Þið sem eigið strák (2. hluti) hvernig bregðist þið við?

Alli Nuke | 1. des. '15, kl: 16:36:02 | 1055 | Svara | Er.is | 1

Í fyrsta lagi, alls ekki taka þessu illa, heldur eingöngu sem pælingu í því sem gæti gerst.
Verandi sjálfur strákapabbi hugsa ég stundum út í þetta, sérstaklega með tilliti til umræðu um þessi mjög svo erfiðu samfélagslegu mál.

Dæmisagan er mjög einfölduð og við erum ekkert með neinar getgátur um málavexti en segum að guttinn þinn sé einhversstaðar í kringum 20 ára (+/- 5ár).

Sagan er sú að þú ert strákamamma og dag einn er strákurinn þinn kærður fyrir nauðgun.

Spurning er þessi, hvernig bregst þú við og veldu nú A, B eða C.

A. Strákurinn er alveg pottþétt sekur af því kæra er sama og sekt í svona málum.

B. Það er verið að ljúga þessu upp á hann.

C. Hugsanlega einhver misskilningur í gangi eða eitthvað gerðist sem er mjög erfitt að festa reiður á.

Og kannski til umræðu. Myndi það skipta þig máli varðandi þína skoðana myndun hversu gamall strákurinn væri?

 

Trolololol :)

bluejean | 1. des. '15, kl: 17:07:29 | Svara | Er.is | 5

Ég mundi hugsa þetta allt.  Verandi strákamamma hef ég þúsund sinnum hugsað þennan möguleika og óttast að þetta gæti gerst.  Ég hef líka hugsað mitt - þegar ég hef horft upp á ótrúlega kynfeðislega ágengni stúlku við einn þeirra og þá orðið ennþá hræddari við eitthvað sem gæti misskilist.

Silaqui | 1. des. '15, kl: 17:27:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nú?
Eru ótrúlega kynferðislega ágengar stúlkur svo óútreiknanlegar að sonur þinn gæti bara, úbs, nauðgað einni þeirra? Eða eru svoleiðis stúlkur að reyna að veiða hann í gildru og líklegar að ljúga upp á hann?
Kennirðu honum ekki að bera virðingu fyrir öðrum og taka tillit til bólfélaga?
Ef ég sæji einhverja stelpu hreinlega hengja sig á son minn hefði ég mikið meiri áhyggjur af því hvort hann tæki skynsama ákvörðun um áframhaldið (ss svæfi bara hjá þeim sem honum í alvöru langaði til að sofa hjá, ekki bara hjá þeim sem biðu sig fram) og hvort hann mundi ekki alveg örugglega verja sig og nota smokk.

Fuzknes | 1. des. '15, kl: 18:45:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ef stelpan er bara klikk?
hellir strákinn fullann - byrlar honum viagra - nauðgar honum og verður ólétt

þá ertu kominn með barnabarn sem á bilaða móður!!

Silaqui | 1. des. '15, kl: 21:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, kona verður að hafa varann á hverjar bjóða sig fram til kynlífs með sonum sínum.

Fuzknes
Silaqui | 1. des. '15, kl: 21:28:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sem móðir? Nú loka drenginn inni til eilífðar. 
Sem er náttúrulega það sem allir góðir foreldrar gera, við öllum mögulegum ógnum við afkvæmin.

bluejean | 1. des. '15, kl: 19:03:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Andaðu með nefinu…þú veist ekkert hvað ég hugsaði um né hvað ég hef kennt sonum minum.

Silaqui | 1. des. '15, kl: 21:09:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér fannst þetta bara svo skrítin tenging. That's all.

Máni | 1. des. '15, kl: 17:11:54 | Svara | Er.is | 4

Myndi hugsa a. En það þyrfti ekki að gera hann að skrímsli. Hvernig hann brigðist við tíðindunum skipta máli um hvernig þetta yrði tæklað.

bfsig
Máni | 2. des. '15, kl: 08:24:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

á tvö karlkynsbörn og hef lesið ótal sögur á beautytips þar sem bæði karlmönnum og konum  hafði ekki verið kennt að fá já og hunsuðu hreyfingalausa einstakling sem í hræðslu gátu ekki hreyft legg né lið. ég er þegar byrjuð að kenna strákunum mínum að fá alltaf já og spyrja hvort hinum aðilanum líði vel og slíkt. ég er mjög hreinskilin við þá með þetta.


það eru sáralitlar líkur á að fólk sem segist vera nauðgað hafi ekki verið nauðgað sáralitlar og ég geri mér grein fyrir því og þess vegna geri ég mér grein fyrir því að ef einhver segir að strákarnir mínir hafi nauðgað sér eru yfirgnæfandi líkur á að svo hafi verið.

Petrís | 2. des. '15, kl: 22:51:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru samt 4% líkur á því og þú gætir gefið börnunum þínum þann vafa allavega þangað til annað sannast. Maður fórnar ekki börnunum sínum fyrir málstaðinn.

þreytta | 4. des. '15, kl: 12:10:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svona afstaða kemur feminisma ekkert við.

Silaqui | 1. des. '15, kl: 17:21:10 | Svara | Er.is | 7

Ég vona að þessi staða muni aldrei koma upp, en auðvitað hef ég leitt hugan að hvernig ég muni bregðast við.
Ég verð að segja A (þó ég muni auðvitað innilega vona að í raun sé um C. að ræða, ss misskilningur). Það er bara svo yfirgnæfandi líkur á að sú/sá sem kærir sé að gera það á réttum forsendum. Ég vona innilega að ég muni halda haus og reyna að fá upp úr honum hvað gerðist eiginlega og því í ósköpunum hann hafi ekki farið eftir því sem honum hafi verið kennt, og hvernig hann hafi getað fengið það af sér að gera annari manneskju svona nokkuð. Og svo mun ég vonandi standa við bakið á honum í að bæta fyrir brot sitt og læra betri hegðun framvegis.
En hvað veit maður. Kannski verð ég bara alveg hræðileg og verð viss um að stelpugálan sé nú að ljúga þessu upp á litla dúllurassinn minn. Annað eins hefur nú gerst. En vonandi ekki.

Degustelpa | 1. des. '15, kl: 17:29:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama

Felis | 1. des. '15, kl: 19:45:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sama hér
Og mikið agalega ætti ég erfitt með sjálfa mig, semsagt sjálfsásakanir því mér fyndist að ég hefði átt að geta alið hann upp betur (hvort sem það væri raunhæft eða ekki)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Silaqui | 1. des. '15, kl: 21:13:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já úff, það myndi sko vera grenjað þokkalega hellings.
Allar umræðurnar og pælingarnar um kynferðismál og jafnrétti og virðingu, algerlega farnar í súginn.

bfsig
Silaqui | 2. des. '15, kl: 07:43:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Alveg sama hvað mér langaði til að trúa syni mínum í þessum aðstæðum, gæti ég illa litið fram hjá því sem ég veit um nauðgunarmál, og mannlegt eðli. Ég væri alger hræsnari ef ég myndi reyna að halda því fram að sonur minn væri svo fullkominn að hann gæti ekki nauðgað. Hann er manneskja og manneskjur gera allskonar hluti, líka andstyggilega. Ég væri líka að tala þvert á þekkingu mína ef ég ætlaði að gera ráð fyrir að akkúrat þessi stúlka væri örugglega lygari, líkurnar á því eru einfaldlega svo litlar. 
Ég nefnilega trúi ekki að mestar líkur séu á að karlmenn séu random fórnarlömb vondra kvenna þegar kemur að nauðgunarmálum. Það er ekkert sem bendir til að svo sé á meðan þannig er verð ég að beita mínum persónulegu aðstæðum sömu rökum og aðstæðum annara.
Ég hef heldur ekki alið son minn upp við að ég (eða aðrir sem standi að honum) afsaki allt sem hann tekur sér fyrir hendur. Mér finnst það ekki vera að standa með börnunum sínum. Hann veit hins vegar að hann hafi alltaf skjól hjá mér og ég muni gera mitt besta til að hjálpa honum til að takast á við ákvarðanir þær sem hann tekur í lífinu. Því þetta er hans líf. Hann er ekki eitthvert gæludýr fyrir mig sem aldrei á að verða fullorðið og þurfi aldrei að taka ábirgð á sínum gerðum.
Þessi sami sonur er hins vegar uppalinn við virka umræðu um kynferðismál og ábirgð. Nauðganir og ástæður fyrir þeim eru reglulega ræddar við hann (þeas hann tekur þátt í umræðum um þessi mál) og við, foreldrarnir, gerum okkar besta til að æfa hann í því að taka góðar ákvarðanir. Hvort þessi uppfræðsla muni skila sér og fá hann til að afþakka td að vera nr 5 kemur auðvitað ekki í ljós fyrr en á reynir, sem verður vonandi aldrei.


Hugsanavillan um að fólk sem standa manni nærri sé betra og frekar treystandi en ókunnugt fólk er ein svo mest skemmandi í mannlegum samskiptum í dag. Mjög mannleg villa en gjörsamlega röng þrátt fyrir það.

presto | 2. des. '15, kl: 01:35:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög gott svar.

tjúa | 1. des. '15, kl: 17:23:44 | Svara | Er.is | 0

þekkjandi strákinn minn veit ég að hann hefur óbeit á ofbeldi, og ber heilmikla virðingu fyrir konum. Ég á mjög erfitt með að sjá þessar aðstæður fyrir, en hef alveg áhyggjur af þeim. Ég held að ég myndi halda C þangað til að ég vissi eitthvað meira. 

Tipzy | 1. des. '15, kl: 17:24:34 | Svara | Er.is | 0

Eins og Silaqui segir A en myndi vona samt C

...................................................................

Petrís | 1. des. '15, kl: 17:29:43 | Svara | Er.is | 2

Ég ætla bara að vera hreinskilin og segja að A kæmi aldrei til greina, ég færi ekki að taka orð ókunnugrar manneskju fram yfir manneskju sem ég þekki og treysti. B færi eftir aðstæðum. C kæmi alveg til greina. Ef sonur minn myndi horfa í augun á mér og neita sekt myndi ég verja þá fram í rauðann dauðann nema ef augljóst væri að þeir væru sekir en í því tilfelli myndi ég hvetja til játningar og reyna að styðja þá í gegnum þann prósess og til sjálfshjálpar

Nói22 | 3. des. '15, kl: 14:31:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sem er akkúrat viðhorfið sem verður til þess að mæður/feður verja nauðgarasynina sína fram í rauðan dauðann.

Felis | 3. des. '15, kl: 14:55:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Og viðhorfið sem veldur því að það er svo erfitt að takast á við einelti. Foreldrarnir sem trúa engu illu upp á börnin sín.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

isbjarnamamma | 1. des. '15, kl: 17:34:53 | Svara | Er.is | 0

 B 

ilmbjörk | 1. des. '15, kl: 17:41:13 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst bara ótrúlega óþægilegt að velta fyrir mér svona hypothetical aðstæðum varðandi svona hræðilegan hlut.. Ég myndi auðvitað vona að þetta væri misskilningur og allt það, en ég gæti aldrei bara farið beint í það að staðhæfa að barnið mitt væri pottþétt sekur! Verandi strákamamma hef oft hugsað um þetta.. en nei ég gæti aldrei strax farið og valið A..

GoGoYubari | 1. des. '15, kl: 17:53:37 | Svara | Er.is | 1

Ég á mjög erfitt með að svara þessu, mínir eru svo ungir að ég sé þetta ekki alveg fyrir mér. Ætli maður fari ekki í gegnum allar tilfiningarnar með þetta, mér finnst ég ekki geta sagt að ég færi ekki í smá afneitun eða fengi einhverskonar "þetta er einhver misskilningur" tilfiningar. Sama hversu PC maður er, þetta er alltaf áfall. Held að það sé bara eðlilegt sem aðstandandi. 

staðalfrávik | 1. des. '15, kl: 18:14:18 | Svara | Er.is | 5

Beið eftir nákvæmlega þessu. Ég myndi reyna að halda bara ró minni og reyna að fá strákinn til að taka ábyrgð á gerðum sínum.

.

bfsig | 2. des. '15, kl: 00:46:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Dæmisagan er mjög einfölduð og við erum ekkert með neinar getgátur um málavexti "

Hann heldur engu fram með sekt eða sakleysi.... Þitt fyrsta skref væri að reyna að fá son þinn til að játa ?

staðalfrávik | 2. des. '15, kl: 01:26:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ekki alveg það sem ég er að segja en ef stelpa kærir son minn fyrir nauðgun er það alveg klár upplifun hennar sem þýðir að hann hefur gert eitthvað rangt. Annars veit hann að ef stelpa sofnar, fílar sig ekki eða þannig lagað þá á hann að hætta. Tel mig hafa kennt honum það vel að hann nauðgi ekkert óvart.

.

bfsig | 2. des. '15, kl: 01:28:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

https://www.youtube.com/watch?v=qa5kQbUl5_o



Dæmi.... Og þetta er ekki einu sinni um son þinn.

staðalfrávik | 2. des. '15, kl: 01:36:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Enda alveg tilvalið að vera með myndavél til að gæta öryggis síns ef maður/kona ekur leigubíl. Ég minnist á það við hann ef hann ákveður að leggja fyrir sig leigubílaakstur.

.

svarta kisa | 1. des. '15, kl: 18:15:11 | Svara | Er.is | 3

Ég segi C alveg óhikað og skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða minn eiginn son eða einhvern annan. Ég er ein af þeim sem tek nánast öllu með fyrirvara um að það geti verið öðruvísi en sagt er frá. Ég mun aldrei samþykja það að kæra sé það sama og sekt en ég er heldur ekki til í að lýsa yfir sakleysi einhvers að óskoðuðu máli og vona að ég hrökkvi ekki ósjálfrátt í þann gír af því að um minn eigin son sé að ræða (en um það er ómögulegt að segja fyrirfram). Aldur bæði ákærða og þess sem ákærir hefur vissulega áhrif á skoðanir mínar af ýmsum ástæðum. Mín skoðun er sú að í svona málum sé almennt best að stíga varlega til jarðar og skoða hlutina vel og vandlega.

fálkaorðan | 1. des. '15, kl: 18:40:27 | Svara | Er.is | 5

Annað, ég mindi ræða við hann og fá hans hlið á málinu. Aldrei, aldrei, aldrei mindi ég gera neitt sem yki á þjáningar brotaþola.


Lang líklegast (miðað við tölfræði) þá sit ég þarna uppi með það að bæði ég og lífið höfum ekki kennt mínum manni að virða mörk annara, ekki kennt honum að leita samþykkis og ekki kennt honum að hann er sjálfur feyki nógur karlmaður til þess að bakka ef að rekkjunautur hans er ekki bara tilbúinn heldur tilbúinn að segja það upphátt að hann sé til í þessi kynferðismök sem strákurinn minn hefur verið að falast eftir.


Svo mun ég styðja við hann ég gegnum það ferli sem tekur við og hjálpa honum að vinna úr þessu og skilja hvar hann fór út af sporinu, mjög ólíklega þarf ég að fara með honum í gegnum dómsmál en ég mun vera þar fyrir hann, en aftur án þess að auka neitt á þjáningar brotaþola.


Ólíklegra er um að beina árás á ókunnuga konu sé að ræða (bíómyndir) og þá horfir þetta öðruvísi við og ég bara veit ekki hvernig í ósköponum ég ætti að geta tekist á við það. Ég mindi allavega þurfa að byrja á því að fara í einn ef ekki tvo tíma hjá sálfræðingi bara til þess að vinna úr tilfinningunum. En á endanum stæði ég að sjálfsögðu með barninu mínu, aftur án þess að auka á angist brotaþola og lang líklegast er að ég teldi hann sekann.


Já það skiptir máli hvort hann er 15 eða 25, en ekki í raun hvort hann er 18 eða 25. Á meðan hann er barn og undir mínum "hæl" þá bara ber ég annarskonar ábyrgð á honum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bfsig | 2. des. '15, kl: 00:48:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú áttar þig á því að sonu þinn gæti verið brotaþolinn. Það er ekkert sem segir í upphaflegu innleggi að annar aðilinn sé sekur. Þú gefur þér að sonur þinn sé sekur...

fálkaorðan | 2. des. '15, kl: 06:03:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Tölfræðin segir mér að það séu hverfandi líkur á því að hann sé saklaus. Ekki fer ég að garga hástöfym "lygahóra lygahóra" á 0-2 % líkum á því að það sé rétt.


Svo lesu greinilega ekki innleggið heldur leitar að bara einhverju til að MRAst yfir.


Ég segi að ég fyrst og fremst fái hans hlið á málinu og sama hver hún er mun ég ekki gera neitt til þess að kvelja brotaþola frekar en standa með honum. Það eru allar líkur á að hann hafi farið yfir mörk annarar manneskju og þar með nauðgað án þess að finnast hann vera að nauðga,


En þeir eru sem betur fer aldir upp af mér en ekki þér og þeir fá sterka fræðslu um að virða mörk annara. Þannig að það eru vonandi litlar líkur á því að þeir verði partur af þessum 4% fólks sem naugar.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bfsig | 3. des. '15, kl: 18:24:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bakkaðu upp þessi 0-2% líkur.

Ef þú ætlar að bakka það upp með þeim hætti að það sé hlutfallið sem sé kært og dæmt þá svara ég því mjög auðveldlega með því að benda á nauðganir sem eru kærðar og dæmdar. Því ekki vilt þú meina að það séu allar nauðganir sem eigi sér stað.

Ef eitthvað er þá er spurning um að slíkt væri í raun röng nálgun, enda hefur fólk hingað til talið að sekt sé afsönnuð með sýknu.

Miðað við múgæsingu og dómstól götunnar, þá sé ég ekki annað en sú nálgun yrði að breytast eftir að fólk er kært fyrir nauðgun, enda er það eina leiðin til að hreinsa mannorð sitt. Þú ert sekur við kæru, það virðist vera orðið normið hjá feministum. Sú leið (kæra fyrir rangar sakargiftir) er aftur á móti jafn ólíkleg ef ekki ólíklegri en nauðgunarákæra hvað varðar að fá sekt dæmda, enda sönnunarbyrðin mjög þung. (Skiljanlega)

Nói22 | 4. des. '15, kl: 14:56:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu tröll?

bfsig | 4. des. '15, kl: 17:42:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stundum... Pínu.... En nei ekki hvað þetta varðar, hvað af þessu meikaði ekki sense ?

Anímóna | 1. des. '15, kl: 18:50:20 | Svara | Er.is | 2

Ég barasta veit það ekki nema vera í þessari stöðu. Ætli ég myndi ekki hugsa þetta allt saman.


Eigandi bæði stelpu og strák verð ég að segja að það hræðir mig ekki síður að sonur minn gæti orðið nauðgari heldur en að dóttur minni gæti verið nauðgað.

Pippí | 1. des. '15, kl: 20:01:03 | Svara | Er.is | 0

Strákurinn minn er þriggja ára og ég á erfitt með að ímynda mér hann svona stórann. 
Eina sem ég get gert er að reyna mitt besta til að kenna honum hvað er rétt og rangt í kynlífi og að heiðarleiki borgar sig. Ég vona innilega að ég muni eiga í þannig sambandi við hann að hann muni geta rætt allt svona við mig þegar að því kemur.

Alli Nuke | 2. des. '15, kl: 11:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sigmundur Davíð og VIgdís Hauks fæddust einu sinni allsnakin inn í þennan heim.

Og sjáðu hvar þau eru í dag.

Trolololol :)

Pippí | 2. des. '15, kl: 14:53:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Úff, ekki einu sinni grínast með þetta. Það verður mikið uppúr því lagt í uppeldinu að fara í þveröfuga átt við þau tvö.

Dalía 1979 | 1. des. '15, kl: 20:23:44 | Svara | Er.is | 0

C

Mainstream | 1. des. '15, kl: 21:16:15 | Svara | Er.is | 0


B) Villi Vill og full force? 

strákamamma | 2. des. '15, kl: 00:02:26 | Svara | Er.is | 4

Ég á sex syni. 


ég ræði við mín amenn um samþykki og kynlíf og allt sem viðkemur því.


tveir af sonum mínum eru táningar nú þegar og við ræðum enn sem komið er öll mál mjög opinskátt.


Ég held ég myndi taka utan um drenginn minn og spyrja hvað geriðist í alvöru.  Hlusta, knúsa, viðurkenna ef hann nauðgaði og hvernig hægt er að fullvissa sig um samþykki (enn og aftur)  


Reyna að ráðleggja honum eins vel og ég gæti og áfellast sjálfa mig stórkostlega fyrir að hafa svikið son um um alemmilega uppfræðslu í kringum kynlíf.

strákamamman;)

strákamamma | 2. des. '15, kl: 00:03:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

já.....og tek ekki þátt í svona a, b eða c rugli þvi lífið er ekki þannig

strákamamman;)

bfsig
presto | 2. des. '15, kl: 01:39:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Þú ert með þráhyggju um kynjahatur. Mæli eindregið með því að þú drífir þig í heimspekinám til að víkka sjóndeildarhringinn. Það er svo erfitt að lifa í svona svarthvítum heimi. Hver beitti þig ofbeldi?

bfsig | 2. des. '15, kl: 12:50:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að ræða hlutina útfrá tölfræði getur verið merki um fordóma. Fordómar er að dæma einhvern fyrirfram. Þú getur stuðst við tölfræði sem bakkar upp mál þitt að einhverju leiti en engu að síður er um fordóma að ræða.

Að svartur maður ræni af hvítum getur sem dæmi verið tölfræðilega hátt miðað við aðra brotaflokka og aðrar kynþátta samsetningar.
Að hvítur maður ljúgi að sá svarti hafi rænt sig getur verið tölfræðilega afar lág tala.

Að ganga út frá því vegna þessarar tölfræði að leið og hvítur maður ásakar þann svarta þá sé hann sekur væri dæmi um fordóma.




En leið og þú ert til í að ganga það langt að segja að þú myndir styðja við þann hvíta þótt sá svarti væri sonur þinn..... Þá eru þetta ekki fordómar lengur.
Þá finnst mér tími til að kalla hlutina mannhatur, rasisma... Jafnvel einhverja ágæta sturlun...


Núna er ég ekki að segja að sonurinn gæti ekki nauðgað, en það eru engin málsatvik rædd og fólk kýs að setja sig í fylkingar án þess að vita málsatvik.
Ákveða strax hvern ætti að styðja.... Sem mér finnst bara dæmi um einhverja trúarlega "geðveikis" hjarðhegðun.

En þegar þetta er komið á það stig að þið færuð í þann pakka gegn barni ykkar....

Vottar jehóva og neyta börnunum sínum um blóð........ Þið eruð hlið við hlið.

fálkaorðan | 2. des. '15, kl: 13:35:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þú ert svo yfirgengilegur í hatri þínu og fórnarlambshlutverki að þú ert næstum aumkinarverður.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bfsig | 2. des. '15, kl: 18:05:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Right back at ya. :)

presto | 2. des. '15, kl: 21:48:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

???- sé þetta eins og svar til mín

bfsig | 2. des. '15, kl: 21:56:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Talaðir um þráhyggju um kynjahatur.

Ákvað að útskýra.

bfsig | 2. des. '15, kl: 21:57:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En já, frekar óskiljanlegt. Summarizað upp af þó nokkrum punktum talandi um tölur, my bad. Nennti ekki að svara öllum.

presto | 3. des. '15, kl: 13:42:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er góð í tölfræði en kannast ekki við að hafa beitt henni neitt í þessari umræðu.
Ég hef hins vegar bent á að þú hefðir gott af hrimspekinámi, þar er hægt að læra að horfa afstætt á hlutina, beita gagnrýnni hugsun og rökfræði.

bfsig | 3. des. '15, kl: 18:16:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tel mig beit gagnrýnni hugsun, rökfræði og horfi afstætt á hlutina.

Þú telur þig væntanlega gera slíkt betur eftir nám í heimspeki en við sem erum ósammála þinni skoðun, nýtir slíkt nám með þeim hætti að þar sem þú ert væntanlega betri í slíku ferli, þá hljótir þú að hafa rétt fyrir þér en ekki þeir sem hafa ekki slíkt nám á bakvið sig.

Er þá námið sjálft ekki farið að snúast í andhverfu sína ?


(Nei þú notaðir ekki tölfræði. Eins og ég sagði þetta vara óskiljanlegt hjá mér. Ég las yfir nokkra pósta og gerði tilraun til að svara þeim í einum til að koma punkt á framfæri, hann varð hálf óskiljanlegur þar sem ég nennti ekki að svara öllum póstunum hvern fyrir sig. Byðst afsökunar á uppsetningu svarsins, þú í raun áttir það ekkert allt.)

presto | 3. des. '15, kl: 23:08:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok, takk fyrir skýringuna á því.
Verður svar rétt eða rangt í rökræðu út frá því hverjir eru samnála/ósammála?

bfsig | 3. des. '15, kl: 23:17:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei.

bfsig | 3. des. '15, kl: 23:20:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Finnst þér það rangt hjá mér þegar ég tala um karlhatur, þegar fólk er tilbúið að dæma börn sín án dóms og laga einungis vegna þess að kvennmaður sakaði "barnið" um nauðgun ? Út frá mishugsaðri tölfræði ?!

presto | 4. des. '15, kl: 09:47:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru fleiri villur sem ég sé þarna.

bfsig | 4. des. '15, kl: 17:42:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Go on.

Silaqui | 2. des. '15, kl: 07:48:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Og kominn á núllpunktinn á ný.
Gott að vita að amk þú ert fyrirsjáanlegur á allan hátt.
Þó það verður að teljast óeðlilegt að sjokkerast oft í mánuði yfir að uppgötva nákvæmlega sama hlutin sí og æ. Ertu með einhverja minnistruflun?

strákamamma | 4. des. '15, kl: 00:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

er það ss núna orðið karlhatur að trúa konum sem kæra nauðganir.....skondið

strákamamman;)

bfsig
strákamamma | 6. des. '15, kl: 21:11:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

málið er að "random kona" hefur enga ástæðu til þess að ljúga....og að halda að það sé svona algengt er kvenfyrirlitning í sínu skýrasta formi

strákamamman;)

daffyduck | 2. des. '15, kl: 00:57:08 | Svara | Er.is | 0

C
Já aldur skiptir miklu máli. Áfengi líka þar sem það er mjög hömlulosandi.
Ég myndi 100% standa með honum, sama hvað. Að sjálfsögðu myndi ég sparka í rassinn á honum. En hann er barnið mitt og sama hvað hann gerir þá stend ég með honum. Það þyrfti að vera eh mikið til að það myndi breytast, td síendurtekinn brot. Þá ætti ég mjög erfitt með að fyrirgefa honum.

presto | 2. des. '15, kl: 01:33:10 | Svara | Er.is | 2

Ég á ekki son sem byrjaður er að stunda kynlíf en unglingsþroskinn er að byrja, ég þekki því ekki son minn 18 ára, tvítugan eða ennþá eldri. Held að foreldrar hafi alltaf tilhneygingu til að fegra hlut barna sinna og eigi erfitt með að horfast í augu við breyskleika þeirra svo ég tali nú ekki um siðblindu. Ég vona að mér takist að innræta mínum börnum gott siðgæði, staðfestu, sjálfstæði og sttyrk gagnvart hópþrýstingi, mannvirðingu osfrv. Þannig að svona komi ekki til álita.


Ég lét son minn horfa á myndbandið um tebollann með mér nýlega og okkur þótti þetta báðum fyndið og augljóst. En svo veit ég að félagarnir eru farnir að segja brandara um nauðgun og hlæja saman án þess að finnast eitthvað ófyndið (etv. Svo absúrd að ríða sofandi manneskju að það er fyndið þess vegna) Ég bara vona að mér (og samfélaginu) takist að ala upp góðan dreng.


Það liggur alveg fyrir að sumir foreldrar myndu gera allt til að hylma yfir glæpum barna sinna til að "gefa þeim annað tækifæri", það er mjög mannlegt þó að það sé ekkert réttlæti í því. Ég vil sjá mig í betra ljósi en því en get ekki fullyrt að ég sé yfir það hafin.

Grjona | 2. des. '15, kl: 06:34:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ó hvað mér finnst sorglegt að heyra að unglingsdrengir skuli vera að segja brandara um nauðganir :( Svo er bfsig hissa á að ég skuli vilja hamra á því við karlmenn (sérstaklega, gleymum því ekki) að það sé ekki í boði að ríða án samþykkis :/

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

bfsig | 2. des. '15, kl: 13:01:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að fá já, er mjög góð og þroskandi umræða sem á bara endilega að vera í sviðsljósinu.
Eitthvað sem allir ættu að ræða og sérstaklega unglingar, þar sem vitið er kannski ekki alveg komið.

Að kennari færi sem dæmi að telja upp að karlmenn nauðgi, konur ekki sé tölfræðilega ómerk tala. Að benda karlmönnum á að feður, frændur og vinir gætu verið nauðgarar. Að benda þeim á að 2 af hverjum 20 séu nauðgarar samkvæmt tölfræðinni og byðja þá um að líta í kringum sig, að tveir af þeim muni jafnvel verða nauðgari í framtíðinni, nema þeir þroskist rétt. Að benda stelpum sérstaklega á að ef þær hafa lent í einhverju þá geti þær rætt við sig eftir tíman.. (Sem er svona dæmi um hvernig samfélagslegur stuðningur er fyrir karlmenn hvað varðar heimilisofbeldi, nauðganir og fleirra)

Að taka slíkan pól á umræðuna eða uppeldi er ógeðslegt, tekur málefnið langt út fyrir hvað það á að snúast um. Að þroska ungt fólk jafnt sem eldra.

veg | 2. des. '15, kl: 13:36:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

bíddu?  hefurðu eitthvað dæmi um svona kennara? eða kennslustund?


og þar fyrir utan er það staðreynd að flestir nauðgarar eru feður, bræður, frændur eða vinir einhvers.

bfsig | 2. des. '15, kl: 18:07:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, en það var bæklingur sendur út á sínum tíma sem var á verulega gráum línum.

Miðað við þróun þá get ég alveg séð slíka kennslu fyrir mér í framtíðinni.

Var meira að reyna að koma með punkt um hvernig sé hægt að fara með umræðuna á mjög rangan stað, þrátt fyrir að það sé eitthvað til í málflutningnum.

Silaqui | 2. des. '15, kl: 09:50:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög gott svar, sérstaklega þetta seinasta.

bogi | 2. des. '15, kl: 13:21:51 | Svara | Er.is | 3

Ég get ómögulega sett mig í þessi spor og skil eiginlega ekki hvað það hefur með umræðuna að gera. Glæpamenn eiga í flestum tilfellum foreldra, systkini og aðra ástvini.

Ég vona bara að ég nái að ala syni mína nógu vel upp til að þeir beri virðingu fyrir sér og öðrum, þá eiga þessar aðstæður ekki að geta komið upp.

þreytta | 4. des. '15, kl: 12:09:29 | Svara | Er.is | 1

Ég mundi pottþétt hugsa að einhver væri að ljúga þessu uppá hann eða kannski frekar að  það hafi verið einhver misskilningur, ég ætti mjög erfitt með að trúa einhverju svona uppá hann. Ég mundi örugglega hugsa það sama væri hann sakaður um morð, eða líkamsárás eða rán. 


En ég vona að ég þurfi aldrei að láta á það reyna á þetta.


Mér finnst það skipta öllu hversu gamall strákurinn vær, eftir því sem hann væri yngri myndi ég frekar telja að um einhvern misskilning væri að ræða. 


en það er ekkert rétt í þessu, þ.e. hvernig foreldrar hugsa.

munngát | 5. des. '15, kl: 00:21:24 | Svara | Er.is | 0

það er ekki hægt að láta aldurinn skarast inná ólögráða unglinga 15 til 25 ára.

neutralist | 6. des. '15, kl: 21:20:30 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi hugsa A eða C frekar en B, því ég hef trú á því að fólk sé almennt mjög sjaldan að ljúga upp nauðgunum. En fyrst og fremst myndi mér finnast ég hafa brugðist sem foreldri. Ég ætla að kenna mínum börnum að það sé mikilvægt að fá já og vona að sú kennsla skili sér.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 47990 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Guddie, tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien