Þvottavélar

choccoholic | 27. júl. '15, kl: 23:31:36 | 600 | Svara | Er.is | 0

Er eitt merki eitthvað betra en annað? Hef heyrt að miele séu bestar en þær eru bara svo svínslega dýrar að ég tými því eiginlega ekki. Er einhver með reynslu af samsung, lg eða bosch td? eða siemens?

 

óskin10 | 27. júl. '15, kl: 23:54:09 | Svara | Er.is | 0

Siemens er málið. Var að fá mér nýja eftir að 10 ára vélin dó. Er með 5 manna heimili og á tímabili 2 taubleyjuborn svo vélin var mikið notuð.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

choccoholic | 28. júl. '15, kl: 09:01:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hver er munurinn á direct drive motor og því að ekki vera með direct drive motor? hef nefninlega ekkert séð um það í tæknilýsingunum. Ekki nema að þú séir að tala um mótorinn sem er kolalaus?

choccoholic | 28. júl. '15, kl: 09:02:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sorry. tölvan hjá mér er eitthvað að missa sig. svarið átti að fara á annað innlegg.

En hvaða týpu af siemens fékkstu þér? þvær hún vel? hversu mörg kg af þvotti tekur hún?

óskin10 | 28. júl. '15, kl: 09:09:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki með kolalausa vel. Þessi kolalausa var með snertiskyn og ég hef ekki trú á að það endist næstu 10 árin. Vildi einfalda vel. Sú sem ég fékk met er á tilboði í elko á 69 þús. Hún tekur 8 kg og þvær mjög vel og er hljóðlát eða 56 db

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

choccoholic | 28. júl. '15, kl: 10:07:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hljómar vel. það er einmitt það sem ég held - að þessar sem eru með snertiskyn séu ekki neitt ægilega endingagóðar.

hvaða vél keyptirðu?

nóvemberpons | 2. ágú. '15, kl: 23:27:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dugir 8kg alveg fyrir þetta stórt heimili?

Við erum 5 að verða 6 bráðum og erum með 6kg vél en þurkarann var að deyja og ætla að skipta báðu út en vil stærri vél núna.

4 gullmola mamma :)

Máni | 3. ágú. '15, kl: 17:56:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var með 8 kg vélar þegar krakkarnir voru litlir. Nú er ég með 6 kg og án þurrkara.

Anímóna | 3. ágú. '15, kl: 18:24:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tja 5 kg vél dugar okkur fjórum, 8 kg hlýtur að duga sex?

nóvemberpons | 3. ágú. '15, kl: 18:41:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

6kg dugir mér alveg ég bara þarf að þvo alveg endalaust margar vélar finnst mér til að komast í gegnum magnið af þvotti sem er hérna. 

4 gullmola mamma :)

Máni | 3. ágú. '15, kl: 18:56:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Passaðu líka að velja ekki vél sem er tvo og hálfan tíma með hefðbundið prógramm.

nerdofnature | 4. ágú. '15, kl: 07:37:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum 5. Þar af eitt lítið barn, 2 af fullorðnu í erfiðisvinnu þar sem þarf að þvo vinnuföt á hverjum degi + þvottur sem fylgir mikilli íþróttaiðkun.
Hér eru 7kg þvottavél og 7kg þurrkari. Það er miklu meira en nóg. Sjaldnast þvegin alveg full vel.

Alpha❤ | 4. ágú. '15, kl: 01:37:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar eiga þessar kolalausu að endast lengur og þessi direct drive mótor var með 10 ára ábyrgð seinast þegar ég vissi. 

Mainstream | 28. júl. '15, kl: 00:16:38 | Svara | Er.is | 0

Já Miele er betra en hvort það er peningana virði er annað. Ekki kaupa neitt annað en vél með direct drive motor því það er superior tækni. Fáðu svo vél með mikla þvottagetu. 

choccoholic | 28. júl. '15, kl: 09:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hver er munurinn á direct drive motor og því að ekki vera með direct
drive motor? hef nefninlega ekkert séð um það í tæknilýsingunum. Ekki
nema að þú séir að tala um mótorinn sem er kolalaus?

haukurhaf | 28. júl. '15, kl: 11:09:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Direct drive þýðir að mótorinn er aftan á tromlunni og snýr henni beint, þ.e engin reim á milli eins og er oftast. Færri hreyfanlegir hlutir = minni líkur á bilunum ;-)

labbi86 | 28. júl. '15, kl: 00:29:55 | Svara | Er.is | 0

Elska mína Siemens og þær fengu bestu meðmælin þegar ég var að leita að þvottavél fyrir 4 árum. Fékk mjög fína vél fyrir peninginn.

Yxna belja | 28. júl. '15, kl: 00:34:18 | Svara | Er.is | 2

Er með nýja Samsung vél sem ég er mjög ánægð með. Skoðaði vélar vel og lengi áður en ég keypti (alveg í nokkur ár þar sem mín gamla neytaði að deyja) og valdi útfrá samblandi af verði og dómum.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

choccoholic | 28. júl. '15, kl: 09:05:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já er búin að vera að skoða og langar svolítið í samsung eco bubble vélina sem tekur 8 kg og 1600 snúninga með a+++ í orkunotkun. er bara svo hrædd um að það sé bara vesen með svona rosalega tölvustýrðar vélar - að endingin á þeim séi ekkert svo rosalega góð neitt.

hjarta17 | 28. júl. '15, kl: 09:35:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég mæli með AEG,,,,,,,,

Yxna belja | 28. júl. '15, kl: 09:52:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er með þannig vél held ég. Já ég var mjög skeptísk á að hafa hana svona tæknilega en mér fannst það reyndar gegnum gangandi með þessar nýju vélar - þær eru flestar orðnar svona mikið tölvustýrðar.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

nerdofnature | 28. júl. '15, kl: 10:40:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki orðið þannig með allt í dag?

Alpha❤ | 4. ágú. '15, kl: 01:39:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol og svo er það ég sem vil hafa sem mest tækni og fítusa hehe

fálkaorðan | 28. júl. '15, kl: 10:39:25 | Svara | Er.is | 0

Ég er AEG pían. Eflaust komið eitthvað nýtt síðan ég keypti mína 2012 en ég er súperánægð.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 28. júl. '15, kl: 10:41:48 | Svara | Er.is | 1

Mindi kaupa þessa í dag, okkar kostaði svipað.


 

AEG Þvottavél LW87680 8 KG. 1600SN (HT914 531 246)
 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

choccoholic | 28. júl. '15, kl: 20:16:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég keypti þessa næstumþví um daginn því hún fór á útsölu og kostaði sirka 90.000.  Þeir í búðinni gátu svo ekki geymt hana þar til ég kæmi heim og ég nennti ekki að standa í því að fá einhvern til að taka á móti henni og geyma hana þar til við kæmum heim úr fríinu þannig að það datt uppfyrir.

Heyrði svo að gæðin hjá AEG væru búin að minnka svo rosalega seinustu árin en ég veit ekkert um það þar sem ég hef aldrei átt neitt frá AEG. Veit ekkert hvað er til í því svosem. 

Bella C | 29. júl. '15, kl: 10:14:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á AEG og er ekki mjög sátt við hana, myndi ekki velja mér svona vél í dag miðað við fyrri reynslu við keyptum samt vél sem átti að vera mjög góð og verðið eftir því. Hinsvegar á mamma aðeins eldri AEG sem er mjög góð.

Helvítis | 3. ágú. '15, kl: 17:17:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég átti einmitt eina svipaða þessari og elskaði hana, átti svo þurrkara "í stíl" sem var osom!

Mæli með AEG Electrolux all the way.

Maður þarf ekki að gefa nýra og kaupa Miele lengur, þessar vélar eru einfaldlega ekkert verri.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Prym | 28. júl. '15, kl: 12:00:47 | Svara | Er.is | 3

Finnst virkilega einhverjum 10 ára endingartími þvottavélar ásættanlegur?  Miele endist a.m.k. 3 x lengur, auk þess sem hún þvær alltaf vel allan tímann.  En auðvitað þarf að taka með í reikninginn fjölskyldustærð, aldur barna, íþróttaiðkun heimilisfólks og hreinlætisstuðul fjölskyldunnar og ákveða þvottavélarkaup út frá því.

choccoholic | 28. júl. '15, kl: 20:04:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég þarf amk 8 kg vél og vil helst ekki minna en 1400 snúninga. Það þýðir 300.000 ef ég kaupi Miele og mig langar ekkert ægilega að eyða svo miklum peningum í þvottavél þó hún endist mögulega lengur.

óskin10 | 29. júl. '15, kl: 08:05:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Miele endist ekki i 30 ar i dag, kannskki a heimili hja einstæðing. Mamma keypti vel a sana tims og eg fyrir 10 arum. A mrdan eg hef skipt 1 sinni um kol er ekki naerri komid ad kolaskiptum i mömmu vél. Notkunin mikid meiri hja mér

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Helvítis | 3. ágú. '15, kl: 17:18:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miele er ekkert eins og fyrir 20 árum síðan.


_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Prym | 3. ágú. '15, kl: 17:26:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er einhver að kvarta yfir Miele, sá sem keypti fyrir 5 árum eða 10 eða eitthvað?  Hef aldrei  heyrt nokkurn kvarta yfir neinu í Miele vélinni sinni, hvort sem þær eru nýlegar eða gamlar.

Helvítis | 3. ágú. '15, kl: 17:51:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef heldur aldrei heyrt neinn kvarta yfir dýrari módeunum af AEG Electrolux, hvað er pointð hjá þér?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Alpha❤ | 4. ágú. '15, kl: 01:44:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef heldur engan séð kvarta yfir ódýrari whirlpool vél lol

Prym | 4. ágú. '15, kl: 08:28:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flestir eru með á hreinu hver er munurinn á ódýrum og dýrum bíl.  Ódýri bíllinn getur alveg gert sitt gagn, komið manni á milli staða og allt það.  En það er enginn að ætlast til eða búast við að hann sé sambærilegur að gæðum og endingu á við dýran bíl þar sem meira er í lagt.  En það er allt í lagi.  Sumir eru nægjusamari en aðrir.

Alpha❤ | 4. ágú. '15, kl: 01:44:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

10 ár þykir mjög gott í dag. Miele ENTIST ekki endist amk 3 lengur. Það var þannig back in the old days en ekki lengur. Það er talað um meðal líftími þessara véla er ekki mikið meir en 10 ár í dag.

Græn epli | 29. júl. '15, kl: 02:03:27 | Svara | Er.is | 1

Ég mundi taka Miele. Það er ódýrasti kosturinn til lengri tíma litið. Foreldrar mínir keyptu nýja Miele vél árið 1983 inn á 5 manna heimili og hún er enn í dag í fína lagi og þvær fullkomlega. Þau keyptu líka uppþvottavél á sama tíma sem er líka enn í gangi. Ég keypti nýja AEG 2006 og eftir tvær tromlulegu viðgerðir, dælubilun og loks rafkerfisbilun var henni hent 2011, semsagt 5 ára gömul. Keypti þá nýja Miele sem hefur gengið snuðrulaust. Miele álagsprófar vélarnar sínar fyrir X margar klst., og m.v. notkunina á mínu heimili (5 manna) ætti hún að endast í um 27 ár. Þá er auðvitað ekki tekið tillit til þess að á þeim tíma verða flest börnin farin að heiman og því ætti endingin að verða enn lengri. Það er því mun ódýrara að taka Miele á 300 þús. en eitthvað annað og skipta á 5-10 ára fresti.

Alpha❤ | 4. ágú. '15, kl: 01:45:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

miele í dag er ekki það sama og miele fyrir rúmum 30 árum.. jeezus. Það er bara fact að þetta er ekki eins vel built í dag. Heldur ekki önnur raftæki og bílar. 

Græn epli | 4. ágú. '15, kl: 03:30:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú þær eru það reyndar, og jafnvel betri því þeir hafa lengt álagsprófanirnar. Atvinnuvélin frá þeim er álagsprófuð fyrir 75 ár m.v. venjulega heimilisnotkun, en hún kostar líka um 600 þús. Miele vélin sem ég keypti er 97 kg. að þyngd á meðan næsta vél sem ég skoðaði og var Bosch er um 83 kg. Venjuleg ódýr vél er 60-70 kg. að þyngd. Samt er steinninn sem balancerar álíka þungur sem segir manni að íhlutirnir eru solid. Þannig að jú, Miele í dag er ekki síðri en gömlu vélarnar enda allir íhlutir í þær framleiddir í Þýskalandi.

Alpha❤ | 4. ágú. '15, kl: 09:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er það rosalegt verð fyrir minna. Verður gaman að sjá hvort þær séu enn virkar eftir 30 ár. Þá meina ég ódýrari miele en ekki þessar á fleiri hundruð þúsundir.

Ruðrugis | 29. júl. '15, kl: 09:44:53 | Svara | Er.is | 1

Ég á Bosch vél sem kostaði um 80-90 þús fyrir 2 árum og hún er að standast allar væntingar.

Alli69 | 29. júl. '15, kl: 12:05:53 | Svara | Er.is | 1

Miele er fra 136 þús í elko. 160 þús miðtýpan og 200+ þær dýrustu. (Elko reyndar ekki með þær allra dýrustu sem maður fær í Eirvík).
Hægt að fá flest hin stóru merkin í þessum verðflokk.
Keypti 160 þús Miele í fyrra. W3xxx eitthvað. Læt vita eftir 25 ár hvort ég sé sáttur :)

choccoholic | 2. ágú. '15, kl: 23:18:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíd spennt á kantinum eftir 25 ár.

Helvítis | 3. ágú. '15, kl: 17:19:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að merkja þráðinn skoh...

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 3. ágú. '15, kl: 02:20:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að kaupa Miele fyrir 160 þús sem endist og fer vel með þvottinn er ekki dýrt m.v. hvað þú ert að fá þegar þú verslar 100 þús og ódýrari vélar. Foreldrar mínir áttu AEG vél og ég hef ekki tölu á þeim þvotti sem hún skemmdi.

daggz | 3. ágú. '15, kl: 18:02:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Skemmdi? Hvernig þá?

Mamma átti AEG í mörg ár, og ég hef átti mína í 10 ár og ég hef bara aldrei lent í því að skemma fatnað. Samt þvæ ég meira að segja brjóstarahaldarana mína í þvottavélinni :O

--------------------------------

Kaffinörd
daggz | 4. ágú. '15, kl: 14:20:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá hefur hún verið að gera eitthvað vitlaust eða vélin hreinlega biluð. Það er ekki eðlilegt að þvottur rifni í vélinni. Ég reyndar sé ekki hvernig það mögulega ætti að geta skeð, sama hvaða merki þvottavélin er.

--------------------------------

Alpha❤ | 4. ágú. '15, kl: 01:46:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég keypti 100 þúsund króna electrolux þvottavél fyrir nokkrum árum og hún hefur engin föt skemmd og virkar vel. 

daggz | 4. ágú. '15, kl: 14:18:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mín svo sem kostaði alls ekki mikið á sínum tíma. Allavega veeeel undir 100 þús kallinum. Ég var ekkert að taka dýrustu gerðina.

--------------------------------

daggz | 2. ágú. '15, kl: 23:58:51 | Svara | Er.is | 0

Ég er bara sátt með mína AEG sem er búin að standa sína pligt algjörlega frá því að ég byrjaði að búa (vá, það eru 10 ár!). Hún hefur aldrei bilað, hef ekki þurft að skipta um kol eða neitt. Hún þvær enn vel og ég ætla að vona að hún haldi því áfram. Við erum 4 í heimili núna.

En mamma á Samsung og búin að eiga í svolítinn tíma. Hún er mjög sátt :)

--------------------------------

pragmatic | 3. ágú. '15, kl: 01:46:36 | Svara | Er.is | 0

Ég er með bæði Electrolux þvottavél og þurrkara og er mjög sátt. Mér skylst að AEG eigi Electrolux og þetta séu sömu vélar á lægra verði.

ID10T | 3. ágú. '15, kl: 11:44:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar öfugt, það er Electrolux sem á AEG.

Kaffinörd | 3. ágú. '15, kl: 02:17:16 | Svara | Er.is | 0

Miele Miele Miele Miele og ekkert annað.

Helvítis | 3. ágú. '15, kl: 17:19:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eins og þú hafir nokkurt einasta vit á því.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

daggz | 3. ágú. '15, kl: 18:03:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér langar að gefa þér 10 plúsa núna! :)

--------------------------------

Alpha❤ | 4. ágú. '15, kl: 01:47:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol er sammála í þetta sinn.. 

baas | 3. ágú. '15, kl: 07:39:37 | Svara | Er.is | 0

Höfum átt nokkrar gerðir, Siemens reyndist okkur vel, Gorenje ekki. vorum að endurnýja um daginn. 10ára gömul AEG bilaði og við endurnýjuðum í ný AEG tæki Þvottavél og þurrkara. Nú má halda því fram að 10 ár sékkert sérstök ending. En með 3 fótboltastráka á heimilinu og vélarnar í gangi 24/7 þá var þetta auðvelt val hjá okkur. fengum tæki á góðu verði í Elko, um 140 þús saman.

Prym | 3. ágú. '15, kl: 09:04:04 | Svara | Er.is | 1

Hér á þessum umræðuvef er oft spjall um þvottavélar og reynslu fólks af þeim.  Ég man ekki til þess að Miele hafi nokkurn tíma fengið neikvæða umsögn, ef frá er talið að sumum þykir hún dýr.  Af öðrum merkjum hefur fólk misjafna reynslu, sumir góða og aðrir ekki góða.  Miele eigendur hafa aldrei tilefni til að kvarta yfir vélinni sinni.

Mammzzl | 3. ágú. '15, kl: 10:26:46 | Svara | Er.is | 0

Held að þetta sé eins og mín. Keyptum hana fyrir 2 árum og erum mjög ánægð með hana.
 

8 kg 1600 SN Eco Bubble (WF80F7E3P6W)
 

frúdís | 3. ágú. '15, kl: 11:36:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við keyptum þessa fyrir 6 mánuðum síðan. Hef aldrei átt eins góða vél og vill ekkert minna en 9 kg vél héðan í frá.

Átti AEG, hún var ekkert nema vesenið.

Miele er að reynast vel á því heimili sem ég þekki til.


http://www.elko.is/elko/is/vorur/%C3%9Evottavelar1/Samsung_thvottavel_WW90H7600EW.ecp


*Líf | 3. ágú. '15, kl: 18:00:23 | Svara | Er.is | 0

http://fonix.is/vara/asko-w6564/


Fengi mér þessa ef ég væri að fá mér nýja vél í dag. 
Var með Asko sem gaf upp öndina eftir tæp 20 ár fyrir nokkrum árum en nískaðist þá og ákvað að fá mér 7 kg AEG vél sem allir dásömu í botn. Vélin er svo sem ágæt en mikið hata ég þennan gúmmí þéttikant við hurðina sem virðist alltaf fullur af vatni og þar af leiðandi myndast helv..... Myglusveppur sem ég er endalaust að berjast við. Tek það samt fram að vélin þvær á 90c ca. Annan hvern dag. 

Snobbhænan | 3. ágú. '15, kl: 20:24:38 | Svara | Er.is | 0

Ég keypti siemens síðast.  Hún náði ekki að klára einn þvott -> ónýt.  Fékk aðra vél, en þar sem Siemens týpan á X verði var uppseld þá fékk ég Samsung. Hef notað hana í 1 mánuð og hún  þvær eins og draumur.  En svosem engin alvöru reynsla komin á hana. Læt þig vita eftir 8-10 ár.

bogi | 4. ágú. '15, kl: 10:47:33 | Svara | Er.is | 0

Var einmitt að ræða um þvottavélar um helgina og einhver vildi halda því fram að í dag væru þvottavélar að öllu jöfnu ónýtar eftir c.a. 6 ár. Þetta kom frá manni sem vann við viðgerðir - en auðvitað græða framleiðendur ekkert á því að hlutirnir endist of lengi :P

Mainstream | 4. ágú. '15, kl: 14:42:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei vitað um neina einustu þvottavél sem hefur ekki dugað lengur en 6 ár.

bogi | 4. ágú. '15, kl: 14:49:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég var einmitt hissa -en það virðist vera að mótorarnir séu bara ónýtir, líftími raftækja styttist alltaf virðist vera.

Hef ekki reynsluna sjálf, mín fyrsta þvottavél er 4 ára.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 47997 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, tinnzy123, Paul O'Brien, annarut123, paulobrien, Guddie