atvinnuleysis.


Mörgum íslendingum finnst svíjar vera lokaðir, ferkanntaðir og leiðinlegir. Mér finnst hinsvegar íslendingar vera fordómafullir og kaldranalegir. 




Hvað meinaru með að 'komast inn í allt þarna?' Til að fá kennitölu þarftu að skrá þig inn í landið og vera komin með vinnu, eða allavega geta sýnt fram á framfærslu, hvort sem það er atvinna eða nám. Það getur tekið nokkrar vikur að fá kennitölu og þá geturu stofnað bankareikning og byrjað líf þitt.


Internetáskrift, sjónvarpspakkar og farsímasamninga geturu ekki fengið nema sýnt fram á 3-6 mánaða gamla launaseðla, oft er líka gert greiðslumat áður en þú getur skuldbundið þig slíkri þjónustu.


Börn eins árs og eldri komast inn á leikskóla, gæti verið allt að 3 mánaða bið og mögulega ekki laust í þeim sem er næstur heimilinu. Einnig þarf að skrá krakka í þann skóla sem þið viljið, hér er frjálst skólaval og því ekki víst að þið fáið pláss í hverfisskólanum ef þið komið á miðju skólaári. Börn innflytjenda eiga rétt á móðurmálskennslu en það hefur reynst erfitt að finna kennara í íslensku í sumum sveitarfélögum.


Það er erfitt að búa langt frá fjölskyldu og vinum, í landi þar sem ekki er talað mans eigins móðurmál. Margir halda að grasið sé alltaf grænna hinum megin, en grasið er grænast þar sem þú vökvar það. Að flytja úr landi getur aldrei verið auðveld lausn, þetta er erfitt en oftast erfiðisins virði. 


Mæli með að athuga með hópana á facebook, það er einn fyrir Íslendinga í Svíþjóð og svo margir fyrir mismunandi borgir og landshluta.

tory | 6. maí '15, kl: 12:48:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta. En þegar ég tala um að "komast inn í allt" þá einmitt á ég við leikskóla, skóla og þess háttar. VIð hjónin erum bæði með góða menntun en tölum að vísu ekki sænsku. Við erum að hugsa um þetta bara tímabundið til að víkka sjóndeildarhringinn og prufa eitthvað nýtt. Erum ekki að leita að grænna grasi og erum ekki að "flýja" eins og margir eru að gera. Einfaldlega að upplifa eitthvað annað í 2-5 ár og koma svo heim aftur :) Leyfa börnunum að upplifa eitthvað annað :)
Kærar þakkir fyrir svörin

Kentár | 6. maí '15, kl: 13:06:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi fyrst athuga hvort það væri vöntun á fólki með ykkar menntun og reynslu, í sumum geirum kemst maður upp með takmarkaða sænskukunnáttu, þá aðallega í tölvubransanum, en í flestum ekki. Hér er mikið atvinnuleysi á meðal háskólamenntaðra og það þarf nánast menntun fyrir hvert starf, sem þýðir að þótt þú sért með menntun í einu fagi dugar það ekki fyrir starf í öðru fagi. 


En annars myndi ég skoða  arbtetsförmedlingen, eða vinnumálastofnun, þar getið þið skoðað framboð á vinnum.  Ég myndi ekki flytja út nema amk annað ykkar væri komið með vinnu, helst bæði. Getið líka skoðað blocket.se varðandi húsnæði og séð hvað það er að kosta. Þið munið ekki geta leigt í fyrstu hönd nema þið farið á mjög afskekkta staði þar sem fáir vilja búa. 


Það er gott að búa í Svíþjóð, ef maður leyfir sér að búa þar og er ekki alltaf að bera allt saman við Ísland endalaust. Mikið gert fyrir börn og fjölskyldur yfir höfuð.

  

tory | 6. maí '15, kl: 13:16:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott er,
kærar þakkir fyrir þetta :)

Kentár | 6. maí '15, kl: 13:17:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinleg, alls ekki. Mér finnst endilega að allir eigi að prófa að búa í útlöndum, víkka sjóndeildarhringinn, læra eitthvað nýtt og prófa að vera innflytjandi. En þetta er samt alls ekkert auðvelt og ég vil bara að fólk viti hvað það er að fara út í. Maður sér svo brenglaðar umræður oft um að flytja á milli landa.


En gangi ykkur vel og vonandi gengur þetta allt saman upp!

tory | 6. maí '15, kl: 14:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tók þessu alls ekki illa :) Einmitt mjög gott að fá svona sjónarmið, algjörlega nauðsynlegt. Og ég tek alveg með fyrirvara þetta með gull og græna skóga og bleik ský ;)
Þess vegna vil ég frekar hugsa um þetta sem ævintýri, að prufa eitthvað annað og fá lífsreynslu sem ekki er hægt að taka frá manni.

Kisukall | 6. maí '15, kl: 11:19:11 | Svara | Er.is | 0

Bíddu haaa?
Nei þarft ekki að sýna fram á framfærslu til að fá kennitölu og ekki heldur sýna reikninga til á fá áskriftir?

hellocat | 6. maí '15, kl: 13:15:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju ekki?

Kisukall | 6. maí '15, kl: 14:46:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svarið fór ekki á réttan stað.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48010 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, Guddie, tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, annarut123