Þvagleki - aðgerð?

sboh | 26. ágú. '15, kl: 09:23:13 | 426 | Svara | Er.is | 0

Þekkir einhver til aðgerða að þessu tagi? Ég hef alltaf att erfitt með þvag(sýkingar og svona, en aldrei alvarlegan leka eða óstjórnun þvags) En eftir að ég atti son minn hef eg engan vegin stjórnað þvagi og þarf að ganga með 'bleiu' alla daga. Ef eg sleppi bleiunni og labba 5metra eru nærbuxurnar strax rennandi blautar. Þetta er orður frekar þreytandi og stoppar mig mikið. T.d ef eg færi a sólarströnd og myndi vilja vera i bikiní- ekki hægt, þarf alltaf að ganga um með tösku af bleium, get ekki ymindað mer að stunda kynlíf þvi það verður allt i þvagi, þessu fylgir vond lykt þar sem það er alltaf blautt þarna niðri og þvag a húðinni - sama hversu oft eg þvæ mer þá er komin lykt eftir hálftíma. Og þvi spyr eg, er einhver aðgerð sem þið vitið um sem lagar svona. Hef reynt að Googla en eg finn ekkert. Er með þvagfæralæknir en hann segir mer bara gera grindagbotnsþjalfun og eigi að bíða og sjá hvað tíminn gerir. Fyrst sagði hann 6 vikur en hann lengir það alltaf. Er búin að vera svona i 4manuði og eg er alveg að gefast upp.

 

sboh | 26. ágú. '15, kl: 09:23:39 | Svara | Er.is | 0

Sorrý hvað þetta er allt i klessu, skrifaði í símanum.

BlerWitch | 26. ágú. '15, kl: 09:48:08 | Svara | Er.is | 1

Hvað er strákurinn þinn gamall? Hefurðu prófað einverja svona græju?


 

 

sboh | 26. ágú. '15, kl: 12:03:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er 4 mánaða.
En nei hef ekki gert það.

En ég finn ekki einusinni fyrir að ég þurfi að pissa í 99% tilvika, það bara lekur og ég finn að ég er orðin blaut. Stundum finn ég fyrir sviða í blöðrunni og þá oftast næ ég á klósettið.

BlerWitch | 26. ágú. '15, kl: 12:06:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ömurlegt :( Þú getur ekki verið svona lengi. Ég held að ég myndi leita álits annars læknis í þínum sporum. Get mælt alveg endalaust með Rafni Hilmars í Glæsibæ. Þú gætir jafnvel bara prófað að hringja og fá símaviðtal til að byrja með.

sboh | 26. ágú. '15, kl: 12:11:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Okei, ég fer á morgun að láta taka sýni af blöðruni, ætla biðja læknirinn um að gera eitthvað meira í þessu, ef ekki þá panta ég tíma hjá Rafni. Takk :)

GoGoYubari | 26. ágú. '15, kl: 10:06:16 | Svara | Er.is | 0

ég vona að ég sé ekki að fara með vitleysu en ég held að hún þorgerður hjá TÁP sjúkraþjálfun sérhæfi sig í svona grindarbotnsþjálfun, það getur verið erfitt að ætla sér þetta á eigin spítur

þetta hljómar reyndar mjög alvarlegt hjá þér en því miður get ég ekki bent þér á neinn lækni. ég hef skánað mikið eftir að ég fór að stunda hreyfingu, en þú getur það varla ef þú getur ekki einu sinni labbað án þess að verða blaut

sboh | 26. ágú. '15, kl: 12:01:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hann benti mér á hana. Ég sjálf held að þetta sé meira vandamál en grindarbotnsvöðvinn.
Málið er að ég hef haft þetta vandamál síðan ég var 2 ára, en á meðgönguni fékk ég þvagleka og eftir fæðingu hef ég ekki haf neina stjórnun. Oft held ég á stráknum og þarf þá bara pissa í mig því ég get ekki lagt hann frá mér neinstaðar og hlupið á klósettið :(

GoGoYubari | 26. ágú. '15, kl: 12:20:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já þetta er hrikalegt! þú hlitur bara að vera kandídat í þessa aðgerð, ég trúi ekki öðru. gangi þér vel að finna annan lækni

Degustelpa | 26. ágú. '15, kl: 15:19:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

prufaðu samt að hafa samband við þennan sjúkraþjálfara til að athuga hvort henni fyndist þetta vera eitthvað sem hún gæti mögulega aðstoðað við. Margir læknar reyna að skera bara eftir að allt annað sér reynt.

nefnilega | 26. ágú. '15, kl: 10:09:49 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi fá álit annars læknis. Og fara til sjúkraþjálfara í millitíðinni. Það hafa einhverjar hér góða reynslu af læknum, vonandi að þær svari og geti bent þér á lækni.

K2tog | 26. ágú. '15, kl: 10:37:14 | Svara | Er.is | 0

Þekkið þið til kvenkyns þvagfæralæknis?

ingbó | 26. ágú. '15, kl: 14:08:43 | Svara | Er.is | 0

Gunnar Herbertsson í Lágmúlanum er bæði kvensjúkdóma - og þvagfæraskurðlæknir. En svona í millitíðinni ertu ekki örugglega með bindi fyrir þvagleka - þú talar um að þú sért blaut - tíðabindi gera ekkert gagn.

BlerWitch | 26. ágú. '15, kl: 14:30:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún segist ganga með "bleyju".

Svala Sjana | 26. ágú. '15, kl: 15:25:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju segirðu að tíðabindi geri ekkert gagn?

Kv Svala

sboh | 26. ágú. '15, kl: 21:30:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er með svona 'gamlafólklbeiur' frá TENA
ALways dönubindi fyllist 1min eftir að ég kem af klósettinu, gerir ekkert gagn.

GeorgiaAlexandra | 26. ágú. '15, kl: 15:28:57 | Svara | Er.is | 0

prófaðu að taka sagapro , getur haft góð áhrif á þvagblöðruna.

BlerWitch | 26. ágú. '15, kl: 23:28:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sagapro er notað við tíðum þvaglátum. Ekki massívum leka eins og hér er lýst.

nefnilega | 27. ágú. '15, kl: 09:44:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru nú uppi skiptar skoðanir um virkni Sagapro, myndi ekki ráðleggja manneskju með alvarlegan þvagleka að taka slíkt.

presto | 26. ágú. '15, kl: 18:50:56 | Svara | Er.is | 0

Þetta er slæmt og alvarlegt vandamál, leitaðu endilega læknis strax, sjúkraþjálfun er líklega eitt skrefið. Ath. Þó að þú farir í aðgerð gerist það ekki strax og þú þarft LÍKA að þjálfa upp grindarbotnsvöðvana (þó það sé klárlega ekki það eina sem þarf að taka á) gangi þér vel!

snsl | 26. ágú. '15, kl: 18:58:41 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk þvagleka eftir fæðingu en hann lagaðist á nokkrum vikum (2-3) með heimagrindarbotnsæfingum. G mundi biðja um annað álit!

Petrís | 26. ágú. '15, kl: 22:11:50 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi frekar fara til kvensjúkdómalæknis, þeir gera svona aðgerðir

sboh | 27. ágú. '15, kl: 07:17:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn segist ekkert vita um svona mal

Helgenberg | 26. ágú. '15, kl: 23:23:43 | Svara | Er.is | 0

var í svona aðgerð í sumar, snilldin ein, það var kvensjúkdómalæknirinn minn sem gerði fyrsta tékk og sendi mig svonáfram æ landspítalan þar sem þetta er gert

Helgenberg | 26. ágú. '15, kl: 23:24:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sendi mig svo áfram*

sboh | 27. ágú. '15, kl: 07:17:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig aðgerð fórstu í og hvar?

Helgenberg | 27. ágú. '15, kl: 07:54:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svona:


http://www.icepharma.is/library/Shared-Files/Birgjar/Bæklingar/Heilbrigðissvið/TVT%20baeklingur.pdf



kvensjúkdómalæknirinn minn skoðaði fyrst og mat þörfina, svo sendi hann mig áfram á þvagfæradeildina á landsspítal þar sem aðgerðin er gerð, fór í viðtöl og skoðanir þar líka



Ljufa | 19. júl. '22, kl: 12:42:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sæl og blessuð, veit að þetta eru gamlar færslur en ég googlaði og þetta spjall kom ma. upp. Ertu enn ánægð með aðgerðina? Er RAFN bæði mannlegur/þægilegur og pro? :) kv. Hildur

Kv. Ljúfa

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 27.4.2024 | 06:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
Síða 1 af 48056 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Bland.is, paulobrien