Þið sem voruð í tannréttingum fyrir 10 árum +

passoa | 26. júl. '15, kl: 10:39:22 | 456 | Svara | Er.is | 0

Eruð þið enn með báða stoðbogana? Ef ekki, hvað leið langur tími milli þess að þið kláruðuð tannréttingarnar og að annar hvor boginn var fjarlægður?

 

Sandy08 | 26. júl. '15, kl: 10:45:59 | Svara | Er.is | 0

Var laus við spangirnar 2001 og er ennþá með báða boganna, þessi í neðri góm hefur reyndar losnað 2svar en ég lét festa hann aftur. Tannréttingasérfræðingurinn minn sagði að það væri langbest að vera alltaf með bogana til þess að styðja við því á tennurnar gætu skekkst aftur því þær eru alltaf á hreyfingu og leita í sama farið.

nefnilega | 26. júl. '15, kl: 10:48:17 | Svara | Er.is | 0

Ertu að meina svona vír innan á framtönnunum? Ég var í tannréttingum fyrir 20 árum (fuuuukk hvað ég er gömul). Vírinn var fjarlægður fyrir um 10 árum en ég lét setja aftur 2 árum seinna því tennurnar byrjuðu að skekkjast aftur. 

sellofan | 26. júl. '15, kl: 11:02:43 | Svara | Er.is | 0

13 ár síðan mínar spangir voru teknar. Ég var með spangir uppi og niðri en fékk samt bara stoðboga niðri. Efri tennurnar hafa ekkert skekkst þrátt fyrir það þannig mig langar helst að losna við neðri bogann...

arnahe | 26. júl. '15, kl: 11:04:53 | Svara | Er.is | 0

Ég gekk 2006 og losnaði við þær 2009. Svo bara 6 ár síðan og ég er enn með bogana og extra vir utan á við eina tönn sem var snúið um 90°. Mun líklega drepast með þetta því þær eru endalaust á ferðinni.

Salvelinus | 26. júl. '15, kl: 11:39:01 | Svara | Er.is | 0

Losnaði fyrir um 10 árum og var sagt að ég yrði að hafa stoðbogana það sem eftir væri, annars gætu tennurnar skekkst aftur.

A Powerful Noise | 26. júl. '15, kl: 11:52:04 | Svara | Er.is | 0

Fékk vír bakvið bæði uppi og niðri, en hann brotnaði upp og lét ég því taka hann, fékk frekjuskarðið aftur og er alltaf að fresta því að fá mér nýjan vír. 

__________________________
Pay no attention to the faults of others,
things done or left undone by others.
Consider only what by oneself is done or left undone.

Raw1 | 26. júl. '15, kl: 12:35:38 | Svara | Er.is | 0

11 ár frá því spangirnar voru teknar hjá mér,  var bara með stoðboga í neðri og fékk góm í efri.
Stoðboginn var í ár, hann brotnaði eftir að ég fékk olnbogahögg á meðan ég var að drekka úr brúsa, fór beint til tannsa og hann vildi bara taka hann og fylgjast með, ég þarf hann ekki enn í dag :)
Gómurinn brotnaði svo eftir ca 1,5-2 ár og hef ekki fengið neitt annað í staðin.

Gunnýkr | 26. júl. '15, kl: 13:00:28 | Svara | Er.is | 0

Fékk ekki stoðboga. 
Tennurnar hafa skekkst talsvert aftur.

Kung Fu Candy | 26. júl. '15, kl: 13:16:41 | Svara | Er.is | 0

Ég var með spangir 1998-2001. Fékk boga í neðri góm en góm fyrir efri. Gat síðan ekki lengur notað góminn þegar ég fékk krónu á eina tönn (passaði ekki lengur). Var ca tvítug þá. Svo um svipað leyti brotnaði önnur festingin í boganum, ég gerði ekkert í því. Svo mætti ég í skoðun og hann sagðist ætla að festa þetta aftur, ég spurði hvort hann vildi ekki bara taka þetta, það væri hvort eð er búið að vera laust heillengi. Svo hann tók það :)
Þannig að ég hef ekki verið með neitt í næstum 10 ár held ég, tennurnar eru ennþá beinar :)

downton | 26. júl. '15, kl: 13:27:21 | Svara | Er.is | 0

allt orðið skakkt aftur, tannréttingalæknir kíkti á mig um daginn og vill að ég fái aftur spangir 

tennisolnbogi | 26. júl. '15, kl: 15:40:54 | Svara | Er.is | 0

Losnaði við spangirnar fyrir 15 árum, vat með þær stutt (tæpt ár minnir mig) og bara í efri góm. Var með eina skakka augntönn og bil á milli tanna. Vírinn losnaði í sumar og ég fór til tannlæknis, við ákváðum í sameiningu að prófa að taka hann bara. Hann var líka farinn að sjást á milli framtannanna og ég vildi eiginlega bara frekar hafa litla frekjuskarðið mitt heldur en þennan vír. Hann geymdi vírinn og við ætlum að skoða í haust hvort bitið fari nokkuð í fokk eftir að brúin var tekin. Tönnin sem var snúin virðist ekkert haggast og mér er bara farið að finnast frekjuskarðið mitt krúttlegt :)

tennisolnbogi | 26. júl. '15, kl: 15:48:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En já ég man að tannlæknirinn sem setti þetta í mig sagði að ég ætti helst alltaf að vera með þetta, en að þetta gæti farið einhvern tíma. Ég bara nenni ekki þessu veseni lengur. Ég held að fyrir utan snúnu tönnina hafi þetta verið fegrunaraðgerð, ég fékk aldrei endajaxla til að ýta tönnunum saman að framan... er samt núna með nokkuð beinar tennur þó að það sé örlítið bil á milli framtannanna. Nú get ég að minnsta kosti notað tannþráð ;)

ilmbjörk | 26. júl. '15, kl: 15:49:06 | Svara | Er.is | 0

Losnaði við teina árið 2000 minnir mig og stoðboginn slitnaði 2007 og ég fékk ekkert aftur.. Tennurnar hafa ekkert hreyfst..

everything is doable | 26. júl. '15, kl: 16:57:29 | Svara | Er.is | 0

jebb báðir stoðbogarnir hérna ennþá, þori ekki að láta taka þá er með svo svakalega miklar áhyggjur af því að allt skekkist aftur

Humdinger | 26. júl. '15, kl: 18:42:54 | Svara | Er.is | 0

Kláraði tannréttingar fyrir allavega 8 árum en er enn með báða stoðbogana og tannlæknarnir vilja meina að ég eigi helst ekkert að taka þetta úr....

Modir11 | 26. júl. '15, kl: 18:43:51 | Svara | Er.is | 0

Ég kláraði tannréttingar fyrir 12 árum og ég þarf að vera með þá alla ævi.

svartasunna | 26. júl. '15, kl: 18:46:02 | Svara | Er.is | 0

Er óþægilegt að vera með svona stoðboga?

______________________________________________________________________

HvuttiLitli | 26. júl. '15, kl: 19:32:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég finn ekkert fyrir því, eini gallinn er reyndar hvað það er erfitt að halda svæðinu hreinu þó maður tannbursti sig vel, þ.e. tannsteinn á það til að safnast þarna fyrir

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

svartasunna | 26. júl. '15, kl: 20:02:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok takk.

______________________________________________________________________

HvuttiLitli | 26. júl. '15, kl: 21:44:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki málið :)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

minnipokinn | 26. júl. '15, kl: 21:51:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finn ekkert fyri efri. Neðri pirrar mig bara þegar ég hugsa um hann annars finn ég ekkert fyrir honum.

☆★

passoa | 28. júl. '15, kl: 13:18:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finn lítið sem ekkert fyrir mínum nema það pirrar mig pínu hvað festist mikið á milli, sér í lagi upp, þar er stoðboginn límdur við allar tennur en bara tvær niðri.

svartasunna | 28. júl. '15, kl: 13:27:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil þig....æj bara að spá hvort að ég eigi að leggja í tannréttingar á gamals aldri :)


Efri framtennurnar mínar byrjuðu að skekkjast eftir tvítugt (frekar mikið áberandi) en það veldur engum vandræðum, bara útlitslegt. 
Að laga þetta tekur 1-2 ár og það þarf að víra bæði efri og neðri tennur til að mynda ekki skekkju....erum alveg að tala um yfir milljón í kostnað.


Svo í framhaldinu ef maður þyrfti að vera með vír sem væri að valda vandræðum þá væri það alveg punkturinn yfir i-ið...heh....

______________________________________________________________________

passoa | 28. júl. '15, kl: 13:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég segi fyrir mína hönd: ALGJÖRLEGA þess virði ;) Fór einmitt í þetta upp á eigin spítur, kannski ekki á gamals aldri (en var samt 17), og sé sko ekki eftir krónu

HvuttiLitli | 26. júl. '15, kl: 19:31:08 | Svara | Er.is | 0

Það eru reyndar ekki nema rétt tæp 9 ár síðan ég var laus allra mála í tannréttingum, þ.e. 9 ár síðan ég fór í mína hinstu heimsókn á tannréttingastofuna og þá fékk ég vír á bakvið framtennurnar í neðri góm. Rétt tæp 10 ár síðan ég losnaði við spangirnar þannig það leið um ár á milli þess sem ég losnaði við þær og þar til ég fékk vírinn sem ég er ennþá með.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

bluejean | 26. júl. '15, kl: 21:44:27 | Svara | Er.is | 0

Það eru 23 ár síðan ég lauk tannréttingunum og ég er enn með stoðbogann í neðri góm.  Boginn í efri góm brotnaði eftir ca 15 ár og ég lét taka hann þá.  Tennurnar hafa lítið hreyfst en ég finn þá sjálfan að ég sef með stoðspöngina mína í efri góm að hún hefur þrengst nokkuð en ég kem henni alveg auðveldlega fyrir samt.

minnipokinn | 26. júl. '15, kl: 21:52:58 | Svara | Er.is | 0

Fer amk að slaga í 10 ár. Er enn með báða bogana býst ekki við láta taka þá. Nema ég fái mér góm kannski einn daginn á efri.

☆★

Cucumber | 26. júl. '15, kl: 22:59:43 | Svara | Er.is | 0

Ég losnaði við mínar spangir fyrir ca 15 árum, og stoðbogarnir eru enn bæði uppi og niðri. Þeir trufla mig voða takmarkað og þar sem mig langar hvorki í spangir aftur né borga kostnaðinn sem liggur þar að baki þá fá þeir bara að vera.

1122334455 | 28. júl. '15, kl: 13:29:25 | Svara | Er.is | 0

Fá þeir sem voru með spangir ekki nær einungis svona stoðboga? Ég var í tannréttingum og hef ekki verið með neitt í áratugi.

ruggla | 28. júl. '15, kl: 18:20:46 | Svara | Er.is | 0

Fékk aldrei bogann uppi og þær hafa aðeins hreyfst en er með boga niðri. Teinarnir fóru fyrir 12 árum.

labbalingur | 28. júl. '15, kl: 18:24:38 | Svara | Er.is | 0

Spangirnar voru teknar hjá mér fyrir 13 árum og ég er ennþá með vírana að innanverðu.

_________________________
"It takes two to lie, one to lie and one to listen"
- Homer Simpson

chubbymango | 28. júl. '15, kl: 18:42:06 | Svara | Er.is | 0

Ég losnaði við mínar spangir árið 2006 og er með vír bæði uppi og niðri.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 27.4.2024 | 23:02
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 27.4.2024 | 06:04
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Síða 1 af 48101 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, paulobrien, Guddie, Kristler