Þið sem eigið 6-7 ára stráka

Catalyst | 10. apr. '16, kl: 20:25:17 | 307 | Svara | Er.is | 0

Smá forvitni en hvað finnst ykkar strákum skemmtilegast að gera með vinum sínum ef þeir fá þá í heimsókn? Hvað er það helsta sem þeir eru að gera og hvað leika þeir sér helst með?

 

strákamamma | 10. apr. '16, kl: 22:43:21 | Svara | Er.is | 0

mínir eru rosa ólíkir.  annar vill bara horfa á youtube myndbönd af fólki  að spila minecraft eða leika transformersleik.


Hinn vill leika með bíla, spila allskonar spil, vera í fótbolta, leika með micromachine, skylmast, spila minecraft, eiginlega bara allt sem vinurinn nennir, nema leika með transformers því hann er svo þreyttur á því frá bróður sínum :P 

strákamamman;)

l i t l a l j ó s | 11. apr. '16, kl: 09:22:28 | Svara | Er.is | 0

Ég á einn sjö ára og annan sem er að verða sex ára. Þessi eldri vill helst vera í Minecraft eða spila í PS3 en ef þeir mega ekki vera í tölvunni þá eru þeir oftar en ekki í lego eða fara út að leika. Þar spila þeir fótbolta, hjóla og gaurast eitthvað um í leikjum. Þessi yngri er líka hrifinn af tölvuleikjum (og vinir hans ekki síður) en þegar þeir fá ekki að spila í tölvunni þá vill hann helst teikna og perla (við mjög misgóðar undirtektir vinanna). Þeir eru líka duglegir að fara í búninga og í hlutverkaleiki, þar sem ofurhetjur spila oftast stærstu hlutverkin.

Ruðrugis | 11. apr. '16, kl: 09:52:44 | Svara | Er.is | 0

Þeir leika sér mikið í legó, playmó, bíló, fótbolta, úti að hjóla, hlaupahjóli, línuskauta, horfa á sjónvarpið, eru í tölvuleikjum, spila borðspil og bara allt á milli himins og jarðar. Það hefur aldrei verið vandamál hér að finna sér eitthvað að gera.

Mrsbrunette | 11. apr. '16, kl: 10:42:42 | Svara | Er.is | 0

minn 6 ára er rosalegur útistumpur og vill mest vera úti að leika. Þegar hann er inni með vini eru þeir að spila körfubolta, playmo eða eitthvað þannig.. en aðalega úti :) 

Rubina | 11. apr. '16, kl: 11:26:52 | Svara | Er.is | 0

Playmo, hlutverkaleikir, bílaleikir og legó þegar þeir eru inni, stundum talvan og þá helst minecraft. úti eru það bara allskonar leikir, hjóla er búið að vera mikið upp á síðkastið.

Felis | 11. apr. '16, kl: 12:14:38 | Svara | Er.is | 0

Monster high, pet shop, lego, playmo, útileikir

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

DP | 11. apr. '16, kl: 12:34:08 | Svara | Er.is | 1

Minn fær ekki að horfa á tv þegar vinir eru í heimsókn. Eigum ekki leikjatölvur og verður aldrei keypt. Vinirnir eru úti að hjóla, við erum með tré hús úti í garði sem er vinsælt. Þeir moka drullu og snjó. Fara á hestbak og renna sér á sleða

isora | 11. apr. '16, kl: 12:44:40 | Svara | Er.is | 0

Lego, Playmo, út að hjóla. Hann elskar líka að búa til sögur, gera þrautir í þrautabókum o.s.frv. Svo er hann að læra á píanó og er duglegur að búa til lög og annað á það.


En ef hann fengi að ráða þá væri hann allan sólarhringinn í Minecraft :)

Emmellí | 11. apr. '16, kl: 15:07:51 | Svara | Er.is | 0

leika út í garði (klifra í trjám, bannað að snerta jörð, o.fl.), legó, spila spil, tölvuleikir. Ef þeir fengju að ráða þá væru þeir bara í tölvuleikjum.

Alli Nuke | 11. apr. '16, kl: 16:26:39 | Svara | Er.is | 0

Allt nema tölvuleiki. Ég skil ekki foreldra sem láta börnin sín hanga í tölvu/spjaldtölvu o.þ.h.

Það er helst Lego eða þá úti að leika, garðurinn hjá mér er eins og paradís fyrir krakka (sandur, skóflugrafa, drulla, allskonar trjágreinadrasl, spýtur, leikföng oflr.)

Trolololol :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 27.4.2024 | 23:02
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 27.4.2024 | 06:04
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
Síða 1 af 48128 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, annarut123, Bland.is, Hr Tölva, paulobrien, Guddie